Heimskringla - 26.06.1940, Blaðsíða 6

Heimskringla - 26.06.1940, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JÚNÍ 1940 I. Kapítuli. Fyrir sjónum hvalanna, sem byltu sér í djúpinu var Chelsea litla, lítið annað en fljót- andi trjábolur. En fyrir augum selanna, sem hröktust suður undan ágúst stormunum og hurfu brátt í hitabeltishöfunum, var hún dá- samlega dýrðleg, er þeir störðu á hana með gljáandi augunum sínum. En kolkrabbar og skötur, sem eiga heima í leðjunni á dimmum hafsbotninum, sáu aðeins skuggann af henni hátt yfir höfðum sér. En stormarnir í hinu norðlæga íshafi, sem guðimir handsama og sleppa á ný til þess að þeir æði óhindraðir, höfðu hana að leikfangi, sem þeir einhvern- tíma þreyttust á og dreifðu um hafflötin í smáflýsum. En Chelsea var samt enn meira en þetta, þar sem hún leið yfir hið botnlausa djúp. Hún var mjög þýðingarmikil. Hún var merki um sigur mannsandans yfir höfuðskepnunum. Hún lék hlutverk sitt hraustlega í hinni aldagömlu baráttu hans við hafið. Hún var tæplega níu- tíu feta löng, knúð áfram af dísilhreyfli og seglum, fiskilyktina lagði af henni, en samt hafði hún sína þýðingu. Og í mörgu sjómanns- heimilinu í hinum nýja fjarlæga Alaska-bæ, var rætt um hana bæði með ást og virðingu. Chelsea var fiskiskúta. Hún hafði hjálpað til að gera þennan nýja fiskibæ að einni stærstu fiskiveiðahöfninni í Norður-Ameríku. Flestir bátarnir, sem legið höfðu við hlið hennar við bryggjurnar í Ketchikan voru bara laxabátar, sem sjaldnast voguðu sér úr landsýn, en Chel- sea var ein af hinum fjögur hundruð stóru skipum flotans, sem veiddu lúður úti á hinu opna hafi. Af þeim skipum sáu þeir oft sólina renna til viðar yfir hinni dökku strönd Síberíu. Rétt núna var hún að koma frá Sanak, sem var nakin kletta eyja, sem var næstum því á hálfnaðri lyðinni til Asíu. Skipið var hlaðið mjög og hinn ungi skipstjóri, sem horfði eins og dreymandi gegnum opna gluggahlerana á stýrishúsinu var ánægður yfir J>ví, farmur skipsins var alt fiskur. Þeir höfðu siglt langt — en uppskorið mikil laun. Þeir áttu ekki eftir að draga nema eitt botnnet, svo myndu þeir stefna í autsur, að strönd Alaska og heim- kynnisins. Skipstjórinn virtist ekki eiga heima í þessari stöðu. Hann var hvorki gráh»ærður, skeggjaður né veðurbitinn,. Hann var nauð- rakaður og hið korngula hár hans féll í bylgjum fyrir vindinum eins og á skáldi; hann var kannske líka skáld á sinn hátt, eins og allir eru í raun og veru, sem elska hafið. Hann hafði lagt alla sína ást á það, þrátt fyrir alt erfiðið og þrautirnar ,og þrátt fyrir hinn óumflýjanlega og þrautafulla aldurtila, sem það á endanum mundi búa honum. Hann hafði gefið hafinu ást sína, nauðugur, en heila og óskifta. Glettnin var ríkust í lundarfari hans. Hún ljómaði í stálbláu augunum hans og í hrukk- unum í auknakrókunum, sem höfðu myndast þar við að stara sí og æ út í fjarskann. Hún var rituð í fallegu andlitsdráttunum hans. Yfir andliti hans hvíldi þessi eftirtektaverða rósemi sem kemur yfir þá menn, sem búa í návistum við uppruna allra