Heimskringla - 18.04.1945, Blaðsíða 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 18. APRIL 1945
Mcimskringla
(StofnuB lítet
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24 185
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram.
Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist:
Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Advertising Manager: P. S. PÁLSSON
"Heimskringla" is published by and printed by
THE VIKING PRESS LIMITED
853-855 Seirgent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185
WINNIPEG, 18. APRÍL 1945
Mikilmenni látið
Franklin Delano Roosevelt, hinn nýlátni forseti Bandaríkj-
anna, skipar óefað sæti meðal fremstu mikilmenna sögunnar.
Hjá þjóðinni, sem hann var forseti nokkuð á fjórða kjör
tímabilið, hafa margir miklir og góðir stjórnmálamenn komið
fram. Washington stjórnmálaspekingurinn og skipuleggjarinn
Jefferson frelsisvinurinn og Lincoln mannúðarmaðurinn, eru
stjörnur á himni sögunnar, sem aldrei munu myrkvast eða gleym-
ast. En það er engu líkara, en að Roosevelt forseti hafi að eigin-
leikum til verið mjög líkur öllum þessum mönnum, hafi átt kosti
þeirra allra í drjúgum mæli. Það er á fárra valdi, að geta dæmt
um mikilleik þessara manna allra, svo að hægt sé að gera upp á
milli þeirra. Og það er heldur ekki meiningin hér. En maður
sem andlegan skyldleika virðist eiga við þá alla, hann er vissulega
einn þeirra og nafn hans mun í sögunni lifa, sem þairra.
Erfiðleikarnir sem þeir hver um sig horfðust í augu við
stj órnarfarslega, voru miklir. Erfiðleikar Roosevelts voru það
einnig. Hann kemur til valda á tímum kreppu, atvinnuleysis,
bankahruns og viðskiftahafta, í fám orðum sagt, 'eins hins mesta
böls, sem þjóðfélagið syðra, eins og þjóðfélög alls heimsins, áttu
við að búa. Það var engu líkara en að stjórnarfarslegt hrun væri
yfirvofandi. En eftir að Roosevelt er kominn til valda, eru nokkr
ar bætur á öllu þessu ráðnar og sumar algerar, eins og á banka-
hruninu. Um viðskifti og atvinnuóáran löguðust hlutirnir einnig
á styttri’ tíma, heldur en nokkur gerði sér hugrfiynd um. Vér
segjum ekki viðskiftaerfiðleikana og atvinnuleysið hafa með öllu
verið læknað. En þetta hvorttveggja skánaði svó, að þjóðin
gleymdi því að nokkur stór yfirvofandi hætta væri á ferðum.
Menn tóku til starfa sinna, öruggari og ákveðnari en áður. En
Roosevelt gerði meira en að bæta hag sinnar þjóðar með stjórnar
starfinu. Hann sýndi jafnframt fram á, að kreppa, án hallæris
eða uppskerubrests, ler stjórnarfarslegt mein, sem hægt er við að
ráða, ef viljinn er með til þess.
Með þátttöku Bandaríkjanna í þessu stríði og sem Roosevelt
er manna mest að þakka, hafa hugsjónir Bandaríkjaþjóðarinnai
orðið kunnugri og viðurkendari út um allan heim, en nokkru sinni
fyr. Með því aflaði hann þjóð sinni víðtækara álits út í frá, en
nokkur hafði áður gert. Fyrir það er og nafn hans á vörum
alþýðu út um allan heim og fár eða enginn stjórnmálamaður, af
þeim sem við heimsmálin hafa glímt, notið meira almennings-
trausts en hann. Þegar hann bauð sig fram í fjórða skifti við
forseta kosningarnar í Bandaríkjunum á's. 1. hausti og vann þær,
var sigri hans fagnað um víða veröld eins og þar væri um persónu-
legan kunningja og vin að ræða, þó fæstir af aðdáendunum hefðu
nokkru sinni manninn litið. Og nú við lát hans er hann víðar
syrgður, af háum sem lágum, en nokkur einn maður hefir áður
verið.
