Heimskringla - 12.05.1943, Side 1
We recommend for
your approval our
"C.B.4 WHITE LOAF"
(Canada Approved)
as an excellent source of the
Vitamin B Complex
“The QualityGoes In before theNameGoesOn"
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 35 565
Frank Hannibal, Mgr.
Wedding and Birthday Cakes
made to order
■ -----— ---------------—-—+
We recommend for
your cpproval our
"C.B.4 WHITE LOAF"
(Canada Approved)
as an excellent source of the
Vitamin B Complex
"The QualityGoes In before theNameGoesOn'
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 35 565
Frank Hannibal, Mgr.
Wedding and Birthday Cakes
made to order
-----------------------—
LVII. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 12. MAt 1943
NÚMER 32.
* - HELZTU FRÉTTIR * *
Norður-Afríku stríðinu
má nú heita lokið
Það er ekki ólíklegt, að Norð-
ur-Afríku stríðinu verði lokið
er linur þessar eru lesnar. Um
siðustu helgi tók Bandarikja-
herinn borgirnar Bizerte og
Tunis, höfuðból her Rommels.
Þýzki herinn á allri ströndinni
suður fyrir Tunis, gafst upp,
um 75,000 manns að tölu. Leif-
ar af hernum í Tunis, um 80,000
manns, flúði norðaustur á
tanga einn (Cape Bon), ’ og
berst ennþá þaðan, sem óður
sé. Suðaustur af Tunis er
nokkur þýzkur her og eiga
Áttundi herinn og sá franski í
höggi við hann. En milli þess
hers og hins á Cape Bon, hafa
nú Bandamenn rekið fleyg, svo
Þjóðverjar berjast nú í tveimur
hópum. t suðrinu eru hæðir
eða fjöll, sem Þjóðverjum veita
betri aðstöðu. Samt tók Átt-
undi herinn 25,000 Þjóðverja á
þessum stöðum, áður en her-
inn var klofinn.
Það ber því alt með sér, að
þess muni ekki lengi að bíða,
að allur þýzki herinn gefist
upp.
Nokkrir Þjóðverjar hafa
reynt að komast burtu á skip-
um. En þelm hefir jafnharð-
an verið sökt.
Á tiltölulega skömmum tíma
hafa því um 100,000 Þjóðverjar
verið teknir fangar og um
40,000 fallið. Af föngunum eru
300 flugstjórar. Þessu hefir
fylgt mikið af vopmurn: 300
skriðdrekar, 500 byssur og 4000
flutningavagnar.
ÚR ÖLLUM ÁTTUM
Franco, stjórnandi Spánar,
skoraði á stríðsþjóðirnar í
ræðu, sem hann hélt í Almeria
s. 1. sunnudag, að semja frið.
Hann kvað stríðsaðila svo jafn-
sterka á svellinu, að hvorug
hliðin gæti unnið. Það eina
sem ynnist við að halda stríð-
inu áfram, væri að kommúism-
inn eyðilegði alla menningu í
Evrópu. En verða ekki Rússar
að vinna stríðið til þess?
★ ★ ★
Fréttir á þriðjudagskvöld
herma, að her Þjóðverja á Cape
Bon, gefist upp þúsundum sam-
an. Sá hluti hersins er flúði
úr Tunis suðaustur til Zag-
houan, veitir miklu meiri mót-
stöðu, en mun þó ekki lengi
verjast.
★ ★ ★
I gær námu verðbréfakaup
fjórða sigurlánsins í Manitoba
63 miljónum, svo farið er að
nálgast takmarkið (75 milj.) I
öllu landinu nernur salan 820
miljón dölum; einnig þar er
takmarkinu senn náð, sem var
rúm ein biljón.
★ ★ ★
Skipasmíðafélag eitt í Super-
ior, Wisc., hleypti 5 flutninga-
skipum af stokkum s. 1. laug-
ardag. Voru pottflöksur með
vatni í úr Niagara brotnar á
nefi skipanna eins og títt er,
on til þess að leysa það starf
af hendi, voru Dionne-fimm-
burarnir fengnir. Ferðuðust
stúlkurnar frá Callender, Ont.,
suður að stórvötnunum með
sérstakri lest of fríðu fylgdar-
liði; voru á meðal þess nokkrir
kaþófskir prestar og einn bisk-
úp. Við höfnina í Supeprior
safnaðist saman múgur og
margmeoni og voru sumir úr
bæjum langt að. Fimmburarn-
ir komu hið bezta fram, en
voru þarna sem annar staðar
sem fuglar i búri. Svo er eftir-
litið mikið. Varð einum fregn-
rita á að segja, er hann sá það:
Hvern fýsir að vera fimmbura?
Fregnritarnir urðu að hafa túlk
til þess að tala við stúlkurnar,
eða þeir af þeim, er ekki kunnu
frönsku.
