Heimskringla - 27.03.1946, Blaðsíða 2

Heimskringla - 27.03.1946, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. MARZ 1946 MINNINGARORÐ Frú Þóra Gíslason Það minnist enginn svo þess- arar prúðu og ágætu konu, að hann eigi kenni nokkurs klökkva, því svo var hún hug- stæð og hjartfólgin vinum sín- um, enda var hún búin flestum þeim meginkostum, er norrænt kveneðli býr yfir; hún var blíð- lunduð hetja, er tók hverju, sem að höndum bar með slíku sálar- jafnvægi, er til fyrirmyndar mun jafnan talið verða; hún var í öll- um efnum drengur góður, eins og sagt var forðum daga um Bergþóru konu Njáls. Frú Þóra var fædd á Skóg- tjöm á Álftanesi þann 10. dag októbermánaðar árið 1874. For- eldrar hennar voru þau hjónin Guðmundur bóndi Runólfsson og Oddný Steingrímsdóttir frá Hlíð í sömu sveit, og hjá þeim ólst hún upp til fullorðins ára við mikið ástríki. Þann 1. sept. 1899, giftist Þóra eftirlifandi manni sínum Ingvari Gíslasyni frá Sviðholti á Álfta- nesi, glæsilegum efnismanni, og reistu þau bú á Skógtjöm, og stóð heimili þeirra þar um 12 ára skeið. Árið 1912 varð það að ráði, að Ingvar og fjölskylda skyldi freista gæfunnar í Canada; á- stæður leyfðu naumast að fjöl- skyldan færi öll í einu lagi, og þess vegna varð það ofan á, að Ingvar bóndi færi í vesturveg þá um sumarið, ásamt elzta syni þeirra hjóna, Ingvari, sem þá var 11 ára, og var þá skjótt tekið að litast um eftir lífvænlegu umhverfi; ári síðar kom Þóra vestur, ásamt sex börnum, sum- um dálítið stálpuðum, en öðrum komungum; afréð fjölskyldan JIJMBO KÁLHÖFUÐ Stærsta kálhöfðategund sem til er, vegur 30 til 40 pund. Óviöjafnanleg' i súrgraut og neyzlu. Það er ánægju- legt að sjá þessa risa vaxa. Árið sem leið seldum vér meira af Jumbo kál- höfðum en öllum öðrum káltegund- um. Pakkinn 100, únza 800 póstfrítt. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1946 Enn sú íullkomnasta 89 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario þá að festa rætur í Reykjavíkur- bygðinni við Winnipegvatn; yfir landnáminu norður þar, hvíldi blessun guðs og góðra manna’ leið eigi á löngu unz þau Ingva: og Þóra, vegna frábærrar atorki og ráðdeildar, voru komin í stór bændatölu, þótt mikið ykist vi bamahópinn eftir að vestur kom þau Ingvar og Þóra lögðu mikl. rækt við uppeldi og mentu’ barna sinna, og elzti sonur þeirr Ingvar, útskrifaðist af Manitoba háskólanum. Fyrir rúmu ári, brugðu þai Ingvar og kona hans búi o; fluttu austur yfir Manitoba-vatr til bæjarins Steep Rock, enda a skiljanlegum ástæðum þá tekin nokkuð að þreytast eftir langl og strangt dagsverk; þau komu hingað til borgar að áliðnum janúarmánuði í ár, og hugðust að njóta hér um hríð ánægju ís- lenzks samfélags, því hér áttu þau líka marga vini; en þá tóku brátt kraftar hinnar þreyttu landnámskonu að gefa sig og fjara út; hún var flutt á Grace sjúkrahúsið, og kvaddi þar hina jarðnesku tilveru eftir fjögra daga legu, án þess að nokkurra minstu þjáninga yrði vart; henn- ar annríka æfi hafði jafnan verið friðsæl, og í aðdáanlegu sam- ræmi við það, varð hinsta kveðj- an. Daginn áður en frú Þóra dó, reis hún upp við höfðalagið að sjúkrahvílu