Heimskringla


Heimskringla - 28.08.1946, Qupperneq 1

Heimskringla - 28.08.1946, Qupperneq 1
» / <ve recommend for your approval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Pbone 37 144 •Frank Hannibal, Mgi *Ve recommend íor your crpproval our "BUTTER-NUT LOAF // CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgi •+ LX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 28. ÁGÚST 1946 NÚMER 48. Sigvaldi Kaldalóns læknir og tonskáld Sigvaldi Kaldalóns Sigvaldi Kaldalóns verður í dag borinn til grafar. ÍHann var fæddur hér í Reykj- avík 13. jan. 1881, í litlu húsi sem stendur enn við Garða- stræti, þar bjuggu foreldrar hans þá. Faðir hans var Stefán Egils- son múrari, kunnur atorku mað- ur en móðirin Sesselja Sigvalda- dóttir ljósmóðir. Er Stefán lát- inn fyrir hálfum öðrum áratug, en frú Sesselja lifir enn, háöldr- uð og dvelur á Elliheimilinu. Sigvaldi var elstur barna þeirra sem voru fjórir drengir, Guð- mundur múrari og glímukappi, Snæbjörn skipstjóri og Eggert söngvari. Á æskuárum þeirra hafði Reykjavík upp á færra að bjóða en nú, efni manna voru þá minni en nú, en framgjarna menn dreymdi um sjálfstæði lands og þjóðar og mörgum ung- um manni svall þá- móður í brjósti um að taka þátt í barátt- unni fyrir því.---Skemmtanalíf var líka fábrotnara en síðar varð, en uppi í Garðastræti og síðar í Suðurgötunni söng frú Sesselja fyrir drengina sína og spilaði undir á gítar og Stefán múrari lék á langspil eða kvað rímur undir þunglamalegum seiðandi íslenzkum lögum. Hve örlagarík þessi einfalda óbrotna sönglist varð fyrir elsta og yngsta son- inn hefir þau Sesselju og Stefán víst lítið grunað þá. Síðar sungu strákarnir fjórraddað heima hjá sér með tilsögn móðurinnar. — Það var unga Island sem var að vakna til meðvitundar á sviði tónlistarinnar, og þá höfðu þeir Sigfús Einarsson og Árni Thor- steinsson víst þegar samið sín fyrstu lög. Elsti drengurinn mun víst ekki hafa staðið fjær hjarta móðurinn ar en hinir, hann bar föðurnafnið hennar, og þegar hann hafði aldur til var ákveðið að reyna að láta hann ganga menntaveg- inn, eins og það er stundurn kall- að hér, og hann var látinn i Latínuskólann. Það kom víst fljótt í ljós að hvað námshæfi- leika snerti þá hefðu þeir mátt vera meiri. Hefir hann sjálfur sagt mér að altaf hafi hann ver- ið neðarlega í röðinni í bekk sín- um. Hugurinn var þá farinn að hneigjast að sönglistinni og org- el komið á heimili foreldranna sem var mesti tímaþjófur frá skólalestrinum. En svo vinsæll var hann meðal bekkjar bræðra sinna að þeir géngu með eilífan “prófskrekk”, fyrir hönd Sig- valda, því þeir voru hræddir um að hann myndi heltast úr lest- inni. En svona gekk þetta bekk úr begg, uns hans útskrifaðist að lokum og setti upp stúdents- húfuna. Þakkaði hann það elsku- legum bekkjarbræðrum og ekki sízt góðvini sínum Bjarna Jóns- syni, sem nú er dómkirkjuprest- ur og vígslubiskup, sem las þá oft með honum og hélt honum við námið. Að stúdentsprófi loknu innrit- aðist Sigvaldi • Stefánsson í Læknaskólann en