Heimskringla - 18.04.1945, Blaðsíða 1
t—- - - - ■■—- - -■■■■' .. * . ♦
IWe recommend for
your approval our
"BUTTER-NUT
LOAF "
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 37 144
Frank Hannibal, Mgr.
-----—------------------•+
We recommend for
your approval our
" BUTTER-NUT
LOAF"
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 37144
Frank Hannibal, Mgr.
+---------——■—■■— ■■ - ■+
LIX. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 18. APRlL 1945
NÚMER 29.
Roosevelt Bandaríkja forseti látinn
Syrgður um allan heim
Hið sviplega lát Franklins Delano Roosevelts, s. 1. fimtudag,
var öllum heimi óvænt og þung sorgarfrétt.
Forsetinn var staddur í Warm Springs í Georgíu-ríki, er lát
hans bar að höndum. Hann sat við arininn í húsinu, sem hann
nú, sem oftar, naut sinnar beztu hvíldar í, og oft var kallað “Litla
hvíta húsið”. Hann kendi fyrst svima, hné í ómegin, og fékk
ekki maðvitundina aftur. Klukkan 3.35 e.h. (C.D.T.), var hann
örendur.
Roosevelt forseti var fæddur
30. jan. 1882 og því 63 ára. Hann
var fæddur á 100 ára gömlu ætt-
aróðali foreldra sinna í Hyde
Park í New York, sem voru
hollenzkir eins og Rooseveltarn-
ir allir eru; faðir Franklins
Roosevelt, hét James Roosevelt.
Hann var lögfræðingur, fjár-
many-flokksins í New York og
kreppa varð mikil í landinu. Var
Roosevelt forseti þá foringi
demokrataflokksins, er við kosn-
ingarnar vann stóran sigur. —
Varð hann þá fyrst forseti (1932).
Byrjaði hann daginn eftir að
hann var kosinn, að snúa sér að
bankahruninu og sagði bönkun-
mála- og viðskiftahöldur; var um að taka sér hvíldardag. Litlu
hann og Theodore Roosevelt for-
seti fjórmenningar.
seinna hafði hann samið lög fyr-
ir starfi bankanna, er læknaði
Frá Harvard útskrifaðist, Þá um hæl. Þetta út af fyrir sig
Franklin D. Roosevelt 1904 og þóttu nú tíðindi, en Roosevelt lét
frá Columbia lagaskólanum
1907. Árið 1905 giftist hann
Önnu Eleanor Roosevelt; voru
ekki við það staðar nema. Hann
byrjaði þegar á viðreisnarstarfi,
sem “New Deal” hefir verið
þau skyld, en ekki náið. 1910, kallað, í mörgum greinum, svo
varð hann senator í New Yo>rk- sem iðnaði, framleiðslu, verka-
ríkinu og hófst úr því barátta við | rnannamálum, bændamálum,
Tammany-flokkinn, sem leiddi færði gullgildi dollarsins niður í
til þess að hann varð foringi
vinstri manna í demókrata flokk-
59 cents, samdi ellistyrkslög og
lög um atvinnuleysis vátrygg-
inum. 1912 fylgdi hann fast á ingar. Árið 1935, skipaði hann
eftir kosningu Wilsons forseta og
var nokkru síðar skipaður að
þinginu að veita 4 biljónir dala
til framfærslu atvinnulausum.
stoðarritari í sjóher Bandaríkj- Þótti þá auðmönnunum heldur
anna. En árið 1920 sýkt-
ist hann af máttleysisveikinni,
er hann bagaði til æfiloka. Hann
varð máttvana svo að hann í
fyrstu fékk ekki fæturna hreyft,
en fékk þó á því nokkurn bata;
gat samt aldrei lengi óstuddur á
fótum staðið. I Warm Springs,
fanst honum vatnið bæta heils-
una, notaði hann þann heilsu-
en ekki eyðslan vaða á suðum
og spurðu hvar taka ætti alt
þetta fé, eins og hér og annars
staðar var spurt á kreppuárun-
um. En Roosevelt vissi að auð-
ur þjóðarinnar var fólginn í
“miðli” landsins, heldur í starfi
verkalýðsins, sem allan auðinn
hefir skapað og ef störf ekki teft-
ust, var “miðlinum” engin hætta
brunn óspart og kom þar upp búinn, heldur trygði það hann
laug fyrir alla, er af þessum
sjúkdómi þjáðust. Hann studdi
Alfred E. Smith til forseta kosn-
t
ingar. Árið 1930, sótti Roose-
velt um ríkisstjóra stöðuna í
New York-ríki og var kosinn.
Kom skjótt í ljós, að hann var
mesti framfaramaður og hóf
hann þá hvert framfarafyrirtæk-
ið af öðru. Litlu síðar kom upp
fjármálahneyksli innan Tam-
Þarna var þá maður í valda-
stólinn seztur, sem ekki lét sitja
við orðin tóm. Þrjú kjörtíma-
bilin, sem hann hefir síðan verið
við völd eða 12 ár, og að hann
var á s. 1. hausti, endurkosinn
fyrir fjórða tímabilið, á rætur
að rekja til þessa, að Roosevelt
skoðaði sig kosinn til að starfa,
til að ganga hneint og hiklaust til
verks þar sem þessi þurfti með,
Hinn nýji forseti Bandaríkjanna
HARRY S. TRUMAN
hvað sem aðrir sögðu. Hann var
maður sem skyldi köllun stjórn-
andans og fylgdi henni bókstaf-j
legar, en sagt verður um nokk-
urn þjóðstjóra.
