Heimskringla - 11.12.1940, Qupperneq 1
The Modern Housewife Knows !
Quality That is Why She Selects j
“CANADA
BREAD”j
The Quality Goes in
Before the Name Goes On” j
Wedding Cakes Made to Order j
PHONE 39 017
ALWAYS ASK FOR—
“Butter-Nut
Bread”
The Finest Loaf in Canada
Rich as Butter—Sweet as a Nut
Made only by
CANADA BREAD CO. LTD.
LV. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 11. DES. 1940
NÚMER 11.
4 4 HELZTU FRÉTTIR - -
Stríðið
Stríðið hefir haldið eins á-
kaft áfram s. 1. viku og nokkru
sinni fyr.
Á Egyptalandi hallaði illa á
ftah, eftir frétt að dæma þaðan
s- 1- mánudag. Um 4000 ítalir
v°tu teknir fangar af brezka
iiðinu. Fyr um daginn var
hermt, að 500 ítalskir hermenn
hefðu verið á flótta undan
hrezku liði suður af Sidi Bar-
rani, en það er þar eða nálægt
hví, sem fjögur þúsundin voru
tekin.
Sidi Barrani er um 70 mílur
trá landamærum Libýu inni í
^gyptalandi. Komst Graziani
Úalski hershöfðinginn þangað
a s- 1. sumri, en hefir svo
strandað þar og lítið hafst að
siðustu 3 mánuði að minsta
kosti. Hann er sagður á borð
við aðra allgóða herforingja, en
hykist ekki viss um vistir og
v°Pn, ef út í stórorustu fer.
S.l. sunnudagsnótt hófu Þjóð-
verjar eina hina svæsnustu
flugárás á London. Stóð hún
yfir í 12 klukkustundir. Flug-
shipin sem þátt tóku í henni
voru líklegast fleiri en í nokk-
Urri árás áður. Það var í spít-
ala hverfi, sem sprengjur féllu
héttast og gerðu einhvern
skaða á 9 spítölum alls. Einn
heirra var kvenspítali. 1 öðr-
Um voru um 700 sjúklingar og
Urðu þar miklir skaðar, en
^auðsföll ekki mikil borin sam-
au við fjölda sprengjanna, þó
vitanlega færust margir, og
nokkrir af þeim gamlir menn,
er ekki þoldu loftþrýstinginn,
er sprengjunum fylgdi, ef ná-
*®gt sjúkrahúsunum komu
niður.
Kirkjur þrjár eða fjórar
skemdust. Á einni buldu kúl-
Urnar og eyðilögðu þakið, en í
kjallaranum voru tugir manna,
Sein þangað flúðu úr íveru-
húsum og sakaði ekki.
Það var hálf borgin London,
Sem fyrir þessari árás varð.
Eldar, sem gusu hingað og
hangað upp, kæfði hið æfða
slökkvilið Breta ótrúlega
skjótt.
Viðstaða hvers þýzka loft-
shipsins hefir hlotið að vera
sfntt, því fá voru skotin niður.
Endanfarna daga hafa
^úkkir verið að vinna sigra í
Álbaníu . Þeir unnu hafn-borg-
lna Edda (Porto Edda), um
!*úðja s | viku. Er talið að
3,000 Italir hafi verið teknir
fangar 0g nokkuð af skotfær-
Urn- Síðar ná Grikkir borginni
Áfgirocastro norðar í Albaníu
eg nú er heróp þeirra að verða
homnir til Tiranna um jól. Tir-
nna er höfuðborg Albaníu.
Einn fimti af allri Albaníu,
r, nú í höndum Grikkja, eftir
úmt 6 vikna stríð. Þrjár af 6
f^rstu borgum landsins hafa
,rikkir tekið. I vopnum er
aetið að þeir hafi tekið af ítöl-
lm 510,000,000 virði. Með þessu
r ekki talið það sem þeir náðu
Árgirocastro, síðustu borg-
nni.
