Heimskringla - 08.10.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.10.1947, Blaðsíða 6
6. SlÐA REIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. OKT. 1947 Jones hraðaði för sinni og fór fram hjá skósrrííðaverkstofu, slátrarabúð, nýlendubúð og ítölsku heildsöluhúsi, og eftir nafnspjaldinu að dæma sömu búðinni og reiðhjólið var frá. Svo kom hann að kvikmyndahúsi þöktu stórum aug- lýsingum, næst því var pósthúsið og síðan að leiguvagnastöð. Fyrir framlan hana var leiguvagn, sem flutti fólk. Stór tafla var á veggnum á hana var letrað með krít: “Tveggja tíma ferð fyrir tvo shillings”. 1 vagninum voru margar feitar kon- ur, tveir tötralegir mannræflar og tvenn kær- ustupör. Jones klifraði tafarlaust upp í vagninn. Hann þóttist hafa himin höndum tekið, að hafa fundið annan eins felustað. Sitjandi meðal þessa fólks fanst honum hann vera í óvinnandi vígi, og að slíkur staður væri hinn síðasti, sem sín yrði leitað. Þetta var rétt. En þar sem vagninn beið í þeirri von, að kanske bættust fleiri farþegar í hópinn, sá Jones lögregluþjón koma hlaupandi fyrir næsta götuhom. Það var ungur maður, rjóður í vöngum eins og þroskað epli, hann hafði stráhjálm á höfði — 1. júlí ár hvert lét bærinn lögreglulþjóna sína fá strá- hjálma og hestana stráhatta. Maðurinn leit til hægri og vinstri, en horfði aldrei á vagninn né þá, sem í honum voru. Hann hélt áfram göngu sinni og hvarf svo fyrir næsta götuhorn. Því næst lagði vagninn af stað. Fólkið var kátt og ræðið og ræddi saman um alt milli himins og jdrðar, og Jones, sem þrátt fyrir hug- arástand sitt hlustaði á það, fékk allskonar upplýsingar um fólk og bústaði þess. Hann varð þess einnig áskynja, að þarna voru þrjár fjöl- skyldur samankomnar, og vom engir vinir, því að hver hópur ræddi aðeins sín á milli. Hugsun hans var svo fangin af þessu, að vagninn var kominn hálfa mílu út fyrir bæ- inn, er hann var gripinn af óljósum grun. Hann kallaði á ökumanninn og spurði hann hvert þau væru að fara. “Sandbourne við sjóinn”, svaraði hann. Þótt fólkið 'í Northiboume hati fólkið í Sandbourne eins og Guelifarnir hötuðu Ghibel- liana, og þótt þessir tveir bæir ættu í sífeldum óeirðum sín á milli út af ferðamanna hópunum, þá fellur fólkinu bezt l^iðin milli bæjanna, er það vegna þess að vegurinn á milli þeirra er bezti vegurinn, sem þarna er til, og brekkumar em svo lágar að þær eru léttar fyrir hestana. “Sandbourne við sjóinn?” æpti Jones. “Já,” svaraði ökumaður. Að vera keyrður til Sandboume í þessum félagskap og aftur til baka ef hann yrði þá ekki gripinn á leiðinni, fanst Jones hinn mesti óleik- ur, sem forlögin gætu gert sér. Hann braust í gegn um þvöguna og hrópaði til ökumannsins, að sig langaði ekkert að fara til Sandbourne. Vagninn staðnæmdist og ökumaðurinn krafðist fulls fargjalds. Jones rétti honum gullpening, sem vagnstjórinn gat ekki skift né heldur neinn faiiþeganna. “Eg skal líta inn á stöðina og borga þeim þar er eg fer til baka,” sagði Jones. “Hvar eigið þér heima í bænum” spurði ökumaðurinn. “I Belinda villunni,” svaraði Jones. Það var nafnið á húsinu, sem hann skildi reiðhjólið eftir hjá. Honum hafði fundist nafnið svo heimskulegt, að hann hafði munað það. “Mrs. Óass?” “Já.” “En húsið hennar er autt.” Þessi óþægilegt frétt kom honum á óvart en hann lét sig hvergi. “Það var það í gær, en eg hefi í dag leigt dagstofuna og eitt svefnherbergið,” sagði Jones. “Þetta er alveg rétt,” svaraði spikfeit frú 'í vagninum. “Eg sá þennan herramann flytja þangað inn með flutning sinn.” I hvaða mannsöfnuði sem er, finna menn ætíð einhvern, sem er reiðubúinn að ljúga bara að