sinni, og bað mann sinn að syngja með sér uppá- haldslögin hennar: “Svíf þú nú sæta söngsins englamál’’, og “Ó, guð vors lands”. Voru það síð- ustu orðin, er hún mælti í þessu ^ lífi, því þá rann á hana draum- rænn höfgi, og daginn eftir safn- aðist hún til feðra sinna. Á hinu gestrisna og glaðværa heimili þeirra Ingvars og Þóru, var jafnan mikið um söng, því þau áttu sammrekt um það, eins og reyndar flest annað, að skipa sönglistinni í öndvegi; þá var það engu að síður athyglisvert, hve húsmóðirin, sál hússins, var fastheldin við fagra og forna ís- lenzka siði; meðan börn hennar voru ung, kraup hún á hverju kvöldi við hvílu þeirra og kendi þeim bænir og sálmavers; um það er mér persónulega kunnugt, að börnin minnast jafnan þessar- ar andlegu fræðslu með klökkum og þakklátum huga. Þau Ingvar og Þóra eignuðust 11 mannvænleg börn; tvö þeirra mistu þau, Guðbjörgu á bams- aldri og Sigrúnu, fulltíða stúlku, er lézt í Chicago 26. sep. s. 1. Hin, sem lifa eru: Ingvar, skólastjóri í Calgary; Oddgeir, til heimilis í British Columbia; Oscar, búsett- ur í Reykjavíkurbygð; Oddný, gift kona í Chicago; Runólfur, búsettur í bænum Steep Rock; Una, gift kona í Chicago; Þórar- inn, nýlega seztur að í grend við Carman; Regína, gift kona við Bay End, og Ingunn, gift kona, er nú býr á föðurleifðinni í hinni fögru Reykjavíkurbygð. Ekki veit eg hvað margir nú á dögum gera sér það að fullu ljóst hvert kraftaverk íslenzkar land- námskonur unnu í þessu landi, er komu hingað í ókunnugt um- hverfi með tvær hendur tómar Following a series of advertisements devoted to Veterans’ Out- of-work A'llowances, this space will be used for the next few weeks to detail Veterans’ Insurance, prepared in co-operation with Department of Veterans’ Affairs. No. 1—VETERANS’ INSURANCE An important development of 1945 was provision of War Veterans' insurance under the Veterans' Insurance Act. Advantageous to all ex-service personnel, it is of particular benefit to those suffering from impaired health as the result of service. Under the Act, the Department of Veterans' Affairs is auth- orized to issue life insurance in practically all cases without medical examination with a coverage from $500 to $10,000 maxi- mum. This insurance includes a number of attractive features and may be taken out by the widows of ex-service men. Re- establishment credits and pensions may be used in its purchase. It is available to ex-service personnel from the United States and other countries who served with the Canadian Armed forces. Recent legislation permits the use of Re-establishment Credits in payment of premiums. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD152 og oft og einatt með stóran barnahóp; en blessi þjóðfélagið ekki að makleikum minningu þeirra, þekkir það naumast sinn /itjunartíma. “Hinn fórnandi máttur er hljóður.” Það var þessi hljóðláti fórnar- náttur, er Davíð Stefánsson svo fagurlega lýsir, er svipmerkti landnámskonur okkar í þessu landi, og þá ekki síður Þóru Gíslason, en aðrar kynsystur hennar, er líkt var ástatt með, og brynjaði þær gegn erfiðleikum frumbýlingsáranna og veitti