Heimskringla - 24.03.1948, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.03.1948, Blaðsíða 1
W« recommend for youi approral oui II BUTTER-NUT j LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Pbone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. i itiite. 4 We recommend íor l your approTOl our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. $ Winnipeg Phone 37 144 ; Frank Hannibal, Mgr. ; | ###N»#####v»######>»##s#>#####s####>»»#.#^s I LXII. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 24. MARZ 1948 NÚMBR 26. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Atvinnuleysi í rénun Jafnframt merkjum þess, að vorið sé í nánd, hefir létt að nokkru yfir fréttunum frá ríkis- skráningaskrifstofum atvinnu- lausra. W. H. Darracott, forstjóri skráningaskrifstofunnar í Wpg. gaf það út, að nú sem stendur væru 7,250 karlmenn atvinnu- iausir skrásettir, en 476 stöður lausar á bókunum. I kvenna- deildinni væru 3,271 skrásettar, en 838 stöður fáanlegar. Tölur atvinnulauss fólks frá 30 skráningaskrifstofum sléttu- fylkjanna, eins og þær stóðu 11. marz, hafa fengist frá aðal at- vinnuskráningaskrifstofu ríkis- ins, og sýna þær að samtals hafa 24,105 karlmenn verið skrásett- ir, er leitað hafa eftir um at- vinnu, en atvinna aðeins fyrir 2,626. 1 hinum 30 kvénnadeildum, voru 8,137 skrásettar, en vinna ekki til nema fyrir 2,135. Auknar tekjur bænda Rt. Hon. J. G. Gardiner, akur- yrkjumálaráðherra, sagði ný- lega í neðri deild þingsins í Ottawa, að heildartekjur bænda á árinu 1947, hefðu verið að stórkostlega miklum mun meiri en á árinu 1946, eða $2,002,- 195,000 — borið saman við $1,769,632,000 1946. Hefði sú tekjufjár upphæð verið þá hærri en nokkur dæmi hefðu verið til áður. Sagði Mr. Gardiner þing- inu, að munur á heildarinntekt- ura og frádregnum tekjum, niyndi verða tilsvarandi. Akuryrkjudeildin lagði fram skýrslu um hverjar horfurnar uiyndu verða fyrir árið 1948. — kvað deildin að eftirspurn eftir canadiskum bændaafurðum ætti að reynast mjög mikil alt árið í gegn. Ástæðurnar sem gefnar voru fyrir því, voru þær, að iðn- aðaframleiðsla, atvinna og aðal- inntektir, yrði að öllum líkind- um eins hátt metið, ef ekki hærra alt, heldur en það var að meðaltali á árinu 1947. Bænda-akuryrkju inntektafjár- upphæðirnar, er ráðherrann lagði fram, námu milljónum dollara. 1947 1948 Manitoba 185,9 170.8 Sask., _______ 434.1 399.2 Alberta...........- 345.5 285.0 Ummæli Kings MacKenzie King, forsætisráð- herra, lét þess getið í neðrideild þingsins í Ottawa nýlega, að hann gæti ekkert um það sagt, hvort fleiri lönd eða þjóðir bætt Ust við í það 5-ríkjasamband, er ftiyndað hefir verið í Evrópu, og Undirritaði sína sameiginlegu styrktarsamninga í Brussels í vikunni sem leið. Undir samninga iþessa hafa þessi ríki nú þegar skrifað: — Brezka samveldið, Frakkland, Belgía, Niðurlóndin og Luzem- bourg. Hvatning til herliðs- samdráttar Brigadier J. P. E. Bernatchez, yfirumsjónarmaður varaherliðs sléttufylkjanna, hvatti alvar- *ega til nýrrar liðsöfnunar, og ^yndunar nýrra varaliðsher- sveita, síðastliðinn laugardag, a tveggja daga ráðstefnu herfor- lngja, (Reserve Force Army) í Manitoba og Vestur-Ontario. Kvað