gamni sínu, eða til þess, að láta til sín heyra. Og ef þetta bregst, þá eru ætíð einhverjir, sem hafa svo fjörugt ímynduniarafl að þeir sjá hvað, sem vera skal. Þessi furðulega yfirlýsing konunnar gerði Jones sem sönggvast stein hissa. En í hópnum eru ætíð aðrir auk lygaranna. “Því getur herramaðurinn ekki borgað ökumanninum og fengið afganginn á morgun á vagnstöðinni?” sagði annar tötralegu mann- anna. Fuglahræða þessi hafði hingað til ekki mælt orð frá vörum. Hann virtist aðeins vera fæddur til að spilla fyrir á því augnabliki, er heiðarlegum manni var undankomu auðið, og hverfa svo eins og gufa af sjónarsviðinu. Jones hjálpaði honum tíka til að hjaðna. “Haltu kjafti,” sagði hann, “þetta kemur yður ekkert við.” Og svo sneri hann sér að ökumanninum og sagði: “Þér hafið heimilisfang mitt, og ef þér trúið mér ekki, getið þér snúið við og fengið borgun yðar.” Svo sneri hann sér við og gekk leiðar sinnar, en vagninn hélt áfram í sína átt. Hann beið þangað til hann hvarf fyrir bugðu á veginum og hélt svo yfir engin til vinstri handar. Hann átti ennþá fáeina vindl- inga, sem hann hafði keypt í Sandbourne, og eftir að hafa klifrað yfir fimm hlið, settist hann undir limgirðingu eina og kveikti í vindl- ingi. Hann var hungraður. Hann hafði drýgt mikið erfiði eftir að hafa étið eplin og kökurnar. 17. Kap. — Eini maðurinn sem trúði honum. Tóbakið tók frá honum matarlystina, jók blóðþrýstinginn og sefaði huga hans. Hann sat þarnia og hugsaði. Honum kom í hug sagan, sem hann hafði lesið í Sandboume. og hann fór að brjóta heilann um hvemig farið hefði fyrir fögm söguhetjunni, sem hann hafði Mkt Teresu við, og Zuroff, sem hartn hafði tíkt við Maniloff, og Carrége, sem hann hafði tíkt við sig sjálfan. Andi þeirrar sögu náði yfir alla reynslu hans þarna á ströndinni. Svo steig Mrs. Hen- shaw fram á sjónarsvið huga hans. Hvað mundi hún hugsa um leigjandann, sem hafði um svo stuttan tíma búið undir þaki hennar, og hafði svo skyndilega horfið yfir garðmúrinn? Og þegar hún hafði svo rætt við Hoover — það hefði verið vel þess virði að heyra. Síðan sá hann í anda drenginn á reiðhjólinu, og hljóð- andi sjúklinginn, hann sá sig þjóta með elding- ar hraða niður brekkuna, bömin með leikföng- in tvástrast í allar áttir. Hefði nú hundur orðið á vegi hans! Ef brekkan hefði endað í kröppum krók! Hann eyddi tímanum við að hugsa um öll þessi atriði, og hugsanlegar afleiðingar þeirra, og svo sótti á hann svefn og sigraði hann. Er hann vaknaði var orðið dimt, mjó sigð af smækkandi tungli varpaði daufri glætu yfir hagana á kring um hann. Úr fjarlægð barst með hafgolunni hávaði og skrækir frá horna- flokknum er lék inni í bænum fólkinu til skemt- unar. Jones þreifaði eftir vindlingumim og eldspýtunum sínum, og lagði svo af stað eftir haganum, treystandi handleiðslu forsjónarinn- ar að leiða sig í rétta átt. Hann stansaði við og við og hvíldi sig upp við hliðin hlustandi á hin daufu og óákveðnu hljóð næturinnar, en inn í þau blandaðist við og vi?í fjarlæg hundgá er lét í eyrum eins og högg risavaxins hamars, sem knúinn er af gufuafli. Þetta var yndisleg sumarnótt, ein þessara fágætu nótta, sem England á eitt yfir að búa. Lljósflugumar þjóta um limgirðingarnar en loftið angar af nýslegnu heyi. Enda þótt ómur- inn af hljóðfæraslættinum væri deyfður af fjar- lægðinni, heyrði hann, er bann hlustaði vel, í gegn um hann ölduniðinn við ströndina eins og ofurlágt hvísl, er hélt áfram hvíldarlaust eins og hafið sjálft. Einni stundu síðar, það er að segja um klukkan ellefu, var hann orðinn uppgefinn að klifra frá einum haganum yfir í hinn, einnig ban