Heimskringla - 01.10.1947, Page 4
4. SlÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 1. OKT. 1947
WTehnskringla
(StofnuO 1886)
Kemui út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur:,THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Ávenue, Winnipeg — Talsími 24 185
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram.
Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist:
The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Advertising Manager: P. S. PÁLSSON
"Heimskringla" is published by and printed by i
THE VIKING PRESS LIMITED
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185
Usðcosoeosieecccooeooccoðooooosooosooðosciðoccooosoooo’.'
Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa
WINNIPEG, 1. OKT. 1947
Heimskringla komin á annað árið yfir sextugt
i.
Með þessu tölublaði byrjar sextugasti og annar árgangur
Heimskringlu. Eru þá í alt sem næst 3,172 blöð komin út af henni.
Ef í einni bók væru, yrði hún 20,000 blaðsíður, í fjórum til sex
sinnum stærra broti, en vanalegar bækur. Frá byrjun hefir hver
árgamgur til jafnaða kostað $2.40. Svarar það til verðs ein-nar
nýrrar bókar eða sögu, jafnlangri þeirri, sem í hvejum árgangi
blaðsins hefir birst. Það er því ekki, hagfræðislega skoðað, langt
úr vegi, að alt annað efni blaðsins hafi verið gefið með sögunni.
II.
Innihald Heimskringlu hefir verið líkt annara vikuiblaða.
Það hafa verið fréttir vikunnar í fám orðum sagðar. Hefir í vali
þeirra að sjálfsögðu verið lögð mest áherzla á að halda til haga
þvi, sem verið hefir að gerast á meðal Vestur-lslendinga. Það hafa
að sumu leyti mátt heita dægur-fréttir. En þegar nú er litið yfir
þær, eru þær samt sem áður dýrmætur skerfur til sögu Vestur-
Islendinga. Þær eru nokkurs konar spegill af athafnalífi þeirra.
Með þvií sem úr blöðum að heiman hefir verið flutt nú í sextíu og
eitt ár í Heimskringlu, hefir íslendingum, sem að heiman komu
gefist nokkurt tækifæri að fylgjast með því, sem þar hefir gerst.
Má fullyrða, að fáar fréttir hafi verið þeim kærkomnari. Og þeim
hefir ekki sízt verið það ómenguð gleði, að frétta af framförunum
miklu síðustu árin heima. Þau risaskref, sem hin fámenna
áslenzka þjóð hefir stigið og sú alhliða menning, sem því hefir
fylgt, mun æði einstæða mega kalla.
Það er ekki sízt þetta innihald blaðsins, sem blásið hefir að
kolum þjóðrækninnar. Það er og ómældur skerfur, sem Heims-
kringla hefir að öðru leyti til þjóðræknismálanna lagt og stofnun
hinna miklu samtaka — Þjóðræknisfélagsins — hér vestra.
En eitt stærsta verkefni íslenzku vikublaðanna hér, hefir oss
þó ávalt virst það, að þau eru tengitaugin milli íslendinga vestra.
Dreifðir út um alla Norður-Ameríku, eins og þeir eru, mundi öll
vitneskja um þá vera týnd og tröllum gefin, ef blöðin hefðu ekki
verið til. Sú kynning, sem íslenzkur almenningur hefir um þá, og
vitneskj a ekki einungis um hvar eru, heldur og um athafnir þeirra,
er frá blöðunum sprottin. Við vissum ekki einu sinni hvort ís-
lendingar væru nokkrir í næstu bæjum við Winnipeg, án blaðanna.
III.