^feð þessum sigrum sinum
afa Grikkir lokað öllum syðri
afnborgum Albaníu fyrir inn-
útningi hers eða vöru þang-
> sem Itölum er mikill bagi
• 1 sumum borgunum, eins
S Porto Edda, sem Mussolini
efndi eftir dóttur sinni, þegar
v&nn tók Albaníu, en sem nú
erður skirð sínu fyrra nafni,
Um ^ .^runar allmiklir, af Itöl-
> áður en þeir flúðu þaðan.
Þeir kveiktu í miklu af skot-
færa forðabúrunum til þess að
Grikkir hefðu sem minst af því.
En sumt af vopnabirgðum Al-
baníu er nú þegar notað á móti
Itölum sjálfum.
í her ítala er mikill óhugur.
Herforingjar þeirra hafa hver
um annan þveran verið að
segja af sér. Herforingi þeirra
í Albaníu, hefir sagt stöðu
sinni lausri. Hann heitir Petro
Badoglio og var yfirmaður
landhers ftala í Evrópu. Á-
stæða hans fyrir að stökkva af
hólminum, er sögð vera sú, að
hann hafi haft alt aðra skoðun
á rekstri þessa stríðs, en fas-
ista-flokkssprauturnar, og telji
fæst af því vit, er þær komi
upp með.
Að dæmi Badoglio, höfðingja
landhersins, hefir yfirsjóliðs-
foringi Itala farið. Hann sagði
stöðu sinni sem flotaforingi
lausri s. 1. sunnudag. Hann
heitir Dominico Cavagnari. Á-
stæða hans fyrir burtför sinni,
er svipuð og Badoglios, að
hann vilji ekki bera ábyrgð á
starfi, sem honum sé sagt að
framkvæma, þegar dómgreind
hans segi honum’>að það sé
óframkvæmanlegt.
Stjórnandi Dodecanes-eyja
Itala, suður undan Litlu-Asíu
ströndum, er þriðji maðurinn,
sem beðið hefir um lausn frá
sínu starfi. Hann hefir her-
stjórn á eyjunum með höndum
eigi síður en pólitíska stjórn.
Hann heitir Cesare de Vecchi
og er greifi. Þessum 14 eyj-
um, sem ítalir tóku 1912, hefir
hann stjórnað síðan 1936. Her
er þarna nokkur og Mussolini
ætlaði þessar herstöðvar ávalt
til þess að ná völdum á austur-
hluta Miðjarðarhafsins. Síðan
Bretar komu til Krít, hafa eyj-
ar þessar verið umgirtar her-
skipum og mun nú vera. þurð
orðin á vistum og fleiru þar.
Flýr greifinn að likindum frá
starfi sínu vegna þessa.
Eins og nærri má geta, hefir
alt þetta andbyri haft mikil á-
hrif á ítölsku þjóðina. Henni
getur ekki dulist, ef þannig
gengur, að Italía er töpuð fyrir
það óráð Mussolinis, að fara
að æða út í þetta stríð.
íslendingar vissir um
að tapa ekki frelsi sínu
Þjóðræknisfélag yngri ís-
lendinga í Winnipeg, hélt sam-
komu í Marlborough Hotel 1.
desember. Hefir félagið nokk-
ur undanfarin ár minst sjálf-
stæðis íslands þennan dag. Var
stutt ræða flutt um þetta efni,
af S. Sigmundsyni á samkom-
unni. Kvaðst hann þess full-
viss, að Island héldi áfram að
verða sjálfstætt, og öðrum
þjóðum óháð, fyrir núverandi
vernd brezka ríkisins. Að
brezkt setulið væri í landinu,
kvað Mr. Sigmundsson bera
þess ótvíræðan vott, að ísland
hefði meiri hernaðarlega þýð-
ingu orðið en flest af okkur
hefði dreymt um. Og sjálfstæð-
isbarátta landsins væri í aug-
um vor vestra nú þýðingar-
meiri en nokkru sinni fyr.
