Heimskringla - 17.01.1945, Síða 4

Heimskringla - 17.01.1945, Síða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. JANÚAR 1945 Heímskringla (StofnuB 18SS) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Wmnipeg . Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 WINNIPEG, 17. JANÚAR 1945 Þjóðskipulegt frelsi í eiginlegum skilni gi Orðið frelsi er á allra vörum. í því hafa frá öndverðu búið hugsjónirnar, sem mönnum hafa helgastar í brjósti búið. 1 nafni þess hafa stríð verið háð bæði þjóða á milli og innbyrðis. Alt hefir í sölur verið lagt til þess, að fá að njóta þess. En hvernig hefir svo um frelsið farið í þjóðskipulegum skiln- ingi? Ekki sem bezt. Það hefir reynst erfitt, að hönd'la hnossið, eignast það í fylsta mæli. Samt verður ekki annað sagt, en að þau framfaraspor, sem stigin hafa verið, — og þau eru bæði mörg og stór — hafi átt rætur til frelsisins að rekja. Það hefir því miklu til leiðar komið. Sú menning sem við eigum bezta við að búa, er frelsinu að þakka. En að skeið þess sé á enda runnið, er alt annað mál. ^ í sinni full- komnun, eða eiginlegasta skilningi, á það enn langt í land. Eins og allir vita er margt uppi á baugi í þjóðskipulagsmálum og flokkarnir margir, sem sína stefnuna hafa hver. Að draga línur á milli allra þeirra flokka ítarlega, væri ógerningur að reyna. En einhvers staðar eru aðal-línurnar milli flokksstefnanna. Og hvernig væri þá, að setja dæmið þannig upp, að þær lægju mihi lýðræðis og einræðis, til þess að nota hin a'lgengustu og þektustu orð yfir hugtakið, milli frelsis og ófrelsis? Þjóðskipulegar fram- farir, hafa í raun og veru ávalt um þessar stefnur snúst. Um einræðið þarf hér ekki að fara mörgum orðum. Það hefir ávalt reynst hin hættulegasta stefna í þjóðmálum. Umbóta- og frelsisbarátta öll hefir stöðugt átt í höggi við það. Ofsterkt ríkisvald hefir að jafnaði verið viðsjárvert og má heita þrándur í götu almenns mannfrelsis og lýðræðis. Lýðræðið hefir aftur á móti verið það, sem alment hefir verið kept að. Hvert spor, sem í þá átt hefir verið stigið er það, sem þráð hefir verið. Það er keppikeflið. En fyrir þessu skyldi enginn ætla, að lýðræðis stjórnskipulag sé nokkurs staðar fullkomið. Og frá sjónarmiði frelsisins, er þv; margt samfara, sem gegn frelsinu vinnur. Stærsti sigurinn, sem enn hefir verið unninn í lýðræðisáttina, er þingræðið. Og miklar og eiginlega allar framfarir, sem í einu og öðru hafa átt sér stað, eru afkvæmi þingræðisins. Þær eru og ekki sízt eftirtektarverðar, þegar þess er gætt, að með þingræði, var ekki nema háift spor stigið til fullkomins frelsis. Þetta liggur í því, að með þingræðinu »r aðeins um fulitrúa vald að ræða. En þátttaka almennings í lagasmíðinni var aðeins óbein með því. Til þess að hún sé fullkomin og frelsi manna þar brotalaust, þarf hver einstaklingur þjóðfélagsins að eiga sinn beina þátt í löggjafarsmíðinni. Til að ná fullkomnu frelsi í þessu efni, skortir það sem nefnt er bein löggjöf. Með beinni löggjöf er átt við, að um öll lög sem samin eru í landinu, greiði hver einasti atkvæðisbær maður atkvæði út af fyrir sig, sem fulltrúar eða þingmenn