hann eina ástæðuna fyr- ir því að slík liðsöfnun gengi erfiðlega þá, að mikill hluti al- mennings gerði sér ekki ljósa grein fyrir því, hversu mikil- væga þýðingu æfðar varaher- liðsveitir, (standing Army) hefði fyrir landvarnakerfi Canada ef þörf gerðist og í nauðir ræki. Ágóði á smjöri Skýrsla í Ottawa, er fjallaði um uppgötvanir rannsókna- nefndar 'þingsins á vöruverðlagi sýndi þá staðhæfingu nýlega, að á tímabilinu 1939-47, hefði meðal ágóði á geymslubirgða- smjöri, (storage butter) verið 19 cent á pundið, og á öllum tegundum smjörs 23 cent. Á þetta að líkindum að skilj- ast svo, að ágóðinn hafi verið 19 cent og 23 cent á hverri teg- undinni fyrir sig, og sýnist það vera allálitlegur skildingur! Hervarnasamningar Norðurlanda Stjórnarleiðtogar og forystu-1 menn Skandinavíu landanna, Danmerkur, Noregs og Svíþjóð- ar, þeir ráðherrarnir Hans Hed- toft (Danmörk), Einar Gerhard- sen (Noregi) og Tage Erlander, (Svíþjóð) héldu ráðstefnu í Stokkhólmi síðastl. föstudag, og lýstu því seinna yfir á fjölmenn- um pólitískum fundi, að öll þessi lönd myndu fylla flokk þeirra VesturnEvrópulþjóða, er gengið hafa í bandalag til að verjast á- gangi kommúnista, og berjast fyrir frelsi sínu og íyðræðishug- sjónum, ef þörf gerist. Nefndarsamþykt Utanríkis ráðuneytisnefnd Bandaríkjanna hefir orðið vel við þeirri beiðni Trumans for- seta, að hraða sem allra mest samþykt fjárveitingar að upp- hæð $5,300,000,00 Evrópu-fyrk- ætlununum til bjargar. Hefir nefndin gengið rösklega að verki, og fengið þessa upp- hæð samþykta. Er það hin sama upphæð og þingið samþykti til 12 mánaða fyrir þau Evrópu-lönd ©r kom- múnistar hafa ekki fengið högg- stað á. Leiðtogar og frumkvöðlar þessara mála vona fastlega að þingið geti afgreitt frumvarpið á tveimur vikum, eða fyrir 1. apríl. Mest mun fjárlagaveitingu þessari hafa verið hraðað svo mikið, vegna nýrra aðvarana um sívaxandi hættu af komm- únistum á Italíu, en þar fara úr- slita kosningar fram 18. apríl. Úthlutunarnefnd stjórnarinnar hefir beðið um $275,000,000 hernaðarstyrk fyrir Grikkland og Tyrkland, og $570,000,000 styrk Kínverjum til bjargar. Er þetta hluti af fjárlaga-frum- varpinu — hefir nefndin ekki enn samþykt það í heilu lagi. Vilja leggja Trieste undir ttalíu Bandaríkin, Bretland og Frakkland hafa beðið Rússa að samþykkja þá breytingu á It- alíu-samningunum, að Trieste- svæðið, sem forðum tilheyrði It- alíu, sé lagt undir það land aft- ur. Stjórnarvöld þessara þriggja landa gerði ítalíu þetta tilboð, og mun það ekki hafa komið ít- ölum síður á óvart en Rússum. Eftirrit af skjölunum til beggja stjórnanna, var einnig sent til Jugóslavíu. Stjórnarvöld þess- ara þriggja stórvelda kváðust hafa tekið þessa ákvörðun af eftirtóldum ástæðum: 1. Vegna þess, að eftir nákvæma yfirveg- un öryggisráðs Sam. þjóð., hefði verið komist að þeirri niðurstöðu að ógerlegt reyndist að útnefna iandstjóra fyrir Trieste. 