Heimskringla - 27.11.1940, Qupperneq 5
WINNIPEG, 27. NÓV. 1940
HEIMSKRINGLA
5. SÍÐA
að þekkja hann. Og mér finst
í þeirri ræðu sé falin hugsun,
sem vakir hjá mörgu minni-
háttar og valdsnauðu fólki,
bæði hér og annarstaðar, sem I
valdhafendur bæði hér og ann-
arstaðar ættu að skilja og við-
urkenna. I ræðunni sem eg
geri tilraun til að þýða, kallar
hann á stúlku, Hannah að
nafni. Hún hefir verið ofsótt
af hervaldinu, tekin föst og
flutt í burtu, og hárskerinn, er
var ástfanginn í henni, veit
ekki hvað hefir orðið af henni,
en hann hrópar til hennar í
ræðu sinni og vonar að hún
heyri til sín. Hann er leiddur
ut á pall fyrir þúsundir her-
uianna sem, samkvæmt sög-
unni, hafa unnið mikinn sigur,1
°g aðrar þúsundir manna sem j
eru nú undir kúgunarvaldi sig-
Urvegaranna. En í stað þess
flytja dynjandi ræðu um
sigur og völd og auð, flytur1
hann ástríðufulla ræðu um
verðmæti frelsis og lýðveldis,
fyrir alla almúgamenn í heim
mum, fyrir alla hárskera, her-
menn og verkamenn, fyrir mil-
Jónir vonlausra barna og
kvenna, fórnardýra fyrirkomu-
lags og stefnu, sem hefir það
&ð völdum, að saklaust fólk sé
sett í varðhald og þar pínt og
illa með farið. Þetta er boð-
skapur þessa skopleikara, og
af honum dæmi eg að hann sé
vitur maður. Enginn getur
kallað hann fífl eða heimsk-
|ngja, nema að hann láti þá lýs-
Jugu ná einnig til allra annara
viturra réttsýnismanna.
Hann byrjar ræðuna sína
uieð orðunum: “Mér þykir fyrir
hví, en eg vil ekki vera kon-
Ungur. Það er ekki atvinnu-1
Srein mín. Eg vil ekki drottna
yfir neinum manni eða sigra
hann. Eg vil heldur hjálpa öll-
Urn» ef möguleikar eru til þess,
gyðingum og heiðingjum,
svörtum mönnum og hvítum.” .
Og svo heldur hann áfram:
‘Vér viljum öll hjálpa hver öðr-
Urn- Mannkynið er þannig
gert. Vér viljum geta lifað í
saelu hver með öðrum, en ekki
r eymd eða ógæfu. Vér viljum
ekki hata né fyrirlíta hver ann-
an- I þessum heimi er nóg
Piáss handa öllum. Og jörðin
er rik og getur séð fyrir öllum.
Lífið getur verið frjálst og fag-
Urt. En vér höfum vilst af-
yega. Girndin hefir eitrað sál-
,lr mannanna, hefir umkringt
heiminn með hatri, hefir her-
jeitt oss í eymd og blóðsúthell-1
ingar. Vér höfum framleitt
hraðtæki en vér höfum lokað
°Ss sjálf inni. Vélar sem geta
Sefið oss gnægð af öllu, hafa
yaldið neyð. Þekking vor hef-
lr vakið upp efasemdir hjá oss
V1*1 gildi manneðlisins. Kunn-
atta vor hefir gert oss harða
US meðaumkunarlausa. Vér
hugsum of mikið, en vér finn-
Urn of lítið til, eða kennum of
. ia tilfinningu. Meiri er þörf
a niannúð en á vélum. Meira
an kunnáttu, er þörf á kær-
eika og góðsemi og blíðleika.
^n þessara eiginleika, verður
ifið ofbeldisfult og öllu verð-
Ur tapað. *
Flugvélin og útvarpið hafa
hatt það að völdum að alt
hiannkynið hefir færst nær
Saman. Grundvallar eðli þess-
ara uppfyndinga heimtar góð-
Semi í mönnunum, heimtar al-
eims bróðerni, og sameiningu
ullra manna. Jafnvel nú, á
Pessari stundu nær rödd mín
11 miljóna manna út um allan
eirn, miljóna vonlausra manna
ug kvenna og lítilla barna,
°rnardýra þess fyrirkomulags
^em lætur men tortíma sak-
ausu fólki og setja það í varð-
al(h Við þá, sem heyra til
^Pin, segi eg, verið ekki ör-
yasntingafull. Neyðin sem hef-
jy. h°mið yfir oss er sprottin
græðgi og gremju heimskra
^aanjja sem hræðast framför.
atur mannanna mun hverfa,
einræðismenn munu deyja, og
valdið sem þeir tóku frá al-
múganum kemur til almúgans
aftur. Og svo lengi sem menn
deyja, hverfur frelsið aldrei.
