Heimskringla - 11.12.1940, Blaðsíða 8
8. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 11. DES. 1940
FJÆR OG NÆR
Heimskringla hefir náms-
skeið (scholarship) til sölu á
beztu verzlunarskólum þessa
fylkis. — Það er hverjum sem
nám hugsar sér að stunda á
þessu hausti eða vetri hagur að
sjá oss þvi viðvíkjandi.
* * *
MESSUR 1 ÍSLENZKU
SAMBANBSKIRKJUNUM
Messur í Winnipeg
N. k. sunnudag, við mess-
urnar í Sambandskirkjunni
verður umræðuefni prestsins
kl. 11 f. h. “This Is My Boat”
en við kvöldguðsþjónustuna,
kl. 7, “Eg leita sannleikans”.
Allir eru ætíð velkomnir í Sam-
bandskirkjuna í Winnipeg.
* * *
Séra Guðm. Árnason messar
í Wynyard næstkomandi
sunnudag, þ. 15 þ. m. kl. 2 e. h.
* * *
Sala á heimatilbúnum mat
Kvenfélag Sambandssafnað-
ar efnir til sölu á heimatilbún-
um mat í fundarsal kirkjunn-
ar' á laugardaginn kemur 14.
des. Verða þar til sölu allskon-
ar gómsætir réttir t. d. rúllu-
pylsa, brúnt brauð, lifrapylsa,
blóðmör, vinartertur o. fl., o. fl.
Salan hefst kl. 2.30. Að kveld-
inu gefst fólki tækifæri að
spila og drekka kaffi.
* * *
Leiðrétting
í “Bréfi frá G. Grímson” í
síðasta blaði, féll úr nafn eins
er kosinn var. í blaðinu stend-
McCURDY
SUPPLY CO., LTD.
COAL & WOOD
Hafa kolin og viðin sem
þú hefir verið að óska eftir
Dominion Sask. Lignite
Wildfire Drumheller
Western Gem. Drumheller
•
Þeir hafa re_ynsluna fyrir
sér, og eru áreiðanlegir í
öllum sínum viðskiftum
og þeir þekkja eldiviðinn
sem þið þarfnist.
Símið 23 811—23 812
ur J. M. Snowfield, Bottineau,
en átti að vera: J. M. Snow-
field frá Cavalier og O. B. Ben-
son frá Bottineau. Bensons-
nafnið féll úr.
* * *
Gifting
Laugardagskvöldið s. 1. 7. þ.
m. voru gefin saman í hjóna-
band Mr. Ellsworth Alfred
Gisel og Miss Elsabet Gíslason,
dóttir þeirra hjóna Sveinbjarn-
ar Gíslasonar og Jónu Guð-
mundsdóttur. Giftingarathöfn-
in fór fram að 1302 Wellington
Crescent, að fjölda ættingjum
og vinum viðstöddum. Aðstoð-
armaður brúðgumans var Mr.
W. L. Morrison en brúðarmey
var systir brúðarinnar, Mrs
Margaret Brown. Séra Philip
M. Pétursson framkvæmdi
giftingarathöfnina. Framtíðar-
heimili ungu hjónanna verður
í Winnipeg.
* * *
Það verður opið hús fyrir
vini foreldra okkar, 15. des.
hæstk. frá kl. 1. til 9 e. h., ef að
einhverjir vildu koma og óska
þeim til lukku á 40 ára gifting-
arafmæli þeirra Mr. og Mrs.
Stefáns Johnson og Guðrúnar
Guðmundsdóttir frá Sauðár-
krók í Skagafjarðarsýslu á Js-
landi.
Með vinsemd,
Börn gömlu hjónanna
* * *
Þjóðræknisdeildin “Esjan” í
Árborg, Man., hélt fund 19. nóv.
s. 1. Margt kom til tals á fund-
inum, en aðal spursmálið var
hvort möguleikar væru til þess
að setja á stofn íslenzku kenslu
hér í bygð. Var kosin þriggja
manna nefnd til að grenslast
eftir áhuga fólks þessu viðvíkj-
andi, og til að hrinda þessu
máli í framkvæmd ef undir-
tektir yrðu góðar.
