Heimskringla - 20.01.1943, Blaðsíða 3

Heimskringla - 20.01.1943, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 20. JAN. 1943 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA ar er tók málinu vel, og ábreið-! an send af stað daginn eftir. i Eins glöð eins og hún varð Þessum óvænta heiðri, var ekki laust við að Metta fyndi til skilnaðar sársauka þegar hinn stóri pakki var borin út; og hún var fálát fyrst á eftir. “Þú saknar nú ábreiðunnar Metta mín,” sagði húsfreyja vingjarnlega. “Hún var tekin frá mér svo snögglega,” svaraði Metta, “mér fanst eg ekki hafa haft næði til að skoða hana al- mennilega sjálf.” Engin mælti orð, en nokkrum dögum seinna spurði húsbóndinn hana hve snemma hún gæti farið á fæt- ur. “Hversvegna spyrðu að bvi?” sagði Metta. “Ó, vegna þess, að ef þú get- ur verið tilbúin klukkan fjögur j fyrramálið, ætlar einn ná- granninn að keyra þig á sýn- ingiuna,” mælti bróðir hennar. “Hann ætlar sér þangað, og bauðst til að keyra þig líka heim aftur um kvöldið.” Það var eins og henni hefði verið boðin keyrsla til Para- disar. “Er þér virkilega al- vara?” hrópaði hún og fölnaði af geðshræringu. Bróðir henn- ar hló dátítið óeðlilega. Nú í fyrstu sá hann hve tilbreyting- arlitla og gleðisnauða æfi, Þessi aldraða systir hans hafði í raun og veru átt. “Ó, það er svo sem ekkert sérstakt við að koma á syninguna,” sagði hann “en taktu þíg nú til.” Mettu frænku kom ekki dúr á auga alla nóttina. Hún titr- aði af eftirvæntingu. Að hugsa sér að hún, sem aldrei hafði ferðast lengra en sex mílur að heiman, ætlaði nú að keyra 30 mílur í einu. Að hún, sem aldrei á æfi sinni hafði komið neitt, nema á einstöku sam- komu í litlu sóknar-kirkjunni, átti nú að fá að sjá stóra iðn- aðarsýningu! Það var eins og ferðalag kring um hnöttin! Nú hafði hún loksins kvatt alt heimilisfólkið og var komin af stað. Allir höfðu kallað á eftir henni. Ekki átti hún að missa af gripasýningunni, ekki af hannyrðunum, ekki af nið- ursoðna matnum, ekki af veð- reiðunum. En hún var í nokk- urs konar leiðslu og vissi varla hvað við hana var sagt. Þegar hún kom heim aftur um kvöldið var hún svo þreytt og fölleit að bróðir hennac varð að hjálpa henni inn; en á andliti hennar skein bros sannrar gleði. Nú þyrptust all- ir að með spurningar, en hús- freyja tók á móti henni og lét hana hvíla sig -dálítið og borða. Síðan setti hún hana i mjúkan stól. “Jæja, Métta mín,” mælti húsfreyja loksins, “segðu okk- ur nú hvernig alt gekk.” Metta frænka andvarpaði. “Það var svo fullkomið og in- dælt, eiginlega miklu fallegra þegar maður sá það svona alt í einu.” “Hvað var svona fallegt?” spurði Hildur. “Nú, munstrið,” svaraði Metta. “Og þeir höfðu hengt hana sér í stóran glerskáp, og sprett upp einu horninu svo að fíni frágangurinn á ranghverf- unni gæti sést.” “Hengt hvað?” spurði Hild- Ur. “Nú ábreiðuna auðvitað,” sagði Metta. “Og það voru uiargar fleiri til sýnis, en ölJum kom saman um að mín væri iang fallegust.” “Hvernig leist þér á grip- ina?” spurði bróðir hennar. “Eg sá ekki gripina,” svar- fiði systir hans feimnislega. “En litlu afklippurnar af rauðu fneyjunni þinni Maria, komu svo fallega út,” sagði hún við eina frænku sina. “Ein konan sagðist næstum geta fundið ilmin af silkirósunum.” “Var nokkuð af hestunum héðan í veðreiðunum?” spurði nú einn drengurinn. “Eg sá ekki veðreiðarnar.” “En hvernig var maturinn?’ spurði Hildur. “Eg sá ekki matinn,” svarað. Metta rólega. “Eg fór nefnilege beint þangað sem ábreiðan var og svo gat eg ekki fengið mig til að skilja við hana. Mig langaði svo til að sjá hana reglulega vel; og bera hana saman við hinar ábreiðurnar. Svo fór fólkið að þyrpast inn. Það var svo gaman að heyra |aðdáun þeirra. Og alt í einu kom forstöðumaður sýningar- innar inn, opnaði glerhurðina, og nældi "fyrstu verðlaun" al- veg á miðja ábreiðuna.” Frændfólkið hrópaði upp yfir sig af gleði, og allir þutu að íhenni með lukkuóskir, en Hild- ur hélt áfram að spyrja: “Sástu þá ekkert annað?” “Nei,” svhraði Metta gamla, “bara ábreiðuna, þvi nokkuð annað?” Og nú sá hún aftur í anda þessa undursamlegu hugsjón sem myndast hafði í hennar eigin brjósti, og sem orðið hafði að veruleik í hennar eig- in höndum, skreytta æðstu verðlaunum. Og ennþá ómaði almannalofið í eyrum hennar. Hana langaði svo til að gera þessa draumsjón skiljanlega fyrir frændfólkinu. En orðin voru ekki til. Auðivitað voru mörg fögiur orðatiltæki í sálma- bókinni en fyrst og fremst gengi það nú næst guðlasti að taka til þeirra í þessu sam- bandi, og svo voru þau heldur ekki nægilega kröftug. Að okum sagði hún bara: “Eg á engin orð yfir það, en eg get ^fullvissað ykkur um eitt, rúm- ábreiðan tók sig reglulega vel út!” Hún sat það sem eftir var jkvöldsins og horfði dreymandi i eldslogann. Á hinu gamla jþreytta andliti ljómaði ánægju- .hros listamannsins, sem eftir æfilangan draum hefir náð full- komnun. Soffía Wathne íslenzkaði NIMITZ OG GHORMLEY Mennirnir, sem stjórnuðu árás- unum á Salomonseyjar. BJÖRGUNARBATAR ER BJARGAÐ HAFA MÖRGUM FLUGMÖNNUM Hér er sýnt hvar verið er að smíða björgunarbáta er notaðir eru í sambandi við loftherinn. Þeir hafa bjargað mörgum flugmönnum frá druknun er þeir hafa verið neyddir til að stinga sér í sjó niður í viðureign sinni við óvinina. an munn, sem hann opnar sjaldan til annars en að tala um málefni flotans. Hann var þó vinsæll gestur í ýmsum samkvæmum stjórnmála- manna og foringja í Washing- ton fyrir stríðið. En klæðskerar hans hafa altaf lent í mestu vandræðum með hann, þvi að honum geng- ur illa að láta sér lynda hina þröngu, hvitu flotaeinkennis- Pearl Harbor árásarinnar og árangi frá þeirri höfn, sem er aðalbækistöð Bandaríkjaflot- ans i Kyrrahafi, er Nimitz, sem gengur undir gælunafninu “Bómullarhausinn” i flotanum, af þvi að hár hans er svo hvítt. Hann nýtur virðingar allra manna sinna, þótt hann hafi orð á sér fyrir að vera mjög strangur. Honum hrjóta sjald- an gamanyrði af vörum, og búninga, sem eru á hverju strái það er með erfiðismunum, ef Það voru synir tveggja smá- borga, sem veittu forystu árás- inni á Salomonseyjar, sem vel getur markað tímamót í strið- inu á Kyrrahafi. Chester William Nimitz fæddist i miðju Texas-fylki, i Frederickberg, sem enn í dag hefir ekki fleiri íbúa en 2500. Næstur honum að völdum var Robert Lee Ghormley, fæddur í Idaho. Enn er Ghormley kendur við Moskvu í Idaho, þótt hann hafi ekki árum saman komið i þessa litlu borg, sem liggur rétt við landamæri Canada, og í búa um 500 manns. . Báðir hafa orð á sér fyrir að vera fáorðir, Nimitz af því að honum er illa við málæði, Ghormley af því að hann telur, að fá orð hafi minsta ábyrgð. “Einmitt með málæði berast leyndarmálin út, eins og þið vitið,” sagði hann við blaða- menn. Báðir eru athafnamenn mikl- ir og vanir sjóvolki. • Ghormley er tveimur árum eldri en yfirmaður hans, fædd^ ist 1883. Hann var í átján ár á tundurspillum, beitiskipum og orustuskipum. Hann var flagg-lautinant hershöfðingjans í Nicaragua- viðureigninni 1912 og vann sér heiðursmerki i