Heimskringla - 26.03.1947, Blaðsíða 7

Heimskringla - 26.03.1947, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 26. MARZ 1947 HEIMSKRINGLA 7. SIÐA FRÉTTIR FRÁ ISLANDI 150 íslendingar hlustuðu á Einar Kristjánsson syngja í Stokkhólmi Mjög margir Islendingar, sennilega um 150,voru viðistadd- ir í sænsku óperunni þegar Ein- ar Kristjánsson söng þar í fyrsta skipti í byrjun þessa mánaðar. Hann söng hlutverk Rodolphe í óperunni Bohéme eftir Puccini, °g hlaut hann góða dómá í Stokkhólmsblöðunum. Söngur Einars var auglýstur nokkru áður, en þá fekk hann hastarlegt kvef og gat ekki sung- ið. Munu allmargir íslendingar hafa verið búnir að kaupa að- göngumiða það kvöld og notað þá, enda þótt Einar syngi ekki. Er því merkilegt hversu margir voru viðstaddir seinna kvöldið, þar eð menn ógjarna sjá sömu óperuna tvisvar með svo stuttu millibili. S æ n s k u Gagnrýnendunum kemur saman um, að Einar hafi gert hlutverki sínu góð skil og ^ödd hans sé óvenju björt og lyrisk tenórrödd. Svenska Dag- bladet segir, að hann hafi sungið hlutverk sit með auðsæjum létt- leik og greinilega persónulegri túlkun. Stockholms Tidningen segir, að enda þótt rödd Einars sé björt og lyrísk, þá aukist styrkur og breidd hennar eftir því sem hann syngur hærra. Um leik Einars segir Dagens Ny- heter, að hann hafi verið lifandi og eðlilegur. Aftonbladet segir, að Einar hafi sungið Puccini með srnekkvísi og festu. —Alþbl. 16. febr. ★ ★ ♦ Islenzk söngkona, sem vann sér frægð á meginlandinu Fáir fslendingar munu hafa heyrt getið óperusöngkonunnar Nönnu Egilsdóttur, er á stríðs- árunum vann sér frægð og frama á meginlandinu í hinum vandasömustu óperuhlutverk- um í mörgum kunnustu söng- leikjiahúsum Austurríkis og Þýzkalands. Eftir stríðið fór hún til Graz og söng þar á ýmsum hljómleikum og á vegum brezka hersins og hefur nú boðizt staða við ríksóperuna þar næsta vet- ur. í desember í vetur kom söng- konan til íslands og hyggst að halda söngskemmtun í Gamla Bíó um næstu mánaðamót, og sér Tón'listarfélagið um hljóm- leikana. “Það var oftN erfitt á stníðsár- unum”, sagði Nanna Egilsdóttir í viðtali í gær, “en þó var eg svo heppin að komast vel af, því eg lauk óperuprófi í Munchen í árs- byrjun 1942, og gat alltaf haft oifan af fyrir mér með söngnum. Eg hafði ekkert samband við ættingja mína hér heima frá því 1941; eftir það fekk eg engin bréf og öll bróf sem eg skrifaði fekk eg endursend. Eg upplifði loftárásir í öllum iNNKÖLLUNARMENN HEiMSKRiNGLU Revkjavík A ÍSLANDI __________Björn Guðmundsson, Reynimel 52 1 CANADA Amaranth, Man____________________Mrs. Marg. Kjartansson Arnes, Man_____________Sumarliði J. Kardal, Hnausa, Man. Árborg, Man............................G, O. Einarsson Baldur, Man------------- ------------------O. Andarson Belmont, Man...............................G. J. Oleson Bredenbury, Sask._Halldór B. Johnson, Churchbridge, Sask. Churchbridge, Sask.r_________________Halldór B. Johnson Cypress River, Man...................Guðm. Sveinsson Dafoe, Sask______________O. O. Magnússon, Wynyard, Sask. Etfros, Sask................._._Mns. J. H. Goodmundson Eriksdale, Man..........................Ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask___________Rósan. Árnason, Leslie, Sask. Foam Lake, Sask-------------Rósm. Árnason, Leslie, Sask. Gimli, Man.........I.—.*—................K. Kjernested Geysir, Man___________________________G. B. Jóhannson Glenboro, Man..............................G. J. Oleson Hayland, Man...........................Sig. B. Helgason Hecla, Man..........................Jóhann K. Johnson Hnausa, Man...............