Að gera lítið úr áhrifum íslenzku blaðanna, eins og einstakir
menn stundum gera, á þjóðlíf Islendinga hér, er fjarri allri raur.
og sanni. Hin íslenzku áhrif þeirra hafa verið og eru meiri eri
nokkurrar annarar stofnunar, sem við eigum til vestra. Þau eru
al-íslenzkustu samtökin, sem við eigum og hin virkustu, að því er
viðhald íslenzku snertir. Þau hafa í háði hér verið kölluð
officialis þjóðrækni, en þau eru það ekki síður de facto. —
Háðið er því minna en ætlað er. Það er um hitt, sem nokkrir hér
eru ekki sammála, hvaða stoð canadiskum eða bandarískum Is-
lendingum sé að því, að halda óslitnu sámbandi við menningu ls-
lands og uppruna áa sinnia. Um það hefir verið deilt, enda þótt
þess sé engin þörf. Vestur-Islendingar eru fyrst og fremst þegnar
ríkjanna Canada og Bandaríkjanna og þeirra fyrsta skylda er að
reynast góðir borgarar þeirra ríkja. En það er margt annað sem
til greina kemur í því efni. Innan hvers ríkis eru menningarleg
samtök mynduð, sem að heill almennings lúta eða því, að gera
borgarana að sem nýtustum og beztum mönnum. Allar þær marg-
víslegu stofnanir þjóðfélagsins, mega heita ríki innan þjóðríkisins.
Og það er að því, sem stefnt er, með þjóðræknissamtökum Islend-
inga. Náttúra íslands er einkennileg. Menning þjóðarinnar er
einnig sérstæð. Að halda við kynningu af því, eins og hverju öðru
broti fagurrar og sérkennilegrar menningar hvar í heimi, sem er,
er eitt af þegnréttarskyldum okkar hér og þegna allra landa. Hvers j
vegna ættum við ekki, sem brot af íslenzkri þjóð, að gefa menn-1
ingarerfðum vorum neinn gaum, sem tilfinningum og hugsunum
vorum eru svo samofnar sem mest má verða? Værum við göf-
ugir menn og trúir sjálfum oss, ef við ekki gerðum það?
IV.
Islendingar hafa hér ekki reynst verri borgarar fyrir erfðim-
ar, sem þeir fluttu með sér vestur að heiman. Það er sagt, að þeir
hafi komið hingað mállausir og fákunnandi á flest sem hér fór
fram. Einhverju skýtur hér skökku við. Bygðimar sem þeir hafa
hér einir stofnað, hafa ekki orðið neinir eftirbátar anmiara bygða.
Þar sem þeir hafa sezt að innan um aðrar þjóðir, hefir ekki lengi
orðið að bíða þess, að þeir væm valdir til ýmsra forastustarfa.
Það er satt, að þeir skyldu ekki landsmálið og það hefir orðið þeim
fjötur um fót í fyrstu. Það sem var þó enn verra en að skilja ekki
enskinn, -var hitt, að uxamir skyldu ekki óslenzku. En það stóð
ekki lengi á því, að Islendingar gætu bjargað sér í ensku máli. Og
bygðir þeirra og þátttaka í hverju sem gera þurfti, sýna að þeir
höfðu óvenjulega mikla náttúragreind og skildu oft öðram skjót-
ara náttúraskilyrðin hér og sáu öðram gleggra, hvemig hægt væri,
að gera hlutina. Þetta var mermingin sem þeir komu með að
heiman, en sem aðrir innflytjendur komu ekki með. Þetta var
arfurinn, að sjá og skilja hið
nýja og vita hvemig haga átti
sér eftir kringumstæðunum, sem
þeir áttu í drýgra mæli, en aðr-
ir. Þeir höfðu glímt við brigðula
náttúra heima, en höfðu mikið
af því lært. Þeir vora einnig
manna fremstir þeirra er hingað
höfðu komið, í bóklegum fræð-
um. Þeir stóðu á merg gamallar
bókmentaþjóðar með göfugum
hugsunarhætti, og sem réttvísi í
allri breytni var vel þroskuð hjá.
Þetta gerði Íslendinga hér strax
eftirtektaverða og aflaði þeim
orðstír, er seint mun fimast. Að
| halda í þetta, jafnvel þó hingað
væri komið, lá í augum uppi, að
gera þurfti. Til þess á hér alt
þjóðræknisstarf rætur að rekja.