★ ★ ★
í blaðinu Winnipeg Free
Press stóð sú frétt s. 1. mið-
viikudag, að yfirmaður banda-
ríska hersins á Islandi hafi
farist í flugslysi. Hann hét
Frank M. Andrews, talinn af-
bragðsmaður og er saknað
jafnt af Islendingum, sem þjóð
hans.
★ ★ ★
Af stríðinu á Rússlandi eru
fréttirnar þær, að orustur séu
meira og minna háðar á allri
víglinunni og Rússar hafi hvar-
vetna yfirhöndina. Um stór-
vinninga getur ekki.
★ ★ ★
1 þýzka útvarpinu var í gær
sagt frá því að Churchill væri
á leið til Cairo í Egyptalandi.
í gærkvöldi skýrði útvarpið
hér vestra frá að Churohill
væri í Washington, hafði
brugðið sér þangað á fund
Roosevelts, en frá erindi var
ekki sagt. Þjóðverjum er far-
in að glepjast sýn á því sem
er að gerast hjá Bandaþjóðun-
um.
FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI |
i
Mikið af hjúkrunarvörum
Rauða Kross íslands brennur
Rauði Kross Islands — og
raunar allir bæjarbúar — varð
fyrir gífurlegu tjóni í gær-
kveldi, er eldur kom upp í
geysluskúrum við Austurbæj-
arbarnaskólann, en í þessum
skúrum voru geymdar nærri
allar hjúkrunarvörur þær, sem
Rauði Kross Bandaríkjanna
gaf Islandsdeildinni í fyrravor.
Meðal annars eyðilagðist af
eldi og vatni mikið af dýnum,
koddum, teppum og öðrum vör-
um. Vörur þessar voru geymd-
ar í leikskýlunum við Austur-
bæjarbarnaskólann. — Hafði
verið bygt upp í auðu hliðina,
sem veit að leikvellinum, á
nyrðri leikskýlunum, til að
geyma þessar dýrmætu vörur,
en annað húsnæði fékst ekki í
bænum.
Eldsins varð vart skömmu
fyrir kl. 11 í gærkveldi. Tveir
piltar, sem voru að koma úr
Sundhöllinni sáu eld gjósa upp
úr skúrunum og kölluðu þegar
á slökkviliðið.
Slökkviliðið var nokkra
stund að kæfa eldinn, því að
hann var all-útbreiddur og
þéttir staflar af dýnum og öðr-
um vörum, sem eldur leyndist
í.
Talið er að kviknað hafi út frá
rafmagnsmiðstöðvarhitun. Eld-
urinn olli engu tjóni á barna-
skólahúsinu sjálfu og breiddist
ekki út fyrir geymsluskúrana,
enda eru þeir allir úr stein-
steypu.—Mbl. 11. marz.
Lieut. Jónas Thorsteinson,
662 Simcoe St., kom heim frá
Edmonton, Afta., á mánudag-
inn var. Lauk hann Lieuten-
ant-prófi fyrir skömmu þar í
bænum. Hann dvelur hér i
borginni um tveggja vikna
tíma.
Ráðinn hjá stjórninni
Jakob Kristjónsson
í byrjun þessa mánaðar var
Mr. Jakob Kristjánsson ráðinn
af Ottawa-stjórninni tii að tak-
ast á hendur störf fyrir hana,
sem Agricultural Employment
Advisor, eða eftirlitsmaður um
þörf og ráðningu verkalýðs til
bænda út um Manitöba-fylki.
Samfara þessu starfi er að at-
huga hvar og hvað mikillar að-
stoðar bændur þurfi með og
hvernig bætt verði úr verka-
manna-þörf þeirra. Er þetta
vandasamt og óefað erfitt starf
og öllum ekki hent af hendi að
leysa.
1 stöðu þessa hefir samt
heppilega verið va'lið. Mr.
Kristjánisson hefir um 16 ár
verið starfsmaður hjá Þjóð-
brautakerfinu (C. N. R.), og
sakir málakunnáttu verið túlk-
ur félagisins og önnur hönd ný-
byggjanna út uim sveitir vest-
urlandsins. Hann hefir reynst
þeim, er hann hefir átt við að
skifta ráðhollur, enda greindur
vel og hinn gegnasti drengur.
Hann er maður viðkynninga-
góður og mun í hinni nýju
stöðu sinni, reynast einn hinn
liprasti og hagsýnasti maður,
sem hér var völ á í hana.
Jakob er ættaður af Akur-
eyri, sonur Friðriks kaupmanns
KrLstjánssonar. Vestur um haf
kom hann 1910. Var hann fyrri
árin hér við verzlunarstörf,
starfsmaður hjá Imperial Oil
félaginu og um skeið ráðsmað-
ur Heimskringlu. Samibands-
kirkjustarfið í Winnipeg hefir
hann stutt með ráði og dáð.