Svo kvað Mr. Sigmundsson
virðast sem forlög íslands og
Canada væru saman tvinnaðri
að fornu og nýju en maður
gerði sér oft grein fyrir. Þegar
sögur fara fyrst af því, var það
nafn Leifs hepna, sem löndin
tengdi saman, þ. e. Vínland og
ísland. Og nú aftur á þessari
yfirstandandi tíð, hefði Can-
ada og ísland bundist þeim
böndum, er sameiginleg áhuga-
mál geta bezt tengt þjóðir
saman.
Þjóðsöngvar Islands og Can-
ada voru sungnir af jafnmikilli
hrifningu hins fjölmenna hóps
er þarna var saman kominn.
En aðal-skemtunin var dans.
Ágóði af samkomunni var gef-
inn Rauða krossinum.
(Lausl. þýtt úr Wpg. Tribune)
Einbúalandið
Járnbrautalestaferðir voru
fyrir skömmu hafnar að nýju
milli Sviss og Marseille og
borganna Lyon, Vichy og París.
En s. 1. fimtudag voru ferðir
þessar aftur lagðar niður, að
skipun yfirmannsins þýzka,
þeim sem þýzka hlutanum af
Frakklandi stjórnar. Er af
þessu hægt að gera sér nokkra
grein fyrir því, við hvað Sviss
á nú að búa. Þetta litla land,
sem vakið hefir aðdáun út um
allan heim fyrir hvað vel það
hefir verndað frelsi sitt, er nú
umkringt löndum á allar hlið-
ar, sem undir nazistastjórn eru.
Að vestan %r Frakkland, að
sunnan ítalía, að norðan og
austan Þýzkaland og Austur-
riki. Við útheiminn er það þvi
slitið úr tengslum, sem alvar-
legt er fyrir land, sem lifir
hlutfallslega meir á viðskiftum
við önnur lönd, en nokkru öðru
og öllum öðrum löndum frem-
ur.
Áróðri halda Þjóðverjar þar
sleitulaust uppi um að Sviss
semji sig að þýzkum lifnaðar-
háttum. Tónninn í honum má
orðið heita að sé: “gerið eins og
við segjum ykkur.” Það lítur
orðið út, sem nazistar geti ekki
lengur horft á þetta litla lýð-
veldi þarna, sjálfstætt og sjálfu
sér ráðandi. Að smána það og
brígsla því á allan upphugsan-
legan hátt, má orðið heíta að
sé daglegt brauð nazista-ill-
þýðsins.
Sviss hefir verið ákveðið í
því, að vernda lýðræðið eins
lengi og þess er kostur og enda
þótt óspart þurfi í sölurnar að
leggja fyrir það. En þetta er
eitt versta bragðið sem hægt
er að gera því, að loka það al-
gerlega inni viðskiftalega. Það
er það sem Þjóðverjar eru að
gera með þessu banni á sam-
göngum. Útlitið er að Sviss
megi ekki einu sinni skifta við
Frakkland og önnur hernumin
lönd Þjóðverja, að ekki sé
minst á lönd, sem þeir drotna
ekki yfir.
Svissland á vissulega í stríði
með að halda sjálfstæði sínu
óskertu. En Svisslendingar ör-
væntu ekki og virðast með
festu og hugrekki reiðubúnir
að vernda frelsi sitt — jafnvel
þó ofbeldi nazista keyri fram
úr hófi.
Skuld Manitoba
lækkuð um 3 miljónir
Á sex mánuðum, frá 1. maí
til 31. október, 1940, lækkaði
skuld fylkisins um $3,151,956.
I lok október-mánaðar nam
öll skuldin $127,019,406.