-.............Gestur S. Vídal Innisfail, Alta________Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. Kandahar, Sask----------O. O. Magnússon, Wynyard, Sask. Keewatin, Ont.........................Bjarni Sveinsson Langruth, Man-------------------------...Böðvar Jónsson Leslie, Sask..........................Th. Guðmundsson Lundar, Man................................D. J. Líndal Markerville, Alta_____Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. Morden, Man__________________________Thorst. J. Gíslason Mozart, Sask. ......—T------------------Thor Ásgeirsson Narrows, Man_________________S. Sigfússon, Oakview, Man. Oak Point, Man........................Mrs. L. S. Taylor Oakview, ‘Man..............................S. Sigfússon Otto, Man________________.Hjörtur Josephson, Lundar, Man. Piney, Man................................-S. V. Eyford Red Deer, Alta...........-..J.......Ófeigur Sigurðsson Riverton, Man..........._.............Einar A. Johnson Reykjavík, Man—........................Ingim. Ólafsson. Seikirk, Man_________________________Mrs. J. E. Erickson Silver Bay, Man..........................Hallur Hallson Steep Rock, Man...........................Fred Snædai Stony Hill, Man__________Hjörtur Josephson, Lundar, Man. Swan River, Man_____________________Chris Guðmundsson Tantallon, Sask........................Árni S. Árnason Thornhill, Man__________Thorst. J. Gíslason, Morden, Man. Víðir, Man__________________Aug. Einarsson, Árborg, Man. Vancouver, B. C_______Mrs. Anna Harvey, 4487 Quebec, St. Wapah, Man_______________Ingim. Ólafsson, Reykjavík, Man. Winnipeg_____S. S. Anderson, 800 Lipton St. Winnipeg, Man. Winnipegosis, Man.............................S. Oliver Wynyard, Sask......._.._................O. O. Magnússon í BANDARÍKJUNUM Akra, N. D_____________.Bjöm Stevenson, Akra P.O., N. D. Bantry, N. Dak_____________E. J. Breiðfjörð, Upham, N. D. Bellingham, Wash___Mrs. Jóhn W. Johnson, 2717 KuLshan St. Rlaine, Wash.......................Magnús Thordarson Cavalier, N. D_________Björn Steyenson, Akra P.O., N. D. Crystal, N. D_________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Edinburg, N. D_________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Gardar, N. D__________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Grafton, N. D______:—C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Hallson, N. D___________Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Hensel, N. D___________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Ivanhoe, Minn________Miss C. V. Dalmann, Minneota, Minn. Milton, N. Dak............—...............-S. Goodman Minneota, Minn......................Miss C. V. Dalmann Mountain, N. D________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E. 24th St. Point Roberts, Wash.„Jr...................Ásta Norman Seattle, 7 Wash_______J. J. Middal, 6522 Dibble Ave., N.W. Upham, N. Dak____________________________E. J. Breiðf jörð The Viking Press Ltd. Winnipeg Manitoba borgunum, sem eg dvaldi í, og í Kablenz varð eg að skilja allt við mig; komst aðeins í burtu með hörpuna mína, og raunar var hún mér meira virði en allt [ annað sem eg átti. Eftir að Nanna komst til Vlín- 'iar var hún byrjuð að æva þar við óperu, en hætti vegna þess hve illa hún var haldin af fæðu- ^skorti. Sagði hún' m.a. frá því, að hún hefði þrisvar sinnum hnígið niður á æfingu. — “J þriðja sinn er þrautreynt og þá hætti eg”, sagði hún. i Nanna Egilsdóttir er ættuð úr Hafnarfirði, dóttir EgilS Guð- mundssonar og Þórunnar Einars- dóttur. Hún fór til Þýzkalands fyrst árið 1934 og hóf þar nám í hörpuleik og söng, en eftir 1936 lagði hún aðallega stund á söngnám hjá óperusöngkonunni Mörtu Pohlamnn-Tummler, sem starfaði við ríkisóperuna. j Sumarið 1938 hélt hún fyrstu j söngskemmtun sína hér í Reykj- [ avík, en órið áður hafði hún ’haldið hörpuhljómleika í Iðnó. I Sama haust var hún ráðin til að syngja í útvarpið í Hamborg og