Heimskringla - 26.11.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 26.11.1947, Blaðsíða 6
6. SIÐA REIMSERINGLA WLNNLPEG, 26. NÓV. 1947 NÝJAR LEIÐIR Jódynur heyrðist skyndilega frá þeirri átt, sem vegurinn beygðist. Jódynur margra hesta, sem fóru á fleygi ferð. “Bíddu!” “Bíddu!” Málrómur unga mannsins ekki síður en hönd hans hélt Nabours í skefjum. Hann stóð í djúpum þönkum og starði niður fyrir sig og hlustaði á jódyninn er fjarlægðist. Hann heyrði það á fótataki hestanna, að riddarar margir voru þama á ferð, en ekki lausir hestar. Svo gaf hann Jim Nabours bendingu, og báðir hleyptu þeir niður veginn. “Líttu á!” sagði Dan McMasters, er þeir komu að bugðunni á veginum. 1 runna einum fundu þeir spor eftir sex hesta, er höfðu troðið niður rjóður í runnanum. Jafn æfð augu og þeirra, sáu þetta glögglega. “Þeir hafa verið bundnir!” sagði Jim Na- bours. McMasters kinkaði kolli, er hann laut yfir hinar brotnu hríslur, sem hestarnir höfðu ver- ið bundnir við. “t>eir hljóta víst að hafa verið að starfa í nótt,” sagði hann við sjálfan sig. “Þeir hafa ekki verið langt burtu héðan í morgun. Þökk sé slöngunni.” Hann brosti hörkulega og spark- aði í grein, sem lá á jörðinni, rétt eins og það væri slöngu skrokkurinn. “Þú gerðir mér góð- an greiða í þetta skiftið.” 5. Kapítuli. Formaðurinn á Sólbakka stóð lengi með hendurnar í vösunum og starði niður eftir veg- inum, sem ókunni maðurinn hafði farið eftir. Hann laut höfði eins og hann efaðist um eigin- dómrgeind sína. Andlit hans varð ennþá svip- þyngra vegna hrukkanna, sem komu á enni hans. Loks sneri hann sér við og gekk til húss- ins á milli réttanna. Blancocito hímdi þar enn- þá í sólskininu. Húsmóðirin á Sólbakka ætlaði að vera heima í dag. Jim barði að framdyrun- um. “Kom inn!” Hann gekk inn. Taisía sat ennþá á legu- bekknum búin öllum sínum skrúða. Hún lét hendurnar liggja í kjöltunni; augu hennar voru dökk og alvarleg. Efi og tortryggni virtist búa í huga hennar. Hún hafði íhugað ástæður sínar alvarlega. Alstaðar sá hún greinileg merki niðurnliðslu og afturfara, já, sannrar neyðar. Ekki varð því neitað, að það þurfti sterka hönd til að taka í taumana. Ennfremur, svona ástand fanst alstaðar í ríkinu, og hin sterkasta hönd, né hið vitrasta höfuð, gat ekki ráðið bót á bölinu. Þetta voru þjáninga tímar þessa stóra og gleymda lands. Taisía Lockhart hefði átt að vita, að neyð þjóðarinnar er ekkert nema neyð einstaklingsins mörgum sinnum margfölduð. Hún horfði þögul á hinn trúa þjón sinn. “Jæja, Miss Taisia----” “Já, Jim?” Nabours hneig niður í stól og tvinnaði fæturna um stólfæturna. “Mig langaði til að spyrja hvað þú heldur um þennan Gonzales mann. Hann er nú far- inn.” “Skaust þú skoti á eftir houm til að reyna hamingju þína í skotfiminni?” spurði hún, og reyndi að brosa. “Nei, það var hann, sem skaut. Skrölt- slanga út við hliðið. Hann skaut af henni haus- inn. Eg verð að játa að það var laglega af sér vikið.” “Hann er góður reiðmaður.” “Já, og góð skytta. 1 sannleika sagt, hefir hann hlotið mikið álit jafn ungur maður og hann er. Hann er víst yngsti sýslumaðurinn í Texas. Hann hefir gengt því embætti aðeins í sex mánuði, og á þeim tíma hefir mannfjöldinn 1 sýslunni minkað um þúsund manns. Hann hefir ekki drepið svo marga. Alls ekki. En hann hefir drepið fjóra eða fimm, og fórst það eftirminnilega. Lögregluliðið var svo endur- vakið og hefir valið hann fyrir höfuðsmann, og þá voru það ýmsir, sem skildu bendinguna og fluttu úr bygðinni. Það var líka mál til komið. Þar niður frá