Heimskringla


Heimskringla - 02.06.1943, Qupperneq 6

Heimskringla - 02.06.1943, Qupperneq 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JÚNÍ 1943 “Jæja,” svaraði hann, “eg skai ekki von- ast eftir svarinu fyr en þér hafið séð sjálfur örið, sem eg er að spyrja um hvað gamalt sé. Eg vi/1 að þér komið með mér í vagninum mínum og mun eg þá fara með yður til þess- arar persónu, sem hefir örið, er eg vil vita hvað gamalt sé. Eg mun kynna yður með fölsku nafni, og enginn skal vita um, að þér séuð læknir. Alt sem þér þurfið að gera, er að sarriþykkja alt, sem eg segi, og þegar eg sýni yður örið, verðið þér að rannsaka það eins vel og þér getið. Eftir á mun eg spyrja yður um skoðun yðar.” “Eg get frætt yður á því,”1 bætti hann við, “að þetta er mjög þýðingarmikið mál, og að þér eruð einn af mörgum frægum læknum, sem verðið spurðir að þessu sama. Oss er það mikið áhugamál að fá eins ákveðinn dóm ií þessu máli fná hendi læknanna og auðið verður. Mig langar ekki til að leyna yður neinu. Það getur verið að þér verðið ein- hverntíma kallaður fyrir rétt til þess að vitna um álit yðar sem sérfræðingur, hvað þetta ör snertir og aldur þess. Og komi það fyrir, þá skal eg sjá um, að yður verði goldin rifleg ómakslaun. Með þetta í huga óska eg að þér leggið vel á minnið alt, sem eg nú hefi sagt yður, og hvernig eg lagði þetta verk fyrir yður, án þess að hafa nein áhrif á dóm yðar með því að sgja yður hvort mér falli vel eða illa, hvort þér álituð örið gamalt eða nýtt.” — “En hvað gengur að þér Fostella?” sagði dr. Lomar og sneri sér að Mrs. Forsythe. “Þú ert orðin náföl. Ertu að fá þetta aðsvif á ný?” Með auðsæilegri fyrirhöfn hepnaðist Mrs. Forsythe að ná valdi yfir geðhræringum sín- um. Hún neyddi sig til að brosa og með dá- samlegu snarræði, tókst henni að beina at- hyglinni frá sér og að Lomar, með því að biðja hann að halda áfram með söguna. “Nei, Eustaee, lí þetta skiftið hefir þér missýnst. Mér hefir aldrei á æfi minni liðið betur en núna. Mér þykir mjög gaman að sögunni þinni.” “Jæja, eftir iþennan formála steig eg inn í vagninn,” mælti læknirinn, “og ók ásamt þessum nýja kunningja miínum, að húsi einu. Við fórum þangað inn og hittum þar fyrir ljómandi fallega unga stúlku, svo fríða, að slík er sjaldséð.” “Fallega unga stúlku,” hrópaði Moxley. “Já, þetta fer nú að verða gaman, Lomar. Blessaður haltu áfram með söguna.” “Allir fóru að hlægja, jafnvel Mrs. For- sythe, en Ellen, sem veitti henni nákvæma athygli, sá að hún var á ný gripin af skelf- ingu, er læknirinn ihélt áfram með sögu sína. Hendi hennar tók að titra, er hún bar vasa- klútinn upp að vörunum, en hún sagði ekkert. Lomar hélt áfram sögunni: “Lítið á,” sagði þessi nýi ivinur minn, málafænslumað- urinn, við ungfrúna, “þetta er Mr. Orton, sem* eg sagði yður frá. Hann var góður vinur föður yðar og ætti að þekkja yður mjög vel. Yður er það víst ekkert á móti skapi, að hann líti á yður?” Unga stúlkan hló hálf hræðsilu- lega, að því sem mér virtist og sagði; “Ónei, hreint ekki.'Eg hefi ekkert út á það að setja. Hann getur séð eins mikið og hann vill.” “Hún var of hávær og frekjuleg til þess að mér félli hún í geð, en samt var hún ekki ruddaleg. “Dökt hár eins og þér sjáið,” sagði lögmaðurinn. “Er það ekki rétt?” “Jú”, svaraði eg, “alveg rétt.” “Og dökk augu. Líka rétt, eða hvað?” “Jú”, svaraði eg, “stendur alt saman heima. Og svona hélt hann áfram að lesa upp hin