samhliða nám inu var hann mikið með í söng- lífi stúdenta og bæjarbúa. Þá átti Brynjólfur Þorláksson mik- inn þátt í að móta sönglíf Reyk- víkinga, smekkVís stjórnandi og ágætur harmoníumleikari og fyrirtaks kennari. Minntist Sig- valdi hans alla tíð með miklu þakklæti og taldi tilsögn hans liafa orðið sér notadrýgsta. Varð J Sigvaldi undir handleiðslu hans J hinn færasti hljóðfæraleikari og mun á þessum árum hafa samið sín fyrstu lög, en svo fór hann Til Eg drep þig ekki, mölsins móðir forna, með morgunskímu vængi endurborna, þú heima göfug gestafluga varst og þektir gamlar bækur mér þar meira, en mörgum sinnuni hérna sástu fleira á ensku máli en mér í hendur barst. Samt veit eg þín er ekki lögleg leiga og lögum samkvæmt höfðingjamir mega þér stúta, jafnvel drottinsdegi á, er flýgur þú úr þínu dimma skoti og þenur vængi í íjóssins geislabroti, er stafar gegn um gluggann sólu frá. í fyrsta skifti öfund á þér hef eg, sem átt þér skýli meðan húslaus tef eg í bandvitlausri borg við vötnin rauð. Þú skákar mér. Þú hefur lært að lifa, er lærði eg aðeins bara eitt: að skrifa. Núvertusæl! Við sjáumst máske dauð! Þ. Þ. Þ. fyrir námsmenn, ferða- menn og verzlunarmenn. — J ° i semi dult með það að jafnvel hans 1 rnem nánustu mun ekki hafa verið „ ...___.. ..... _ . - . . | Grettir er ntari í stiorn Fyrstu kunnugt um að hann fengist ,, , , , . , . , , ,6 c , luthersku kirkiunnar og tekur við tonsmiðar. Á þessum arum . , , wu Ó H hl, | virkan þatt i kirkjulegn starf- :semi Vestur-Islendinga. GóÐIR GESTIR KOMA TIL ISLANDS Grettir L. Jóhannsson ræðismað ur, ritstjórar vestur-íslenzku blaðanna og konur þeirra í boði ríkisstjórnarinnar og Þjóðræknisfélagsins Öflugt félagslíf. Grettir sagði, að félagslíf Vest- ur-lslendinga stæði með miklum blóma. Miðstöðvar þess eru kirkjurnar og Þjóðræknisfélag- ið Allmikið er um útgáfustarf- semi meðal Vestur-lslendinga, eins og kunnugt er. Auk viku- Hingað til lands etu komnir Waðanna tveggja, Heimskringlu góðir gestir, þrír af forvígis-”* L»f .8?'m yT5 mönnum Vestur-lslendinga, þeir 1 tímarit. Þjóðræknisfélagið gefur I út tímarit enskumælandi Grettir L. Jóhannsson, ræðis-j“‘ ““““ °f maður í Winnipeg, Stefán EinJ f«ld ^ V*“r ' ......... , . ... lega ut timantið Icelandic-Can- arsson ritstjon Heimskrmglu og f Einar P. Jónsson, ritstjóri Lög-“d'“'> ; Evange^k-luth.r*. bergs. 1 för með þeim eru konur k'rkJ'‘M‘‘g',ð £*»? t“”ar'“!í , . 1 Sameinmg . Ennfremur kemur þeirra. Þetta folk kemur hingað, , ? ,, _ f , 'ut Almanak Ölafs Thorgeirsson- í boði Þj oðrækmsfelagsms og .., . ______ar. Vestur-lslendingar skipa eng- nkisstjornarinnar og mun dvelj- , f * f ast hér á landi um nokkurn tíma. “ , serstakan stjommalaflokk. Gestirnir komu hingað með'N»kkr'r s8e“ a f7lk- ATC-flugvél um hádegisbil á “sþ.ngum . Mamtoba og Bntish sunnudaginn. Stjórn Þjóðrækn- isfélagsins, sérstök móttöku- nefnd og fulltr.úi ríkisstjórnar- innar, tóku á mótti þeim á Meeks-flugvellinum, en áður höfðu gestirnir þegið góðan Columbia. 