hluta. Einsamall hafði hann starað í stjörnuljómann. Hann hafði starað út yfir hin dimmu vetrarhöf. Augu hans höfðu smogið gegnum hvirflandi þokumekki. Hann var nú að horfa eftir duflinu, sem vísaði á lúðunetið. Hann kom auga á það. Það hafði rauða veifu, sem blakti í hinum svala ágústvindi, en áður en hann gat stýrt að því, kom hann auga á annað dökt merki, sem sást færast inn í sjóndeildarhringinn. Hann horfði á það þegjandi eins og í hálfa mínútu. Þetta gat verið dauður hvalur, sem reisti stóru bæxlin sín eins og spegil upp í loft- ið. Það gat verið margt annað. Hann beygði sig í áttina til Georgs Eilers, stýrimannsins á skipinu, sem var að hringa upp kaðal á þilfar- inu. “Hvað er það sem maður sér þarna á stjórnborða?” spurði hann. Rödd hans var eins og vænta mátti eftir útliti hans, djúp og skær, eins og í klukkum þeim, sem festar eru á duftin og vara við blindskerjum. Kris Nansen líktist Norðmanni, og þó mælti hann án nokkurs málhreims. Hann hafði sjálfsagt mælt á enska tungu frá barn- æsku, enda var ekkert annað mál talað á heim- ili hans við Puget sundið. Gamli Nansen skip- stjóri og kona hans hafa kannske þráð hið hljómfagra norska mál, eins og þau þráðu hina djúpu firði ættlands síns, en þau höfðu yfir- gefið ættland sitt til þess að verða amerikönsk, og það ætluðu þau sér að vera. Þau höfðu með iðni og þolinmæði lært ensku, og sonur þeirra, sem var fæddur í Seattle hafði ekki erft nema ögn af málhreim þeirra. Er skipstjóri spurði þannig leit Eiler upp frá vinnu sinni. Þessi maður var ekki norskur, heldur var hann fæddur í Nýja-Skotlandi og virtist vera sjómaður með lífi og sál. Hann hafði fylgt Kris Nansen á mörgum svaðilferð- um, og átti einn þriðja í skipinu. Síðasta þriðjunginn átti Stóri Tommi, sem líka var frá Nýja-Skotlandi. Stóri Tommi kom nú til þeirra með sjónaukann úr káetunni. “Þetta er maður í bát,” sagði Eiler eftir að hafa horft í sjónaukann. “Líklegast fiskibátur frá einhverju fiski- skipinu.” “Nei, það er bara einn maður í bátnum, hann hefir dregið upp lítið segl. Hvað mun auli sá vilja svona langt úti á hafi?” Eftirvæntingarsvipur kom á andlit Nan- sens. Ennþá einu sinni var hann mintur á hinn eilífa leyndardóm hafsins. Hann, sem hafði fundið saltlyktina þegar hann var nýfæddur, honum sem öldurnar höfðu vaggað í svefn alla hans æsku, vissi aldrei hvaða skipi hann mætti í náttmyrkrinu. Hin grænu djúp voru stöðugt óráðinn leyndardómur. Guð einn vissi hvað í þeim bjó, ofan á þeim og undir þeim. Og þetta norðuríshaf var leyndardómsfylst allra hafa — svo stórt, huggunarlaust, einmanalegt og fult af ráfandi þokumökkum. Miklu sunnar sigldu skip, stystu leið til Japan, en hér norður frá voru bara fiskiskip, sem hættu sér út frá Ketchikan. í norðri lágu Aleutisku fjöllin, græn hengiflug, sem aðskildu nýja og gamla heiminn. í austri lá Alaska, sem í sjálfu sér var fult af óráðnum gátum og rómantískum leyndardómi, en í vestri hinar gráu strendur Síberíu. Hver gat þessi sæfari verið? Opinn bát- ur, þótt útbúinn væri með segli, var ekki hæfi- i legt