Hvernig á að halda í þennan
andlega 'arf Islendinga? Þó
margt sé nú til þess aðhafst, er
sjáanlegt, að stefnan er að breyt-
ast. I fyrstu var hún álitin í því
fólgin, að halda við íslenzkri
tungu. Nú er skroppin úr eggi
sú stefna, að það geti alt gerst
á ensku máli. En verður óslenzk-
um arfi hér haldið við með því,
eða menningarlegu sambandi við
Island? Vér höfum ávalt verið
hræddir um, að það blessaðist
ekki til lengdar. Það virðist ó-
eðlilegt, að Islendingar heima
haldi nokkru verulegu sambandi
við hið ensku-mælandi þjóðlif
vort hér. Sú stefna lítur svo út,
sem við ætlum að fara að kenna
þeim heima menningu þessa
lands, fremur en að halda sam-
bandi við íslenzka menningu. En
satt bezt sagt, höfum við Can-
adamenn ekki af rótgróinni
menningu að státa, þó maður
voni, að hún sé á uppsiglingu.
Bygging landsins er of ung til
þess og má enn heit’a fortíðar-
laus og fálmandi, þrátt fyrir
kosti og hinar miklu framtíðar
vonir fóstrannar.
V.
Auk þess sem Heimskringla
hefir á liðnum áram átt sinn
þátt í að benda á hvernig við
gætum skapað hér .“íslenzkt ríki
innan ríkisins”, hefir hún ávalt
látið sig landsmálin hér eðlilega
skifta. I pólitískum flokksmál-
um fór hún sér hægt í fyrstu og
lýsti sig jafnvel óháða. En eftir
að Lögberg fór af stað, varð af-
staða hennar ákveðnari og um
kosningar mælti hún bæði á tíð
Frímanns Andersonar og Gests
Pálssonar með íhalds-flokknum,
en Lögberg með frjálslynda
flokkinum. En verulega kvað
þó ekki að flokksfylgi hennar
nema á tíð Baldvins L. Bald-
vinssonar, eða frá 1898 til 1913,
en hann var íhaldsflokkmaður í
stjórnmálum. Eftir það tóku
nokkrir ritstjórar hennar ekki
nema að litlu leyti í þann streng,
og auðsætt var, að framfaramát
j landsins í heild sinni og menn-
ingarmál öll skipuðu þar fremur
öndvegi, en pólitísk flokksmál.
Má það segja um fyrstu ritstjór-
ana er tóku við eftir að Viking
Press félagið keypti blaðið, en
það voru séra Rögnv. Pétursson
og séra Magnús skaptason, og
um hið mikla og góða lesmál,
er séra Friðrik Bergmann lagði
blaðinu til á ritstjómartáð O. T.
Johnson er hið sama að segja.
Hinu sama gegnir um ritstjórn
Sigfúsar Halldórs frá Höfnum.
En í Bandaríkjastjórnmálum
hefir blaðið ávalt verið demó-
krata megin, þrátt fyrir þó sá
flokkur sé þar talinn frjálslyndi
flokkurinn. Stafar það eflaust
af því að aðstandendur blaðsins
syðra fylgdu þeim flokki en
fylgjendur Lögbergs republik-
unum. Það virðist því mega
segja, að stjórnmálin hafi ekki
alvarlega verið tekin, nema á tíð
Baldvins við Heimskringlu. —
Enda hafa þau lítið rúm í henni
skipað, sem flokksmál s'íðan.
Heimskringla hefir siíðan 1913
ávalt stutt únitara eða frjáls-
trúar hreyfinguna.
Annars hefir það verið keppi-
keflið, að flytja sem mest af læsi-
legu og nýtilegu máli um hvaða
efni, sem verið hefir. Og margt
af þvlí, sem hinir frjálssinnuð-
Ustu rithöfundar heima og djörf-
ustu hafa skrifað, hefir hún flutt.
Fyr meir, á meðan blaðið var
minna og hér var fjöldi manna,
sem til lesmálsins lagði, var að
vísu minna prentað* að heiman.
En eftir því sem íslendingar hér
ílengjast, virðist áhuginn fyrir
að skrifa u' blöðin hafa dvínað,
sem ekki er hægt, að líta á sem
neinn góðsvita um framtíð ís-
lenzkra blaða hér. Bygðarfréttir
eins og í fyrri daga sjást nú
varla orðið og er mikil eftirsjá í
því. Hefir Heimskringla oft far-
ið fram á það, að menn sintu því
meira, að segja henni fréttir, af
Islendingum sérstaklega, en við
því hefir verið daufheyrst. Er
hún enn að vona, áð einhverjir
eigi eftir að taka sér fram um
að senda henni línur og sem víð-
ast að. Það er eitt af því skemti-
legasta fyrir lesendur og getur
haft sitt gildi fyrir framtíðina og
söguna.