Svo snýr hann sér að her-
mönnunum og ávarpar þá, og
biður þá að gefa sig ekki á
vald ósiðaðra eða dýrslegra
manna, sem segja þeim hvern-
ig þeir eiga að hugsa og tala
og hvað þeir eiga að gera, véla-
menn, með vélahuga, og véla-
hjarta, sem vinna og fram-
kvæma samkvæmt reglum en
ekki samkvæmt tilfinningu né
kærleika. “Þið,” segir hann,
“hafði kærleika mannkynsins í
hjörtum yðar. Þér eruð ekki j
vélar. Þér eruð menn! Hatið j
ekki! Aðeins þeir sem enginn
elskar, geta hatað.”
Og miklu meira segir hann,
eins og t. d. í orðunum: “Þér
menn hafið vald til að fram-
leiða og finna upp vélar, til að
skapa gleði. Þér menn hafið
vald og hæfileika til að gera
lífið frjálst og fagurt, að gera
lífið að undursamlegu æfintýri.
Látum oss þá nota þessa hæfi-
leika. Látum oss öll samein-
ast. Látum oss stríða fyrir
hinum nýja heimi, siðuðum
heimi, þar sem að mönnum
hlotnast tækifæri til.að vinna,
þar sem ungdómurinn öðlast
tækifæri í lifinu, en hinir öldnu
finna öruggleika, eða trygg-
ingu.” Og svo kemur síðasti
kaflinn í ræðunni, þar sem
hann hrópar til stúlkunnar,
Hannah, í þeirri von að ein-
hverstaðar sé hún hlustandi á
hann í útvarpstæki, og segir:
“Hannah, getur þú heyrt til
mín? Hvar sem þú ert, horfðu
upp. Horfðu upp, Hannah! —
Skýin eru að hverfa. Sólin er
aftur að brjótast í gegnum þau.
Við erum að færast úr myrkr-
inu og inn í ljósið. Við erum
að færast inn í nýjan heim,
mildari heim, þar sem menn-
irnir rísa upp yfir græðgina og
hatrið og hið dýrslega. Horfðu
upp Hannah! Sál mannanna
hefir hlotnast' vængi, og nú að
lokum eru þeir á flugi, og þeir
fljúga inn í regnbogann, inn í
ljós vonarinnar og fullkomnun-
ar. Horfðu upp Hannah!
Horfðu upp!”
Og með þessu endar þessi
ræða, sem eg nefni prédikun.
En það er skopleikari sem
flytur hana, skopleikari sem á
fyrri tímum hefði verið kallað-
ur fífl eða heimskingi, eða á
ensku máli “fool.”
Verksvið hans hefir verið að
láta fólk hlægja, að skemta
því, með því að gera sig sjálf-
an eins afkáralegan og hlægi-
legan og unt hefir verið. Og
fólk hefir skemt sér vel, og
hann hefir hlotið frægð fyrir
að vera skopleikari. En nú, þó
að líann geri enn tilraun til að
láta fólk hlægja og skemta þvl,
þá hefir hann snúið sér að al-
vöru hliðinni á lífinu, eins og
það nú kemur mönnum fyrir
sjónir, og hann getur ekki stilt
sig um að prédika fyrir öllum,
sem munu sjá mynd hans,
þessa síðustu. Og meðal allra
hinna mörgu prédikana, sem
fluttar hafa verið, hygg eg að
engin verði flutt fyrir jafn
mörgu fólki, né verði eins á-
hrifamikil, eða nái eins sterk-
um tökum á hjartastrengjum
fólksins eins og þessi.
Hér er skopleikari, sem pré-
dikar, maður sem á að vera
yfirborðslegur í hugsun og tali
og framkomu, grunnhyggin og
fíflslegur. En liann sannar
það, að hann skilur lífið, að
hann þekkir þau áhrif, sem
drotna í heiminum, og að hann
veit hvert verði að stefna,' til
þess að sannarlegt guðsríki
verði stofnað.
