Heimskringla - 03.10.1945, Page 4

Heimskringla - 03.10.1945, Page 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA • lletmskrituíla (StofnuO ÍSSS) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. ---------—-------------------------w---------------------- öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Vikirig Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 WINNIPEG, 3. OKTÓBER 1945 Þýzkaland úr sögunni Árið 1918 skrifaði Oswald Spengler, þýzki heimspekingurinn bók um “Hnignun Evrópu”. Hún er eftirtektaverð og hollur lest- ur þeim, sem enn óttast viðreisn Þýzkalands. Hugmynd Spenglers var, sem kunnugt er, að menning hverskonar ætti sér vissan aldur; hún fæddist, þroskaðist, hnignaði og dæi út, alveg eins og ein- staklingurinn. Menninguna áleit hann koma fram innan vissra takmarka, t. d. ríkja, eða á meðal fleiri þjóða, sem mjög væru líkar. Sú menning, sem hann skoðaði að væri í hnignun, snerti alla Evrópu, en sérstaklega Prússland. Taldi hann þessa menn- ingu komna all-nærri gröfinni, eða vera á svipuðu reki og Ágúst- ínusar tímabilið í rómverskri menningu. Og það er eftirtekta- vert, að þjóð hans skildi ekki veita orðum hans neina athygli um það, að næsta sæði menningar sprytti að líkindum upp í Rússlandi. Hann spáði einnig um hvernig sú menning yrði, þó síðan séu 23 ár; hún átti að fæðast á víðfeðmum heiðum og verða sálarlega stórkostlega andvíg einstaklingshyggjunni. En það sem Spengler dregur einnig athygli að, er, hve óvaran- leg menningin hafi verið. 1 hana vantaði ávalt eitthvað, sem til þess þarf að hún verði langær. Hið mikla rómverska menningar- tímabil, varð til vegna stríðanna við Pyrrhus og Carthage (Kar- tagó). Það var ekki heimsveldið rómverska, sem hana skapaði; það voru ekki Rómverjar, sem orkuðu að mynda það, heldur upp- gjöf hins þekta heims þá. Það var ekki árangur neins ofurmáttar á eina hlið, heldur viðnámsleysis á hina hliðina. . . Og svo segir hann: “Að halda við menningu sem með sverðum er ruddur vegur, hefir ekki verið á valdi nokkurs heimsveldis að gera öldum saman. — Prússneska og þýzka þjóðin hafa þrisvar sinnum reynt þetta: 1813, 1870 og 1914, og það er meira en aðrar þjóðir hafa reynslu af. En árangur þess hefir orðið alt annað en varan- legur.” Prússneska og þýzka þjóðin hafa enn einu sinni reynt að gefa heiminum varanlega menningu! En þrátt fyrir hinn stórfelda útbúnað, sem því var samfara, hefir það ekki aðeins farist fyrir, heldur gert út af við þýzka ríkið. Það virðist auðsætt af því sem Spengler heldur fram, að holundarsár vestlægrar eða evrópiskrar menningar séu tengd við stríðin. En nú hefir þeim verið haldið uppi af ríkisvaldi, fremur en því sem í hugum og hjörtum alþýðu býr. Og þar sem ríkis- valdið er nú sízt minna en áður, að síðasta heimsstríði loknu, mun sú spurning vakna í hugum margra, hvort nokkurs sé betra að vænta en fyr, og hvort að nokkur von sé endurbóta á vestrænni menningu. Tíminn mun á sínum tíma leiða þetta í ljós, en vonirn- ar eru satt bezt sagt ekki glæsilegar. HEIÐRAÐUR MEÐ SAMSÆTI Sameinaða kirkjufélagið hafði samsæti til heiðurs Sveini Thor- valdsyni, M.B.E., á Marlborough gistihúsinu í Winnipeg s. 1. föstu- dag. Tilefnið var, að Mr. Thor- valdson hefir nýlega verið gerð- ur að umboðsmanni Unitara í Canada og hlaut með því sæti í stjórnarnefnd Unitarafélagsins í Boston. Sækir hann því að minsta kosti tvo fundi á ári til Boston og greiðir, eins og á var minst af einum ræðumanni í samsætinu, ferðakostnað úr eig- in vasa. Er starfi þessara kirkna hér mikil heill að þessu. Það gerir þeim auðveldara fyrir að fylgjast betur með starfi Uni- tarafélagsins. En þar er sífelt eitthvað nýtt á ferðinni, því trú- félag þetta er í