Það hlýtur að bera margt það
við á meðal Islendinga, er aðrir
á fjarlægari stöðum hafa gaman
að heyra. Svo era land-lýsingar
eða bygða ávalt kærkomnar.
VI.
Hugmundin með því s’em sagt
hefir verið hér að framan, er
ekki sú, að á það skuli litið, sem
sögu Heimskringlu. Það sem til
hefir verið tínt, er ætlað til þess
að benda á tilgang blaðsins,
eða hugsjónir þær, sem það hefir
stjórnast af, fremur en að rekja
starfið, spor fyrir spor. Leið ísl.
blaða hefir aldrei verið blóm-
um stráð, sem að líkum lætur,
svo fámenn sem þjóð vor er. En
þó er því svo varið, að fáar þjóð-
ir eða engin, hefir tekið henni
fram um bókmentaleg störf. Það
er líklegast þessi heill, sem ís-
lenzku vikublöðin hér hafa not-
ið að, og sem hinn hái aldur
Heimskringlu ber vott um. Ef
bókhneigð íslenzkrar þjóðar
hefði ekki með vesturförunum
iborist vestur um haf, væri
Heimskringla nú ekki að minn-
ast yfirstandandi afmælis síns.
Þegar spurt er, eins og nú er
oft gert, hvað langur aldur ís-
lenzku vikublöðunum sé hér
skapaður, er kanske réttasta
svarið við því, að hann fari eftir
því, hvað vel við verndum hér
iíslenzkar erfðir t. d. bókhneigð-
ina. En þar horfir ekki sem
bezt við. Yngri kynslóðirnar eru
með því að hverfa frá íslenzku,
úr sögunni, þó í eitthvað haldi
af öðram erfðum. — Það era
því hinir eldri eingöngu, sem nú
er orðið á að treysta. Guð gefi
að þeir verði manna elztir!
VII.
Þar sem hér hefir nú verið
minst á stefnur og strauma ís-
lenzks þjóðlífs, frá sjónarmiði
Heimskringlu, er ef til vill rétt,
að taka til athugunar það senf
dr. Jóhannes Pálsson hélt fram í
ræðu á Islendingadegi á Hnaus-
um, en álit hans var eitthvað á
þá leið, að stefna íslenzku blað-
anna beggja væri sú, að flytja
ekkert nýtt um það, sem kallað
er stjómarfarslegar umbætur
eða framfarir; í þeim sæist aldrei
neitt nema grátt afturhald. Það
er um Heimskringlu að segja, að
hún hefir bent á alveg nýja leið
í stjórnmálalegum skilningi, sem
ekkert annað blað hefir bent á og
sem sá, er þessar línur ritar, á-
lítur að sé til farsældar og auk-
ins jafnréttis í hvaða þjóðfélagi,
sem er, og hvar sem er. Leiðin
er að veita almenningi það frelsi,
sem til þess þarf, að hann geti
með sánu atkvæði átt beinni þátt
lí löggjöf lands síns, en hann nú
á með þingræðinu í lýðræðis-
löndum heimsins. Þetta á við
það, í fám orðum sagt, að almenn
ingur greiði beint atkvæði um
hvert mál, sem'að lögum er gert í
landinu. en ekki þingið. Það fel-
ur það í sér, að löggjafarvaldið
sé tekið af þinginu.
Þetta viðgengst ekki í neinu
landi nema að nokkru í Sviss,
sem takmarkað hefir löggjafar-
vald siíns þings. Ástæðan fyrir
að halda með þessu, er reist á þvi
að frelsið sé undirstaða allra
umbóta. Og með þjóðfélagslegu
frelsi getur ekki við annað verið
átt en að ná valdinu úr höndum
hinna fáu og koma í hendur
fjöldans. Þegar þingræði var á
laggir sett, var stórt spor stigið
í frelsis og mannréttinda áttina
frá einræði konunga og keisara.