og í Uvalde var sægur manna, sem ekki áttu klauf eða ekru af landi, en tóku það samt fúslega að sér, að selja fimm þúsund naut- gripi, ef þeir fengu fárra vikna fyrirvara. Tím- arnir eru slæmir, skal eg segja þér. Gripaverzl- unin í þessu ríki er í aumu ástandi. Jæja, mað- ur verður að vera góð skytta til að verða sýslu- maður eða lögreglumaður.” “Fjórir menn? Og hann drap þá?” Augu hennar fyltust skelfingu. “Það var skylda hans, Miss Taisía. Við getum ekki lagt honum það til ámælis.” “Hann leit ekki út fyrir að vera þesskonar maður.” “Jæja, gerði hann það ekki. Það fanst mér samt. Er hann spenti um sig beltið voru tvær skambyssur í því. Skeftið á þeirri, sem hægra megin var sneri aftur, en á hinni, sem vinstra megin var fram. Aldrei hefi eg séð nokkurn mann snúa þannig byssum sínum. Ef hann get- ur ekki drepið mann, þá er eg enginn mann- þekkjari. Og ekki veit eg enn hvora byssuna hann notaði, þegar hann drap slönguna. Hann er mér ráðgáta. Augu hans voru ísköld. Ekki er hann margmáll, og aldrei hlær hann. Hann hefir eitthvað á huganum. Samt sem áður-----” “Ef hann væri á minni hlið. En hvernig get eg dæmt um hvorri hliðinni hann fylgir?” “Fjórir menn! Já-----” rödd hennar brast. “Mér fanst hann vera kuldalegur. Ekkert virt- ist snerta hann.” “En það gera flestir er þeir sjá þig, Miss Taisía. Og þú sem bjóst þig svo fallega. Og hann ókunnugur, er hafði ekki séð þig síðan þið voruð börn, eða talað við hann síðan. Og hon- um brá ekki í brún.” “Miss Taisía, eg hefi oft spilað, en eg skil ekki hvernig þessi maður spilar spilum sínum á þann hátt, sem eg fæ ekki skilið. Hann er vin- gjarnlegur, en hann er svo fjári leyndardóms- fullur, að eg get ekki séð hvað hann er að fara.” “Hvaða erindi átti hann hingað?” “Að sjá þig, Miss Taisía! Allir koma til að sjá þig. Gallinn er sá, að allir eru þeir gjald- þrota, og eiga ekkert nema söðul og spora. En McMasters fjölskyldan er ekki gjaldþrota. En nú er eitt áreiðanlegt, Miss Taisía. Þetta getur ekki haldið áfram lengur. Eg get ekki gefið kvenmanni ráð. Alt sem eg þekki eru kýr og hestar. En mér skilst, að fyrst þú ert foreldra- laus, verði úr því fyr en síðar að ná þér í ein- hvern mann. Þetta er mér ljóst, sem er bæði faðir og móðir þín, að eg má til að koma þér í hjónaband; á friðsamlegan hátt, ef það er hægt, og með ofbeldi ef þess þarf með. Þetta dugar alls ekki lengur.” Spékopparnir sáust í hinum sóllbrendu vöngum stúlkunnar. “Jæja þá, Jim?” “En ekki þessum manni, hvað svo sem hann gerir. Að minsta kosti ekki fyr, en eg veit meira og skil hann betur. Eg skil ekkert í hon- um. Hann ætti að vera góður vinur og ná- granni, það er áreiðanlegt. En faðir hans, hann Calvin McMasters, var andstæður þrælahald- inu, en faði'r þinn fylgdi suðurríkjunum að mál- um, þar sem hann ólst upp. Og þeir voíu vinir. Eg mundi ekki kalla McMasters erki Jankiía, en veit samt ekki hvar eg á að skipa honum. Nú hvað sýnist þér um Del Williams? Þú veist að hann bíður og vonar. Hann fór í stríðið af því að þú vildir hann ekki. Hann hékk með Kirby gamla Smith þangað til stríðinu lauk, og vonaði, að þú mundir vilja sig. Að uppgjöfinni lokinni kom hann heim með þeirri von, að fá þig. Hann er góður og heiðarlegur drengur, sem leikur ekki tveim skjöldum, og sparar fé sitt þegar hann nær í eitthvað. Hann er duglegur og þekkir vel inn á nautarækt.” “Er það þá alt sem eg gel krafist?” Rödd stúlkunnar var næstum biðjandi. Satt var það að vísu, að hún átti heima í ný- bygð. En hún hafði samt séð annan heim en þennan. Og