Heimskringla - 26.06.1940, Blaðsíða 8

Heimskringla - 26.06.1940, Blaðsíða 8
8. SfÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JÚNf 1940 FJÆR OG NÆR Kirkjuþing hins Sameinaða Kirkjufélags fslendinga í Vesturheimi verður haldið dagana 28. júní til 1. júlí n. k. í Wynyard, Sask., sam- kvæmt fundarsamþykt stjórnar- nefndar kirkjufélagsins, og eru söfnuðir sem vu í kirkjufélag- inu kvaddir til að senda fulltrúa á þingið, einn fyrir hverja fimtíu safnaðarfélaga eða brot af þeirri tölu. Einnig heldur Samband íslenzkra frjálstrúar kvenfélaga sitt þing á sama tíma og sama stað. Auk þess mæta einnig á þinginu fulltrúar fyrir hönd ung- mennafélaga og sunnudaga- skóla. * * ♦ Sunnudaginn 30. júní, eftir messu í Wynyard, fer fram úti- samkoma á heimili Mr. og Mrs. Sigurður Magnússon, fyrir þing- gesti og allan almenning. Séð verður fyrir kaffi á staðnum, en fólk er beðið að hafa með sér mat. * * * Gifting í gær, þriðjudaginn, 25. þ. m. fór fram hjónavígsla í Sam- bandskirkjunni í Winnipeg er Víglundur Franklin Davidson og Thorbjörg Sólmundsson voru gefin saman í hjónaband. Séra Philip M. Pétursson gifti. Brúð- guminn er sonur þeirra hjóna Trausta Andréss Davidson og Guðrúnar Thorlaksson, en brúð- urin er dóttir séra Jóhanns Pét- urs heitins Sólmundsson og Guðrúnar Jónasson konu hans. Aðstoðarmaður brúðgumans var Einar Davidson, bróðir hans og brúðarmey var Miss Ingunn Nordal. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður hér í Winnipeg. * * * Mr. og Mrs. John Weum og sonur þeirra John frá Blaine, Wash., komu til bæjarins í gær. Þau komu í bíl og komu við í Vatnabygðum á leiðinni austur, þar sem þau áttu fyrrum heima. Þau komu að gamni sínu og eru meðan þau standa við í bænum hjá Mr. og Mrs. ólafi Péturs- syni, 123 Home St. * * * Stúlka fæddist hjónunum Mr. og Mrs. Paul Valdimar Reykdal sem heima eiga að 20 Arlington St., Winnipeg s. 1. sunnudags- kvöld. Jón Sigurdsson Chapter I.O.D.E. Appeal for fund. Áður auglýst ...........$49.55 Mrs. Josephs, Winnipeg .... 1.00 Mrs. O. Stephensen, Wug. 1.00 Mrs. H. G. Nicholson, Wpg. 1.00 Mr. G. J. Oleson, Glenboro1 2.00 Mr. & Mrs. H. Danielson, Winnipeg .............. 2.00 Mr. & Mrs. G. F. Jónasson, Winnipeg .............. 3.00 Annon .................. 2.00 Ungtemplarar Gimli nr. 7 10.00 Misses Josephs, Wpg...... 5.00 Miss G. Sigurdson, Wpg... 1.00 Mr. Thor Pétursson, Wpg. 1.00 Mr. & Mrs. G. L. Jóhanns- son ................... 5.00 Mr. W. Keller ........... 5.00 Mr. William Yee ......... 5.00 Red Rose Dairy .......... 2.00 Mr. Mike Bishop ......... 1.00 Mrs. Chaban ................50 Mr. G. F. Dixon ......... 1-00 The Junior Ladies Aid of The First Lutheran Church .............. 