Skuldin er í þessu fólgin:
Manitoba skuldabréfum (Gov-
ernment stock) $8,156,694;
fylkisskuldaskírteinum (de-
bentures) $79,726,587; fyrir
drainage héraðið (skuldaskír-
teini) $2,158,000; í lánum frá
einstökum mönnum (Treasury
bills) $30,022,937; fylkisfjár-
hirzlu skuldabréf (exchequer
bonds) $6, 954,989.
I þessari skuld er talinn vara-
sjóður $4,258,457 að upphæð,
og auk þess skuldir fyrir ýms
stjórnarfyrirtæki, sem í hefir
verið ráðist og sem vexti gefur
af sér; nemur það af skuldinni
sem arðberandi má kalla $46,-
960,460.
Þegar þetta er dregið frá
allri skuldinni, verður nett-
skuld fylkisins nú eða við lok
októbermánaðar $75,800,489.
Lækkun skuldarinnar á und-
anförnum sex mánuðum, segir
Hon. S. S. Garson, stafa af því
að tvö lán, sem í gjalddaga
féllu 1940 hafi verið greidd með
lánum, sem fengust með mikið
rýmilegri kjörum.
Þýzkir kafbátar
Nokkrir þýzkir kafbátar,
segir blaðið London Times s. 1.
laugardag, að séu til og frá um
höfin. Þýzkar sjósprengjur
hafa fundist við Tasmaníu-
strendur og herskipið, Admiral
Scheer, sem flutningaskipin
réðist á, sem Jervis Bay fylgdi,
er ætlað vera í Suður-Atlanz-
hafinu. I Indlandshafinu er og
ætlað að þýzkur kafbátur sé.
Öll verða þau að varast að
láta sjá sig, því sjái herskip
þau, eru þau dauðadæmd.
i' f
Viðskifti rýrna í París
Síðustu fréttir frá París, bera
með sér að smærri viðskifta-
húsum er þar að fækka vegna
vöruþurðar. Þýzkir hermenn
bera í burtu með sér rúmfötin
úr gistihúsunum. Enskum
þegnum upp að 65 ára aldri, er
hrúgað í vinnuverin þýzku,
aðallega í Saint Denis. Þeir
höfðu búið í Frakklandi, þó
brezkir þegnar væru margir
fyrir stríðið. 1 París skiftast
menn í tvo flokka, þá, sem fýs-
ir einlæglega, að Bretar vinni,
og þá, sem óttast að þeir vinni.
Á hreyfimyndahúsum eru oft
myndir, er sýna að Frakkar eru
fylgismenn Breta( Pro-British)
og hver sem getur, hlustar á
brezkt útvarp. Þýzkir yfir-
menn í borginni, eru skágengn-
ir alt sem unt er. Spjaldaug-
lýsingar er kref jast að barist sé
á móti Bretum, er iðulega snúið
við þar sem þær hanga eða
krotað yfir orðin á þeim.
— (London Times, 7. des.)
“Að sigra allan heiminn”
Á fundi í iðnaðarstofnun í
Berlin, hélt Hitler því fram í
gær, að hann ætlaði sér “að
sigra allan heim heiminn.” —
Hitler hefir nú áður haldið
þessu fram. En þar sem á hann
hlýddu aðallega verkamenn,
mun honum hafa fundist á-
stæða að - segja frá hver þörf
væri á stríðinu. Og á henni
stóð ekki. Hitler kvaðst vera
sósíalisti og gæti ekki horft
upp á það ófrelsi sem verka-
menn ættu við að búa í Eng-
landi og Bandaríkjunum, þess-
um fyrirlitlegu kapitalista
löndum heimsins. Þessum þjóð-
um yrði að sigrast á til þess
allir gætu við frelsi búið. Þess-
vegna væri hann í stríði. Þess-
vegna yrðu verkamenn Þýzka-
lands að fara í stríð. Á Italíu
og stríðið þar mintist Hitler
ekki í ræðunni. Hvað næst
vekti fyrir honum að gera til
þess að vinna stríðið, mintist
hann heldur ekki á einu orði.
