Heimskringla - 20.01.1943, Blaðsíða 4
4. SíÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 20. JAN. 1943
Heimskrmgla
(StofnuO 1SS6)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
»53 og «55 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimi: 86 537
Ver5 blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist
fyrirfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskiíta bréf blaðinu aðlútandl sendist:
Manager J. B. SKAPTASON
85» Sargent Ave., Winnipeg
Rltstjóri STBFAN EINARSSON
Uitanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
»53 Sargent Ave., Winnipeg
"Heimskringla” is publisbed
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
«53-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 20. JAN. 1943
NÝTT TfMABIL í SÖGU
CANADA
Er hinn mikli heriðnaður í Canada, að
skapa nýtt tímabil í sögu landsins? Sið-
ustu skýrslur Ottawa-stjórnarinnar,
bera ekki einungis vott um hinn mikla
vöxt í iðnaði striðsáranna, heldur gefa
jafnframt í skyn, að iðnaðurinn sé var-
anlegur og muni að stríðinu loknu skapa
hér þá framfara og iðnaðaröld, er fáa
mun hafa dreymt fyrir.
Níutíu af hundraði af öllum þeim verk-
smiðjum, sem komið hefir verið á fót á
striðsárunum, og beinlínis í þágu hern-
aðarins, á að vera hægt að breyta sam-
stundis að stríðinu loknu í iðnaðarstofn-
anir til framleiðslu á friðartímuip, að
sögn C. D. Howe, ráðherra vopnasmíð-
innar.
Það lýsir að vísu mikilli fyrirhyggju,
að gera verksmiðjurnar þannig, að koma
megi fyrirhafnarlitið að fullum notum
eftir stríðið. En sú spurning mun samt
vakna í hugum flestra, hvort hægt sé að
finna markað fyrir alla þá framleiðslu á
friðartímum. Hagur landsins í framtíð-
inni veltur á því, hvernig leyst er úr
þeirri ráðgátu.
Til þess að gera sér grein fyrir svarinu
við spurningunni, er fyrst nauðsynlegt,
að kynna sér framleiðslu landsins nú.
Og hún er í stuttu máli þessi:
Canada, eða stjórn landsins, hefir nú
varið $1,000,000,000 til að koma upp
verksmiðjum á striðsárunum. Allar verk-
smiðjurnar hafa framleitt á ári hernað-
arvöru, er nemur $2,500,000,000. En
þessi framleiðsla mun á árinu 1943 nema
$3,000,000,000.
Þetta hefir auðvitað aukið tekjur
landsmanna. Um það eru þó engar töl-
ur fáanlegar, en þeir, sem mest far hafa
gert sér um að komast að þessu, áætla,
að tekjur landsmanna hafi á árinu 1942
numið $8,000,000,000. Fyrir ári síðan,
hefði enginn getað trúað þessu, eða spáð
fyrir um það. Á árinu 1938, voru allar
tekjur landsmanna $4,155,000,000. Á
þeim tíma var ekki verksmiðju fram-
leiðsla Canada eins mikil og framleiðsla
hernaðarins ein nú er.
Þessi bylting iðnaðarns í Canada síðan
stríðið hófst, hefir þó ekki af tali manna
að dæma vakið mikla eftirtekt. Nú verð-
ur því ekki neitað, að hún á sér samt
stað. Tölurnar í skýrslum stjórnarinnar
sanna það. Iðnaðarkerfið og alt hags-
munafyrirkomulag landsins hefir tekið
svo miklum breytingum, að við bylt-
ingu má fyllilega llkja.
Síðasta hálft fjórða ár, má þvi nú líta
á, sem þau tímabil önnur í sögunni, er
athafnamest hafa verið, og sem stuðlað
haía að því í stórum stíl að gera Canada
að því landi, sem það nú er. Má þar
fyrst nefna innflutningstímabil United
Empire Loyaiistanna frá Bandaríkjun-
um, er grundvöll lögðu að þjóðlífi þessa
lands í Ontario-fylki. Eftir gagnskifta-
samninginn við Bandaríkin 1854, rann
hér upp mikið framfaratímabil, með
byrjun undirstöðuiðnaðar og hráefna-
framleiðslu-. I byrjun þessarar aldar, er
vesturlandið var til ræktunar tekið
hafði það mikla hagsmunalega breyt-
ingu í för með sér á þjóðlíf landsins.
