Heimskringla - 11.07.1945, Síða 6
6. SIÐA
HEIM S KRINGLA
WINNIPEG, 11. JÚLl 1945
4
A
SKEMTIFÖR
Forstjóri nýja “Alríkis líótelsins”, gekk inn
í skrautlegu skrifstofuna sína og lokaði dyrun-
um á eftir sér. Að því búnu strauk hann á sér
hökuna í þungum þönkum, og tók því næst upp
bréf úr skúffu einni, en iþar hafði bréfið legið í
síðustu tvo mánuðina. Hann las það mjög
gaumgæfilega. Þótt honum væri það ekki ljóst,
þá var þetta í þrítugasta skiftið, sem hann hafði
lesið bréf þetta þennan morgun, en þrátt
fyrir það skildi hann ekkert meira í því en áður,
en það var næsta lítið, sem hann skildi. Hann
sneri bréfinu við og leit á baksíðu þess, en hún
var gersamlega auð. Hann hélt bréfinu upp
móti birtunni frá glugganum, eins og hann
byggist við að fá gátuna leysta á þann hátt, er*
árangurslaust. Þótt klukka slæði á arinhill-
unni, þá dró hann samt upp skrautlegt gullúr
og leit á það hálf áhyggjufullur. Klukkan var
hálf átta. Hann fleygði bréfinu á borðið og
virtist ekki geta lengur orða bundist, því að
hann sagði við sjálfan sig: *
“Þetta er hið einkennilegasta atriði, sem
eg hefi átt í”, og er hann sagði þetta leit hann
enniþá á hina gljáandi skífu gullúrsins, sem
áður var nefnt, og bætti við: “og hefi eg nú
verið við þetta starf mitt í þrjátíu og þrjú ár,
þegar klukkan verður ellefu f. h. næsta mánu-
dag. Það ;er alt og sumt.”
Er hann mælti á þessa leið, kom ritarinn
hans inn í henbergið. Hún var gæfustúlka
vegna þessara þriggja atriða: Hún var há, fríð
sýnum og tuttugu og átta ára gömul. Hún sá
opið bréfið á borðinu og svipinn á húsbóndan-
um, og varð nú heldur en ekki forvitin.
“Yður virðist liggja eitthvað þungt á huga,
Mr. McPherson,” sagði hún blíðlega um leið og
hún lagði skjal eitt á borðið, svo að hann ritaði
undir það.
“Það er algerlega rétt tilgáta, Miss O’Sulli-
van,” svaraði þann og færði skjalið lengra inn
á borðið. “Mjargt ;er það, sem að mér amar, en
einkum og sérstaklega þetta bréf.”
Hann rétti henni bréfið og hún las það með
mikilli gaumgæfni. Þegar hún kom að undir-
skriftinni, þá byraði hún aftur á upphafinu og
las það á ný. Forstjórinn reis úr sæti sínu og
hringdi á yfirþjóninn. Er hann hafði á þennan
hátt létt af sér áhyggjunum, þótt ekki væri
nema á lítinn hátt, settist hann á ný við skrif-
borðið, lét á sig gleraugun og horfði á Miss
O’Sullivan, eins og hann byggist við að hún
segði eitthvað.
“Þetta er all undarlegt,” sagði hún til að
segja eitthvað, “fádæmislega undarlegt, finst
mér.”
“Þetta er það einkennilegasta bréf, sem eg
hefi fengið á allri æfi minni4” sagði hann með
miklum sannfæringarkrafti. “Þér sjáið að
það er skrifað fyrir þrem mánuðum síðan, og að
það er skrifað í Euyaba í Brazilíu. Eg gáði nú
reyndar að því hvað Euyaba er.”
Hann sagði þetta með miklu stærilæti og
hallaði sér svo aftur á bak í stólnum, stakk
þumalfingrunum í handvegina á vestinu, og
horfði á fallega skrifarann sinn eins og hann
byggist við viðurkenningu hennar. Hann varð
heldur ekki fyrir neinum vonbrigðum. Hann
var ókvæntur og hafði góðar tekjur, og hún var
stúlka, sem auk þess að vera falleg hafði glögt
auga fyrir “aðal atriðinu”.
