Heimskringla - 30.04.1941, Qupperneq 7
WINNIPEG, 30. APRÍL 1941
HEIMSKRINGLA
7. SIÐA
LÝSINGARORÐ
Eftir Jón úr Flóanum
Af öllum “pörtum ræðunnar”
þykir mær vænst um lýsingar-
orðin. Það er vegna þess að
þau eru það, sem á nýjustu ís-
lenzku er kallað: “vængjuð
orð.” Það er með lýsingarorð-
unum sem vorir gáfuðustu rit-
höfundar hefja sig til flugs,
þegar ímyndunarafl þeirra
brýzt fram eins og vatnsflóð í
stórleysingum. . . . Já, þetta
getur hver maður séð. Hvað
eru nafnorðin t. d. á móti lýs-
ingarorðunum? Alls ekkert.
Þau eru bara hversdagsleg
heiti á hversdagslegum hlutum.
Tökum t. d. orðið stóll. Hver
getur orðið hrifinn af slíku
orði? Stólar og aðrir hlutir,
sem við táknum með nafnorð-
um eru alt of algengir til þess
að þeir komi nokkurri hreyf-
ingu af stað í ímyndun vorri.
.... Nei, ímyndunaraflið kemst
þar ekki að. Sama er að segjd
um sagnorðin: þau segja frá
einhverju, sem er að gerast,
hefir gerst eða mun gerast.
En með lýsingarorðin er alt
öðru máli að gegna, með þeim
má gera hin mestu undur; þau
eru saltið í málinu, eða réttara
sagt: þau eru alt kryddið í því;
máttur þeirra til að breyta
allra hversdagslegustu hlutum
og umskapa þá er blátt áfram
óumræðilega mikill. ... Tökum
til dæmis lýsingarorðið glœsi-
legur. Hafið þér íhugað, les-
endur góðir, hversu fagurt og
máttugt það orð er, hversu
miklum ljóma það bregður yfir
alt, sem það er notað um,
hversu handhægt og þægilegt
orð það er fyrir alla, sem segja
álit sitt um eitthvað. Það má
nota það orð um alla hluti að
heita má; það má tala um
glæsilegt fjall, glæsilegan
skóg, glæsilegt hús, glæsilega
menn og konur, glæsilega bún-
inga, glæsilega framkomu,
glæsilegar hugmyndir, glæsi-
legan kosningasigur, og svo
framvegis. Er nokkur furða þó
að rithöfundar noti þetta orð
mikið? Mér finst furða, að það
skuli ekki vera meira notað en
það er.
Athugum vel hvað það þýðir,
þegar sagt er um einhvern
mann t. d. að hann sé glæsileg-
ur. Manninum er í einni svip-
an lyft upp í einskonar æðra
veldi, hann er settur ofar öðr-
um dauðlegum mönnum. Og
ekki aðeins það, heldur hefir
sá, sem orðið notað sýnt, að
hann á yfir óvenjulegu ímynd-
unarafli áð ráða, hann er ekki
f jötraður við þessar hversdags-
legu hugsanir, sem aldrei lyft-
ast til flugs fremur en moldar-
kekkir í flagi. Orðið varpar
þess vegna ljóma ekki aðeins á
þann, sem það er notað um,
heldur líka á þann, sem notar
það.