2. Hin þrjú vestlægu valdríki hafa fengið nægilega sönnun fyr- ir því, að nokkur hluti Trieste, (Jugóslavíu megin) hafi verið sama sem lagður undir það ríki með þeim hætti og atburðum, sem brýtur algerlega í bága við þau ákvæði og fyrirætlanir stór- veldanna, að veita Trieste lýð- ræði og sjálfsforræði. Sam- kvæmt ítalíu-samningunum var Trieste skift í tvenn svæði. — Bandaríkin og Bretland sjá um norðursvæðið, en Júgóslavía stjórnar suður hlutanum. Orðakast og spjótalög Henry A. Wallace sagði í út- varpsræðu nýlega að Truman forseti leitaði á náðir hleypi- dóma og andúðar eftir fylgi, vegna þess að hann gæti ekki rökstutt það, að hann nefndi þriðja flokkinn stuðningsmenn kommúnista. Frambjóðandi þriðja flokks- ins til forseta, ásakaði forsetann einnig um það, að hann væri að stýra landi og þjóð í áttina til stríðs. Wallace var að svara þeirri yfirlýsingu í ræðu Tru- mans í vikunni sem leið, að hann vildi ekki stuðning Harry Wall- ace og kommúnista hans, jafn- vel þótt það meinti ósigur hans sjálfs í kosningunum í nóvemb- er. meðal annars, að af öllu að ráða væri Sovét^Sambandið önnum kafið að vinna að því, að koma öryggiskerfi sínu í sem bezt horf í austur-Evrópu, og væri það ofur augljóst að það hikaði ekki við að grípa til ýmsra ör- þrifaráða, til þess að koma þvi í fulla framkvæmd. Deilurnar á milli Austur og Vesturs sýndust fremur aukast, en að úr þeim drægi. Varnarliðsskýrslan kvað svo, að orði samt sem áður, að eigi væri líklegt að stríð væri í vænd um, þar sem hin vestlægu stór- veldi væru tæplega reiðubúin, og Rússland brysti enn þá nægi- legan styrkleika. Prinsessan Yoshiko, Kawas- hima, er dæmd var til lífláts íyrir landráð, sagði nýlega, að| hún gæti ekki hugsað til þess að i vera líflátin svo almenningur sæi, hún kvaðst vera svo feim- in. Beiddist hún þess að fá að deyja með þeim hætti, að sem minst bæri á því. • * w Frá Boston — J. A. Krug, innanríkisritari Bandaríkjanna, sagði fyrir skemstu, að Rússland væri langsamlega á undan öll- um þjóðum heimsins á fiski- rannsókna-svæðinu, og lét þær aðvaranir í té, að Bandaríkin yrðu að útbúa og koma í gang svo stórum og fullkomnum fiski- rannsóknaskipaflota, að hvergi væri annan eins að finna, áður en það yrði um seinan. Jafnaldra 1 *T ^wmgísmmmr11**. i Finnur Jónsson og Guðrún Asgeirsdóttir Mrs. Albert Bollaleggingar Þótt lögsóknarar í öryggisráði Sam. þjóð., "Czech Republic Prosecutors" ræði um ágang Rússa í Tékkóslóvakíu, vita þeir vel að þá skortir óhrekjanlegar sánnanir í málunum. Eru þeir að bollaleggja með sér, hvernig fara eigi að því að bjóða Eduard Benes, forseta, til Lake Success. Væru slíkar tiltektir vel mögu- legar samkvæmt lögum og regl- um öryggisráðsins; Hvort Benes gæti tekið því boði, er aftur alt annað mál, þar sem vitað er, að hann er aðeins forseti Tékka að nafninu til, og haldinn að mestu eins og fangi af kommúnistafor- ingjanum Klement Gottwald, og hinni nýju stjórn hans. Einhver fulltrúi, sem væri löglegur meðlimur öryggisráðs- ins þyrfti auðvitað að gera til- iögu um að Benes yrði boðið, ef ákveðið verður að framfylgja þessum fyrirætlunum. HITT OG ÞETTA Fréttir frá Berlin segja að Danmörk og rússneska yfirráðs- svæðið á Þýzkalandi hafi undir- ritað samninga um að Danir flytji inn þangað ferskan fisk, útsæðis-kartöflur og lyf til lækninga. En Sovét-yfirráðasvæðið mun flytja vefnaðarvörur, pappír, vélar og postulínsvörur til Dan- merkur. * * * Stokkhólmi — Gen Helgi Jung, yfirhershöfðingi, og