heimsstyrjöld- inni síðustu fyrir vasklega framgöngu við flutning Ame- rikuhers til Frakklands. Hann er útitekinn i andliti, hefir blá, djarfleg augu og stór- vestanhafs. Hann vill hafa þá víða og skeytir þvi engu, þótt þeir fari illa og verði pokalegir. Hann var einn af þeim fyrstu sem Nimitz benti Roosevelt á, þegar hann var sendur í skyndi til Pearl Harbor eftir árásina 7. des. En fáum mánuðum áður hafði Ghormley fengið Stark flotaforingja í hendur embætti sitt sem flotaeftirlitsmaður í London. Og það var ekki fyr en í maí sem hann kom til Nýja Sjá- lands til þess að koma upp aðalstöðvum sínum og var þá yfirmaður sjó-, loft- og land- hers í' Suður-Kyrrahafi. En MacArthur hershöfðingi hafði aðalbækistöðvar sínar í Ást- ralíu og hafði yfirráð í Suð- vestur-Kyrrahafi. • Roosevelt vék sér altaf und- an því, að gera grein fyrir verkaskiftingu þessara tveggja manna, þegar blaðámenn spurðu hann um hana. Það er auðskilið. Þessir tveir menn vinna nú saman að öllum meiri háttar aðgerðum gegn Japönum, enda þótt það hafi verið hernaðarleyndarmál fram að þessu. Alt frá því að Ghormley steig fæti á land í Nýja Sjá- landi, hefir hann unnið að því að gera áætlanir til þess að ráðast á Japana. Hann er nauðakunnugur þessum höfum, þvi að í fyrri herþjónustu sinni var hann langan tíma við að gera herstjórnaráætlanir á Kyrrahafi. Satt er það, að nú er veiga- miklu atriði kipt burtu úr þeim áætlunum hans, því að hann gerði mikið úr þýðingu Singa- pore fyrir bandamenn. En ætla má, að margra ára starf hans við flotaæfingar og formensku hernaðar áætlanaóeildarinnar hafi kent honum fleiri ráð, og nú mun hann fara eftir þeim. • Maðurinn, sem lagði blessun sína á fyrirætlanir Ghormleys og bíður nú eftir eftirköstum sér og námi sínu eins og flestir smáborgarasynir. Hann ók slátraravagni og keypti sér stærðfræðibækur fyrir kaupið, og þær varð hann að fá til að geta stundað sjóliðsforingja- námið. • Það kom fljótt í ljós, að hann var hæfileikamaður. — Hann varð fullnuma kafbátsmaður, enda þótt hann þjáðist mjög af sjóveiki fyrstu árin. Nimitz er nú einn þeirra fáu flotaforingja í ameríska flot- anum, sem fljúga. — Fyrir skömmu siðan flaug hann frá Honolulu til að vera á ráð- stefnu, og slapp nauðuglega lifs af, því að flugvél hans brotnaði í lendingu. Hann hlaut nokkur meiðsli, en skömmu síðar var hann kominn á sinn stað og hélt fram sínu máli, sagðist þurfa að fá fleiri fulgvélaskip. Nimitz kann vel að meta vel unnin verk og klappar mönn- um sínum á öxlina þegar þeir vinna vel. Lengsta ræðan, sem hann hefir haldið var eftir Midway-orustuna, sem hann undirbjó. Þá fengu allir hrós- yrði. Rétt er að geta þess, að þeg- ar hann talaði við blaðamann í júni, og tók á móti þeim í kafbát, spurðu þeir hann hverju hann spáði um Kyrra- hafsorustuna og úrslit hennar. Hann svaraði með aðeins einu orði: “Hoomanawanui”. Það er Hawai-mál og þýðir: “Látið timann skera úr því.” —Alþbl. PANTIÐ GARÐSÆÐIÐ SNEMMA ALVARLEGUR SKORTUR ER Á ÝMSUM TEGUNDUM GERFI KAFFI FYRIR U PUNDIÐ Stór Magdeburg sikkúra Ágœt salad planta og ein hin bezta sem fund- ist hefir til notkunar í kaffi stað. Hin stóra rót, brend og möluð gerir bragðgóðan og sað- saman drykk sem kaffi væri. Ræktaðu þetta gerfikaffi; með því hef- irðu góðan drykk og sparar þér peninga. — Fullar upplýsingar v e i 11 a r áhrærandi brenslu og tilbúning drykksins. — Pk. 15?, póstgjald 3?, únza 80? „ * póstgjald greitt. FHI—Vor stora utsœðisbók fyrir 1943 Betri en nokkru sinni