Heimskringla - 28.08.1946, Page 6

Heimskringla - 28.08.1946, Page 6
6 SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. ÁGÚST 1946 Munaðar- leysinginn “Eg mun sjá um að borga þær,” sagði Bal- lar, ‘‘en hlustaðu nú á það, sem eg ætla að segja þér. Þú verður að bæta fyrir það, sem þú hefir gert og getur ekki verið hér á landi lengur. Þessvegna hefi eg keypt far handa þér á gufú- skipi, sem heitir St. Laurente, sem leggur af stað frá Southampton, kl. níu í kvöld. Þú ferðast á öðru farrými. Farangur þinn hefir verið látinn niður og er kominn um borð. Hol- man mun fylgja þér um borð í skipið og sjá um að þú komist af stað. Eg hefi skrifað einum vina minna í Melbourne, ög mun hann fyrir mín orð taka þig til reynslu, og hann mun einnig fyrir mínar sakir gjalda þér 3 pund á viku í tvö ár. Að þeim tíma liðnum vonast eg eftir að þú hafir komist svo langt að geta séð fyrir þér sjálfur, en það verður þú að eiga við sjálfan þig. En hvað sem þú líður vil eg ekki sjá þig framar. Að hálfum öðrum tíma liðnum ferð þú út úr þessu húsi og stígur aldrei fæti inn í það framar. Ef þú sérð að þér og gerir úr þér mann mun það gleðja mig mikillega, en haldir þú uppteknum hætti og ratir á ný í ógöngur, mun eg aldrei láta þig fá eyrisvirði, og hún móðir þín mun heldur ekki geta hjálpað þér, um það skal eg sjá. Þú færð gott tækifæri til að komast áfram í nýju landi og getur með guðs hjálp bætt fyrir það, sem þú hefir brotið. Eg get ekki sagt að eg vorkenni þér, því að eg skammast mín of mikið fyrir þig til þess. En nú langar þig sjálfsagt að tala eitthvað við hana móður þína, svo eg ætla að fara út, en eg skal senda til ykkar teið hing- að inn.” Ballar gekk að hurðinni, sneri lyklinum í skránni og gekk út. Mrs. Ballar reis á fætur, brjóst hennar hófst, og augu hennar skutu eldingum, slíkan svip hafði sonur hennar aldrei séð á móður sinni, sem var ætíð svo meinleysisleg. Svo féll hún niður í legubekkinn og grét eins og hjarta hennar væri að springa. Ralph var óttasleginn, bugaður en samt ánægður. Hann hataði London, því að síðustu afreksverk hans þar höfðu verið á þá leið, að hann óttaðist alla og hrökk í kuð- ung ef einhver leit á hann. Hann reyndi að stumra yfir móður sinni og þegar þjónninn kom inn með teið, bað hann hann að láta bakkann á borðið og hafa sig í burtu. Þjónninn varð forviða og gerði eins og honum var boðið, og sá hann Ralph taka utan um móður sína og reisa hana upp í legubekkn- um. “Hvað gengur eiginlega á mamma? Hefir stjúpi minn fengið nokkuð að vita um þessi 1500 pund? Æ, hættu nú að gráta. Heyrirðu það mamma. Við eigum ekki eftir nema fáein augnablik.” Er hann sagði þetta þerraði hún sér um augun og horfði ástúðlega á hann. “Hefir stjúpi minn heyrt um þessa 1500 pund?” byrjaði hann á ný. “Eg hélt að þetta ætti að vera leyndar- mál milli okkar beggja.” “Það vonaði eg líka, drengurinn minn, en þar fór eg vilt veg^r. Hann stjúpi þinn — hann — hann var svo ákveðinn — og —” Ralph lyfti upp hendinni valdsmannslega. “Vissi hann að eg skuldaði 100 pund í verzlunarhúsinu þar sem eg vann?” “Já, já, Ralph. Hann