“Og hvar er svo þessi Euyaba?” spurði
hún ofur auðmjúklega.
“Euyaba,” svaraði hann og smjattaði næst-
um af stærilæti á orðinu, þótt hann bæri það
vitlaust fram, “er bær, sem liggur á vesturtak-
mörkum Brazilíu, eða þar sem Brazilía og
Bolivía mætast. Það er meðal stór bær og stend-
ur á bökkum Euyaba fljótsins og hefir mikil
viðskifti við demantanámur Brazilíu.”
“Og býr maðurinn, sem skrifaði þetta bréf
þar?”
“Um það get eg ekkert sagt. Hann skrifar
bréfið þaðan og það er okkur nóg.”
“Og hann pantar hér miðdegisverð handa
fjórum — í leinkaherfoergi, sem snýr að fljótinu.
Miðdegisverðurinn er pantaður þrem mánuðum
fyrirfram, og bréfritarinn lýsir nákvæmlega
hvað hann óskar að fá og hvernig borðið skuli
skreytt. Hann segist aldrei hafa séð neinn
þessara vina sinna, og að einn þeirra komi frá
(hann leit á bréfið) Hang-Chan, annar frá
Bloemfontein, en hinn þriðji sé staddur á Eng-
landi. Hver þeirra um sig á að sýna dyraverði
venjulegt nafnspjald, og á því á að vera rauður
depill, og þá á hann að vísa þeim tafarlaust upp
á herbergið. Nei, eg skil þetta alls ekki.
Forstjórinn sat þegjandi um stund, svo
sagði hann með áherzlu:
“Hang-Chan er í Kína og Bloemfontein í
Suður-Afríku.”
“En hvað þér eruð dásamlegur, Mr. Mc-
Pherson! Það yfirgengur alveg skilning minn
hvernig þér getið haft þetta alt í höfðinu.”
Þannig mælti stúlkan, og það var skynsam-
lega gert af henni, því að forstjórinn var eigi
daufur fyrir aðdáun hennar og það vissi hún
vel.
En í þessum svifum kom yfirþjónninn inn.
Hann staðnæmdist rétt fyrir innan hurðina, eins
og hann væri hræddur við að skemma gólftepp-
ið ef hann færi lengra inn. í hsrbergið.
“Er nr. 22 tilbúið, Williams?”
“Alveg tilbúið. Vínið stendur á ísnum, og
matreiðslumaðurinn segist hafa matinn tilbúinn
á því augnabliki, sem hann eigi að vera það.”
“Hérna stendur í bréfinu: Engin rafmagns-
ljós, heldur kertaljós með rauðum hlífum yfir.
Hefirðu sett yfir þau hlífarnar, sem eg keypti í
morgun?”
“Eg var rétt að koma frá að líta eftir því.”
“Og látum okkur nú sjá. Það er eitt enn-
þá.” Hann tók bréfið úr hendi skrifarans og
leit á það. “ Já, rétt er það, postulínskanna með
nýmjólk og undirskál á að standa á arinhillunni.
Fremur óvenjuleg beiðni, en hefir þetta verið
gert?”
“Eg setti þetta þar sjálfur.”
“Hver á að ganga um beina?”
“Jones, Edmonds, Brooks og Jenkins.”
“Gott er það! Eg hugsa að þetta sé alt og
sumt. En bíddu við! Það er bezt að þú segir
dyraverði að veita þremur mönnum aðgöngu.
Þeir sýna honum venjuleg nafnspjöld með rauð-
um depil á. Láttu Brooks halda sig niðri í
göngunum, og segðu honum, að þegar þeir komi,
skuli hann fylgja þeim tafadlaust upp á her-
bergið.”
“Það skal verða gert.”
Yfirþjónninn fór út úr skrifstofunni, og
forstjórinn teygði úr sér í stólnum, geispaði svo
að glumdi undir til að sýna hversu feykilega
þýðingarmikill hann væri og sagði svo hátíð-
lega.
