Heimskringla - 12.05.1943, Page 3

Heimskringla - 12.05.1943, Page 3
WINNIPEG, 12. MAl 1943 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA í marg'litum, léttum sumarkjól- um og karlmenn í ljósum föt- um.. Gluggar voru opnir í mat- salnuim, borðin fagurlega skreytt blómum og hljóðfæra- sláttur meðan á máltíðinni stóð. Aílir virtust glaðir og á- nægðir. Gerður sat hjá Stínu, en hafði á aðra hlið ungan Norðmann, sem þekti kunn- ingjafólk hennar í Oslo, svo þau höfðu nóg að rabba um. Þegar Gerður sneri sér að Stínu eftir stundarkorn, sá hún að eitthvað hafði farið aflaga, þvi Stína sat með ólundarsvip og fór nú Gerður að reyna að hafa ofan af fyrir henni, með því að segja fréttir frá Höfn . ... en ekkert virtist hjálpa. Eftir nokkra stund sagði Stína: “hvað hann Egill er fyndinn; í hvert skifti, sem eg er með honum veltist eg um af hlátri; hann kann svo margar sögur og segir þær svo vel. Annars hefi eg dálítið á samvizkunni, sem eg þarf að segja þér.” Og Stína horfði út undan sér á Gerði. “Hvað er það?” sagði Gerð- ur, en það fór ónotahrollur um hana, því litla postulínsandlit- ið við hliðina á henni var alt í einu svo harðúðugt og illgirn- islegt. “Jú, við Egill vorum saman hér um bil á hverju kvöldi í janúar, áður en eg fór á hælið; þú hélst að hann væri á skrif- stofunni. Hann sagðist vera skotinn í mér . . . og . . . og . . . það var ekki alt eins og það átti að vera. Mér fanst þú ættir að vita þetta, Gerður. Hann hefir líka skrifað mér ástarbréf . . . þú getur fengið áð sjá þau ef þú vilt.” “Það varð alt í einu svo kalt og hráslagalegt í kringum Gerði . . . sólskinið og blómin, gleðskapurinn fékk einhvern- vegin óheillavænlegan blæ. — (Svo það var þessvegna, að hann vildi ekki að eg færi hing- að. Hann var hræddur um, að Stína myndi segja mér þetta. . . . Og það var ekki vegna þess að hún væri einmana og langaði til að sjá mig, að hún beiddi mig um að koma. Hún hélt að Egill myndi nota tæki- færið og koma með mér. Og nú er hún að hefna sín á mér fyrir að hann ekki kom. . . Er mig að dreyma þetta. . . Drott- inn, láttu þetta vera draum. . . Bara láta sem ekkert sé.) Hún fór að hlægja. “1 guðanna bænum, Stína, veiztu ekki, að hann Egill segir öllum lagleg- um stúlkum, að hann sé skot- inn í þeim, þegar hann hefir fengið sér eitthvað í staupinu; þetta er óvani, sem hann hefir; þú sannarlega þarft ekki að hafa nettt samvizkubit út af þessu. Eg tek það ekki alvar- lega. Við skulum tala um eitt- hvað skemtilegra. Segðu mér, hver er þessi myndarlega kona, sem situr við hliðina á læknin- um? Henni langa? mig til að kynnast”. (Ekki hugsa . . . hvernig á eg að afbera það, að vera hér þangað til seint í kvöid.) Og nú sneri Gerður sér að hinum sessunaut sínum og þau töluðu um skíðaferðir í Noregi; (það vildi eg að eng- inn nefndi orðið skíði við mig héðan af til dauðadags) . . . en Gerður þurfti ekki að gefa sig mikið að Stinu það sem eftir var borðhaldsins. Og síðan talaði hún við margt fólk, hló og gerði að gamni sínu . . . en hvað hún talaði um, það vissi hún ekki sjálf. Loksins, loksins gat hún kvatt Stinu . . . loksins, loks- ins komst hún á stað. Gerður var heppin að hafa klefa út af fyrir sig. Hún sat í lestínni, sem brunaði áfram í myrkrinu. . . Hjólin glömruðu . . . þau sögðu trúgjörn, trú- gjörn. . . Hvað á eg að gera, hugsaði hún, og barðist við grátinn. Eg hefi vist altaf vit- að að hann var mér ótrúr, en eg hefi ekki viljað vita það. Þegar hann kom seint heim á nóttunni og sagðist hafa verið á skrifstofunni, þá vissi eg oft að það var ekki satt. En eg vildi ekki trúa neinu illu um hann. Eg þoldi ekki að trúa neinu illu