16 ár eru liðin síðan Grettir kom •síðast hingað til lands. Honum finst Reykjavík hafa stækkað „ , , a ts um helming á þessum tíma. beina hja Northscott ofursta. Er|Hwm hefur ferðast um land. ið, en ætlar að bæta úr því núna. Hann hefir sérstaklega hug á því að koma í Húnavatns- sýslu, því iað þaðan er hann ætt- aður. Eaðir hans Asmundur P. Jóhannsson, er fæddur á Haugi í Miðfirði, en móðir hans, Sig- til bæjarins kom var haldið til Hótel Garðs, en þar hafa gestirn- ir aðsetur, og fór þar fram sér- stök móttökuhátíð. Biskupinn yfir Islandi, herra Sigurgeir Sig- urðsson, forseti Þjóðræknisfé- lagsins og Ófeigur Ófeigsson, læknir, buðu gestina velkomna með ræðum,en Grettir Stefán og Einar Páll þ'ökkuðu. Síðar um daginn fóru gestirnir í Hellis- gerði í Hafnarfirði, og voru þeir ákaflega hrifnir af skrúðgarðin- um, ekki síst kona Grettis, frú Lalah. I gær var blaðamönnum boð- ið til árdegiverðar með gestun- um. Ðiskupinn yfir Islandi kynti þá og kvað heimsókn þeirra mundu verða til þess að styrkja enn betur böndin milli Islend- inga austanhafs og vestan. Gest- irnir voru mjög glaðir yfir því að vera komnir til íslands og létu í ljós hrifningu yfir öllum framförunum, sem hér hefðu orðið á síðustu árum, og hugðu gott til að ferðast um landið og líta það í sumar skrúði- Grettir L. Jóbannsson 1 er kjörræðismaður Islands í Winnipeg, og nær starfsvið hans yfir fylkin Manitoba, Saskatch- ewan og Aiberta. Hefur hann á ófriðarárunum haft allmikið annríki í embættinu, einkum við ýmiskonar upplýsingarstarf- ríður Jónasdóttir, sem látin er fyrir 12 árum, fæddist að Húki, sem einnig er í Miðfirði. Kveðjur. Grettir hefur kveðjur að flytja forseta íslands og íslenzku þjóð- inni, frá sr. Valdimar J. Eylands, forseta Þjóðræknisfélagsins og dr. Richard Beck, fyrverandi forseta þess og fulltrúa á lýð- velHishátíðinni 1944. Þá bað faðir hans hann einnig fyrir kveðjur hingað. Hann hefur hug á að koma hingað sem fyrst, en alls hefir hann komið 10 sinnum til lslands,eftir að hann fluttist alfarinn vestur. Frúin ástfangin við fyrstu sýn. Frú Lalaih, kona Grettis, er áfeaflega hrifin af því, sem hún hefir séð hér. Hún er af amer- ískum ættum, fædd í Iowa. Hún sagði, að það hefði verið brýnt fyrir sér, áður en hún lagði af stað, að dæma ekki Island eftir því, sem fyrir augun bæri við Meeks-flugvöllinn, því að þar væri bæði ljótt og leiðinlegt. Hún sagðist því hafa ætlað að hafa augun lokuð, þangað til hún vær: komin til Reykjavíkur. “En af kvenlegri forvitni”, sagði hún, “fór eg strax að svipast um, þeg- ar út af flugvellinum var komið. Og mér fanst hraunið hlýlegt. Það var eins og drangamir teygðu armana í áttina til mín og byðu mig velkomna til lands- ins”. Hún kvaðst í ofvæni bíða þess að fá að skoða sig um á Is- landi. TIL VILBORGAR V. J. GUTTORMSSON að Lundar, Man. 1) 2) Verið hafði — á varma ör — vorgyðjan í orlofsför. “Sólmánuður” sunnan fór, — sáðtíðinni gjafastór. Gróðurangan augu þín opnaði, lengst er dagur skín.l) Valið lá í lófa, er lífið — gjöfult — rétti þér ástgjöf, blómaauðinn