far á þessu hafi. Enda þótt hann færi með ströndum Aleutisku eyjanna, voru þær ekkert skjól fyrir norðan stormunum. Þetta hlaut að vera boðberi mikilvægra tíðinda. Nansen hafði ekkert annað að gera en að bíða með þolinmæði. Meðan báturinn nálgað- ist, rann út og inn um þokumekkina, bar við loft á háum bylgjuhrygg eða fólst í djúpum dölum þeirra, unnu mennirnir á Chelsea verk sitt með dygð og ró. Hjólin mörruðu þegar botnnetið var dregið inn. Hinir stóru fiskar, með bronslituðu uggana, sem sprikluðu í möskvunum voru dregnir inn, netið var vafið upp og Chelsea var albúinn til heimferðar. Loks komst litli báturinn að skipinu. í honum sat Indíáni, aleinn, en austurlanda svip- urinn á honum, sannaði að hann var frá eyjun- um, hinu megin við Unimak, sem eru takmörk- in milli austursins og vestursins. Indíáninn var lítill og svartur, og dásamlega vitneskjulaus um afrek það, sem hann hafði framið er hann fór þessa ferð. Flestir sjómennirnir á skipinu hölluðust fram á borðstokkinn og horfðu á hann. Auk Nansen, Eilers og stóra Toms, voru þar eitt- hvað sex sjómenn, sem allir voru fæddir til þess að vera það. Allir voru þeir heljar menni alt frá tröllinu Hrólfi, sem var 6 fet 4 þuml. og gat dregið inn fimm feta langa lúðu með annari hendi til litla Matta. Hann var kallaður “litli” vegn þess að hann vantaði þrjá þumlunga til að vera sex fet á lræð, og vóg aðeins hundrað sextíu og fimm pund. Lengst niður frá stóð eini landkrabbinn; vagga hans hafði ekki staðið við hafið. í æskunni hafði hann horft út yfir hvítar sléttur, ekki hvítar af haflöðri, heldur af baðmull. Nafn hans var Sam snjóbolti. “Hvað ert þú að fara í þessari kænu?” spurði Snjóbolti með sinni drynjandi rödd. Aleutingurinn leit upp á hann og hrökk við. Litlu augun hans, sem lágu mjög djúpt og voru dökk eins og hafið um hávetur, opnuðust upp á gátt af ótta. Hann var sjálfur dökkur yfirlit- um, en aldrei hafði hann séð neinn eins svartan og þennan negra frá Georgíu. Hann var ekki einungis undrandi heldur máttlaus af skelfingu. Það virtist í svip, sem hann ætlaði að flýja burtu án þess að skila boðunum. Snjóbolti sá skelfingu hans. “Eg geri þér ekkert ilt,” sagði hann. “Eg er bara matsveinn.” Hinn vingjarnlegi rómur hans virtist vera Indíánann. Hvorki börn né guðslegar sálir geta til lengdar óttast gamla svertingjann, er hann leitaðist við, að vera vingjarnlegur; en aftur á móti, ef barist var fyrir réttlátu málefni — málefni sem snert sóma skipsins, eða helgi hinna göfgu guða hans, þá var hann jafn ósigrandi, aðeins á annan veg. Nansen mundi eftir að Stronsky, sem var ósvífnastur allra háseta hans, hafði talað með lítilsvirðingu um sérstaka ljósmynd, sem Snjó- bolti geymdi í rúminu sínu. Það var mynd af lítilli hvítri stúlku, en fegurð hennar minti helst á hús með hvítum súlum er sneru út að Georgíu fljótinu. Það þurfti helminginn af sameinuð- um kröftum skipshafnarinnar, til að bjarga lífi Stronskys. Auk þess bar hann á sér merki svo að kunnugir geta þekt hann af þeim meðan hann lifði. Er Aleutingurinn óttaðist