En ef einhver vill spyrja,
hvað orðið glæsilegur þýði, ná-
kvæmlega talað, þá er því til
að svara, að það hefir enga ná-
kvæma merkingu, og á ekki að
hafa hana; það hefir umtaks-
merkingu en ekki inntaks-
merkingu, eins og þeir segja í
rökfræðinni. Það er hljómur-
inn í því og hrifningin, sem
maður verður fyrir, þegar mað-
ur sér þetta orð á prenti, sem
ekki aðeins réttlæta það, held-
ur líka gefa því einskonar heið-
urssess í málinu. Að spyrja eft-
ir nákvæmri merkingu þess er
eitthvað likt því að ætla sér að
handsama kvöldroðann eða
ganga undir regnbogann. Orð-
ið sjálft er fyrir ofan allar smá-
smuglegar útskýringar; það er
orð, sem aðeins er notað á
augnablikum hrifningarinnar
og hugarflugsins; það felst í
skáldskapur, hljómur eins og
af hvellandi bjöllu. Það er í
einu orði sagt dýrlegt orð. Það
mætti kalla það hæstu blóm-
krónuna í akri málskrúðsins,
þeim akri sem er ræktaður af
vorum snjöllustu rithöfundum
og skáldum. . . . Megi notkun
þess, jafnvel í daglegu máli,
fara vaxandi eftir því sem tím-
ar líða.
Og þá dettur mér í hug ann-
að lýsingarorð, sem að vísu er
ólíkt þessu, en þó að öllu leyti
merkilegt. Það hefir djúpa og
dularfulla merkingu, alveg
mátulega óákveðna til þess að
maður er ekki alveg viss um
við hvað er átt, þegar það er
notað, en heldur samt, að mað-
ur fari nokkuð nærri um það.
.... Það er orðið íhyglisverður.
Það er lítill hljómur í þessu
orði, það er ekki hægt að segja
að það sé fagurt. En þegar
sagt er um eitthvað, að það sé
íhyglisvert, þá er nokkuð mikið
sagt, rheira heldur en margan
grunar. . . . Eins og allir vita
er stundum mjög erfitt að segja
t. d. um eina bók eða ritgerð
að hún sé annaðhvort góð eða
léleg. . .. Flestir hlutir eru ekki
annaðhvort alveg hvítir eða al-
veg svartir, það eru til fjölda
margir litlir þar á milli, sem
allir eru meira eða minna grá-
ir. . . . Þetta er nú bara sam-
liking. . . . En orðið íhyglisverð-
ur samsvarar, ef svo mætti að
orði komast, öllum þessum
gráu litbrigðum. Það er hvorki
of mikið né of lítið sagt, þegar
það er notað. Það getur hver
og einn skilið hvað sem hann
vill, lesið hvað sem honum
þóknast út úr þessu dularfulla
orði, sem má gera ennþá dular-
fyllra með því að setja framan
við það forskeytið all-. all-
íhyglisverður. Það getur hver
maður séð, að þetta breytir orð-
inu til muna, gerir það ennþá
óljósara, en um leið dular-
fyllra og ísmeygilegra. Svona
orð eru ekki á hvers manns
vörum. Það þarf mikla æfingu
og umfram alt auðugt ímynd-
unarafl til þess að geta notað
þau svo vel fari. Það mætti
skrifa langt mál um notkun-
lýsingarorðanna, en eg verð að
láta hér staðar numið, því ekki
vil eg níðast um of á gestrisni
Heimskringlu.
▲
Hér aftan í vil eg hnýta
kveðju til góðkunningja míns,
Manga úr Móanum, og segja
honum, að það standa ekki allir
á eins gömlum merg, hvað mál-
fræðisþekkinguna snertir og
hann. Það getur verið, að þ^ð
né nokkur afsökun fyrir þá,
sem árum saman hafa skrifað
í blöð og aldrei lært að beygja
algengustu nafnorð rétt; en eg
vil halda því fram, að það sé
aldrei of seint að læra, eða
gera tilraun til þess, jafnvel þó
að menn séu farnir að eldast.
Núllinu sendi eg líka kveðju og
vil mælast til, að það iðki nú
skáldskapinn af kappi, því af
þessari einu vísu er auðséð, að
þar skortir hvorki andagift né
snilli.
Að svo mæltu: Glegilegt
sumar, hálsar. Og megi vorið
hvetja yður alla til nýrra dáða.
Og gleymið ekki mætti lýsing-
arorðanna.
