Heimskringla


Heimskringla - 03.09.1947, Qupperneq 2

Heimskringla - 03.09.1947, Qupperneq 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. SEPT. 1947 MIXNI LANDNEMANNA Ræða flutt á Lýðveldishátíðinni á Hnausum 21. júní 1947 *af (Dr.) J. P. Pálsson Þó mér þyki vænt um, að hafa verið uppálagt að tala ihér fyrir minni landnemanná, finn eg jafnframt, að eg er ekki maður til að gera efninu hæfileg skil. Svo oft og rækilega hefir þetta minni verið flutt, að vart verð- ur betur gert, og sízt af mér; og í raun réttri mælti Guttormur skáld fyrir þvá í eitt skifti fyrir öll er hann orti Sandy Bar. Þar datt mér á hug að bæta þetta sér- staka minni upp, með nokkrum styttri og minni háttar minnum. Þið munið kannské eftir því, að Franklin Roosevelt fórust svo orð á einni ræðu sinni, að tþó námi landsins væri að miklu leyti lokið, krefðist Ameríka nýrra frumherja á sviði mann félagsmálanna: Nýja útsýn og áræði ií hagfræði, stjómmálum, og ýfirleitt öllum viðskiftum manna á milli og þjóðfélaga. Líklega hefir Roosevelt átt við að menn þeir sem fara með þessi mál, ættu að vera gæddir ráð- vendni, kjarki og einbeitni landnemanna, ekki síður en þeirri hugprýði og útsjón, sem landnám hins nýja heims krefð- ist. Og hinum nýju landnemum gáf hann mottó eða slagorð: “í>að er ekkert að óttast nema óttann”. Ekki er víst að landnáms- menn Nýja Islands hefðu lagt mikið upp úr þessu spakmæli forsetans. Eg á bágt með að hugsa mér þá hrædda við nokk- uð sem mætti þeim í öllu basli þeirra og baráttu á frumbýl- ingsárunum. Þeir höfðu hvorki skapferli né tíma til að æðrast áf ótta. Voru of hraustir og heil- steyptir til að hræðast þennan nýja heim sem þeir knúðu til að veita sér og sínum lífsviður- væri, og lögðu undir sig án þess að ræna aðra eignum þeirra og afkomu. Ekki voru þeir nýunga- gjamir en að þeir óttuðust ný- ungar — aldrei! Því nýja, sem virtist miða til framfara tóku þeir fegins hendi. Væru þeir stundum seinir til, kom slíkt ekki af ótta við nýungarnar, þess megnugur að koma í veg heldur af meðfæddum mann- skap þeirra. Til dæmis þekti eg gamlan Ný-íslending, sem þráaðist við, að kaupa heyvinnu vélar. Honum fanst það meir en lítið ómannlegt að sitja við vinnu, um hábjargræði'stímann. En hann sansaðist brátt, því sú var hin eina ósk og von land- nemans, að skapa hér nýjan heim fyrir afkomendur sína, og það af eigin ramleik og án þess beinlínis eða óbeinlínis, að fóðra hreiður sitt með því að reita fjaðrirnar af náunganum. Og við hið skapandi starf þeirra, óx þeim ásmegin. Enda þrosk- ast menn og mannfélög svo bezt að mannlegu viti, vilja og þreki sé beitt til að gera hið gamla nýtt, eða eins og það er kallað, að skapa, því úbeit mannsins á óskapnaðinum, og löngun hans til að framleiða eitthvað nýtt, er skýrasti drátturinn í guðsmynd hans. “Mönnunum miðar Annað hvort aftur á bak Ellegar nokkuð á leið”. Alt líf er að eins breyting umsköpun hins gamla. Þetta gildir á öllum sviðum mann- legrar tilveru, ekki síður en í ríki jurta og dýra. En mannin- um einum er gefið vit til að skilja þetta og haga sér sam- kvæmt þessu alsherjar lögmáli. Ekki aðeins vellíðan hans, held- ur tilvera mannkynsins er undir þvlí komin, að mennimir taki þetta til greina og hagi sér eftir iþví. En á öllum tímum hafa Iþeir menn verið uppi og eru enn, sem óttast þessa