En það þarf lengra að fara í þess-
um efnum. LöggjafarValdið alt
þarf að komast krókalaust í
hendur allra kjósenda landsins.
Það getur verið, að almenningur
fari ekki ávalt með vald sitt sem
skyldi. En kjósendum lærist það
smátt og smátt. Og þá fyrst hef-
ir þjóðfélagið þau lög er almenn-
ingur vill; fyr ekki.
Þetta er í fylsta samræmi við
þjóðfélagslegar frelsiskröfur
allra tíma. Og það er sú sann-
gjarnasta leið sem hægt er að
hugsa sér til þess, að almenning-
ur ráði lögum og lofum en ekki
fáir menn.
Engin flokkstefna sem vér
þekkjum, tekur það tillit til
þessa, sem vera ber. Og meðan
það er ekki gert, eru flokks-
stjómir aðeins stétta stjómir.
Það er hver flokkur með því
marki brendur, að aka fremur
plógi vissarr stéttar, en almenn-
ings. En frá siðferðislegu sjón-
armiði skoðað, er mikill vafi á að
nokkur slíkur flokkur eigi rétt á
sér. Hættan sem af þvi leiðir er
ríkisvald, einræðisvald, sem einn
ílokkur getur með slíku náð og
haldið, án þess, að valdinu sé náð
rneð byltingu eða ofbeldi, eins og
t. d. í Rússlandi. En þetta fer
alt í öfuga átt við almennings
frelsi, og er hin argasta auðvalds
stefna. Og hún ríkir ekki síður
hjá einum stétta flokki en öðr-
um. Kommúnistar með sitt rík-
isvald, eru mestu auðvaldssinn-
ar, sem hægt er að benda á, vald
auðsins er þar meira og í hönd-
um færri, en annars staðar eru
dæmi til. Er uppskeran nú þeg-
ar af því sú, að þar era að spretta
upp miljónarar innan þess fá-
menna flokks, sem þar fer með
völd. Og það er líklegast væn-
legra fyrir hvem einstakling, að
vinna fyrir þann flokk, en nokk-
urn annan, með það fyrir augum,
að bera sem mest úr býtum fyrir
flokksfylgið, þVtí það er eini
flokkurinn, sem á landið og þjóð-
ina með húð og hári. Það er
valtara völubeinið á auðvaldinu
í hverju lýðræðislandi sem er,
en í Rússlandi.
Það er fyrir einræðið, tilvon-
andi vald yfir auði og efnum,
sem flokkum er fylgt, fremur en
vegna almenns frelsis, þó allir
þykist fyrir það vera að vinna.
Það var meira að segja í voninm
um að Hitler yrði alráðandi í
heiminum, sem margir fyltu
flokk hans og fylla enn flokk
stétta stjórna.
Þetta eru nú þær póltísku
hugsjónir, sem fyrir Heims-
kringlu hafa vakað síðari árin
og hún mun ekki glata sjónumT á
og sízt af öllu, þó kommúnistar
og aðrir ramir stéttapólitíkusar
haldi því fram, að afturhald
hennar sé óviðunandi. Og það
verður eðlilega í samræmi við
þessa frelsisstefnu hennar, sem
viðhorf hennar í öðram málum
mun hafa hliðsjón af. Eftir ræki-
lega athugun á því, væntir hún
þess, að mönnum komi síður á
óvart viðhorf hennar á ýmsum
öðram málum.
1 trausti þess, að mönnum
lærist ávalt betur og betur,- að
skilja hvert málefni sem er, frá
sönnu og víðtæku samfélagslegu
sjónarmiði, en það er eitt af því,
sem henni finst enn mikið skorta
á, hefur hún ótrauð gönguna
fram á árið, sem nú fer í hönd,
sextugasta og annað útkomu ár
sitt.
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU—
bezta íslenzka fréttablaðið
SVARAR VISHINSKY
Síðast liðna viku hélt brezki
fulltrúinn á þingi Sameinuðu
þjóðanna, Hector McNeil, ræðu.