ekki lengur svertingjann, greip hann í grindina á hlið skipsins og sneri sér að skipstjóranum. “Ert þú Ameríkumaður?” spurði hann. Það var skrítið að andlit Nansens varð blóðrautt. Var það merki hinnar ríkustu til- finningar sem í brjósti hans bjó. Augu hans skutu geislum, sem stöfuðu af því að hann var ameríkumaður, og hann lagði meiri þýðingu á þá staðreynd en flestir aðrir menn. Það stafaði kannske af því, að einvera hinna löngu nátta út á hafinu hafði gefið honum gott tækifæri til að íhuga þetta atriði. “Já, það veit heilög hamingjan að eg er,” svaraði hann hátíðlega. Þótt undarlegt megi virðast, þá stökk engum áheyranda hans bros er hann gerði þessa yfirlýsingu. Eins og hann sjálfur höfðu hinir mennirnir lifað langar einverunætur og höfðu hugsað líka. Þeir lögðu líka eins og hann áherslu á hluti, sem aðrir gleymdu eða hugsuðu aldrei um. Það sem þeir trúðu á á annað borð, trúðu þeir á af alhuga og efunarlaust. Það sem þeir elskuðu eða hötuðu, elskuðu þeir eða höt- uðu af alhuga. Auk þess þektu þeir Kris Nansen þegar honum var eitthvað alvara, var það óráðlegt fyrir nokkurn að hlægja að hon- um. Og þeim fanst þeir finna til mikillar al- vöru í þessum samfundum Indíánans og hans. Það var ekki algengt að slíkt gerðist þar úti á hafinu, það var ekki kveðja sem tvö skip varpa hvert á annað fyrir siðasakir — kveðjur og Þögn. Allir stóðu á öndinni — allir nema Stron- sky, sem reikaði hægt fram eftir skipinu. En hann brosti ekki né sýndi neina léttúð. Varir hans herptust bara saman af geðilsku. Og allir nema Jakob Bogen, vinur Stronskys, svart eygður, ruddalegur á svip, skildu yfirlýsingu , skipstjórans. Þessi mynd var þegar innprentuð í heila sjómannanna. Þeir sáu hið gráa haf, sem lá eins langt og augað eygði í áttina til Síberíu. Þeir sáu þoku búna bláu strönd Sanae eins og vofu í móðunni, þeir sáu litla bátinn, sem kom frá vestri og hið dökka austurlenska and- lit Indíánans upp fyrir borðstokkinn. Þeir sáu víkingsandlit skipstjórans síns blóðrjótt af á- kafa, og langt í burtu þokubólstrana, sem huldu hina ógnandi og árvöknu Asíu. “Ef þú ert Amerískur, þá hefi eg hér hlut meðferðis handa þér,” sagði Aleutingurinn og lagði brúnt glas með tappa í í lófa Nansens. Þetta glas var úr brúnu gleri og svo lítið að það mátti fela það í lófa sínum. Nansen hélt því upp móti birtunni og sá að í því var ekkert nema ein hvít pilla. Hvort hún geymdi ban- vænt eitur var honum hulið, en hugur hans var opinn til að bjóða þar inn hvaða gátum sem væri. Fingur hans skulfu dálítið er hann dró tappann úr glasinu. Þessi litla kúla valt svo út úr flöskunni í lófa hans, og kom því í Ijós að þetta var samanvafinn pappírsmiði. Hann rakti hann í sundur með gætni, rendi aug- unum yfir línurnar, sem á hann voru skrifaðar og leit síðan eins og ráðalaus á Aleutinginn. “Hvar fékstu þetta?” spurði hann hægt. Andlit innlenda mannsins var eins svip- brigðalaust og klettarnir í eyjunni hans. “Anulk á Akuneyjunni fékk mér það. — Hann sagði við mig: “Fáðu þetta fyrsta Ame- ríska skipstjóranum, sem þú