hungraður og örvæntingarfullur um hag sinn, komst hann þá loksins á götuslóða einn, er lá upp að sumarhúsi er þar var. Ljós skein í gegn um glugga þess. Þetta var skrautlegt hús er stóð í vel hirt- um garði. Jones opnaði hliðið og gekk upp stig- inn. Hann ætlaði að biðja fólkið að selja sér mat, gjalda hann í gulli, sem sýndi að hann var enginn flækingur. Hann gekk upp á svalirnar, fann hurðina og hringdi dyrabjöllunni. Enginn svaraði. — Hann hringdi á ný, en árangurslaust. Svo gekk hann að glugganum, sem ljósið skein út um. Þetta var eiginlega ekki gluggi heldur glerhurð, lokuð til hálfs. Hann sá að í lampanum var dreginn niður kveikurinn, svo að ljósið var dauft. Herbergið var fallegt, vel búið húsgögn- um og borðið var búið kveldverði. Á það var lagt á borð fyrir tvo. Á borðinu var köld hænsna steik við hliðina á reyktu svínakjöti. Þar voru garðávextir, smjör og brauð og ostur vafinn hvítum pentudúk, en hjá stóð rauðvíns flaska. Þarna skorti ekkert, nema réttara sagt tilboðið að sitjast að borðinu. En hænsnasteikin sá um það. Jones opnaði hurðina og gekk inn. Hann lokaði henni til hálfs á eftir sér og settist svo að borðinu, en lagði hattinn sinn á gólfið hjá stólnum sínum. Hann tók gullpening upp úr vasa sínum, lagði hann á hvíta dúkinn hjá disknum sínum og tók svo til matar síns. Venjulega er hægt að dæma mann eftir rauðvíninu hans, og eftir þessu rauðvíni að dæma hlaut sá, sem þessa veizlu bafði búið, að vera sérstaklega virðingaverður maður. Skilningsgóður maður og vel gefinn. Mað- ur, sem ekki lét læváslegar vínauglýsingar blinda sig fyrir sönnum raunveruleika vínteg- undanna, þetta hlaut að vera greiðugur, hjarta- góður og ástúðlegur maður — og»þama kom hann. Úti á pallinum heyrðist fótatak, glugginn opnaðist og maður um fertugt kom inn. Hann var vel búinn, hár, grannur, þeldökkur og leyndardómsfullur. Hann stóð þar og glotti yfir Jones þar sem hann sat og snæddi. Maðurinn lét enga undrun í ljósi, heldur tók af sér battinn og hneigði sig í kveðjuskini. Jones reis til hálfs úr sæti sínu. “Hallo”, sagði hann vandræðalega með fullan munninn og hneig svo aftur niður á stólinn. “Eg verð að biðja yður afsökunar að eg kom svona seint,” sagði háváxni maðurinn og lagði hattinn sinn á stól, neri saman löngu hönd- unum og gekk svo í áttina að auða sætinu við borðið. “óhjákvæmileg atriði töfðu mig. Mér þykir vænt um að sjá að þér biðuð ekki að taka til matar yðar.” Hann settist að borðinu, tók pentudúkinn og breiddi á hnén og skenkti víni í glas handa sér. Hann horfði á gullpeninginn á borðinu. Hann hafði séð hann strax og hann kom inn. Jones tók peninginn og stakk honum í vasa sinn. “Það var rétt,” svaraði húsráðandi, alveg eins og hann væri að svara spurningu. “Gerið svo vel og réttið mér vænginn þarna.” Jones tók vænginn, lagði hann á disk og rétti manninum. Hinn maðurinn skar sér brauð- sneið, fékk sér garðmat, salt og pipar og tók svo til matar síns, rétt eins og ekkert óvenjulegt hefði komið fyrir eða væri á ferðinni. Hvorugur þeirra mælti neitt um stund. Svo tók Jones til máls: “Sjáið þér til. Mig langar til að gefa yður fáeinar skýringar. “Skýringar?” sagði hái maðurinn, “og á hverju?” Jones fór að hlægja. “Gullpeningurinn, sem eg lagði á borðið og stakk svo í vasann, krefst skýringar. Eg verð einnig að afsaka mig. Hefðuð þér ekki komið, mundi peningurinn hafa legið eftir til að sýna, að hús yðar hefði eigi orðið fyrir heimsókn ein- hvers flækings eða innbrotsþjófs, eða þorpara, sem hafði frammi spátrungsskap — væruð þér fús til að trúa þessu?” Hávaxni maðurinn hneigði sig því til sam- þykkis. “En miklu