fyr. DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario DÁNARFREGN það kemur fyrir. Eina spaugið, sem eftir hon um er haft, er skýring á þvi, hvers vegna orustuskip eru kvenkend á ensku. “Það er af því, hve þau eru frek á máln- ingu og púður,” segir Nimitz. Hann talar altaf með sila- keppshætti Texasbúa. Hann hefir haldið sér við á stöðug- um tennis-iðkunum. Hann vildi þegar í æsku verða hermaður. Svo fékk hann mjög skyndilega aðgang að flotaforingjaskólanum og þessvegna er hann nú orðinn hershöfðingi. Hann lauk þessu námi og fór að því loknu til Annapolis, og þar með gerðist hann sjómað- ur eins og forfeður hans höfðu verið, þótt það hafi lagst niður um eina kynslóð. Afi hans, sem hafði fóstrað hann ungan, varð því mjög ánægður með þetta. Nimitz varð að vinna fyrir Magnús Jóhannson Borgford, fyrrum bóndi við Elfros, Sask., andaðist á heimili sínu á Gimli þ. 13. des. s. 1. eftir langvarandi vanheilsu. Hann var 71 árs gamall, fæddur að Heiðnesi i Borgarfjarðarsýslu 16. apríl 1871. Faðir hans var Jóhann Jóhannson frá Hörgárdal í Dalasýslu, en móðir hans Mál- fríður Jónsdóttir var frá Leir- árgörðum. Frá íslandi komu þau árið 1875 og dvöldu sex ár að Huldu- árhvammi í Árnesbygðinni i Nýja íslandi, en fluttu siðan til Winnipeg. Þar giftist Magnús 23. okt. 1890, og gekk að eiga Maríu Oddnýju Ingibjörgu Thomsen; hún er systir þeirra Lawrenz Thomsen í Winnipeg og Christjönu O. L. Chiswell frá Gimli. Eftir 15 ára sambúð í Winnipeg fluttu þau Magnús og María til Elfros-bygðar í Saskatchewan, og voru með frumbyggjum þess landnáms. Árið 1937 hættu þau við iand- búnað og fluttu til Gimli til þess að lifa þar sólsetursár æf- mnar. FLmm börn þeirra lifa föður sinn, og eru þau: Mrs. María Finnbogason, Mrs. Car- lotta Jensen og Friðrik Borg- ford, sem búa í Elfros; Mrs. Olive Eyjólfson, Leslie, Sask.; og Octavía, ógift, til heimilis hjá móður sinni á Gimli. Fóst- ursystir Magnúsar er Mrs. Anna Lárusdáttir Kristjánsson í Elfros. Magnús J. Borgford var dug- andi og áhugasamur starfs- maður, og góðum hæfileikurrf gæddur. Hann var einn af stofnendum stúkunnar Skuld, I.O.G.T. í Winnipeg. 1 safnað- arstarfi var hann leiðtogi, eins og einnig í ýmsum velferða- imálum bygðar sinnar. Síðustu árin var hann skrifari Gimli lúterska safnaðar, og sinti þvi starfi með mestu trúmensku þrátt fyrir lamandi áhrif sjúk- dómsþjáninga. Jarðarför Mag- núsar sál. fór fram þ. 15. des. s. 1. frá heimilinu. Séra Bjarni A. Bjarnason flutti kveðjumál. B. A. B. Bœkur til sölu á Heimskriuglu Endurminningar, 1. og n. hefti, alls 608 blaðsíður, eftir Friðrik Guðmundsson. Verð upphaflega $2.50, báðar bæk- urnar; nú $1.00. Hetjusögur Norðurlanda, um 200 blaðsíður að stærð, eftir Jacob A. Riis. Islenzkað hefir Dr. Rögnvaldur Pétursson. — Verö 35c. Farþegi (við vagnstjórann, þegar lestin hafði staðnæmst á smástöð): — Haldið þér, að mér sé óhætt að fara út og fá mér snaps? Vagnstjórinn: Já, herra. Farþeginn: Hvernig getið þér yitað, að lestin leggi ekki á stað á meðan? Vagnstjórinn: Eg ætla að koma með yður. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU ENN ER VERIÐ AÐ HREINSA TIL I COLOGNE Mynd þessi var tekin nálega fjórum mánuðum eftir ásókn þá, er brezka flugliðið gerði á Köln, með 1,000 sprengjuflugvélum á einum degi og í einum hvelli. Á myndinni sjást flutningsbátar er eru að sækja farm af alskonar rusli að hafnarkvíum hinnar frægu þýzku borgar, er hrunið hafði úr hafnargörðum og byggingum við sprengingar Breta.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.