Hann er gagnfræðingur að
mentun, giftur Steinunni Halls-
son, og eiga þau þrjú börn; er
elzti sonur þeirra í hernum.
Vistaskiftunum mun nokkur
kauphækkun samfara. Heims-
kringla og hinir mörgu vinir
Mr. Kristjánssonar óska til
lukku!
LOVE’S PHILOSOPHY
(Heimspeki ástarinnar)
Eftir Percy Bysshe Shelley
Lindin í fljótsins faðmi
sem fljótið hafsins er,
og vindar lofsins leika
við ljósbárurnar sér.
Ekkert er eitt í heimi,
bvað öðru skemtun lér.
Hví skyldi eg þá eigi
mega una í faðmi þér.
Sjá hnjúka himin kyssa
, og hafið græna strönd.
Sjá fjólu og fífil unnast
og flétta ástarbönd,
Og jörð í ástar unað
við eygló leika sér. —
En hvað koma mér við kossar,
ef koss eg ei fæ að þér?
S. B. Benedictsson
FARFUGLAR OG ÞJóÐ-
ARUPPELDI
(Rœða flutt ó sumarmálasam-
komu 29. apríl í Winnipeg
af Kristjáni Jónassyni)
Allir Íslendingar kannast við
farfuglana, hina velkomnu og
vinsælu gesti, sem heimsækja
okkur um sumartímann og
auka á gleði okkar yfir hinu
nýja sumri. Má með sanni
segja, að koma þeirra á vorin
skapi jafn mikla ánægju í
hjörtum vorum og söknuður-
inn er sár við brottför þeirra á
haustin. Þeir eru ennþá vin-
sælli en frændur þeirra stað-
fuglarnir, sem þó dvelja með
oss árið um kring og sýna
þannig fullkomna trygð heima-
landi sínu í blíðu og striðu. í
æsku minni var mér oft hugs-
að til farfuglanna, hve víðförl-
ir, fróðir og víðsýnir þeir hlytu
að vera, ennfremur hve gott
þeir ættu, að eiga kost á að
ferðast svona víða og sjá svo
óendanlega margt og dásam-
legt. Eg er þó ekki viss um að
mér hafi verið jafn ljóst hvers-
konar ferðalög þetta hafa ver-
ið. Úthafið er stórt og það
vissulega ekki átakalaust að
fljúga yfir i einum áfanga
hvíldarlaust. Hinu sama gegnir
um allar þær tálmanir, sem á
vegi þeirra verða, hamfarir
náttúruaflanna, hungur og
þorsti. En alla þessa erfið-
leika hafa þeir yfirstigið frá
ómuna tíð. Hinsvegar er end-
urgjaldið mikið. Þeir sjá suð-
ræn lönd og allskonar dásemd-
ir, sem aumingja staðfuglunum
auðnast aldrei að sjá. En
næsta sumar halda farfuglarn-
ir aftur til norðlæga landsins.
Þar eiga þeir afkvæmi sín,
koma þeim á legg og leggja
siðan í leiðangur að nýju. —
Manni verður ósjálfrátt á að
hugsa eithvað á þá leið, að þar
sem þeir óska að eiga afkvæmi
sin, þar hljóti að vera þeirra
óskaland.
Mér datt í hug að minnast
fáum orðurn á farfuglana
vegna þess að farfuglaeðlið er
fslendingum sérstaklega ríkt í
blóð borið. f fornöld sóttu ísl.
höfðinigjasynir á fund erlendra
þjóðhöfðingja, einkum Noregs-
konunga og gerðust hirðmenn
þeirra. Seinna héldu þeir
heimleiðis, fluttu með sér nýja
menningu, fágaða framkomu
og klæðaburð dagsins. Það
voru ísl. sem fengnir voru til
að semja sögur Noregs-kon-
unga. Sýnir það Ijóst, að þeir
hafa snemma getið sér orðstir
erlendis sem góðir sagnaritar-
ar og málfræðingar.
Eftir að landsmenn gengust
við kristinni trú, tíðkaðist það
mjög, að ungir menn færu er-
lendis til nárns í kristnum
fræðum. Sóttu þeir námið að
mestu til Norðurlanda og lögðu
þá einnig rækt við önnur fræði
en kristni. Að vísu risu upp
nokkur mentasetur á íslandi í
þá tíð, svo sem Skálholt, Hól-
ar í Hjaltadal, Oddi og Hauka-
dalur. Þrátt fyrir þetta, þá
þótti það ekki einhlýt mentun
og margir sóttu út til frekara
náms. Var það enginn hægð-
arleikur í þá daga, á lélegum
skipum, þegar ferðalagið gat
hæglega numið vikum og jafn-
vel mánuðum. En ekkert gat
leitt þessa mentafrömuði frá
settu takmarki jafnvel þótt
efni væru lítil. Svo var og
önnur fræðigrein, sem mjög
var sótt til útlanda. Grein þessi
var lögfræði. ísl. hafa ætíð
haft miklar mætur á lögfræði,
og má segja að þeir hafi frá
öndverðu samið lög yfir flest
það, sem þeir hafa þekt milli
himins og jarðar. Bókmentir
og lögfræði eru sennilega þær
greinar, sem föstustu tökunum
hafa náð á hugum manna og
skotið dýpstum rótum frá alda
öðli. Eg hugsa að verið hafi
fleiri rithöfundar, skáld og
lögfræðingar hlutfallslega
meðal Isl. en nokkurri annari
þjóð.