þeim sigurþrek; baráttan var þeim sjálfsþörf, en sigurinn helg- ir dómur. Frú Þóra Gíslason var kvödd frá Sambandskirkjunni í Winni- peg þann 20. febrúar, að við- stöddum fjölmennum hópi ætt- ingja og vina; flutti séra Philip M. Pétursson hjartnæm og fögur kveðjumál; í kirkjunni söng á- gætur söngflokkur úr íslenzku söfnuðunum báðum þjóðsöng Is- lands, “Ó, guð vors lands”, en frú Alma Gíslason söng á unaðs- legan hátt uppáhaldslag hinnar látnu, “Svíf þú nú sæta söngsins englamál”. Á eftir ræðu sinni las séra Philip sálminn “Kallið er komið”, en söngflokkurinn söng “Eg horfi yfir hafið”, og þann sálminn er frú Þóru var jafnan hugstæðastur, “ó drott- inn ljós og lífið mitt”; kveðjuat- höfnin öll var eftirminnilega fögur, og að öllu í samræmi við fagra æfi íslenzku landnámskon- unnar, sem verið var að kveðja. Líkmenn voru fjórir synir hinnar látnu, Ingvar, Oscar, Runólfur og Þórarinn, og tengda- sonur hennar, maður Oddnýjar, J. E. Bingeman frá Chicago, og Einar P. Jónsson ritstjóri Lög- bergs. Líkið verður jarðsett í Reykjavíkurbygð, er umferð batnar í vor. Eg þakka Þóru heitinni órjúf- andi vináttu í minn garð, og bið syrgjandi eiginmanni hennar og börnum þeirra, guðs blessunar í framtíð allri. E. P. J. FRÁ Þ JóÐÆKN ISÞINGIN U Það var óvenju fjölment að þessu sinni; troðfult á öllum sam- komum og fundir vel sóttir. Má ætla, að þetta beri vott um auk- inn áhuga og er það vel því þjóð- ræknisfélagið er eina félagið, hér í álfu, sem getur beitt sér fyrir áhugamálum allra Islend- inga í Vesturheimi, varðandi þjóðrækni þeirra og vermdun ís- lenzkra meijningar verðmæta. Mjög er það nú samt áberandi, að sú kynslóð, sem stofnaði þetta félag og hefur barist fyrir við- haldi þess alt til þessa, er nú tek- in fast að eldast. Þarf félagið, í framtíðinni, að ná meir til hinnar ungu og upprennandi kynslóðar Leytast er við, að gera þetta með barnafræðslu í ýmsum bygðum með nokkrum árangr. Bót er í máli að yngsta deild félagsins “The Young Iceland- ers Canadian Club, er mjög vak- andi í starfinu. Þingið var ekki einungis fjöl- sótt heldur og hið ánæjulegasta að flestu leyti. Voru það einkum hinir góðu gestir: Ingólfur Gísla- son læknir og Nels Johnson dómsmálaráðherra Norður Dak- otaríkis, sem gerðu það líflegt og skemtilegt. Ingólfur læknir er syo kýminn og kátur, að manni verður að hlæja að helzt hverju sem hann segir, jafnvel þótt það kunni að vera um dauðsfall upp í dölum Fróns og er það þó ekki fyrir þá sök að læknirinn hafi slíkt í kýmnis ræðum heldur geta menn bara ekki stöðvað hláturinn. — Það hefur sannarlega verið hres- sandi og læknismeðal við tann- pínu og minniháttar magakveisu að fá svo skemtilegan læknir í sjúkravitjun. Ræða hans var þess utan stórfróðleg um heil- brigðis ástandið á Islandi þótt sumu væri þar slept, sjálfsagt viljandi, sem frá mínu sjónar- miði hefði mátt minnast á. Á eg þar einkum við kynferðissjúk- dómana, þetta átumein í lífs- krafti þjóðanna, sem fer stöðugt vaxandi á Islandi, sem annar staðar. Læknirinn bar fram hveðjur fyrsta þíngdaginn frá forseta og stjórn íslands og sendiherra Is lands í Washington. Sömuleiði: bar hann