um hann. Þegar hann dansaði mestalla nóttina við hana Helgu Einars á síð- asta Islendingafundi . . . eða þegar blaðið sendi hann til Oslo í fyrra og hún Solla Jóns mintist á, að hún hefði einmitt verið þar um sama leyti, þá sá eg á honum, að ekki var alt með feldu. En eg neyddi mig til að trúa því, að hann kærði sig ekkert um hana Sollu, þótt hún sannarlega gerði ekkert til að dylja, að henni leist vel á hann. . . Og þegar eg sá hann halda i hendina á henni Elsu Holm undir borðinu í gildinu hjá sendiherranum í hinni vik- unni — kanske hafa þau verið saman meðan eg var í burtu. . . Altaf gat hann afsakað sig: “Þú veist að eg kæri mig bara um þig, Gerður; þetta smádufl hefir enga þýðingu . . . einhver verður að skemta stúlkugrey- unum”. . . Trúgjörn . . . trú- gjörn . . . hjólin glömruðu án afláts. í sex ár höfum við ver- ið gift; í sex ár hefi eg trúað öllu, sem hann hefir viljað að eg tryði. En nú er eg ekki trú- gjörn lengur. Eg hefi fengið nægju mína af öl'Ium svikun- um. . . Hún opnaði gluggann í vagninum; henni fanst hún vera að kafna. Það er satt, að eg get ekki láð þessum stúlk- um að þær verða skotnar i honum og sækjast eftir hon- um. . . Þegar eg sá hann í fyrsta skifti var úti um mig. . . Það var haustkvöld í Reykja- vík . . . ó, laðandi hálfrökkrið á haustin heima; bara, bara að eg væri komin heim. . . Eg mætti honum á Aðaistræti, en hann var nýkominn í bæinn að norðan og ætlaði í sjötta bekk í látínuskólanum. Hún Gunna Sveins var með mér og hún þekti hann af Akureyri. Við fórum öll inn á Skjaldbreið og drukkum kaffi. Hvorugt okk- ar var í neinum vafa eftir það kvöld. . . Og fyrsta árið, sem við vorum gift í Höfn, þá hugs- aði hann ekki um aðrar stúlk- ur; þá átti eg hann allan og ó- skiftan. Eða var eg þá þegar bara trúgjörn? Enginn er eins skemtilegur og hann Egill . . . okkur þykir gaman að sömu hlutunum . . . við höfum áhuga á sömu málum. . . Og enginn getur verið innilegri og yndis- legri en hann Egiill. Já, en eg þoli ekki, að hann sé innilegur við annað kvenfólk . . . hann er maðurinn minn; eg get ekki verið einskonar hluthafi í hon- um með ótal öðrum konum . . . og meðvitundin um, að hann er altaf að dufla við annað kvenfólk og eg aldrei get trú- að nokkru orði, sem hann seg- ir. Það er vitfirring, að láta sér þykja svona vænt um nokkurn mann. Ef eg fæ skiln- að og flyt heim, þá get eg kanske gleymt honum með tímanum. . . Nei, nú hefir hann svikið mig í síðasta skifti . . . ef þessu heldur áfrarn, þá verð eg á endanum ekkert nema fyrirlitlegur ræfill . . . og hjól- in glömruðu . . . trúgjörn . . . trúgjörn . . . langa langa lengi. • Á járnbrautarstöðinni í Höfn stóð Egill brosandi. “Skemtirðu þér vel, góða mín? Eg hefi saknað þín. Hér hefir verið hundleiðinlegt. Eg nenti ekki úr bænum.” Og hann sagði henni alt af létta, hvað hann hefði aðhafst meðan hún var í burtu, en hún sat þegjandi á leiðinni heim í bíln- um. Gerður settist í sófann, án þess að fara úr kápunni. (Ef eg ekki tala við hann sam- stundis, þá verður ekkert úr j>ví og alt fer eins og fyrri). “Egill, eg veit alt um ykkur Stínu. Hún sagði mér það . . . nei, lofaðu mér að tala . . . eg veit hvað þú ætlar að segja. En nú er nóg komið, Egill. Þú hafðir rétt fyrir þér, eg er alt of trúgjörn; eg trúi að allir séu englar, þangað til eg rek mig á, að þeir eru djöflar; en eg vil ekki lengur vera trúgjarn ræf- ill . . . við verðum að skilja; eg fer heim til íslands með fyrstu ferð.” “Gerður, þú veist ekki hvað þú ert að fara með. Elskan mín, eg kæri mig bara um þig eina; þessi Stína, drepþreyt- andi kvenmaður og þar að auki mesta tuðra . . . hún lét mig ekki