hérna voru bækur á hyllunum í stofum hennar. Myndirnar af móður hennar og föður sýndu, að þau að langfeðga tali voru kom- in af höfðingjum. Þau höfðu lifað æfintýraláfi'. Að þekkja kúarækt var alt, sem dóttir þeirra gat búist við að maðurinn hennar þekti. “Miss Taisía. Nautgripir er alt, sem við höfum — og við höfum enga.” “Eg veit það, Jim. Eg sagði þér í morgun, að eg væri öreigi. Eg ætlaði að selja alt og flytja burtu. Eg ætlaði að verða kenslukona eða eitthvað því um líkt, einhverstaðar austur frá. Jim, það er hræðilegt að vera fátækur.” “Já, og enraþá verra þegar maður hefir ekki altaf verið það, Miss Taisía.” “En nú skulum við ekki verða það lengur. Við skulum reka nautin okkar norður eftir.” “Þú segir það. Já, það er nú hægar sagt en gert.” “Því getum við það ekki? Segðu mér það. Hefi eg ekki duglega hjarðmenn? Á eg ekki fimtíu þúsund nautgripi með markinu mínu? Þú sagðir sextáu og fimm þúsund. Er ekki land- ið fyrir norðan þakið grasi og nóg af vatni? — Heyrðir þú ekki hann segja — hefir ekki hann faðir minn sagt þér — að þar bíður nýr heimur, þar sem varla finst maður, kýr eða hestur? — Jim, þegar tímarnir eru slæmir er tíminn til að græða peninga. Og þótt við séum félaus, höfum við samt hugrekkið. Þetta getur verið tími ör- væntingarinnar, eða tími athafnanna. Þannig hefir það verið um allan heim. Þegar einn ör- væntir sigrar hinn, hafi hann hurgekkið til þess. Þú talar eins og bók, sem eg las einu sinni. Hún var full af athöfnum.” Taisía stappaði niður fætinum. “Við skulum safna saman hjörð og komast af stað! Eg fer með ykkur. Við skulum fara gersamlega á höfuðið — eða sigra!” “Þú getur ekki farið með okkur, Miss Taisía, engin stúlka getur það.” “En eg skal!” “Þú gerir formanninum þínum mjög örð- ugt fyrir, Miss Taisía.” “Jim, Jim, talaðu ekki svona! Heldur þú að eg viti það ekki? Er mér þetta ekki örð- ugt Mka? En ef gæfan verður með okkur, verð- ur þetta léttara fyrir okkur öll.” “Þú ert bara stúlka, Miss Taisía. Við skul- um gifta okkur fyrst. Eg á ekki við að þú skulir giftast mér. En því giftist þú ekki Del?”. Stúlkan reis á fætur. í svip hennar mátti lesa meðfæddan skörungsskap og einnig í hreyf- ingunum. “Láttu mig um það.” Já, já,” svaraði Jim mæðulega. “En kanske þú viljir láta mig um eitthvað líka?” “Hvað?” Gamli maðurinn reis á fætur og rétti fram hendurnar. “Miss Taisía, þú verður að reka mig! Eg er mesti lygarinn, sem til er í Texas!” “Við hvað áttu, Jim?” “Eg er það. Eg hefi logið að þér. Þú átt næstum engin naut framar. Hjörðunum okkar hefir verið stolið, þeim hefir verið rænt nú í tvö ár — eg veit ekki hversu mikið er eftir. Þú átt ekki sextíu og fimm þúsund kýr eða fimtíu þúsund. Þú ert heppin ef þú getur fundið fjög- ur þúsund. Við höfum allir logið að þér. Við gátum ekki fengið það af okkur að segja þér sannleikann. Allir menn þínir væru fúsir að deyja fyrir þig. Gera hvað sem væri fyrir þig, bara ekki að segja þér sannleikann. Til þess skorti okkur hugrekki.” Stúlkan hörfaði til baka. Hún fölnaði: “En Jim, þetta vissi eg ekki. “Nei, Miss Taisáa. Þjófaflokkur hefir herj- að hér um slóðir, fyrir norðan og austan, alla leið norður að Palo Pinto. Við vorum í burtu meðan stríðið var, og eftir stríðið. Við erum allir gjaldþrota hér í Texas. En í Austen eru menn, sem hafa nóg fé. Við vitum ekkert með vissu. Við getum ekkert sannað. Alt sem eg get sagt er, að í Austen eru menn, sem eru langt frá því að vera gjaldþrota.” “Þú átt við þennan Jankí ríkisgjaldkera?” “Eg segi ekki upphátt meiningu