Heimskringla - 12.05.1943, Síða 7

Heimskringla - 12.05.1943, Síða 7
WINNIPEG, 12. MAl 1943 HEIMSKRINGLA 7. SlÐA FRÁ STJóRNARRÁÐI ISLANDS Framh. frá 3. bls. varð hann sendiherra Islands í Danmörku og gegndi því em- bætti til 1924 er það var lagt niður um stund. Var þá hrm. og síðan á ný sendiherra er embættið var stofnað aftur 1926. Gegndi hann því síðan þar til hann var kjörinn ríkis- stjóri 17. júní 1941. Hann var alþm. Reykvíkinga 1914-1915 og 1920 og bæjarfulltrúi í Reykjavík 1912-20, form. bæj- arstjórnar 1918-1920. Átti sæti 1925 í milliþinganefnd í banka- málum. 1924 samdi hann f. h. Islands við Noregsstjórn um kjöttoll og var skýrsla hans um það mál prentuð 1925. Kona rikisstjóra er frú Geor- gia Björnsson af dönskum ætt- um dóttir Henrik Hoff Hansen lyfsala og justitsráðs í Hobro á Jótlandi. Eiga þau 6 börn. • Forsœtisráðh. dr. jur. Björn Þórðarson er fæddur 6. febr. 1879 að Móum á Kjalarnesi. Hann varð stúdent frá lærða sk,ólan- um í Reykjavík 1902 og lauk prófi í lögfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla 1908. Var síðan um hríð yfirréttarm. flm. í Reykajvík, en 1909-1910 sett- ur sýslum. í Vestmannaeyjum Stundaði því næst málflutning í Reykjavík og vann jafnfr. í fjármáladeild Stjórnarráðsins, 1912-1914 settur sýslum. í Húnavatnssýslu og síðan um tíma í Mýra- og Borgarf jarðar- sýslu, 1915-1919 starfsm. í dóms- og kirkjumáladeild Stjórnarráðsins og þá um hríð settur skrifstofustjóri þar. — 1919-1926 hæstaréttarritari. — 1929-1942 lögmaður í Reykja- vik. Dr. jur. frá Háskóla Is- lands, 1927 fyrir ritgerð um refsimál á íslandi, 1761-1925. Hefir síðan 1926 verið sátta- semjari ríksins í vinnudeilum. 1919-1926 form. í húsaleigu- nefnd Reykjavík. 1920-21 form. verðlagsnefndar. Hefir skrifað timaritsgreinar um lögfræði- leg og sagnfræðileg efni. Kona hans er Ingibjörg ólafsdóttir Briem og eiga þau tvö börn. • Frystihúsamálið Atvinnumálaráðherra hefir sent út svohljóðandi tilkynn- ingu urn það: “Eftir alllangar tilraunir og viðræður hefir nú hepnast að fá Breta og Bandaríkjamenn til þess að ganga inn á að hrað- frystan fisk megi búa um í pappaumbúðum í stað tré- kassa. Þessi breyting hefir i för með sér stóran létti fyrir þessa atvinnugrein. Þetta hagræði er í viðbót við það að áður höfðu þessar sömu þjóðir fallist á, að hafa mætti fisk- flök með þunnildum. Hvort- tveggja þetta eru mikil fríð- indi fyrir rekstur frystihúsanna og með þessu hafa nefndir að- ilar nú gengið inn á þau megin- atriði, sem farið hefir verið fram á, af Islands hálfu. Is- lendingar sjálfir eiga nú eftir að gera skil þeim atriðum, sem að þeim snúa, til þess að mál- um þessum verði komið á rétt- an grundvöll. • Vísitalan Kauplagsnefnd og Hagstofan STÆRSTI SJÓFLUTNINGUR ER SÖGUR HERMA BYRJAR BURTREKSTUR ÖXULÞJÓÐANNA ÚR MIÐJARÐARHAFINU Sá stærsti hermanna og hergagna flutningur sem fluttur hefir verið í einu lagi, átti sér stað er sambandsþjóðirnar heimsóttu frönsku nýlendurnar í Norður-Afríku. Var sá floti um 500 skip alls og var hans gætt og svo vel passaður af loftskipum bandamanna, að ekkert þeirra varð fyrir neinum hnekkir. Svo vel var þessi leiðangur útreiknaður, að hvergi skeikaði í einu eða neinu frá byrjun til enda. Myndin sýnir sum af þessum skipum á leið inn til