broddi fylkingar í öllum andlegum framfaramál- um. Mr. Thorvaldson var á síðast liðnu vori boðinn á stjórnar- nefndarfund Unitarafélagsins og var eftir viðkynninguna þar beð- inn að takast áminst starf á hendur. Sagði hann frá þeirri ferð sinni á kirkjuþingi Sam- einaða krkjufélagsins sem hald- ið var í júní í Árborg. í þakk- lætisskyni fyrir að takast þetta nýja starf á hendur, eftir 50 ára starf í málum Unitara kirkjunn- ar á meðal íslendinga hér vestra, var hann gerður að heiðursfé- laga í Sameinaða kirkjufélaginu og er sá fyrsti, er þann heiður hefir hlotið. Með samsætinu var verið að minnast þessa og bæði þakka Mr. Thorvaldsyni hans langa og mikla starf fyrir hið góða mál- efni og votta honum virðingu og vináttu samstarfsmanna hans. Samsætið var ánægjulegt. — Ræður fluttu Mr. Hannes Pét- urson, séra Halldór Johnson, séra Philip M. Pétursson, lækn- isfrú S. E. Björnsson, Helgi Briem, aðalræðismaður Islands í New York, sem hér er staddur og Mr. Thorvaldson. Samsætinu stjórnaði séra Eyjólfur J. Melan, forseti Sameinaða kirkjufélags- ins. Voru ræðurnar allar mjög góðar enda er það á orði, að prestar Unitara og ýmsir leik- manna þeirra flytji flestum bet- ri tækifærisræður. — Þær lýsa að jafnaði medra víðsýni, en vanalega gerist. Þetta setti og svip á samsætið og gerði það bæði veglegra og ánægjulegra. Samsætið var aðallega í því fólgið, að minnast starfs Mr. Thorvaldsonar í þágu frjálstrú- ar hreyfingarinnar, en hann hef- ir verið stólpi slíks safnaðarlífs í Nýja-íslandi frá því fyrsta, geng- ist fyrir kirkjubyggingum og óðru er til velferðar horfði, auk mikils starfs fyrir málefnið í heild eins og t. d. að vera lengi aðstoðar-kirkjufélags forseti. Á starf hans í öðrum málum bæði sveita- og félagsmálum, var einnig minst, sem vert var. — Að hann hafi einnig þar ver- ið atkvæðamaður og nokkuð frárri en fjöldinn, minnir það ef til vill einna bezt, að hann var fyrstur íslendinga, að því er vér WINNIPEG, 3. OKTÓBER 1945 ætlum, heiðraður af brezka rík- inu með því að vera gerður að Member of the British Empire, eins og einn ræðumanna benti á (Hannes Péturson). Sá er þetta ritar var um 8 ára skeið starfsmaður við verzlanir Sveins Thorvaldsonar og hefir að því leyti einnig mátt heita það við blaðið Heimskringlu um 20 ár sem það hefir síðan 1913 verið eigh Viking Press félags- ins, en Mr. Thorvaldson er einn af eigendum þess. Ef eg væri nú spurður, hvað mér fyndist mest einkenna Mr. Thorvaldson, sem mann í hans stétt og stöðu, myndi eg svara, að það væri framfara-áhugi hans og vinnuá- kafi. Eg hefi varla þekt annan eins vinnuþjark. Ef þeir eru til sem ætla að.hann hafi orðið fjáð- ur maður á iðjuleysi, þekkja þeir Thorvaldson lítið. Hann vann vissulega að því, að verða sjálf- bjarga maður, en hann vann eins mikið að hinu, að sambygðar- menn hans yrðu það. Hann hef- ir unnið flestum meira í þágu bygðar sinnar. Hann sá að fram- fara-vegur hennar var fólginn í bættum búskap og hag fjöldans. Hann byrjaði því á að koma upp smjörgerð, fyrst á Gimli og síð- ar í Riverton. Mjólkur fram- Leiðsla bænda, var þá þeirra helzti bústofn. Með því var markaður fyrir þá framleiðslu fundinn. Þetta var þá miklu stærra framfaraspor, en jafnvel kunnugir geta nú gert sér grein fyrir. Næst kom verzlunarstarf- ið, sem hann hóf og ekki síður með það fyrir augum, að útvega sambygðarmönnum sínum bún- aðar áhöld með sæmilegum láns- kjörum. Þarna var ekki um margar uppskerur á ári að ræða og gjaldfrest varð að veita- í samræmi við það. Og hann út- vegaði Mr. Thorvaldson og ekki einungis á sérstökum vörum, heldur öllum. Spáðu sumir illa fyrir lánsverzluninni og það mun satt, að stöku skell hafi hún fengið, en þrátt fyrir það, kom Mr. Thorvaldson