fremur urðuð þér fyrir heim- sókn manns, sem neyddur var af atvikunum að leita á náðir gestrisni yðar án þess að hún væri honum boðin.” Manninum hafði nú auðsæilega hugkvæmst reykta svínakjötið, því að hann reis úr sæti sínu og skar sér af því sneið, en gleraugun, sem hann auðsæilega notaði aðeins til lesturs, dingl- uðu á bandinu og börðust í vestishnappana hans. “Atvikin,” sagði bann, “það var gaman að heyra. Atvikin eru meistarinn, er ræður sjón- leiknum. Eruð þér ábugasamur um leikhús og leiklist?” “Áhugasamur!” hrópaði Jones. “Eg er sjálfur leikrit og aðal leikandinn í því. Eg hugsa að það sé merkilegasta leikritið, sem nokkru sinni hefir verið samið og það er ástæð- an fyrir því að eg er hérna í kvöld.” “Merkilegt er Iþað,” svaraði maðurinn. — “Þetta er ætíð að verða skemtilegra, eða gefur fyrirheit um að verða það, því að það sk#l ég segja yður fyrirfram og hreint út, að margt sem einstaklingnum finst frámunalega merkilegt, vekur venjulega engan áhuga hjá fjöldanum. Við skulum taka til dæmis einhvern einstakl- ing, sem gerir sig sekan í einhverri þeirri breytni, er það, sem vér nefnum réttlæti, eigi getur fallist á, og vegna þess lendir í hinar und- arlegustu og fáheyrðustu kringumstæður. Þessi atriði geta verið mjög átakanleg fyrir hann, en mundu vekja mjög lítinn áhuga fólksins á göt- unni, nema svo að eins að þau séu, hvað áttu við að kalla það? bundin saman með þræði þeim, sem myndar sannarlega sögu. “Ó réttlætinu kemur ekkert við um frá- sögn miína, né heldur þarf eg neitt að óttast það,” svaraði Jones. Svo fóru þokukendar minningar að sveima í huga hans, þetta lang- leita andlit, þessi ákveðna haka, ennið, hárið, strokið aftur af enninu. “Nei, þér eruð þá Mr. Kellerman, er ekki svo?” Maðurinn hneigði sig því til samþykkis. “Hamingjan góða!” sagði Jones, “eg hefði átt að þekkja yður strax. Eg hefi nægilega oft séð mynd yðar heima í Bandaríkjunum og kvik- myndimar yðar — eg hefi ekki lesið bækumar yðar, því að bókgefinn maður er eg ekki — en kvikmyndimar hefi eg margar séð.” Kellerman hneigði sig. “Fáið yður ost,” sagði hann. “Hann er góður. Eg fæ hann frá Forthun & Mason. Er eg kom inn í þetta her- bergi og sá yður hérna, datt mér fyrst af öllu í hug að sparka yður út, og svo datt mér í hug að leika dálítið með yður, og koma svo kuldalega fram við yður, að þér neyddust til að horfa út. Svo þér eruð amerískur. Þér skuluð vera vel- kominn. En segið mér, hvemig komust 'þér inn og hvers vegna?” “Eg kom hingað vegna þess að eg er flótta- maður,” svaraði Jones. “Lögreglan er ekki á hælum mér. Eg átít að eg sé heiðarlegur borg- ari í mannfélaginu — að minsta kosti er það til- gangur minn að vera það, og hvað þá spumingu snertir hvernig eg komst inn, þá langaði mig í brauðskorpu og hringdi dyrabjöllunni.” “Þjónninn sefur ekki hérna,” svaraði Kell- erman. “Matreiðslumaðurinn hrýtur og húsið er eins og fiðla er flytur öll hljóð. Þeir sofa í kofa hérnia niður með veginum.” “Jæja,” svaraði Jones, “þegar enginn svar- aði, leit eg í gegn um gluggann, sá matinn og kom svo inn.” “Þetta er alveg það sem mundi hafa gerst í kvikmynd,” svaraði Kellerman. “Er eg kom inn og sá yður hérrua fann eg strax hversu þetta var líkt.” “Já,” svaraði Jones/ “Það getur verið en þetta eina atriði er ekkert saman berandi við óll hin, sem mig hafa hent hina síðustu daga, eða guð má vita fyrir hvað löngu síðan.” “Það þykir mér garnan að heyra,” svaraði Kellerman og seildist eftir ostinum. “Þér talið með stíkri sannfæringu um verðið á vörn yðar.” “Hvað eigið þér við með því?” “Atriðin, sem þér hafið reynt, ef yður fell- ur það