Með stríðinu 1914 skapast hér fyrst iðn-
aðarframleiðsa í verulega stórum stil.
En iðnaðarbreytingarnar, sem hér hafa
orðið síðan 1939, eru svo miklu meiri og
stórkostlegri, en breytingamar á nefnd-
um þroska- eða vaxtartímabilum cana-
disks þjóðlífs, að þau mega hverfandi
heita, í samanburði við þetta siðasta
tímabil breytinga og byltinga á efnalega
vísu þjóðarinnar.
En jafnframt þessari miklu breytingu
stríðsáranna, hefir viðfangsefnunum
fjölgað og viðhorf mörg breyst. Hin
nýja stefnuskrá Progressive Conserva-
tvie flokksins ber með sér, að Canada-
menn skilja í nýju ljósi þörfina á erlend-
um viðskiftum, en í henni er aðhylst um-
svifalaust stefna Atlantshafssamnings
þeirra Churchills og Roosevelts, sem
fylgja hlýtur mikill vöruinnflutningur
til Canada eigi síður en útflutningur, en
sem báðir stærri stjórnmálaflokkar Can-
ada sýnast oft hafa lagt hömlur á með
tollum. Það dylst heldur ekki, að hið
mikla framleiðsla stríðsáranna var ekki
gerð fyrir innlendan markað. Vopnin
sem smíðuð hafa verið, hráefni og mat-
vara, hefir alt streymt út úr landinu.
Hún hefr ekki stuðst við neyzluna
heima fyrir. Ef verksmiðjurnar eiga því
á friðartímunum að geta haldið áfram,
verður að finna markað fyrir vöruna
erlendis.
Þetta verður einn af fyrstu og alvar-
legustu erfðleikum þeirrar stjórnar, er
með völd fer að stríðinu loknu að finna
þennan markað. Til þess að ná í er-
lendan markað, verður Canada að kaupa
kynstrin öll af öðrum þjóðum. Og þeim
vöru-innflutingi getur fylgt samkepni,
sem erfitt verður fyrir nýju verksmiðj-
urnar að keppa við og jafnvel hinar eldri
einnig.
Það er auðvelt nú að tala um tolllækk-
un og frjálsa verzlun, verksmiðjuiðnað
og framleiðslumagn. En það er fyrst, er
farið er að leita hins nýja erlenda mark-
aðar fyrir Canada, sem vandinn vex. Á
þessu ríður þó öllu fremur og á þvi velt-
ur hagsmunalega afkoma Canada í
framtíðinni og starf hins nýja iðnaðar.
Það verður vandalaust, að finna þær
þjóðir eftir stríðið, sem not hafa fyrir
þær vörur, að minsta kosti matvöru,
sem Canada hefir til útflutnings. Hitt
verður erfiðara að finna þá vöru hjá
þeim, sem Canada þarfnast. Viðskifti
yfirleitt, eru ekki orðin það einföld að
slíkt láti sig auðveldlega gera. Þetta
ber með sér þörfina á skipulagningu á
alheimsverzlun orðið. Með henni einni,
er ekki óhugsanlegt, að stóriðnaðar-
skeiðið, sem stríðsárin hafa skapað í
Canada, eigi sér aldur, en án þess varla.
Um þetta mál er komin tími til að
hugsa. En reyni þingið í Ottawa, sem
bráðum kemur saman, ekki til að svara
spurningunni um hvar markaðurinn
muni vera, er hætt við að verksmiðjurn-
ar hafi ekki lengi mikið að gera, hvað
auðvelt sem vera kann að breyta þeim
“eftir þörfum tímans”, eins og vopna-
ráðherrann talar um.
