Heimskringla - 26.06.1940, Blaðsíða 3

Heimskringla - 26.06.1940, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 26. JÚNÍ 1940 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Helga Jónatansdóttir (Sólmundsson) Hér eg stend á stund við leiðaslit starir sjón mín út í víðan bláinn, svipur dagsins breytir birtu’ og lit blærinn hvíslar: systir þín er dáin. Lýt eg yfir leiðið kalda þitt ljós í tíbrá minninganna kvikna, finst mér þá sem æskuumhorf mitt alt hér beygja höfuð sitt og vikna. Þú varst trú og þinni köllun sönn. —Þögnin grét ef að þér kreptu skórnir,— gafst þig heila undir dagsins önn eyddir lífi í móðurást og fómir. \ Hús þitt var þér heimur nógu stór hátt þó léti utanveggja glaumur snart þig hvergi, þér hann framhjá fór sem fánýtur og einkisverður draumur. í þínu heimaríki rík þú varst ræktir börn þín framtíðar í sýnum; þeirra hag þú fyrir brjósti barst, bera þau nú vitni manndóm þínum. Kæra systir, kveðju sendi eg þér— kumlið þitt er vetrarrósum hlaðið; enn þó líf mér leyfi viðdvöl hér leiðin styttist fram á hinsta vaðið. Þú hélzt vörð um vit að hinstu stund vilja sterk, á hólmi böls og nauða; hvernig fær það líf við banablund breyzt í auðn, er sigrar fram í dauða ? Okkar von er veikum þræði knýtt von, sem þó er blik á feigðar-ósi. Sé um þína minning milt og hlýtt. Morgna grafir enn í páska-ljósi. Ungar bjarkir, yfir á vestur-mót ættjörð frá sem tímansvængir sviftu festu illa upp úr slitna rót aldrei beinni grein að himni lyftu. Þó er víst, í þeirra skjóli mun þrífast gróður unga landsins blóma, og við þeirra hárra króna hrun harmabergmál gegnum skóginn óma. Mun og endast eftir þeirra fall ilmur lengi safaríkra greina sem um vit í vorloftinu svall, vemda þeirra minning göfga’ og hreina. Hvar sem ungur æfi sinni ver eftir þeirra dæmi, hygg eg sanni: að hann beri vitni sjálfum sér sínu landi og þjóð, og verði’ að manni. Hinn, sem ekki um það skeytir hót —engum góður fyrirdæmum sinnir— hætt er við, við stein hann steiti fót stöku sinnum reynslan á það minnir. Verði ykkur vegferð björt og greið vinir ungu, framtíðinni bornir, hvar um fold sem ykkar liggur leið lýsi kyns vors aringlampar fomir. Jón Jónatansson reynt að skýra frá þeim verkum einum, sem enn eru svo lifandi, að almenningur ætti að lesa þau eða a. m. k. vita nánari deili á þeim. Bókmentirnar eru þó ekki einu minjamar um hagleik og snilli íslendinga. Frá fyrri tím- um eru til ýmiss konar lista- verk, trésmíðar, málmsmíðar, verfnaður, myndir og skrautlist (t. d. í handritum). Fomar bæk- ur hafa líka sitt ytra borð, prentun og band, sem gerir þær að minjagripum, auk efnisins. Á síðustu tímum hefir þjóðin eign- ast nýjar listir, málaralist, mót- list, tónlist og húsageðrarlist. Öllu þessu verður reynt að gera nokkur skil, bæði með ritgerðum og myndum. En fslendingar hafa tekið fleira í arf en land og lausa aura, bækur og aðrar minjar. Þeir eru sjálfir einn hluti arfsins, og hver kynslóð ber í skapferli sínu, lífsskoðun og hugsunarh*ætti margvísleg merki eftir örlög, menningu og lífskjör þjóðarinn- ar á liðnum öldum. Tvö síðustu bindi þess verks, sem hér er um rætt, munu verða tilraun til þess að sýna, hvernig saga og menn- ing þjóðarinnar hafa mótað hana, gert hana það sem hún nú er og leitt hana á þær krossgöt- ur, sem