Heimskringla - 27.03.1946, Side 1

Heimskringla - 27.03.1946, Side 1
We recommend for your approval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. VVinnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. 'í We recommend ior your approval our " BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 27. MARZ 1946 NÚMER 26. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Stalin segir það trú sína að enga þjóð fýsi stríð Stalin hélt því fram í ræðu s. 1. föstudag, að hann væri sann- ferður um það, að enga þjóð heimsins, né heri þeirra, fýsti annað stríð. Hann kvaðst einnig sterktrú- aður á það, að Alþjóðafélagið (United Nations Organization) væri af lífi og sál með verndun friðarins. Hann sagði heitustu óskir og tilraunir þjóðanna væru að tryggja friðinn, en því miður væru pólitískir flokkar til, sem reyndu að vekja ótta og misklíð og óvissu um þetta hjá almenn- ingi. Blaðafélagið lagði tveim dög- um áður þrjár spurningar fyrir Stalin um þessi mál. í áminstri ræðu svaraði hann þeim og út- varpaði á mörgum tungumálum svarinu. Með þessari tilkynningu ætti æsingum um yfirvofandi stríð út af Iran-málinu, að vera svarað. Stalin sagði meira að segja um það mál, að hver sem úrslit þess yrðu á Alþjóðafundinum í New York, sem hófst s. 1. mánudag, hefði það engin áhrif á friðar- málin. Misklíðarefni, sem upp kæmu á fundum Alþjóðafélags- ins, yrði þar að vera ráðið til lykta. Þau mál hlytu mörg að verða, en það sem riði mest á, væri að forðast að gera þau að sundrungarefni, sem fjandskap gæti út af leitt milli þjóða eða almennings þjóða á milli. Með því væri illu sæði sáð. Þessum boðskap Stalins er yfirleitt faghað. Truman forseti Bandaríkjanna, er sagður að hafa þakkað fyrir hann með skeyti til Stalins og látið þess getið, að honum hafi aldrei verið dulið, að Stalin hygði ekki á stríð. Á Bretlandi töldu mörg blöð tilkynningu Stalins góðsvita, einnig í Danmörku. Churchill, sem var á leið heim til Englands, eftir hvíldardagana í Bandaríkjunum ,svaraði fregn- NÝR FORSETI J. S. FÉL. Frú B. S. Benson Á ársfundi Jóns Sigurðssonar félagsins (I.O.D.E.), sem haldinn var í s. 1. mánuði, var frú B. S Benson, sem um mörg ár hefir tilheyrt félaginu og nokkur síð- ari árin verið vara-forseti þess, kosinn forseti. Hún starfar á skrifstofu Columbia Press fél. Áður var frú J. B. Skaptason forseti félagsins og hefir verið í 16 ár. Var henni á 30 ársfundi J. S. félagsins, 23. marz, haldið samsæti og þakkað hið óviðjafn- anlega starf hennar, sem stjórn- andi J. S. félagsins. Hún var ennfremur gerð ævifélagi í Jóns Sigurðssonar félaginu. ritum, að hann hefði ekkert um ræðu Stalins að segja. Fullrtúi Trumans í Pálfagarði Fregnin um það, að Truman forseti Bandaríkjanna hafi skip- að Myron C. Taylor, sem sér- stakan fulltrúar sinn í Vatikan- inu í Róm, vekur mikla eftirtekt í Bandaríkjunum. Að eitt trúfélag í heimi sé svo mikils meira metið en öll önnur trúfélög af forseta Bandaríkj- anna, verður óefað gagnrýnt. Um þetta hefir heldur hvorki þing né þjóð Bandaríkjanna neitt verið spurð. Forsetinn hefir ver- ið einn í ráðum um þetta. Þar sem ríki og kirkja eru al- gerlega aðskilin, virðist þetta í fylsta máta óviðeigandi. Það fel- ur í sér megnasta