5.00 $103.05 Það er aðeins ein vika eftir til þess að safna þeirri upphæð er Jón Sigurðsson I. O. D. E. fé- laginu er ætlað að leggja ti þess að kaupa “Bolingbroke Bomber” sem verður afhendur Dominion stjórninni. Er það þá mjög nauðsynlegt að allir þeir sem hafa hugsað sér að leggja þennan sjóð geri það fyrir næsta þriðjudag. Vinsamlegast fyrir hönd fé- lagsins: Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave * * * Minnisstæður dagur Hinn 5. júní síðastliðinn gaf séra Jakob Jónsson saman þau Kjartan Þorsteinsson og Jónínu Aðalbjörgu Pétursson. Brúð- guminn er sonur Mr. og Mrs Jón Þorsteinsson í Wynyard, en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs Pétur Pétursson í Elfros-bygð Fór athöfnin fram á heimili for eldra brúðarninar, og voru margir vinir og vandamenn við- staddir. Blómskrýddur heið- ursbogi úr trjálimi hafði verið reistur á grundinni við húsð, og framan við hann stóðu prestur- inn og brúðhjónin, en fólkið skipaði sér í hálfhring umhverf- is. Fagur skógarlundur að baki, ÞINGB0Ð Átjánda ársþing Hins Sameinaða Kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi verður sett í kirkju Quill Lake Safnaðar í Wynyard, Sask., FÖSTUDAGINN, 28. JÚNÍ, 1940, kl. 8 síðdegis og stendur yfir til mánudagsins 1, júlí. Söfnuðir sem eru í kirkjufélaginu, eru kvaddir til að senda fulltrúa á þingið, tvo fyrir hverja hundrað safnaðarmeðlimi eða færri, og einn fyrir hverja fimtíu þar yfir. Á þinginu mæta einnig fulltrúar sunnudagaskóla og ungmennafélaga. Samband íslenzkra Frjálstrúar Kvenfélaga heldur þing sitt laugardaginn, 29. júní. DAGSKRÁ ÞINGSINS ER SEM FYLGIR: FÖSTUDAGINN 28. JÚNf: Kl. 8 e. h. Þingsetning. Ávarp foreta. Nefndir kosnar: (a) Kjörbréfanefnd, (b) Útnefningarnefnd, (c) Fjármálanefnd, (d) Fræðslumálanefnd, (e) Ung- mennanefnd, (f) útbreiðslumálanefnd, (g) Til- lögunefnd. Fyrirlestur: séra Jakob Jónsson. LAUGARDAGINN 29. JÚNí: Kl. 9—12: Þingfundir Sambands íslenzkra Kvenna. — Á sama tíma halda nefndirnar sem kosnar voru föstudagskvöldið, fundi og semja skýrslur og álit, og kl. 10 verður Ungmennafundur haldinn (full- trúar ungmennafélaganna og nefndin sem kosin var til að íhuga ungmennamálin). Kl. 2: Þingfundir Sambands fsl. kvenna (áframhald). Kl. 4: Þingstörf aðal þingsins: (a) Skýrslur safnaða, (b) Skýrsla féhirðis, (c) Skýrslur milliþinganefnda. Kl. 8: Samkoma Kvennasambandsins. SUNNUDAGINN 30. JÚNf: Kl. 9: Þingstörf aðalþingsins. Nefndarálit borin fram. Kl. 1.30: Guðsþjónustur: Wynyard, Leslie. Kl. 3: Útiskemtun. Kl. 8: Fyrirlestur: Mr. B. E. Johnson. Þingstörf. MÁNUDAGINN 1. JÚLÍ: Kl. 9: Þingstörf aðal þingsins. Kl. 2—4: Þingstörf. Álit útnefningarnefndar. Em- bættismannakosning. Ný mál. Þingslit. með fjölda syngjandi sumar-í796 Banning St. Winnipeg eða fugla í greinum trjánna, gerði undirritaðrar. sitt til þess að skapa þessari | Emma von Renesse helgiathöfn viðkunnanlegt um- —Árborg, 22. júní 1940. hverfi. Svaramenn voru Harold * * * Þorsteinsson bróðir brúðgum-| Þann 11. þ. m. voru þau ans, og Miss Ólína Bjarnason. ■ George Guðni Thompson og Guð- Meðan undirskriftirnar fóru mundína Jóhanna Guðjónsson fram, söng Mrs. Þorsteinsson, gefin saman í hjónaband á heim- móðir brúðgumans, einsöng “I ili brúðurinnar nálægt Mozart, Love Thee Truly”. Lítil stúlka, | Sask. Séra Carl J. Olson em- frænka brúðarinnar, heiðraði Þættaði. Foreldrar brúðurinnar brúðhjónin með söng og blóm- eru þau Gísli Guðjónsson og um. Þegar