Því næst fór fram margvís-
leg skemtun: tvær ungar stúlk-
ur höfðu fram sögn; íslenzkir
söngvar voru sungnir, og síð-
asta atriðið var samkepni (true
and false contest). Allar
spurningar um ísland og ís-
lendinga. Þótti fundarfólki
þetta svo spennandi að talað
var um að hafa svona lagaða
skemtun oftar.
Eftir að veitingar höfðu verið
frambornar héldu fundargestir
heim, mettir á sál og líkama og
fullir af velþóknun yfir því að
vera svona þjóðræknir. S. J.
Prjónapeysur frá Skotlandi
CARDIGANS
Sterling er mark á skíru
silfri, “Gerðar í Skotlandi”
er því áþekt á prjónuðum
flíkum. Kjósið um margs-
konar snið—Cardigans úr
Botany ull eða úr ull
| tvinnaðri við angora, með
ýmislegri áferð og prjóna
lagi. Peysur vel prjónaðar
| úr fallegu bandi—sumar
með stuttum, sumar með
löngum ermum. 34 til 40
að stærð.
Litir — rós, ryð, royal,
grænir, hárauðir, aqua,
grár, svartur, dökk-grænn
og hvítur.
PEYSUR
$3.95 $2-95
Prjónafatadeild kvenna, Fjórða gólfi, miðju
//
//
Ducky Dandy
SNJÓFÖT
úr ullar þófa
“Ducky Dandy” líkar einna
bezt snjóklæða af betra tagi—
með Eatons gæða marki. Sam-
föst með leðri á hnjám og góðu
fóðri—sundurlaus treyja fóðr-
uð með renniloki, brók með
leðri á hnjám. Þófahúfa sam-
lit. Stærð 2 til 7 _ __
ára. Hver.... 4>/.DU
Fatadeild unglinga, Fimta gólfi,
^T. EATON
Gjafir í Blómasjóð Sumarheim-
ilis ísl. barna að Hnausa, Man.:
Mrs. Sigríður Jakobson, 626
Agnes St., Winnipeg.....$10.00
í minningu um ástkæra systir
sína, Mrs. Ingibjörgu H. Sig-
urðsson að Lundar, Man., dáin
17. nóv. s. 1.
Meðtekið með samúð' og
þakklæti.
Emma von Renesse
—Árborg, 9. des. 1940.
* * *
Þakkir
Öllum þeim sem einhvern
þátt tóku í sjötugs afmælishá-
tíðinni, sem mér var haldin 26.
nóv. síðastl., og öllu því sama
fólki sem þá mintist þess að
eg hefi á þessu ári, verið 41
ár prestur og konan mín og eg,
höfum verið 40 ár í hjónabandi.
Þökkum við hjónin af hrærðu
hjarta. Við þökkum Jón
Bjarnason Academy Ladies’
Guild, sérstaklega Mrs. A. S.
Bardal og Mrs. H. McCaw, þeim
nefndarmönnum A. S. Bardal
og S. W. Melsted, séra Valdi-
mar Eylands sem stýrði sam-
sætinu; ræðufólkinu, sem á-
varpaði okkur, Dr. B. J. Brand-
son, séra Sigurði ólafsson, Mrs.
S. ólafsson, Dr. Richard Beck,
G. F. Jónasson og Mr. og Mrs.
A. S. Bardal; skáldunum, Dr.
Sig. Júl. Jóhannesson, Hirti
Brandson og L. Kristjánsson,
Mrs. Unni Simmons, sem söng
solo; Miss Snjólaugu Sigurðs-
son, sem lék á píanó og söng-
flokk undir stjórn Mr. Ragnars.