mína. En hitt veit eg, að við eigum marga óvini. Og það er vegna þess, að eg vil Sóibakka hið bezta, og eg ræð þér til að gifta þig. Það mundi gera margt léttara. Sjáðu til. Við gætum tekið að ala upp hjarðir á ný. Við gætum komið hjörð- unum upp aftur. Þeir mundu ekki vera svona djarfir, ef karlmaður sæti við stýrið hér á Sól- ibakka. En munaðarlaus stúlka er auðveld bráð þvílíkum manni, sem Rudabough er og óþjóðar- lýð hans.” “Þú átt við Rudabough?” “Já, eg á við hann. Við vitum ekki hvað gerist í Austen og þar í kring. Þeir hafa stofn- að með sér félag til að gereyða þessu ríki. Ekk- ert getur aftrað þeim. Þeir virðast ætla, að stríðinu sé ekki lokið; að við hérna í Texas, höfum ekki gefist upp; að Lee sé enn þá fjand- maður þeirra; að alt ríkið sé lögmætt hertang utanaðkomandi manna. Þeir hafa mikil ráð með höndum, en þau hafa ekki verið lögð í Texas.” “Og við erum bjargarlaus, Jim?” “Hræðilega nálægt því Miss Taisía.” “En við getum áreiðanlega smalað saman tvö til þrjú þúsund nautgripum, einhverskonar gripum, og rekið þá norður í vor. Látum þá taka tómt húsið, Jim. Látum þá fá Sólbakka án eins einasta hests! Látum þá 'taka auga hagana. En eg sver það við guðs nafn að---” Hún sló kreptum hnefanum ofan í lófan. Hugrekki hennar tendraði eld í brjósti gamla mannsins. Þetta var hugrekkið, sem hafði leitt forfeður hennar út í óbygðina, til að nema nýtt land. “Já, í guðsnafni! Taisía, barnið gott, ef við Texas-búar getum reist við, skulum við rísa gegn þessum mönnum og sigra þá!” “Og við rekum hjarðimar norður, Jim?” “Já! Þótt það þurfi hverja einustu skepnu, sem við eigum, skulum við reka hjarðirnar norður þetta ár, bara við finnum haga. Eg veit ekkert um landið. Eg hefi aldrei rekið naut svona langt, og enginn hefir heldur gert það. En ef þú vilt láta okkur reyna eins vel og við get- um, skulum við leggja af stað innan mánaðar!” Hann tók með kræklóttu og slitnu höndunum sínum um sóibrendu hendurnar hennar. Andlit hans var alvarlegt og augu áhyggjufull. 1 gömlu, slitnu stígvélunum og slitnu rúðóttu buxunum, var hann ekki neitt glæsimenni á að sjá, en hann hafði auðsýnt trúmensku sína öll þau ár, sem hann hafði þjónað föður stúlkunn- ar. “Þú munt virða það á betri veg, barn, ef við gerum eins vel og við getum? Þú munt ekki kvarta?” “Þú veist það, Jim, að eg mun aldrei kvarta. Og þú veist, að eg mun verða með ykk- ur þangað til takmarkinu er náð.” “Guð hjálpi þér Taisía! Og guð hjálpi okkur öllum. Oft var sá tími er hlutverk mitt var léttara en það er nú!” 6. Kapítuli. “Eg þori að veðja hverju sem er, að þetta er sú aumasta hjörð, sem sézt hefir í Texas!” Rödd Jim Nabours var raunaleg er hann sneri sér frá sléttunni þar sem hj arðmennimir höfðu safnað saman flestum gripum Taisíu Lockhart. Dögum saman höfðu mennirnir riðið gegnum kjarrið, og eftir sléttunum, og rekið gripina saman í hóp til að safna í hjörðina til að reka norður. Og þetta var nú árangurinn. “Hér um bil þriðjungur þess, sem hún bjóát við að eiga, og sem hún enniþá heldur að hún eigi,” bætti hann við. Hann mælti þannig við vara-ráðsmann sinn, Del Williams, er þeir höfðu stöðvað hjörðina. Williams kinkaði kolli. “Þetta hefir alt verið með ráði gert. Ein- hver hefir rænt upplöndin. Við ættum að hafa fimtíu smala í stað tíu — og ekki einn einasta Mexikana — til að ríða um beitilöndin. Mig grunar margt.” Williams kinkaði kolli. Hann var hár og fríður unglingur, alvarlegur eins og hermanni sæmdi. Vegna þess að ekkert var betra til að klæðast í, bar hann ennþá hin gráu