ófrelsi gagn- vart öðrum trúarbrögðum. Það er að vísu satt, að Roose- velt forseti hafði ákveðið að senda þennan sama mann, sem einkafulltrúa sinn í Páfagarði 1940. En það fórst fyrir vegna stríðsins. Það sem fyrir Roose- velt vakti, var að kynnast póli- tísku viðhorfi páfadómsins þá. Embættið átti aðeins að vera um stundarsakir. Samt var þetta þá gagnrýnt af þinginu. Fulltrúarnir óttuðust, að það gæti orðið varanlegt og viðurkenningin gæti af þessu leitt til meiri afskifta páfans af stjórnmálum, sem þegar væru nægilega mikil. Truman forseti hefir nú stað- fest þetta með að skipa Taylor á ný, sem fulltrúa sinn þarna. Ekkert samband hefir átt sér* stað síðan 1867 milli Banda- ríkjastjórnar og páfa. Því sam- bandi var þá slitið til þess, að stjórnmálin væru algerlega óháð trúmálunum. Það er því ekki minsti vafi á því, að Bandaríkja þjóðin mun eiga eftir að mótmæla þessu. Það var óheppilegt fyrir forsetann, að stíga þetta spor. Njósnaramálið í Ottawa 1 ræðu sem King forsætisráð- herra Canada hélt, eftir að þing- ið kom saman, vék hann að því, að hann hefði æði góða ástæðu til að halda, að hvorki Stalin né æðstu prestar hans í stjórn Rúss- lands, hefðu vitað um njósnara- starfið, sem fram hefði farið í Canada. 1 ræðu sinni, sem stóð yfir í hálfan annan klukkutíma, sagði King að hann æskti eindregið góðrar samvinnu við Rússland. En njósnarastarfið hefði gengið svo langt orðið, að því hefði ekki lengur verið hægt að halda leyndu. Að hann ekki gerði það opin- bert fyr en þetta, sagði King hafa stafað af því, að alþjóða- fundir hefðu svo margir verið á ^ ferðinni um þær mundir, að I hann fékk fulla vissu um njósn- (irnar. Alþjóðafélagið var þá í myndun og fleiri fundir. Taldi hann að meðan á því stóð hefði verið sagt frá njósnunum, að það j hefði getað spilt samvinnu. En hann fór áður en hann birti nokkuð um þetta á fund bæði Truman forseta og Attlees for- sætisdráðherra Breta. King sagði frá hvernig mál þetta hefði farið af stað, að starfsmaður á Sovét-ráðinu í Ot- tawa, hefði athygli dregið að því, bæði vegna þessa lands og stjórn- ar Rússlands. Maður þessi heitir Igor Gouzenko, sem kunnugt er. Það mun frá honum vera, eða af sögu hans, sem King hefir þá skoðun, að Stalin og stjórn Rúss- lands muni ekki hafa um málið vitað. Sendiráðið rússneska í Lady of the World). Ottawa muni án vitundar stjórn- Frú Roosevelt hristi höfuðið arinnar hafa átt þátt í þessu við þessu eins og hún vildi ekki starfi. heyra neitt slíkt. Roosevelt hefði með starfi sínu í Alþjóðafélaginu gefið sér á- stæðu til að segja, að fyrverandi fremstu konu landsins (First Lady of the Land) mætti kalla fremstu konu heimsins (First Það gruna ýmsir stjórn vora, sagði King, um pólitíska græzku Þegar hún fékk tækifæri til að svara fyrir sig sagði hún, að það í að hafa hreyft þessu máli. En I væru fieiri konur fulltrúar á ivið svo búið mátti ekki leng.ur | fundinUm en hún. “Okkur sem í sitja. Hér var um stærra mál að Bandarkjunum búa, hættir svo ræða en svo. Það var ekki að- eins, að þetta land væri á svik- ráðum setið, heldur sambands- lönd vor í stríðinu einnig, Banda- ríkin og Bretland. Við gengum heldur ekki gruflandi að neinu. Það var ekki söguburður, sem eftir var