land- varnalið Svíþjóðar, hafa gefið út sterkar aðvaranir, og la'gt ríkt á að landið búi sig undir hvað sem að hóndum kynni að bera I skýrslu til Gustafs konungs, sagði landvarnaliðs-foringinn Kona nokkur Brown, í París, Illinois, fann handtösku (ráptuðru), og voru í henni talsverðir peningar. Skildi hún handtöskuna eftir á blaðaskrifstofu, þar sem hún auglýsti eftir eigandanum; var Mrs. Brown beðin að skilja þar eftir nafn sitt og heimilisfang. En hún kvaðst ekkert hirða um fundarlaun, og sagði bros- andi, að vel gæti það komið fyr- ir að hún týndi sinni eigin handtösku. En svo er nú áfram- hald þessarar smásögu, og það er dálítið einkennilegt og heill- andi. Eitthvað um viku seinna fanst handtaska í réttarsals-fordyrinu fann hana Clem Edwards, vara- löggæzluþjónn. Skildi hann töskuna eftir á blaðaskrifstof- unni, og eins og Mrs. Brown, kvaðst hann alls ekki hirða um nokkur fundarlaun. Jú, viti menn! Budduna sem Edwards löggæzlumaður fann, átti Mrs. Albert Brown! « * w Eiginmaðurinn: "Jæja, ástin mín, eg hefi borið þig umhyggju- samlega á örmum mér yfir all- ar misjöfnur á lífsleiðinni". Eiginkonan: "Já, og það er á- reiðanlegt, að þú sneiddir ekki hjá neinni þeirra". Fyrir skömmu eða 6. marz var áttræðisafmælis Finns Jóns- sonar, fyrrum ritstjóra Lög- bergs, minst af vinum hans. — Litlu áður eða 17. febrúar, var og minst áttatíu ára afniælis Guðrúnar Ásgeirsdóttur ' Jóns- sonar konu hans. Það skilur því svo lítið á um aldur þeirra, að það ætti ekki að hafa orðið þeim misklíðarefni. Finnur Jónsson er fæddur á Melum í Hrútafriði 6. marz 1868 og voru foreldrar hans Jón Jóns- son bóndi á Melum og kona hans Sigurlaug Jónsdóttir frá Helgavatni í Vatnsdal. Ólst Finnur upp á, Melum og mun lítið þaðan hafa farið á ungl- ingsárunum eða áður en hann kom vestur um haf 1893, 25 ára gamall, nema hvað hann kann að hafa brugðið sér stöku sinn- um suður að Lundum í Staf- holtstungum, en þar bjó konu- efni hans. Á fyrstu árunum hér vestra vann Finnur hverja al- genga vinnu sem fáanleg var, en rak bóksölu frá 1917 itl 1925, tók þá við ritstjórn Lögbergs, og vann kappsamlega við blaðið í ein 8 ár eða til ársins 1933. Hefir hann nú fyrir nokkru látið af starfi öðru en því, að skrifa ýmislegt fyrir blöðin hér sér til dægrastyttingar og öðrum til skemtunar, og flytja erindi á samkomum er svo ber undir. — Hefir hann ávalt frá einhverju fróðlegu að segja, og er auk þess1 glöggur á alt skoplegt og skemt- ir oft manna bezt með ómeng- aðri fyndni, bæði í ræðum og viðtali. Finnur er Möðruvellingur og ritfær maður sem systkini hans, t. d. Ingunn, sem almenna að- dáun hefir hlotið fyrir bækur sínar og séra Jón próf. á Stafa- felli, einn af fremstu fornfræða- þulum Islands, og höfundur Vík- ingasögunnar, er öllum er fróð- leik unna, er hin kærkomnasta. Hjá Finni fara saman hreint mál og tilgerðarlaust, eins og nefndum systkinum hans. Út af þessu bregður jafnvel ekki þegar hann er sem meinhæðn- astur í svörum og menn gera sízt ráð fyrir fágun í máli. 1 þessum bæ hafa hjónin ávalt búið síðan þau komu vestur. Þau hafa tilheyrt Fyrstu lút. k'irkju og hafa að málum hennar óspart unnið, en jafnframt að öðrum íslenzkum félagsmálum. Hefir