Við þökkum fjölda af kveðjum,
hraðskeytum, bréfum, og
“birthday cards”. Meðal þeirra
voru margar kveðjur frá fyr-
verandi nemendum. Við þökk-
um fyrir peningagjafir, að upp-
hæð $261.60. Við höfum engin
ráð til að þakka einstaklingum
þær gjafir, því við vitum ekki
nema í einstaka tilfelli hverjir
gáfu eða hvað þeir gáfu.
Okkur féll það einstaklega
vel að allir áttu frían aðgang
að samkomunni að meðtöldum
veitingunum. Með því var eng-
inn fátæklingur útilokaður.
Við þökkum ritstjórum ís-
lenzku blaðanna í Winnipeg
fyrir vingjarnlegan stuðning.
Sumum fanst það óviðeig-
andi að láta ræðurnar vera
fluttar á ensku, en tilfellið var
að viðstaddur var stór hópur
af enskum fyrverandi nemend-
um Jóns Bjarnasonar skóla og
öðru óíslenzku fólki.
Við vitum að sumt af þessu
blessaða fólki lagði fram mikið
erfiði, gaf stórar upphæðir, tók
í sumum tilfellum frábærlega
nærri sér, og hjá þeim öllum
birtist einlægur hlýhugur. Al-
máttugur guð launi alla þá vel-
vild og blessi alt þetta fólk.
Rúnólfur Marteinsson
Ingunn Marteinsson
* * *
Matthildur Johnson, eigin-
kona séra Halldórs E. John-
sons, í Blaine, andaðist á
sjúkrahúsi í Bellingham,
Wash., þann 5 þ. m. eftir lang-
varandi vanheilsu. Þessarar
látnu merkiskonu verður nán-
ar getið síðar í þessu blaði.
★ * *
Gefin saman í hjónaband af
séra Sigurði ólafssyni á prest-
heimilinu í Selkirk, Man., þann
7. des.: David Gilman Foreman,
St. Anthony Gold mines, On-
tario, og Ranveig Thorey
Jónasson, Árborg, Man. Fram-
tíðarheimili ungu hjónanna
verður við St. Anthony Gold
Mines.
NÝKOMNAR ÍSLENZKAR
BÆKUR
Lífið er leikur, skáldsaga eftir
Rósu B. Blöndals. Bókin er
244 bls., í ágætu gyltu bandi.
Verð $2.00.
Skrítnir náungar, eftir Huldu
(Unnur Benediktsdóttir). —
Eru þetta 12 þættir um þetta
skritna fólk. Alls er bókin
227 bls. Verð í bandi $1.50.
Sagnaþœttir og þjóðsögur,
skrásett hefir Guðni Jóns-
son. Alls 160 bls. Verð í
kápu $1.00.
Rauðskinna. í kápu, I. bindi .80
m. bindi 1.00, IV. bindi 1.00
Áður auglýstar bækur:
Ritverk Jóns Trausta, 1. bindi,
(Halla og Heiðarbýlið).Verð:
í skinnbandi $4.50, í lérefts-
bandi $3.50, í kápu $2.75.
Á bökkum Bolafljóts, skáld-
saga eftir Guðmund Daníels-
son, tvö bindi, alls 434 bls.
Verð í bandi $3.50 bæði bind-
in.
I síðustu viku sendi eg sög-
una Eldeyjar-Hjalti til allra
þeirra er höfðu pantað hana,
og einnig Eimreiðina, 3. hefti,
og Ganglera síðara heftið.
MAGNUSPETERSON
Horace St.. Norwood, Man.
Verðlœkkun
Rétt núna um helgina bárust
mér upplýsingar um það, að
verð á Bókmentasögu Norður-
landa (The History of Scandi-
navian Literature), sem um
var getið í síðasta blaði, hafi
verið lækkað úr $4.00 í $2.50.
Má það gjafverð kallast fyrir
svo stóra bók og vandaða.
Richard Beck
Styrktarnefnd Norðmanna
heldur hátíð Roald Amundsens
í nýju norsku kirkjunni, Minto
Street, föstudaginn 13. des. kl.
8 að kveldi.