hermanna- föt suðurríkjanna. Þau voru slitin og stagbætt eins og föt gamla formannsins. “Þeir rændu þessa haga eftir að gamli maðurinn var myrtur, og áður en við tókum við stýrinu. Sólbakki var mannlaus í meira en tvö ár! Sólbakki! Hin bezta nautajörð í Texas, og eini staðurinn í Texas, sem ekki hefir alt oí marga gripi. Þrevetrungar, tvævetrungar, sláturgripir! Hvernig ættum við að velja? Við vorum hepnir að finna þetta, þótt sumt af þeim sé ekki með okkar marki svo það sé greinilegt.” “Ó, þarna eru meira en fjögur þúsund gripir,” sagði Williams, “fjögur þúsund, þrjú hundruð og fjörutíu og tveir taldist okkur. En þvílík ræksni!” “Já, þarna eru gripir, sem eru alveg eins í framan og Cartes gamli ofursti. Eg þori að ábyrgjast, að þúsund af þeim er frá tímum spönsku yfirráðanna. Þama eru kálfar, sem eru tíu ára gamlir, og afgangurinn eftir því, vorkálfar og fjögravetrungar, og enginn veit 'hvað. Þetta er skrítinn hópur að reka á undan sér þúsund mílur.” “Jæja,” sagði Williams, “við verðum að segja henni að við höfum hrært öllu saman til að þóknast allskonar kaupendum. Og það getur hún áreiðanlega, ef einhver kaupandi finst, sem ekki vill neitt nema fjögra ára gömul naut til slátrunar.” “Auðvitað,” svaraði Nabours. “Bara það væri ekki svona örðugt að blekkja hana, og hún væri ekki svona ákveðin.” “Er nú nautarennan tilbúin?” spurði hann og lyfti öðrum fætinum yfir söðulhornið. “Við verðum að brennimerkja öll nautin með leiðar- merkinu.” “Drengirnir luku við báðar álmumar í morgun,” svaraði Williams, “það mun ekki þurfa langan tíma til að marka þá með önguls- markinu. En eg skal ábyrgjast að í hópnum eru gamlir uxar, sem verður eins örðugt að marka og skjaldbökur, og kálfar, sem verður að halda á meðan þeir eru merktir.” Á lítilli sléttu, einar tvær rnílur frá gömlu byggingunni, höfðu mennirnir reist nýjar réttir og rennu, sem nota átti við mörkunina. Staur- arnir voru trjábolir grafnir djúpt niður í jörðina stangir voru bundnar á milli þeira með leður þvengjum, þvi að naglar voru eigi til á þessum slóðum. Báðir mennirnir litu með velþóknun á fráganginn. “Sýslumaðurinn þekkir vel inn á nautfjár- rækt,” sagði Nabours. “En hvernig hann getur tafið þannig tímann frá embættisstörfunum, hefir hann ekki útskýrt fremur en margt annað sér viðvíkjandi. En nautgripi þekkir hann. Þarna kemur hann nú.” Riddarinn kom í áttina til þeirra hinu meg- in frá sléttunni. Hann líktist nú ekki mannin- um, sem riðið hafði í gegn um hliðið á Sólbakka fyrir tveimur vikum síðan. Hann var nú búinn rúmgóðum vaðmálsfötum, sem venjulegir nautasmalar klæddust, rúðóttar buxur, girtar niður í reiðstígvélin. Hvorki hann né aðrir Texas menn gengu í leður buxum, kæmust þeir hjá því. Á þeim dögum voru engir “kúrekar” eða sérstakur búningur sem einkendi þá. Sjálft nafnið var óþekt í þá daga í þessum hluta TexaS. Mennirnir á Sólbakka voru flestir synir gripa- bænda úr nágrenninu. Flestir þeirra voru hold- grannir, skeggjaðir og fámæltir menn, oftast nær klæddir ræflum. Þeir klæddust hverju, sem þeir gátu náð í til að klæðast, og enginn bar svipaða leppa, er voru eins, nema að þessU leyti, að þeir voru allir ágætir reiðmenn, gátu sungið vel, og voru góðir að handsama og njarka gripi. Allir gátu þeir lifað á fæðu, sem hefði orðið að bana mönnum, sem voru heilsutæpari en þeir. Einn þessara manna h'efði Dan Mc- Masters vel getað verið þar, sem hann kom ríð- andi til þeirra formannanna, á einum af sínum eigin hestum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.