farið, heldur skjölum, sem sönnuðu málið svo, að ekki verður rengt. Þetta land æskir ekki neinnar óvináttu við Rússland eða nokk- urrar þjóðar. Hér var bara um mál að ræða, sem stöðva varð, áður en það gekk lengra og áður en meira ílt gat af því hlotist. Aðferð stjórnarinnar að leyfa að birta nokkuð um það, áður en dómar voru kveðnir upp, hafa ýmsir gagnrýnt oss fyrir. En þjóðin átti heimtingu á vitneskju um málið nú þegar; því var þann- ig háttað. Sú viðvörun varð að vera gerð vegna þess hve víð- feðmt málið var. Sjálfstæðismál Indlands Þegar Bretar sendu nýja nefnd til Indlands til þess að ræða við íbúana um sjálfstæðismálið, lét hann Indverja skilja það, að hann ætlaði sér ekki að láta sig kröfur minnihluta þjóðarinnar skifta. Hann sagði: “Við ætlum ekki að styðja minni hlutann í því, að kveða niður mál meiri- hlutans í þetta sinn.” 1 augum Hindúa hefir loforði þessu eflaust verið fagnað. En það er ekki ólíklegt, að Múham- eðstrúarmenn hafi litið á það sem ögrun í sinn garð. Sézt glögt af því hvað flókið þetta sjálfstæðismál Indverja er. Múhameð Ali Jinnah, formað- ur félags Húhameðstrúar-manna (All-India Moslem League) hefir svarað Attlee á þá leið, að það væri um meira að ræða, en lítinn minnihluta þar sem Múhameðs- trúarmenn á Indlandi væru. — við að gleyma því, að það sé til fleira fólk í heiminum en við.” í orðum þessum felst mikið víðsýni og það væri ekkert að undra, þó þau yrðu ein þeirra fáu orða, sem töluð voru á London- fundinum, sem sígild munu telj- ast. Frú Roosevelt lagði mikinn og góðan skerf til sumra mála á j fundinum. Þegar heitar umræður stóðu J einu sinni yfir út af því hvað gera ætti við landviltan lýð eftir stríðið og Rússa og vestlægu | þjóðirnar greindi mikið á um, | hélt frú Roosevelt þá ræðu, sem : seint mun firnast. Taldi hún Al- þjóðafélagið rúið þeim mannúð- arhugsjónum, sem því trygði líf og tilverurétt, ef úr sökum land- flótta lýðsins væri ekki fyllilega ráðið. “Komum honum heim til sín tafarlaust og styðjum að vel- ferð hans þar, eftir þörfum. En umfram alt, flytjum hvern mann héim til sín, sem æskir þess. Það 1 er þar sem hann nýtur sín betur, en annars staðar”, sagði frúin, “hvað sem skipulagningu nýs iðnaðar líður, reistum á starfi hans, sem ófrjáls manns.” Engin ræða á fundinum er sögð að hafa vakið meiri og al- mennari hrifningu, bæði and- stæðinga og fylgjenda málsins, en þessi ræða frú Roosvelts. Hún kyntist ástandinu eftir fyrra stríð í Evrópu af eigin sjón og hún vissi að ekki var nú síður þörf á brýnni aðstoð. Er hugur hennar allur við framkvæmdir í þá átt bundinn. Frú Roosevelt virðist hafa átt meira erindi sem fulltrúi á þenn- an fund, en margur annar. Var þó af ýmsum í Bandaríkjunum haft á móti vali hennar sem full- trúa. Bók um de Gaulle j hermálin. En þar hafði hann bæði svikið Breta og rofið eið , sinn við lýðveldið (Frakkland). Hann braut og loforð sín við Giraud, að leggja pólitíkina a hilluna, um leið og Frakkland losnaði undan Þjóðverjum. Hann flæmdi Giraud frá stöðu 'sinni og vara-aðmírál Muselier Jog marga aðra alkunna herfor- ingja; ennfremur hóp stjórn- málamanna, sem hann hélt hættulega keppinauta sína. — j Vegna þessa var hann á móti því j að nokkuð væri gert til