Þegar litið er á skapgerð Roosevelts forseta, er þetta ekki
óeðlilegt. Það er nú orð haft á því, í því sem þeir, er honum voru
persónulega kunnugir, skrifa um hann, að hann haii í viðkynn-
ingu og viðmóti verið svo blátt áfram, að menn hefðu gleymt því,
að þeir ættu samræður við forseta Bandaríkjanna; þeim fanst hann
vera bara einn úf kunningjahópnum. Þekking hans á sálarlífi
manna var í senn bæði mikil og einlæg og áhrifin ógleymanleg.
En ieins vítt og Roosevelt er nú syrgður á meðal annara
þjóða, sem heimaþjóðar sinnar, hefir þessa ekki sízt sézt vottur
nágrannalandi Bandaríkjanna — Canada. 1 öllu löggjafarstarfi
sinnar þjóðar gætti hann þess ávalt, að Canada biði ekki óhag af
því. Hann var Canada eflaust kunnugri en nokkru öðru ná-
granna landa sinna og canadiskri þjóð. Hann dvaldi þar, sigldi
meðfram ströndum þess og um vötn þess. Hann talaði um Canada
þjóðina, sem systur þjóð Bretlands, eins og Bandaríkin. Og hann
lofaði því, að ef á hana yrði ráðist af öðrum þjóðum, ætluðu
Bandaríkin ekki að standa aðgerðarlaus hjá. Canada mat þetta
þannig, að það sagði Bandaríkjamönnum, þegar út í hina miklu
hildi var komið, að samvinna af þeirra hálfu væri ótakmörkuð,
nágrannaríkið í suðri gæti sent menn hingað að gera vegi og
fljúga aftur og fram um landið, eftir þörfum, sem þeirra eigið
land væri.
Roosevelt viðhafði oft orðin nágrenni og vinir í ræðum sínum.
Canada-menn vissu flestum betur, hvað hvortt/eggja þýddi. Þeir
syrgja þessvegna nú ekki síður en þjóðin hans og heimurinn lát
mikilmennisins Roosevelts forseta.
S U M A R
Franklin D. Roosevelt
(1882—1945)
Góður drengur er genginn,
Göfgari var hér enginn.
Útvörður allra ráða,
Öryggi lífsins dáða.
Hann, sem að öllum unni,
Orð bar á tungu sinni,
Orð, sem að skildu allir,
Hvort áttu kot eða hallir.
Erfitt er oft að skilja
Alföðurs skap, og vilja.
Þú sem varst ofar öllum
“Emperors”, kóngum, jörlum,
Ert nú til grafar genginn.—
Göfgari fanst hér enginn,—
Upphaf og endir ráða,
Útvörður flestra dáða.
Island, og allar þjóðir,
Ástkæran vin og bróðir
Syrgja, — þín sól er runnin,
Síðasta þrautin unnin.
Þér sem varst æðri öllum
“Emperors”, kóngum, jörlum,
Þökkum nú verk þitt vinur,
Vínlandsins stóri hlynur.
P. S. Pálsson
Sumardagurinn fyrsti er á
morgun, eftir íslenzku tímatali
auðvitað. Hefð þessa tyllidags
mun vera að dvína, jafnvel hjá
þjóð vorri heima. Eigi að síður
bera blöð að heiman með sér síð-
ari árin, að hans sé enn minst
víða á landinu. Hér vestra hefir
siðurinn verið sá, að hafa sam-
komur þennan dag í Winnipeg
en ekki svo að kunnugt sé víða
annars staðar.
1 Sambandskirkjunni í Winni-
peg, verður samkoma á morgun,
sem vel hefir verið efnt til; gefst.
þar íslendingum gott tækifæri að
minnast dagsins á allan þann
þjóðlega hátt, sem venja er til —
og óska hver öðrum gleðilegs
sumars.
