Heimskringla - 20.01.1943, Blaðsíða 8
8. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 20. JAN. 1943
FJÆR OG NÆR
MESSUR í ÍSLENZKU
SAMBANDSKIRKJUNUM
Messur í Winnipeg
Útvarpsmessa fer fram n. k.
sunnudagskvöld 24. þ. m. kl. 7
e. h. á íslenzku frá Sambands-
kirkjunni í Winnipeg. Séra
Eyjólfur J. Melan, prestur
Samibandssafnaða í Nýja ís-
landi messar. Söngflokkurinn
verður undir stjórn Péturs
Magnús. Miss Lóa Davidson
syngur einsöng. Gunnar Er-
lendsson aðstoðar við orgelið.
Við morgunguðsþjónustuna
messar sr. Philip M. Pétursson
á ensku, og tekur sem um-
ræðuefni, “Privilege For None,
Equality For All”.
Sálmarnir sem sungnir verða
við útvarpsmessuna eru, nr. 30.
“Mín sál, þinn söngur hljómi”;
nr. 545. “Sólin hylst í hafsins
djúpi”; nr. 307. “Þú, guð, sem
stýrir stjarna her”; nr. 346.
“Hve gott er það að geta þig,
guð, sinn föður átt”. Anthem:
eftir Gluck. Textinn ortur af
Gisla Jónssyni.
★ ★ ★
Andlátsfregn
Snögglega, á mánudags-
morguninn, 18. þ. m., andaðist
að heimili sínu, 650 Banning
St., Rannveig Eiríksdóttr, kona
Kristjáns Stefánssonar, á 69.
árinu. Hún var fædd 30. marz
1874 á Hrærekslæk í Hróars-
tungu í Norður-Múlasýslu. —
Hana lifa eiginmaður hennar,
fimm synir og ein dóttir, auk
4 barna barna. Útförin fer
fram frá Sambandskirkjunni á
morgun, (fimtudag), kl. 2 e.h.
Séra Philip M. Pétursson jarð-
syngur. Hennar verður nánar
getið í næstu blöðum.
★ ★ ★
Sveinbjörn Loftsson fyrrum
kaupmaður í Shurchbridge, en
sem fyrir fjórum árum flutti
til Campbell River, B. C., and-
aðist s. 1. þriðjudag. Hann var
fæddur á Hlíðarenda* i Flóka-
dal í Borgarfirði syðra 1861.
Hann skilur eftir sig konu og
mörg börn, uppkominn og
mannvænleg; er eitt þeirra Ás-
mundur þingmaður Loptson.
Sveinbjörns mun nánar minst
síðar.
★ ★ ★
Ársfundur þjóðræknisdeildar-
innar “fsafold”, Riverton, Man.
verður haldinn í “Parish Hall”
fimtudaginn 4. febr. n. k. kl.
9 að kveldi.
Á eftir starfsfundi fer fram
stutt skemtiskrá og svo veit-
frmnninmoiiiiiiiinic]iii!iiiiiiiiciimiiiiiiiinuniiiiiinnHiiiiiimi,>
i ROSE THEATRE |
| -----Saigent at Arlington--------- =
| Jan. 21-22-23—Thur, Fri, Sat. |
| Carole Lombard—Jack Benny I
| "TO BE OR NOT TO BE" |
| Ann Rutherford—Robt. Stack |
| “BAD LANDS OF DAKOTA” |
| Jan. 25-26-27—Mon. Tue. Wed. |
I Paulette Goddard-Ray Milland B
| "THE LADY HAS PLANS" |
Lew Ayres—Laraine Day |
| "FINGERS AT THE WINDOW" |
.Y.jiiiiiiiiiiciiiiiiiiiiiiiumiiiiiiiiiciiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiio
ingar á eftir, eins og að und-
anförnu. Allir velkomnir!
Komið og skemtið ykkur og
talið við gamla kunningja á
íslenzku og syngið islenzka
söngva. Fjölmennið!
★ ★ ★
Ársfundur Leikfélags Sam-
bandssafnaðar verður haldinn
í samkomusal kirkjunnar á
sunnudaginn kemur kl. 8 að
kveldi. Allir meðlimir eru á-
mintir að sækja fundinn.
★ ★ ★
María Markan söng yfir út-
varpið frá New York s. 1. fimtu-
dagskvöld, kl. 6.30 (The Blue
Network). Urðu allir hrifnir
sem heyrðu söng frúarinnar, en
því miður munu það ekki hafa
verið eins margir og óskað
hefðu sem gátu fært sér þetta
i nyt, þvi íislenzku blöðunum
hér hafði ekki verið gert að-
vart um að slíks væri að
vænta, og munu þvi margir
sem kosið hefðu að hlýða á
þennan yndislega söng, orðið
að fara á mis við þá miklu á-
nægju. Gæti ekki íslenzkt
listafólk gert blöðunum hér
aðvart þegar eitthvað líkt
þessu er í undirbúningi? Vér
vonum að svo .verði í framtíð-
inni.