að bjarga úr þýzkum fangelsum, sem Þjóð- jverjar veittu þó kost á, mönnum sem Paul Reynaud, George Man- del, Blum, Daladier og Gamelin hershöfðingja. Hann gerði ekkert til að stöðva starfsmenn skipsins Richelieu, að hætta við björgun þess, til þess að sem lengst drægist, að bandaþjóðirnar hefðu þess not. Hann lagði af fyrirhuguðu ráði allar þær tálmanir sem hann gat, á leið þess, að Bandaríkja- menn kæmu upp frönskum her í Norður-Afríku í júní 1944. Kærur þessar eru bæði harðar og alvarlegar. Fram hjá þeim er trauðla hægt að ganga. Maður- inn sem skrifar þær, er frakk- neskur íhaldsþingmaður og sá er stöðugt varaði stjórnina við sam- vinnu við Þjóðverja og hættunni af fasista samtökum inn á við. Fyrir utanríkismálastefnu sína, er Kerillis viðurkendur á meðal margra erlendra þjóða. Bókina kallar Kerillis: I Ac- cuse de Gaulle. MERK KONA LÁTIN Mrs. Gísli Jónsson ÚR ÖLLUM ÁTTUM Það væri um 90 miljónir manna j * * ,, . TT . , v „ , | Maður að nafm Henn de Ker- að ræða. Með svan þessu vakt. hefir skri[að bók um de hann emn.g upp Pakuitan t. log- Gau[le ^ honum heldur iUa urnar sem luta að þvi, að krefjast þess að landið verði limað sund-, S°?UrÍa( , . . . * ...... Það helzta sem með de Gaulle ur milli íbuanna. Bretar eru hvorki með eða móti Pakistan-tillögunum; þeir láta sig þær litlu skifta. Komi íbúarnir sér saman um skiftingu, er því líklegt að Bretar leggi blessun sína yfir hana. En Con- gress-flokkurinn á Indlandi, hef- ir aðra skoðun á þessu, þó Gand- hi viðurkendi, að málið um skift- ingu landsins væri réttmæt, eins og Pakistan tillögurnar fara fram á. Það getur nú verið að Jinnah verði ekki ófáanlegur til að taka aðrar uppástungur til greina. En svar hans til Attlee i mæli álítur höfundur vera her- mensku. En samt hafi hann í því 1 efni verið hættulega nærri naz- istum í skoðunum. Fylgismenn hans sáu engan galla á honum; hann var í þeirra augum óskeik- ull og andlegur bróðir Jóhönnu af Örk. Höfundur lýsir honum sem ófyrirleitnum ref, er öng- þveitið sem þjóðin var í, hafi notað til þess að brölta upp í for- setastólinn. Höfundur bendir á að Roose- velt forseti hefði aldrei gert de Gaulle að trúnaðarvini,\ hann hefði út í frá verið glegstur virðist eigi síður bera með sér,! . u , ,, 6 , ’ manna a galla de Gaulles; Chur- að Muhameðstruarmenn seu , ... „ .* - chill hafi raunar venð um og o einnig um hann. En í fám orðum sagt, bregður seu reiðubúnir til að verja réttindi sín, hvað sem öðru líður. Field Marshall Lord Alexand- er sagði s. 1. viku í ræðu sem hann hélt í Guild Hall, Lundún- um, að atom sprengjan mundi aftra því að annað stórstríð bryt- ist út um langan tíma. Vopnið er hræðilegt. En í höndum ábyrgðarfullra manna, eins og þeirra, sem nú gæta þess, mun það draga úr þeim, sem enn trúa því, að stríð séu þess verð að vera háð. Að ræðunni lok- inni var hann gerður að heið- ursborgara í London. Lord Alexander var yfir- stjórnari hers bandaþjóðanna á Miðjarðarhafniu í stríðinu. Hann hefir nú verið skipaður land- stjóri í Canada og er von snemma í næsta mánuði. ★ ★ w Bænda-flokkurinn (Progres- sive praty) í Wisconsin í Banda- ríkjunum, er nú leystur upp og hefir sameinast republikana flokkinum. Flokkur þessi hefir starfað