sagði að þú hefðir stolið þessu fé.” Ánægjusvipur færðist yfir’ andlit unga mannsins. “En hversvegna, ó, hversvegna tókst þú þessa peninga Eg vona að 1500 pundin hafi nægt upp í skuldirnar.” “Það hélt eg líka, mamma — við æru mína og trú, þá hélt eg að svo væri. Ó, eg gleymdi að minn kæri stjúpi segir að eg sé alveg ærulaus. Gott og vel, látum hann trúa hverju, sem hann vill. Mér þykir vænt um að fara til Ástralíu — þykir vænt um að fara frá London.” “Hvað segir þú? Fara frá mér?” “Vitanlega þykir mér fyrir að skilja við þig, elsku góða mamma mín,”,sagði sonur henn- ar. “En nú þegar eg á að fara í burtu langar mig til að spyrja þig að einu. Það getur ekki sakað neitt þótt þú segir mér það. Hvemig náðir þú í þessi 1500 pund handa mér?” Mrs. Ballar stundi þungan. “Þú átt við að það saki ekkert nú. Æ, elsku drengurinn minn, mig dreymdi svo fagra drauma um hamingju þína, svo sólfagra drauma; en nú er þetta alt liðið, horfið um alla eilífð, og hjarta mitt er dautt.” “Æ, nei, nei, elsku mamma,” svaraði ungi maðurinn. “Hjarta þitt grær á ný. En svaraðu nú spurningu minni. Hvernig fékstu þessi 1500 pund? Þú stalst þeim þó aldrei, mamma?” “Ekki beinlínis, en hann stjúpi þinn hefir samt ekki annað orð yfir það. Sheila á fáeinar dýrindis perlur, eg lánaði þær og fór með þær til okurkarls eins, sem lánaði mér þá upphæð, sem eg bað um.” “Sheila, á Sheila dýrar perlur!” hrópaði Ralph og glenti upp augun. “Hvað segirðu mér? Sú leiðinlega stelpa. Hvernig getur hún átt ekta perlur? Eg hefi altaf haldið að hún ætti ekki grænan eyri.” “Við höfum aldrei sagt þér neitt frá þessu Ralph, en samt er það satt engu að síður. Hún verður víst einhver auðugasta stúlkam í London. En það má ekki fréttast. Nú á hún bráðum að fara að taka þátt í samkvæmislífinu. Og fegurð hennar og auður mun bráðlega veita henni gott gjaforð. “Jæja”, sagði Ralph, “hefði eg bara vitað þetta í tíma, þá skyldi eg hafa farið alt öðru vísi að ungfrú Sheilu. Það er þá svona, að sá sem giftist henni verður ríkur maður?” “Hann verður svo ríkur, að hann veit ekki aura sinna tal,” sagð Mrs. Ballar. “Æ, Ralph, Ralph, málafærslumaðurinn hennar í Bloem- fontein, segir, að samkvæmt erfðaskrá föður hennar, megi hún gifta sig hverjum sem hún vill, bara það sé ungur, heiðarlegur maður, sem hún elskar og elskar hana. Hann þarf hvorki að vera ríkur né af háum stigum.” “Og þú hefir leynt mig þessu öllu saman! Það lítur ekki út fyrir að þér þyki vænt um einkason þinn, mamma.” “Það hefir verið mín innilegasta ósk og von, að ykkur Sheilu mætti lítast vel hvort á annað. En eins og nú er komið er það alveg hreint ó- mögulegt.” “Það er eg alls ekki viss um,” sagði Ralph og hin nýja von kom augum hans til að tindra og vöngum hans til að roðna. í þessum svifum kom Ballar inn í stofuna. “Nú er stundin komin, Ralph. Holman bíð- ur eftir þér. Eg skal borga allar smáskuldirnar þínar hér í London. Þú getur sagt Holman frá þeim á leiðinni og lætur hann mig svo vita. — Jæja, vertu þá sæll, og guð veri með þér. Vegna móður þinnar, þá skal eg heita þér því, að komir þú fram sem