Börn Roosevelts forseta og
Önnu Roosevelt konu hans, voru
5, ein dóttir, Anna Eleanor, gift-
ist Curtis Dall, síðar John Boet-
tiger, og fjórir synir: James, El-
liott, Franklin ög John. Voru
þeir allir komnir í herinn árið
1941.
Truman verður forseti
Harry S. Truman, vara-forseti
Bandaríkjanna, tók við forseta-
embættinu í Bandaríkjunum 34
mínútum eftir lát Roosevelts for-
seta. Embættiseiðinn tók Har-
lan Stone, landsyfirdómari af
honum í Hvíta húsinu.
Nýi forsetinn er frá Missouri
ættaður. Hann er 61 árs. Hefir
enginn eldri honum við forseta-
stöðunni áður tekið.
Truman var af fátæku fólki
kominn. Hann naut miðskóla-
mentunar, en gat ekki tekið há-
skólanám vegna féleysis. Hann
lærði samt lög í kvöldskólum, og
varð héraðsdómari í Missouri, í
borg sem Providence er nefnd
og hafði 15,000 íbúa.
Hann byrjaði á hinum og öðr-
um smáfyrirtækjum, er öll ó-
hepnuðust.
1 stríðið 1914 fór hann og gekk
þar vel fram. Út í stjórnmálin
lagði hann nokkru síðar og þar
hefir honum farnast vel, varð
senator og á stríðsárunum skip-
aður eftirlitsmaður stríðsstarfs-
ins í fjármunalegum og praktisk
um skilningi. 1 þessari eftirlits-
nefnd, sem við hann er kend,
(Truman Committee), varð hann
formaður, sakir aldurs hans
starfi demókrataflokksins, en
ekki vegna neinna sérstakra
hæfileika. En í þessum störfum
lagfærði hann margt og hafa re-
publikanar oft bent á sumt af því
og gert sér mat úr, þó ástæða
hafi lítil verið til þess, því Tru-
man er framúrskarandi trúr sín-
um flokki og flokksmenn hans
skoðuðu það aðeins holla gagn-
rýni. Þetta starf hefir eflaust
vakið meiri athygli á Truman,
en nokkuð annað sem hann hief ir j
gert. Þarna varð vart nákvæmnij
og gætni og það var þetta, sem
kom hægri mönnum innan
demókrataflokksins tiT að stinga
upp á honum s. 1. júlí fyrir vara-
forseta. Truman hafnaði þeirri
stöðu í fyrstu, kvað fyrir geta
komið, að hann yrði þá forseti,
en til að skipa þá stöðu væri
hann ekki nógu stór maður. En
þessu var nú þrýst að honum af
þeim, sem illa var við Wallace,
þáverandi vara-forseta, sakir
frjálslyndis hans og fylgis við
viðreisnarstarf Roosevelts, sem
eflaust er þó víða skoðaður, sem
hinn sjálfsagðasti eftirmaður
Roosevelts. Og nú er þar komið,
að Truman tekur við þessu em-
bætti, sem hann vildi sjálfur
vera laus við.
Fyrirheitið um hann sem góð-
an forseta, er það, að hann hefir
verið mjög trúr stefnu Roose-
velts í öllum greinum og að hann
lofast til að fylgja henni eins
samvizkusamlega og honum sé
unt. Hann breytir í engu til um
meðstjórnendur sína. Með fylgi
sínu við leiguliðsskilmálana,
þykir víst, að hann sé utanríkis-
Franklin Delano Roosevelt
stefnu Roosevelts forseta sam-
þykkur.
Eitt sem honum getur komið
vel, er það, að hann þekkir Efri-
málstofu þingmenn öllum betur.
Hann lagði sig fram um að afla
sé», þekkingar á sérskoðunum
hvers þeirra og lét flokk sinn á-
valt vita hvaðan vindurinn blés.
Við samninga gerða við önnur
ríki getur þetta oft orðið nýja
forsetanum til leiðbeiningar.
Hvernig Truman tekst við hin
erfiðu mál sem hans bíða, svo
sem utanríkismálin, friðarmálin
og að sjá við atvinnuleysi og
kreppu eftir stríðið, skal ekki
neinu spáð um; hann skortir
margt til þessara hluta, sem hinn
nýlátni forseti hafði. En hitt ier
einnig aðgætandi, að það er á
brekkuna að sækja — fyrir
hverjum þeim sem úr bjálkakof-
anum kemst alla leið til Hvíta
hússins, eins og Truman hefir
gert.
Anna Eleanor Roosevelt
Roosevelt forseti bar snemma
með sér, að vera gott mannsefni.