hjónavígslunni var kona hans Guðbjörg Hólmfríður lokið fór fram skírn sex barna Sigurðardóttir. Foreldrar brúð- og voru f jögur þeirra barnabörn | gUmans eru búsett að Svold, N. húsráðendanna, Mr. og Mrs. Pét- Dak., og heita Kristján Thomp- ursson. Meðal hinna viðstöddu son Qlg Rebeca Benson Thomp- var móðir Mrs. Pétursson, Mrs.1 g0n_ Bjarnason, og voru teknar | Framtíðarheimili brúðhjón- nokkrar myndir af henni og af-! anna verður að Cavalier, N. D. komendum hennar í þriðja lið, Fjöldi af ættmönnum og vinum svo að fjórar kynslóðir voru óska þeim allrar hamingju og saman á mynd. — Afbragðs blessunar. matur var á borð borinn (buffet Brúðhjónin voru sem dagur dinner) og að lokinni máltíð jnn og hann var sólríkur og in héldu ungu hjónin til Wynyard,; dæll. ásamt því fólki, sem þaðan kom j * * * til boðsins. Voru það þrjár bif- j Bjarni Sveinsson frá Keewat- reiðar fullar, og höfðu nokknr ^ in^ Qnt., liggur á General Hospi tal í Winnipeg. Innvortisveiki , þjáir hann; var hann skorinn „ .* .. , , *. 7 UPP s. 1. mánudag. Honum heils Komið var við i Elfros, bæði ijast eftir vonum. bænum og a íþrottavelhnum, j * * * þar sem hlé varð á knattleiknum j géra R K ólafss0n frá um stund, meðan brúðarfylgdin j attle> Wash Ieit inn á skrifstofu f°r leiðf sinnar‘ Hlnir un*u Hkr.ímorgun. Hann kom norð- menn sau um að förmni væn an frá Lundar> en þar hefír vmtttdhlyðdeg athygh með>vi, kirkjuþing wterskra staðið yfir að blasa i horn og onnur hljoð-; undanfarna daga. SARGENT TAXI Light Delivery Service SIMI 84 555 or 84 557 724 /i Sargent Ave. PETERSON BR0S. Dealers in ICE and WOOD Box 46 GIMLI, Manitoba ungir menn, kunningjar brúð gumans, skreytt þær með lit- böndum og borðum, o. s. frv. færi, eins og siður er hér um slóðir. — Til Wynyard kom hóp- urinn með glaum og gleði, og er það vafalaust ósk og von allra, sem þekkja ungu hjónin, að feg- urðin og helgin frá skógarlund- inum, þar sem vígslan fór fram, og hin óþvingaða glaðværð heimferðarinnar megi fylgja þeim æfina út. Jakob Jónsson * * * Gjafir til sumarheimilis fsl. barna að Hnausa, Man DÁN ARFREGN Þann 10. júní, árdegis andað- ist í Providence sjúkrahúsinu í Moose Jaw, Sask., Mrs. Jessie Sigurðsson, frá Árborg, Man., eftir uppskurð og nokkra legu þar. Hún var fædd 25. marz 1898, í Hudderfield á Englandi, voru foreldrar hennar Kilnor og Arnice Wilson. Ásamt foreldr- um sínum fluttist hún til Can- j ada 1902, og ólst upp hjá þeim í Mrs. Þórdís Johnson, Cypress j Elmwood, Man. Hún var ein River ,Man., gaf ullarteppi fyrir j dóttir foreldra sinna en hið nokkru síðan, og Mrs. Nicholson, I f jórða barn þeirra eftir aldurs- Winnipeg, gaf 10 bækur. Mér röð. Tveir bræður hennar dóu í yfirsást að geta um þessar gjaf- ir fyr. Nokkrir góðviljaðir menn í Norður Nýja-fslandi heimsóttu Sumarheimilið laugardaginn 15. júní og unnu við það að prýða og lagfæra leikvöll barnanna o. s. frv. Þeir sem að gáfu dags- verk í það sinn voru: séra E. J. Melan, Riverton, Tímóteus Böð- varsson, Geysir, W. Björnsson, Geysir, B. Bjamason, Geysir, Gunnlaugur