þjóðanna nú gera. Þegar þessu hefir verið til vegar snúið, þá fyrst nýtur al- menningur fulls frelsis síns í Ilöggjafarmálum. Það getur nú verið sagt á móti þessu og hefir og verður sagt, að almenningur sé ekki fær um þetta. Þetta sé mesta óvit. Það verður auðvitað ekki í svip að minsta kosti, ráðin með þessu bót á öllum sköpuðum hlutum. Mönnunum hættir ekki að sjást yfir í einu og öðru þó bein löggjöf komist í framkvæmd. En eru svo sem engar yfirsjónir framdar nú af þingmönnum, eða stjórnum? Það er segin saga, að stjórnir hafa ekki haldið svo eitt einasta þing, að yfirsjónirnar hafi ekki komð í ljós á eftir og almenning- ur tekið til að kvarta undan þeim, undir eins og stjórnirnar hafa verið byrjaðar á starfi sínu. Hver er ástæðan? Sú, að ef óvandir menn veljast í fulltrúa stöður þjóðarinnar, þá hafa þeir með þingræðisvaldinu alveg sama tækifæri og keisarar, að gera það sem að einræði stefnir og það sem að. sönnu og eiginlegu lýðræði lýtur. Að bera á móti þessu, er að lesa öfugt og ranghælis stjórnar- farssögu flestra lýðræðislanda til þessa. Eitt af því bezta sem vér ætlum að sé hægt að benda á í lýð- frjálsum löndum, er sveitastjórnaskipulagið, að minsta kosti í enskumælandi löndum. En gallinn er sá, að það fær samt ekki notið sín, vegna hinna mörgu yfirstjórna. Oss virðist þrátt fyrir það mega sjá þar vott frelsisins í rýmra skilningi en nokkurs staðar í þjóðfélaginu. Þar nýtur einstaklings-frelsið sín bezt, þrátt fyrir utan að komandi torfærur, sem á leið þess eru lagðar í fjár- málum, viðskiftum og yfirdrotnun annara stjóma. En þar tekur einstaklingurinn líka almennari þátt í athafnalífinu og beinni en armars staðar með stjórnskipulegum áhrifum sínum. Þó margar sveitir og bæjarfélög séu eins og maður segir, “á hreppnum” bæði í þessu landi og öðru, er það utan að komandi ok sem því veldur. Það er hinum mörgu og sterku stjórnum, hverri upp af annari, að kenna. Já, sterku! Það er löngum um það talað, að stjórnir komi engu til leiðar, af því, að þær séu ekki nógu sterkar. Hvað marg- ir hafa áttið sig á því, hvað verið er að biðja um með sterkum stjómum og voldugum? Hvaðan ætli að einræðið stafi sem skotið hefir upp, eins og gorkúlum síðari árin og í sinni ljótustu mynd, innan þjóðlanda, sem við lýðræði, eða þingræði, áttu að búa? Það hefir stafað frá sterkum stjórnum. Það hefir átt sér stað í þeim þjóðfélögum sem lagt hafa undir sig alt vald, sem kepst hafa við að taka sem mest af því sem er að gerast í sínar hendur og starfrækja sem sína eigin eign. Diktatorarnir, sem upp hafa risið, hafa allir farið þannig að því, að ná ótakmörk- uðu valdi og orðið einráðir — drotnar sinnar þjóðar, en lagt þingræði og lýðræði og alt sem einstaklingsfrelsi hefir mátt kalla, í gröfina. /• Til þess að einræði geti hald- ist við, þarf ávalt að leggja hömlur á alment frelsi. Rit- frelsi á sér ekki stað undir ein- ræði's stjórnskipulagi. Á móti slíkum stjórnum má ekkert segja opiniberlega. Annað sem einkennir þær, er lögregluvald- ið, spæjarastarfið, sem þær halda uppi, og sem reynist oft svo þrælslegt, að því fá engin orð lýst. Á sérstökum tímum, eins og