Heimskringla - 26.06.1940, Blaðsíða 1

Heimskringla - 26.06.1940, Blaðsíða 1
The Modem Hoiiseulfe Knows Quallty That Is Why She Selects “CANADA BREAD” “The Quality Goes in Before the Name Goes On” Weddlng Cakes Made to Order PHONE 39 017 LIV. ÁRGANGUR ALWAT8 ASK FOR— “Butter-Nut Bread” The Finest Loai in Canada Rich as Butter—Sweet aa a Nut Made only by CANADA BREAD OO. LTD. WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 26. JÚNí 1940 NÚMER 39. Friðarskilmálar Hitlers Fjárhagsáætlun sambandsstjórnarinnar Það var nú nokkuð, sem flest- ir munu hafa búist við, að frið- arskilmálar Hitlers yrðu harðir. Á hinu áttu menn tæplega von, að hann gripi tækifærið um leið og hann birti skilmálana að svala hefnigirni sinni, og bæði storka og lítilsvirða hina undir- okuðu þjóð eins og raun varð á Það var í skógum Compiegne- héraðsins s. I. föstudag, sem skilmálarnir voru birtir Frökk- um. Þangað kom Hitler með föruneyti sínu. Voru á meðal þess Göring, Wilhelm Keitel yfirherforingi, Raeder flotafor- ingi, Rudolf Hess, hægri hönd Hitlers og Ribbentrop utanríkis- málaráðherra. Fundinn áttu fulltrúar Frakka Þjóðverja með sér í vagni, en það var sami vagninn og Foch var í, er hann gerði samninginn um vopnahléð við Þjóðverja 1918. Hafði Hitler vitað, að Frakkar geymdu hann; lét hann ná í hann og flytja á sama stað- inn og 1918. Nú sat hann í sæti Foch. Þegar allir voru í vagn- inn komnir, las Keitel hershöfð- ingi upp friðarskilmála Þjóð- verja, þá er Hitler og Mussolini höfðu samið. Efni samninganna var þó bannað að birta, en síðan hefir frézt, að Þýzkalandi sé á- skilið Frakkland með húð og hári í þeim, nýlendur þess, loft- og sjóflota. Þjóðverjar kref jast meira en helming landsins til að- seturs sjálfum sér og her sínum og er það alt Norður- og Vestur- Frakkland. Þá heimtar Musso- lini stórt horn af Suðaustur- Frakklandi, milli Sviss og Mið- jarðarhafsins. Hvernig nýlend- unum og sjólflotanum verður skift upp, hefir ekki frézt enn. Þegar Frökkum hafði nú verið tilkynt þetta, las Keitel áfram, að Frakkar yrðu að muna það, að þeir hefðu troðið Þjóðverja undir fótum sér á þessum stað 1918, lítilsvirt þá og svikið öll loforð um heiðarlegan frið. Her Þjóðverja hefði aldrei gefist UPP, en herforingjarnir og þýzka stjórnin hefðu tekið orð þeirra trúanleg. Síðan hefðu þeir og Bretar gengið á Þýzku þjóðinni. Hretar og Frakkar hefðu sagt þeim stríð á hendur á s. 1. hausti. En það stríð væri nú komið svo, að Þýzkaland réði friðarskilmál- Unum. Eftir þessa ofanígjöf, fóru Erakkar út í tjald sitt og til- kyntu Petain-stjórninni friðar- kostina. Var þarna skrifað und- ir friðarsamninginn, en stjórnin átti að hafna skilmálunum eða &anga að þeim. Um breytingar Var engar að ræða. Síðast liðið mánudagskvöld ^réttist svo, að Frakka-stjórn hafi að skilmálum Þjóðverja ^engið. Við ítali var og sérstak- ur friðarsamningur gerður í &óm. Hvað Mussolini áskildi ®ér, getur auðvitað ekki um. Um storkunaryrði Þjóðverja er skrifuð grein í blaðið Winni- Peg Free Press og bent á með eigin orðum Þjóðverja (stjónar- ®keytum) að her þeirra hafi ^erið að þrotum kominn með ellu 1918 er hann gafst upp. ^elur blaðið því enga ástæðu til að bregða sambandsþjóðunum ^^18 um nein svik. Kallar Free ^ress það sögufölsun og vana- ^egar nazi-lygar, að halda öðru eius fram. Það var lengi útlit fyrir, að s.ióher Frakka mundi ganga ^etlandi