★ ★ ★
Þann 28. des. s.l. voru gefin
saman í hjónaband í borginni
Portland í Oregon í Bandaríkj-
unum, Mr. Connie Cragan og
Miss Helga Borgford hjúkrun-
arkona. Hún er yngsta dóttir
þeirra heiðurshjónanna Mr. og
Mrs. Th. Borgford, bygginga
meistara, sem nú dvelja í Ot
tawa. Mr. Cragan er frá Fer
gus Falls í N. Dakota, af norsk
um ættum.
★ ★ ★
Líndal dómari rœðumaður
á fyrsta veizlufundi
Viking klúbbsins
laugardaginn 30. jan. kl.
e. h. í St. Regis Hotel.—Undir
búningi er nú lokið að fyrsta
veizlufundinum, sem hinir
ýmsu Norðurlanda þjóðflokkar
halda loks sameiginlega í þess
ari borg, Winnipeg. Fundur
inn er haldinn undir stjórn
hins nýstofnaða Viking klúbbs
Bækur nýkomnar frá Islandi
Illgresi, ljóðmæli, Örn Arnarson, 230 bls. í bandi .$3.75
Stafsetninga-orðabók, Freysteinn Gunnarsson
kennara, 133 bls., í bandi ...........$2.25
Fáeinir smákveðlingar, Bólu-Hjálmar, með eigin
handarskrift skíildsins, ljósmyndað ....$1,95
Ljóð og Lög, II., 75 söngvar handa samkórum —.$2.00
Ljóð og Lög, III., 25 söngvar handa karlakórum....$1.25
I8j<ö>rms§öimp§ Boofe Store
702 Sargent Ave. Winnipeg, Man.
.og er haldinn á þeim stað og
tíma, sem yfir þessari grein er
frá sagt, og byrjar stundvís-
lega eins og þar er sagt. 1
undirbúningsnefndinni eru J.
Th. Jónasson kennarí, C. T.
Kummen, konsúll; Ernest Hal-
lonquist bæjarráðsmaður og H.
A. Broaddal, ritari klúbbsins.
Heiðursforseti Viking klúbbs-
ins, W. J. Líndal, dómari, held-
ur ræðu. Hann nefnir umtals-
efni sitt “The Root Lies Deep”,
og fjallar um menningararf
þjóðarbrotanna hér. Líndal
hefir sýnt með því sem hann
hefir um þetta mál og önnur
því skyld talað og ritað, að
hann hefir flestum betri skiln-
ing á þessu máli. Miss Flor-
ence Forsberg, er kunn er fyrir j ^mn}^'
söng sinn yfir útvarp og sem j
yfir CKY er nú að syngja “The
Wishing Well”, syngur nokkra
svenska og enska söngva á
fundinum; hana aðstoðar með
painospili Miss Elsie Sikerbol,
sem einnig er vel kunn meðal
Skandinava.
Þeir er sækja þennan sam-
eiginlega fund Skandinava, og
sem Islendinga sem aðrir ættu
að fjölmenna á, gerðu nefnd-
inni greiða með því, að láta
hana vita það sem fyrst. —
Kvöldverðurinn kostar aðeins
60 cents.
★ ★ ★
Munið að hlusta á útvarpið
frá Sambandskirkjunni. sunnu-
daginn 24. þ. m. kl. 7 e. h. Sér-
staklega vandaður söngur við
þetta tœkifœri.
★ ★ ★
Tuttugasta og fjórða ársþing
Þjóðræknisfélags íslendnga í
Vesturheimi verður haldið í
Winnipeg dagana,23., 24. og 25.
febrúar n. k. Dagskrá þings-
ins verður birt síðar. Deildir
viðsvegar út um land ættu að
taka sig til í tíma og kjósa
fulltrúa á þetta þing.
★ ★ ★
Látið kassa i
Kœliskápinn
WvmoLa
Æ GOOD ANYTIME
Þér sem notið—
TIMBUE
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO.. LTD.
Birgðir: Henry Ave. East
Sími 95 551—95 552
Skriistofa:
Henry og Argyle
VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA
University of Manitoba Students' Symphony Orchestra
FINAL CONCERT
THURSDAY. JANUARY 28. 8.30 p.m.—WALKER THEATRE
FRANK THOROLFSON — CONDUCTOR
Tickets: 75c, 50c, 35c
Fyrir Karlmenn
VÍSUNDA KÁPUR
Verja yður fyrir
Vetrarkuldum
Úr sterkum, dökkum húðum
og afar endingargóðar. Hafa
stóran og góðan kraga, fóðr-
aðar með ábyggilegu og sterku
taui. Allir saumar sem mest
reynir á, fóðraðir með leðri.