óumflýj- anlegu umsköpun tilveru okkar. Hvað þá, sem einstaklinga snert- ir, eru iþeir ánægðir með alt, eins og komið er, og beita sér móti öllum breytingum í mann- félags málum, en lögmál lifsins fer sánu fram þrátt fyrir alt. Þá gerast þessir stríðsmenn aftur halds og kyrstöðu óttaslegnir því iþeir sjá fyrir hrun þeirrar einu tilveru sem þeir kannast við og trúa á. Hvað sá ótti hefir kostað mannkynið á liðnum öldum hermir mannkynssagan, og einnig hitt að engin er svo mikill og máttugur, að hann sé Ef við gætum ráðið, þá myndu allir sem nú eru á biðlista okkar fá síma á morgun. En við getum aðeins úthlutað þeim eins fljótt og við fáum efnið. Eins og þið, bíðum við. í millitíðinni úthlutum yið því sem við fáum, eftir þeirri röð sem nöfnin eru á biðlista okkar. fyrir framrás lífsins, eins og hún ibirtist í þroskun hinna ýmsu þjóða og kynflokka. Öll tilraun til kyrstöðu, er gagnslaust og bakar mönnunum böl. Við það mun skáldið hafa. átt með orð- unum “aftur á bak”. Þrátt fyrir þennan vitnisburð veraldarsögunnar, streitast nú valdhafar vesturlanda við að halda öllu -í sama horfi og fyr. Eins og ekkert hefði ískorist á síðast liðnum ára tugum. Vita- skuld er óhugsandi, að þeim tak- j ist þetta. Þeir eru aðeins færir um að brjóta barnagull þessarar aldar, valda blóðsúthellingum, gráti og gniístran tanna —“miða mönnunum aftur á bak”. En sMkt eru stundarsakir. Þessir hræddu, heimsku menn gerast nú gamlir. Sumir komnir á graf- arbakkann. Orð þeirra og gerð- ir er hégóminn einber, þvá þeir trúa ekki á guðsmynd manns- ins, að í honum búi hið eiiífa, skapandi afl almættisins. Þeir hafa aldrei verið landnemar. Þegar eg minnist gömlu land- nemanna, verður mér á, að svip- ast um meðal Islendinga hér vestra í von um að finraa nokkra þá, sem talist gætu í hópi þeirra manna, sem Roosevelt taldi “hina nýju landnema”. En þeir virðast fáir. Eigum við þó hér fagra fyrirmynd. Eg á við Stephan G. Stephansson, (því þó hann næmi land, í vanalegri merkingu þrisvar sinnum, er hann glæsileg fyrirmynd hverj- um þeim, sem ber vit og hug- prýði til að skipa sér í flokk hinna nýju landnámsmanna Roosevelts. En minnist maður Stephans lí þessu sambandi hlýt- ur maður að hugsa einnig til Vilhjálms Stefánssonar. Hvort hann getur talist Islendingur, skiptir minstu. Annars lægi eng- in efi á þvá, nema vegna þjóðar- metnaðar íslendinga. Eins og þið vitið höfum við slegið eign- arrétti okkar á Leif hepna, af því hann fæddist á Islandi. En eftir. því, á Canada Vilhjálm Því eins og spakmælið segir: “Þú getur ekki bæði étið kök- una þína og geymt hana”. Ann- ars skal eg hreinskilningslega játa það, að þjóðerni beggja eins og allra annara manna skiftir mig minnstu. Þeir Stephán og Vilhjhálmur væru mér jafnkærir, hvar í heimi sem þeir hefðu fæðst og þroskast, svo fremi að eg hefði notið verka þeirra, kynst Stepháni og notið ritverka beggja. Það er gott og þarft, að minn- ast áslenzkra landnema, hvort sem landnám þeirra var upp á gamla móðinn eða á Roosevelts vísu, en minning þeirra jafn- gangslaus þeim eins og okkur. ef við aðeins leitumst um yfir mannkostum þeirra, með þeirri hugmynd, að dygðir þeirra og afreksverk auki nokkru á mann- dóm okkar, eða að við séum endilega meiri og betri, þó feð- ur okkar og forfeður kynnu að hafa verið mannkostamenn. SMkt væri heldur heimska