ANNAR SPÍTALI I LONDON VERÐUR FYRIR SPRENGJUM
Brezkir spítalar eru sem fyr skotspónn sprengja
Hitlers. Mynd þessi sýnir tvær deildir í London spítala
eyðilagðar í næturárás nýlega. Læknar og ómeiddar
hjúkrunarkonur unnu ásaftit björgunarráðinu frá því um
miðja nótt og til morguns við að bjarga sjúklingunum sem
innilokaðir voru.
til að vinna fyrir Social Credit
stefnuna, því eg er sannfærð
um að það er eina leiðin til að
rétta við hag alþýðunnar og
bæta lifskjör manna yfir höfuð;
hún miðar að jöfnuði og eining
innan þjóðfélagsins, og vinsam-
legra viðskifta og friðar milli
þjóðanna.
Salóme Halldórson
DANARFREGN
TIL KJóSENDA í ST.
GEORGE KJÖRDÆMI
Mitt innilegasta þakklæti vil
eg biðja Heimskringlu að flytja
öllum þeim er studdu Social
Credit stefnuna í nýafstöðnum
kosningum.
Þó Social Credit stefnan biði
ósigur í bili, eiga þeir engu að
síður heiður skilið sem stóðu
við sannfæring sína þrátt fyrir
áróður og hótanir, og þeim mun
verða að trú sinni; að góður
málstaður sigri að lokum.
Þó þessi stefna sé nú sem
stendur rægð og ofsótt af auð-
valdi og embættislýð, ætti það
ekki að villa almenningi sýn;
þær stéttir hafa altaf staðið
öndverðar gegn öllum þeim
hreyfingum sem miða til hags-
bóta fyrir almenning.
Eg mun í framtíðinni eins og
að undanförnu gera mitt ítrasta
Benjamín S. Guðmundsson
bóndi við Árborg, Man., andað-
ist að heimili sínu þann 7. apríl,
eftir miklar þjáningar af inn-
vortis sjúkdómi. Hann var
fæddur að Ægisíðu í Húna-
vatnssýslu, 22. sept. 1879. For-
eldrar hans voru Pétur Stefán
Guðmundsson og Guðrún
Benjamínsdóttir. Fluttist hann
ásamt þeim vestur um haf árið
1883, settust þau að í N. Dak.,
og bjuggu þar unz þau fluttu til
Nýja-lslandi 1901; var Stefán
meðal fyrstu landnema, er hinn
allra fyrsti er bygði þar sem
Árborg nú stendur; nefndi hann
heimili sitt “Árdal”, og hlaut
bygðin öll hið sama nafn. Varð
Stefán einn af þeim er framar-
lega stóðu í frumbyggja hópi,
og ásamt sinni ágætu konu
mjög tengdur Sögu bygðarinn-
ar, í ýmsri framkvæmd, en þó
einkum og sér í lagi í kirkju og
safnaðarmálum. Benjamín ólst
upp hjá foreldrum sínum en
tók land í grend við Árborg, á
bökkum íslendingafljóts árið
1905. Þann 7. maí, það ár gift-
ist hann Júlíönu Þorsteinsdótt-
ir frá Ingólfsvík í Mikley. Þau
eignuðust tiu börn, tvö dóu í
æsku, en á lífi eru:
Stefanía Guðrún, gift Victor
Ágúst Borgfjörð, búandi í
Framnesbygð.
Thorsteinn Valdimar, giftur
Merle Sandro, Bissett, Man.
Magnús,
Benjamín Franklyn,
Hermanía Ágústa,
Guðrún Elizabeth, gift F.
Finnbogasyni, í Geysisbygð.
Kristjónína Helga, og Guð-
björg Lilja. Þau barnanna sem
ógift eru, eru enn heima.
Auk konu og barna syrgja
Benjamín öldruð móðir, mörg
systkini, og fjölment frændalið
nágrannar og vinir.