persónulegu ein- kenni hennar rétt eins og hún hefði verið hestur, sem hann var að reyna að selja mér. En það sem síðast skeði því getið þið ekki getið upp á.” Þau gáfust öll upp við það án þess að reyna það. “Já, síðast lét lögmaðurinn ungu stúlk- una fara úr sokknum og sýna mér vinstri fót sinn.” Moxley og konan hans voru svo hugfang- in af sögu læknisins að þau veittu Mrs. For- sythe enga eftirtekt, en Ellen sá að henni leið mjög illa, og tortryggnisblær kom á augu Miss Moxley er hún horfði á hana. “Hann kom henni til að sýna mér fótinn,” sagði læknirinn, “og sá eg þá að eina tána vantaði. Þarna var þá örið, sem lögmaður- inn hafði talað um. “Jæja,” sagði hann þegar við vorum komnir út í vagninn, “var það gam- alt eða nýtt?” “Ja, því get eg ekki svarað með vissu,” sagði eg hlægjandi. “En þér getið sagt mér þetta: Er það átján ára gam- alt?” “Fostella, þú ert veik. Það þýðir ekkert fyrir þig að neita því. Það er eins og þú hefir séð draug. Andlit þitt er náfölt, hendur þinar titra. Eg er hræddur um, að þú sért að veikjast og það álvarlega. Það er bezt að við förum strax.” “Nei,” svaraði hún hásum rómi, “þú mátt ekki mán vegna hætta við svona skemtilega sögu. Lofaðu okkur að heyra hverju þú svaraðir lögmanninum. Hvert var örið gam- alt eða nýtt?” “Það gat ómögulega verið átján ára gam- alt.” Mrs. Forsythe stökk svo skyndilega á fætur, að þau urðu öll forviða. — Hún horfði á ELlen með óskaplegum heiftarsvip og svo leit hún á dr. Lomar. “Dr. Lomar,” æpti hún, “hefir þessi flá- ráða, svivirðislega kvensnipt er þarna stend- ur, fengið þig til að segja frá því, sem þú hefir sagt frá núna?” Lomar stóð undir eins á fætur. “Mrs. Forsythe,” sagði hann með þrum- andi raust, “ertu orðin brjáluð?” Hann hvesti augun svo ákveðinn á hina æðisgengnu konu, að hún vék undan. Hún starði á ihann í augnablik og svo breyttist heiftarsvipurinn í skelfingarsvip. Fyrir aug- um allra viðstaddra, vafði hún handleggjun- um um háls hans og sagði: “Eustace, Eustace, fyrirgefðu mér! Eg vissi ekki hvað eg sagði.” Og svo steinle^ð yfir hana. 17. Kap. — Miss Moxley reynir á ný. Næsta morgun bar sendisveinn nokkur bréf frá Bellavoin stræti til skrifstofu Lomars læknis, og tók með sér svar til baka. Þetta eru bréfin, sem hann bar: Kæri vinur! Mig langar til að biðja yður bónar, sem þér álítið kanske fremur óvenjulega, og þeim mun frekar vegna þess, að eg get ekki skýrt yður frá ástæðunum fyrir henni, eða hvers vegna eg sný mér til yðar. Eg veit ekki hvort að þér munuð Líti svo á, að þér hafið rétt til að veita mér þessa bæn mína og gefa mér þær upplýsingar, sem eg æski eftir, en mér er óhætt að fullyrða, að hvort sem þér verðið við ósk minni eða hafnið henni, þá verður það okkar á millum og fer ekki lengra. Eng- inn skal nokkuru sinni fá að vita, að þér hafið sagt mér frá þessu, ekki einu sinni hann bróðir minn. Þessari dirfsku minni til afsökunar skal eg færa þér ástæður, að mér er mjög ant um velferð iþeirra, sem mér eru nánastir. Eg er viiss um að þér, Dr. Lomar, vitið það, að ástæðan fyrir bón minni er ekki af forvitni sprottin né unggæðingshætti, og veitir það mér djörfung til að nota mér hina bróðurlegu vináttu, sem þér hafið ætíð sýnt mér. Ef þér gætuð sagt mér nafn lög- mannsins, sem þér sögðuð okkur frá í gær- kveldi, þá væri það mér mikil hjálp í baráttu þeirri, sem eg hái nú og virðist næstum von- Laus, en eg hefi ásett mér að sigra. Þetta