“Eg hugsa að enginn þeirra komi; en ef
þeir koma þá skal ekki þessi Dr. Nikola, hver
sem hann nú er, geta sett neitt út á mína
frammistöðu.”
En þau hurfu nú bæði af hinum rykuga
þjóðvegi viðskiftanna inn á hina forsæluríku
stigú ástamálanna, með þeim árangri, að ritar-
inn, þegar hún hvarf aftur að verki sínu, hafði
steingleymt hinum undarlega miðdegisverði.
sem átti að halda uppi á loftinu, en hugsaði nú
eingöngu um hvernig hún mundi líta út í hvít-
um silki'kjól skrýdd blómum. Auk þess þurfti
hún að íhuga hvort það mundi vera satt, sem
ein af hennar þjónustustúlkum hafði sagt
henni, að forstjórinn hefði einu sinni verið að
elta ekkju nokkra, sem hafði grætt á eggjum og
smjöri og átti allmikla fjárupphæð í sparisjóðn-
um.
Þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í 8,
stansaði vagn fyrir framan gistihúsið, lágvax-
inn, hjólbeinóttur maður, steig út úr vagninum.
Hann var skegglaus og búinn sem prestur. Hann
borgaði ökumanni og sendi hann burtu, síðan
dró hann upp úr vasa sínum venjulegt nafn-
spjald og rétti það hinum gullfjallaða dyra-
verði, ssm hafði opnað vagnhurðina fyrir hann.
Þegar dyravörður hafði séð rauða depilinn á
nafnspjaldinu, hrópaði hann á þjón, sem leiddi
þennan geistlega mann upp á loft.
Tæplega hafði þjónninn haft tíma til að
koma til baka, þegar annar vagn ók upp að
dyrunum, og rétt á eftir honum sá þriðji. Út úfr
fyrra vagninum stökk hár og sterkbygður mað-
ur um þrítugt. Hann var í kvöldbúningi sniðn-
um eftir nýjustu tízku, og til að leyna þessu
fyrir forvitnum augum götulýðsins var hann 1
kápu mikilli. Maður þessi rétti einnig dyra-
verði hvítt nafnspjald með rauðum depli. Að
því búnu gekk hann inn í forsal gistihússins og
á eftir honum sá, er í síðasta vagninum kom.
Hann var einnig veizlubúinn en á annan hátt.
Föt hans voru forn að sniði og virtust hafa verið
notuð mjög . Maðurinn var hærri en alment
gerist og hár hans var mjallhvítt, en andlitið
mjög bólugrafið. Er þeir höfðu lagt hatta og
yfirhafnir í forstofuna, gengu þeir inn í nr. 22,
þar sem þeir hittu fyrir hinn geistlega mann,
sem fyrst hafði komið. Hann gekk órólegur
fram og aftur um gólfið.
Er þeir voru einir orðnir, þá tók hæðsti
maðurinn, sem vér munum nefna hinn bezt-
klædda, til hægðarauka, upp úr sitt, og er hann
hafði litið á hina mennina mælti hann:
“Herrar mínir,” — málhreimur hans gaf
til kynna að hann var Bandaríkjamaður,
“klukkuna vantar þrjár mínútur til að verða
átta. Nafn mitt er Eastover.”
“Það gleður mig að heyra, vegna þess að
eg er óvenujlega svangur orðinn,” svaraði sá
sem var allur bólugrafinn. “Eg heiti Pender-
gast.”
“Við bíðum bara eftir gestgjafa vorum og
vini,” svaraði sá geistlegi, sem fanst að hann
yrði nú að taka sinn þátt í samræðunum. Eftir
stundaiþögn bætti hann við: “Eg heiti Baxter.”
Eftir að ihafa kynt sig þannig hver fyrir
öðrum, heilsuðust hinir þrír gestir með handa-
bandi af mikilli alúð. Síðan fengu þeir sér sæti,
en allir drógu upp úrin og litu á þau.