t. d. stríðstímum, getur verið að eitt'hvað af þessu eigi sér stað í lýðræðislöndum. En þess utan verður ekki sagt, að lýðræðis- stjórnir haldi sér við völd með slíku ofbeldi. Þar sem einveldi ríkir — og það gerir ef til vill minstan mun í hvaða mynd það kemur fram, eða hvort það kemur fram í náfni keisaravalds, lýðræðis eða sósíálista valds, er ávalt hættan þessi, að þjóðfélagið steinrenni verði að nokkurs konar bíflugna- búi, þar sem öll álhrifin á þjóð- lífið koma frá valdsmönnunum en ekki fjöldanum eins og drotn- ingu bíflugnabúsins en ekki vinnuþrælunum. Þjóðlífið vex ekki upp af hinni dýrkeyptu, verðmætu reynslu fjöldans, sem mestan þáttinn ætti þó að eiga í sköpun þess, eða stjórn, eigi síð- ur en vinnuþrælkuninni. Vér vitum ekki nema að þeir Dur- anty og Davis hafi eitthvað fyr- ir sér í því, er þeir halda fram, að ríkisvaldsrekstur undir kom- múnista skipulagi, hafi á sér þau einkenni, er nefnd hafa ver- ið samfara einræðisstefnum hér að ofan. En hvað sem um það er, breytir það ekki atriðum þeim, er hér hafa til grundvall- ar verið lögð fyrir einræði og frelsi. Hvar standa nú stjórnmála- flokkar þeir, sem við í þessu landi erum kunnugir, gagnvart fullkomnu þj óðskipulags-f relsi, eins og maður hugsa sér það? Hon. S. E. Low segir í útvarps- ræðu 15. nóv. á þessa leið: 1 fám orðum sagt, stefna liberalar, C. C.F. og Prog. Labor að þessu, að mynda sem voldugasta stjórn og umfangsmesta, stjórn, sem hafi mikið til þjóðreksturinn með höndum og mikið vald yfir at- höfnum manna. Aftur hefir þjóðeyrisstefna Albirtinga ein THE ICELANDIC CANADIAN Þetta rit enskumælandi Is lendinga í Winnipeg, kom út rétt fyrir jólin. En það er annað blað þriðja, árgangsins. Efni þess er að miklu leyti helgað jólunum. Það byrjar með Jöla- ósk, kvæði ortu af Þergþór Emil Johnson. Fyrsta greinin í því, er einnig um Jólin, skrifuð af Mrp. S. J. Sommerville. Af öðr- um lengri greinum skal nefna “Frið á jörðu”, eftir séra Philip M. Pétursson, “íslenzka musik”, eftir Mrs. Björg Violet Isfeld, grein um J. Magnús Bjarnason eftir dr. Kristján J. Austmann, ásamt þrem dæmisögum J. M. B., þyddum af lækninum. Þá skrif- ar séra Albert Kristjánsson grein um Mrs. Margréti Benediktsson og svo ,er kvæði “The Silent Ohristmas Seal”, sem ort hefir Mary Violet Olson. Auk þessa eru smærri greinar um félags- málin, sem Icelandic Canadian Club hefir með höndum. Og lestina rekur svo kaflinn með fyrirsögnnini “Our War Effort”, sem er ágætur og gott sýnishorn af þátttöku Islendinga í stríðinu móti fjendum mannkynsins. Ritið er læsilegt og frágangur á því góður, það er nú þegar orð- ið greinagott um athafnir og sögu okkar Vestur-íslendinga og ætti að komast inn á hvert íslenzkt heimili hér vestra. ÁGÆTT ÚTBREIÐSLU- STARF í ÞÁGU ÍSLANDS Eftir próf. Richard Beck og Progressive Conservative flokkurinn að því er vér ætlum. . . . Eru þeir að þessu leyti nær þeirri stefnu, sem haldið hef- ir verið fram í þessari grein um beina löggjafarþátttöku al- mennings í lagasmíði landsins. Að útskýra þetta frekar nenn- um vér ekki að sinni, en bezt gætum vér trúað, að skilgrein- ing þessi ætti eftir