söng auk þess sópranhlutverkið ,í “Bílla grímarnir”, sem flutt var í Péturskirkjunni. Nokkru sáðar söng hún íslenzk lög á hljóm- leikum í Tónlistarhöllinni í Hamborg. Eftir að stríðið brauzt út ferðaðist Nanna með stórri hljómsveit og söng í öllum stór- borgum Þýzkalands, auk þess sem hún lék á hörpu. Með því tókst henni að sjá fyrir sér og kosta nám sitt, en eins og áður segir lauk hún óperuprófi í Munchen í ársbyrjun 1942. Eft- ir það var hún ráðin, sem Ijóð- rænn sópran til óperunnar — “Innsbruck í Austurríki, — og þar dvaldi hún til 1944 er hún réðist til óperunnar í Koblenz. Þetta sama ár var öllum óperu- leikhúsum í Þýzkalandi og Aust- urríki lokað og fór hún þá til Vínar og dvaldi þar til stríðsloka en þá fór hún til Graz eins og áður segir og bauðst þar staða við ríkisóperuna. En um það leyti kvaðst hún hafa hugsað um það eitt að komast heim og enn ekki vera ákveðin hvort hún muni fara; ekki glæsilegt. Á þessum árum hefur Nönnu oftlega boðist tækifæri til að leika í kvikmyndum, en þvi hefur hún hafnað, og kveðst heldur vilja halda sig að óper- unni, því i kvikmyndum þroskist röddin ekki eins vel og í óperun- um. Af óperuhlutverkum þeim sem Nanna Egilsdóttir hefur Sungið á þessum árum má nefna Margarethe, Schneider von Sohönau, Nótt í Feneyjum, Káta ekkjan, Cherubin í “Brúðkaup Figarós”, greifafrúna í “Weiner- blut” og fleira. Á hljómléikum þeim, sem Nanna Egilsdóttir heldur hér mánaðarmótin annast dr. Urb- antschitsoh undirleik. Verkefn- in verða m.a. ljóðalög eftir Beethoven, Schumann og Joseph Marx, lög eftir Sigfús Einarsson Karl O. Runólfsson og Kalda- lóns og loks aríu Sherbins úr 1. þætti “Brúðkaups Figarós”, aríu úr “Tosca” og “Caro nome” úr Rigoletto. — Alþbl. 22. febr. * ★ ★ Bæjarútgerð Reykjavíkur Koma Ingóltfs Arnarsonar, sem nefndur hefur verið “fýrsti landnemi nýsköpunarinnar” og ber heiti hins fyrsta landnáms- manns er kaus sér Reykjavík fyrir bólfestu, er atburður 1 at- vinnusögu íslendinga, sem lengi mun verða minnzt. Hinir nýju togarar, sem fest hafa verið kaup á og væntanlegir eru til landsins í ár og á næsta ári, munu valda straumhvörfum í ís- ienzkum sjávarútvegi og verða upphaf nýrrar og merkilegrar atvinnuþróunar. En koma Ingólfs Arnansonar táknar einnig tímamót í stjórn- málasögu Reykjavíkur bæjar, því að um leið og hann er af- hentur borgarstjóra má segja að JUMBO KÁLHÖFUÐ Stærsta kálhöfðategund sem til er, vegur 30 til 40 pund. Óviðjafnanleg í súrgraut og neyzlu. Það er ánægju legt að sjá þessa risa vaxa. Árið sem leið seldum vér meira af Jumbo kál- höfðum en öllum öðrum káltegund um. Pakkinn 10í, únza 80$ póstfrítt. FRÍ—Vor stóra útsœðisbck fyrir 1948 Enn sú bezta 16 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario bæjarútgerð Reykjavíkur hafi byrjað. Reykjavíkurbær hefur eignast fyrsta togarann, sem gerður verður út af bæjarfélag- inu sjálfu, og þó að sá atburður sé fyrst og fremst tengdur at- vinnusögunni, markar hann einnig kapitula skipti í stjórn- málasögunni eins og öllum þeim mun ljóst, er fylgst hafa með bæjarmálum Reykjavíkur und- an farin ár. —Alþbl. 20. febr. * ★ * Pétur Sigurgeirsson vígður á sunnudag Á sunnudaginn verður cand., teol., Pétur Sigurgeirsson, son- ur biskupsins yfir íslandi, vígð- ur til prests, en hann hefur ver- ið ráðinn aðstoðarprestur um! eins árs skeið hjá séra Friðrik Rafnar vígslubiiskupi á Akur- [ eyri. Séra Friðrik Rafnar hefur! sökum veikinda og að læknis- j ráði sótt um leyfi frá prest- j störfum um eins árs skeið, ogj samkvæmt beiðni hans hefur Pétur Sigurgeirsson verið ráð- inn aðstoðarprestur hjá honum þennan tíma, og verða honum greidd laun úr ríkissjóði. Pétur mun fara norður strax að aflok- inni vígslu. —Alþbl. 21. febr. * ★ ★ Skipasamgöngur við Norðurlönd truflast Miklar truflanir eru nú að verða á skipaBamgöngum við Norðurlönd. 