“Hafið þér nokkru sinni haft þá ánægju að
hitta gsstgjafa vorn?” spurði Mr. Baxter Mr.
Pendergast.
“Aldrei,” svara^i hann og hristi höfuðið.
“En Mr. Eastover hefir kanske verið svo hepp-
inn?”
“Nei, alls ekki”, svaraði hann. “Við og við
höfum við átt ýmisleg viðskifti saman, en hing-
að til hefi eg aldrei séð hann.”
“Og hvar var hann þegar þér fréttuð frá
honum í fyrsta skiftið?”
“í Nashville, Tenmessee,” svaraði Eastover.
“Þvínæst Tahpapa í Nýja-Sjálandi, síðan í Pa-
pita í Félagseyjunum og því næst frá Peking,
Kína. En þér?”
“1 fyrsta skiftið og eg heyrði frá honum,
var hann í Bruxelles. Þvínæst í Montevideo,
þriðja skiftið frá Mandalay, og svo frá Gull-
ströndinni í Afríku. Nú er röðin komin að
yður, Mr. Baxter.”
Hinn klerklegi maður leit á úrið. Það var
nákvæmlega 8.
“Fyrst heyrði eg frá honum í Cabul í Af-
ghanistan, annað sinnið Nischmei Novgorod í
Rússlandi, þriðja skiftið Wilcannia, Darling
River, Ástralíu, fjórða sinnið í Valparaiso,
Chile, fimta skiftið Nagasaki, Japan.”
“Hann hlýtur að vera all víðförull og leynd-
ardómsfullur maður.”
“Hann er meira en það. Hann kemur of
seint til að snæða miðdegisverðinn,” sagði East-
over.
Pendergast leit á úrið.
“Klukkan þarna á veggnum er tveim mín-
útum og fljót. Hlustið á, nú slær turnklukkan.
Klukkan er á mínútunni 8.”
Er hann mælti þannig opnaðist hurðin og
rödd í dyrunum sagði: “Dr. Nikola.”
1 sama vetfangi þutu hinir þrír menn á
fætur og hrópuðu upp af undrun, er maðurinn,
sem þeir voru að ræða um kom í ljós í dyrun-
um.
Það mundi þurfa langan tíma til þess að
lýsa til hlítar manni þeim, sem nú kom í ljós.
Hann var dálítið meir en meðal maður á hæð,
herðábreiður, vel limaður og þróttlegur, þótt
vöðvar hans væru fremur grannir. Höfuð hans,
sem sat vel á þróttlegum hálsi, var skrýtt hrafn-
svörtu hári, sem féll í lökkum; hann var nauð-
rakaður en andlitið var ávalt og frítt, hörunds-
liturinn þeldökkur og í góðu samræmi við hin
hvössu, hvörtu augu hans. Hann hafði nettar
hendur og fætur, og prúðbúnasti junkarinn
hefði viel mátt öfunda hann af búningi hans,
sem var alveg óaðfinnanlegur. Eigi var auðvelt
að geta sér til um aldur hans. Hann gat verið
alt frá 28 ára til 40; í raun og veru var hann 33
ára gamall. Hann gekk yfir gólfið með út-
rétta hendina í áttina til Eastovers, sem stóð við
arininn.
“Eg er viss um að þér eruð Mr. Eastover,”
sagði hann og beindi sínum tindrandi augum að
manninum, sem hann yrti á um leið og ein-
kennilegt bros lék um varir hans.
“Það er nafn mitt Dr. Nikola,” sVaraði
maðurinn auðsæilega all forviða. “En hvernig
í ósköpunum getið þér þekt mig frekar en hina
gssti yðar?”
“Ó, það mundi yður furða á ef þér vissuð
það. Og Mr. Pendergast og Mr. Baxter, það er
mér mikil ánægja að hitta ykkur. Eg vona að
eg komi ekki of seint. Við höfðum árekstur í
sundinu í dag, og eg var hálf hræddur um að
eg kæmi of seint. En maturinn virðist vera til-
búinn. Eigum við ekki að setjast að borðinu?”