Oran og hvar Bandaríkjamenn eru að hagræða byssum sínum fremst á myndinni. hafa reiknað vísitölu janúar-* 1 mánaðar og er hún 263. Hefir visitalan þannig lækkað um 9 stig frá því í desember. Lækkun vísitölunnar stafar aðallega frá verklækkunum á diikakjöti, smjöri og eggjum, sem ríkisstjórnin beitti sér fyr- ir. Frumvarp um verðlag 1 framhaidi af skipun við- skiftaráðs hefir ríkisstjórnin lagt fram nýtt frumvarp um verðlag. Fara hér á eftir þrjár fyrstu greinar frumvarpsins, en i þeim felst aðalefni þess: 1. gr. — Viðskiftaráð, sem skipað er samkvæmt lögum um innflutning og gjaldeyris- meðferð, frá 16. jan. þ. á., skal hafa eftirlit með öllu verðlagi og hefir það bæði af sjálfsdáð- um og að fyrirlagi ráðuneytis- ins vald og skyldu til að á- kveða hámarksverð á hvers- konar vörur og verðmæti, þar á meðal hámark álagningar, umboðslauna og annara þókn- unar, sem máli skiftir um verðlag í landinu. Svo getur Viðskiftaráð og úrskurðað um aðra kostnaðarliði, sem máli skifta um verðlagningu á vör um. Þá getur og Viðskiftaráð ákveðið gjöld fyrir flutninga á landi, sjó og í lofti, þar með talin farmgjöld og afgreiðslu- gjöld, ennfremur greiðslur til verkstæða og annara verktaka fyrir allskonar verk, svo sem pípu- og raflagningar, smíðar, málningu og veggfóðrun, saumaskap, prentun og því um Mkt. Þá getur Viðskiftaráð og ákveðið hámarksverð á greiða- sölu, veitingum, fæði, snyrt- ingu, fatapressun og aðgöngu- miðum og almennum skemtun- um og öðru sMku. Ákvæði þessarar greinar taka ekki til vörutegunda, sem verðlagðar eru samkvæmt sérstökum lög- um, né til vöru, sem seld er úr landi, eða launa fyrir verk, sem ákveðin hafa verið með samn ingum stéttarfélaga. 2. gr. — Ríkisstjórnin skipar verðlagsstjórn, sem gerir til- lögur til Viðskiftaráðs um verðlagsákvæði og hefir á hendi framkvæmd þeirra og eftirlit með að þeim sé hlýtt. Hann skipar trúnaðarmenn um land alt til verðlagseftirlits. — Hann hefir á hendi allan dag- legan rekstur í sambandi við verðlagseftirfitið. Ef upp rís ágreiningur um skilning á verðlagsákvæðum, sker Við- skiftaráð úr. Þeír, sem með verðlagseftir- lit fara samkvæmt lögum þess- um, geta krafið hvern sem er allra þeirra upplýsinga, skýr- slna og annara gagna, er þeir telja nauðsynleg í starfi sínu. 3. gr.'—Þegar Viðskiftaráð fjallar um verðlagsmál, skulu tveir nefndarmenn jafnan víkja úr ráðinu samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar í skipunarbréfum þeirra og skulu í þeirra stað koma verðlagsstjóri og annar maður er ríkisstjórnin skipar, með atkvæðisrétti um verð- lagsákvarðanir. í Viðskiftaráði ræður afl at- kvæða og eru úrskurðir þess og ályktanir fullnaðarúrslit verðlagsmála. Þó má taka mál til meðferðar að nýju, ef ástæð- ur hafa breyst eða nýjar skýrsl- ur komið fram er máli skifta. Viðskiftaráð er ekki ályktun- arfært um verðlagsmál nema það sé fullskipað. • Hinn 22. des 1942 stofnaði Landsbanki íslands kaupþing í Réykjavík og fara þar fram opinber viðskiftr verðbréfa og skráning þeirra. Tala kaupþingsfélaga er tak- mörkuð. Eru þeir 15 alls, eða 14 auk Landsbankans sjálfs. Brunabótafélag ísl., Rvík. Búnaðarbanki íslands, Rvík. Eggert Claessen og Einar Ás- mundsson, hæstaréttarmála- flutningsmaður, Vonarstræti 10, Reykjavík. Einar B. Guðmundsson og Guð- laugur Þorláksson, mála- stræti 7, Reykjavík. arstræti 10, Reykjavík. Jón Ásbjörnsson, Sveinb; Jónsson, Gunnar Þorsteins- son, hæstaréttarmálafl.m., Thorvaldsensstr. 