Benjamín varð ungur land-
námsmaður, fyrst sem hjálp-
andi föðurs síns, en siðar í eigin
þágu. Full 35 ár bjó hann að
landnámi sínu, studdur af á-
gætri eiginkonu, varð heimilið
þungt og umfangsmikið, hugur
hjónanna til framsóknar á*
kveðinn og einbeittur; hlífðu
þau sér hvergi í lífsbaráttunni,
en mættu skyldum dagsins ó-
hikandi og með djörfum huga.
Nutu þau aðstoðar barna sinna,
er stundir liðu.
Mér virtist Benjamín, þessi
stilti og karmannlegi maður,
myndi með þreyttari mönnum
umhverfisins, fyrir mann á
hans aldri að vera; aðkallandi
annir bóndans, ábyrgð hans og
framsókn, framþróun búskap-
arins, nýar tilraunir og breyttir
starfshættir voru því valdandi,
því um sumt snertandi korn-
rækt, var hann brautryðjandi.
Alt þetta er áhugamanninum
ærið þreytu tilefni, og móðir-
jörð oft svipul í lund og lætur
þá er hana yrkja og rækta, tið-
um verða fyrir þungum von-
brigðum.
Benjamín var hagvirkur
maður, er vann fyrir sér og
sínum með eigin höndum, en
nærðist aldrei á annara sveita.
Naut hann æfilangt hjálpar og
aðstoðar ágætrar eiginkonu.
Þau veittu öðrum af glöðum
hug, húsið í þjóðbraut, og stóðu
opnar dyr gestrisnu og góðvild-
ar þeim er um veginn fóru.
Hann var þátttakandi í hinu
stóra æfintýri; framsókn vaxt-
ar og viðgangs nýrrar bygðar
og þar sem hann leggur niður
störf taka aðrir við; en hann
vann vel og dyggilega meðan
dagur entist. Þjáningum við
lok æfdagsins tók Benjamín
með stillingu og karlmennlegri
rósemi, sem öllum önnum æfi-
dagsins; og nú er stríðinu lok-
ið, en söknuður og þakklæti
sveipa minningu hans.
Hann var kvaddur hinstu
kveðju laugardaginn fyrir
páska, þann 12. apríl; fór at-
höfnin fram frá heimili hins
látna og kirkju Árdalssafnaðar,
að viðstöddu margmenni, þrátt
fyrir nærri ófærar brautir. Sig-
urgleði, samfara söknuði, ein-
kendi kveðjustundina. Sá er
línur þessar ritar, flutti kveðju-
orð. Sigurður ólafsson
DÁN ARFREGN
Friðfinnur Kristjánsson
Austdal andaðist þann 19. apríl,
að heimili dóttur sinnar, Mrs.
Emmu Poulter, í Selkirk, Man.
Hann var fæddur 14. maí 1862,
að Höfða á Höfðaströnd í
Skagafjarðarsýslu. Faðir hans,
Kristján að nafni, druknaði er
sveinninn var 5 ára að aldri; fór
hann þá til afa síns, Guðmund-
ar í Ábæ Austurdal, í Skaga-
fjarðarsýslu, en Kristín móðir
Friðfinns, var dóttir Guðmund-
ar bónda í Ábæ. Hjá afa sín-
um ólst hann upp, og dvaldi hjá honum til fullorðins ára. 1 Ábæ giftist Friðfinnu Elízabetu Jónsdóttir, var hún systur- dóttir séra Arnljóts Ólafssonar á Sauðanesi. Friðfnnur og Elízabet fluttu vestur um haf 1902, og settust að í Selkirk, stundaði hann þar lengst af smíðar. Konu sína misti hann fyrir 3 árum síðan. Börn þeirra eru: Kristjana, Mrs. Fuller, Port- land, Oregon. Emma, Mrs. Poulter, Selkirk. Jóhann Pétur í Quebec. Hinn látni var sannur Islend- ingur, tlyggur, vinfastur og sjálfstæður. Hafði heimili þeirra hjóna verið aðlaðandi. Hann naut í elli ágætrar um- önnunar hjá Mrs. Poulter, dótt- ur sinni, og á heimili hennar dó hann, sem fyr er um getið. Viku áður en hún dó, misti hún eiginmann sinn, eftir stutta