1 kvæðinu sem eg gat um,
sagði fíflið, eða sá, sem var
kallaður fífl: “Drottinn vert þú
mér, fíflinu, miskunnsamur”,
og með sínum alvöruþrungnu
orðum hafði þau áhrif á kon-
unginn að hann einnig gekk út
og varpaði líka bæn til guðs:
“Vert þú mér, fíflinu, miskunn-
samur.”
Og nú, er annað fífl eða ann-
ar skopleikari leiðir oss sann-
leika fyrir sjónir, getur mann-
kynið í heild sinni, ekki annað
en hneigt höfuð sitt blygðunar-
fult, og beðið: “Vert þú mér,
fíflinu, miskunnsamur.” Og
vér getum ekki annað en
varpað hugum vorum aftur í
tímann, til tíma prédikarans í
Gamla Testamentinu, er þá
sagði: “Spekin veitir vitrum
manni meiri kraft, en tíu vald-
hafar, sem eru í borginni. —
Betra er að hlýða á ávítur vit-
urs manns en á söng heimskra
manna.”
En nú er heimurinn umsnú-
inn orðinn. Alt er á riijgulreið.
Leiðtogar þjóðanna sýnast nú
vera heimskingjarnir og fiflin.
En fíflin, svokölluðu, eru hin-
ir vitru, sem tala speki! Guð
gefi að hið rétta og sanna nái
tilgangi sinum. Guð gefi að
vér megum öðlast vizku. Amen.
TOGARINN “BRAGI”
FERST VIÐ ENGLAND
Tíu menn af skipshöfninni fór-
ust. aðeins 3 björguðust.
Reykjavik, 1. nóv.
“Bragi”, annar togari Geirs
Thorsteinsson, fórst við Eng-
landsstendur snemma á mið-
vikudagsmorgun, af völdum á-
reksturs. Af 13 manna áhöfn
skipsins fórust 10, en 3 björg-
uðust.
Þessi harmafregn barst Geir
Thorsteinsson í símskeyti, er
hann fékk um klukkan 1 að-
faranótt fimtudags. Ekkert var
sagt í skeytinu um það, hvar
slysið hefði verið eða hvernig
það hefði atvikast. Aðeins var
sagt, að enskt vöruflutninga-
skip, “Duke of York”, hefði
írekist á Braga; hann farist og
aðeins þrír menn af áhöfninni
bjargast.
í skeytinu var getið um
mennina sem björguðust þann-
ig, að aðeins föðurnöfn voru
tilgreind: Sigurðsson, Olsen og
Einarsson.
Um tvo hina fyrstnefndu var
ekki um að villast. Það eru
þeir Þórður Sigurðsson 2. stýri-
maður og Stefán Olsen kynd-
ari.
En á skipinu voru tveir menn
Einarssynir, þeir Guðmundur
Einarsson 1. vélstjóri, Berg
þórugötu 53 og Stefán Einars-
son kyndari, Sólvallagötu 21.
Hinn síðarnefndi hafði ekki
verið á Braga að, undanförnu;
fór aðeins þessa ferð út.
Þegar Geir Thorsteinsson
varð þess var, að hér gat verið
um tvo menn að ræða, sem
björðugust, sendi hann skeyti
út og spurðist fyrir um, hvor
þeirra hefði komist lífs af. Það
skeyti var sent héðan kl. 3 í
fyrrinótt. Svarskeyti var ó-
komið í gærkvöldi.
A
Eins og getið var hér að
framan, var ekkert sagt í
skeytinu sem sagði frá slysinu,
hvar slysið varð eða með
hverjum hætti það bar að.
Bragi var á leið með fisk-
farm til Englands. Var búist
við að hann myndi selja farm-
inn í Fleetwood á miðvikudag
eða fimtudag. Hefir togarinn
því verið kominn nálægt Fleet-
wood. Er ekki ósennilegt, að
slysið hafi atvikast þannig, að
togarinn hafi legið um kyrt og
verið að bíða eftir að birti, til
þess að geta siglt áfram. Hafi
þá “Duke of York”, sem er
3743^br. smál, að stærð, siglt
Þú feðraland kæra
Þú feðraland kæra í Atlanzhafs ál,
sem útvörður frelsis á merkjum þú stendur.