Benti hann með mjög viðeigandi
orðum á tilgang félagsins og
brýndi þörfina á meiri sam-
vinnu. Rússa minti hann á að
tilvera félagsins ylti beiniínis á
því, að þeir flettu við blaði og
yrðu samvinnu-betri, en þeir
hefðu verið til þessa. Afleiðing-
arnar af því ef félagið leystist
upp, væru alvarlegri en svo, að
nokkur fulltrúi, gæti verið á-
jiægður með það.
Að öðru leyti svaraði hann
ræðu Andrei Vishinsky, rúss-
neska fulltrúans, er áður hafði
brugðið Bandaríkjamönnum um
að manga við stríð og að það
væri þeim að kennia, að friður
væri ekki enn saminn. McNeil
sagði brígsl Vishinsky um hern-
aðaranda annara þjóða, vera
eina hina ómenguðustu “friðar-
komedíu”, er hann hefði séð.
McNeil tók og málstað Chur-
chills, er Vishinsky bar saman
við Hitler.
“Barátta Churchills gegn naz-
isma, var sú, að við hana jafnast
ekki barátta neins manns í
flokki komúnista, hvar um heim
sem leitað væri,” sagði McNeil.
Hann bætti við: “Churohill
gekk ótrauður um götur Lund-
únaborgar og var með því fyrir-
mynd í hugrekki þjóðar sinnar,
er sprengjur Þjóðverja dundu á
borginni úr flugförum, sem, að
öllu er eg veit, voru birgðar upp
með olíu frá Rússum.”
Á fregnritafundi á föstudag í
síðast liðinni viku, hélt Vishin-
sky hinu sama fram um stríðs-
anda Bandaríkjanna og nefndi
nú sérstaklega í hópi þeirra War-
ren Austin, senator, og fulltrúa
á þingi Sameinuðu þjóðanna;
hann bætti og McNeiI við í hóp
þeirra. 1 fyrstu ræðu sinni
nefndi hann marga eða eina 6 til
8 með nafni, líklegast vegna af-
stöðu þeirra til aðstoðarinnar við
Grikki, en hann hefir eflaust
haldið að vestlægu þjóðunum
væri nýung að heyra það og ekki
vitað, að það hefir verið texti í
ræðum og skrifum kommúnista
hér um langt skeið.
Annað sem síðast liðna viku
íór fram var þetta:
1. Rússar andmæltu því að
nefnd væri skipuð frá 55 þjóðum
í málið um að takmarka neitun-
arvaldið; þessi nefnd, sem kölluð
hefir verið “Litla þingið” (The
Small Assembly), getur rætt um
hvaða mál sem er, og lagt fyrir
allsherj arráðið og látið þar gera
út um það; þar er ekkert neit-
unarvald. Gromyko sagði þessa
bandarísku hugmynd brot á lög-
um Öryggisráðsins.
2. W. R. Hodgson fulltrúi frá
Ástralíu ávítaði Rússa fyrir að
reyna að blekkja Sameinuðu
þjóðirnar, er farið var fram á að
veita Italíu upptöku í félag
þeirra, en Rússar hefðu lagt það
við því, að Ungverjaland, Rú-
manía, Búlgaría og Finnland.
fengju einnig inngöngu, sem
ekki væru sjálfum sér ráðandi
en hefðu rússneskar stjónir yfir
sér og væru ekki óháð ríki.
3. Boris Stein, rússneskur
fulltrúi var æfur út af að ekkert
hefði verið gert í því að mynda
fulltrúaráð fyrir hinar fomu ný-
lendur Þjóðverja í Suðvestur-
Afríku, sem Þjóðabandalagið
gamla leit forðum eftir. Það er
fátt sem í friði og eftirlitslaust af
hálfu stórþjóðanna má nú vera.
Kjósandinn: Eg mundi ekki
kjósa þig, þó' þú værir sjálfur
sarikti Pétur.
Frambjóðandinn: Ef eg væri
sankti Pétur gætir þú ekki kosið
mig. Þú mundir ekki vera í mínu
kjördæmi.
•* * *
— Hvernig líkar þér við nýju
tennurnar?
—- Þær eru alveg ónýtar til að
tyggja með þeim, en hins vegar
má vel nota þær t. d. við lestur!