6, Rvík. Kauphöllin, Hafnarstræti 23 Reykjavik. Landsbanki Islands, Rvík. Lárus Jóhannesson, hæstarétt- arm.fl.im., Suðurgötu 4, Rvík Málaflutningsskrifstofa Lárus- ar Fjeldsted og Theodórs Líndal, Hafnarstr. 19, Rvík. Samband ísl. samvinnufélaga, Reykjavík. Sjóvátryggingarfél. íslands h.f., Reykjavik. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, Reykjavík. Stefán Jóh. Stefánsson og Guð- mundur I. Guðmundsson, hæstaréttarmálafl.m., Aust- urstræti 1, Reykjavík. Söfnunarsjóður ísl., Reykjavík. Þeir eru verðbréfamiðlarar og fá hjá viðskiftamönnum sín- um y2% i umboðslaun af vaxta- bréfum og 1% af hlutabréfum. Viðskifti á kaupþinginu fara fram þannig, að kallað er upp verðbréfið sem framboð er á og setur þá sá fyrsta (hæsta) söluverð bréfsins. Ef einhver vill kaupa, segir hann til um verðið, sem hann vill gefa fyrir bréfið. Síðan er reynt hvort sölu- og kaupverð nái saman og ef svo er, fer fram sala og kaupverðið er þá hið skráða gengi. Nái sölu- og kaupverðið ekki saman fer engin sala fram. Druknanir árið 1942 Árið 1942 fórust 17 íslenzk skip og bátar og 62 Islendingar druknuðu í sjó, ám og vötnum. Árið 1941 druknuðu 147 íslend- ingar þar af 139 lögskráðir sjó- menn. Framh. - NAFNSPJÖLD - Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hotjrs : 12—1 4 P.M.—6 P.M. AND BV APPOINTMENT Thorvaldson & Eggertson Lögfrceðingar 300 NANTON BLDG. Talsimi 97 024 Dr. S. J. Jóhannesson 'ncr-V' - 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Talsimi 30 «77 Viðtalstími kl. 3—5 e.h. A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone 86 607 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Siml: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Wiimlpeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave., Phone 27 989 Presh Cut Flowers Daily. Piants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88 124 “ Res. 202 398 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC Cor. St. Mary’s & Vaughan Phone 22 866 Res. 114 Grenfell Blvd. Phone 62 200 FINKLEM AN OPTOMETRISTS & OPTICIANS Sjónin prófuð—Eyes Tested Gleraugu Mátuð-Glasses Fitted 200-1-2-3 Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Cor. Smith St. Phone Res. 403 587 Office 22 442 44 349 THE WATCH SHOP THOáLAKSON & BALDWIN Dlamond and Wedding Rings Agent for Bulova Wajtches ttarriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE LAUFBLAÐ 1 MUNNI Nú sprettur upp laufblað, sem lífgar geð, frá Mfsinis og náðar brunni. Eftir því sem að eg fæ séð útkrotað af náttúrunni. Faðernið hefir lið sitt léð og leynt því í forsælunni, nú fljúga upp glaðir fuglar með fagurgrænt laufblað í munni. Vorið alt signir með sefandi óð — frá svalandi blæ yfir græði. — Ef gætum við hverri gefið hljóð sannguðlegan frið og næði. Þá mundi ei framar benjablóð brenna af tryllingsæði. Þá skildum við syngja vor sólarljóð um sannleikans helgustu fræði. Yndo. INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU ICANADA Antler, Sask.....,..................K. J. Abrahamson Árnes, Man........................Sumarliði J. Kárdal