Heimskringla - 02.06.1943, Side 4

Heimskringla - 02.06.1943, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JÚNl 1943 íreimslmrtgla (StofnuB 1886) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 011 vlðskiíta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Uitanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla" is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 2. JÚNl 1943 MEIRI VANDI EN VEGSEMD að skrifa ritstjórnargrein, sagði góður vinur minn við mig, fyrir löngu síðan. Hann var þá búinn að vera ritstjóri í mörg ár og hafði orð á sér fyrir að vera með ritfærari mönnum sem þá skrifuðu í blöðin. Mér þótti þetta nokkuð einkennileg staðhæfing, ekki sízt vegna þess að eg vissi ekki af neinum sem efaði það, að hann stæði vel í stöðu sinni og hjá hon- um væri um eins auðugan garð að gresja og bægt væri að finna. Áður en eg gat komið orði að, hélt hann áfram að útlista þetta fyrir mér, eins og hann væri að halda fyrirlestur fyrir fullu húsi áheyrenda í stað þess að beina orðum sínum til mín. Mig hafði lengi langað til þess að verða ritstjóri. Eg leit upp til þeirra sem settir voru í þá stöðu. Þetta voru leið- togar þjóðarinnar, menn sem á'litið var að vissu hvað þeir voru að segja, og sem fáir þorðu að vera á öndverðum meið við. Penninn er beittari og voldugri en sverðið, og líka vandfarnara með hann, en þau sannindi hefir mörgum yfirsézt. Loksins kom tækifærið. Þetta lang- þreyða, margeftirvænta tækifæri. Eg átti allmikla peninga og stofnaði nú fréttablað sem út átti að koma vikulega. Eg trúði því fastlega að minn andlegi máttur og megin gæti trygt fyrirtæki þessu langa lífdaga. Eg var ritstjóri, útbreiðslustjóri og for- st jóri — en þá var eg ungur og óhræddur við allar torfærur. Brátt varð mér það 1 jóst að ekki var alt þann veg, sem eg hafði ákosið. Blað- inu jókst ekki það fylgi sem eg hafði í byrjun vonast eftir. Eg heyrði jafnvel utanað mér, að margt væri öðruvísi en vera ætti, einkum þó ritstjóra spjailið. Eg var of sjálfstæður og stórgeðja til þess, að fara til mér reyndari manna í þeim efnum, til þess að afla mér þekk- ingar eða fræðslu um það hvernig þetta mætti betur fara. Eg tók því það ráð að gagnrýna þær greinar sem eg hafði látið frá mér fara, og las þær eins og þær ættu ekkert skylt við mig, heldur hefðu verið skrifaðar af mér óviðkomandi og ókunnum manni. Árangurinn varð sá að eg gat gert mér skýra grein fyrir tildrögunum að þvi, að mér hafði mistekist þessi fyrsta tilraun mín, að verða leiðtogi annara á hinu andlega sviði. Mér varð það ljóst að sökin lá hjá sjálf- um mér en ekki lesendunum, mér hafði yfirsézt að gagnrýna mín eigin skrif, og það varð mér til góðs að fá vitneskju um þetta, jafnvel þó það kæmi til mín á skotspónum. Árangurinn af þessari eigin yfirheyrsiu varð sá, að eg reyndi afyiremsta megni að fara inn á nýjar braútir, kanna nýja stigu í hugsun og rithætti. Eg varð mér þess meðvitandi að orðaval hafði ekki verið að sama skapi og orðafjöldi, að eg hafði notað óþarflega mangar skýringar — og jafnvel lýsingarorð — um sama efni, og stundum um sömu persónu, eða með öðrum orðum: Umbúðirnar voru pund, en innihaldið lóð, og þessu yrði eg að breyta ef vel ætti að fara. Annað fann eg athugavert við þessar ritsmíðar m'ínar. Eg hafði mörgum sinnum tekið mér fyrir hendur að skrifa um trúmál, eða það sem sumir nefna, trúarbrögð. í sjálfu sér var ekkert við það að athuga þó eg ritaði um þau mál- efni, en mér hafði hætt við því, að enda hugleiðimgar mínar í prédikunar-stíl, í stað þess að rökræða málið á skynsam- legan