á hönd og nýlendur Erakka mundu halda stríðinu étram, þó Frakkland sjálft sé tapað. Það virðist og af orðum Mr. Churchill að dæma, sem lof- orð eða samningur hafi verið um það milli Petain-stjórnarinnar og Bretastjórnar, að sjóflotinn og nýlendurnar yrðu Þjóðverjum aldrei í hendur fengnar, heldur Bretum til þess að halda stríð- inu áfram. En svo kemur sú frétt í gær, að Petain hafi skrif- að undir, að afhenda Hitler flot- ann, en með loforði (!) frá Hitl- er um, að hann skyldi ekki not- aður á móti Bretum nema til þess að hreinsa sjóinn af sprengjum Breta. f gær fóru blöð á Bretlandi hörðum orðum um þessa fram- komu Petain-stjórnarinnar; — telja þau hana fullkomin svik við Breta. En svo er málinu um frakk- neska flotann ekki enn lokið. Það er alveg óvíst, að þeir sem honum stjórna, fallist á gerðir Petain-st jórnarinnar. Þess er og getið í fréttum frá Evrópu, að Charles de Gaulle, hershöfðingi og þrír eða fjór- ir fyrverandi forsætisráðherrar Frakklands, séu í Englandi og beiti ósvikið ábrifum sínum í þá átt, að hvetja nýlendurnar og sjó- og loftherinn, að halda stríðinu áfram með Bretum. Þó vopnahlés-samningar séu því undirskrifaðir af stjórn Frakka, er ekkert að vita hvern- ig með framkvæmdir þar geng- ur. FREGNSAFN Jarlinn af Athlone, sem við landstjórastöðu Canada tók, að Tweedsmuir lávarði látnum, kom til Halifax s. 1. miðvikudag. Hann hélt viðstöðulaust til Ot- tawa og tók þar embættiseið sinn daginn eftir. Alice prinr sessa, kona hans, er með honum. Landstjórinn er 66 ára; hann er bróðir Maríu drotningar, móður George VI. Bretakonungs. * * * Þjóðverjar gerðu fyrstu stór- flugárásina á England s. 1. mið- vikudag. Sprengjuskip þeirra voru um 100, enda dreifð um alla austurströndina sunnan frá Kent og norður til Yorkshire. 13 manns beið bana á Englandi en 14 meiddust. Af flugskipum Þjóðverjar voru 7 skotin niður og nokkur löskuð. * * * Nóttina fyrir 19. júní, var tveggja til þriggja gráða frost á nokkrum stöðum í Manitoba; í Brandon var t. d. 30 stig á Fahr. eða 2 gr. frost. f Winni- peg voru 34 stig, aðeins 2 gráð- ur ofar frostmarki. * * * Mackenzie King, forsætisráð- íerra, skýrði frá því á sam- oandsþinginu s. 1. miðvikudag, að Canada hefði lofað stjórn Breta, að taka við nokkrum út- lendum föngum af þeim og þýzk- um stríðsföngum. Skýrði for- sætisráðherra frá, að brezka stjórnin áliti fangana betur komna hér en á Englandi, vegna þess, að þar gæti stafað meiri hætta af þeim, en hér, ekki sízt ef fallhlífaher kæmist til lands- ins. * * * Á fylkisþinginu í Quebec, var borin upp tillaga s. 1. miðviku- dag um að hafna herskyldu-lög- um sambandsstjórnarinnar, en aðhyllast mildari og frjálsari að- ferð til aðstoðar í stríðinu. Til- lagan var feld með 56 atkvæðum gegn 12. Tala þingmanna er 86 í Quebec. í Uruguay-lýðveldinu í Suður- Ameríku, var nýlega uppgötvað, að nazistar eru þar ekki aðgerð- arlausir. Þeir hafa ekki ein- ungis félög sín á meðal og póli- tískan flokk, heldur einnig her- lið til átaka, þegar tækifærið býðst. Sendiherrastofan er við þetta landráðabrugg riðin. Uru- guay er haldið fram, að hafi átt að verða miðstöð þýzku átak- anna í Suður-Ameríku, þó í Brazilíu og Argentínu sé einnig nokkuð hafst að. * * * Frakkneskur hershöfðingi fer þessum orðum um flugher Can- ada: “í einni flugdeildinni voru eingöngu Canadamenn. Það sem eg sá til þeirra var eftirtekta- vert. Þeir