Árborg, Man.........................,G. O. Einarsson Baldur, Man........................Sigtr. Sigvaldason Beckvilile, Man..................... Björn Þórðarson Belmont, Man..............................G. J. Oleson Brown, Man—........................Thorst. J. Gíslason Cypress River, Man................... Guðm. Sveinsson Dafoe, Sask.......................... S. S. Anderson Ebor, Man........................._.K. J. Abrahamson Elfros, Sask..................Mrs. J. H. Goodmundson Eriksdale, Man........................Ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask....................Rósm. Árnason Foam Lake, Sask..................................... Gim'li, Man...............................K. Kjernested Geysir, Man........................ Tim. Böðvarsson Glenboro, Man............................G. J. Oleson Hayiand, Man....................... -Sig. B. Helgason Hecla, Man........................Jóhann K. Johnson Hnausa, Man...........................Gestur S. Vidal Innisfaií, Alta.._________________ Ófeigur SigurðssoTi Kandahar, Sask.........................S. S. Anderson Keewatin, Ont.................................Bjarni Sveinsson Langruth, Man—.........................Böðvar Jónsson Leslie, Sask.......................Th. Guðmundsson Lundar, Man............................_..D. J. Líndal Markerville, Alta................. Ófeigur Sigurðsson Mozant, Sask....................... ...S. S. Anderson Narrows, Man.............I...............S. Sigfússon Oak Point, Man.....................Mrs. L. S. Taylor Oakvie^v, Man.........................._..S, Sigfússon Otto, Man...............................Björn Hördal Piney, Man.............................S. S. Anderson Red Deer, Alta.......................Ófeigur Sigurðsson Riverton, Man_____________ ...Thorsteinn Bergmann Reykjavik, Man........................Ingim. Ólafsson Selkirk, Man...................... S. E. Davidson Silver Bay, Man................'.......Hallur Hallson Sinolair, Man....................... .K. J. Abrahamson Steep Rock, Man..........................Fred Snædal Stony Hill, Man_______________;.........Björn Hördal Tantallon, Sask.................. Árni S. Árnason Thornhill, Man...................Thorst. J. Gíslason Víðir, Man............................Aug. Einarsson Vancouver, B. C._..................Mrs. Anna Harvey Wapah, Man............................Ingim. Ólafsson Winnipegosis, Man...........................S. Oliver Wynyard, Sask..........................S. S. Anderson í BANDARÍKJUNUM Bantry, N. Dak....................._E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash.....................Magnús Thordarson Grafton, N. Dak.........i...........Mrs. E. Eastman Ivanihoe, Minn....................Miss C. V. Dalmann Milton, N. Dak..........................J3. Goodman Minneota, Minn....................Miss C. V. Dalmann Mountain, N. Dak..................._Th. Thorfinnsson National City, Calif.......John S. Laxdal, 736 E. 24th St. Point Roberts, Wash......................Ásta Norman Seattle, Wash.......J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Upham, N. Dak..........................E. J. Breiðfjörð The Viking Press Ltd. Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.