fram boðsbréf til rit- stjóranna í Winnipeg og Grett- irs Johnnssonar ræðismans, frá Þjóðræknisfélaginu í Reykjavik. þess efnis að þessum mönnum ásamt þeirra konum væri boðið í heimsókn til Islands á næst- komandi sumri. Sjálfsagt hefur það verið vangá að Gísli John- son, ritstjóri Þjóðræknis tíma- ritsins var ekki tekin í tölúna þótt það hefði verið viðeigandi, því ritið hefur mikla útbreiðslu heima. Þingsetningar daginn f lutti líka Hon. Niels Johnson, dóms- málaráðherra kveðju frá ríkis- stjóra Norður Dakotaríkis og enkar skemtilegt ávarp frá sjálf- um sér. Hófst þingið mjög svo ánægju- lega því auk þessa ber sízt að gteyma þingsetningarræðu for- setans, einkar snjöllu erindi og fluttri með þeirri röggsemi og fjöri, sem Dr. Beck er svo eigin- leg. Hann er einnig atkvæða- maður um alla fundarstjórn og setur lífsmark áhugans á alla fundi. Um kveld þessa dags stóð “Tha Icelandic Canadian Club” fyrir ágætri samkomu í Fyrstu lút- ersku kirkjunni. Var þar margt um manninn og margt til skemt- unar. Ágætur upplestur á ís- lenzku, sem ungar stúlkur intu af hendi. Þar söng einnig kvenna söngflokkur undir stjóm Mr. Paul Bardals og súngu þeir mik- ið og súngu vel. Ávarp forsetans, Mrs. Hólmfríðar Danielsson var bæði snjalt og viðeigandi. Er hún nú að láta áí embæ-tti sem forseti í deildinni og á félagsskapurinn henni mikið að þakka því hún hefur verið afar ötull og fram - kvæmdasamur forseti. Aðal atriði þessarar samkomu var hin prýðilega ræða Hon. Niels Jonson. Það má skrum- laust fullyrða, að raeðan hefði flest til síns ágætis og var yfir höfuð af þeirri tegund, sem bú- ast má við frá velgefnum og mentuðum hugsjónamanni. Efni hennar var um heimsástandið og þörf á alþjóðastjórn til frið- tryggingar. Hún var full af heil- brigðri hugsun og alveg laus við þær yfingar og knútukast, til vissra þjóða, sem nú alment tíðkast og þykir alveg sjálfsagt þótt vant sé að vita hvernig menn hugsa sér að tryggja frið með því fyrst að reyta aðra til feiði, en smápeðin leika þetta eftir höfðingjunum þótt leikur- inn sé grár og geti orðið afdrifa- ríkur til íllra heilla. Það er ekki víst að eg sé ræðumanni sam- dóma í öllu sem hann sagði, sérstaklega fanst mér hann helzt til bjartsýnn á möguleikana um aljarðarstjórn eins og nú er í pottinn búið. En hvað um það ræðan var ágæt og hugvekjandi. Og það er nú sízt að undra þótt menn geri sér þær vonir að mannkynið hafi vita á að bjarga sér frá bráðum bana með því að taka það eina ráð, sem helzt myndi duga til að afstýra styrj- öldum. Eg get ekki lyst áhrifum ræðunnar betur enn að segja ykkur hvað mér datt í hug: “Hérna er maður, sem er líkleg- ur til að komast langt og verða sér sjálfum, ættmönnum sínum og þjóð ávalt til sóma, haldi hann þessari stefnu.” Gaman þykir mér nú að vita hvert spásögn nú rætist. Annars má þess geta, að ræð- an mun verða prentuð í “The Ice- landic Canadian Magazine” og vil eg ráða fólki til að kaupa rit- ið og lesa ræðuna. Geta má þess • að Hon. Niels Jonson á aldraða móður í Winnipeg, til heimilis hjá dóttur sinni, Mrs. V. J. Ey- lands, því hún og dómsmálaráð- herran eru systkyn. Samkoman, sem