í veg fyrir mest af því, ekki með því að hætta að lána, heldur með því, að leita markaðar fyrir hvaðeina sem framleitt var, alt frá fiski og smjöri til vetlinga og cucumbers. Það var verzlun í augum Mr. Thorvaldsonar, alveg eins og ^itt, að birgja verzlunina upp með hverju því, er menn van- hagaði um. Eg man að hann sagði oft, ef hann brast muni í búðinni, sem eftir var spurt, að hann ætti ekki skilið að vera við verzlun. Eg mintist á starfsáhuga Mr. Thorvaldsonar. Þegar verzlun- in hafði blómgast jafnframt bygðinni, og veltan var orðin um Vi miljón á ári, áttum við starfs- menn Thorvaldsonar oft tal við hann um, að hann yrði að fara að létta á sér starfi og fela okkur eftirlit vissrar deildar hverjum, svo hann þyrfti ekki að vera að eltast vð alla smámuni. Svar Mr. Thorvaldsonar var, að hann væri ekki ofgóður til að vinna eins og aðrir. Auk alls annars átti skrifstofa hans ávalt í mikl- um bréfaskriftuin fyrir aðra, sem algerlega var aukavinna, en sem hafði í augum margra verið álit- ið fult dagsverk. En þetta var að áliti Mr. Thorvaldsonar að- eins sjálfsagður greiði fyrir sveitungana. En við þetta sem nefnt hefir verið, bættist svo starf hans í félags og bygðarmálum. Alt fé- lagsmálastarf hans er ógerning- ur að ætla sér að telja upp; hann var farinn að eiga mikinn þátt í því meðan hann var barnakenn- ari. 1 sveitarstjórn og sveitar- oddviti var hann um langt skeið. Hann barg manna mest sveit- inni eitt sinn frá því að verða leystri upp, sem útlendir menn 1 bygðinni, vildu óðir og segja fylkisstjórninhi að hirða alt. — Hann var og fylkisþing- maður. í samsætinu sýndi hann okkur úr, sem hann ber upp á vasann. Það var frá 1912 og S. Thorvaldson, M.B.E. að segja farinn að hugsa um að ílengjast við það. En í viðskifta- lífinu er eitt algengt lögmál, sem mér hefir ávalt þótt skrítið. Það er að skiftavinirnir hafa ávalt á sönnu að standa, en ekki verzl- unar þjónarnir. Eg sá að þetta var ekki þannig við Heims- kringlu og að þar var hægt að gera athugasemdir. Þetta lokk- aði mig ef til vill burtu frá því. VAXAISDI VÍÐSÝNI KIRKJUNNAR Ræða flutt af séra Philip M. Péturssyni 'heldur enn ágætan tíma. Það úr var honum fært að gjöf fyrir starf hans í að fá járnbraut C. P. R. félagsins lagða norður að Riverton. Þannig mætti lengi upp telja Vinnuþrek Mr. Thorvaldsonar var líklega ekki meira en hvers rösks manns. En vinnuáhugi var meiri hjá honum en nokkr- um, sem eg hefi kynst eða heyrt um; hann unni vinnu og hefir í því efni óefað haft sömu skoðun og kerlingin í sögunni hans Gunnars Gunnarssonar, sem stúlkan kom til og spurði hvern- ig í ósköpunum hún færi að því að hafa ánægju af þessum eilífa þrældómi við að prjóna. Svona talar því barnið mitt um elzta nægtabrunn mannanna — bless- að starfið, sagði gamla konan. Það er stundum gott, sem gaml- ir kveða. ' Eg gæti minst ýmislegs frá þessum fyrri árum, sem Thor- valdsyni lýsir frekar, en gert|flJri og‘ fleiri kirkjur af ÖUum hefir verið. Eina slíka sögu má aðal kirkjudeiidum (að kaþólsku eg til að segja. Þegar hann byrj-| kirkjunni einni undantekinni) aði að verzla norður við Fljót,) eru nú farnar að gefa út> við Ö11 voru samgongur þangað erfiðar i möguleg tækifæri, og f öðm iagi. og postgongur strjálar. Eg heldj vegna skýrslúa sem kirkjudeild- það hafi venð siðla fyrsta vetr-J ir eru nú alstaðar að semja. Og arins, sem hann var að verða f þriðja lagi> valdi eg mér þetta vórulaus og það sem verra var,'efni nú vegna þess> hve mikil síðustu reikningar heildsalanna; breyting sýnist vera 0rðin ekki greiddir. Thorvaldson hafði þeim hlutum> sem kirkjan keypt dálítið af góðri loðvöru, <hyaða sertruar nafn sem hún sem hann ætlaði að greiða með, ber)> er nú farin að