í friði. Þessar stelpur, sem eg hefi verið að dufla við — já, eg játa því öllu — þær eru einkisvirði þegar eg ber þær saman við þig; þú veist það. En nú skal eg verða allur annar maður. Eg skal ekki iíta við nokkurri kvenpersónu nema þér. Trúðu mér, yndið mitt . . . og blágráu augun horfðu svo sakleysisleg í augu hennar . . . og Gerður hugsaði með sér: “Kanske er þetta satt . . . hvernig á eg að lifa ef eg sé hann aldrei meir”. Og nú kom hann og tók báðar hendur hennar og horfði á hana, ó svo bliðlega . . . “þú veist að eg get ekki án þín verið”. . . Nei, hún gat ekki yfirgefið hann . . . heldur að hálda á- fram að vera trúgjörn. FRÁ STJóRNARRÁÐI ÍSLANDS (Sent íslenzku blöðunum af sendiráðinu í Washington) Framh. Viðskiftin við útlönd 1942 (Bygt á yfirliti formanns Verzlunarráðs íslands í Morg- unblaðinu 31. des. 1942). Á árinu 1941 var viðskifta- veltan við útlönd meiri að krónutali en nokkru sinni áður hér á landi. Útflutningurinn nam þá 188.5 miljónum króna, en innflutningurinn 129.6 milj- ónum króna, og var því verzl- unarjöfnuðurinn hagstæður um 58.9 miljónir króna. Á því ári sem nú er að kveðja hafa viðskiftin við útlönd enn aukist að krónutölu, í nóvem- berlok nemur útflutningurinn 193.9 miljónum króna, en inn- flutningurinn 212.5 miljónum króna. Verzlunarjöfnuðurrinn hefir því breytst talsvert. Hann er því í lok nóvembermánaðar ó- hagstæður um 18.6 miljónir kr. Aukping útflutnings að verð- mæti til byggist á tvennu. Ann- arsv^gar hefir verið flutt út meira magn af tilteknum vöru- tegundum, en árið 1941, og má þar fyrst og fremst nefna ís- fisk, freðfisk og síldarmjöl, þó hefir dregið mjög úr útflutn- ingi á verkuðum og óverkuðum saltfiski. Hinsvegar hefir orð- ið verðhækkun á útfluttum síldarafurðum, freðfiski og fl. vörutegundum, sem hér verða ekki taldar. Útflutningur land- búnaðarafurða hefir tiltölulega litla þýðingu fyrir heildarnið- urstöðu útflutningsins, enda hefir útflutningur þeirra ekki aukist frá því fyrir stríð að sama skapi og útflutningur sjávarafurða. Svo sem kunnugt er hefir sala útfluttra vara, að mestu leyti farið fram samkvæmt samningi við Bretland og Bandaríkin. Árið 1941 jókst innflutning- urinn mikið að magni og einn- ig að krónutölu. 1942 virðist þessi sama þróun hafa haldið áfram. Innflutningurinn hefir enn aukist að krónutölu, en, ennþá liggja ekki fyrir skýrsl- ur, sem segja til um magn inn- flutningsins, en margt bendir ...................................... John S. Brooks Limited DUNVILLE. Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og “Sea Island Cotton” !; Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta til, að það hafi einnig aukist frá því sem var síðastliðið ár. Hér skal ekki rakið hvaða breytingum innflutningur ein- stakra vöruflokka hefir tekið frá árinu 1941. Hins vegar þykir rétt að benda á, í hverju hin mikla aukning innflutn- ingsins aðallega er fólgin. Á það hefir þegar verið bent, að líkur eru til að magn innflutn- ingsins hafi aukist frá því sem áður var, og er það ein skýring- in. Hitt vegur meira, að á er- lendum markaði hefir orðið allmikil vérðhækkun á ýmsum vörum, auk þess sem flutnings- gjöld og tryggingar eru nú orð- in stærri hluti af kostnaðar- verði vörunnar kominni hing- að til landsins en áður. En flutningsgjöld hafa hækkað all verulega á þessu ári. Veldur þ^tta mestu um aukningu á verðmæti innflutningsins. Viðskiftin við einstök lönd Frá því að stríðið byrjaði hefir orðið stórfeld röskun á viðskiftum okkar við einstök lönd. Innkaup á aðfluttri vöru hafa færst mjög til og eru nú einskorðuð við tiltölulega fá lönd. Það sama gildir um út- flutninginn. Á