Karlakórinn ísl. lætur til sín
heyra. Miss Marian Kummen
og Ragnar H. Ragnar spila
saman á piano. Mr. Bratvold
talar. Fleira á skemtiskrá.
Veitingar í neðri sal. Dregið
verður Silver Fox og Comfort-
er verðlaun afhent þeim sem
sigruðu í Bridge kepninni. —
Inngangur 35c.
* * *
Verzlunarnámskeið til sölu
Þjóðræknisfélag fslendinga í
Vesturheimi hefir til sölu nú
þegar námsskeið (Scholarship)
við Angus School of Commerce
og Dominion Business College
með kjörum, sem félitlum nem-
endum koma að miklu haldi.
Upplýsingar fást munnlega
eða bréflega, hjá Ásmundi P.
Jóhannssyni, 910 Palmerston
Ave., Winnipeg.
★ * *
Bœkur til sölu á Heimskringlu
Endurminningar, 1. og II.
hefti, alls 608 blaðsíður, eftir
Friðrik Guðmundsson. Verð
upphaflega $2.50, báðar bæk-
urnar; nú $1.00.
Hetjusögur Norðurlanda, um
200 blaðsíður að stærð, eftir
Jacob A. Riss. íslenzkað hefir
Dr. Rögnvaldur Pétursson. —
Verð 35c.
Upplag þessara bóka er lítið.
Þeir sem eignast vilja þær,
ættu því að snúa sér sem fyrst
til ráðsmanns Hkr.
* * *
Heimilisiðnaðarfélagið held-
ur næsta fund á miðvikudags- j
kvöldið 11. desember, að heim-
ili Mrs. Albert Wathne, 700
Banning St. Byrjar kl. 8 e. h.
Iceland
* * *
Lúterska kirkjan i Selkirk
Sunnud. 15. des. — Sunnu-
dagaskóli kl. 11 f. h. Ensk
messa kl. 7 e. h.
S. Ólafsson
Messur í Gimli
Lúterska prestakalli
15. des. — Betel, morgun-
messa. Gimli, íslenzk messa
kl. 7 e. h.
22. des. — Mikley, messa og
jólatréssamkoma kl. 8 e. h.
24. des. — Gimli, jólatrés-
samkoma kl. 7.30 e. h.
25. des. — Betel, morgun-
messa. Gimli, íslenzk messa
kl. 3 e. h. Víðines, messa og
jólatréssamkoma kl. 8.30 e. h.
B. A. Bjarnason
SARGENT TAXI
and TRANSFER
SÍMI 34 555 eða 34 557
7241/2 Sargent Ave.
Contracts Solicited
TIL SÖLU
Greiðasöluhús á hentugum
stað í Winnipeg. Öll nýtísku
þægindi. Sérstakt tækifæri
fyrir íslenzka matreiðslukonu
|eða rnann, með sérþekkingu í
því starfi. $1,000 niðurborgun.
Allar upplýsingar fást hjá
H. JOHNSON
235 Somerset Block, Winnipeg
Sími 23 249
HELZTU FRÉTTIR
Frh. frá 1. bls.
argeilsunum og vatnsgeymir-
inn, kosta milli 200 og 300 doll-
ara. Þessi áhöld á heimilun-
um safna sólargeislunum sam-
an af því sem næst 50 ferfeta
fleti.
* t #
Blöð í þessum bæ hreyfðu
því, að á þessu hausti væri
verið að selja kol í Canada,
sem keypt hefðu verið í Þýzka-
landi — fyrir stríðið.
* * *
Hon. J. L. Ralston, hermála-
ráðherra Canada, er í Eng-
landi og talaði við konunginn í
gær um það, sem verið væri
að gera í Canada í þágu stríðs-
ins.
* * *
Tónninn í ræðu Hitlers í
Berlín í gær, er sagður ólíkur
því, sem vanalegast er í ræð-
um hans. Ræðan virtist vera
varnarræða öllu öðru fremur.
