Alþýðublaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 12
PSJALFVIRKUR
STÝRIS-
UTBÚNAÐUR
Áður liöfSu skip 'allt
af tvo. áttavita, aðal-
áttavita og stýrisáttavita.
Nú er hægt með sérstöku
speglakerfi að myndvarpa
skífu gyroáttavitans til þess
manns, sem stendur stýris-
vöku, eða hvert sem vera
vill í skipið. Einnig er hægt
að láta gyroáttavitann sjá
um það, að skipið haldi á-
kveðinni stefnu án þess að
nokkur maður eigi þar hlut
að máli, með því jafnframt
að tengja áttavitann stýr-
inu. Eínginn stýrimaður,
hversu nákvæmur sem hann
er, jafnast á við gyroátta-
vitann í nákvæmni. (Næst:
Ferðir Kolumbusar.)
Ed Brewster, 18 ára Kana
damaður var nýlega dæmd-
ur í 20 daga fangelsi fyrir
að stela bók úr bókasafni.
Bókin var Kanadisku hegn-
ingarlögin.
Smátt og smátt tekur Filipp-
usi að skiljast að það hlýtur
að vera eitthvert samband
milli hins dularfulla snæ-
manns og næturævintýrisins,
sem Franz lenti í. „Um það
vita þeir náttúrlega meira,“
segir hann. „Hvað hefur þú
eiginlega verið að aðhafast í
nótt?“ „Ég skal segja þér
,það,“ anzar Franz, ,,en þá
verðum við fyrst að fara í
Dýragarðinn. Komdu með
mér. Þá skulum við leiða í
Ijós, hvað snæmaðurinn er.“
Fregnin um það að búið sé að
handsama snæmann hefur
breiðzt eins og eldur 1 sinu
um alla borgina, og það er
troðningur við hliðið inn í
Dýragarðinn. Allir vilja auð-
sjáanlega sjá hina skelfilegu
ófreskju frá Mount Eeverest.
„Hverju býrð þú eiginlega yf-
ir, Franz?“ spyr Filippus.
„Bíddu bara,“ svarar Franz,
,,þá skaltu fá að sjá það.“
FRffiGÐ í Hollywood: •—
Saga um velþekktan mann,
sém gerir eitthvað, sem
hann gerði ekki, einhvers
staðar þar, sem hann var
ekki.
— Já, herra, þetta er klára — Hár og fríður maður mun
brennivín. Það er !bara af verða á vegi þínum, en
því, hve glasið er óhreint, hann nemur ekki staðar.
sem það lítur út eins og
gruggut öl.
HEILABRJÓTUR:
Tveir flakkarar sátu í
skurðinum við þjóðveginn
og voru að fá sér lítillega í
staupinu. Annar hafði 5
bjóra með sér en hinn 3.
Áður en þeir hófu drykkj-
una kom þriðji för.umaður-
inn að. Hann hafði engan
bjór, en 8 krónur. Þær vildi
hann gefa hinum, ef þeir
vildu lofa honum að taka
þátt í drykkjunni að jöfnu
við hina. Þeir féllust á það.
Síðan þreyttu þeir drykkj-
una sem ákafast, unz allur
mjöðurinn var þrotinn. Þá
fór þriðji ílakkarinn sína
leið, en hinir skiptu 8 krón
unum þannig, að sá, er átt
hafði 5 bjóra fékk 5, en
hinn, er átt hafði 3 bjóra,
fékk 3 krónur. Var það rétt
skipt?
(Lausn í dagbók á 14. síðu.)
ME'.RA GtLENS Oú GAMAN A MORGUN/
17. maí 1960 — Alþýðublaðið