er alt sem eg bið um. Hvorki Julian né Annetta vita neitt um þetta spor, sem eg hefi stigið í þessa átt. Eg geri þetta upp á eigin spýtur án þess að neinn annar í víðri veröldu viti neitt um það. Hvernig Mður Mrs. Forsythe i dag? Eg vona að hún hafi náð sér til fulls eftir lasleikann í gærkveldi. Yðar einlæg vinkona, Ellen Moxley Til Dr. Eustace Lomar. Kæra MLss Moxley! Eg svara bréfi yðar án þess að hika neitt. Nafn málafærslumannisins og heimilisfang er: Frederick Bornstein, nr. 90 Park Row. Eg veit að þér munuð nota þessar upplýsingar á réttan hátt, og vara yður einungis við að láta ekki hinn mikla áhuga yðar hlaupa með yður í gönur. Þér megið ekki, Miss Moxley, láta það koma fyrir. Eg treysti því að þér hugsið ætíð til mín sem vinar yðar og að þér hikið aldrei við að Leita til mán með hvað, sem eg get verið yður hjálplegur með. Þér megið treysta því að hjálp mín stendur yður ætíð til boða. Mrs. Forsythe er allmikið veik. Hún biður mig að afsaka við yður, hin ósann- gjörnu og ljótu ummæli hennar í yðar garð, er hún sagði í gærkveldi. Húrí segist hafa haft óþolandi kvalir alt kvöldið og hafi þess vegna sagt það, sem hún sagði er hún gat ekki lengur þolað við. Hún ætlar sjálf að koma og bera fram afsökun sína, þegar henni líður betur. Yðar einlægur, Eustaoe Lomar Síðari hluta þessa dags fór Miss Moxley út í bæinn. Hún lagði leið sina beina leið til Park Row, og skömmu síðar var henni boðið inn í skrifstofu Lítils, gráhærðs og gareals manns, sem hafði óvenjulega hvöss augu. — Hann tók á móti henni með mjög mikilli kur- teisi og bauð henni inn í einkaskrifstofu sína. “Mr. Bernstein,” sagði Ellen, sem strax sneri sér að erindinu, “eg verð að segja yður að erindi mitt við yður er einkamál mitt og nánustu ættingjar mínir vita ekkert um það.” “Þér getið verið óhræddur, ungfrú,” sagði hinn aldraði herramaður er hann lok- aði 'hurðinni. “Það er einn hluti lífsstarfs míns að hlusta á trúnaraðmál fólks, sem leit- ^r til mín. Þessir veggir eru álgerlega heyrn- arlausir.” “Fyrst verð eg að segja yður hver eg er. Eg heiti Miss Ellen Moxley. Bróðir minn er Mr. Julian Moxley og búum við í nr. 20 Bell- avoin götu.” “Mér þykir vænt um að fá að kynnast yður, Miss MoxLey. En fáið yður umfram alla muni sæti, Miss Moxley.” Bernstein lögmaður strauk vandlega rykið af stól einum og lét svo stölinn á mitt gólfið hjá borði, sem var þakið grænum dúk. Ellen fékk sér sæti og fór lögmaðurinn að dæmi hennar og setjist 'hinumegin við borðið. “Jæja þá, kæra ungfrú,” sagði hann hug- hreystandi, “verið óhræddar að tala við mig. Segið mér hreinskilnislega alt, sem þyngir hjarta yðar, og segið það eins og þér væruð að tala við hinn tryggasta vin yðar.” Er hún hafði fengið þessa uppörfun, tók Miss MoxLey hiklaust til máls: “Eg veit ekki nema að þér munuð álíta mig eitthvað ruglaða þegar eg hefi lokið máli mínu. Eg er ekki komin til að leita ráða hjá yður né bera fram grun gegn neinurn. Eg er einungis hér til að segja yður frá sérstökum staðreyndum, sem eg hefi rekist á, því að eg held að líkindi séu til þess, að þær geti orðið yður að miklu liði. Ef það reynist ekki svo, þá hefi eg samt gert skyldu mína og létt á samvizku minni. Lögmaðurinn leit á hana brosandi og kinkaði kolli til merkis um, að hún skyldi halda áfram. “En um eitt verð eg að biðja yður,” bætti Ellen við, “að þér segið aldrei neinum frá komu minni hingað, hverjar svo afleiðing- arnar