hún nú stendur á. Um þetta rit, sem mun verða kallað íslenzk menning, á eg einna erfiðast með að tala, þó að eg viti mest um efni þess, því að þetta er bókin, sem getið var um í upphafi þessarar greinar, að eg hefði lengi haft í smíðum. Efnisvalinu mun það ráða, hver atriði í örlögum þjóðarinnar á liðnum tímum virðast hafa verið svo afdrifarík, að hún beri merki þeirra enn í dag. Því mun samhenginu í sögu íslend- inga og menningu verða gefinn miklu meiri gaumur en ýmsu því, sem fyrirferðarmest er í sögulegum heimildum, svo sem deilum og vígaferlum. Eins mun ekki verða hirt um að telja upp alla þá menn, sem mikið hefir borið á, heldur reynt að gera nánari grein fyrir þeim mönn- um, sem annaðhvort eru sér- kennilegir fulltrúar fyrir viss þjóðareinkenni eða með dæmi sínu og starfi eru lifandi þættir hinnar sögulegu arfleifðar. Um margt af þessu má vísa til þess, sem fjallað er um í fyrri bind- unum. En til þess að gera yfir- lit sögunnar skýrara, munu ýms- ir viðaukar verða látnir fylgja bókinni, þar á meðal greinar- gerð fyrir efnahag þjóðarinnar fyrr og síðar, sem áður er getið um (með hliðsjón af I. bindi og til viðbótar því, sem þar er sagt), — Skýrsla um mann- fjölda á ýmsum tímum, að svo miklu leyti sem unt er að kom- ast þar að sæmilega öruggum niðurstöðum, — og annáll um helztu atburði og merkismenn, sem hefir ekki þótt ástæða til að geta um í aðalyfirlitinu, en fróð- legt er fyrir lesendur að vita nokkur deili á. Aðalsjónarmiðinu í þessari bók er þegar lýst hér að framan. Eg gæti um það að miklu leyti tekið undir oi;ð ameríska rtihöf- undarins, James Harvey Robin- sons: “Eg hef lengi verið þeirrar skoðunar, að hinn eini verulegi skerfur, sem sagnfræðingarnir geta lagt til framfara vits og skilnings, sé að kynna sér for- tíðina með sífelt vakandi auga á samtíðinni." Þó að það sé ekki tilgangur minn í þessu riti að prédika mínar skoðanir um það, hvernig leysa megi ýmis vanda- mál nútímans (það má vera, að eg geri það seinna meir á öðrum vettvangi), þá ættu sum af þess- um vandamálum að skýrast við það, að rætur þeirra eru raktar aftur í tímann. Einstök dæmi þessa má nefna. Þó að miklar ytri byltingar hafi átt sér stað í trúarsetningum og lífsskoðun íslendinga, svo sem kristnitakan árið 1000, viðgangur hins ka- þólska kirkjuvalds á miðöldum, siðaskiftin á 16. öld, hinn strangi réttrúnaður á 17. öld, skynsemishyggja nútímans, — þá er samt órofið samband milli lífsskoðana þeirra nú á dögum og á elztu tímum, landnámsöld- inni. Eitt af því, sem jafnan hefir ráðið miklu í sálarlífi ís- lendinga og afstöðu þeirra gagn- vart öðrum þjóðum, er tog- streita milli vanmeta og ofmeta. Enn í dag eiga þeir bágt með að líta rólega og hreinskilnislega á aðstæður sínar, hvað þeir eru, geta og eiga og hvað þá skortir, hvað þeim er um megn. Þeim hættir annars vegar við sjálf- birgingsskap, hins vegar við furðulegu dómgreindarleysi á tízku og nýjungar. Þennan þátt í fari þjóðarinnar má rekja mjög langt aftur í tímann, og í sambandi við hann standa bæði sum merkustu afrek hennar og mestu skyssur. Það má telja höfuðnauðsyn fyrir íslendinga, bæði vegna andlegrar heilbrigði þjóðlífs og einstaklinga og vegna skynsamlegrar afstöðu til ýmissa menningarmála og þjóð- mála, að stefna að meiri ein- lægni og