heiðarlegur maður og starfsamur, þá getur þú unnið fyrir hið mikla verzlunarfé- lag Bandermore & Co., Sydney St., Melbourne — hérna er heimilisfangið og bréf til kaup- mannanna — þá skal hún móðir þín fá að heim- sækja þig í þínu nýja fósturlandi. Jæja, hertu nú upp hugann. Margur hefir fallið eins lágt og þú hefir fallið og orðið að nýtum manni. Vegna móður þinnar, og vonarinnar um að sjá hana aftur, vona eg að þú reynir þitt bezta, þeg- ar þér gefst nú í annað sinnið tækifæri til að reynast dugandi maður. Holman, gerið svo vel og komið hérna inn.” Lögreglumaðurinn kom inn. Ralph vafði handleggjunum um háls móður sinnar, og hún hvíslaði að honum: “Eg kem til þín.” Og svo kysti hún hann og hann fór burtu ásamt Hol- man. Þegar Ballar kom inn aftur frá því að fylgja þeim til dyra fann hann konu sína liggj- andi í yfirliði á gólfinu. Öll sú ást, sem við- burðir hinna síðustu daga höfðu myrkvað, braust nú fram á ný. Hann vætti varir hennar með víni, lagði hana á legubekkinn og stumraði yfir henni þangað til hún raknaði við. Þegar hún lauk upp augunum, stóð hann yfir henni með hinn venjulega blíða svip í augunum. “Pétur,” sagði hún lágt, “eg veit að þú hefir breytt réttilega, eg veit það vel. En e^ finn það að hjarta mitt springur af harmi ef þú verður áfram eins kuldalegur og þú hefir verið hina síðustu daga”. Ballar tók báðum höndum um hendi henn- ar. “Eg hef fengið perlurnar aftur”, sagði hann, ”svo það er alt í röð og reglu. Þær eru nú vel geymdar í féhirslu minni, og þú skalt ekki nefna þær framar á nafp við mig. Eg veit það vel, Magga mín góð, að það var örðugt fyrir þig að skiljast við son þinn; en það var eina ráðið, sem hægt var að taka, eigi að bjarga honum frá að fara í hundana. Og nú skulum við, ástin mín, reyna að gleyma þessu, sem fyrir hefir komið __— en hvað gengur að þér?” “Þú kallaðir mig ástina þína, eg hélt að þú mundir aldrei framar nefna mig það.” “Magga mín. Þú getur alls ekki ímyndað þér hveheitt eg hefi elskað þig, og þótt eg skilji að freistingin var mikil, þá gast þú samt alt af snúið þér til mín. En eins og eg sagði, þá skulum við gleyma þessu öllu. Eg hefi nú nýlega fengið bréf frá Kruger og í því var 5000 punda ávísun, svo að Sheila getur fengið alt, sem hún óskar sér er hún byrjar hina nýju tilveru sína. Eg vildi gjarnan að þú, Margrét mín, værir hug- hraust og dugleg að hjálpa bæði henni og mér. Eg hefi veitt syni þínum hið bezta tækifæri, sem ungur maður getur ákosið til að ryðja sér braut í heiminum, og sé nokkur maður til, sem getur frelsað hann, þá er það Bandermore. Og nú verður þú góða, mín, að muna eftir, að Sheila kemur á morgun, og við höfum aðeins fáeina daga til að koma öllu í röð og reglu.” Ballar laut niður og kysti konuna sína á vangann — það var ekki með sama innileikan- um og áður, það fann hún vel — en það var samt koss og hann hafði kallað hana ástina sína. Titrandi af geðshræringu og áhyggjum hinna síðustu daga gekk hún upp í búningsher- bergi sitt, þar sem hún klæddist einum sínum bezta búningi, svo að hann'mætti sjá að hún vildi gjarnan þóknast honum. En