af henni kunna að verða.” Hinn kurteisi lögmaður fullvissaði hana um að þessi beiðni hennar skyldi áreiðanlega verða henni veitt. “Þá ætla eg að byrja á erindinu, sem knúði mig til að fara hingað,” sagði ELlen. “Þér munið eftir atriði, sem vakti mikla eftir- tekt og umtal í blöðunum, og kom fyrir hér fyrir utan bæinn í desember í haust eð var. Það var óþekt stúlka, sem fanst fyrir framan Somerset giStihúsið?” “Það er eins og mig minni að eg sæi hin- ar stóru fyrirsagnir í blöðunum, en eg er alveg viss um að eg las ekki um atriðin.” “Jæja, í stuttu máli sagt, þá fundum við vesalings stúlkuna í klettunum fyrir neðan • veginn fram undan gistihúsinu, og tókum hana heim með okkur — bróðir minn og eg. Hún var alveg meðvitundarlaus, en uppskurð- ur læknaði hana til fulls af því, og nú er hún gift bróður mínurn. En þetta snertir ekkert það, sem eg ætla að segja yður. Það sem eg hélt að yður þætti gaman að heyra er þetta: Það var og hlýtur að hafa verið eitthvert samsæri gert til að ráða hana af dögum vegna einhverra leyndra ástæða. Hún hafði verið álin upp á heimili mjög undarlegs manns, sem heitir Leander Dye, og sem Leynir því ekkert að hann sé ekki faðir hennar, en segir okkur samt, að hann viti ekki hverjir foreldrar hennar hafi verið.” “Sögðuð þér Leander Dye? Miss Moxley, leyfið mér að spyrja hvert hann sé ekki frem- ur ræfilslegur maður, sem altaf litur út eins og hann sé nývaknaður við úr brennivíns- roti?” “Þér gátuð ekki fengið betri orð til að lýsa honum með, Mr. Bernstedn.” “Já, eg þekti hann þá. En eg skal ekki tefja fyrir yður.” “En þér hafið kanske lesið í blöðunum, það sem eg ætla að segja yður, að þessi stúlku aumingi, sem varð fyrir morðtilraun- inni hefir einhverntíma fyrir eitthvert óhapp mist eina tána á vinstra fæti.” “Nei, hvað eruð þér að segja!” hrópaði gamli lögmaðurinn og hoppaði upp af stóln- um í ákafanum, sem á hann kom. Hann náði sér samt brátt aftur. “Ó eg bið yður að af- saka mig, Miss Moxley. En satt að segja gerðuð þér mér hverft við, þar sem eg vár að hugsa um alt annað. Eg verð stundum eins og hugsi, skal eg segja yður. Eg get ekki að því gert, þetta er gamall vani. Svo sögðuð þér alt í einu eitthvað, og kölluðuð mig aftur til veruleikans, og það heldur en ekki skyndi- lega. Hvað var það, sem þér sögðuð um eitt- hvert óhapp? Gerið svo vel og haldið áfram. Hirðið ekkert um mig! Haldið bara áfram!” Málafærslumaðurinn settist aftur í sæti sitt, en hann sat nú ekki lengur andspænis Miss Moxley, heldur sneri sér til hliðar og skygði á andlitið með hendinni. “Eg þarf ekki, herra minn,” mælti ELlen, “að halda lengur áfram ef þetta, sem eg hefi að segja yður er yður ekkert áhugamál. Nú ætla eg að segja yður dálítið annað, sem eg hefi engum öðrum sagt. Er bróðir minn hafði látið telja sig á það að hætta öllum frekari rannsóknum gagnvart Dye og sambandi hans við ungu stúlkuna, sejn hann hafði alið upp sem dóttur sína, þá tók eg það að mér að rannsaka þetta sjálf eins vel og mér væri frekast unt. Kvöld eitt fyrir nokkrum vik- um sáðan, notaði eg mér tækifæri, sem mér bauðst til að gera það, sem kanske er ekki sem réttast fyrir unga stúlku að gera, sem sé að veita Mr. Dye eítirför gegn um stræti bæj- arins. Eg sá hann ganga mn í 'huis eitt, og husio var heimili Mrs. Forsythe.” “Aha!” málafærslumaðurinn sagði ekk- ert meira, en meö þessari upphrópun var eins og hann vildi segja: Já, þvi gæti eg