en þunga legu. , Útför Friðfinns fór fram frá lútersku kirkjunni 21. apríl að mörgu fólki viðstöddu. Gleðilegt eilíft sumar, þreytti langferðamaður! Sigurður Ólafsson Vísindin hafa jafnan and- mælt þeirri hugmynd, að tunglsskinið geti gert fólk sinn- isveikt og mat óætan. En fyrir nokkrum árum var það sannað, að fiskur, sem veiddur var í ánni Níl í Afríku og látinn liggja í tunglsljósi yfir nóttina var orðinn skemdur næsta morgun. ATKVÆÐIN í ST. GEORGE í nýafstöðnum fylkiskosn- ingum skiftust atkvæði á hverj- um kjörstað (að 3 undanskild- um) í St. George-kjördæmi sem hér segir á meðal þing- mannaefnanna. Kosningu hlaut Skúli Sigfússon, er lengi hafði verið fulltrúi kjördæmisins, en tapaði 1936 fyrir Salome Hall- dórsson með 152 atkvæðum. — Meirihluti Sigfússonar nú er 552 atkvæði, eftir þessari óend- urskoðuðu skýrslu að dæma: Sigfús- Hall- son dorson 2— St. Laurent .... 235 130 3— Oak Point 113 90 5— Clarkleigh . .. 113 12 6— Lundar 320 110 8— Deer Horn 88 34 9— Lily Bay 70 13 10— Macross 27 15 11— Eriksdale Í01 78 12— Eastland 27 16 13— Mulvihill 35 75 14— Oatfield 20 32 15— Camper 12 21 16— Ashern 15 23 17— Camper hall —. 31 56 18— Zant 29 11 19— Silver Bay 21 19 20— Darwin 11 44 21— Reykjavík 5 16 22— Wapah 10 4 23— Vogar 99 31 1382 830
BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld
— *
- NAFNSPJÖLD -
Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstoíusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Sr aS flnnl & skrlfatofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmill: 46 Allow&y Ave. Talrími: 33 ÍÍS Thorvaldson & Eggertson Lögfrœðíngar 300 Nanton Bldg. Talsimi 87 034
Omci Phohi Su. Phoni 87 288 72 408 Dr. L. A. Sigurdson 108 MEDIOAL ART8 BUILDINO Omci Hotjks : 12-1 4 P.M. - 6 P.M. &ND BT APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur útl meSðl i vlðlögum ViStalstfmar kl. 2—4 •. h. 7—8 at> kveldinu Simi 80 857 643 Toronto St.
Dr. S. J. Johannesðon 806 BROADWAT T&laimi 30 877 VlOt&lstiml kl. S—C e. h. * A. S. BARDAL selur likkiatur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður a& besti. — Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvarða og legsteina. 843 8HERBROOKE 8T. Phone: 80 007 WINNIPEO
J. J. Swanson & Co. Ltd. RKALTORS Rental, Insurance and Financial Aoents Sími: 26821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Phone 27 989 S'reah Cut Flowers Dally Planta in Season We specialize in Wedding A Concert Bouqueta & Funeral Deslgns Icelandlc spoken
H. BJARNASON —TRANSFER— Baogooe and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bœinn. MARGARET DALMAN TEACHBR OE PIANO 004 BANNINQ ST. Phone: 26 420
DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88 124 Res. 27 702 512 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, ej-rna, nefs og kverka sjúkdóma Dr. J. T. CRUISE, 313 Medical Arts Bldg., lítur eftir öllum sjúkling- um minum og reikningum í fjar- veru minni.
THE WATCH SHOP Thorlakson & Baldwin Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 Grenfell Blvd. Phone 62 200