hátt og komast að óhrekjandi nið- urstöðu. Þessu mátti til að breyta. Þá var enn eitt sem eg fann ábótavant. Eg hafði alloft ritað greinar um héraðs og landsmál, og eg bar mikinn áhuga fyrir því að segja sem réttast frá öllu þeim viðvikjandi, en nú sá eg, mér til mikillar gremju, að víða hafði þar slæðst inn hitt og annað, sem bar ótvíræðan keim af hreppa-pólitík og öðru því liku. Eg hafði, i stað þess að segja hlutdrægn- islaust frá, dregið fjöður yfir-viss atriði, sem vel gat vilt mönnum sjónir við lest- urinn og dregið athygli þeirrá að alt öðru en til var ætlast. Margs annars hefi eg orðið var sem betur mætti fara, en læt hér staðar numið — að sinni. P. MIKIÐ ER TALAÐ um “Victory Gardens” — eða eftir því sem hægt er að komast næst að þýða það á íslenzkt mái, “Sigur-kálgarða”. I sjáLfu sér er mjög virðingarvert að fólk taki höndum saman að framleiða sem mest af öilum hliitum sem nauðsyn- legir eru til þess, að létta neyð hinna undirokuðu, og flýta fyrir þeirri stund að friður og velimegun riki meðal mann- anna. Allir sannir maniwinir munu sammála um þau atriði, hvar sem þeir búa á jörðinni, en undarlega kemur pað fyrir sjónir að lesa um það daglega aö margir þeirra sem hæzt hrópa á strætum og gatnamótum; “Victory Gar- den”, eru einmitt þeir rnenn og konur, sem allan vara hafa við að byrgja sig með vistum og öðrum nauðsynjum í tæka tíð þegar kvisast hefir að tak- marka eigi þetta eða hitt, af þeim vöru- tegundum sem nauðsyn er talin, að skifta verði sem jafnast og bróðurlegast til þess, að engin verði útundan eða liði fyrinbyggjanlegan skort. Eg þekki eitt dæmi meðal annara sem hljóðar upp á þetta og sem vel má í letur færa: Maður nokkur hafði ofurlitla land- spildu bak við húsið sitt, sem hann að nokkru leirti hafði notað til þess, að rækta fáein blóm á undanförnum árum. Þegar sannfrétt var að nú ætti að tak- marka sölu á kjötmat var það einn dag að nágrannakona hans kom að girðing- unni til hans og spyr hvort hann ætli ekki að nota þennan blett fyrir “Victory Garden”, það væri skylda hvers góðs borgara að framleiða alt, sem hægt væri, svo enginn þyrfti að líða skort því nóg yrði til, ef bróðurlega væri skift. Ekki er mér vel kunnugt hverju hann svaraði, en það var eitthvað í þá átt: Að maðurinn» lifði ekki af einusaman brauði. Daginn eftir, sem var siðasti dagurinn sem kjöt var selt án takmörkunar, kom vikadrengur einnar matsölubúðarinnar heim til þessa manns, með tuttugu pund af reyktu svínsfleski. Nágrannakona hans hafði ekki verið heima til þess að taka móti því, og þannig hylja fjölda synda. Þá öðlaðist maðurinn nýjan skilning á því, sem sagt var forðum: Maðurinn lifir ekki af einusaman brauði. P. ALt er gert til að reyna að menta mennina: Prestar eru ráðnir til að upp- lýsa fólkið, blöð og bækur prentaðar til þekkingarauka, og skólar stofnsettir tfl að kenna hyggindin. Og svo á það að vera, því spursmáls- laust er fáfræðin versti sjúkdómur mannanna, en þekkingin eini læknirinn. Menn aLa marga kvilla: hræðslu, hjá- trú og alskonar veikindi, en að öllum líkindum eru þetta alt börn heimskunn- ar. Hræðslan, það lakásta af áður töldu, er vissuJega afkvæmi hennar. Margur óttinn hefir þokað fyrir þekk- ingunni, en hörmulega mikið er eftir Samt, sem aukin skilningur þvær burt smátt og smátt. Nokkuð hafa menn lært í læknisfræði, kanske mikjð — en mest mun ólært i þeirri grein. Veikindi koma af þekkingarskorti á þvi hvað beri að forðast og hvað eigi að gera. Mentun er eigi öll í því að læra að lesa, skrifa og rei'kna, og heldur er hún eigi öll í háskólalærdómi — það er aðeins partur af henni. Hún er efni trúarbragð- anna, hugsananna og alls lífsins. Þekkingin leitast við að svara öllum spurningum daglega lífsins. Hún bendir á hvernig bezt sé að komast af við ná- grannana, ekki aðeins heima fyrir, held- ur einnig út í frá, hún kennir hvernig kynnast megi guði og lögmálum hans til heilla fyrir mennina, og bverniig megi venja sig af Ijótum vana, er þroskaðist við vankunnáttu og skilningsleysi. Sönn mentun kennir hvernig eigi að lifa, þjóna og þakka. SANNLEIKURINN LIFIR, — HÉGILJUR DEYJA Rœða flutt i Sambandskirkjunni i Win- nipeg, í minningu um 400 óra dónar- afmœlis stjörnufrœðingsins Nikúlás Kopernikus, af séra Philip M. Pétursson, sunnud. 30. mai. Sá texti úr ritningunni sem lýsir bezt þeirri hugsun, sem er efst í huga mínurn í kvöld, er textinn úr Jóhann- esar guðsipjalli sem hefir verið skoð- aður sem nokurskonar grundvallar- texti hreyfingar vorrar, — “þér munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.”—Jóh. 8.32. En hugmyndin sem vákir fyrir mér, þó að hún finnist í þessum orðum, fær enn betri skýringu í orðum stjörnufræð- ings eins fyr á tímum á Englandi, Her- sdhell að nafni. Þeir voru í raun og veru tveir með sama nafnið, Sir William Her- sohell og Sir John Herschell, feðgar, báð- ir merki menn á sinni tíð. En annar þeirra, eg veit ekki hver, á að hafa talað þessi orð: “Hver, sem hefir einu sinni skiilið hvernig sannleikur leiðir til sann- leiks, getur aldrei ieyft sér að setja tákmörk á iþek.kinguna.” (Þetta er mjög lausleg þýðing, en eg held að mein- ing orðanna s’kiljist). Á þeim dögum þegar þessir menn voru uppi, og fyr á tímum, voru einstakir menn til, eins og þessir, sem skildu það, að rangt og syndsamlegt er að reyna að ta'kmarka þekkingu eða að halda sann- leikanum í skefjum, og að til þess að sannleikurinn fái fulla og frjálsa viður- kenningu ,verði hver maður að hafa fult frelsi, og full réttindi til að láta skoðanir sínar í ljósi. Þannig segir Jobn Stuart Mill, fræðimaðurinn mikli: “Ef að alt mannkynið nemá einn maður, væri á sömu skoðun, og aðeins einn á öfugri skoðun, þá hefði mannkynið engan meiri rétt til að þagga niður í þessum eina manni, en hann hefði (ef hann væri nógu voldugur), til að þagga niður í mann- kyninu.” Hverjum manni, verður að veitast fult frelsi til að tala, — til að láta skoðanir sínar í ljósi — umfram öll önnur réttindi, til þess að sannleikurinn fái að lokum að ná tilgangi sínum, og að villur hverfi. “Þér munuð þekkja sannleikann, og ‘sannJeikurinn mun gera yður frjálsa.” Eða í orðum stjörnufræðingsins: “Hver, sem einu sinni hefir séð hvernig sann- leikur leiðir til sannleiks, getur aldrei leyft sér að setja takmörk á þekking- una?” Vér viðurkennum þessar skoðanir nú, en viðurkenningin ko«i seint, og spurn- ingin sem vér verðum að leggja fyrir oss nú er hvort vér höfum lært af reynsl- unni, og hver afstaða vor verið í fram- tíðinni er menn bjóði fram nýjan sann- leik. Höfnum vér honum, og berjumst á móti honum eins og menn gerðu forðum? eða gétum vér eitthvað lært af villum þeirra, þar sem vér sjáum nú hve langt af leið þeir viltust og hve rangsnúnir þeir voru í skoðun og framkomu gagnvart þeim, sem voru þá að bera fram þann sannleika, sem hefir nú hlotið almenna viðurkenningu? Mörg dæmi mætti koma með sem bera vott um það, hve treglega menn viður- kenna sannleikann, og hvernig þeir, meira að segja, berjast á móti honum eins og hann væri meinleg villukenning. En eift af helztu dæmum þess, er sag- an um stjörnufræðinginn mikla Koperni- kus, sem samdi og gaf út ritverk