Þeir settust og tóku að snæða. Gistihúsið
hafði orð á sér fyrir að gera alt veil, og -þessi
góða máltíð, sem Dr. Nikola hafði pantað þarna
þetta kvöld, var því ekkert til minkunar. En
þrátt fyrir gæði réttanna veittu gestirnir samt
gestgjafa sínum meiri athygli en matnum.
Eins og þeir höfðu sagt áður en hann kom,
þá höfðu þeir allir haft talsverð kynni af honum
áður. En hver viðskiftin voru nefndu þeir ekki
á nafn. Ef til vill vildu þeir ekki hugsa til
þeirra sjálfir.
Þegar kaffið hafði verið borið á borð og
þjónninn var farinn, reis Dr. Nikola úr sæti
sínu og gekk yfir að hinum mikla skáp, sem stóð
í stofunni. Á skápnum stóð einkennilega löguð
karfa. Hann tók lokið af henni og þegar hann
hafði gert það, hoppaði upp úr körfunni af-
skaplega stór köttur, kolsvartur á lit. Furðaði
gestina mjög á þessu, en nú var auðséð til hvers
mjólkin og undirskálin var fengin. Er hann
hafði fengið sér sæti á ný, fór gestgjafi að
dæmi gesta sinna og kveikti sér í vindli. Hann
blés reyknum ánægjulega út í gegnum hinar
fíngerðu nasir sínar. Augu hans hvörfluðu með
veggjum stofunnar og athuguðu myndirnar og
skrautið, sem prýddu þá, því næst leit hann á
andlit gesta sinna. Er hann sat þannig, stökk
svarti kötturinn, sem nú hafði lokið mjóllkinni
upp á öxl húsbónda síns og hnipraði sig þar
saman, og horfði í gegnum reykjarskýin á hina
þrjá menn, með sínum grænu illúðlegu aug-
um, sem hann lyngdi við og við.
Dr. Nikola brosti þegar hann sá hvílík
áhrif þetta hafði á gestina.
“Ættum við þá að taka til starfa?” spurði
hann.
Hinir struku öskuna af vindlunum sínum
og bjuggust við að hlusta á hann með athygli-
Dr. Nikola, sem hingað til hafði verið eins og
hálf slappur og hirðuleysislegur í framkomu,
varpaði nú því fasi af sér eins og kápu. Augu
hans leiftruðu og þegar hann tók til máls var
rödd hans skær og hvöss eins,og hnífur.
“Sjálfsagt eiuð þið forivtnir eftir að vita
hversvegna eg hefi boðað yður hingað frá fjar
lægum löndum, og óskað þess að þér hittuð
mig hér í kvöld. Það er ekki nema eðlilegt að
þér séuð það. En hinsvegar hafið þér kynst mér
svo vel, að tiltekjur mínar ættu ekki að vekja
furðu yðar.”
Nú hneig rödd hans niður og varð blíð og
góðlátleg. Hann saug vindilinn mjög og sendi
þykt reykjarský út á milli varanna. Augu hans
voru hálf lokuð, og hann sló hægan takt með
fingrunum á borðröndina. Kötturinn starði
gegn um reykinn á hina þrjá, og fanst þeim,
að hann yrði með hverju augnablikinu, sem
leið, stærri og ógurlegri. En nú tók Dr. Nikola
köttinn af öxl sinni og sqýti hann á hné sitt.
Svo tók hann að strjúka hrygg hans alt frá eyr-
um og aftur að rófunni. Það var eins og hann
ætlaði að draga út úr þessari andstyggilegu
skepnu sérstakt sálarástand til að hefja það
veik, sem fyrir höndum var.
