Heimskringla - 30.04.1941, Blaðsíða 6

Heimskringla - 30.04.1941, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. APRÍL 1941 .......... ! Æfintýri ritarans j E . I Þau sátu við borð það, sem brytinn hafði ætíð til reiðu handa Stanning. Við hlið hans sat há, ung stúlka, sem hafði klút bláan, sem fór vel við bláu augun hennar, bundinn um ljósa hárið sitt. Hún horfði á Alfrey með einskonar dreymandi hirðuleysi. Augun voru rök, eins og þau væru ætíð reiðubúin að fyllast af tárum, af hinni minstu ástæðu. Það var eins og hún drægist áfram, en samt hafði hún talsverðan yndisleika til að bera. Þegar Miss Carr og Stuart komu að borðinu, stóð Stanning upp og heilsaði þeim mjög alúðlega, og kynti þeim Evie. “Miss Cutting kemur hingað til að sjá hvernig henni fellur hérna, og henni fellur svo vel við þetta umhverfi, að hún hefir ákveðið að ganga í klúbbinn okkar og leika með mér í kappleiknum. Chawles, þú skalt fá þann heiður að bera hana upp fyrir félags- fólkinu. Eg skal kynna hana fyrir því á dans- inum í kvöld.” Þetta var þá Evie Cutting! Alfrey gat ekki að sér gert að hlægja með sjálfri sér, er unga stúlkan lézt verða undrandi yfir því að hitta hana þarna. En þessi uppgerðar undrun var samt blandin tortryggni. “Eg get ekki trúað því, að þér séuð Miss Carr, sem kom á eftir mér til hins hræðilega Guntersted,” sagði hún og brosti eins og hug- hreystandi. “Eg bjóst við að sjá miklu stór- vaxnari og hraustlegri stúlku, ef þér leyfið mér að viðhafa slík ummæli.” “Já, svo yður finst eg vera pappírsbúk- ur?” svaraði Alfrey hlægjandi. “Eg er það kannske lika. Þetta fer alt eftir því hvernig vér lítum á það, eins og þér vitið.” Með sjálfri sér hugsaði hún, að þarna sæi hún alveg áreiðanlega stúlku, sem væri grátmild, það er að segja: Henni væri auð- velt að grípa til táranna ef á þyrfti að halda. “Ó,” svaraði Evie og henni fanst hún hálf vandræðaleg, “eg átti ekki við það.” Þær fengu sér sæti. Stanning og Chawles höfðu farið til að skrifa nafn Evie á töfluna. “Evan hefir sagt mér að hann þekti yður,” sagði Alfrey kurteislega. Þessvegna varð eg ekkert hissa að sjá yður hér. Hann er góður að leika tennis og það er gott að hann fékk svona góðan vin i félag með sér.” “Já, hann er sjálfsagt hin mesta prýði fyrir slikan klúbb,” sagði Evie hugsandi. “Slíkan? Hvað eigið þér við með því?” spurði Alf. Henni féll ekki hreimurinn í málróm Evie er hún sagði þetta. “Eg á við — eg á við svona venjulegan klúbb. Hann er — já, hann er ágætur að leika tennis.” “Já, hann er það, en við höfum marga góða hérna,” svaraði Alfrey. Orðstír okkar er góður á meðal félaganna hér í umhverf- inu. Og,” bætti hún við með dálitlu yfirlæti, “séuð þér eins góðar og hann, mun orðstír okkar vaxa ennþá meira.” Evie horfði á hana með röku augunum, og Alfrey gat sér til að í huga hennar væri öfundsýni, sem greri þar óðum. “Æ, eg er alveg ónýt að leika tennis,” sagði hún með angurværum rómi. Hún sagði þetta rétt í því sem ungu mennirnir komu aftur að borðinu, og af því að það var kurteisisskylda hans, mótmælti Stanning þessu. Þau fengu sér svo sæti og reyndi Stuart að vera eins alúðlegur og hann gat við þessa vinkonu Stannings, sem honum þótti mjög falleg. Alfrey fór einnig að tala við Evans, þó ekki væri til annars, en að kom- ast hjá spurningunni, sem hún fann að yrði borin fram þegar næst yrði hlé á samræðun- um: ‘Og segið mér hvernig yður fellur hjá Guntersted?’ * En hverus mjög, sem hún reyndi að komast hjá spurningunni, kom hún þó á endanum, næstum því í þessum orðum, og hún varð að svara: “Já, þér voruð þar sjálf um tíma, eins og mig minnir að Evan segði mér. Eða kannske það hafi verið Rósa Dalrymple. Hvernig féll yður við hana?” “Hún er köttur,” svaraði Evie fyrirlit- lega. “Það var ekki þar fyrir, að eg þyrfti neitt saman við hana að sælda, nema þegar eg þurfti að fá einhvern vélritarann hennar þegar vinnan varð of mikil.” Alfrey hló. “Nei, það er rétt, maður þarf ekki að hafa mikið saman við hana að sælda. En eg held samt að hún vilji vel. En til þess að hlaupa úr einu í annað, þá heyrið mér Even. Ættum við ekki að ræða um kvöldverðinn á mótinu mínu í kvöld?” Hún hafði nú fundið þýðingarmikið um- ræðuefni, og bæði Stuart og Evan ræddu málið með miklum ákafa. Evie, sem var ó- kunnug, þagði á meðan og fanst hún verða útundan. Alf fanst hún geta lesið hugsanir ungu stúlkunnar eins og opna bók. “Hún reynir bráðum aftur,” hugsaði hún. “Evans hefir beðið hana að veiða upp úr mér, og það verður ekki auðvelt að losna við hana.” Strax og þegar umræðurnar um klúbbinn dofnuðu, sagði Evie hálf önuglega: “En Miss Carr, þér svöruðuð ekki því, sem mig langaði til að vita. Hvernig gengur yður samvinnan við gamla Sala?” “Fanst yður örðugt að gera honum til hæfis?” spurði Alf með miklum undrunarsvip. Það kom leiftur í hin röku augu Evie, og þau voru alt annað en biðjandi þá stundina. “Mér gengur venjulega vel að vinna með fólki, en við hann féll mér illa.” “Jæja, var það svo? Þá var rétt af yður að fara frá honum. Það er ómögulegt fyrir mann að starfa vel fyrir þann, sem manni fellur ekki við. Eg vona að þér hafið fengið aðra vinnu, sem yður fellur vel.” Þessi aðferð Alfrey að svara spurningum hennar með því að spyrja annarar, virtist falla Evie illa í geð. “Eg hefi ekki kært mig um að leita mér eftir neinni vinnu,” sagði hún. “Fjölskyldu minni féll illa, að eg skyldi fara að vinna á skrifstofu, og þótti vænt um að eg varð þar fyrir vonbrigðum.” Alfrey brosti vingjarnlega. “Það er aldrei vert að gera sér of háar vonir,” sagði hún, “því að þá forðast maður vonbrigðin, sem oft henda. En hvað segið þið, vinir mínir. Er ekki best að byrja á ný? En hvernig er það? Vilduð þið Evans ekki leika á móti okkur Stuart?” “Hvernig gekk ykkur við keppinauta ykkar?” spurði Evan ákafur. “Þau voru bara einn leik á undan okkur,” •svaraði Chawles all hreykinn. “Nú eg horfði á ykkur síðustu fimm mínúturnar og af því sýndist mér, að þið hefðuð átt að vinna. Andstæðingar ykkar virtust mér ekki vera upp á marga fiska. Chawles og Alfrey gátu ekki annað en brosað og Evan varð mjög aumingjalegur á svipinn. “Þú getur ekki hafa horft vel á þau. Þetta voru Batchard ofursti og frú hans,” sagði Evan. Evie hnykti við. “Þessir frægu tennisleikendur?” “Já,” svaraði Alfrey góðlátlega. “Þau leika ágætlega. En samt var þetta ekki nema hársbreidd, sem munaði að við sigruðum þau. En þetta var ekki nema einn leikur. Ef við leikum tvisvar eða þrisvar veit eg hvernig færi. Eg heyri að ofursta frúin æfi sig marga tíma á hverjum degi. Hún er fjarskalega stolt og leikur ágætlega. “Eg held að hún hafi verið hálf gröm yfir að okkur gekk svona vel,” sagði Chawles. “Eg heyrði hana segja síðar, að flöturinn væri svo ójafn að hún væri dauð þreytt.” “Jæja, við skulum þá sjá hvað við getum gert við Evan og nýju stjöruna hans,” sagði Alf glaðlega. Þessi smásálarlega tilraun Evie að niðra þeim í tennis leiknum, hafði ekki gefið Alf hærri hugmyndir um tennis hæfileika henn- ar, þótt hún skildi að i>etta stafaði af