alt af hugsaði hún um Ralph, og henni lá næstum við að hata Sheilu er hún hugsaði til þess hversu unga stúlkan var rík, og hversu fátækur hinn elskaði Ralph hennar var samanborið vid hana. Að miðdegisverðinum loknum talaði Ball- ar lengi við könu sína um fyrirætlanir sínar við- víkjandi hinni ástkæru fósturdóttur sinni, og Margrét píndi sig til að hlusta á þetta og láta sem hún tæki þátt í þessum fyrirætlunum. Næsta dag fór Ballar með konu sinni til að líta á húsið í Mayfair, sem þau ætluðu ,að leigja svo að Sheila gæti á sómasamlegan hátt tekið þátt í félagslífinu. Hann var yfir höfuð ánægð- ur yfir þessu húsi, en bar fram fáeinar gætileg- ar athugasemdir hvað snerti skreytingu hins stóra danssals í húsinu. Því næst fékk hann konu sinni lista með nöfnum félags, er hann óskaði éftir, að hún heimsækti og meðal þeirra var fyrst og fremst hertogafrúin frá Tewsbury, sem hafði tekið að sér að kynna Sheilu heldra fólkinu. Og áður en Mrs. Ballar vissi af því, þá var hún komin inn í hringiðu fjörugs samkvæmis- lífs, og þeir hræðilegu dagar þegar Ralph hafði verið í felum í London, og perlurnar höfðu næstum því verið glataðar, gleymdust henni næstum. _ 7. Kapítuli. Sheila Danvers var ölum þeim yfirburðum búin, sem stundum einkenna þá, sem komnir eru af blönduðu blóði vissra þjóða. Frá móður sinni hafði hún erft ákafa lund, eldmóð, hrifn- ingu og fjörugt ímyndunarafl. Mrs. Danvers hafði verið af Carg ættinni frá Donegal, og var sú fjölskylda gömul ætt og göfug í því landi. Frá föður sínum, sem var frá Yorkshire hafði hún erft staðfestu í lundarfari, hreina og beina framkomu, samvizkusemi og skýra réttlætis- meðvitund, sem ekki var algeng hjá jafn ungri stúlku. Sheila hafði erft frá móður sinni þjóðemis- hroka og augu hennar, hin ósviknu írsku augu, er sagt er að líkist því helzt að einhver hafi sett þau inn í höfuðið með óhreinum fingrum, það er að segja, húðin í kringum augun er þeldekkri en hörundið á andlitinu. Og fegurð þessara stóru gráu augna var aukin af löngum augna- hárum, sem voru svört og gljáandi eins og steinkol. Augabrýrnar voru*beinar og dökkar; en alt annað á andlitinu frá föður hennar, og hár hennar var gulljarpt, en ekki svart eins og hár móður hennar hafð verið. Sheila hafði verið alin upp eins vandlega og unt var og hún hafð enga vitneskju um hve rík hún var, eða að hún væri á nokkurn hátt eftirtektaverð. Hún var stolt, en það var eigi hé- gómlegt stolt. Hún var stolt yfir hinum írsku forfeðrum sínum og yfir hinni daufu minningu, sem hún átti af föður sínum. Hún ætlaði að verða góð vegna þess að faðir hennar hafði ósk- að þess, og hún var góð stúlka, blátt áfram og heiðarleg í hugsunum og breytni, án þess að vera hrædd við neitt. Hún líktist að mörgu leyti dreng að dirfsku og hugrekki. Ballar hafði komið henni fyrir í beztu skól- um, sem hann gat fundð, og ekki leið á löngu þangað til Sheila varð uppáhald allra í skólan- um. Hún var góð og blátt áfram, gjafmild og oft og tíðum fann hún upp á svo mörgu skrítnu, að það átti ekki sinn líka og jók glaðlyndið með félögum sínum. En stundum komu