“Sem formála fyrir því, sem eg nú ætla að
segja, skal eg geta þess, að þetta er þýðingar-
mesta fyrirtækið, sem eg hefi leitað til ykkar
um hjálp.” Hann strauk þrisvar hrygg kattar-
ins og í kring um eyru hans einu sinni. “Þegar
eg hugsaði fyrst um þetta mál, vissi eg alls ekki
hverjum eg gæti treyst fullkomlega. Eg hugs-
aði til Vendons. En þá heyrði eg að hann væri
dáinn. Eg hugsaði um Browndon, en Brown-
Hon var eigi framar stöðugur í trúfestinni.” —
Hann strauk kettinum tvisvar eftir bakinu og
tvisvar háls hans. “En svo mundi eg alt í einu
eftir ykkur. Eg var þá í Brazilíu. Þess vegna
sendi eg boð eftir yður. Þið eruð komnir og
hérna höfum við mæst. Svo að alt er gott, eins
langt og það nær.”
Hann stóð á fætur og gekk yfir að arninum.
Er hann gerði það klifraði kötturinn á ný upp á
öxl hans. Nú breytti hann aftur um róm og
talaði hvast og ákveðið.
“Eg mun ekki segja yður mikið um þetta
mál; en af því sem eg segi yður, getið þér getið
yður til hvað það er og komist að niðurstöðu um
það. Eg ætla þá fyrst og fremst að segja yður
að til er maður nokkur, sem hefir gert mér
mjög órétt til. í hverju þetta ranglæti er fólgið,
vaiðar yður ekkert um, ;enda munduð þér ekki
skilja það, þótt eg segði yður frá því, svo að við
skulum láta það Úggja milli hluta. Maður þessi
er feykilega auðugur. Hvenær sem væri mundi
bankinn hans borga út hálfa eða miljón dala
ef hann skrifaði slíka ávísun til hans. Það er
því auðsæilegt, að maður þessi er all voldugur-
Hann veit það mjög vel, að eg legg mig allan
fram að auðmýkja hann, en hann hrósar sér af
því, að ennþá hefir hann verið mér ofurefli við
að etja. En þetta stafar af því einu, að hingað
til hefi eg gefið honum lausan tauminn. Nú hefi
eg ráð í huga, og ef því verður framgengt,
verður maður þessi sviftur fénu og hámingj-
unni. Nái þetta ráð mitt framgangi, og sé eg
ánægður með frammistöðu yðar þriggja í yðar
hlutverkum málinu til framgangs, skal eg borga
hverjum yðar fyrir sig, fimtíu þúsund dali. Mis-
hepnist fyrirætlan mín, fær hver og einn yðar,
fimm þúsund dali auk kostnaðar. Hefir yður
skilist þetta?”
Af svipnum á andlitum þeirra að dæma,
var það ljóst að þeir gleyptu hvert einasta orð,
sem hann sagði.
“En munið það, að eg krefst af yður alls
tíma yðar og allrar yðar vinnu. Á meðan þér
eruð í minni þjónustu á eg yður, líkama og sálir
yðar. Eg veit að þér eruð menn, sem óhætt er
að treysta. Eg hefi fengið skýrar sannanir fyrir
því, að þér eruð — afsakið ummælin — alveg
samvizkulausir, og er hér um bil viss um, að þér
haldið yður saman. Og ennfremur, eg mun ekk-
ert segj'a yður, svo að þér gætuð ekki svikið mig
þótt þér vilduð. Og nú skuluð þér heyrá fyrir-
ætlan mína.”
Hann settist á ný og dró bréf upp úr vasan-
um. Er hann hafði lesið það, sem þar stóð skrif
að, sneri hann sér til Eastover.
“Þér leggið strax af stað — það er að segj3
með eimskipinu á miðvikudaginn — til Sydney-
Snemma í fyrramálið kaupið þér yður farbréf
og getið svo farið um borð í Plymouth.
getið hitt mig annað kvöld á stað, sem eg mun
segja yður frá, og þá skal eg gefa yður allar
mínar fyrirskipanir. Góða nótt!”
Er Eastover sá að sér var ekki lengur til
setu boðið, reis hann úr sæti sínu, kvaddi alla
mieð handabandi og fór út úr herberginu án þesS
að mæla orð. Hann Var alt of forviða til
sýna nökkurt hik eða segja neitt.
i