að koma í ljós við, eða eftir, næstu kosn- ingar í þessu landi, verði enginn flokkur nægilega öflugur út af fyrir sig að mynda stjórn. Um leið og ísland varð frjálst og fullvalda ríki, hefðum vér viljað sjá þjóðina, sem svo Lengi °g glögt hefir sýnt trú sína á einstaklings-frelsi, verða fyrsta til að sýna það í verki, með því að taka upp beina löggjöf. Vits- munum aknénnigs væri hvergi betur treystandi en þar til að hafa framkvæmdir í því efni með höndum. Þá væru og ís- lendingar í þjóðskipoilegum skilningi frjálsasta þjóðin í heimi, eins og þeir voru til forna með stofnun þingræðisins. Ósjaldan er á það minst í blöð- um og tímaritum heima á ís- landi, að sem víðtækust land- kynningarstarfsemi víðsvegar út um lönd sé þjóðinni nauðsypleg og hin mikilvægasta, bæði við- skiftalega og menningarlega tal- að, ekki sízt nú þegar athygli umheimsins hefir dregist að landinu, sögu þess og menningu stórum meir en áður var. Eng- um þeim íslending, sem dvalist hefir erlendis að nokkru ráði, eigi sízt hér í Vesturheimi, mun dyljast, að þar er um að ræða þarft mál og merkilegt, sem verðskuldar það, að því sé fullur gaumur gefinn. Af því leiðir einnig, að hver sú starfsemi er bæði þörf og þakkarverð, sem miðar að því að veita erlendum þjóðum staðgóða og aðgengilega fræðslu um Island og íslendinga, landið sjálft, þjóðina, sögu henn- ar og merkilega menningu að fornu og nýju. Dr. Thor Thors, sendiherra ís- ára, lýst afstöðu íslenzku þjóð- arinnar til heimsmálanna og styrjaldarinnar, og réttilega dregin athygli að því, hvern skerf Islendingar, þó hlutlausir séu, leggi af mörkum í þágu Sameinuðu þjóðanna með fram- leiðslu sinni og hverjar fórnir þeir þáfa orðið að færa af völd- um stríðsins í tapi rnanna og skipa. í hausthefti hins merka og víð- lesna tímarits, “The American- Scandinavian Review, skipaði öndvegi gagnfróðieg og vel sam- in ritgerð eftir Thors sendiherra um ísland og sögu þess, með sér- stöku tilliti til endurreisnar lýð- veldisins íslenzka síðastliðið sumar. Stjórnmálasaga landsins er þar rakin í megindráttum frá landnámstíð, en þó einkum lýst aðdraganda endurreisnar lýð- veldisins og hinum ógleyman- legu hátíðaihöldum í sambandi við þann einstæða atburð í lífi hinnar íslenzku þjóðar. 1 grein- arlok víkur höfundur að því, eins og ágætlega fór á, að Islendingar vilji í framtíðinni, sem áður, eiga gott við allar þjóðir heims, eigi sízt frændþjóðirnar á Norður- löndum, eins og fram kom í mlerkilegri samþykt, sem gerð var á Alþingi í þá átt þ. 10. maí árið, sem leið. Lýkur hann máli sínu með því að segja, að Islendingar horfi djarflega móti framtíðinni sem frjáls og full- valda þjóð, minnugir þess, að þeir eigi vinum að mæta bæði í hópi hinna stærri og smærri þjóða og fasttrúaðir á það, að þeir fái að njóta fulls frelsis í friði og samvinnu við aðrar þjóð- ir heims. íslenzka þjóðin á þar því góð-| an málsvara á erlendum vett- vangi þar sem Thors sendiherra er, enda nýtur hann bæði vin- sælda og virðingar í starfi sínu, eims og sjá má meðal annars af því, að í síðastliðnum ágústmán- uði sæmdi Rider College í Tren- ton, New Jersey, hann