THE AMERICAN-SCANDINAV-
IAN REVIEW
Heimskringlu hefir nýlega borist des.
hefti 1942, ofan nefnds rits. Er það hið
bezta úr garði gert eins og venjulega og
hefir mikinn fróðleik að færa yfir fjórð-
ung nýliðins árs frá Norðurlöndum. Og
ekki.er Island sett þar hjá. Ritið byrj-
ar með kvæðinu “Friður á jörðu” eftir
Guðmund Guðmundsson í enskri þýð-
ingu eftir frú Jakobínu Johnson. Er
kvæðið birt á fimtu síðu þessa blaðs.
Um Svein Björnsson ríkisstjóra Islands
er grein í ritinu, eftir dr. Richard Beck;
fylgir henni mynd af ríkisstjóranum;
gerir höfundur grein fyrir helztu æfiat-
riðum Sveins Björnssonar og starfi. Enn-
fremur er grein um Island, skrifuð af
Harold Butcher, er nefnd er “In Iceland
Today” og er höfundurinn Englendingur
er ferðast hefir um Noreg og Island.
Grein þessari, sem er all-löng og fjallar
talsvert um dvöl bandaríska hersins
heima, hernámið og ýms íslenzk mál,
fylgja myndir af landgöngu hersins, her-
búðum hans og skemtiför einni. Greinin
er skrifuð af þekkingu og vinsemd í
garð Islendinga. Þá er grein um helztu
fréttir á síðari helmingi ársins 1942,
bæði póltískar og um viðskiftin. Eru
þær lesendum íslenzkra vikublaða hér
kunnar, en þeim ekki, er ensku lesa ein-
göngu. Og síðast er grein gerð fyrir
hópi íslenzkra stúdenta, sem nú eru við
nám hér vestra og eru að minsta kosti
60 alls orðnir. Hefir ritið sagt frá þeim
jafnóðum og þeir hafa hingað komið;
getur hér því aðeins hinna síðustu og
hafa nöfn þeirra birst í íslenzku viku-
blöðunum.
Ritið kemur út á hverjum ársfjórðungi
og kostar 50í hvert hefti, eða $2.00 ár-
gangurinn. Auk þess sem það birtir oft
um Island, er þar mikið af góðum grein-
um og fréttum frá Norðurlöndum, sem
hverjum Islendingi mun þykja skemti-
legt að heyra.
STRÍÐSGRÓÐI
Eftir Grant Dexter
Canada bankinn hefir gefið út hið
fyrsta ábyggilega yfirlit yfir þann hagn-
að, sem starfsfélög landsins hafa haft
af atvinnurekstri sínum, á stríðstíman-
um. Það má finna í þjóðhagfræðis-
ágripinu fyrir október-nóvember.
Yfirlit þetta er eins og athygliverður
eftirmáli við kosningasöguna i Norður-
Mið-Winnipeg; vegna þess, að ýms atriði
þess má nota sem prófsteina á yfirlýs-
ingu C.C.F.-flokksins um stríðsgróðann.
Hin fyrsta staðreynd sem í ljós kemur
er það, að árið 1941 mun verða hluthöf-
um starfsfélaganna arðríkast allra
stríðsáranna. Bráðabirgða-skýrslur, er
gerðar hafa verið, yfir árið 1942, sýna
að gróði starfsfélaganna, að öllum skött-
um greiddum, muni verða minni en árið
1941. Til þess liggja tvær rætur. önnur
þeirra er það, að framleiðslukostnaður-
inn hefir aukist. Þegar nýjar greinar
hergagna-iðnaðar spruttu upp og tóku
til starfa, fóru aðra iðnaðargreinar að
kenna skorts á hráefnum. Framleiðsla
þeirra rýrnaði; og af þvi leiddi verð-
hækkun hins framleidda varnings. —
Verkalaun hafa hækkað, vegna þess,
að kröfurnar, um vel hæfa verkamenn,
hafa gerst strangari. Hin önnur ástæða
er það, að með síðustu fjárlögum voru
skattar hækkaðir mjög á iðnfélögunum.