koma og fara sem fellibylur. í einum fellibylnum skutu þeir niður 101 þýzk flug- skip, en mistu ekki sjálfir nema 16. Þeir eru nú komnir til Eng- lands aftur. En eg minnist þeirra, sem hinna frægustu flug- manna sem eg hefi kynst.” * * * Svo margir þegnar Canada kváðu hafa boðið sambands- stjórninni fé að láni án vaxta, að stjórnin er að gefa út verð- bréf af þessu tæi. Þau eru til 5 ára eða 1. júlí 1945. En að vísu má fá þau leyst út hvenær sem er, að sex mánuðum liðnum, ef þörfin krefur. Lánið verður um $10,000,000, sem stjómin gerir ráð fyrir að taka með þessum hætti. * * * Canadiskt línuskip, “Niagara” sigldi á sprengjudufl og sökk 20 mílur norður af Nýja Sjálandi s. 1. viku (18. júní). Skipshöfn- in er var 203 menn og 140 far- þegar bjargaðist. Stærð skips- ins var 13,415 smálestir. Það var á leið frá Auckland til Van- couver. Jón Pálmason frá Keewatin, Ont., sem verið hefir til lækn- inga á General Hospital í 6 vik- ur, hélt heim til sín s. I. mánu- dag. Hann er hress eftir von- um. * * * Jón H. Norman frá Hensel, N. D., lagði af stað s. 1. laug- ardag heim til sín. Hann kom norður snemma í vikunni að sjá kunningja sína. Hann kvað út- lit með uppskeru syðra dágott sem stæði. íslendingnum, Jósep B. Skaptasyni, sem um 19 ár hefir verið aðal umsjónarmaður fiski- mála Manitoba-fylkis, var veitt lausn frá því starfi í síðast lið- inni viku fyrir aldurs sakir. Alls hefir Mr. Skaptason verið í stjórnarþjónustu síðan 2. jan. 1901. f fyrstu eða fram að 1915, vann hann á ýmsum skrif- stofum. Þá innritaðist hann í herinn og hafði umsjón með greiðslu vinnulauna hermanna (army paymaster) í 108 her- deildinni. Að fjórum árum liðnum eða 1919, kom hann heim úr stríðinu frá Evrópu. Hafði hann þá hlot- ið kapteins titil. í apríl 1921 hlaut hann aðal-umsjónarstarf fiskimála í Manitoba. Var hon- um veitt sú staða af sambands- stjórninni, er þá hafði eftirlit þeirra mála með höndum. Þegar Manitoba-fylki tók þau mál í sínar hendur 1930, var ekki um annað að tala en að Mr. Skapta- SIGTRYGGUR F. ÓLAFSSON Hann andaðist hinn 20. þ, m. að 550 Banning Street hér í borginni, þar sem hann átti heima síðustu mánuði æfinnar og var til moldar borinn á mánu- daginn í þessari viku, 24. júní, frá Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, sem hann hafði til- heyrt í meir en hálfa öld. Hann var á fjórða árinu yfir áttrætt og heilsan var biluð síðustu ár- in og það svo að stundum tók hann út miklar þrautir. En á milli virtist honum líða vel og var glaður og reifur og það varð ekki annað séð, en að alt til hins síðasta ætti hann mikið eftir af þreki sínu og hreysti, sem hann hafði hlotið í vöggugjöf í óvana_ lega ríkum mæli. Ekki kann eg að rekja ætt Sigtryggs, en eg veit að hann var Þingeyingur og uppalinn að Mikluleyti í Húsavík. Munu foreldrar hans hafa búið þar við heldur lítil efni, en ekki kom það fram á sonum þierra, því þeir voru sterkir og hraustir menn og vinnuvíkingar með afbrigð- um. Fór Sigtryggur mjög ung- ur að stunda sjóróðra og varð formaður á fiskibát meðan hann var enn á unglingsaldri. Fanst mér að honum væri Ijúfast að tala um þann hluta æfi sinnar er hann stundaði sjóróðra frá Húsa vík. En þegar hann var kominn undir þrítugt flutti hann til Can- ada og settist að í Winnipeg og var hér næstum altaf síðan og má segja að hér hafi hann aðal- lega unnið sitt langa og þarfa