bersýni í dómum um sjálfa sig, en hvorugt fæst án meiri þekkingar. Hinn sögulegi arfur þeirra er blandinn, sagan hefir ekki einungis skilið þeim eftir afrek, fyrirmyndir og verð- mæti, heldur ýmiss konar mein og víti, sem síður er haldið á loft og sízt með skilningi á uppruna þeirra. Ef þetta rit um íslenzka menningu ,sem höfundur hefir hug á að rita af sem mestri hreinskilni, gæti vakið greinda lesendur til þess að hugsa betur en áður um það, hver vandi og vegsemd er í því fólgin að vera fslendingur nú á dögum, væri aðaltilgangi þess náð. á Eins og áður er sagt, hefir tíminn verið of naumur tli þess að gera sundurliðaða áætlun um alt verkið og semja við alla þá höfunda, sem leitað mun verða til, áður en þessi greinargerð var birt. Á þetta einkum við um II. og III. bindi. Nokkuð hefir þó verið gert, og var þá sjálfsagt að snúa sér þegar að I. bindinu, um landið, sem einna lengstan und- irbúning þarf og ritstjórinn mun hlutast minst til um. Þessir menn hafa þegar heitið að rita mestan hluta þess bindis: mag. sc. Árni Friðriksson fiskifræð- ingur, Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri, dr. phil. Þorkell Jó- hannesson og fil. lic. Sigurður Þórarinsson. Fleiri m'ætir menn hafa haft góð orð um að leggja þar nokkuð að mörkum, þó að það sé ekki fullráðið. En eg veit, að í þetta sinn þarf ekki að nefna fleiri nöfn til þess að sannfæra félagsmenn um, að reynt verði að gera alt verkið svo vel úr garði sem kostur er á með samvinnu við hæfustu menn á hverju sviði. Þessa greinargerð álít eg nægilega í bráðina til þess að félagsmenn Máls og menningar eigi að geta skorið úr því hver fyrir sig, hvort þeir vilji stuðla að því, að þetta fyrirhugaða rit- verk, Arfur íslendinga, verði flutt ofan úr skýjunum og niður á jörðina. 1. júlí 1939. Sigurður Nordal ------1------ DÁNARMINNING Þriðja dag júnímánaðar and- aðist af slysi á þjóðveginum milli Hnausa og Riverton, Man., Axel William Hokanson, bóndi, frá Howardville, norðanvert við Riverton. Hann var fæddur í Lutson, Minn., 24. júlí 1910, en fluttist barn að aldri, með for- eldrum sínum, til Riverton-um- hverfis og ólst þar upp. Foreldr- ar hans eru hjónin Mr. og Mrs. Carl Hokanson, af sænsk-ame- rískum ættum, mannvænleg og ágæt hjón. Systkyni hins látna eru: Carl Júlíus, bóndi við How- ardville, kvæntur Evelyn Mc- Lennan; Anna Marie, gift Beni- dict B. Johnson, Howardville; Clara Helena, gift Guðm. Mar- tin, Hnausa, Man., og Agnes Christine, kona Stefáns Thorar- insson við Riverton, Man. — Þann 12. apríl 1933, giftist Axel, Clöru Ingibjörgu, dóttur Mr. og Mrs. Jón Thordarson, Hnausa, Man. Þrjú börn í bernsku eru eftirskilin, ásamt ungri konu, er harmar ágætan eiginmann, og öldruðum foreldrum, er mist hafa aðstoð sína, og systkinum er harma hjartfólginn bróður, og samferðamönnum er sakna djarfs og skyldurækins manns, er með hjálpfýsi og bróðurhug ávann sér tiltrú þeirra er hon- um kyntust. Útförin fór fram frá kirkju Bræðrasafnaðar i Riverton, 5. júní, að mörgu fólki viðstöddu. Sigurður ólafsson DÁN ARFREGN Þann 22. maí síðast liðinn, andaðist á Military sjúkrahús- inu í Toronto, Lance-Corporal Clifford MacDonald Anderson, starfsmaður Royal Canadian En- gineers herdeildarinnar í Can- ada. Banameinið var lungna- bólga. Hann var 34 ára að