Þessi hækkun, sem gekk í gildi í síðast-
liðnum júlímánuði og nær yfir síðari
helming ársins, gerir félögunum ómögu-
legt, að draga sér eins mikinn hluta af
arðinum, eins og á árinu 1941.
Yfirlit þetta sýnir í tölum, hvem á-
góða 484 af þessum félögum landsins,
sem hvert hafa meira en 500,000
dollara höfuðstól, hafi haft af starf-
rækslu sinni. Þessi néfndu félög draga
sér hér um bil tvo þriðju hluta af arði
allra starfsfélaga landsins. Hagfræðis-
skýrslur eru gefnar yfir árin 1936—41.
★
Samanburðurinn virðist réttmætastur
þegar borin eru saman árin 1941, þegar
stríðsgróðinn jókst sem örast, og árið
1937, sem var hagsælt friðarár. Árið
1937 áttu hluthafarnir í aðurnefndum
484 starfsféögum þar hlutafé er nam
3,624 miljónum dollara. Hagnaður
þeirra, þegar skuldabréfarenta hafði
verið greidd, nam 386 miljónum dollara;
en skattar og hluthafaarður voru þá ó-
greiddir. Iðnfélaga-skatturinn nam 64
miljónum dollara; og urðu þá eftir 322
miljónir til útbýtingar meðal hluthafa,
eða 9% af innstæðufé þeirra.
Á árunum 1937—1941, sem má nefna
því nær alveg á stríðstímabilinu, hafði
innstæðuféð aukist upp í 3,832 milj.
dollara. Á árinu 1941 beittu félögin öll-
um sínum starfskrafti; og höfðu þá 668
miljóna arð. En fram að júlímánuði
1942, höfðu skattarnir verið hækkaðir
all-mikið; svo að fjárhirsla ríkisins tók
þá 295 miljón, í stað hinna 64 miljóna,
er hún tók við 1937. Þetta skildi eftir í
höndum hlutahafa, hér um bil 373 milj.
dollara, eða 9.9% arð af hlutafé þeirra.
En vegna hækkandi skatta á árinu 1942,
munu hluthafarnir, við lok þess, bera j
minni arð úr býtum en árið 1941; það er |
óumflýjanlegt.
Félög þessi gáfu þanng hluthöfum
sínum 372.9 miljóna arð á árinu 1942; en
332.4 miljónir árið 1937. Upphæð hluta-
fjárins hafði, að visu, aukist um 208
miljónir dollara; en þrátt fyrir það hafði
þó arður hluthafa aukist lítið eitt. —
Skal svo ekki farið fleiri orðum um arð
félaganna, í heild sinni.
★
Hugðnæmt er þó að athuga hvar arð-
urinn hafi aukist mest. Þeir sem gera
staðhæfingar um striðsgróðann, hyggja
að hergagnaframleiðslan beri mest úr
býtum.
Yfirlitið skiftir starfsfélögunum í 20
flokka. Verður þanng auðvelt að bénda
á þær starfsgreinar, er hæstan arð hafa
borið úr, býtum. Hagnaður hluthafa á
tímabilinu 1937—1941 hefir aukist um
50.5 miljónir dollara.
Flutningafélög og forðabúr (stor-
ages) sýna hæstan arð. Hluthafar þeirra
fengu 9.7 miljónir árið 1937, en 39.3 milj.
árið 1941. Þetta gerir grein fyrir 29.6
miljónum dollara, eða meira en helmingi
alls arðsins.
Pappírs- og pappírs-verksmiðjur koma
næst; með arðsauka úr 14.3
miljónum upp í 27 miljónir, eða
12.7 miljónir dollara.
Félög sem selja mat- og
drykkjar-vörur, sýna arðhækk-
un úr 21.5 miljónum upp í 26
miljónir. Vefnaðar- og fatn-
aðar-verksmiðjur, úr 6.9 milj.
upp í 10.7 milj.