vel truaö! Hann horiöi meö skæru augunum sinum hvast á Miss Moxiey. lUien virtist aö hun sæi bæði tortrygni og vanu aust a augum nans. •’Ja, iVir. Bernstein, hann var þar inni timum saman. pegar nann ior ut þa gehk eg ínn x nusxo. vmnukonan tok mtsgrip a mer og njukrunarkonu, sem paö atti von a, og íór meo mig upp í sveinneroergi a annan næð. Par laiin eg Mrs. ronsythe og unga stúlku, eitthvao tuttugu ara gamia. Pessa somu stuikii hatði eg séö aka meö frunni þennan sama dag. Hun la nu uppi i ruminu undir áhriíum svæfingariyfs. Eítir þvi sem eg gat séð, lá hún þarna beríætt og rekkvoðin var öll bióðug. Þar lágu á disk á borðinu, gló- andi hártangir, en lykt af brendu kjöti lagði um alt herbergið.” Lögmaðurinn tók bráðlega hendina frá andlitinu og sagði hranalega, sem var mjög gagnstætt hinni kurteislegu framkomu hans áður: “Hættið, hættið!” sagði hann og sló hnefanum ofan í borðið. “Eg er maður, sem er blátt áfram og Líkar engar vífilengjur. Eg er gamall lögmaður. Komið með kröfur yðar umsvifalaust, Miss Moxley. Eg hefi hin síð- ustu 14 árin átt í svipuðu stappi og eg hugsa að eg sé maður til að annast þetta. Þessar miklu umbúðir að málefninu gætu kanske dugað við yngri mann en eg er, en þær þýða ekkert við mig. Segið mér hreinskilnislega og brotalaust, hver krafa yðar er. Það er besti vegurinn, lang bezti vegurinn. Hvað viljið þér annars? Hvað vitið þér um For- sythe málið? Hvaða sambönd hafið þér við það, eða þá sem að því standa?” Miss Moxley horfði á manninn, sem kom með allar þessar spurningar með óblandinni forundrun. “Mr. Bernstein,” sagði hún, “þér hafið til allrar óhamingju gleymt því, sem eg sagði yður er eg kom hér fyrst — að eg þekti ekkert til þessa máls nema það, sem eg hefi nú sagt yður . Eg er viss um að eg hefi aldrei á æfi minni heyrt um Forsythe málið.” Gamli maðurinn horfði á hana með tor- trygni og undrunarsvip. .“Nei, en,” sagði hann dálítið mýkri á manninn, “það er ómögúlegt, Miiss Moxley. Það er alveg ómogulegt.” “Jæja þá er það nú samt sannleikurinn, þótt það sýnist ómögulegt. Eg hefi sagt yður alt sem eg veit,” svaraði Ellen. “En til hvers komuð þér hingað?” Það skal eg segja yður. Næstum því á hverjum degi síðan eg sá þessa undarlegu sjón i herbergjum Mrs. Forsythe, hefi eg reynt að hugsa mér eitthvað, sem gæfi mér skýr- ingu á þessu. í gærkveldi heyrði eg — eg má ekki segja yður á hvern hátt eða frá hverjum — nokkuð, sem virtist gefa mér útskýringu á þessu, þessvegna kom eg til yðar.” “Með öðrum orðum, einhver hefir sagt yður um þessa nýju kröfu, sem gerð hefir verið af Miss Stevenson.” “Nei, eg hefi aldrei heyrt hana nefnda fyr en nú. Það sem eg heyrði var um vinstra fótinn, sem tána vantaði á.” Lögmaðurinn virtist fá nýjan skilning á þessu. “Já, nú skil eg. Einhver læknir hefir sagt eitthvað. Eg bið yður að afsaka ó- kurteisi mina, Miss Moxley. En ef þér vissuð hvíLíkan rekstur eg hefi haft í þessu undar- lega máli, mundi yður ekki furða á því. Eg get áreiðamlega notað upplýsingar yðar. Eg skal áreiðanlega rannsaka þetta, þrátt fyrir þótt það virðist ótrúlegt, og vegna þess að þér lítið út sem hefðar mey, skal eg reyna mitt ítrasta til að trúa sögu yðar. Þetta er nú hreinskilið og einlægni, Miss Moxley. Þetta er að koma rétt fram við yður. Er það ekki satt?” Miss Moxley varð kafrjóð. “Eg get alls eigi láð yður vantrú yðar,” sagði hún.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.