Það hefir stundum verið sagt,
að Islendingar séu einir um að
minnast þessa dags og að það sé
því ramm-íslenzkur siður. Það
mun satt vera, að fáir þjóðflokk-
ar hér, ef nokkur, fagni komu
sumars á þennan hátt. En að það
sé alls ekki gert skal þó ekki taka
fyrir. Sumar Evrópu-þjóðir hafa
fagnað komu sumarsins með úti-
samkomum. Ættu engar þeirra
við það hér, væri það mjög óeðli-
legt. Svo þjóðræknar sem sum-
ar þeirra eru á pólitíska vísu,
mætti við því búast, að þær væru
það einnig í því, að minnast
þessa tyllidags stofnþjóða sinna.
Sumarkoman ter eitt hið feg-
ursta guðspjall, sem mönnum
hefir verið boðað. Endurvakn-
ing lífs' og gróðurs er svo miklu
meiri fjögra ára þjóðþingum, eða
fimm ára áætlunum, sem for-
sjónin er ofar mannlegu hyggju-
viti. Hvað gott gera byltingar og
umbrot mannanna hjá hinni ei-
lífu uppreisn Svásuðar gegn
Vindsval, hinum svalbrjósta
kóngi vetrar. Með sigri hans
leysir ísa og snjóa, foldin frjófg-
ast og grænkar, þetta fyrirbrigði
sem við köllum líf, vex og þrosk-
ast og við vitum þá fyrst, hvað
marinleg unaðssemd er. Hrif-
næmustu sálir mannanna, skáld-
in, kveða þá um alt það dýrðleg-
asta, sem hægt er að láta sig
dreyma um, sjá í dásemd sum-
arsins vott fullsælunnar, sem
mennirnir þrá. I mannlífinu hef-
ir nú ríkt vetur um 6 ára skeið,
uppihaldslaus, miskunnarlaus og
guðlaus vetur. Þeim vetri von-
um við nú, að fari að létta. Við
vonum einnig að honum fylgi
sól, sumar og unaðssemdir, eins
og sigri Svásuðar. En er bjart
um þá von? Því miður er það
ekki. Framundan sjáum við þar
ekki það sumar, sem við æskj-
um, heldur atvinnuleysi, kreppu
og dýrtíð. Við fögnum komandi
sigri, en við gerum það ekki með
þeirri von og þeirri vissu, sem
við gerum, er við bjóðum hvert
öðru gleðilegt sumar á morgun.
MANNVINUR FALLINN
Ræða
Síðast liðinn fimtudag barst
sú frétt hingað, að forseti
Bandaríkjanna væri dáinn. Um
allan heim barst fréttin um and-
lát hans, og dapurleiki og sorg
breiddust yfir alla. Það var ekki
aðeins það, að forseti hinnar
mestu þjóðar heimsins hafði dá-
ið, en einnig hitt, að einn af hin-
um mestu og beztu mannvinum,
sem uppi hafa verið á vorum tím-
um, hafði kvatt þetta líf, og viö
það fanst öllum, háum sem lág-
um, að þeir hefðu mikils mist —
er þessi maður, sem var góður
vinur allra dó. Og þetta á jafnt.
við flesta andstæðinga hans og
við þá, sem fylgdu honum að
málum. Hann var maður í bezta
skilningi þess orðs, og mannvin-
ur hinn mesti. Hann var miklu
meira en aðeins forseti Banda-
ríkjanna. Hann var orðinn einn
af aðal forystumönnum heims-
ins, sem allir sakna, hverrar
þjóðar sem þeir tilheyra. Og
þess vegna vil eg, við þetta tæki-
færi, og í samræmi við það, sem
er verið að gera víðast annar-
staðar — fara örfáum orðum um
hann í virðingarskyni við minn-
ingu hans.