finnur. Eg hitti þig og fæ þér það.” “En hvaðan fékk Anulk það?” Hann fékk það langt þarna,” og hann benti í vestur. “Innlendur maður, Agashinak (ung- ur hvalur) fékk honum það.” “Hvar?” “Veit ekki, held kannske Uninako.” “En hversvegna fór ekki Anulk með það til Unalaska í staðinn fyrir að koma með það hingað. Hann hefði sjálfsagt getað hitt ame- rískan skipstjóra í Hollendingahöfn.” Nú færðist gleðiblær rétt sem snöggvast í svörtu augu Indíánans og svolítið bros sást á vörum hans. “Anulk varð fyrir óhappi,” svaraði hann. “Hann sigldi í skinnbát, hrakti út á hafið. Anulk var næstum druknaður. Þegar stormur- inn feykti honum aftur að landi; hann langt frá Unalaska. Fann hana ekki framar. Þess- vegna kom hann til Akun, fékk mér glasið.” “En hvaðan kemur það í fyrstunni?” sagði Nansen. “Einhverstaðar nátegt Fjögra fjalla eyj- unni. Gulur maður, hann skrifar það.” “Svo það kemur þá næstum frá Síberíu,” sagði Nansen í mikilli geðshræringu við skips- höfnina sem hlustaði á með athygli. Trúið þið þessu?” “Þú ert neýddur til að trúa því, eða hvað ?” sagði stóri Tommi. “Þarna er maðurinn, sem eftir öllum sálarmerkjum að dæma kemur frá Akun eykjunni, og þarna er bréfið í hendi þinni. Kannske það sem í því stendur skýri þetta.” “En það gerir það ekki.” Nansen starði um stund vestur yfir hið mikla haf, þaðan sem boðberinn kom. Það var hægt að sigla þetta, það hafði verið gert fyrri, ekki einu sinni, heldur mörg þúsund sinnum á morgni tímanna. Margir hyggja að nýi heim- urinn hafi verið bygður af fólki, sem sigldi þessa leið frá hinu gamla heimkynni sínu í Asíu. í raun og veru var þetta beinn vegur, sem lá að bakdyrum Ameríku. Því var þá ekki hægt að nota hann enn? Aðrir mann- flokkar frá Asíu óskuðu kannske að fara þenn- an auðvelda veg til landsins, sem var svo auð- ugt af fögrum loforðum. En nú varð að ráða stærri gátur. Nansen horfði rannsakandi' í augu Indíánans. “Það er löng sigling,” sagði hann hægt. “Eg hefi aldrei heyrt þess getið að Aleutingur tæki á sig slíkt ómak fyrir gulan mann og heldur ekki fyrir hvítan. Hvað gaf Agafhinak Anulk fyrir að flytja glasið lengra og hvað gaf Anulk þér?” Auglit Aleutingsins varð skugga- legt og þekti Nansen þann svip. Honum féll ekki þessi yfirheyrsla. “Guli maðurinn ekkert gefa Agafhinak. Agafhinak ekkert gefa Anulk. Anulk ekkert gefa mér — og nú eg sigli.” “Bíddu svolítið,” sagði Nansen rólega, “ef þú segir mér ekki sannleikann, mun eg ekki taka við þessum boðum.” Þetta var djarflt teflt, en það hreif. Aleut- ingurinn veifaði handleggjunum í ráðaleysi. Það var auðséð að hann vildi verða laus við boðin, hvað sem það kostaði. Þetta var á- byrgðarhluti, sem lá þungt á honum. Þetta hafði knúð hann til að fara tvö hundruð mílur frá hlýju heimkynni sínu á Akuneyjunni, frá brúnarmaðri konunni og svarteygðum börnum. Hann hafði staðið í þrældómi og hamingjan mátti vita hvílíkar hættur og þrautir biðu hans ef ameríski skipstjórinn neitaði að taka við boðunum, þá yrði hann sjálfur að bera boðin áfram, og hætta sér ennþá lengra út á hafið; því