reiði yfir því, að henni hafði mistekist að veiða upp úr Alf, það, sem hana langaði til að vita. Það var líka auðséð að Stanning var ekki ánægður með meðspilara sinn. Alfrey skemti sér við að búa til samtal er þau mundu eiga saman. “Eg get ekki veitt neitt upp úr henni. Hún þegir eins og þorskur,” fanst henni lik- legast að Evan hefði sagt, og þá hefði Evie líklegast svarað: “Það skal eg sjá um. Hún er yfirkennari minn, og getur því tæpælega þagað þegar málefnið er rætt. Við skulum sjá til.” Nú höfðu þau bæði tvö fengið að sjá hvernig fór. En Alfrey var samt sem áður ekki rólega. Þótt Evie hefði farið heimsku- lega að þessu, var hún samt frekar greind en heimsk. Hún var áreiðanlega kæn og undir- förul. Það var óheppilegt fyrir ráðagerðir Stannigs, að ungu stúlkurnar höfðu strax orðið á öndverðum meið hvor við aðra. Hann skildi vel að ef Alfrey félli ekki við einhvern, mundi hún áreiðanlega ekki verða mjög opin- ská við hann. Hafi það verið von hans, að ungu stúlkurnar yrðu vinkonur hlaut sú von að vera kulnuð út. Þannig hugsaði hún, en svo datt henni í hug að þetta væri kannske alt saman hugar- bui'ður. Þau Stannig og Evie Cutting voru kannske ekki með neitt leynibrugg sín á milli. Þetta var ef til vill aðeins hugarburður henn- ar sjálfrar. Var það ekki mjög eðlilegt að Evie, sem hafði mist góða stöðu væri gröm við þá, sem hefði fengið stöðuna eftir hana, og gat haldið henni. Alfrey skammaðist sín yfir grun sínum og ásetti sér að vera þægileg við Evie, sem hlaut að finnast þetta auðmýkj- andi. Alfrey sagði við sjálfa sig, að það væri skammarlegt að ala illan grún á fólki. Henni fanst að menn ættu ekki að sjá drauga um hábjartan daginn. Þau fóru niður að vellinum, sem þau höfðu fengið, og fóru að leika. Evie var fremur góð, en hún gat samt ekki jafnast á við hin þrjú. Alfrey og Stuart sigruðu hin tvisvar, og þegar þau samkvæmt uppástungu Alfreys skiftu um, og þau Evan og hún voru saman, varð sigurinn þeim ennþá auðfengn- ari. “Hún er ekki eins góð og eg hélt,” sagði Evan við Alfrey er þau hættu leiknum. “Ó, hún leikur ekki svo illa, en eg er hrædd um að þér sigrið ekki í félagi við hana. Það hefði verið betra ef þér hefðuð gert eins og eg réði yður til. Þér hefðuð átt að biðja Kathleen Green að vera með yður. Hún er góður tennis leikari. En ef Miss Cut- ting æfir sig vel, þá mun henni ganga vel líka.” “Þér munuð sjá um að hún æfi sig vel — að hún fái að leika þegar hún kemur,” sagði hann í bænarrómi. “Ó, hún fær eins marga og hún vill. Hún er svo falleg,” svaraði Alfrey hlægjandi. 11. Kap.—Miðdegisverður í Redmays. Þeir hættu ekki að leika í tennisklúbbn- um fyr en niða myrkur var komið. Máninn hékk lágt yfir hæðunum, og beykitrén glóðu í daufu skini hans eins og fléttur úr silfurþráð- um, sem skýldu útsýninu yfir dökka akra. Þau Alfrey og Chawles, sem annars hét Pétur og var þessvegna aldrei kallaður það, gengu saman heim til Redmays til' að borða mið- degisverðinn. Þau gengu inn um opnar glerhurðirnar inn í forstofuna. Og þar sem þau voru í tennisskóm heyrðu þau þrjú, sem fyrir voru í stofunni ekki hið létta fótatak þeirra. Mrs. Carr var búin hinum venjulega kveldkjól sín- um sem var mjög fagur. Mr. Carr var í kvöld- búningi og gesturinn var það líka. Hann sat við hlið húsmóðurinnar og hélt á hespu úr fínu bandi, sem hún var að vinda upp. “Æ, þarna eruð þið! Velkominn Stuart,” sagði Bernhard Carr og stóð upp úr sæti sínu er hann heilsaði þeim. “Hvernig hefir leik7 urinn gengið?” “Ágætlega herra minn,” svaraði