* * *
Á fyrstu 10 mánuðum yfir-
standandi árs, nam bílasmíði
Canada þessu: 87,659 fólksbíl-
um og 88,340 vöruflutningsbíl-
um.
HITT OG ÞETTA
Jón bókabjeus var maður
nefndur. Hann var einn þeirra
er altaf liggja í bókum. Var
hann ráðyandur maður og góð-
menni. Einu sinni að sumar-
lagi kom hapn að bæ einum á
Vesturlandi. Var honum boðið
að drekka kaffi inn í baðstofu.
Var skuggsýnt inni. 1 einu
horninu stóð barnsvagga og lá
barn í. Jón var barngóður og
fór að gera gælur við barnið:
MESSUR og FUNDIR
í kirkju Sambandssafnaðar
Messur: ó hverjum sunnudegi
Kl. 11 f. h. á ensku
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
Safnaðarnefndin: Fundir 1.
föstudag hvers mánaðar.
Hjálparnefndin: Fundir fyrsta
mánudagskveld í hverjum
' mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan
þriðjudag hvers mánaðar,
kl. 8 að kveldinu.
Söngœfingar: islenzkri söng-
flokkurinn á hverju fimtu-
dagskveldi.
Enski söngflokkurinn á
hverju föstudagskveldi.
Sunnudagaskólinn: Á hverjum
sunnudegi, kl. 12.15 e. h.
----------—______-------_____ ,
: ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG
ISLENDINGA
i! Forseti: Dr. Richard Beck
l! University Station, !
!; Grand Forks, North Dakota !
1; Allir Islendingar í Ame-
ríku ættu að heyra til
Þjóðrœknisfélaginu
;! Ársgjald (þar með fylgir ;
;| Tímarit félagsins ókeypis)
l; $1.00, sendist fjármálarit- !
! ara Guðmann Levy, 251 ;
!; Furby St., Winnipeg, Man. ;
1
VIÐ KVIÐSLITI
Til linunar, bóta og styrktar
reynið nýju umbúðirnar, teyju-
lausar. Stál og sprotalausar. —
Skrifið: Smith Manfg. Company,
Dept, 160, Preston, Ont.
“Ósköp ert þú góður, unginn
minn, að liggja svona stein-
þegjandi”. Þá gellur við kerl-
ing ein: “Sussu, sussu, ekki tala
við barnið. Barnið er dautt”.
Jón spurði hvers vegna það
væri látið liggja svona og ekki
jarðað. “Það er nú annað að
gera hér á Eyri um hásláttinn,
en að jarða börn,” svaraði
kella.
* * *
Auðbjörg gamla sagði einu
sinni draum sinn á samkomu í
Hjálpræðishernum:
“Mig dreymdi”, sagði hún,
“að eg kom til himnaríkis. Þar
sat guð faðir í hásæti og sonur-
inn honum til hægri handar.
Út frá þeim til beggja hliða
sátu spámenn, dýrlingar og
annað stórmenni og sýndist’
mér þar fullskipað. Eg stóð
þarna á miðju gólfi og svipað-
ist um og sá ekki nokkurt autt
rúm. Þá heyri eg að faðirinn
segir: “Stattu upp, faðir Abra-
ham, og lofaðu maddömu Ei-
ríksson að sitja.”
Frá þeim koma gjafir sem bjóða
“Gleðileg Jól” með höfðinglegum hætti
Föt úr loðskinnum—Föt kvenna—Föt karlmanna
OLIKIR SKATTAR
Beinir skattar á strætisvögnum vorum og
fólksflutningavögnum, eru 8.10% af öllum tekj-
um félags vors, en eru 5% fyrir canadisk félög
að meðaltali.
Fyrir hverja 1000 farþega í
Toronto sem fluttir eru, er skatt-
urinn $1.68, Montreal $2.90, Que-
bec $3.15, Hamilton $4.32, Ottawa
$4.55, Winnipeg $5.66.
WINNIPEG ELECTRIC
C O M P A N Y