Þú bergmála heyrir þitt hugljúfa mál
í hljóm sem frá Vínlandi til þín er sendur.
I daglegri umgengni íslenzkri sál
þú ert, þó að hafdjúpið breitt skilji strendur.
Um ármorgun sögunnar lánið þér laut;
þinn lýður var hraustur og frelsinu þénti.
Á höfninni seglbúið fleyið þitt flaut
sem færði þér varning er þörfinni henti.
En lokuð var erlendum árásum braut,
því öryggi víðátta hafsins þér lénti.
Það varð aðeins hótun frá Haraldi gram
þér herlið að senda og frelsi þig sviftá.
Við Finnanna hrakför í fjölkyngis-ham
hann fann þar við landvörðu ei ráðlegt að skifta.
Og Þveræings andi við Ólafi nam:
Gegn erlendum reyndist þín traustari gifta.
Þú bjóst svo um aldir að framtaksins frægð,
við frelsisins varma og arinsins glóða.
Unz síngjarnir valdsmenn með svikum og slægð
þig seldi í ánauð og hugðu sinn gróða.
Þeir bera þá sök að þín lukka varð lægð,
svo litverp og föl gerðist kinnin þin rjóða.
Þig tróð eins og mara sú meinvættatíð;
var merginn og blóðið þitt gjörn á að sjúga.
Hin erlenda harðstjórn og ísar og hríð
og eldgosin, skæðasta tjón þér að búa.
Til varnar gegn útlendum óþjóðar-lýð
þú áttir ei, verjulaus, þrek til að snúa.
Þú varst þó að síðustu úr læðingi leyst;
hins langþráða frelsis þér bræðraþjóð unni.
Þú fagnaðir; alt hafði batnað og breyzt.
Nú blakti þinn fáni yfir legi og runni,
því dísirnar höfðu ei hörfað né þreyst
unz höll þinna drauma var risin frá grunni.
Það syrti þá aftur. Sú ofbeldishönd
sem Evrópu hleypti í blossand loga,
nú myndi ei hika í herfjöturs-bönd
• þig hneppa og bundna á glæðurnar toga.
Þitt lán var að Bretinn þá reisti við rönd,
með rösklegri framsókn um grundir og voga.
Og vel sé þeim öllum sem veita þér lið,
til varnar þíns frelsis og menningar-gróða.
Það fást ei á Vígríðarvelli nein grið;
en valda mun sigri hið ástborna og góða.
Að lokum, við gimhlé, í frelsi og frið
í fylkingu stendurðu sigrandi þjóða.
Bjarni Thorsteinsson
á togarann. Skip, sem komin
eru að ströndum Bretlands,
mega ekki hafa ljós uppi og er
vitanlega meiri hætta á á-
rekstrum fyrir það.
A
Þeir níu af skipverjum á
Braga, sem vitað er um að
farist hafa með skipinu, eru:
Ingvar Ágúst Bjarnason,
skipstjóri, til heimiíis á öldu-
götu 4, 48 ára að aldri. Hann
lætur eftir sig konu og 6 börn
og af þeim eru 4 innan 16 ára
aldurs.
«
Sigurmann Eiríksson, 1.
stýrimaður, Barónsstíg 43, 42
ára. Kona og fimm börn, öll í
ómegð.
Þorbjörn Björnsson, mat-
| sveinn, Laugaveg 20 B; 38 ára.
Kona og 2 börn f ómegð.
Lárus Guðnason, háseti,
Kárstíg 11, 45 ára. Kona og
2 börn í ómegð.
Sveinbjörn Guðmundsson,
háseti, Njálsgötu 50; 39 ára. —
Kona og eitt barn í ómegð.
Elías Loftsson, háseti, Skóla-
vörðustíg 35; 33 ára. Kona og
1 barn í ómegð.
Ingimar Kristinsson, háseti,
Hafnarfirði; 40 ára. Bjó með
öldruðum föður sínum.
Ingimar Sölvason, loftskeyta
maður, Njálsgötu 84; 30 ára.
Kona og 1 barn í ómegð.
Vitað er um eftirtalda tvo
menn, sem björguðust:
| Þórður Sigurðsson, 2. stýri-
maður, Tjarnargötu 2.