að engin önnur leið var opin. Það kom ekki til mála að kasta þessu í hafið. Ef hann gerði það yrði hann ófarsæll í þessum heimi og eilífðinni líka. “Eg skal segja sannleikann,” sagði hann. “Guli maðurinn — hann hafði orðið.” “Orðið!” endurtók Nansen. “Totem orðið. Blóðsifja merkið. Þegar einhver þekkir það orð verðum við að gera það, sem hann býður okkur. Segi hann: farið til lands sólaruppkomunnar, verðum við að fara þangað. Ekki að snúa aftur. Ekki að gefast upp! Guli maðurinn, hann hvíslar orðinu í eyra Agafhinaks. Hann segir: fáðu þetta fyrsta ameríska skipstjóranum, sem þú hittir. Agaf- hinak langaði ekkert til að fara, en hann fer samt. Og þegar Agafhinak fær Anulfi það. Hann fer.” Nansen hneigði sig þessu til samþykkis. Hann hafði heyrt talað um þetta helga merki Aleutinganna. Leyndarmálið var eins vel varðveitt og bréf njósnarans eru varðveitt. Það hafði afskaplega mikið vald yfir félögun- um og Nansen fann að virðing hans fyrir hin- um leyndardómsfulla, gula manni óx, sem þekti þetta orð og hafði notað það til að koma fram áformum sínum. Nansen spurði ekki um það hvernig orðið hljóðaði. Hann vissi fyrirfram, að ekkert heimsins afl fengi Aleutinginn til að láta það uppskátt. Því lét hann manninn sigla leiðar sinnar, kallaði Eiler og stóra Tomma inn í ká- etuna til þess að rannsaka bréfið. Það var slétt úr því og var þá auðvelt að lesa hinar fáu línur, sem á það voru ritaðar með fallegri og skýrri skrift. Nansen las þær hátt: “Til amerísks skipstjóra! Verið svo góðir og skilið þessu til fyrsta Bandaríkja sjó-, land- eða tollliðsforingjans, sem þér hittið. Best að hann sð í sem hæstri stöðu. Bandaríkjastjórnin mun gjalda yður hverja þá fyrirhöfn eða fjártap, sem þér bíðið við að koma þessu til skila. Á eftir þessum línum kom fjöldi af þýðing- arlausum orðum. Ekki var bréfið undirskrifað með neinu nafni, en undir því stóð talan 44. Auðvitað voru þessi orð leynimál, svo flókið, að Nansen gerði enga tilraun að þýða það. í stað þess leit hann út um opinn gluggann og talaði, var rödd hans róleg en augu hans tindruðu. “Er botnnetið ekki komið inn ennþá?” spurði hann. “Nú erum við rétt að segja búnir,” svaraði norski Andrés. “Dragið þá þetta dufl inn og svo skulum við sigla af stað.” Hann sneri sér til Eilers. “Heyrðu,” sagði Nansen, “hvar getum við fyrst hitt foringja úr hernum, flotanum eða strandvamarliðinu ?” Eiler gapti af undrun. “Heldurðu að þetta sé svo þýðingarmik- ið?” “Eg veit það ekki. En mUndu eftir að við erum hér nyrst í íshafinu, og hér getur alt mögulegt komið fyrir. Og við komum beint frá----” Hann lauk ekki við setninguna, því að hann var vanur að hlusta eftir hinum leyndu röddum hafsins, sem töluðu hærra en önnur hljóð, og var heyrn hans mjög næm eins og hunds. Hann hafði heyrt einhvern læðast eftir þilfarinu fyrir utan káetuna. Hann lædd- ist að hleranum. Þrátt fyrir sinn tröllaukna vöxt var hann einkennilega léttur í göngulagi. Hann gægðist út og sá Stronsky standa á hleri fyrir utan.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.