Á danska einvaldstímanum,
sem var hið versta tímabil í
sögu íslands, dróg mjög úr
utanförum, en þó lögðust þær
aldrei niður að fullu, og gætti
áhrifa þeirra að nokkru meðal
þjóðarinnar. Flest ykkar munu
hafa lesið um Skúla fógeta.
Hann átti frumkvæðið að
stofnun nokkúrra iðnfyrir-
tækja í Reykjavík. Átti hann
þar við ramman reip að drapa
þar sem var illvilji danskra
kaupmanna annarsvegar og
skilningsleysi landsmanna
hinsvegar. Enda fóru fyrir-
tækin algerlega út um þúfur.
En menn læra einnig af því að
skjátlast. Þessi fyrirtæki voru
vísir þess, sem í náinni fram-
tíð mun verða stóriðnaður á
okkar mælikvarða. Á við-
reisnartimabili þjóðarinnar á
seinni hluta 19. og í byrjun 20.
aldar gerast námsfarir til út-
landa mjög tíðar. Þá voru það
ekki einungis stúdentar, sem
lögðu lönd undir fót, heldur
einnig verzlunarmenn, iðnaðar-
menn og bændur. Sú eina
æðri mentun, sem þá var látin
i té heima, var guðfræðin og
prestaskólinn var því eina æðri
mentastofnun landsins. Alla
aðra mentun varð að sækja til
útlanda. Hafnarháskóli var þá
miðstöð mentalífsins íslenzka
um langan tima. Kjör náms-
manna ertendis voru yfirleitt á-
kaflega bágborin. Flestir voru
þeir fátækir og margir hverjir
urðu að vinna fyrir sér að
Frh. á 5. bls.
Tekur við preststarfi hjá
Sameinaða kirkjufélaginu
Séra Halldór E. Johnson
Síðast liðna viku kom séra
Halldór Johnson frá Blaine,
Wash., til Winnipeg. Hefir
hann verið ráðinn til eins árs
af Sameinaða Kirkjufélaginu
til þjónustu hjá söfnuðum hér
eystra, bæði norður á Lundar
og hjá öðrum sambandskirkj-
um þar nyrðra og hjá sam-
bandssöfnuðum í Saskatchew-
an. Heimili mun presturinn
hafa í Winnipeg, en verja þó
talsverðu af tíma úti í bygðum
þessara safnaða. Verður nán-
ar gerð grein fyrir hvenær
hans er að vænta þangað.
Séra Hafldór þjónaði fyrir
ári síðan Sambandssöfnuðum í
Saskatchewan með bezta á-
rangri, enda er hann góðum
hæfileikum og lærdómi gædd-
ur. Eru þessir prestlausu söfn-
uðir hepnir að fá hann til að
hafa preststörf með höndum
hjá sér.
Næstkomandi sunnudag flyt-
ur séra Halldór ræðu í Sam-
bandskirkjunni í Winnipeg;
verður ræðunni útvarpað.
Heimilisfang séra Halldórs
verður fyrst um sinn að 1061
I Dominion St., Winnipeg. Sími
er 89 767.
SAMHERJA HÖFÐINGJAR LEGGJA SAMAN RAÐ SÍN
Strax frá byrjun i yfirstandandi sókn í vestur eyði-
mörkinni, hefir loft- og landher sambandsþjóðanna unnið
saman sem einn maður. Hinn mikli sigur þeirra er að
miklu leyti því að þakka, hversu samtaka ásóknir þessara
tveggja megin afla voru. Alt í gegn um hina miklu sókn,
unnu hershöfðingjarnir, A. Coningham, sem er fyrir loft-
hernuim og Sir B. L. Montgomery, sem stjórnar áttundu
herdeildinni, sem einn maður væri. Þeir skipuplögðu alla
sókn og settu í framkvæmd svo meistaralega, að þeir ráku
Rommel og hersveitir hans um þvera Libyu á tæpum þrem-
ur vikum. Á myndinni eru þessi mikilmenni sýnd, Air Vice
Marshal A. Coningham til vinstri og General Sir B. L.
Mongomery til hægri.