á fjórða tug ára, en hefir aldrei komist tjl valda, hvorki í landsþinginu né neinu ríkjanna. Hann hefir verið öflugastur tal- inn í Wisconsni. Republikana flokkurinn ætti að græða tals- vert á þessu. * * ★ Þess er í almennum fréttum getið, að Frakkland muni taka málstað Rússa í Iran-málinu á New York-fundi Alþjóðafélags- ins. Frakklandi er íTiöp við Breta og Bandaríkjamenn vegna þess, að þessi lönd eru á móti því að það taki Rhúr héruðin af Þjóð- verjum. Síðast liðið mánudagskvöld (25. marz), lézt ein af merkustu konum Vestur-íslendinga, skáld- konan Guðrún Finnsdóttir, kona Gísla prentsmiðjustjóra Jónsson- ar í Winnipeg. Lát hennar var sviplegt. Hún hafði að vísu átt um nokkra mán- uði við heilsuleysi að búa. En það virtist engin breyting á því vera þetta kvöld. En áður en minst varði, hafði hún hnigið út af, orðið bráð- kvödd. Þeir sem mest og bezt hafa hér dugað í að vernda þær hugsjónir, sem öllu eru verðmætari í aug- um hvers sanns Islendings, eru nú óðum að hverfa af sjónarsvið- inu. Með láti þessarar mikilhæfu og góðu konu, hefir í því efni enn einn hlekkur brostið. Með skáldsögum sínum hafði Guðrún dregið upp hinar feg- urstu myndir í þjóðlífi voru hér vestra; sögur hennar margar eru hugljúf og ógleymanleg geisla- brot úr því. Við lestur þeirra finnur maður ávalt þetta: Að baki frásagnarinnar býr fögur sál, sem ann öllu sem göfugt er og til manndóms heyrir. En svo vel sem er um þetta starf hinnar látnu, sem hér gefst ekki tími til að minnast sem vert er, má um störf hennar í öðrum greinum svipað segja. Um sam- huginn og myndarbraginn allan á heimlii þeirja hjóna, gestrisn- ina og ánægjuna af að vera þar, vita allir er þangað hafa komið. Og þátttaka hinnar látnu í fé- lagsmálum, bar gáfum hennar alla jafna vitni. Guðrún var fædd á Geirólfs- stöðum í Skriðdal feb. 1884. Foreldrax hennar voru Finnur Helgason og Þergþóra kona hans, er þar bjuggu* Áttunda nóv. 1902, giftist Guð- rún Gísla prentsmiðjustjóra í Winnipeg. Komu þau vestur um haf 1903 og hafa ávalt att heima hér í bæ síðan. Börn þeirra eru Helgi próf. Johnson, Mrs. Berg- þóra Robson, Mrs. Gyða W. J. Hurst, Mrs. Ragna J. St. John. Jarðarförin fer fram frá Sam- bandskirkjunni í Winnipeg n. k. föstudag, kl. 2 e. h. ! sögu höfundur de Gaulle um þetta: I starfi sínu utan lands, hafi Cagulards (franskir fasistar) náð Um fríi Roosevelt sem fulltrúa í Alþjóðafélaginu í samsæti sem frú Roosevelt var haldið, er hún var fulltrúi á de Gaulle á sitt vald og skipað fundi Alþjóðafélagsins í London, honum fyrir verkum. Hann átti sagði forseti samsætisins, að frú (ekki að láta sig annað skifta, en Um leið og eg er á förum úr borgnini Winnipeg til Kamloops, B. C., þakka eg vinum mínum fyrir alúðlegheitin, og hlýja vin- áttu s. 1. vetur. Kristján Ólafsson. Farinn til fslands Hjalti Tómasson flugmaður og kona hans Margrét Thorvald- son lögðu af stað s. 1. mánudag til íslands. Þau gera ráð fyrir að setjast að í Reykjavík. Var förinni beint til Chicago; verður þar staðið við hjá skyldfólki Mrs. Tómasson, en þaðan til New York og með Brúarfossi til ís- lands 1. apríl. Hjalti hefir stund- að flugnám hér og í Bandaríkj- unum í 2 ár.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.