aldri, fæddur í Winnipeg og elzti sonur Mrs. önnu Anderson og Mr. Árna Andersonar lögfræðings í Winnipeg. Clifford fór frá Win- nipeg árið 1938 og vann hjá| United States Gypsum félaginu. Árið 1920 giftist hann Guð- valdínu (Ena) S. Neilson, dótt- ur Mr. og Mrs. Carl S. Neilson frá Winnipeg. Árið 1931 var hann sendur til Toronto, sem starfs og sölu fulltrúi fyrir þetta sama félag, hér í Canada, þekt undir nafninu, Gypsum Co. í Canada og ferðaðist um Mari-j time fylkin og Muskoka Lake District, þar til árið 1938. Þeg- ar stríðið skall á innritaðist hann til þjónustu í verkfræðis deildina. Meðan hann var í Winnipeg, tilheyrði hann meþodista kirkj- unni á Maryland, þar sem faðir hans var forstöðumaður í 17. ár. í Toronto var hann meðlimur í York Bible Class. Hann syrgja kona hans og einn sonur, Carl Arthur. Þrjár systur, Alice í Toronto, Mrs. L. Taylor að Morris, Man. og Mrs. Wm. Flatt að Trenton, Ont., og einn bróðir að nafni Ralph. Jarðarförin fór fram í Tor- onto, 24. maí þar sem 150 félag- ar úr herdeild hans aðstoðuðu við útförina og auk þess margir vinir hans og ættingjar. Hann var jarðaður í Prospect Military grafreitnum í Toronto. Clifford varð alstaðar vel til vina og var vel liðinn af öllum er kyntust honum. FRIÐRIK PÉTURSSON Fæddur 16. nóv. 1904 Dáinn 29. maí, 1940 Hinn 29. maí síðastliðinn and- aðist á sjúkrahúsinu í Wynyard ungur maður að nafni Friðrik Pétursson. Hafði hann all-lengi átt við vanheilsu að stríða. Jarð- arförin fór fram 1. júní að við- stöddu fjöjmenni, séra Jakob Jónsson jarðsöng. Friðrik var sonur ólafs heit- ins Péturssonar, og konu hans, Rósu Pétursson. Bjuggu þau fyrst í Red Deer, Alta., en fluttu þaðan til Wynyard. Er ólafur látinn fyrir nítján árum, og bar útfarardag Friðriks upp á dán- ardag föður hans. Eftir lát manns síns hélt Mrs. Pétursson áfram búskap með til- styrk sona sinna, sem elztir voru af hinum stóra barnahóp. Frið- rik var rfæstelztur, og gerði hann það að lífsstarfi sínu, að leggja sinn skerf til uppeldis yngri systkina sinna og til stuðnings móður sinni. Hann var starfsmaður mikill, dulur og hæverskur í allri framkomu, en virtur og vel metinn af þeim, er kyntust honum. Hann var sterkur trúmaður með bjarta lífsskoðun. Kom það ekki sízt í Ijós, hvílíkur kraftur fylgir trúnni, er ^hann óskelfdur og hugrór horfðist í augu við þann sjúkdóm, er leiddi hann til bana. Móðir Friðriks og systkini hans eiga á bak að sjá góðum syni og bróður, en þau njóta samúðar sveitunga sinna, og huggunar þeirrar lífsskoðunar, sem byggir á ævarandi gildi hins góða og ó- dauðleik lífsins. Jakob Jónsson ASÍA BRÝNIR KUTANN Eftir W. H. Chamberlain Það verður ekki hjá komist, að hrollur fari um margan mann þegar á það er horft, hvernig Rússinn færist í aukana vestur á bóginn. Og ekki verður þessi tilhugsun notalegri ef litið er í mannkynssöguna. Þeir eru margir, sem sjá hér fyrirboða einna þeirra ægilegu áhlaupa, sem Asíuþjóðir hafa hvað eftir annað gert á Evrópu og menn- ingu þeirrar álfu. Það er ekkert nema tilviljun ein, að Asíuþjóð- in, sem nú vofir yfir Evrópu, hefir aðalaðsetur sitt í landi, sem telst til Norðurálfunnar. — Rætur hennar standa í jarðvegi Ásíu, hugsunarháttur hennar, skoðanir og aðferðir eru alger- lega að hætti Austurálfunnar. Þótt ekki sé litið