þessu ári hefir breytingin á viðskiftum okkar við einstök lönd haldið áfram. Sem dæmi um hina stórfeldu breytingu, sem átt hefir sér stað í viðskiftum okkar við einstök lönd má benda á að nú fara nálega 90% af verðmæti útfluttrar vöru til Bretlands, en árið 1939 aðeins 17.4% og var Bretland þá það landið, sem keypti hlutfallslega mest af framleiðsluvörum okkar. — Það sem af er árinu 1942 höf- um við keypt ca. 37% frá Bandaríkjunum, en árið 1939 3.6%. Þetta sýnir hina stór- feldu röskun, sem átt hefir sér stað og gefur til kynna erfið- leika þá, sem kaupsýslumenn okkar lands hafa átt við að stríða vegna ófriðarins. Það má geta þess hér til sam- anburðar, að röskunin á við- skiftum okkar við einstök lönd hefir orðið meiri nú þessi síð- ustU ár, en átti sér stað 1914- 1918. Eins og getið er um hér að framan var verzlunarjöfnuður- inn við útlönd óhagstæður í nóvembermánaðarlok um 18.6 milj. króna, en var á sama tírna árið 1941 hagstæður um 67 miij. króna. — Aðalástæðuna fyrir þessum halla er annars- vegar að finna í auknum inn- flutningi og verðhækkun inn- fluttu vörunnar, eins og að framan er getið, og hinsvegar í því, að undanfarið hefir dregið allmjög úr útflutningi sjávar- afurða, vegna stöðvunar tog- araflotans. Þessi þróun hefir þó enn ekki orðið til þess, að gengið hafi Verið á gjaldeyris- forða landsins. Inneignir bankanna erlendis hafa stöðugt aukist og voru í lok októbermánaðar þ. á. 282.1 milj. króna, en yoru á sama tima 1941 155.3 milj. króna. Bendir þetta til, að um miklar gjaldeyristekjur hafi verið að ræða frá öðrum liðum en út- flutningsverzluninni einni, enda er það vitað, að gjaldeyr- istekjur, vegna dvalar hins er- lenda hers í landinu, hafa verið mjög miklar undanfarið, en engar upplýsingar hafa verið birtar um þær upphæðir. • STUTT ÆFIAGRIP Ríkisstjóri Sveinn Björnsson Hann er fæddur í Kaup- mannahöfn 1881. Útskrifaðist úr lærða skólanum í Reykjavík árið 1900 og tók próf í lögfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1907. Gerðist síðan yfir- réttarmálaflutningsmaður í Revkjavík til 1920 og þá hæsta- réttarmálaflutningsmaður um stund. Átti á þeim árum þátt í stofnun ýmsra merkra félaga og sat í stjórn þeirra. Má hér t. d. nefna Eimskipafélag Is- lands og Sjóvátryggingafél. ísl. Árið 1916 varð hann forstjóri Brunabótafélags íslands. Á stríðsárunum fór hann í vöru- kaupaferð til Bandaríkjanna fyrir nkisstjórnina. Árið 1920 Frh. á 7. bls. The World’s News Seen Through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Newsþaþer Publisked by THE CHRISTIAN SCIENCE PUBLISHING SOCIETY One, Norway Street, Boston, Massachusetts is Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Sensational- •SIn — Editorials Are Timely and Instructive and Its Daily Features, Together tvith the Weekly Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. Price $12.00 Yearly, or $1.00 a Month. Saturday Issue, induding Magazine Section, $2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 25 Cents. Obtainable at: Christian Science Reading Room 206 National Trust Building Winnipeg, Manitoba Hreinsið loftin . . . ÞÁ FÆST SIGUR VERÐBRÉF smíða loftför: VERÐBRÉF œfa flug- menn: VERÐBRÉF hlaða byssurnar, sem hreinsa óvinina úr loftinu, þetta er fyrsta spor hinnar miklu árósar. Því fleiri verðbréf sem þér kaupið þess meiri trygging er hermönnum okkar veitt. Veitið þeim alla yðar vörn. Sparið til þess að aðstoða þá. heir stofna lifi sínu í hœttu. Þér lánið peninga yðar. Lánið þá nú. Verjið bök þeirra með Stríðs Verðbréfum. The Viking Press Limited ^^Publishers of íbeímófevínsla

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.