betur. Vitið þér ekki að annað eins og það, er sjaldgæfara en demantar og miklu verð- mætara? Hafið þér nokkurntíma lesið Piek- wick?” “Já.” “Þá getið þér getið yður til hvað eg á við. Stík atriði gerast aldrei í hinu raunverulega mianniífi. Þau verður að nema í demantanám- um andans, og----” “Gerist slíkt aldrei í raunverulegu tífi manna? Jæja er það svo? Lítið þér nú á. Eg hefi fengið hjá yður kvöldverð, og til að endur- gjalda yður gestrisni yðar, skal eg segja yður alla sögu míína eins og hún gerðist, ef þér viljið hlusta á hana. Eg hugsa að eg geti breytt skoð- un yðar. Eg skal bara nefna yður tvö dæmi. Eg er félagi í íhaldsmanna klúbbnum, en samt ekki félagi í honum. Eg er eigandi einnar stærstu hallarinnar í London, en á samt ekki húsið. Eg á eina miljón og átta þúsund sterlings pund en á samt ekki grænan eyri, svo að í gær varð eg að stela fáeinum gullpeningum til að bjargast af, en lögin geta samt ekki snert mig fyrir að hafa stolið þessu. Eg á hertoga fyrir föðurbróðir en er samt ekkert skyldur honum. Þetta lætur eins og heimska í eyrum yðar, en samt er þetta satt. Eg skal gjárna segja yður alla söguna ef þér viljið. Eg mun engin nöfn nefna, því að kona ein kemur við þessa sögu, en eg þyrði að veðja hverju, sem vera skal, að hárin munu nísa á höfði yðar er þér heyrið sög- una.” Kellerman virtist ekkert verða hrifinn af því tilboði. “Eg skal gjarna hlusta á sögu yðar,” sagði hann, “en eg set samt eitt skilyrði.” “Og hvert?” “Að þér virðið mér það ekki á verri veg, þótt eg láti yður hætta frásögninni, finnist mér hún leiðinleg, og rétti yður hattinn yðar, því eg skal segjia yður, að þótt eg kæmi hingað til að sofa, þá sef eg helst milli kl. 2 á nóttunni og hádegis á daginn. Eg vinn á nóttunni, og það ætlaði eg mér að gera í nótt.” - “Ó, þér getið látið mig hætta, hvenær, sem yður gott þykir.” sagði Jones. Máltíðinni var nú lokið og Kellerman lok- aði glugganum, tók lampann og fylgdi gesti sín- um ýin í þægilega skrifstofu. Þar bauð hann gestinum vindil, lét ketil yfir spíritus suðuvél til að hita vatnið í teið. Jones sat gagnvart húsráðanda og fór vel um hann í fjaðra sessinum, og hóf sögu sína. Hann hafði sagt söguna svo oft, að ætla hefði mátt, að hann hrylti við að segja hana ennþá einu sinni, en svo var samt ekki, hann bafði nú áheyranda, sem veitti sögunni verðuga athygli. Hann nefndi engin nöfn éða réttara sagt breytti þeim. Hann nefndi Rochester Man- chester, Birbrook, Birdwood, o. s. frv. Áheyr- andanum var alveg sama. Honum var alveg sama um titla, það var sagan, sem hann óskaði að heyra — og hann fékk að heyra hana. Hlé varð á frásögninni um klukkan eitt með- an þeir drukku teið. Kl. 2 eða lítið eitt síðar var sögunni lokið. “Jæja?” spurði Jones. Kellerman sat og ballaði sér aftur á bak í stólnum. Augu hans voru hálflokuð. Hann virtist íhuga frásöguna. “Trúið þér mér?” Kellerman opnaði augun. “Auðvitað trúi eg yður. Hefðuð þér samið þetta alt sjálfur, hefðuð þér tíka verið nægilega skynsamur til að vita hvers virði það var á markaðnum, og ekki sagt það ókunnum mianni. En samt efast eg um að nokkur maður trúi yður — en þér um það. Þér hafið gefið mér hið dásamlegasta efni, sem hugsast getur í langa kvikmynd, og detti mér einhverntíma í hug að nota þetta gef eg yður einn fjórða af ágóðanum. En eitt hafið þér ekki sagt mér — hvernig þetta fór á endanum. Það vekur mér mestan áhuga. Eg er ekkert að hugsa um peningana. Eg er kvikmyndaleibari af tífi og sál, og langar mest af öllu að hjálpa til að leika söguna. Mætti eg fá leyfi til þess?” “Hvemig?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.