Franklin Delano Roosevelt var
mest elskaður og einnig mest
hataður af öllum forsetum sem
uppi hafa verið síðan að Lincoln
var forseti. Fáir hafa forsetar
verið beittir illkvitnari mót-
stöðu en hann. En fáir hafa
náð eins djúpum tökum á hjört-
um fjöldans eins og hann. Þess
vegna er hans nú saknað svo
mjög.
Nafn hans geymist í sögu þjóð-
ar hans, ekki aðeins vegna þess,
að hann var fyrsti forsetinn til
að vera kosinn í þriðja og í
fjórða sinni, en einnig vegna
þess, að hann var við völdin á
einu af hinum allra erfiðustu
tímabilum, sem þjóð hans hefir
þekt, og hann, vegna stjórnvizku
hans, eða stjórnmensku, gat leitt
hana í gegnum allar hætturnar,
jafnvel á hinum yfirstandandi
stríðsárum, og á kreppuárunum
þar áðuf, svo að þjóðin varð
mdiril þjóð, þtýðingarmeiri og
voldugri. Hún stækkaði í stað
þess að minka, og nú, er hann dó.
tók hún öllum öðrum þjóðum
fram, og hún er orðin fyrsta
þjóð heimsins. Þannig verður
. Roosevelt, er tímar líða, talin í
röð mestu og beztu forseta þjóð-
arinnar, í röð þeirra Washington,
og Jiefferson, og Lincoln og Wil-
son.
Washington var fyrsti forset-
inn og á heiðurinn fyrir að hafa
myndað þjóðina. Hann var fað-
ir Bandaríkjanna. Jefferson dró
upp stjórnarskrá hennar og var
einn af vitrustu og færustu allra
forsetanna. Lincoln varðveitti
þjóðina frá klofningi yfir þræla-
haldi, og stofnaði hugmyndina
um jafnrétti og frelsi allra
manna, hvítra og svartra, og
hvenrar trúar sem þeir voru, ái
öruggum og föstum grundvelli.
Wilson leitaði heimsfriðar og
stofnaði eða lagði grundvöllinn
að alheims þjóðasambandi. En
það fór alt öðru vísi en ætlast
var til, og heimurinn steyptist í
annað ófriðarbál.
En svo næstur í röð kom hinn
nýlátni forseti, Franklin Delano
Roosevelt. Fyrst og fremst
bjargaði hann þjóð sinni frá eyði-
leggingu og gjaldþroti á Jcreppu-
árunum, og þar næst fékk því
framgengt að jafnréttis hug-
myndin hlaut fulla viðurkenn-
ingu í málum þjóðarinnar, þó að
henni hafi ekki enn verið fylgt
að fullu.
Auk þess vann hann sér al-
menningshylli að svo miklu leyti
að hann var kosinn í þriðja sinn
sem forseti, það sem enginn for-
seti hafði áður gert! Og svo aft-
ur var hann kosinn í fjórða sinn
s. 1. nóvember, og var sama sem
nýbyrjaður á fjórða stjórnar-
tímabili sínu er hann dó.
Þá í byrjun þessa fjórða
stjórnartímabils hafði þjóðin átt
í stríði í fjögur ár. Hún var orð-
in mesta þjóð í heimi, og hann
var sjálfur orðinn einn af þrem-
ur mönnum, sem að framtíð
heimsins hvíjdi á.
Nú er hann farinn, og engin
veit hverjar afleiðingarnar
verða af fMfalli hans.
Vér getum gert oss allskonar
hugmyndir um það, en að mestu
leyti verða þær ekki nema á-
gizkanir. Það verður mikið und-
ir því komið hvernig þeir, sem
koma í hans stað, framfylgja
stefnu hans, og hve vel þeir geta
miðlað málum á milli hinna sem
eftir eru. Roosevelt var miðl-
unarmaður, og hann gerði meira
en margir vita, til að halda sátt
á milli stórþjóðanna, og helzt,
ef til vill, á milli Stóra Bret-
lands og Rþsslands — eða rétt-
ara sagt — á milli ráðuneytis-
manna þeirra, Churchill og
Stalin.