sem hann nefndi “Bækur um farbrautir him- intunglanna” á tímum sem að heimurinn alliur trúði enn, að jörðin væri mið- punktur sköpunarverksins, og að allir hnettir heimsins snerust um hana. Og jafnvel eftir að anndr fræðimaður, Galileo, hafði sannað kenningu Koperni- kusar, hugðu menn að hún væri samt villukenning, og Galileo varð að afneita henni fyrir rannsóknarrétti kalþólsku kiikjunnar. Þannig sjáum vér hve treg- ir menn voru að viðurkenna sannleik- ann. Og vér getum vel spurt hvort að menn séu nokkuð fljótari nú á dögum að viðurkenna sannleikann en þeir voru þá, hvort að þeir hafi no'kkuð lært af sög- unni eins og hún gerðist. Þetta eru spurpningar sem alheimsgeimnum; maðurinn, hver maður ætti að leggja fyrir sem átti að vera kóróna sköp- sig, og athuga vel og gaum- unarverksins og falinn sér- gæflega, því það er á afstöðu stakri forsjón guðs, var nú alt margra gagnvart sannleikan- í einu orðinn að hinni Lítilmót- um sem öll framtíðin byggist. I legustu veru, og himininn, sem En aðal tilgangur minn hér. í áður var svo nærri mönnum, kvöld, auk þess að bera fram að menn þóttust sjá hann ber- þessar spurningar, er að heiðra um augum, var nú kominn í minningu hins mikla manns,1 ægilegan fjarska, en þar, sem sem steig eitt hið mikilvæg- menn áður hugðu himininn, asta spor sem nokkurntjmia1 var ekkert nema gufuhvolf og hefir stigið verið í framfara og ómœlisgeimur. Von var, þótt sannleiksátt, á seinni öldum þó mönnum brigði við í fyrstu og að heimurinn væri ekki undir fyndist einis og fótunum væri það búinn að viðurkenna hann kipt undan sér.” — (Vestur- eða kenningar hans fyr en lönd — Ág. Bjarnason). mörgum tugum ára seinna. Fjögur hundruð ár eru nú .1 En er tímar liðu, og sann- anir fyrir hinni nýju kenningu liðin á þessum yfirstandandi' fóru smámsaman að birtast, mánuði, síðan að hann dó, þessi þrátt fyrir mótspyrnu, ekki að- mikli fræðimaður sem eg mínt-! eins kirkjuvalda en einnig ist Nikúlás Kopernikus. Hann1 lærðra manna á öðrum svið- var vísindamaður, læknir,1 um, fór skilningurinn að auk- prestur og stjörnufræðingur, | ast hjá mönnum hvað væri en með þeim mun, að hann var sannleikur og hvað hégiljur og frumlegur í hugsun, og varð; hégómi. Og þá fóru menn sannleiks var, sem aðrir sáu! einnig að verða þess varir, hve ekki né skyldu, né vildu viður-j miklu meiri og flóknari leynd- kenna. Hann dó 24. maí árið' ardómar heimsins voru, en 1543, sjötugur að aldri. Og no'kkur þeirra hafði nokkurn mér fanst eg ekki geta látið tíma gert sér hugmynd um. þann dag líða hjá, án þess að Þeir fóru að skilja það, sem stjörnufræðingurinn Galileó skyldi, er hann kyntist kenn- i . minnast hans, þessa víðsýna, þessa frjálsbugsandi anda, sem fylgdi mannúðarstefnunni, og ingu Kopernikusar og fékk raunsæinu, og lót ekkert fyrst hugmynd um hvað í standa í vegi fyrir sannleikan-1 henni var fólgið. Hann sagði: um ,eins og hann skyldi hann ] “Ekki mega menn halda að eða fann hann vera. Hann það nægi til þess að skilja þær skildi það, að ómögulegt er að hinar djúpu hugsanir, er standa takmarka þekkinguna. En aðr- ] skráðar á þessum himintöflum, ir skildu það ekki, og hugðu að að taka eftir ljóma sólarinnar þeir og samtíð þeirra hefði þeg- ] og stjarnanna og athuga, hve- ar fengið aðgang áð öllum nær þær koma upp og ganga sannleikanum og að enginn! undir; alt siíkt liggur í augum meiri sannleikur væri til. Þess-: uppi fyrir sjónum skynlausra vegna urðu margir óvægir skepna og ómentaðrar al- dómar feldir um bók hans. Meðal þeirra sem dæmdu þýðu. En að báki þessu leyn- ast svo djúpsæ leyndarmál og hana voru lærðir prestar og SIV° háleitar hugmyndir, að á- vísindamenn. Einn sem feldi dóm um hana var Marteinn Lúter, og hann gerði gabb að henni og sagði, að með henni væri heiminum týlt á höfuðið. Og annar kirkjulegur leiðtogi, Melanchton, sem þó jafnan var varfærnari í orðum, kvað hana sprottna af hættulegri nýungagirni. Og seinna, er bókin breiddist út og kenning- ar hennar urðu kunnar hjá reynsla og næturvökur hundr- uð hundraða hinna glögg- skygnustu anda í þúsundir ára myndu ekki nægja til þess að skilja þær til fulls. • En þó að kenning Koperni- kusar hlyti viðuhkenningu ein- stakra manna, spyrnti fjöldinn á móti henni, og meðal þeirra, þeir, sem mikil völd höifðu, eins og t. d. kaþólska kirkjan. Það varð, eins og Sir James Jeans, mönnum, þá “keptust allar stjörnufræðingurinn, segir um kirkjudeildir um að hrakyrða ] þessa hluti: “Mannlegum hé- hana og banna lestur hennar” j góma, með tilstuðlun kirkju- — og ekki alveig að ástæðu- valdanna, tókst að gera veginn lauisu, að þeim fanst, því kenn- ósléttan og erfiðan fyrir alla, ingar hennar drógu allar sem þorðu að draga athygli kirkjulegar hégiljur og kredd- ur um sköpunarverkið í efa! Eða eins og einn fræðimaður hefir sagt, er ritað hefir um þetta: Hún hafði að geyma “hvorki meira né minna en hreina og beina umturnun á manna að því, hve lítilifjörleg jörðin er í samanburði við al- heiminn.” Hér í þessu tilfelli, eins og í svo mörgum öðrum, var bar- áttán milli sannleikans og hé- gómakendra kenninga, sem öllum hugmyndum manna um staðið höfðu í ótal aldir. Á alheiminn. Kopernikus kipti ] meðan að menn vissu ekki bet- jörðunni út úr kyrstöðu sinni í miðbiki heims, og gerði hana að reikistjörnu; en sólina setti hann aftur á móti í hennar stað. Um 'það fer hann þess- um orðum: ‘hver mundi vilja finna henni (sólunni) annan eða betri stað í þessu dýrlega alheimsmusteri en þenna, það- an sem hún getur lýst um heim allan? Því hafa menn ekki ur, var ekki við öðru að búast, en að þeir héldu sér við það, sem þeir skildu sannleikann vera. Villan er ekki í því að halda sér við gamlar kenning- ar á meðan að annað fullkomn- ara þekkist ekki. En villan er heldur í því, að hafna öllu nýju í blindni og með ofsa og fyrir- dæmingum, ef að það kemur sem minst í bága við hinar við- með óréttu nefnt hana ljós teknu skoðanir, og í því að heimsins, sál hans og drottinn,1 neita að rannsaka nokkuð hinn sýnilega guð. Frá kon- ungsstóli sínum stjórnar hún göngu allra þeirra stjarna, er snúaist umlhverfis hana, svo að nýtt, í anda sannleiks eða skilnings. En það var þetta, sem menn neituðu að gera í sambandi við kenningar Kop- vér í þessu skipulagi heimsins ernikusar, og einnig í sambandi sjáum hið aðdáanlegasta sam-1 við rannsóknir og sannanir ræmi og svo fast og ákveðið samband er milli hreyfinga og stærða hinna einstöku himin- bauga, að það á engan sinn lí'ka.” — (Vesturlönd — Ág. Bjarnason). Ennfremur segir þessi heim- spekingur: “En hví var mönn- um nú hugmynd þessi um kyr- stöðu sólar svo mjög á móti skapi? Jú, jörðin, sem áður hafði verið þungamiðja heims, var nú orðin að agnardepli í Galileó, sem á eftir honum koim, og bygði á þeim grund- velli sem hann hafði lagit. Þeir neituðu að rannsaka þær kenn- ingar, en fyrirdæmdu þær heldur, rannsó'knarlaust í blindni og ofsa. Og það er þetta sama, sem gerist enn þann dag í dag, i flestum mál- um, þó að það beri mest á þvi í trúmálunum. Menn halda sér við gamlar og úreltar kenning- ar, við hjátrú og hégiljur og %

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.