leggja helztu skuldir sínar, ásamt einhverju [ áherzlu á) frá því sem þeir voru af peningum í skúffunm. En fyrir örfáuœ árum. Aherzlan reikningar hans voru að falla í sýnist nú ver3j a8allega logð á gjalddaga. Að bregðast að borgai þjóðfélagsstefnur og fyrirkomu- kom ekki til mála. Hann leigði lag f stað serstakra kennisetn- því gráa truntU og lagði af stað inga> eða atriða ur hinni flóknu með gjaldmiðil sinn, sá sem hann guðfræði fornaldarinnar. Kirkj- var til Winnipeg. Skömmu. eftir an gr farin að yiðurkenna gína að hann leggur af stað, skellur a þjoðfélagslegu ábygrð glórulaus bylur með horku frosti Á tímum Gamla testamentis. er hélzt þrja daga. er mm ing> timumj sem ná yfir næstum hélt hann þo afram, en að kvoldi þyí fimtán hundruð ára t&nabil> Eg tek texta minn í kvöld úr Rómverja bréfinu, þar sem sagt er: “Skuldið ekki neinum neitt, nema það eitt, að elska hver ann an, því að sá, sem elskar náunga sinn, hefir uppfylt lögmálið Keppum eftir því, sem til friðar- ins heyrirog til hinnar sameigin- legu uppbyggingar.” Guðfræði Páls er víða flókin og óskiljanleg, að mörgu leyti. En í sambandi við þennan texta vil eg halda mér við það, aðal- lega, sem beinast sýnist liggja á bak við orðin, og sem mér finst vera skilningur, umburðarlyndi, víðsýni og sannleiksleit. Það getur verið að sá skiln- ingur hverfi, er sambandið sem þessi orð standa í, er nánar íhug- að, en eins og eg sagði, tek eg ekkert tillit til þess, við þetta tækifæri, en aðeins þess, sem orðin sýnast benda til. Efnið sem eg vil ræða um, er “Vaxandi víðsýni kirkjunnar og hefi eg valið mér það, fyrst, vegna þeirra yfirlýsinga sem annars, heldur en þriðja dagsins,! Það var , „ var truarvandlætmg manna uppgafst færleikurinn. Það varj , , - „ . „ „ . . „ , .. stundum a mjog lagu stigi, alveg i grend við Selkirk. Hann leit-|eins Qg hún hefir yerið á mjög aði til bónda eins og bað um ( Jágu sfig. . hinum kristna heir skjól fyrir hestinn. Varþað vel-' á ýmsum fimum þessi s L 1900 komið og bóndi ætlaði meira að dr segja ekki að sleppa Thorvald-J En á tímum Gamla testament- syni heldur út. ekki komandi. En við það var Það var komið isins, einnig í höndum sumra hátt hugsandi manna, náði trúin of nærri gjalddaga skuldarinn-, mjög háu andlegu stigi. 0g ekki ar til að tefja. Thorvaldson lagði ?ðeins það> en þessir somu menn> því af stað um nóttina með | pjönkur sínar á bakinu, út íj spámennirnir, leiddu trúna út úr musterinu, og út á torgin, út á bylinn og gaddinn. Til Winni-meðal fúlksins> út til almúgans. peg komst hann undir morgun, Gg aherzian var þa oft su> að ef bólginn á höndum, sem stafaði I ag trúin æfii að hafa nokkra af því, að halda í spottan, sem [ innri þýðingU; þá yrði hún að utan um byrðina var, en sem með því að skifta nó’gu oft um hendur á, varði kali. En fyrir þetta komst hann í tæka tíð á fund lánardrotna sinna, galt heildsölunum eða keisurunum hvað þeirra var og gekk þar alt eins og í sögu. En að því loknu spurði heildsalinn hvernig hann hefði komist alla þessa leið í þessu veðri. Sagði Thorvaldson honum alla söguna. Atyrti hann Thorvaldson fyrir að hafa stofn- að lífi sínu í hættu, sem ekki hefði verið nein þörf á og bað hann að gera slíkt ekki aftur; lánstraust hans væri meira en trygt. Og það hefir verið það síðan. Verzlunarstarfið hjá Thor- valdson féll mér vel; það var skemtilegt og af því gátu ungir menn mikið lært. ííg var meira geta túlkað framkomu mann- anna, viðskifti þeirra hver við annan, og lífsskoðun þeirra, á andlegan og siðferðislegan hátt Þannig krefst spámaðurinn Elía þess, ekki aðeins að fólkið sýni trygð við sinn eigin guð. en einnig að trygð við guð þýði siðferðislegar ábyrgðir, sem eng- inn maður getur færst