deildin Frón stóð fyrir næsta kvöld var einn- ig vel sótt og for vel fram. For- seti Fróns Mr. Guðmann Levi stjórnaði henni. Ekkert veit eg hvert Mr. Levi er ræðumaður mikill en hann hefur þann kost að eyða ekki tíma í að hlusta á sjálfan sig þegar menn vitan- lega hafa komið til að hlusta á aðra. Aðal ræðumaðurinn var Ing- ólfur læknir en þar sem eg hef þegar sagt frá honum, eins og hann kom mér fyrir sjónir á ræðupalli, og ræðan hefur nú þegar birst á prenti, er þarflaust að fara þar um fleiri orðum. Karlakór Winnipeg söng nokkur lög. Kórinn er prýðilega æfður undir stjórn Mr. Sigurðs- sonar og sjaldan hefur mér fund- ist betur sungnir sumir þeirra söngva er þeir fóru með þetta kvöld, svo sem “Tárið” og “Olafur Tryggvason”. Mrs. Alma Gislason söng þar einsöngva af þeirri list sem henni er lagin þegar henni tekst veru- lega upp, og henni tókst veru- lega vel þetta kvöld, var unun mikil að hlusta á hana. Eg vil skjóta því inní, því eg sé enga ástæðu til að þegja yfir því, að söngur hennar hreif fjólda útum bygðirnar við síðustu íslenzku guðsþjónustuna frá Sambands- kirkjunni. — Eg minnist þess ekki að hafa heyrt rokkvísurn- ar öllu betur sungnar en af Mrs. Gislason þetta kvöld. Geta má þess að hún söng þar einnig eitt lag, sem mikinn orðstír hefir hlotið, eftir Mrs. Otteson-Guð- mundsson, dóttur Nikulasar Otteson í Winnipeg. Einnig skemti Ragnár Stefán- son með upplestri. Las hann Iokakaflan úr sögunni “Móðir íslands” eftir Hagalin. Það er engin leið að lýsa dáindis listinni (the suptle charm.) í hinni hóf- stiltu upplestrar tæki Ragnars. Þeir sem þekkja þurfa þess ekki við, hinir geta ekki gert sér mikla hugmynd um það. Sem upplesari minnir hann mig helzt á Einar heitin Kvaran. Samkoman í Sambandskirkj- unni, síðasta kvöldið var einnig ágæt. Veitti henni forstoðu hinn fráfarandi forseti, Dr. Beck. Til skemtunar var einsöngur Miss Margretar Helgason. Undarlegt hvað lítið hefur verið minst á þennan snildar söngvara, en það er hún ekki einnungis í mínum eyrum heldur margra annara. Að mínu viti tekur engin henni fram að næmum lista smekk á efni og anda íslenzkra ljóða og laga. Auk þess er röddin óvenju- hrein, blæfögur og beyjanleg. Hún er frá Mikley en þaðan hefur margt ágætt söngfolk komið og hæfileika fólk af flestu tagi. Myndirnar frá Islandi, í litum voru mjög fagrar svo eg hef engar fegri séð af okkar fóstur- láði. Er vonandi að Dr. Árni Helgason verði til með að sýna þær í mörgum íslenzkum bygð- um. Það var skaði mikill að hann var ekki þarna til staðar til að skýra þær og engin sem þekti staðhættina. Myndirnar vóru víst teknar af ferðalagi um hinn svonefnda Fjallbaksveg á suð- austur landinu. Eitt af því sem gerðist þetta kvöld var útnefning heiðursfél- aga í þjóðræknisfélaginu. Gerði skrifari þá útnefningu en menn- imir voru eins og þið hafið séð: Dr. John C. West, forseti ríkisháskólans í Norður Dakota. Professor Asmundur Guðmunds- son forstöðumaður guðfræða deildarinnar í háskóla Islands og Séra Albert E. Kristjansson, Blaine, Wash. Ekki má gleyma Bardals. bræðrunum sem skemtu með hljóðfæraslætti. Það vóru þeir Capt. Njall Bardal og