Chawles ánægður. Alfrey leikur altaf betur og betur. Eg hefi aldrei þekt hennar líka. Og hver haldið þér að hafi heimsótt okkur í dag? Eng- inn mieri né minni en Batchard ofursti og frú hans. Við Alfrey sigruðum þau næstum. Það var mér að kenna að ókkur tókst það ekki. Ofurstinn sagði við mig á eftir: ‘Ungi maður, félagi yðar er ágætur tennisleikandi. Hún leikur með lífi og fjöri’.” Chawles hélt áfram að tala án þess að hirða um gestinn, sem sat þegjandi og hlust- aði á. Ljósið skein á hið ljósa hár hans. Loks lyfti Mrs. Carr upp rödd sinni og sagði: “Það var gaman að þið höfðuð slíka keppinauta. En Chawles, leyfið mér að kynna yður góðum vini mannsins míns — Mr. Ec- cott. Eg held að þú þekkir hann, Alfrey.” Alfrey kom í áttina til þeirra, stif eins og hrífuskaft og hneigði sig kuldalega. “Afsakaðu mamma að við komum svona seint. Eg vissi ekki að þú hefðir gesti. Það er líklegast ekki vert að þú farir heim að skifta um föt, Chawles, eða hvað? Við löguð- um okkur upp áður en við fórum úr klúbbn- um. Þú baðaðir þig þar Chawles, eða hvað?” “Jú, heldur en ekki,” svaraði hann. “Þá er best að við borðum strax,” svar- aði Mrs. Carr. “Mr. Eccott er sjálfsagt hræði- lega svangur.” Mr. Eccott mótmælti því með lágri rödd. Honum leið auðsæilega illa yfir hinum óvin- gjarnlegu móttökum, sem hann hafði fengið hjá heimasætunni. Alfrey settist strax til borðs og fékk sér góðan bita af hinum ágæta mat. Hún lét gestinn sitja einan hinumegin við borðið en sat sjálf á milli föður síns og Stuarts. Nú spurði hún föður sinn að hvort hann hefði lesið nokkurt kvöldblað. “Það hefir veirð framið heldur en ekki ógeðslegt morð hérna í nándinni,” sagði hún. “í Nesterley. Hefir ekki Deb. sagt ykkur frá því? Hún er sjálfsagt búin að heyra alt um það.” Hitt fólkið tók undir þessa umræðu, og um tíma töluðu þau um hversu mjög fólk væri háð breytni og háttalagi nágranna sinna. “Hver sem vildi gæti komist inn í þetta hús, ef hann langaði til þess, hvort sem væri á nótt eða degi. Við höfum engu öðru að treysta en því, að það væri sorglega árang- urslaust fyrir þann sem reyndi það. Nema þá við göngum út frá því, að annað fólki sé eins gott og við, og hafi enga löngun til morða eða þjófnaðar.” “Það er satt sagði Stuart,” hugsandi. “Öll menning vor byggist á því. Hvað ættum við að gera ef glæpa alda Bandaríkjanna skellur yfir þetta land?” Kenna bæði konum og mönnum að skjóta og gera það leyfilegt fyrir hvern mann að ganga með skotvopn, og nota í sjálfsvörn,” svaraði Alfrey. “Mér þykir oft vænt um að þú hefir kent mér að skjóta, pabbi.” “Getið þér skotið með skambyssu?” spurði Eccott ákafur og leit beint á hana. Henni fanst að hin rólega rödd hans feldi á sér ögrun, eins og hann vildi segja: “Eg vil ekki að fram hjá mér sé gengið.” “Get eg það, pabbi? Það er best að þú svarir fyrir mig,” sagði hún og rétti glasið sitt að Chawles til þess að hann helti í það. Faðir hennar varð við þeim tilmælum og fullyrti að hún væri góð skytta, en hún vissi mjög vel að ungi maðurinn hinumegin við mjóa borðið skildi það mjög vel, að hún neit- aði að tala við hann. Hann var annars ekki sjálfum sér líkur þetta kvöld. Það voru ekki aðeins fötin, þótt kvöldbúningur hans, sem auðsæilega var gerður af besta klæðskera, færi honum vel, það var eins og andlitsdrættir hans væru breyttir. Hann hafði áreiðanlega haft sauð- grátt yfirskegg síðast er hún sá hann. Hvað sem því leið virtist hann miklu tígulegri í kvöld en endranær. Og er hann svaraði spurningum móður