Stærðir
40 til 42,
á .....
Stærðir
44 til 48,
á .......
Karlmannagrávörud., The Hargrave Shops for Men, á Aðalgólfi
T. EATON CÍ
LIMITED
Gjafir til Sumarheimilis isl.
barna að Hnausa, Man.:
Miss S. Maria Bjarnason, Ár-
borg, Man...........-...$5.00
í hjartkærri minningu um ó-
gleymanlega systir. Hún hét
Sólveig Clara Bennette. Fædd
28. nóv. 1897—dáin 21. febr.
1940. Þetta er í þriðja sinni
sem að Miss Bjarnason hefir
minst hennar á þennan undur
fagra hátt, og mun það vera í
fullu samræmi við hugsunar-
hátt hinnar látnu konu, sem að
alstaðar kom fram til góðs.
Mr. B. Sveinsson, Keewatin,
Ont., hefir nú í þriðja sinni
byrjað nýtt ár með því að
senda Sumarheimilinu gjöf
($2.00). Hann hefir áður í því
sambandi nefnt sig “Ontario-
þegn”. Mr. Sveinson hefir sýnt
það hvað eftir annað, að hon-
um er mjög ant um það að ís-
lendingar hér í álfu, reyni eftir
mætti að standa saman, til að
varðveita þjóðerni sitt og geta
þess vegna betur starfað að
mannúðarmálum sameiginlega.
Meðtekið með samúð og
þökk.
Emma von Renesse,
Árborg, Man.
★ ★ ★
Ráðskona óskast
Ekkjumaður með einn dreng,
skamt frá Vancouver, B. C.,
óskar eftir fniðaldra ráðskonu.
Litið bú út á landi.
Heimskringla vísar á.
★ ★ ★
Áætlað er að messað verði í
Víðinessöfnuði við H;savík,
sunnud. 31. jan. kl. 2 e. h.
Ársfundur safnaðarins að af-
lokinni messugerð. Fólk vin-
samlega beðið að sækja fund
og messu. S. Ólafsson
★ ★ ★
Séra Valdimar J. Eylands,
prestur Fyrsta lúterska safn-
aðar í Winnipeg flytur stutt
erindi við morgunguðsþjónust-
ur sem sendar verða út yfir
CBC útvarpskerfið, næstu viku
25—30 jan. 1 sléttufylkjunum
og Dakota heyrist þetta bezt
frá stöðinni í Watrous, Sask.
550 Kcs. Tíminn er 9.45 CDT
eða 8.45 MST.
Ltúerska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 24. jan.: Sunnudaga-
skóli kl. 11 f. h. íslenzk messa
kl. 7 e. h. Allir boðnir vel-
S. Ólafsson
★ ★ ★
Smoky Bay"
heitir barna og unglingabók
eftir Steingrím Arason kenn-
ara. Bók þessi er falleg, fræð-
andi og skemtileg og prýdd
mörgum myndum. Ættu Is-
lendingar alment að kaupa
þessa bók fyrir sjálfa sig og
yngri kynslóðina er ekki les
íslenzku, en langar að iesa
fallega sagða islenzka sögu um
yngri landa sina á íslandi.
Frekari skýringu á sögu
þessari, geta menn fengið í á-
gætum ritdóm um “Smoky
Bay” eftir próf. Richard Beck,
i “Lögberg” 17. des s. 1.
Bók .þessi fæst í Björnssons
Book Store að 702 Sargent
Ave., Winnipeg og kostar $2.25
i Canada, en ekki $2.00 eins og
áður hefir verið auglýst.
D. Björnsson
★ ★ ★
Matreiðslubók
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S
Feldsted, 525 Dominion Street
/erð $1.00. Burðargjald 5í.
★ ★ ★
Timarit Þjóðrœknisfélagsins
Kaupið Tímarit Þjóðræknis-
1 félagsins á meðan það fæst alt
frá byrjun. Sumir árgangarn-
ir verða bráðum ófáanlegir.
23. árg. óbundnir.....$8.05
23 árg. í góðu, gyltu bandi,
6 bindi, án auglýsinga....$19.00
•21. árg. í góðu, gyltu bandi
og tveir árgangar óbundnir, 7
bindi, auglýsingarnar bundnar
með ...................$20.30
Póstgjald aukreitis.
