Heimskringla - 05.06.1946, Síða 6

Heimskringla - 05.06.1946, Síða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. JÚNI 1946 Aníta hafði lagt frá sér síðustu blaðaúr- klippuna og hugsaði hvað þetta væri líkt Jim — þessi frábærlega óbilgirni og hikleysi að fremja það, sem honum fanst rétt. Aldrei að víkja fyrir óvinum sínum og gerast fremur flóttamaður og útlagi, en láta óréttinn óhefnd- an. Hún gat ímyndað sér hvernig honum hafði liðið á flóttanum. Hann hafði farið huldu höfði og fært sig vestur á bóginn og forðast alla lögreglu. Síðan hafði hann leitað norður út á öræfin, þar sem langt var á milli bæja og fáment og enginn var forvitinn. Þar hafði hann byrjað nýtt líf og for- tíð hans var dauð og grafin — þangað til nú. Það var augljóst að Beverly hafði rétt fyrir sér. Ljósmyndin, blaðaúrklippurnar og eftir- ritið af réttarbókunum var ófalsað — dómur- inn, sem hinir fengu mundi yofa yfir Jim. — Fimtán ár. Hann yrði fertugur þegar hann kæmi út -h- eyðilagður maður, sviftur öllu lífs- fjöri. Skyndilega komu þeir Morrison prófessor og flugmaðurinn inn um dyrnar, en þegar þeir sáu Anítu og Beverly við borðið, og að Beverly bélt handleggnum utan um hana, stönsuðu þeir. “Afsakið,” sagði flugmaðurinn glottandi, og hörfuðu þeir út úr stofunni. “Jæja, þarna sérð þú sannanirnar! Hann hafði ekkert upp úr því að standa upp í hárinu á félaginu og mér! Og fyrir það skal eg einn beygja hann!” Aníta stóð upp og reikaði á fótunum. Hún hataði þetta sigrihrósandi hörkulega andlit, sem hún sá fyrir framan sig. Hataði það innilega. Hún hefði getað tekið gimsteina búnu skam- byssuna, sem lá í skrifboðsskúffunni, og drepið hann með henni. I augum Beverlys var það glæpur ef einhver reis gegn óskum hans eða vilja, en Jim hafði bara baríst fyrir eign sinni gegn voldugu auðfélagi, sem reyndi að ræna hann. Og fyrir þessa yfirsjón hafði þessi hé- gómlegi og siðspilti maður ofsótt hann og elt eins og blóðhundur, reynt að myrða hann hvað eftir annað, og ætlaði nú loksins að senda hann í fangelsi, er mundi ræna hann beztu árum æfi hans. Fimtán ár! Og enginn nema hún gat afstýrt því. Anítu svimaði svo að hún varð að halda sér í skrifborðið. Það var eins og hún sykki dýpra og dýpra ofan í biksvartan svelg—heríni fanst hún hafa samskonar tilfinningu og einu sinni þegar hún var lítil og rétt druknuð. Ó, bara þetta máttleysi liði hjá. Núna stóð hún gagnvart Beverly og alt hvíldist á henni. “Hefir þú — hefir þú ennþá tilkynt lögregl- unni þetta um Jim?” spurði hún og barðist við aðsvifið, sem hún fann að var að koma. Beverly leit hvast á hana. “Aníta, þú ert veik! Vertu ekki að tala um Jim þegar þér líður svona illa. Legðu þig held- ur þarna” — hann benti á legubekkinn. En Aníta hristi höfuðið. Hjartað barðist í brjósti hennar eins og það væri að springa og andlit Beverlys var eins og grár móðublettur framundan henni. Bara að hún gæti haldið sér uppi þangað til baráttan væri búin. “Svaraðu mér Beverly—hefirðu gert það?” “Já, handtökuskipunin er tilbúin. Hún kemur sennilega með næstu flugvél. Hann rétti út hendina til að styðja hana. “En Aníta, hvað gengur að þér?” spurði hann áhyggjufullur. Hún stóð þar og hélt sér með báðum hönd- um og reikaði fram og aftur. “En getur þú þá ekki stöðvað þessa hand- töku skipun? Þú, þú getur það Beverly. Það ert þú, sem hefir sett þetta af stað!” “Nei, eg get ekki stöðvað hana. Það getur enginn maður. Nú er það of seint. Málið er komið í hendur yfirvaldanna.” “Þú mátt til!” “En eg get það ekki, segi eg. Geturðu ekki skilið að eg get það ekki! Eg hefi ekkert vald yfir