æfistarf. Sjálfsagt hefir hann fyrstu árin unnið hvaða vinnu sem hann gat fengið, en það leið ekki á mjög löngu þangað til hann byrjaði á sjálfstæðri at- vinnu í félagi við bróður sinn O. V. ólafsson. Fengu þeir sér hesta og vagna og sleða og seldu eldivið og fluttu hvað sem var fyrir fólk um borgina. — Stunduðu þeir þessa atvinnu um langt skeið með miklum dugnaði og reglusemi og voru í öllu eins áreiðanlegir eins og allra bezt gat verið. Það mátti ávalt reiða sig á þá bræður og unnu þeir sér því traust manna og höfðu ávalt mikið að gera og komu miklu í verk, því dugnaður þeirra og vinnuþrek var með af- brigðum. Það mun hafa verið son hefði umsjón þess starfs eft- ir sem áður. Hann naut svo mikillar vináttu og traust allra, bæði fiskimanna og stjórnarinn- ar sem hann starfaði fyrir, að ekki var álitið völ á nokkrum manni betri til starfsins. Mr. Skaptason kom barn að aldri frá íslandi. Hann var fæddur að Hnausum í Húna- vatnssýslu 1873. Foreldrar hans voru Björn héraðslæknir Skapta- son, og Ma'rgrét Stefánsdóttir. Hefir Mr. Skaptason notið mik- illar vináttu og virðingar ís- lendinga hér. í félagsmálum þeirra hefir hann leyst af hendi ómælt starf og kona hans, ekki sízt í málum Sambandssafnaðar- ins í Winnipeg. Þau hafa þar verið frömuðir, eins og reyndar í hverju öðru, sem þessi myndar- hjón hafa sér fyrir hendur tekið. Af samverkamönnum hans á stjórnarskrifstofunni var hann kvaddur með hlýju og vinagjöf s. 1. laugardag. Reikningur yfir áætlaðar tekj- ur og útgjöld sambandsstjórnar- innar á komandi fjárhagsári (31. maí 1940 til 31. maí 1941) var lesinn upp í Ottawa-þinginu s. 1. mánudag af Col. Ralston, fjármálaráðherra. Hann sinnir enn fjármálunum, þó hann sé skipaður- hermálaráðherra í stað Norman Rogers, er dó fyrir skömmu. Reikningurinn byrjar með því að sýna tekjuhalla á árinu, sem lauk 31. marz 1940, er nam $118,000,000. Á þessu nýbyrjaða ári (frá 31. marz 1940), er gert ráð fyr- ir meiri útgjöldum, en nokkru sinni áður hefir heyrst, eða nokkurn hefir dreymt um í Can- ada Þessi útgjöld nema $1,148,- 000,000. Vanaleg árs-útgjöld síðari árin hafa verið milli 400 til 500 miljónir dala. Útgjöld þessa árs eru því helmingi meiri en nokkru sinni áður. Tekjurnar eru metnar $760,- 000,000. Verður því tekjuhall- inn á árinu $550,000,000 til $600,000,000. Mestu tekjur Canada-stjórnar voru á síðast liðnu ári og námu $562,000,000. Það segir sgi því sjálft, að skatta þarf að auka um 200 miljón dali til þess að ná 760 miljón dala áætluðu tekj- unum. Hverskonar skattar eru það, sem stjórnin hugsar sér að auka þannig tekjur sínar með? Þeir eru margskonar. Til dæmis er 10% söluskattur lagður á hvern bíl, um leið og seldur er, kosti bíllinn upp að $700, en á bíla sem yfir $1200 kosta og þar yfir verður skatt- urinn 80% hæst. Næst má nefna National De- fence skatt (herskatt) á vinnu- árið 1907 að þeir bræður hættu þessum atvinnurekstri og fór Sigtryggur þá vestur á Kyrra- hafsströnd. En hann var þar ekki lengi, aðeins rúmt ár, en kom þá aftur til Winnipeg og tók aftur til sinna fyrri iðju, eldiviðarsölunnar, og stundaði' hana með sama dugnaði og reglusemi eins og áður, þangað til hann var komin á áttræðis aldur og heilsan tekin mikið að bila. Hætti hann þá öllum at- vinnurekstri, enda var hann þá löngu kominn í góð efni og hafði meir en nóg fyrir sig að leggja. Kona Sigtryggs, frú Jóhanna ólafsson, lifir