Jóhannsson, Geysir, Sveinbjöm Bjömsson, Árborg, bemsku,.yngri bróðir, Frank að nafni dó í Florida-ríki árið 1937, en þangað höfðu foreldrar henn- ar flutt búferlum 1921, og þar dó faðir hennar þrettán áram síðar. Einn bróðir er á lífi Ar~ thur Wilson í Moose Jaw, Sask., kvæntur og á böm og hjá hon- um dvelur öldruð móðir þeirra Wilsons’systkina. Þann 27. júní, 1923, giftist Jessie Elíasi S. Sigurðssyni frá Hofi við Ár- borg, er hann sonur landnáms- hjónanna Sigurðar Hafliðason- hún var innilega trúuð, listræn að eðli og haðvirk í höndum. Hennar er sárt saknað af eigin- manni og ungum syni og ná- komnum ástvinum og trygðavin- um hennar. Eiginmaðurinn kom með líki konu sinnar heim til Árborgar og fór kveðjuathöfn fram á ensku á heimilinu og í kirkju Árdals-safnaðar í Árborg, þann 13. júní, að mörgu fólki viðstöddu; kveðjuorð voru einn- ig flutt næsta dag á útfararstofu Bardals í Winnipeg og jarðsett í Elmwood-grafreit. Sá er línur þessar ritar jarðsöng. Sigurður Ólafsson MESSUR og FUNDIR i kirkju SambandssafnaOar Uessur: — á hverjum sunnudeffi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaOarnefndin: Funölr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundir fyrota mánudagskveld i hverjum mánuði. KvenfélagiO: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. S ut kveldinu. Söngæfingar: Islenzki stönf- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e: h. Eins og auglýst er á öðrum stað í þessu blaði ætlar Karla- kór íslendinga í Norður-Dakota að takast all-langa ferð á hendur síðustu dagana af júní-mánuði, og syngja undir leiðsögn Ragnar H. Ragnar, söngstjóra, í Wyn- yard, Sask., 27. júní, í Mozart, Sask., 28. júní og í Leslie, Sask., 29. júní, og eiga samkomur þess- ar allar að byrja kl. 8.30 að kveldinu. Söngsveitin hér syðra er ekki að ráðgera þessa ferð til fjár eða frama. Heldur er það miklu fremur í vinsemdarerindum, sem ferðin er fyrirhuguð. Marg- ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Kichard Beck University Station, Grand Porks, North Dakota Allir fslendingar í Ameríku ættu að heyra til Þjóðræknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðm. Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. ir hér í Norður Dakota bygðun- um, og þá ýmsir líka af með- limum Karlakórsins, eiga náin skyldmenni og kæra vini í Vatnabygðunum í Sask. Og er þeim það nú óblandið ánægju- efni að stefna á fund frænda og vina þar vestra, sem hafa boðið þá svo einlæglega velkomna til sín. Er það mjög einlæg löng- un karlakórsins að ferðin geti orðið þeim öllum, sem hlut eiga að máli til mikillar ánægju, og megi eiga sinn þátt í því að treysta vináttuböndin milli bygðanna þar vestra og suður hér. X. Moeeeeeesossseeeceoeðoðeet KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og f jölbreyttasta íslenzka vikublaðið Mrs. S. E. Björnsson, Miss | ar °e Sigríðar konu hans, hinna Jóna Björnsson, Miss Sigurlaug mesta merkishjóna, eru þau nú Halldórsson og Mrs. H. v. Ren- bæði látin, Sigurður fyrir mörg esse, allar frá Árborg, unnu að um árum, en Sigríður á síðast- liðnu sumri. Elías og kona hans ?ví að laga rúmfatnað og fl. Mr. H. G. Hutehison, Seymour Hotel, Winnipeg, gaf húsmuni (furniture). Mrs. K. J. Sveinson, Árborg, gaf gramophone plötur. Peningagjafir: Mr. J. P. Vatnsdal, Geysir $2.00 ívenfélag Sambandssafnaðar, Hecla, Man.............