sinn. Eitt þú valdir, “humalinn”. Græðijurtir gróðursett. Góðvildinni starfið létt. Hlynt hefir þú að mannlífs-meið. Móðurhöndum, stutt á leið líknsemd, þeim er líða. Þér, læknamóðir2) kvöldið er bjart. Svo grær í þagnar-þei um þína hvílu, “Gleym-mér-ei”. A. B. Fædd um 20. júní. Tveir synir hennar eru læknar, ein dóttir hjúkrunarkona. Einar Páll Jónsson hefur unnið við blaðið Lögberg í 32 ár og verið aðalritstjóri þess síðastliðin 19 ár. Blaðið verður 60 ára í sept. næsta ár. Hann er fæddur hér á Islandi, á Háreks- stöðum í Norður-Múlasýslu, og ólst hér upp og stundaði hér nám m. a. við Mentaskólann í Reykja- vík. Hann hefur ekki komið til íslands síðan 1913 og finst að vonum mikið til um framfarir þær, sem hér hafa orðið. Hann I átti 65 ára afmæli á sunnudag-{ inn, daginn sem hann kom hing- að til lands. Einar Páll sagði blaðamönn- um ýmislegt um Islendinga vest- anhafs. Hann sagði, að landnáms- kynslóðin væri nú að mestu leyti komin undir græna torfu, en Ts- lenzkan lifði samt hjá afkom- endum hennar, einkum þó í Nýja-lslandi, þar sem landnám- ið hófst. — Ingibjörg, kona Ein- ars, er fædd vestra, á Mikley (Big Island). Hún kom síðast hingað til lands 1936. Hún starf- ar við Lögberg með manni sín- um, er ritstjóri kvennasíðu blaðsins. Stefán Einarsson hefur verið ritstjóri Heims- kringlu í 20 ár. Hann er fæddur að Árnanesi í Austur-Skaftafells- sýslu, en hélt vestur um haf 1904 og hefur ekki komið hingað síð- an. Honum finst vöxtur Reykja- víkur gífulegur og segir, að sér myndi hafa veittst erfitt að finna stað Skólavörðunnar gömlu, ef hann hefði ekki vitað, að þar stæði nú Leifur heppni. Honum finst fólkið sviphreint og æsku- lýðurinn fallegur. Stefán segist hafa þráð að sjá ísland í öll þessi 42 ár, og nú finst sér hann hafa himin höndum tekið. — Vestur- íslenzku blöðin Heimskringla og Lögberg eru næstum jafngömul. Heimsgringla er einu ári eldri, verður sextug 1. október n. k. — Kona Stefáns, frú Kristín, er fædd að Esjubergi á Kjalarnesi, dóttir Guðmundar Kolbeinsson- ar. Hún fluttist vestur 1911, og hefur ekki síðan til Islands kom- ið. í boði forseta Islands. Vestur-íslenzku gestirnir munu sitja boð hjá forseta ís- lands, að Bessastöðum á morg- un, en síðan munu þeir brátt halda burt úr bænum og ferð- ast um landið. Á Hóladaginn, 25 ágúst, munu þau öll vera gestr á hátíðinni að Hólum. Þegar gestirnir koma aftur til borgar- innar verða þeim haldnar veizl- ur, áður en þeir leggja af stað heimleiðis aftur. I móttökunefndinni eiga sæti: Henrik Sv. Björnsson, fulltrúi, frú Ragnhildur Ásgeirsdóttir og Pjetur Sigurgeirsson, cand. theol 1 gærdag bauð Þjóðræknisfé- lagið gestunum til Þingvalla, ásamt nokkrum öðrum. Á Lög- bergi bauð biskup gestina vel- komna á þennan helga stað ís- lenzku þjóðarinnar, en Matthías Þórðarson þjóðminjavörður flutti erindi um staðinn og skip- an hins forna Alþingis. Á eftir las hann kvæðið “Bláskógar”, eftir Jón Magnússon. Sumir gestanna höfðu ekki komið þarna fyr og undruðust þeir mikilleik staðarins og feg- urð hans. Var veður hið fegursta, logn og sólskin. Á eftir var boðið til kvöld- verðar í Valhöll. Á heimleiðinni lék náttúran víð ferðafólkið með því að sýna eitt hið fegursta sólarlag við Jökulinn. Var það allra mál, að þessum dýrlega degi myndu þeir ekki gleyma ævilangt. 