heiðurs- doktorsnafnbót í lögum, en sam- tímis var ríkisstjóranum í New Jersey samskonar sómi sýndur. lands í Washington, stendur í staklings frelsið meira í hug3Í úemstu röð þeirra manna utan íslandsstranda, sem vinna marg þætt og víðtækt landkynningar- starf í þágu íslands. Auk hins STRAUMHVÖRF Allar hugsanir manna, eins og hvað annað, eiga sínar orsakir. í morgun var eg að líta yfir jóla- blað Lögbergs og lenti á hverja hugvekjuna af annari. Að sönnu þræða þær allar nokkurn veginn sama farveg, með mismunandi skrefum, og líkjast hvor annari í því að víta ástandið í heimin- um en varast að nefna nein ný meðöl eða nýjar leiðir hinu hrjáða mannkyni til viðreisnar. Próf. R. Beck talar fagurlega um frelsi og bræðralag og níðir að maklegleikum hinn þjóð- verska harðstjórnaranda. Hann lætur skiljast að Bandaríkin (sem hann býr í) séu land frelsis umfangsmikla starfs hnas sem!°g bræðralags, og hið ægilega sendiherra, flytur hann iðulega' úeimsstríð sé til komið aðallega ræður um ísland á fjölmennumj af Wí að þau og samlherjar samkomum á ýmsum stöðum og; þeirra. iiiu heilli, hafi ekki verið ritar um það í blöð og tímarit. j nóSu vel undirbúin hernaðar- Þ. 20. október síðastliðinn var le§a- °g framtíðar hugsjónin, Heimskringla er til salu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, fsland. hann t. d. aðalræðumaður á mik- að stríðinu unnu, skilst mér eiga illi samkomu Víkingafélagsins í að vera sú, að rækja hina gömlu Washington, D.C., og flutti þar ítarlegt erindi um ísland og sögu þess, sem mikla athygli vakti og var ágætlega rómað, svo sem vænta mátti. Fyrir nokkru síðan flutti hann einnig mjög fróðlega og vandaða ræðu um ísland á fundi Sögufé- lagsins í New York-ríki (The New York Historical Society) undir fyrirsögninni “A Small Nation in a Great War”, sem að verðleikum þótti mikið til koma, því að hún var prentuð í apríl- hefti hins kunna ársfjórðungsrits félagsins og síðan endurprentuð mjög fagurlega, með íslenzka fánanum í litum á forsáðu. Þar er brugðið upp gagnorðri en glöggri mynd af landinu sjálfu, sagt frá meginatriðum í sögu þess, einkum stjórnarfarslegum atburðum og breytingum sáðustu trú — sem leiddi til þessa á- stands — með en nmeiri krafti en nokkru sinni fyr. Til þess að tala þannig verður höf. að ímynda sér að bræðralag og alment frelsi hafi virkilega verið ríkjandi þar í landi í lið- inni tíð. Enda hefir hann eftir Roosevelt förseta þessi stór- mi'klu orð: “Vér höfum hitann úr trú, sem á rætur sínar að rekja alla leið í fyrsta kapítula Móse-bókar, ‘Og guð skapaði manninn eftir sinni mynd’. Vér leitumst við að vera trúir þeirri guðbornu arfleifð. Eins og feð ur vorir fyrrum, berjumst vér til þess, að halda við líði þeirri kenningu, að allir menn séu jafn- ir fyrir augliti Drottins.” Ekki veit eg hvað menn þar syðra geta gert í því, að jafna m'enn fyrir augliti drottins, og þar að auki sé eg ekki hvað það gæti áhrært ójöfnuðinn hér niðri núna. En hitt er vist, að menn hvorki eru, né hafa nokkurn tíma verið, jafnir fyrir augliti höfðingjanna i Bandarikjunum Þegar, til dæmis, frelsisskráin (rýmsta hugsjón feðranna) var samin, þótti