Sendið pantanir ykkar sem
fyrst til
BJÖRNSSONS BOOK STORE
702 Sargent Ave.
Takið eftir!
Neðanmáls sögur “Heims-
kringlu” og “Lögbergs”, ásamt
öðrum íslenzkum bókum, gefn-
um út hér vestan hafs, óskast
keyptar ef þær eru í góðu lagi.
Ennfremur Almanak ó. S.
Thorgeirssonar fyrir aldamót,
og árg. 1901—1907 og 1913.
Björnsson’s Book Store
702 Sargent Ave., Winnipeg
★ ★ ★
Þegar þú kemur af lest þá er
44 Austin St., næsta plássið
fyrir herbergi.
Mrs. Guðrún Thompson
Sími 91118
Ferðamaður (við dreng): —
Voru ekki tvær myllur hér í
þorpinu?
Drengurinn: Jú, en það var
ekki nógur vindur fyrir þær
báðar, svo að önnur var rifin.
★ ★ ★
Verkstjórinn: Heyrðu, Hans,
þú ert áreiðanlega sá latasti á
vinnustaðnum, þegar eg er ekki
hér.
MESSUR og FUNDIR
í kirkju Sambandssafnaðar
Prestur, sr. Philip M. Pétursson
640 Agnes St. Sími 24 163
Messur: á hverjum sunnudegi
Kl. 11 f. h. á ensku
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
Safnaðarnefndin: Fundir 1.
föstudag hvers mánaðar.
Hjálparnefndin: Fundir fyrsta
mánudagskveld í hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan
þriðjudag hvers mánaðar,
kl. 8 að kveldinu.
Ungmennafélagið: Yngri deild
— hvert sunnudagskveld
kl. 8.30.
Eldri deild — annað hvert
mánudagskveld kl. 8.15.
Skátaflokkurinn: Hvert fimtu-
dagskveld.
Söngœfingar: lslenzki söng-
flokkurinn á hverju fimtu-
dagskveldi.
Enski söngflokkurinn á
hverju föstudagskveldi.
Sunnudagaskólinn: Á hverjum
sunnudegi, kl. 11 f. h.
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG
ÍSLENDINGA
Forseti: Dr. Richard Beck
University Station,
Grand Forks, North Dakota
Allir Islendingar í Ame-
ríku ættu að heyra til
Þ j óðr œkni sf élaginu
Ársgjald (þar með fylgir
Tímarit félagsins ókeypis)
$1.00, sendist fjármálarit-
ara Guðmann Levy, 251
Furby St., Winnipeg, Man.
Lesið Heimskringlu
-sm FUNDARB0Ð
til vestur íslenzkra hluthafa í h.f. Eimskipafélag íslands
Útnefningarfundur verður haldinn að 910 Palmer-
ston Ave. á föstudaginn 26. febrúar 1943, kl. 7.30 e.h.
Fundurinn útnefnir tvo menn til að vera í vali að kjósa
um á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður í Reykja-
vík í júnií mánuði n. k., i stað Árna G. Eggertson, K.C.,
sem þá verður búinn að útenda sitt eins árs kjörtímabil.
Winnipeg, 15. janúar 1943.
Ásmundur P. Jóhannson
Árni G. Eggertson
Householders Attention
At the present time we have adequate stocks of most
grades of Coal in our yards, but this conditions may
not long continue. Due to scarcity of labor at the mines
and consequent decreased production, also transporta-
tion difficulties, there is almost sure to be a shortage
of certain kinds of Fuel during the coming winter.
We suggest you fill your COAL BINS NOW and not let
them run low or you may be without fuel. We further
suggest you anticipate your requirments a few days
ahead. Deliveries will be more difficult this season.
—For Assured Comfort Fill Your Coal Bins Now—
MCC
URD Y CUPPL Y o. Ltd.
BUILDERS' IsJsUPPLIES
and COAL
Phone 23 811—23 812 1034 Arlington St.
Wínnipeg I ^ooogocsosðeocQQSSðeoocðsososeoessoðeoesoeðgoseQooðá
FLÓTTALEIFAR ÞJÓÐVERJA í EGYPTALANDI
Bardagarnir á vestur eyðimörkinni dóu út eftir ósigur þann, er Rommel beið er hann
réðist á brezkar hervarnir á þeim slóðum. En órækt vitni þess hversu knálega var tekið
á móti og snarplega eftir fylgt, voru hrúgur af brotnum og eyðilögðum þýzkum hergögn-
um er lágu á víð og dreif um orustusvæðið. Á myndinni sést brezkur skriðdreki á leið
um orustuvöllinn, eftir að óvinirnir höfðu hörfað til baka þaðan sem þeir komu.