undan, hvort sem hann er ríkur eða voldugur eða hvort sem hann er konungur eða fátækur al- múgamaður. — Og þannig fara menn að verða varir við þann sannleika, ekki aðeins að guð er einn, en að allir menn, háir sem lágir, eru jafnir fyrir honum, og verði að hlýða boðum hans og að breyta hver við annan sem bræð- ur. Spámaðurinn Amos heimtaði réttvísi af öllum mönnum, ogjþeir spámönnunum forðum, en hélt því fast fram, að vilji guðs væri sanngirni og hreinskilni og réttlæti í öllum hlutum. Hósea lýsti guði, sem guði kærleikans, sem heimtaði kær- leika af börnum sínum, hverju til annars, og til allra manna. Jesajah sameinaði hugmynd- ina um kærleika og réttvísi, og leitaði mannúðar og miskun- semi. Míka tók málstað þeirra sem orðið höfðu fyrir eignaráni, og gerðist ákafur á móti þeim, sem sviftu menn eignum sínum. Jeremíah prédikaði um sann- leika, réttvísi og kærleika, og taldi að þessi atriði væru vilji guðs. Haggaí og Sakaría, þó að þeir hefðu hugann aðallega við það, að byggja upp musterið, skoð- uðu tilbeiðsluna skylda sann- leik og réttvísi. Og þetta sama finst í kenningum Malakí, og annara sem nefna mætti. Þannig sézt það, að spámenn Gamla testamentisins, sem sýnd- ust stundum vera að hrópa í eyðimörkinni, héldu uppi kenn- ingum, ekki aðeins um tilbeiðslu guðs, en einnig um það, að grundvöllur trúarinnar væri sá, að sýna trúna af verkunum, ekki aðeins viðurkenna einhver viss trúaratriði, en einnig að láta trúna vera ríkjandi í öllu lífinu, öllum athöfnum, öllum verkum. Þessi sami andi finst á seinni tímum í kenningum Jesú, og einnig í öðrum kenningum Nýja testamentisins eins og t.d. í bréfi Jakobs, þar sem oss er sagt, að “trú án verka, sé dauð í sjálfu sér.” Jesús sagði: “Alt sem þér vilj- ið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera.” Og hann sagði: “Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, honum má líkja við hygg- inn mann, er bygði hús sitt á bjargi.” Trú hans var trú verklegra framkvæmda, eða trú í verki. Trú hans var trú siðferðisins og andlegra stefna. Þetta var hin upphaflega trú kristindómsins.” En þá kom Páll postuli til sög- unnar með sína flóknu guðfræði, sem varð enn flóknari er aldirn- ar liðu, þangað til að kristna trú- in varð að lokum eins og nokk- urskonar geymir fyrir alskonar kreddur og hégiljur, sem fólu í sér mjög lítið af nokkru and- legu ljósi, eða lífi. Kristna trúin varð eins og dauður hlutur, að mestu eða öllu leyti, eins og nokkurskonar forngripur sem menn skoða, en leyfa sér ekki að brúka. Áherzla Jesú og spámannanna var á framkvæmdir og verk, þar sem þeir skoðuðu velferð þeirra og hamingju, sem miðpunkt allr- ar trúarviðleitni. En er tímar liðu, var þeirri áherzlu gleymt* eða lögð niður, og hin nýja á- herzla varð á rétttrúnað og kirkjusiði. Menn voru dæmdir eftir því á hvað þeir sögðust trúa, en ekki af framferði þeirra. — Jafnvel enn á vorum dögum, halda margir menn því fram, að nema því aðeins að maður trúi rétt, samkvæmt einhverjum viss- um tilteknum kreddukenningum eða játi einhverja vissa trú, þá verði hann dæmdur til eilífrar glötunar. Vér heyrujn þesskon- ar kenningar iðulega í útvarp- inu. En þó að svo væri, þá er ljós víðsýnis og skilnings enn stöð- ugt að breiðast út, og að lýsa myrkrið, sem hefir of lengi hvílt yfir hugum og sálum manna. — Nýr skilningur er farinn að gera vart við sig, jafnvel meðal þeirra sem maður hefði ef til vill sízt búist við að finna hann hjá. Og nú eru margir leiðtog- ar kirkjunnar, farnir að skora á mannfélagið, að rísa upp gegn öllu óréttlæti, og öllu sem brýt- ur bág við aðal hugmynd trúar- innar, eins og hún britist fyrst heiminum. Og í því líkjast

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.