að henni þunglyndisköst eins og oft hendir ungar stúlk- ur. Hún varð scrrgmædd án þess að vita hvers vegna og full af þrá eftir einhverju, sem hún vissi ekki hvað var. Kærasta vinkona hennar í skólanum var Dorma O’Doyle. Þessi unga stúlka var líka írsk og voru þær Sheila og hún óaðskiljanlegar. Norma þekti írland miklu bet- ur en Sheila gerði, og gat lesið upp langar lýs- ingar af svarðarmýrunum og högunum, hinum dýrðlegu fjöllum, hinu bláa hafi og hinni tign- arlegu höll þar sem hún, Dorma O’Doyle, bjó þegar hún var heima. Höllin hafði öldum sam- an staðið á hárri hamarsbrún. Framundan henni lá hið volduga Atlantshaf og Sheila þreyttist aldrei á að hlusta á frásögurnar það- an. En nú kom sá dagur er Sheila átti að fara heim til Sólheima. Átjándi afmælisdagur- inn hennar var ekki langt undan, og hún hafði fengði bréf frá nýja föður sínum, sem sagði henni að hennar biði óvænt gleði, og að hún ætti ekki að ganga lengur á skólann. Þessi frétt gladdi Sheilu alls ekkert; því að hún elskaði skólann og elskaði ennþá meira söngnámið, sem hún stundaði þar; hún hafði rödd, sem virtist ætla að verða mjög góð með æfingu og tíma, og hana langaði hreint ekkert til að komast inn í samkvæmislífið. Við þetta bættist að hún mundi missa af félagsskap sinn- ar kæru vinkonu, Dormu O’Doyle. Er hún kvaddi forstöðukonuna gat hún varla komið upp orði vegna geðshræringar, og þegar Dorma kvaddi brast Sheila í grát og mátti engu orði upp koma en vafði handleggj- unum um háls vinkonu sinnar. “Láttu ekk eins og flón, Sheila,” sagði Dorma. “Þú veist hvort sem er að þú kemur og heimsækir okkur í O’Doyle kastalanum. Eg skal áreiðanlega skrifa Mr. Ballar og biðja hann að lofa þér að koma, og þá sérð þú með þínum eigin augum alla þesas yndislegu, yndislegu fegurð, sem eg hefi svo oft sagt þér frá. Við skulum ríða út og synda í sjónum, og þegar Shamus er heima rær hann með okkur út á flo- ann. Annars get eg róið sjálf,” sagði hin rösk- lega, unga stúlka. “Eg skal aldrei gleyma þér Sheila, og aldrei skal eg hætta fyr en þú kemur yfir til okkar og dvelur þar lengi, lengi.” “Ertu alveg viss um þetta, Dorma?” “Eins viss um það og eg er viss um nokk- uð. Því ættir þú ekki að koma til O’Doyle kast- alans?. Pabbi og mamma og Shamus, munu öll gleðjast yfir komu þinni. Jæja, hertu nú upp hugann, Sheila mín, aldrei hefi eg séð þig svona angurværa — ekki nokkurn tima alla þá stund, sem eg hefi haft þá ánægju að kynnast þér.” Með því að tala svona kom Dorma henni til að brosa og þurka sér um augun, og þegar hún var farin úr skólanum fyrir fult og alt, hugsaði hún um einia heimilið, sem hún þekti, Sólheima. Þótt Sheila elskaði ekki Margrétu eins heitt og hún elskaði Pétur, þá þótti henni samt mjög vænt um hana. Eini ásteytingarsteinninn var Ralph; ungu stúlkunni féll alt af miður við hann þess lengur, sem hún kyntist honum, og þess meiri þroska og reynslu, sem hún öðlaðist. Hún fann til þess með hryllingi að hann var ekki það, sem menn kalla góður né drenglynd- ur maður, og hana furðaði á að kona fóstra síns skyldi geta átt annan eins son. Bíllinn