réttarfarinu og lögreglunni er það er komið af stað á annað borð.” Loks skildi Aníta. Nei, hann gat auðvitað ekki stöðvað réttvísina. Enginn gat það. Hann gat ekki bjargað Jim, enginn í heiminum gat það nú. Beverly hafði gert sitt verk. Hann hafði komið Jim í gildruna. Sent hann í fang- elsi. Aníta greip demantsbúnu skambyssuna. Hún ætlaði sér að drepa Beverly — hann skyldi | ekki hrósa því happi lengi. Hún rétti út hend- I ina, greip framhjá byssunni og hneig niður. Beverly greip hana. “Aníta,” hrópaði hnan óttasleginn — það var eins og hann kallaði úr mikilli fjarlægð. Hlustaðu á mig, Aníta, láttu ekki svona — lof- aðu mér------” Hún fann að Beverly lyfti henni upp og bar hana yfir á legubekkimj. Hann kallaði á Kínverjann og bað hann að hlaupa eftir David Westlake — en svo varð alt dimt fyrir augum hennar og hún vissi ekkert framar. 16. Kapítuli. Hversu lengi Aníta lá í ómeginu eða hvernig hún veiktist svona, vissi hún ekki fyr, en henni var sagt það löngu síðar. Þegar hún loksins raknaði við, var hið fyrsta sem hún sá, einhver hvítur þokuslæðing- ur, sem hreyfðist fram og aftur um herbergið, lét hana gleypa pillur, baðaði andlit hennar og háls, og var einráður en þó mildur. Af og til lá þessi vera á legubekknum við hlið rúmsins og svaf þar. “Hver er hún eiginlega?” spurði Aníta eins og út í bláinn. Hún hafði talað svo lengi við sjálfa sig að henni var það orðið eðlilegt. “Eg er systir Ellen, hjúkrunarkonan,” sv.araði veran. Getið þér sagt “systir Ellen”?” “Ssssstir Ellen”, endurtók Aníta. En í því sá hún annan þokumökk í her- berginu. Það var maður með hökutopp og gler- auga fyrir öðru auganu. Oft á dag hafði hann komið inn og lagt málmplötu á brjóstið á henni, stungið nálum í handlegginn á henni, lesið töflur og gefið hjúkrunarkonunni fyrirskipanir. Þetta ver Dr. Callett, læknir frá Edmonton, sagði systir Ellen. Edmonton. Nafn, smaug inn í hinar þoku- kendu hugsanir Anítu. Var Aníta í Edmonton? Hið síðasta, sem hún mundi af sér var það, að hún var í North- umbríu lengst norður í óbygðum. Annars fanst henni hún kannast við herbergið, með arinum og góðum stólum fyrir framan hann og allar bókahillurnar. En ekki gat hún munað hvar hún hefði séð þetta fyr. Hjúkrunarkonan lagaði þetta alt saman fyrir hana smátt og smátt. Þér eruð í North- umbríu, Mrs. Lansing,” sagði hún, í húsi West- lakes lögregluforingja. Hann lánaði okkur hús- ið.” Seinna fékk hún þær fréttir, að Beverly Gilmour hefði sent flugvél eftir lækninum og hj úkrunarkonunni. “Eg hef þá verið veik?” spurði hún þreytu- lega. “Veik!” át hjúkrunarkonan eftir henni, “já, eg hefði nú sagt það!” Tveim dögum síðar sagði Aníta alt í einu: “Hvar er Jim? Eg vil fá að sjá Jim.” Og hjúkrunarkonan, sem hafði fengið leið- beiningar hjá Westlake svaraði: “Jim er hér í Northumbríu, en Dr. Callett þorir ekki að láta hann sjá yður fyr en þér eruð dálítið hressari. Hann vill ekki að neitt trufli yður né æsi ennþá.” Er nokkrir dagar voru liðnir vissi Aníta um flest sem gerðist í kring um hana. Hún vissi að hún var í húsi Westlakes og að hún hafði verið mikið veik um langan tíma. En þar, sem hún var stunduð af einum bezta lækninum í Edmonton, batnaði henni til- tölulega fljótt. Hún fékk bráðlega fult ráð, gat sofnað á kvöldin án svefnlyfja, en loks kom að því að hún gat notað hníf og gaffal hjálparlaust. Sá sem fyrst heimsótti hana var David Westlake. Hann stóð ekki við nema stutt, tvær mínútur. “David, eg hefi verið mikið veik. Hvað gekk eiginlega að mér?” spurði Aníta. “Hm — það væri víst auðveldara að segja hvað gekk ekki að þér. Á meðal annars hafðir' þú innflúenzu, lungnabólgu í báðum lungunum og alvarlega taugaveiklun. Við gátum ekki sagt þér þetta fyr en þú varst betri, en nú sýnist þú ætla að ná þér til fulls.” “Já, en þú hefðir átt að láta Jim koma til að sjá mig. Góði biddu þau um að lofa honum að sjá mig — mig langar svo að sjá hann.’ En Westlake hristi höfuðið. “Ekki ennþá. Dr. Callett álítur það of snemt, og eftir hans leiðsögn verður þú að fara. Það var hann, sem bjargaði lífi þínu. Þegar við hin hugsuðum þig dauðadæmda.” Með hverjum deginum urðu heimssóknar stundir Westlakes lengri, en ekki vildi hann tala neitt frekar um Jim, og þverneitaði að tala um Beverly og hvítagullsfundinn. Smám sam- an komu fleiri í heimsókn — Pála, Clint Nelson, Denby og fleiri, og af því að Morrison prófessor var maður kurteis, sendi hann sælgæti og blóm frá Edmonton, nafnspjaldið hans fylgdi með. En Beverly Gilmour kom ekki. Aníta heyrði síðar að hann hefði farið yfir til verbúð- anna í Kewah-tína til að standa fyrir bardag- anum við Jim. Næstum því hvern dag heyrði hún flugvél- ar koma og fara, en ekki vissi hún hver átti þær eða hvert þær voru að fara. Eftir hinn mikla snjómánuð var veðrið orðið gott á ný, og það var eins og sólin leiddi hana áfram að batanum þegar leið að sumri og blíðu. Þegar Aníta gat sitið uppi í stól fór Dr. Cal- lett heim til Edmonton, og viku síðar fór hjúkr- unarkonan að búast til heimferðar. Sjúklingur- inn var nú orðinn svo fær, að hún gat gengið um í herberginu og klætt sig hjálparlaust, hún borðaði með góðri lyst og svaf eins og steinn í tíu tíma, og auk þess fékk hún sér góðan dúr að miðdegisverði afloknum. Það eina sem angraði hana nú, var ótti hennar um Jim. Hún var fyrir löngu síðan viss um að Westlake og aðrir hefðu skrökvað, er þeir sögðu að hann væri í Northumbríu — ann- aðhvort hafði eitthvað komið fyrir hann í Ke- wah-tína, eða þeir höfðu flutt hann suður. Eitt- hvað hlaut að ganga að fyrst þeir vildu ekki segja henni frá því. Aníta reyndi að hugsa ekki um þetta, alveg eins og Jim hafði ekki um annað hugsað, en að komast áfram á hinu háskalega ferðalagi þeirra, er Cæsar-Boileau hafði sprengt upp tjaldið þeirra, og þau þurftu að komast til Níels til að bjarga lífi sínu. Hún hafði haft nægi- legt heilsuleysi — og ef þeir höfðu sett Jim í fangelsi, þá lá það hlutverk fyrir höndum henn- ar að~berjast fyrir sýknun hans og frelsi. Dag þann sem hjúkrunarkonan fór, kom Westlake inn til hennar með poka af appelsín- um, nýjum tómatum og tylft af rauðum, stór- um eplum. Þetta var dýrmæt gjöf — flutning- urinn á þessu með flugvél kostaði 75 dali. — Það væri ekki nein venjuleg gjöf handa ungri stúlku. En Westlake hafði lengi búið þarna norður frá og vissi því hversu Anítu mundi þykja vænt um þessa gjöf, enda át hún ávextina með góðri lyst. Hún hafði mánuðum saman næstum því eingöngu lifað á fiski og kjöti, og hafði hungrað eftir aldinum og garðávöxtum. Stundum hafði henni fundist, að safarík tómata væri sér gulls í gildi. Já, það var alveg rétt er Westlake hugði, að svona gjöf kæmi sér vel, og betur fyrir unga stúlku þarna norður frá, en alt sælgæti í veröldinni. Hún neyddi hann til að fá sér eitt epli og eina appelsínu sjálfan, svo færði hann stól út að glugganum og bjó um hana í honum og settist svo hjá henni. Þeir höfðu mokað frá gluggan- um allan snjó, svo að sólin gat skinið inn, og Aníta gat horft út yfir snjóbreiðuna. Það var heiðbjartur dagur og snjóbreiðan var skínandi björt í sólskini apríl dagsins. Niðri á ísnum sá hún tólf stórar, gular fiugvélar, þær voru þar í röð, og yíir