1 dag verða gestirnir um kyrt í bænum, skoða söfnin og ýmsar byggingar, svo sem Háskólann, Dómskirkjuna, Þinghúsið Þjóð- leikhúsið, Sjómannaskólann o.fl. Um kvöldið er boð hjá biskupi. —Mbl. 13. ágúst. RÍKISHÁSKÓLINN í Norður Dakota fær ís- lenzka merkisbók að gjöf Nýlega sendi herra Gísli Sveinsson alþingismaður og fyrv. forseti Alþingis, ríkisháskólan- um í Norður Dakota (University of North Dakota) að gjöf skraut- legt eintak af merkisritinu “Lýð- veldishátíðni 1944”, um hendur dr. Richards Beck, prófessors háskólans í Norðurlandamálum og bókmentum og vararæðis- manns íslands í Norður Dakota. En Gísli sýslumaður er, eins og kunnugt er, einn af fremstu stjórnmálamönnum þjóðarinnar, hefir árum saman átt sæti á Al- þingi og um langt skeið verið ótrauður formælandi íslenzkra sjálfstæðismála, allt frá því á háskólaárum síuum fyrir 40 ár- um síðan. 1 sambandi við hátíðlega upp- sögn sumarskóla háskólans, er fram fór hinn 8. ágúst, var gjöf þessi formlega afhent forseta háskólans, dr. John C. West, að viðstöddum bókaverði háskóLans fröken Della Mathys, og herra Merle Kidder skólastjóra, full- trúa menntamálaráðs æðri skóla ríkisins. I afhendingarræðunni lýsti dr. Beck sögulegu gildi bókarinnar og merkum og margþættum stjórnmálaferli gefandans, og gat þess sérstaklega, að hann hefði verið forseti Alþingis, þá er lýðveldið var endurreist og stjórnað hinum söguríka þing- fundi að Lögbergi, er lýst var lýðveldistökunni. Um gjöfina fórust ræðumanni að öðru leyti þannig orð: “Með þessari verðmætu gjöf vill herra Gísli Sveinsson alþing- ismaður votta ríkisháskólanum í Norður-Dakota virðingu sínia, minnugur þess, hversu margir stúdentar af íslenzkum stofni hafa útskrifast þaðan, og annara menningartengsla skólans við Is- land, svo sem þess, að einn af kennurum hans bar gæfu til þess að vera fulltrúi Vestur-íslend- inga á lýðveldishátíðinni. Gjöfin lýsir einnig góðhug gefanda til Bandaríkjaþjóðarinnar, en ríkis- stjórn hennar varð fyrst til þess að viðurkenna formlega hið endurreista íslenzka lýðveldiV Dr. West háskólaforseti þakk- aði hina ágætu gjöf, og vinarhug þann, sem lægi að baki hennar, fögrum orðum, lýsti aðdáun sinni á menningu hinnar íslenzku þjóðar og árnaði henni og hinu íslenzka lýðveldi allrar blessun- ar. Bókargjöf þessi hefir vakið athygli, og birtist meðal annars ítarleg frásögn um hana í dag- blaðinu “Grand Forks Herald”, öðru útbreiddasta blaði ríkisins, ásamt með mynd gefanda og mynd af afhendingarathöfninni. Með tilkynningu þessari vilja forráðamenn háskólans og bóka- safns hans opinberlega votta hinum virðulega gefanda inni- lega þökk fyrir hina fögru kær- komnu gjöf hans og þann góð- hug, sem hún lýsir. Richard Beck.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.