mann sinn og er nú orðin háöldruð kona. Ágæt- is kona sem með prýði hefir staðið við hlið síns góða manns í hálfan sjötta tug ára, eða þar um bil, og veitt heimili sínu á- gæta forstöðu. Börn eignuðust þau hjón ekki, en tveim ungum börnum gengu þau í foreldra stað og fórst það prýðilega. Er annað þeirra hinn góðkunni merkismaður, S. O. Bjerring, hér í borg. Hitt fósturbarnið er Mrs. H. Herget í Portage la Prairie, Man., mikil myndar kona. Með Sigtrygg F. Ólafsson er til grafar genginn merkur og mjög virðingarverður Vestur- fslendingur. Hann var þrek- mikill dugnaðarmaður og iðju- maður með afbrgiðum og svo ráðvandur og áreiðanlegur að ekki varð betur ákosið. óhætt mun að segja, að hann skildi þannig við samferðafólkið, að hann átti hlýhug og virðingu launum, er nemur 2% á vinnu- launum einhleyps manns, ef yfir $600 fara á ári og 3% ef yfir $1200 fara. Á giftum er þessi skattur 2%, ef vinnulaun fara yfir $1200 á ári. Fyrir hvert barn má draga frá $8 á ári. Skilur maður ekkert í hvernig að slíkri niðurstöðu er komist, að ekki sé dýrara að fæða barn í heilt ár en það. Þá er tekjuskattur á einstakl- ingum mjög mikið hækkaður og þeim mun meira sem tekjurnar eru hærri. Á “tires” og “tubes” á bílum, er skattur hækkaður upp í 5c á pundinu. Á phonographs, myndavélar, radios og radio tubes, er nýr 10% skattur lagður. Hækkaður skattur úr 2c í 5c á sígarettupappír (hverju hundraði). Á öllum vörum fluttum inn í landið (t. d. frá Bandaríkjun- um), er 10% tollur. Skattur á tóbaki hækkaður úr 25c í 35c á hverju pundi. Skattur á sígarettum hækk- aður úr $5 í $6 á 1000. Hér er því um stóra fjárhæð í nýjum og auknum sköttum að ræða. Skuld Canada (net) var 31. marz 1940 $3,270,980,000. Eftir skýrslu þeirri að dæma, sem konunglega nefndin, sem vann að því að reikna út fjár- hagsástæður landsins (og fylkj- anna), voru allar tekjur lands- manna $3,800,000,000 á árinu 1939. Gerir Mr. Ralston ráð fyrir að þessar tekjur hækki í $4,500,000,000 á árinu 1940— 1941. Ekki þarf þess að geta, að þessi hækkun útgjalda stjórnar- innar stafar af stríðinu. Um nauðsyn hennair mun þjóðin því ekki deila. allra sem kyntust honum nokkuð verulega. Það eru góð æfilok eftir langa og starfsama æfi. F. J. FJÆR OG NÆR Sigurður Sigurðsson bóndi frá Gimli, kom til bæjarins s.'' 1. fimtudag. Hann er á leið vest- ur til Vaneo'uver að heimsækja son sinn Jón og dóttur Þor- björgu (Mrs. A. C. Orr), er þar búa. Jón fór vestur fyrir tveim árum og hefir unnið þar við húsasmíði stöðugt og farnast vel. Hann hefir unnið hjá Mr. Orr, er þar hefir húasbygging- ar með höndum. Mr. Sigurðsson lagði af stað vestur daginn eftir og bjóst við að verða mánaðar- tíma burtu. * * * Næsti fundur Jóns Sigurðs- sonar félagsins verður haldinn 3. júlí í húsi Ásm. P. Jóhannsson- ar, 910 Palmerston Ave. Mörg áríðandi mál liggja fyrir. Fé- lagið er mjög þakklátt þeim er styrkt hafa það í Bowlingbroke Bombers starfi þess og vill minna á það, að tillögum verður veitt móttaka fram á þriðjudag í næstu viku. Félagið finnur sér skylt að þakka góða þátttöku í starfi þess og æskir að sjá nokkra nýja meðlimi á næsta fundi. * * * Mrs. J. Friðfinnsson, ekkja Jóns heitins Friðfinnssonar tón- skálds, liggur á Grace-sjúkra- húsinu í Winnipeg í innvortis (nýrna) sjúkdómi. Jósep B. Skaptasyni veitt lausn frá embætti

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.