1 gær var sagt frá því, að Selfoss væri frosinn inni í Kaupmannahöfn, og nú hefur Lagarfoss orðið að breyta áætl- un sinni vegna frostanna. ^ Lagarfoss lagði af stað frá Leith á mánudaginn og átti að fara til Gautaborgar eða Kaup- mannahafnar, en komst þangað ekki vegna isa, og varð því að fara til Kristiansand í Noregi og losa þar vörur ytfir í e.s “Anne”, sem mun bíða þar, þar til fært verður, en þá á skipið að fara til Gautaborgar og Kaupmanna- hafnar. Aftur á móti fer Lagar- foss aftur frá Kristianssand til Hull og lestar þar vörur til Reykjavíkur. —Alþbl. 21. febr. t* ★ ★ Útsvörin í Reykjavík í ár áætl- luð 9. milljónum hærri en í fyrra Fjártiagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 1947 var lögð fyrir bæjarstjórn í gær. Áætlunin er nú mun hærri en hún heifur nokkru sinni verið, og er þar at- hyglisverðast, að útsvörin eiga að hækka enn um rúmlega 9 milljónir króna frá áætluninni fyrir árið sem leið. I fyrra voru þau áætluð rúmar 35 milljónir, en eru nú bæði 44 milljónir og 284 þúsund krónur og auk jæss bæði árin 5—10% viðbót. 1 fyrra fóru útsvörin meira eri 4 milljón- ir fram úr áætlun, og má búast við að svo fari enn, svo að þess- ar tölur eru alls ekki endanleg- ar. — Alþbl. 21. febr. ★ * * Landburður af síld í gærmorguu Það var líf í síldinni hér fyrir utan hafnina í gærmorgun. Fyr- ir hádegi komu nokkrir bátar drekkhlaðnir af síld, enda óð húri ií torfum hér rétt fyrir utan hafnargarðinn —Alþbl. 20. feb. Professional and ----- Directory Ornci Phow* 94 762 R«s. Phoki 72 409 Dr. L. A. Sigrurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office hours by appointment Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Talsimt 30 «77 Viðtaistimi kl. 3—5 e.h. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental. Inrurance and Financtal Agentt Sími 97 538 308 AVENTJE BLDG—Winnlpeg TIíE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Weddlng Ringji Agent for Bulova Watches Marriaoe Licenses Issueá 899 SARGENT AVE DR. A. y. JOHNSON DKNTIST »09 .tomerset Bldg Office 97 932 Res. 202 398 andrews, andrews, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg Portage og Garry St. Sími 98 291 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS r- n BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 THE BUSINESS CLINIC specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 A. SAEDAL PAINTER & DECORATOR ★ Phone 93 990 ★ Suite 1 Monterey Apts. 45 Carlton St., Winnipeg r 1 Frá vini ! PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni aí öllu tœi. ^ 58 ALBERT ST., — WINNIPEG Sími 25 888 C. A. Johnson, Mgr. WINDATT COAL Co. Limited Established 1898 307 SMITH STREET Office Phone 97 404 Yard Phone 28 745 H. J.PALMASON&Co. Cbartered Accountanta 1103 McARTHUR BLDG. PHONE 94 358 Rovatzos Floral Shop 153 Notre Dame Ave., Phone 37 939 Fresh Cut Flowers Dally. Plants in Season We speclaUze ln Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs leelandic spoken A. S. BARDAL ■elur llkklstur og annast um útfar lr. Allur útbúnaður sá bestl. Knnfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. •43 SHERBROOKE ST. Phons 27 324 Winnipeg Union Loan & Investntent COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agenta Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Moa. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson Contractor & Builder ★ 594 Alverstone St., Winnipeg Sími 33 038 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS KENSINGTON BLDG., 275 Porlage Ave. Wmuiper PHONE 93 942 DR. CHARLES R. OKE tannlæknir 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipæg Phone 94 908 /J*. it!a. iöOKSTOREl 702 Sorgent Ara., Wtnnipag,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.