Guðrún haft forustu ýmsra slíkra mála, sem á hefir verið minst í grein um hana skrifaðri af J. J. B. í Lögbergi í tilefni af afmæli hennar. Framkoma hjónanna sem hér um ræðir, hefir verið sú, að þau hafa áunnið sér virðingu, vin- áttu og traust samferðamann- anna. Og það er ekki lítið afrek að hafa aflað sér þess. Heimskringla árnar þessum sómahjónum, jafnöldrunum, alls góðs á áttræðisafmæli þeirra. FJÆR OG NÆR Fimtíu ára giítingarafmæli áttu Mr. og Mrs. J. W. Thor- geirssno, 590 Cathedral Ave. Winnipeg, 23. marz. Þau voru gift í ísleiizku kirkjunni á horn- inu á William og Nina St., 23. marz 1898, af séra Jóni Bjarna- syni. Mr. Thorgeirsson er ætt- aður frá Akureyri, en kona hans er ísfirsk; hún kom vestur um haf með móður sinni, Mrs. Frið- finnur Kjernested og bróður sín um Kristján Kjernested á Gimli Mr. og Mrs. Thorgeirsson eiga 8 börn, öll uppkomin og mann- vænleg. Hjónabandsafmælisins verður minst af vinum og vanda- mönnum hjónanna í Can. Leg- ion Hall í W. Kildonan. Á Leikmannafélags fundi sem haldinn var í Fyrstu Sam- bandskirkju. 8. marz flutti Dr. A. N. Summerville erindi um efnið "The Effect of dietetic deficiencies on mental and phys ical health". Honum var vel tek- ið, og langar og ítarlegar umræð ur urðu að fyrirlestrinum lokn- um. Mr. K. O. Mackenzie, for- seti félagsins stýrði fundinnum. Mr. E. Arnason hafði séð um út- vegun kvöldverðarins sem kven- félagið Women's Alliance fram- reiddi. Fundurinn var vel róm- aður. * * * Þann 21. febrúar 1948 fór fram gifting á hinu íslenzka og fagra heimili Ásgrímssons syst- kinanna í Hensel-bygð í Norður Dakota. Þann dag giftust þau Magnús Hjálmarson, systurson- ur Ásgrímssons, og Katrín Ólafs- dóttir frá Reykjavík, Islandi. — Brúðurin er dóttir sæmdarhjón- anna Ólafs Halldórssonar og konu hans Sigurbjargar Arna- dóttur, búandi að Álftarhóli í Austurlandeyjum, í Rangár- vallasýslu, en brúðguminn kom ungur heiman af Islandi, og hef- ir alist upp hjá þeim Asgríms- sons. Foreldrar hans eru Hjálm- ar Þorgilsson í Deildardal í Skagafirði og Guðrún Magnús- dóttir, dáin fyrir mörgum árum Þau voru aðstoðuð af móður- bróður Magnúsar, A. M. Ásgríms son og móðursystur brúðgumans, Rósu Ásgrímsson. Að giftingunni afstaðinni sátu nánustu ættingj- ar og vinir íslenzka giftingar- veizlu, þar sem veitt var af ís- lenzkri rausn og í íslenzkum anda. Seinna um daginn fóru brúðhjónin áleiðis til Californíu í brúðkaupstúr, en munu eftir svo sem mánaðar tíma, koma heim aftur og setjast að á Hen- sel heimiMnu, sem er einnig heimili brúðgumans, og þar mun framtíðar heimili þeirra verða. Sr. E. H. Fáfnis gifti. * * * Laugardaginn, 6. marz, voru þau Henry Chris Pedersen frá Lundar Man., og ósk Aðalheið- ur Benediktson, frá Otto, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni að 800 Lipton St., Þau voru aðstoðuð af Mr. og Mrs. V. S. Christian- son. Heimili brúðhjónanna verð ur á Lundar. Samkvæmt bréfi til eins kunningja hans í Winnipeg, lagði hr. Kjartan (Billi) Thórar- insson frá Reykjavík, er um nokkurt skeið var hér við flug- nám í Winnipeg, og síðar á flug- skóla í Adrian, Mich., á stað heim til íslands 17. þ. m.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.