Á Churchill og sér sjálfum
sagði Hitler þennan mun, að
Churchill vildi stríð, en hann
sjálfur ekki, að Churchill léti
kasta sprengjum á íveruhús,
en Hitler aðeins á hergagna-
forðabúr. Og þannig var öll
ræðan, eintóm lýgi, ef kalla
skyldi hana annað en vitleysu,
sem verkamönnum er á hlýddu,
hefir hlotið að vera auðsætt.
Vöru-innflutningur
og nýju tollarnir
Nýju tollar stjórnarinnar i
Ottawa, eru ekki líklegir til
að hafa neinar stórbreytingar
í för með sér. ívilnun á tolli,
sú er Bretum er veitt, nemur
ekki miklu. Á s. 1. ári nam
verð þeirrar vöru, er tollarnir
áhræra, $13,340,000. Tollurinn
á þeim var $1,950,000. Þetta
eru engin ósköp, sem Canada
er að gera með þessu fyrir
Breta.
Á vörum frá Bandarikjunum
verða tölurnar hærri. Innflutn-
ingur á vörum sem nú eru
bannaðar, nam $52,800,000 á
s. 1. ári. Innflutningur vöru
sem nú er tollaður hærra, nam
á s. 1. ári $71,150,000. Sá inn-
flutningur hlýtur nú að minka.
Og það gefur Canada og Bret-
landi meiri markað hér. Það
er skritið hvað liberalar eru nú
einrdegnir með tollhækkun,
sem þeir þykjast ávalt hafa
hatað. Það er þegar til al-
vörunnar kemur eitthvað áfátt
við tollstefnu þeirra.
Roosevelt lofar
Grikkjum aðstoð
1 símskeyti frá Roosevelt for-
seta Bandaríkjanna til Georgs
Grikkjakonungs s. 1. laugardag,
var að því vikið, að Bandaríkin
mundu aðstoða land það, sem
eins hraustlega hefði varið
frelsi sitt og Grikkland hefði
gert.
Forsetinn sagði það stefnu
Bandaríkjanna, að stuðla að
vernd, eftir því sem hægt væri,
þeirra þjóða, sem ofbeldi og ó-
réttur væri sýndur.
Skeytið sendi Roosevelt, sem
svar við skeyti frá konungin-
um, er þakkaði bandarísku
þjóðinni fyrir hlýleikann, sem
hún hefði í ljósi látið í garð
Grikkja í striði þeirra.
Virkjun sólargeislanna
Það hefir lengi verið hugboð
manna, að beizla mætti sólar-
geislann og nota hita-magnið
sem orkugjafa, bæði til ljóss og
hitunar á heimilum og við iðn-
rekstur — eins og foss-aflið.
Fyrsta tilraun í þessa átt, mun
hafa verið sú, er brezkir verk-
fræðingar gerðu 1913, í grend
við Cairo, á Egyptalandi. Var
þar félag stofnað er gera skyldi
tilraun með þetta; hét það
“Eastern Sun Power Ltd.” Kom
það upp stofnun er safnaði með
stórum kúftum málm-speglum
í eitt hita sólargeislanna, eins
og leikið er sér oft að með
brennigleri. Var við þann hita
hægt að sjóða vatn. Vél var
það svo látið knýja, er vatn
pumpaði úr ánni Níl og var
land vökvað með því. Er þetta
starf félagsins talið mjög
merkilegt, ekki sem uppgötvun
beinlínis, heldur fyrir það, að
það er eina dæmið af þvl, að
tilraunir af þessu tæi hafi
hepnast fjármunalega.
Fyrir tveimur árum, gaf
maður nokkur, dr. Godfrey L.
Cabot, í Boston, Massachusetts
Institute of Technology $647,-
000 til þess að finna upp ein-
hver ráð til að beizla orku
stjarnanna og nota til að knýja
vélar við iðnrekstur.