Um tvítugt var hann sex fet á
hæð, herðabreiður, bjartur yfir-
litum, fríður og karlmannlegur
á svip, vasklegur í hreyfingum,
kátur, fyndinn. Hann naut
mentunar í beztu skólum, var
djarfhuga og lífið blasti við hon-
um lokkandi, laðandi til mikilla
átaka. Hann var giftur frænku
sinni, stórmyndarlegri og gáf-
aðri konu. Alt í einu bregður
skugga fyirir á lífsleiðinni.
Roosevelt verður fyrir veiki, er
mörgum hefði nægt til að líta
svo á sem æfistarfinu væri þar
með lokið. Á þessum rauna-
stundum er sagt að kona hans
hafi með aðdáanlegu hugrekki
borið mótlætið og stöðugt stutt
og, hvatt mann sinn til að halda
áfram að gefa sig við áhugaefn-
um sínum, sem ekkert hefði í-
skorist.
Þó ekki hefði nú verið fyrir
neitt annað, hefði þetta verið
nægilegt til að sýna, að hér var
um mikla konu að ræða. En
Mrs. Roosevelt hefir gert mieira
en það. Eftir að hún var komin
í Hvítahúsið, tók hún svo mik-
inn þátt í félagsmálum þjóðar
sinnar og ritaði svo mikið í blöð,
að rundrun vakti. Hafði ekki í
opinberum málum á starfi nokk-
urrar frúar í Hvíta húsinu áður
annað eins borið. Með öllu starfi
forsetans, mun hún hafa vel
fylgst og er eflaust viðhorfi hans
í þeim öllum kunnugri og hefir
sjálf þar ákveðnari skoðanir, len
nokkur annar. Það væri ekki
ómögulegt, að hún gæti ýmislegt
mikilsverðara til vandamálanna
lagt, sem heimurinn horfist nú í
augu við, en margir, kanske
flestir blessaðir karlmennirnir,
sem þar eiga einkarétt á nú.
Þegar Mrs. Roosevelt var til-
kynt lát manns hennar, svaraði
hún, að það væri ekki einungis
hrygðarefni fjölskyldunnar
vegna, heldur þjóðarinnar og
alls heimsins. Eða þegar Tru-
man kom á fund hennar og
spurði: Hvað get eg gert, en hún
svaraði: Segðu okkur hvað við
getum gert og hver leið sé til
þess að við fáum hjálpað yður.
Slík orð sem þessi sýna stjórn-
málalegt viðhorf, sem hjá mörg-
um skortir. Þau eiga heima í
orðasafni frægra stjórnmála-
manna.
Mienn um allan heim syrgja
með Mrs. Roosevelt lát manns
hennar og tjá henni samhygð
sína í h'ennar persónulegu sorg.
Samúðarskeyti
Samúðarskeyti bráust Banda-
ríkjastjórninni og Mrs. Roose-
velt mörg frá erlendum þjóðum
við lát Roosevelts forseta. Voru
þau frá Bandaþjóðunum öllum:
Bretlandi, bæði frá George kon-
ungi og Churchill, frá Rússlandi
einnig frá stjórninni og Stalin,
frá Frakklandi, frá Kína, frá
Italíu, Spáni, öllum Suður-Ame-
rísku lýðveldunum, Canada og
sambandsþjóðum Bretlands og
mörgum, ef ekki flestum þjóð-
höfðingjum út um allan heim.
— Jnnihald allra skeytanna var
svipað: sár söknuður út af láti
hins mikla manns, mannvinar og
frelsishetju og ósk um að heim-
urinn tæki sér hugsjónir hans
til fyrirmyndar. I Þýzkalandi
var fréttarinnar um lát Roose-
velts getið, en ekkert frekar um
hana sagt fyr en síðar og þá svo,
að Roosevelt var kent um að
þetta stríð varð að alheimsstríði.
Japar gátu og fréttarinnar og
bættu við, að það hefði orðið leitt
fyrir Roosvelt að lifa og sjá
Bandaþjóðirnar tapa stríðinu.
Það mun enginn við öðru hafa
búist frá þessum þjóðum og þau
eru meiri meðmæli með Roose-
velt, en Þjóðverjar og Japar hafa
ætlast til.
Jarðarför Roosevelts
Lík Roosevelts forseta var
flutt til New York og grafið s. 1.
sunnudag. Hvílureiturinn var
blómagarður á landareign fjöl-
skyldunnar.
Við jarðarförina var margt
stórmenni landsins. Frá Eng-
landi var Eden, frá Canada Ath
lone jarl, landstjóri og Hon. W.
L. McKenzie King forsætisráð-
herra. Sveitir manna voru úr
hverri deild Bandaríkjahersins,
Harry S. Truman forseti og fjar-
ska margir úr stjórninni. Enn-
fremur almennigur úr umhverf-
inu.
Frá Hvíta húsinu í Washing-
ton var útför daginn áður.
Eftir óheyrilega mikið æfi-
starf, starf sem eftirtekt alls
heimsins hefir vakið, kaus
Roosevelt forseti hinstu hvíld á
landareigninni, sem hann var
fæddur á fyrir 63 árum.