sérlega langt aftur í tímann hafa Asíuþjóðir hvað eftir annað gert ægilegar tilraunir til þess að drekkja Ev- rópuríkjunum í flóðinu að aust- an. Þess verður að gæta, að landfræðilega er Norðurálfan ekki annað en dálítill skagi eða skagar vestur úr hinu mikla meginlandi Asíu. Á 8. öld óðu Múhameðsmenn inn í Spán, veltu ríkinu þar um koll og geistust inn í Frakkland. Það var kappinn Karl Martel, sem þá stöðvaði þá á sléttunum við Tours í Frakklandi. Annars er ekki gott að segja, hvað úr því herhlaupi hefði getað orðið. Á þrettándu öld réðust Mon- gólar inn í Evrópu. Þeir voru hermenn miklir og stóðst ekkert við þeim. Þeir lögðu Rússland undir sig og Pólland og Ung- verjaland fóru brátt sömu leið. Enginn veit hvað orðið hefði, ef ekki barátta um völd eystra hefði fengið þá til þess að snúa sér frá þessari herferð vestur eftir. Um miðja 15. öld komu Mú- hameðsmenn aftur til Evrópu og tóku sjálfan Miklagarð með á- hlaupi. Ógnuðu þeir Evrópu um Ianga hríð, lögðu undir sig lönd og voru nálega búnir að taka Vínarborg, þegar Pólverjar komu og ráku þá austur á bóg- inn. En Evrópa náði sér á' strik aftur. Márar urðu að víkja frá Spáni og á 19. öldinni fór Tyrkj- um að hraka, svo að veldi þeirra í Evrópu var raunverulega lokið. Framfarirnar í Evrópu voru svo stórfenglegar, að öll veröldin svk> að segja varð að lúta þeim eða að minsta kosti að láta þá í friði, sem þar bjuggu. En nú sjást þess merki, að Evrópu sé betra að vera á verði. ófriðurinn milli Rússa og Jap- ana sýndi Asíumönnum, að Ev- rópa var ekki eins ósigrandi og margur hafði haldið. Svo kom heimsstyrjöldin 1914—18. Asíu þjóðirnar tóku að bæra á sér. Og nú er svo komið, að vel getur myndast þar eystra slíkt veldi, að Evrópu standi hætta af. Má Evrópa við annari styrj- öld, annari blóðtöku ekki minni ? Það er mjög vafasamt. Hvað verður t. d. um hið mikla ný- lenduríki Hollendinga, ef Hol- land sjálft verður orustuvöllur stóveldanna í Evrópu? Hvernig verkar það á Indverja, ef þeir frétta það einn góðan veðurdag, að London hafi verið skotin í rústir í flugvélaárásum eða með öðrum hætti? Og svo kemur alvarlegasta vandamálið, en það er Sovét- Rússland. Eini árangurinn, sem enn hefir orðið í styrjöldinni, svo að orð sé á gerandi, er framsókn Rússa vestur á bóginn. Þess ber vel að gæta, að Rússland, sem var til skamms tíma að reyna að vera Norðurálfuþjóð, og var þar í lægsta flokki, er nú orðin Asíu- þjóð aftur, og er þar fremst að mætti og vélamenningu. Rúss- neska ríkið er eitthvert mesta veldi heimsins að stærð og fólks- fjölda, hefir takmarkalausum auðlindum yfir að ráða og stend- ur á gömlum merg í ýmiskonar menningu. Japanir eru þeim að vísu fremri í ýmiskonar tækni, hernaði og sjóveldi, en eru ann- ars miklu fátækari og færri. Allur blærinn á Sovétríkjun- Framh. á 7. bls. Áætlaðar messur sunnudaginn 30. júní: Árborg, kl. 11 f. h., ensk guðs- þjónusta, Young People’s Ser- vice. Geysiskirkju, kl. 8.30 e. h. S. Ólafsson KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta íslenzka vikublaðið R M H E R S T "nn,.S4.40 - 25 <.o rr: - 25 oz. §2.40 40 oz. distil-lebs u.Maea This advertisement is not published or displayed by the Liquor Control Board or by the Government of Manitoba. M ■

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.