Sefán Olsen, kyndari, Kára-
jstig 13.
En eins og áður segir, var
ekki seint í gækvöldi fengin
vitneskja um afdrif tveggja
mannanna, þeirra Guðmundar
Einarssonar 1. vélstjóra og
Stefáns Eniarssonar kyndara.
Annar hvor þeirra hefir drukn-
að.
A
Togarinn Bragi var bygður
1918 í Port Glasgow. Hann
var bygður úr stáli, 321 br.
smál. að stærð. Hann var um
skeið eign Færeyinga og hét
þá Grímur Kamban. Árið 1928
keypti Geir Thorsteinsson tog-
arann, sem þá var aftur kom-
inn í eign bresks félags. Geir
Thorsteinsson hefir átt Braga
síðan. Skipið hafði einkennis-
stafinu RE 275.—Mbl.
FJÆR OG NÆR
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU
bezta íslenzka fréttablaðið
BORGIÐ HEIMSKRINGLU—
því gleymd er goldin skuld
Verzlunarnómskeið til sölu
Þjóðræknisfélag íslendinga í
Vesturheimi hefir til sölu nú
þegar námsskeið (Scholarship)
við Angus School of Commerce
og Dominion Business College
með kjörum, sem félitlum nem-
endum koma að miklu haldi.
Upplýsingar fást munnlega
eða bréflega, hjá Ásmundi P.
Jóhannssyni, 910 Palmerston
Ave., Winnipeg.
* * *
Jólakort
Björnsson’s Book Store and
Bindery, hefir mikið og fagurt
úrval af jólakortum á verði við
allra hæfi. Áður en þið kaupið
jólakortin annarsstaðar, þá lít-
ið inn að 702 Sargent Ave.
* * *
Sendið bækur ykkar í band
og viðgerð til Davíðs Björns-
sonar. Vandað verk en ódýrt.
Greið og ábyggileg viðskifti.
Allskonar íslenzkar bækur til
sölu og hentugar bækur til
jólagjafa. Stórt ‘Lending Lib-
rary’. — Björnsson’s Book
Store and Bindery, 702 Sar-
gent Ave., Winnipeg.
* * *
“Bréf” Stephans G. Stephans-
sonar, fyrsta og annað bindi, eru
til sölu á sama verði og áður,
$1.75 hvert bindi, hjá Magnúsi
Petersyni bóksala í Norwood og
Mrs. Hólmfríði Pétursson að 45
Home St., Winnipeg. Upplagið
er lítið, svo þeir sem hugsuðu
sér að eignast bréfin, og þau
ætti hver Vestur-íslendingur að
eiga, ættu að snúa sér sem fyrst
að því að ná í þau.
* * *
Junior Icelandic League News
Iceland’s Independence Day
falling on a Sunday this year,
the Junior Icelandic League is
holding its annual celebration
on Friday, December 6th, in
the form of a dance.
Mrs. W. J. Líndal is acting
as patroness of this dance,
which will be held in the Blue
Room of the Marlborough
Hotel, with Don Carlos’ or-
chestra in attendance.
A buffet lunch is included in
the price of admission of 75
cents. All proceeds will be
donated to the Red Cross.
Tickets may be purchased
from any member of the execu-
tive, or from the West End
Food Market, 680 Sargent Ave.
Get your tickets early, as the
sale is limited.
OLIKIR SKATTAR
Beinir skattar á strætisvögnum vorum og
fólksflutningavögnum, eru 8.10% af öllum tekj-
um félags vors, en eru 5% fyrir canadisk félög
að meðaltali.
Fyrir hverja 1000 farþega í
Toronto sem fluttir eru, er skatt-
urinn $1.68, Montreal $2.90, Que-
bec $3.15, Hamilton $4.32, Ottawa
$4.55, Winnipeg $5.66.
WINNIPEG ELECTRIC
C O M P A N Y
MAN a.
CANADIAN
EYE
* WHISKY
Perfectly Matured, Age
Government Guaranteed
(9 Ýears Old)
12 oz. 25 oz. 40 oz.
. $1.20 $2.55 $3.90
This advertisement is not published or displayed by the Liquor
Control Roard or by the Government of Manitoba.
This advertisment is not inserted by the Govemment Liquor Control Commisrion. The
Commission is not responsible for statements made as to quality of producti advertised.