Til skýringar má geta þess,
að eitt stórt hlutfélag í flutn-
inga og forðabúra-flokknum,
er C. R. R.-félagið; en hluthaf-
ar þess hafa engan arð fengið,
nú um all-mörg ár. C. N. R.
féiagið er ekki tekið inn á yfir-
litið, vegna þess að í því eru
engir prívat hluthafar.
Járn- og stálvinslu-flokkur-
inn, sem sýnir lítilsháttar arðs-
auka, nær yfir mest af því sem
nefnt er hernaðarnauðsynjar.
Aðrir flokkar, sem innilykja
mjög mikilvæg hernaðaráhöld,
sýna þó í raun og veru lægri
hluthafa-arð árið 1941, en árið
1937. Svo er ein*ig um hina
járnlausu málmvinslu, nickel,
eir, blý, zink, tin o. s. frv. Arð-
ur hluthafa í þeim félögum féll
úr 102.5 miljónum árið 1937
niður í 100.6 mljónir árið 1941.
Liggur þar til grundvallar, að
þessi efni voru í hærra verði
árið 1937 en 1941. Framleiðsl-
an var miklu meiri árið 1941;
en arðurinn var minni.
ÚR ÖLLUM ÁTTUM
1 gær reyndu fregnritar í Ot-
tawa að komast að því hjá
Bracken, hvar hann ætlaði að
sækja um kosningu og spurðu
hvort hann ætlaði ekki að
þiggja boð Kings um að sækja
í Selkirklkjördæmi gagnsókn-
arlaust af hálfu liberala. —
Bracken svaraði að hann hefði
ekki fengið neitt skriflegt til-
boð um þetta frá King og hélt
það blaðasögu eina. En frétt-
in hefði mint sig á málshátt-
inn: “Varaðu þig á gjöfum
Grikkja!”
★ ★ ★
Finnar eru afar hræddir um
að afleiðingarnar af því að vin-
ur þeirra, Hitler, gat ekki hald-
ið Schlusselburg fyrir Rússum,
verði slæmar fyrir sig. Rússar
hafi nú frjálar hendur í norðr-
inu og þeir muni brátt greiða
sér leiðina til Murmansk á
kostnað Finnlands.
★ ★ ★
Flugför frá Bretlandi gerðu
tvær sprengjuárásir á Berlín
um síðustu helgi. Er talið að
um 500 flugför hafi tekið þátt í
hvorri árós. Þau höfðu afar
stórar sprengjur og sáust log-
ar víða um borgina. I fyrra
skiftið tapaðist eitt flugfar, en
20 í síðari árásinni.
★ ★ ★
Þetta er hið sanna um stríðs-
gróðann árið 1941; það ár sem
hlutfélögunum gaf hærri arð
en nokkurt annað ár á stríðs-
tímanum. Árið 1942 fengu þau
minni arð, vegna þyngri skatta,
sem voru lagðir á í júlímánuði.
Og nú árið 1943, er hinir þungu
skattar hvíla á þeim alt árið,
verður arður þeirra enn minni.
★
Hlutafélögin geta grætt stór-
fé. En ríkisstjórnin tekur það
frá þeim, í þungum sköttum.
Hluthafarnir geta ekki grætt á
stríðinu. Það er undrunarvert
að athuga, að hluthafar í gull-
námum fengu 100,600,000 árið
1941; en 102,200,000 árið 1937.
Stríðin hafa þó sjaldan dregið
úr arði gullnámanna.
OVldi CIU Mlicyis.ll Ulll
sigrar Rússa við Leningrad
hafi það í för með sér að Hitler
sjái þá ekki í friði og reki þá
út i stríð á móti Rússum í
Eystrasaltslöndunum. Til að
íverjast því hefir herliði Svía
verið sagt, að vera viðbúnu.
★ ★ ★
Her Montgomery í Afriku
| brýtur alla mótspyrnu af hálfu
Rommels á bak aftur og er nú
,aðeins 50 milur austur af Tri-
poli.