Það var þess vegna mesti skaði
að hann skyldi deyja einmitt nú.
rétt fyrir friðarþingið, sem var
verið að undirbúa og sem á að
haldast í San Francisco. Það
getur verið að alt fari vel á þvi
þingi, eins og vonandi er að það
geri. En það hefði verið miklu
ákjósanlegra að hann hefði getað
verið þar staddur, sem svo mik-
inn þátt hafði tekið í undirbún-
ingi þess, og sem hvatti það til
fundar.
En hvernig sem fer þar, hvort
sem það verður vel eða illa,
heiminum til góðs eða ills, þá
lifir hann og minning hans
viegna þess sem hann var þegar
búinn að koma í framkvæmd.
Hann stóð fyrir því að bjarga
heiminum úr þessari eldraun,
sem hann er ekki enn að fullu
kominn úr, og hann stofnaði til
fundar sem átti a§ leggja grund-
völlinn að ævarandi friði, meðal
allra manna. Minning hans lifir
í orðum ræðunnar sem hann
hafði samið fyrir þetta tæki-
færi, þar sem hann lét í ljósi
von sína um að friður gæti verið
stofnaður, og að heimsþjóðirnar
gætu trygt og varðveitt þann
frið, og séð fyrir því, að stríð
þurfi nokkurntíma aftur að
þekkjast í heiminum.
Þannig, og á margvíslegan
annan hátt reyndi Roosevelt, eða
ætlaði að reyna, að láta rætast
hinn æfagamla draum, um frið á
jörðu meðal manna, sem hefir
verið boðaður á öllum öldum, en
sem hefir aldrei enn komist í
framkvæmd, eða aldnei ræzt.
Sá draumur um frið á jörðu,
hefir verið partur af draumum
og kenningum spámanna og ann-
ara andlegra leiðtoga, frá alda
öðli. Jesús flutti boðskap um
kærleika og sátt. Spámennirnir
fluttu boðskap um frið á jörðu.
Prédikað hefir verið um þessar
hugmyndir um allar aldir. Aðrar
tilraunir hafa verið gerðar. —
Önnur friðarþing hafa verið
mynduð. En aldrei enn hefir
þjóðunum tekist að halda friðn-
um.
Hvort að það tekst nú, eða
ekki, kemur fram aðeins er tím-
ar líða. En, meira hefir nú verið
gert í þá átt, þó að vér eigum enn
í stríði, en nokkru sinni fyr.
Þjóðar fulltrúar hafa komið
saman, og eiga leftir að koma
saman til að ræða friðarmál. En
meira hefir verið gert nú, og á
skynsamlegri hátt, og í meiri ein-
lægni og fyllri alvöru, að manni
finst, en nokkru sinni fyr, og
þess vegna ættu að vera meiri
líkur til þess, að friður verði
stofnaður, en áður og vonandi
er að svo verði.
Maður hefði viljað að Roose-
velt, sem svo mikinn þátt átti í
undirbúningi fundarins, hefði
getað verið með. En það verður
ekki. En samt var síðasta orðið,
sem hann flutti um frið og stofn-
un hans.
Alheimsfriður var áhugamál
hans, og fyrir það eitt lifir minn
ing hans. Hann var andans mik-
ilmenni, og minning hans lifir
einnig vegna þess. Hann telst í
röð hinna miklu andans manna,
mannvina, sem virtu mennina
hátt, og vildi hjálpa þeim, og
bjarga þeim. Hann, eins og Lin-
coln, sá hið góða í öllum, vissi að
neisti hins guðdómlega var í
hverjum manhi, hversu lágt eða
hversu hátt sem hanA var sett-
ur, og hann vildi að hverjum
manni veittist tækifæri til að
bjarga sér, en ekki að þurfa að
lifa óttafullu lífi, vegna eymdar
eða fátæktar, eða vegna kúgun-
ar eða ofbeldis, eða yfirgangs
annara, eða vegna ófriðar, og
eyðileggingar í heiminum.