og hættuleg sjálfsblekking. Hitt væri okkur hollara, að kynna okkur karakter og dáð hinna sönnu landnema heimsins, og Mta svo hver í sinn eigin barm, til samaniburðar á sjálfum okk- ur og þessum ágætismönnum, hvort sem þeir eru Mfs eða Mðn- ir og hvar í heimi sem er eða var. Ekki get eg hugsað til þeirra manna sem námu Nýja ísland. án þess að hugurinn reiki víða. Hugsun manns, nú á dögum, er eins og alt annað, á ferð og flugi. Annað var það á land- námstíð, þá var vart fljótfærn- ara eftir endilangri nýlendunni, en nú yfir þessa heimsálfu, frá hafi til hafs. Svo virðist jarðar- kringlan hafa skroppið saman á síðari árum. Sumir kenna vís- indunum um þau fyrirbrigði. Aðrir áMta að yfirborð jarðar hafi verið illa ofið, úr lélegu efni eins og dúkar nú gerast, og hafi þvlí hlaupið við, að vera sí og æ lagt í bleyti í mannablóði. Hvað sem um það er finst mér ver- öldin hvorki meiri né minni en Sandy Bar Guttorms: “Eg varð eins og álft í sárum Og mér þótti verða að tárum Regn af algeims augnahárum ofan þaðan grátið var. Reiðarslögin lundinn lustu : Lauftrén öll hin hæstu brustu j sem þar væru vonir dauðra Veg að ryðja á Sandy Bar, Ryðja leiðir lífi og heiðri Landnemanna á Sandy Bar”. Og sannarlega eru þeir land- námsmenn, sem nú standa vörð um almenn mannréttindi Víðs- vegar um heim allan. — sama hugrekkið, sama sjálfstæðið, sama trúmennskan, þolgæði og langlundargeð, til að verja mannfélagið nátttröllum aftur- haldsins, þar til roðar af degi eftir þessa löngu Mðandi nótt. Ekki ætla eg mér að gera því skóna, hvernig hinir horfnu landnemar Nýja-lslands litu á heimsmálin, væru þeir uppi í dag og hefðu sömu skilyrði og við til að kynna sér alla mála- vöxtu hér i Ameríku. En eg á bagt með að hugsa mér þá lýsa blessunn sinni yfir athæfi vald- hafanna, eins og niðjar þeirra virðast viljugir til að gera, eða að minsta kosti meiri hluti þeírra. Og ekki hefðu þeir tek- ið með þökkum ritbann á hugs- unum þeirra sem ekki hafa samvizku til að taka undir lof- söng lýðræðisins, þá mundu þeir varla láta glepjast á orðunum einum, eins og nú er títt um all- an þorra manna. Til þess að skíra hvað eg á við, vil eg benda á örfá orð. Sum þeirra eru not- uð til að gylla eirinn og skreyta skarnið, önnur eiga að skjóta hinum fáfróðu og lítilsigldu skelk í bringu. Tökum t. d. orðið lýðræði. Um fleiri ár hef- ir þetta orð verið víðhaft um þann hluta Rína, sem Chiang Kaí Ohek stjórnar. Veit þó hver meðal upplýstur maður, að Chang þessi var, er og verður einn af verstu og grimmustu einvalds-harðstjórum, sem sög- ur fara af, og frá þjóðræknilegu sjónarmiði skoðað miklu meira fúlmenni en Adolf Hitler. Chang nfl. sveltir og kúgar þjóðbræður sína í miljóna tali fyrir þá einu sök að hann óttast siína eigin þjóð og veit að yxi henni fiskur um hrygg, mundi hún steypa honum af stóli. En stjórn hans hefir verið gefið nafnið lýðræði, svo það er heilög skylda Banda- ríkjanna að leggja honum til vopn og vistir, svo hann haldi völdum. Þess utan er Chang kristinn maður ,og er í þann veginn að taka katólska trú. Fram að þessu höfum við álitið lýðræði vera stjórn meiri hluta allra borgara þjóðfélagsins og þannig mun Lincoln hafa skilið orðið. En sem stendur er engin stjórn á sunnanverðu megin- landi Evrópu nefnd því nafni nema hún sé algerlega í hönd- um auðmanna og aðals. Aftur