★ ’ ★ ★
1 Tunis gengur í sama þóf-
, inu og áður. f fréttunum það-
I an er þó gefið í skyn, að her
i Bandaríkjanna sé að eflast og
! að því dragi óðum, að þar
skríði til skarar.
í Ottawa, að f jármálaráðunaut-
ar stjórnarinnar hafa snúið at-
hyglyi sinni að hlutafélögunum
og kringumstæðum þeirra. —
Eru skattarnir orðnir of þung-
ir? Getur maður vænst þess,
með þeim skattþunga er á
þeim hvilir, að þeim sé kleift
að draga saman það fjármagn,
sem þau þurfa til að endur-
skapa iðnstofnanirnar, til
framleiðslu eftir stríðið?
Forsetafrú Eleanor Roose-
|VeIt kom til Montreal i gær til
,að halda ræðu á fundi, er hald-
inn var til að hafa inn fé handa
Rússum. Mackenzie King for-
sætisráðherra Canada bauð
frúna velkomna, en forsætis-
! raðiherra Quebec-fylkis stjórn-
^ aði fundi. 1 lok ræðu sinnar tal-
aði frúin nokkur orð á frönsku.
★ ★ ★
I Blöð í Berlín eru ekki enn
Yfirlitið sýnir, að þessar^ farin að segja þjóðinni af óför-
spurningar eru álitnar mikil- { um Þýzka hersins í Rússlandi,
vægar. Þýtt úr Free Press. | en tala í þess stað um hinn
I mikla mannafla Rússa og
Aths.: Enda þótt greinarhöf-, vopnaútbúnað og telja það al-
undi, sem er liberal, virðist
nokkuð ant um að fela stríðs-
gróðann, stjórninni til afsök-
unar, dylst ekki af tölunum
sem tilfærðar eru, að um
stríðsgróða er að ræða og hann
í meira lagi. Og spurningunni
um það, hverju þeir offri í
þágu stríðsins, sem græða
meira á stríðstímum en frið-
artímum, er eftir sem áður ó-
svarað.
Frónsfundur 21. jan.
Næsti fundur þjóðræknis-
deildarinnar Frón, verður hald-
inn, fimtudaginn 21. jan. í
Goodtemplarahúsinu, kl. 8 e. h.
Til skemtunar á þessum
fundi, sem er hinn fyrsti undir
stjórn hins nýja forseta Fróns,
Jóns J. Bildfell, hefir verið
vandað. Þar flytur Finnur
Jónsson, fyrrum ritstjóri Lög-
bergs erindi; Mrs. Albert
Wathne les upp; þar sýnir og
forseti Fróns nýjar myndir úr
norðrinu; þá verður einnig
skemt með hljómleikum,
pianospili og einsöng. Fjöl-
mennið!
LESIÐ HEIMSKRINGLU—
* bezta íslenzka fréttablaðið
varlegt, ef þjóðin hlífi sér.
★ ★ ★
Lloyd George var áttræður í'
gær; áttu fregnritar tal við
hann og sagði hann þeim ýmis-
legt frá fyrra stríði og ýmsum
leiðtogum frá þeim tímum,
bæði nýtum og ónýtum. Nú-
verandi stríð kvað hann ganga
seint, bandaþjóðirnar væru að
Rússum undanskyldum, hvergi
komnar á vígvöll nema í Af-
ríku ennþá —á fjórða ári
stríðsins — og á móti fámennu
óvina liði. Ef gengið hefði
eins og í fyrra stríði hefði það
nú átt að vera búið.
★ ★ ★
Kaldasti dagurinn á þessum
vetri í Winnipeg, var í gær —
19. jan. — Frostið var 38 stig
fyrir neðan núll.
★ ★ ★
Fyrir bæjarstjórnina i Van-
oouver, var nýlega lögð til-
laga frá stjórnarsetrinu í Vic-
toriu, er fór fram á, að borgin
skifti um nafn. I tillögunni er
haldið fram, að Vancouver og
Vancouver Island sé oft ruglað
saman utan fylkisins; borgin
skyggi á hina stóru eyju og
um leið á mikilvægi Victoríu-
borgar.