velarnar var breiddur segldúkur. Þær voru eign Norðvesturfélagsins. “Það var vel gert af þér aO iána mér húsið -þitt, David,” sagði Aníta. “Ó, eg er hræddur um að það hafi verið sprottið aí eigingirni.” “Eg veit eKKi hvað þú átt við,” sagði hún og leit á hann undrandi. “Mér þótti sjálfum vænt um að vita til þess, að þú bjóst undir mínu þgki — þótt það væri af hendingu og ekki að staðaldri,” svaraði hann hæglátlega. Aníta skildi hvað hann var að fara. Þetta var í fyrsta skiftið, síðan þau höfðu kynst, að hann mintist á tilfinningar sínar gagnvart henni. Alt þangað til hafði sómatilfinning hans og vinátta hans við Jim látið hann geyma þetta hjá sjálfum sér. Aníta furðaði sig á hversvegna hann mintist á þetta nú — háfði eitthvað komið fyrir Jim? Hún reyndi að komast að sannleik- anum í því atriði eftir óbeinni leið. “Segðu mér, hversvegn,a eru flugvélar Norðvesturfélagsins ekki í Kewah-tína?” spurði hún. “Það væri ekki til neins, snjórinn er of djúpur í vetur.” “Er Beverly hérna í Northumbríu?” “Nei, hann er hjá meginstöðvum sínum aust- ur frá.” Aníta vogaði sér loks að koma með beina spurningu. “David, er það svo, að Jim hafi verið fluttur suður?” “Nei, það er hann ekki.” Hjartað hoppaði í brjósti Anítu. “Þá hefir handtöku skipunin ekki komið. Beverly laug að mér,” sagði hún glöð. “Jú, hún er komin. Eg hefi fengið hana og verð að taka hann fastann — þegar — eg á við strax og eg get. En ekki skalt þú hugsa svo mjög um þessa handtöku skipun, Aníta. Eg skrifaði Youngs lögreglustjóranum í Dahlie, Nova Scotia, og hann sendi mér nákvæmt eftir- rit af réttarbókinni í málinu. Við þurfum ekki að fara inn í einstök atriði, en það virðist sem Jim þurfi ekki að taka út þessa fimtán ára fang- elsisvist. Með því segi eg ekki að öll vandræði séu úr sögunni, það vantar mikið á að svo sé — en þú skalt samt taka þessu rólega.” Aníta fann að nú var hann að segja henni satt — því að hann var svo ólíkur á svipinn því, sem hann hafði verið er hann var að leyna hana staðreyndunum í þessu máli. Hún skildi reynd- ar ekki hvernig Jim gæti sloppið við að hreppa sömu refsinga og hinir félagar hans, fyrst Bev- erly hafði njósnað þetta alt upp og fengið hand- töku beiðni gefna út svo að hann yrði hand- tekinn, en hún treysti orðum Westlakes. Og það var eins og þungri byrði væri velt af henni. “Hann er þá ennþá í Kewah-tína?” spurði hún. En David Westlake svaraði því engu — og henni virtist þögn hans all grunsamleg. "Er hann þar?” endurtók Aníta. Westlake mjakaði sér til í sætinu og sagði svo loks gremjulega, að hann vissi það ekki. “Veizt það ekki. Jú, það veit eg að þú gerir David!” Öll gleði Anítu hvarf á brott. “Eg veit ekki vel hvað kann að hafa komið fyrir þar yfirfi;á, sjáðu til.” “En þú ert hræddur um að eitthvað hafi komið fyrir þar? Hefir þú aldrei heyrt neitt frá honum? Hvar er hann? Og hvað er hann að gera?” “Jú, eg hefi heyrt frá honum. Hann komst heilu og höldnu aftur til Kewah-tína. Eg heyrði frá honum eitthvað fyrir mánuði síðan, þegar Clint Nelson heimsótti hann. Síðan —” “Síðan þá. Segðu mér hvað komið hefir fyrir,” hrópaði Aníta. “Við skulum ekki gera ástæðulausar stað- hæfingar — við vitum ekki hvað komið hefir fyrir þama norður frá. Yfir höfuð kanske ekk- ert komið fyrir. Snjórinn hefir grafið alt, þang- að til alveg nýlega. Það er ekki ómögulegt, að bæði Gilmour-félagið og Jim hafði orðið að bíða þangað til snjórinn minkaði, og hafi þeir orðið að gera það, þá er Jim óhætt ennþá.” Iskaldur ótti greip Anítu. Það virtist sem Westlake héldi að Jim væri dauður. Hún vissi líka að snjórinn