á móti eru alskonar hindrinir við- hafðar hvar sem fólkið leitast við að halda við eða koma á legg stjórn sem í raun og sannleika mætti nefna lýðræði. Og enn getum við tekið Kínverja sem dæmi. Nokkur hluti þjóðarinn- ar brauzt undan kúgun Changs, fyrir meir en tuttugu árum síð- an, og mynduðu einskonar kommúnista stjórn. En brátt kom í ljós, að Kínverjum féll ekki það stjórnarfyrirkomulag, og breyttu til á ýmsan hátt eft- ir kringumstæðum. En komm- únisma nafninu á stjórn þeirra hefir verið haldið við til að rétt- læta borgarstyrjöld þá sem Chang hefir haldið uppi móti þessum hluta landsins og það hvað harðast meðan hinir svo kölluðu kommúnistar lögðu alt sitt fram til að reka Japaníta út úr landinu. En eins og þið vitið er kommúnismi eitt þessara töfra orða sem oft og einatt reynast völdugra en heilbrigð | skynsemi. Þessu til sönnunar ' langar mig til að benda ykkur á tvær bækur um Kína. “Battle for Asia” eftir Edgar Snow og “Thunder out of China” ertir White og Jacoby. En höfundarn- ir eru heiðvirðir Bandaríkja borgarar. Annars er þetta eitt tákn tímanna, að valdhöfum vesturlanda skuli takast, að slá ótta í sálir milljónanna með einu orði, sér lí lagi er það einkenni- legt þegar þess er gætt, að fyrstu kristnir menn notuðu það til að sérkenna félagskap sinn. En eins og þið skiljið er það heilög skylda okkar að hrópa: “Niður með sónalisma og komm- únisma! —Lifi lýðræðið”! Við höfum öll reynt hversu iiýrmœtt það er, því heiti stjórn- in lýðræði, geti borgararnir tek- ið hverju, sem að höndum ber, með þögn og þolinmæði, ef ekki með húrra og hallelúj a. Hún má skamta okkur mat og annað úr hnefa, verðleggja alt smátt og stórt og banna kaup og sölu á hverju sem er. Lögreglan hefir rétt til að leita í húsum okkar eftir einhverju sem þar hefir aldrei verið, reka okkur út og loka með hengilás; taka okkur föst án löglegrar kæru, og halda okkur í fangelsi svo mánuðum skiftir án dóms og laga. Árum saman mætti meiri hluti þjóðar- innar búa við sult og seyru af því of mikið er framleitt af nauðsynja vörum. — Mætti drepast úr hungri og kulda ef blessuð lýðræðisstjórnin drægi ekki fram Mfið í þegnum slínum með ölmusum. Þó með þeim skilmálum, að enginn ölmusu- mannanna geri aukatekið hand- tak, svo birgðimar vaxi ekki, þvtí nóg er samt af hveiti, kaffi og fl. sem brenna verður og sökkva í sjóinn. Þó land okkar sé vart hálfnumið og verkefnin hrópi úr öjlum játtum á vit mannsins og hönd hans skulu miljónimar ráfa iðjulausar og svelta sál og líkama. Eg segi ykkur satt, að sMkt liðist hvergi nema í lýðræðis- landi, og í stað þess að finna að slíku fyrirkomulagi er skylda allra góðra borgara, að lofa guð fyrir það. Er það ekki fullkomn- asta stjórnarfyrirkomulag sem til er? Fáum við ekki að greiða atkvæði og kjósa fulltrúa á þing? Og þó stjórn okkar geri ýms glappaskot og vitandi eða óvitandi leggi kvist í köstinn, sem hleypur heiminum í bál og brand ættum við að fást um sl%t? Altáf má hervæða yngri kynstofninn og senda hann í önn- ur lönd til að drepa menn og brenna borgir ,og gefa þannig unglingunum tœki færi til að afla sér frægð og frama. Væri nokkurt vit í, að mögla móti þessu? Öllum getur yfirsézt jafnvel ráðherrum. Eins er hitt, að aðfinzlur um stjórnarfar í lýðræðislandi er hin mesta ó- hæfa. Dytti einhverjum sMkt í hug mundi Lögberg