hennar um einhverja bað- staði á belgisku ströndinni, talaði hann mjög liðugt. Hann þekti þá auðsæilega vel. Og hann hafði þægilega rödd. Hann reyndi ekki framar að tala við hana meðan á máltíðinni stóð. Og þegar faðir henn- ar stakk upp á því, að þeir færu út í garðinn til að reykja, fór hann með þeim. “Mamma, elsku góða mamma! Hver ósköpin ganga að honum Brúin að bjóða hingað þessum hræðilega manni?” spurði Alfrey strax og þeir voru farnir út. “Hann Mr. Eccott? Hversvegna segir þú að hann sé hræðilegur. Mér virðist hann mjög vel siðaður maður,” svaraði Mrs. Carr undrandi. Eg held að hann og faðir þinn hafi eitthvert fyrirtæki í félagi, og Brúin stakk upp á því, að hann kæmi heim og borð- aði miðdegisverð, til þess að þeir gætu talað betur um það. Mér líst bara vel á hann.” “Brúin veit vel að mér býður við þessum litla andarunga,” svaraði dóttir hennar. “Litla!” sagði Mrs. Carr hlægjandi. — “Hann gæti stungið þér í vasa sinn og farið með þig ef hann vildi.” Hvað sem því líður getur þú sagt Brúin, að það sé ekki vert að hann búist við að eg sé kurteis við náungann,” sagði hún. “Eg reyni að vera þægileg við þá menn, sem hann býður hingað heim, en við Eccott vil eg vera laus. Eg held eg fari að sofa, klukkan er orðin tíu.” “Þú skalt ekki fara að sofa fyr en Chawles er farinn, Mr. Eccott kemur sjálfsagt ekki inn aftur. Hann er búinn að vera hér lengi, og hann fer víst með lestinni, sem fer kl. hálf ellefu. Farðu út í forstofuna og hvíldu þig. Eg skal hjálpa Deb, fyrst orðið er svona framorðið.” Alfrey gretti sig óþolinmæðislega, en gegndi. Hún settist í lágan stól hjá einum lestarlampanum. Hún heyrði mennina tala saman úti með lágum rómi. Það hafði svæf- andi áhrif á hana. Loks lét hún bókina frá sér og sat með handleggina á bríkum stólsins. “Eg er svo þreytt af að leika tennis svona lengi,” hugsaði hún. Svo sofnaði hún en vaknaði brátt aftur. Einhver hafði komið inn um útidyrnar og stóð hreyfingarlaus fyrir framan hana. Það var Mr. Eccott. Hún sat þegjandi og hreyfingarlaus og beið bara eftir að hann gæfi skýringu á því hversvegna hann hefði ónáðað hana. “Fyrirgefið að eg vakti yður,” sagði hann þurlega, “en eftir stutta stund verð eg að fara, og eg þarf fyrst að tala við yður fáein orð.” Hún ypti öxlum og tók bókina úr kjöltu sinni. “Það þýðir ekkert að biðja um afsökun,” sagði hún kuldalega. “Afsökun! Eg hefi ekki hugsað mér að biðja yður afsökunar,” sagði hann rólega, og bætti svo við brosandi: “Eg held að það, sem á milli okkar hefir farið sé jafnt í báðar hliðar. Nei, það var alt annað, sem mig lang- aði til að segja við yður. Eg ætla að biðja yður að hætta hjá Guntersted.” Alfrey settist upp. Hún sat teinrétt og augun leiftruðu ógnandi, hún var svo reið. “Þér gerið mig forviða, Mr. Eccott!” “Það veit eg að er satt. En við því verð- ur ekki gert. Eg veit það líka mjög vel, að það er mjög vonlaust fyrir mig að hafa áhrif á yður, en samt sem áður verð eg að gera skyldu mína, eins og eg skil hana. Þér eruð í hættu stödd. Eg ræð yður til að forðast hana í tíma. Nú þegar eg hefi sagt yður frá henni, getið þér ekki sagt síðar meir, að þér hafið ekki verið vöruð við henni.” “Það er mjög raunalegt að þér skuluð alt af neyða mig til að vera ókurteis við yður. En hvað viljið þér að eg skuli svara aðvörun yðar? Eg gef yður bara sama ráðið og þér hafið tvisvar gefið mér, og það er þetta: Þér skulið hugsa um yðar eigin sakir.” “Vitið þér nema að eg sé að því nú?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.