Og þar sem þetta var stefna
hans, mætti segja um hann, eins
og einn maður hefir sagt, um
önnur andans mikilmenni, “að
hinir mestu leiðtogar heimsins í
framfara og mannkynsfullkomn-
unarmálum, hafa verið menn,
þannig úr garði gerðir, að hið
andlega eðli ráði mestu í lífi
þeirra og framkomu. Ef að vér
lesum upp nöfn þeirra manna,
sem á liðnum öldum, hafa skar-
að fram úr í sögu heimsins, og
haft mestu og dýpstu áhrif á
heiminn, þá sjáum vér, að næst-
um því undantekningalaust, hafa
þeir verið menn, sem viðurkendu
ábyrgð sína gagnvart mannfé-
laginu, og sem gerðu tilraun til
að framfylgja þeirri ábyrgð —
eða þeirri skyldu. Þeir sýndu,
af verkum sínum, hver trú
þeirra var, trú á guð, og trú á
gildi einstaklingsins. Þetta er
sannleikur, sem á ekkj. aðeins
við vora eigin þjóð — eða þjóð-
flokk vorn, en við allar þjóðir
og alla þjóðflokka.”
Þessi orð, eru orð manns sem
ritaði um þessa hluti, og talaði
ekki aðeins af leigin reynslu, en
af þekkingu og djúpviturri speki.
Og er vér á vorum tímum skygn-
umst um, verðum vér vör við
það, að þetta er rétt og satt. Þeir
sem hafa orðið miklir menn, sem
hafa unnið sinni eigin þjóð og
heiminum hag, hafa undantekn-
ingalaust verið andans menn,
andliega mikilmenni, í fullkomn-
asta skilningi. Og það var for-
seti Bandaríkjanna, Franklin
Delano Roosevelt, sem öll Banda-
ríkin nú syrgja, og allur heim-
urinn með.
Hann var mannvinur hinn
mesti. Hann var viðkvæmur
tilfinningamaður! Og á sama
tíma var hann stjórnvitringur
eða stjórnfræðingur sem fáir
menn, sem nú eru uppi jafnast
á við. Fleiri hafa elskað hann,
með einlægum kærl/eika, en al-
gengt gerist um stjórnarleiðtoga.
Sorgin sem menn finna til, nú
er hann er dáinn,- er einlæg og
hjartnæm sorg. Eg hefi sitið við
útvarpið, — föstudagskvöldið og
laugardaginn — og heyrt menn
gráta, sem fluttu fréttir um and-
lát hans og sem lýstu útfararat-
höfninni, eða fluttu erindi um
eitthvað sem hann hafði leyst af
hendi, mönnum til góðs og ham-
ingju. Sorg þeirra var djúp og
einlæg.
Hann var góður maður. Hann
var mikill maður! Hann var í
röð hinna mestu og beztu manna
sem þjóðin hefir heiðrað með því
að gera þá að forseta. Hann vai’
andans mikilsmenni. Hann vaf
heimsborgari siem menn meðaJ
allra þjóða virtu og elskuðu, og
hann var maður sem þeir
treystu.
Sorg þjóðar hans, er sorg
heimsins. Hún er sorg vor hér,
og þess vegna vildi eg nota þetta
tækifæri til að minnast "hans með
þessum örfáu orðum. Nafn hanS
lifir þó hann sé farin, og minn-
ing hans gleymist aldrei, á með-
an að þjóð hans stendur.
Guð blessi minningu hans og
allra hans verka, og láti þaú
verk, sem honum entist ekki ald'
ur til að leysa af hendi, ná enda-
lokum þeim sem þau hefðu náð
ef að hann væri enn við völdin.
P. M. P.