og Heims- kringla ávíta þann hinn sama og skipa honum bara að flytja til Rússlands, og það í hvellin- um. Því endurtek eg orðin — lifi lýðræðið! Þá skulum við athuga orðin Kristinn og Kristilegur. Nær hinu siíðara er bætt framan við orðið lýðræði, verður slíkt orða- samband svo öflugt að hvorki í mannleg skynsemi né sanngirni eiga þar lengur hlut að máli. Og það er altítt, að skíra hvers- I konar stjórn sem er kristilegt lýðræði, svo fremi að hún hafi ekki verið bendluð við sósíal- isma eða kommúnisma. Nú vit- um við að kristnin er þróttmest og bezt hreinræktuð meðal Rómversk-katólskra manna. Því páfinn, sem er höfuð þeirrar I kirkju, hefir umboð frá guði al- máttugum til að gera hvað sem honum sýnist. Enda gerir hann það. Hann gaf Mussolini nítíu og þrjár milljónir dollara til að byrja búskapinn í Róm, því þá var Mussi fátækur og umkomu- laus. Síðan lagði hinn heilagi faðir blessun sína og drottins yfir fasista ‘herinn áður en hann lagði til Ethíópíu, til að dreyfa eldi og eiturgassi yfir börn og fullorðna svo hægara væri að kristna þá svörtu heiðingja. Einnig lýsti hann blessun sinni yfir Francisco Franco og kvað hann máttarstöð heilagrar kirkju og dyggan drottins þjón. Og margt fleira hefst hinn heil- agi faðir að guði til dýrðar og mönnum til sáluhjálpar. Vel munu gömlu landnemarn- ir hafa kannast við Fjallræðuna. Þó tel eg óvíst, að þeir hefðu áttað sig á þessum nútíðar krist- indómi. En eins og þið vitið, færi öll vestræn menning 1 hundana, ef páfavaldið liði und- ir lok — Lifi heilög kirkja! Já, vestræn kristileg menn- ing. HvíMk töfra-orð. Berið hana saman við þá menningu, sem landmenarnir vonuðust eftir og slitu sér út fyrir. Þið þurfið ekki annað en setjast niður við rad- íóið og hlusta þar samfleytt í tuttugu og fjóra klukkutíma á alla þá list og speki sem kristi- leg vestræn menning hellir út yfir ljósvakann. Þó þið sofnið undir gleðiboðskapnum, vonast eg til að þið rúmskist til að taka undir með mér — Lifi kristileg vestræn menning! Já, mörg og máttug eru þau töfra-orð sem nú ráða að miklu leyti hugsunum og gerðum fjöldans, en sem aldrei fipuðu fyrir landnemunum, hvorki gömlu né nýju. Fyrst þetta er íslenzk hátíð, verð eg að bæta einu töfra-orð- inu hér við. En það er orðið Þjóðrækni, og er í vissum skiln- ingi séreign okkar. Þó ótrúlegt megi virðast, eru þeir afglapar til, sem áMta að meiri nauðsyn beri til, að drýgja mannrækni en þjóðrækni. Þ.e. a.s. hver og einn ætti að láta sér ant um alla menn hvaða þjóð- fokki sem þeir heyra til. Þeir halda því fram að allir menn séu bræður og systur og börn al- föðurs. Þeir staðhæfa, að engin ráði fæðingarstað sínum, þjóð- erni né hörundslit og beri varla ábyrgð á hvort hann sé vel eða illa gefirin til sá’ar og líkama, og ‘hafi því af engu að stæra sig- Geta má nærn, að tíðir af- glapar hafa ekki gert sér grein fyrir yfirburðum okkar, yfir menn af öðrum þjóðflokkum, og kæmust þeir upp með slíka villukenningu væri þjóðræknin í voða stödd. En við lestur mannkynsögunnar sannfserist hver maður um, að þjóðræknin hefir oft reynst hin mesta orku- Mnd, jafnvel auðsuppspretta, Kaupendur Heimskrínglu og Lögbergs á Islandi Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til miín. BJÖRN GUÐMUNDSSON, Holtsgata 9, Reykjavík

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.