ekki einu sinni nauðsynlegt að taka fram, að negrar væru ekki menn. Eg efast um að Þjóðverjar, með öllu sínu djöfulæði, séu búnir að fremja fleiri grimdarverk, og alls engin hryllilegri, en Banda- ríkjamenn hafa gert á sögu sinn- ar þrjú hundruð árum. Negr- arnir og hinir kristnu (kom- múnistarnir) gætu borið um það. Og svo mætti líka spyrja hvernig á því stóð að ómöguiegt var að fá Bandaríkin til þess að bindast samtökum við önnur lönd gegn fasismanum, fyr en í óefni var komið. Þeim er bæði skylt og nauðsynlegt að bæta ráð sitt eins og öðrum, að afneita trú feðranna og endur- fæðast til nýrra átaka. Séra Valdimar ræðir málið af sinni vanalegu snild, en álaga sinna vegna, eins og hinn, varp- ar hann skuldinni á guð og ræð- ur söfnuðinum til krossburðar og langlundargeðs gegn loforða um grið og góð kaup — seinna meir. Indverjar og Grikkir kannast við þesskonar ráðleggingar frá herrum sínum, og eg er í alla staði óánægður með þá úrlausn. Auðlegð náttúrunnar er bezta vitnið um skilyrðin frá guði, og eg er sannfærður um að Kristur ætlaðist ekki til að allir fylgj- endur létu krossfestast að dæmi hans. Enda dragi það að mun úr gildi endurlausnarinnar. En hins vegar er eg viss um að það yrði mannkyninu til biessunar að fara að grenslast eitthvað eft- ir skoðunum hans. Gullfallegur kafli úr ritgerð eftir Hjálmar Björnson fastmæl- ir að héðan af verði ekki unt að snúa til baka; til þess sé ekki nóg “benzín”, ekki nóg töframagn, ekki nóg trú. Hann sér enga leið til lending- ar nema framundan. Eðli hins gamla hefir ósjálfrátt opinberast svo gassalega að enginn sjáandi maður gæti lengur þráð höfn í því foraði. Hann eygir í hill- ingum nýtt skipulag og nýjan heim þar, sem frelsi, sjiálfstæði og réttlæti eigi að ríkja. Þannig einnig, að öllum ó- viðbúnum, mæltist ritstjóranum sjálfum fyrir stuttu. En því miður tala báðir undir rós, eins og við mátti búast; því hið fagra land framundan, sé það skírt fulluni stöfum, er enn bannfært af hinni ríkjandi stétt, sem eng- inn miðlungsmaður má enn við að reita til reiði. Afturhvarf, þó um seinan sé, er betra en ekki, og má því með einlægð gleðjast yfir hverju tákni í rétta átt, sem fæst. Þótt alþýðan hafi oft heyrt sviþuð fagurmæli fyr og sé orðin afar vantrúuð á alt, sem vit er í, sök- um reynslu-þungans, getur svo farið að alt þessháttar til sam- ans létti ofurlítið fyrir þegar til raunar kemur. Þörfin á báða bóga, fremur en vild manna, á- kveður örlaga-daginn. Valds- mennirnir stíga aldrei hænufet áfram fyr en þeir mega til, og hin almáttuga þrælastétt, hilýðir og sundurþykk að vanda, glápir til skýja í von um náð og krafta- verk þar til hún löksins hrasar til samtaka á rústum, fyr eða síð- ar, verður svo að byggja þá para- dís, sem höfuðprestar og farisear hins liðna hafa geymt í galdra- heimi og gemsað um í þúsund aldir. —P. B. The Junior Ladies Aid of the First Lutheran church wi'll en- tertain the members of the Sen- ior Ladies Aid at a Birthday Party, in the Ohurch parlors, Tuesday, Jan. 23, at 2.30 p.m. A musioal program has been ar- ranged.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.