Þrátt fyrir þetta hafa nú
íbúar hinna sólríku héraða í
Bandaríkjunum notað hita-
magn sólargeislans í s. 1. 40 ár í
smáum stíl, sem orkugjafa. Og
s. 1. viku gaf dr. F. A. Brooks,
vísindamaður frá Californíu
yfirlit yfir notkun þessa, sem
hann kvað all-útbreidda, í
skýrslu, sem birst hefir nýlega
í riti Smithsonian Institute. —
Samkvæmt sögu þessa manns,
eru frá 50,000 til 100,000 sveita-
heimili, sem nota hita sólar-
Ijóssins til vatnssuðu. Þetta á
sér stað í héruðum, þar sem
lítið er um rafmagn og af-
skekt eru. f Norður-Californíu
eru að minsta kosti 12,000 slík
heimili og í Florida ein 20,000.
Með áhöldum, sem einhvers
staðar er komið fyrir á húsun-
um, oft á þökum, er hitanum
safnað saman og er vatn svo
við hann hitað. Þetta heita
vatn er geymt í stórum vatns-
geymir, fóðruðum til þess að
vatnið haldist heitt. Frá því
snemma á vorin og langt fram
á haust, eða í 210 til 300 daga,
hafa heimilin á þennan hátt
heitt vatn. En úr því verður að
nota eldavélar. Útbúnaðurinn,
bæði áhöldin til að safna sól-
Frh. á 8. bls.
“SAGA ISLENDINGA í
VESTURHEIMI”
Þorsteinn Þ. Þorsteins-
son, fyrsta bindi, —
Reykjavík 1940. Útgef-
andi: Þjóðrœknisfélag
Islendinga í Vestur-
heimi.
Nú er bók þessi komin til
bæjarins. Upplagið sem sent
var að heiman er þó enn í
geymslu hjá tollþjónum stjórn-
arinnar, og verður þar að vera
unz ritskoðunarnefnd sem skip-
uð* er austur í Ottawa hefir,
eftir að hafa kynt sér efni
bókarinnar, gefið yfirlýsing
um að ekkert sé í henni skráð
er sviksamlegt geti talist gagn-
vart landi og þjóð. Eitt eintak
bókarinnar hefir þegar verið
sent austur til ritskoðunar. ■—
Allar bækur sem koma frá út-
löndum verða að fara í gegn
um þennan hreinsunareld
vegna stríðsins, og tjáir ekki
um það að tala eða á móti að
mæla. Búist er við að ritskoð-
un þessari verði lokið innan
fárra daga, og að bókin verði
auglýst til sölu nokkru fyrir
jól. Kemur það sér vel fyrir
þá sem vilja velja hana að
jólagjöf handa vinum sínum.
Fátt er bókhneigðum Islend-
ingum kærkomnara en fjörlega
skrifuð, fróðleg bók í fallegu
bandi. En þessi Saga íslend-
inga í Vesturheimi er alt þetta,
auk þess sem efni hennar á
sérstakt erindi til vor sem eig-
um heima hqr vestan hafs.
Þetta fyrsta bindi hins fyrir-
hugaða ritverks er 253 blaðsíð-
ur af þétt prentuðu lesmáli, og
fjallar að nokkru leyti um til-
drögin til flutninganna vestur.
Er þar miklu efni þjappað sam-
an. Þessar kapítula fyrirsagn-
ir gefa auk þess hugmynd um.
hið fjölbreytta efni bókarinn-
ar: “Frá fyrstu árum vestan
hafs”, “Útfarirnar á Útförinni”,
“Konurnar sem týndust”, “Sig-
urvegarar og sögunarkarlar”,
“íslendingar dreifast um Vest-
urheim”, “Hin sérstæða þjóð-
erniskend Vestmanna.”
Vonandi getum vér auglýst
verð og útsölumenn í næstu
blöðum. Gleymið ekki þessari
sögu; þetta er sagan okkar.
Sögunefndin
/