var nægilega síginn saman til þess, að gráu klettarnir með hvítu gullæðunum væru sýnilegir, og hún vissi, að Jim mundi koma samstundis til Northumbríu og alt væri klappað og klárt með fundinn. Þau höfðu ekkert heyrt frá honum í sex langar vikur — og sú þögn gaf það eitt til kynna að búið væri að drepa Jim. Já, ekki einu sinni Jim, heldur líka Níels og kynblendnigana, Madeline og Panhk. “Nei, það er ómögulegt — það getur ekki verið svo!” hugsaði hún. Fyrir hálfu ári síðan mundi hún hafa farið að gráta og heimtað að komast til Kewah-tína og það samstundis. En hún hafði gengið í harðan skóla upp á síðkastið, og þegar hún hugsaði sig um, sá hún, að ef Jim var dauður í raun og veru, gátu ekki öll hennar tár né öll fyrirhöfn hennar, kallað hann til lífs- iijs á ný. Væri hann enn á lífi mátti hún ekki gera neitt til að spilla fyrir tækifærum hans, en leggja ráð sín með vitsmunum og stillingu. Alt bygðist nú á henni, á skynsemi hennar og ráðsnild. Einu sinni áður hafði hún barist fyrir málstað hans — en þá hafði hún brugðist og komið of seint. Sennilega var hún of sein í þetta sinnið, en hún hafði þó að minsta kosti tæki- færið — væri hann á lífi gat skeð að hún gæti bjargað honum. Áður en hún veiktist hafði hún hugsað sér ráð til að vernda hann gegn auðfélaginu. í það skiftið hafði hún hikað við að framkvæma til gang sinn af því að ráðið virtist óyndis úrræði. Það hafði skelft hana vegna þess hve mikið það kostaði, og hún hafði verið hrædd við, að espa Beverly ennþá frekar. En nú hafði Beverly ekk- ert vald yfir henni framar — hann gat ekki gert Jim meira ilt en hann hafði gert — jafnvel þótt það kostaði hana alt, þá gerði það ekki neitt. Ekkert gerði neitt til ef hún gæti bjargað Jim. Aníta sat og hugsaði um stund. Svo spurði hún alt í einu hvar Clint Nelson héldi sig. “1 Edmonton,” svaraði Westlake. “Hvað er hann þar að gera? Og hvenær kemur hann til baka?” “Hann er að ráðfæra sig við forstjóra fé- lagsins, og kemur sennilega aftur eftir viku tíma.” Eftir heila viku! Og það þegar mest lá við! Nei, Aníta vogaði sér ekki að bíða svo lengi. Hver dagur. Hver stund var dýrmæt. “Sendu honum loftskeyti fyrir mig,” bað hún Westlake. “Biddu hann að hugsa ekkert framar um forstjóra fundinn, en koma hingað eins fljótt og flugvél getur flutt hann!” Westlake leit á hana forviða, en svo sá hann í svip hennar hvað hún átti við. “Þú ætlar þér þó aldrei að gera það, Aníta?” spurði hann. “Jú!” “En hvað heldur þú að Jim segi?” “Það veit eg ekki, og langar ekkert til að vita það. Hann getur haldið um það hvað, sem hann vill, hvað gerir það til? Farðu og sendu fyrir mig skeytið, David! Og fáðu símstöðina í Edmonton til að finna Nelson, hvað sem það kostar! Við verðum að fá svarið strax.” Tíu tímum síðar kom Denby yfir með gult umslag. Það var svarið frá Clint Nelson. Hann ætlaði að verða í Norumbríu næsta kvöld. Það kvöld eftir að Pála var farin og eng- inn var til að líta eftir Anítu, klæddi hún sig í hlý föt, fór svo í þrugur Westlakes og reyndi að gangi úti. Hún hnaut og var óstöðug á fótunum fyrst í stað, en gekkimnars furðu vel ferðalagið. Hún gekk langa leið í kringum þorpið og gekk vel. Það var gaman að koma út. Og nú var henni batnað. Það þat ekki liðið á löngu þangað til hún yrði eins frísk og áður. Öræfalífið hafði hert hana. Þegar rökkva tók næsta kvöld kom flug- vélin með Clint Nelson. Hann flýtti sér til húss Westlakes, þar sem Aníta sat og beið eftir hon- um, og alt til tólf um nóttina sátu þau og fóru yfir skjölin, og lögðu ráð sin.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.