Arinbjorn Bardal yngri, synir Arinbjarnar, Mér, að minstakosti, mun ekki bráðlega úr minni líða clarinet solo Arinbjamar: the Lost Chord by Sullivan. Eg hef gerst fjölorður um þessar samkomur alveg viljandi af því mér finst oflitil viður- kenning gefin þeim, sem helzt stuðla að list á lífi hér vestra, þess utan ekki frítt við að flokks- legrar hlutdrægni gæti stundum hjá okkur, þá sjaldan getið er hér um söngvara o. s. frv. Á samkomum þeim er standa í sambandi við þjóðræknisþingið er tekið á því bezta og kemur þá gjarnan í ljós að hér er bara undarlega mikið af listfengu fólki. Það myndi stómm dauf- legra yfir íslenzku félagslífi hér vestra, legðist þinghaldið niður og eg er þess viss að enginn sem sótti að minstakosti þetta þing, úr bygðunum muni hafa iðrast þess. Um þinghaldið og framgang málanna mun síðar getið. Lundar, 18 marz, 1946. H. E. Johnson (ritari Þjóðræknisfélagsins) ÞóREY ODDLEIFSSON í HAGA Fædd 2. júlí 1867 Dáin 15. okt. 1945 “Móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís!” Langur og bjartur æfidagur glæsilegrar og ágætrar konu átti sitt upphaf og endir á þeim tím- um sem að ofan er greint. Að vinna á meðan dagur er, í trú, von og kærleika, virðist hafa verið kjörorð hennar og lífs- stefna; slík er a. m. k. heildar útkoman af dvöl hennar í Ný- Islandi, alt frá landnámstíð. Sem frábær “móðir, kona, meyja”, lifir hún í þakklátri minningu hjá sínum mörgu afkomendum og vinum. Þórey var fædd að Vatnsdals- gerði í Vopnafirði, ár og dag sem að ofan er greint. Foreldrar hennar voru Stefán Þorsteins- son, ættaður frá Ljósalandi í Vopnafirði, og Sigurbjörg Sig- fúsdóttir, frá Hroðlaugsstöðum á Langanesi. Eftir tíu ára búskap í Vatns- dalsgerði, við fátæklinga kjör, snerist hugur Stefáns til Vestur- heims; og flutti hann þangað af sjálfsdáðum ásamt konu sinni og tveimur dætrum, Þóreyju og Sigríði. Með þeim hópi land- nema, sem kallaður hefir verið “stóri hópurinn”, komu þau til Gimli árið 1876. Eftir vetrardvöl þar, fluttu þau norður með Winnipeg vatni, og nam þá Stefán land er hann nefndi eftir fæðingarstað sínum, Ljósaland. í Hnausabygð. Eftir þriggja ára dvöl þar, fluttu þau út í Mikley og voru þar í tvö ár, síðan tvö ár í Selkirk, en settust svo að í Winnipeg, þar sem Stefán stund- aði almenna daglaunavinnu. Snemma á æfinni kom í ljós einn megin eiginleiki Þóreyjar, viljinn til að vinna. Tólf ára gömul fór hún að ganga í vist. Eftir fermingu og fram að gift- ingu, var hún stöðugt í vist hjá enskumælandi fólki, lærði þar málið og vinnubrögð. Þótt hjá enskum væri, hélt hún ætíð sam- neyti við íslendinga, sótti ís- lenzkar messur og samkomur er hún átti kost á því. Fátækum foreldrum sínum reyndist Þórey ágæt hjálp í bardaganum um lífsviðurværi. Á þeim árum var kaupgjald mjög lágt, og erfitt uppdráttar fyrir efnalítið vinnu- fólk, en þó mun Þórey hafa átt heldur afgang en skuldir. Glað- lynd og fjörug var hún, en þó lítið gefin fyrir glaum og léttúð. Meiriháttar spursmál lífsins sá hún að væru alvarlegs eðlis, og lífsins gæði of dýrkeypt til þess að þeim mætti sóa. Þórey var

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.