var sendur eftir Sheilu og þegar hún ók í hinni mildu vorblíðu hugsaði hún um hvort hún mundi fá leyfi til að heimsækja O’Doyle kastalann. Hún óskaði þess af heilum huga, að hún mætti dvelja þar í einar sex vikur að minsta kosti. Pétur frændi mundi áreiðan- lega ekki banna henni þessa ferð til að finna kærustu vinkonuna sína. Sheila kom heim kl. 4 og furðaði sig á því, að Mrs. Ballar var ennþá ekki komin heim- Stúlkan, sem hafði gætt Sheilu meðan hún var lítil, kom út og fylgdi henni til herbergis henn- ar, sem var mjög fagurt og vel húsgögnum búið. Sheila hafði sjálf, þegar hún var barn, valið þessa stúlku, vegna þess að hún var írsk, og Ballar lofað henni að hafa sínar eigin skoðanir í þessum efnum. Nanny varð áfram eins og herbergisþerna Sheilu. Hún tók nú á móti henni titrandi af gleði, tók um hendi hennar og leit á hið sól- bjarta andlit hennar. “Æ, blessuð ástin min,” sagði hún, “það er eins og kalt vatn fyrir sárþyrsta sál að sjá þig komna heim aftur, en þú lítur út fyrir að vera þreytt, blessað yndið mitt. Er það nokkuð sem amar að þér, ástin mín?” “Nei, Nanny, alls ekkert — mér þykir bara svo leiðinlegt að þurfa að fara burtu úr skólan- um.” “Nú, unginn minn. Það er ekkert undar- legt,” sgaði Nanny. “Skólinn, er hugsa eg, líkur býflugnabúi, þar sem hunangsflugurnar eru önnum kafnar allan liðlangan daginn, og þær sem ekki vilja vinna fá hegningu, eins og þær eiga líka skilið, en hinar byrja hvern dag með gleði. Þú saknar ungu andlitanna, lambið mitt; . en smátt og smátt koma ný, sem þú kynnist.” “Mér hefir altaf fundist fremur dauflegt hérna á Sólheimum, og ekki veit eg hvaðan nýju andlitin ættu að koma — nema — nema.” “Nema hvað — lambið mitt?” “Það get eg ekki sagt þér núna, Nanny, þetta er mikið leyndarmál. En mér heyrist eg heyra rödd Mrs. Ball^r. Eg verð að fara ofan og heilsa henni. Æ, Nanny, vertu nú svo væn og segðu mér nokkuð-------” Sheila þagnaði um leið og hún fór út að hurðinni en bætti svo við: “Er Ralph Dale hér?” “Uss, nefndu hann ekki á nafn,” svaraði Nanny, “hann er hér alls ekki, alls ekki. En í hamingju bænum geymdu þetta hjá sjálfri þér, og láttu engan gruna, að eg hefi sagt þér nokk- uð.” “En hvers vegna? Hvað hefir hann gert? Hversvegna er hann ekki hér?” spurði Sheila. “Ef eg segi þér ekki neitt, veist þú ekki neitt,” sagði Nanny með eins miklum spekings svip og hún væri véfrétt. Svo lagaði hún beltið á fósturbarni sínu, leit eftir að ljósliti línkjóllinn hennar væri hreinn og blettalaus, og horfði svo á hana með mikilli aðdáun um leið og hún opn- aði dyrnar fyrir henni, sagði hún: “Svona nú, grislingurinn þinn. Segðu nú ekkert meira og farðu nú, blessað barnið mitt.” Undrandi, og ef satt skal segja ekki all lítið forvitin, þaut Sheila niður stigann og beint í faðm fósturmóður sinnar. Þær kystust ástúðlega, og þar sem Mrs. Ballar var rjóð af áreynslu eftir að hafa heim- sótt allar þessar konur, sem maður hennar hafði sagt henni að heimsækja, veitti Sheila því ekki eftirtekt strax hversu útlit hennar var slæmt. i

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.