$5.00 í blómasjóðinn: Nokkrir meðlimir Sambands- safnaðar á Gimli ........$6.00 minningu um kæran vin ný- átinn, Jón Guðmundsson, Gimli, Man. Fyrir allar þessar gjafir ?akka eg innilega. bjuggu jafnan í Árborg, er hann einn þeirra er þjónuðu í stríðinu mikla, um nokkurt skeið stund- aði hann rakaraiðn, en um mörg síðari ár hefir hann verið með limur firmans Arborg Imple- ments and Motors, er hann hinn ábyggilegasti og ágætasti starfs' maður og hjálparhella hvers þess málefnis eða félagsskapar, er hann annars lætur sig skifta. Þau áttu ágætt og vandað heim- ili, er bæði unnu við að prýða, bæði úti og inni, og góðar efna- legar kringumstæður, en áttu oft við veila heilsu að stríða, einkum hún, um mörg síðari ár. Þau eignuðust einn son Lloyd Eg leyfi mér fyrir hönd Ralph að nafni, nú 14 ára að starfsnefndarinnar að þakka | aidri, stór piltur og mannvæn- öllum sem að hafa styrkt þetta jegur. Sviplegt fráfall Mrs. >arfa fyrirtæki í liðinni tíð. Mig langar til að minnast >ess, að Mr. P. S. Pálsson skáld, gaf sumarheimilinu eitt hundrað Sigurðsson hefir numið rrærri nánustu ástvinum hennar, því vonir voru um það að hún fengi heilsubót eftir uppskurð þann er eintök af Ijóðabók sinni “Norð- hún hafði gengið undir, en það ur-Reykir” og hefir nefndin fengið leyfi gefandans að sélja fór á annan veg, eins og frá hef- ir verið greint. Hún hafði notið bækumar á mjög lágu verði, svo góðs uppeldis og mentunar, því að bókin er til sölu fyrir einn foreldrar hennar voru í góðum dollar, póstfrítt. Pantanir send- ist til Mrs. G. Ámason, Lundar, kringumstæðum; átti hún yíir göfugum hugsjónum að ráða, Man., Mrs. S. E. Björasson, Ár- var kona hjartahrein og prúð, en borg, Man., Mrs. P. S. Pálsson, var að upplagi, tilbakahaldandi; ÞINGB0Ð FJÓRTÁNDA ÁRSÞING HINNA SAMEINUÐU ÍSLENZKU FRJÁLSTRÚAR KVENFÉLAGA AÐ WYNYARD, SASK. D A G S K R Á : 29. júní: Þingsetning kl. 9.30. Ávarp forseta. Fundar- gerð síðasta þings. Embættismanna og fulltrúa skýrslur. Ný mál. Ólokin störf. Kosning em- bættismanna. Marja Bjömsson, forseti Ólafía Melan, ritari S A M K O M A LAUGARDAGSKVELDIÐ þ. 29. JúNf Kl. 8 e. h. f KIRKJU QUILL LAKE SAFNAÐAR. 1. Ávarp forseta 2. Ræða...........Frú Guðrún H. Finnsdóttir Jónsson 3. Einsöngur..—................. Birgir Halldórsson Við píanóið Herbert Johnson 4. Upplestur.....................Hallgrímur Axdal 5. Einleikur á fiðlu.............Miss Emily Axdal 6. Einsöngur..................Mrs. S. Thorsteinsson Söngför til Vatnabygða Karlakór íslendinga í Norður Dakota undir stjórn RAGNAR H. RAGNAR HLJÓMLEIKAR verða á þessum stöðum: WYNYARD: Fimtudaginn 27. juní MOZART: Föstudaginn 28. júní LESLIE: Laugardaginn 29. júní við pianóið: Kathryn Arason Samkomumar byrja kl. 8.30 e. h.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.