Heimskringla - 24.03.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 24.03.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA NÝJAR LEIÐIR Hann kvaddi engan og enginn saknaði hans — nema hin óhamingjusama stúlka, sem árangurs- laust hafði beðið hans alla þessa daga. Hún var viss um, að hún hataði hann er hún íhugaði alt sem hann hafði gert. En þegar hún ekki hugsaði um neitt fann hún aðeins til heillrar og innilegr- ar ástar til hans. Hann hafði kyst hana. Þau höfðu faðmað hvort annað. 30. Kapítuli. Er gripirnir höfðu bitið og fengið sér vatn tóku þeir á sig náðir, og undu vel hvíldinni eftir langa göngu tveggja daga. Nabours hafði helm- ingi fleiri næturverði en venjulega. Mennirnir riðu tveir og tveir saman og fóru hægt í kring um hjörðina og rauluðu lágt vöggusöngva grip- unum, sem sváfu. Uppgefinn eftir dagsverk sitt, gekk Na- bours snemma til hvíldar. Cinquo Centavos mókti undir teppisræflinum sínum, var hann öruggur á meðan hann heyrði í draumi bjöllu gráu hryssunnar. 1 tjaldbúðum hermannanna var alt hljótt, nema fótatak varðanna. Um miðnætti fann formaðurinn, að tekið var þétt í öxl sína. “Þey!” hvíslaði rödd rétt við eyra hans. “Þetta er McMasters.” “Hvað gengur að?” spurði formaðurinn og varpaði af sér teppunum. “Ræningjaflokkur Rudaboughs ræðst á okkur eftir hálfan tíma. Náðu saman öllum mönnunum. Eg fer nú til að vara hermennina við.” Hann stansaði þegar vörðurinn kallaði til hans, en fékk brátt aðgang að tjöldunum. Gris- wold gaf honum skýringu á ferðum sínum í stuttu máli. “Þeir hafa aðsetursstað sinn við Washita fljótið, fjórar eða fimm mílur fram undan okk- ur í dag. Hann var nýkominn heim þegar eg kom að þeim. Eg var nægilega nálægt til að heyra þá ræða saman. En ekki hugsa eg að hann hafi vitað, að hermennirnir væru hérna. Hann sá víst bara nokkurn hluta hjarðarinnar okkar. Hann vissi auðvitað hverra hjörð það var. Þeir eru eitthvað tuttugu. Viltu hjálpa okkur að koma þeim á óvart? Viltu gera það?” Griswold néri hökuna. “Nú, ekki veit eg hvort Bandaríkjaherinn hefir nokkra sérstaka skyldu til að gerast lög- relguvarðlið í ættarskærum; en eg býst við að eg megi til með að hjálpa ykkur. Þetta er dá- laglegur staður fyrir kvenmann, eða hvað?” Hinn svaraði því engu. En réttisíðar heyrði Taisía Lockhart skóhljóð, sem nálgaðist vagn- inn hennar. Hún leit út er Nabours kallaði á hana; hún sá McMasters og Griswold standa þar fast hjá. Nabours sagði henni frá þeim ráð- um, sem þeir hefðu með höndum. “Hér er hætta á ferðum, Miss Taisía. Ræn- ingjar Rudaboughs eru að koma. Þeir koma sjálfsagt að vagni þínum umsvifalaust. Láttu okkur fá kistuna þína. Við felum hana undir sængurfötunum hjáeldinum. Komdu með okk- ur. Mennimir eru allir komnir á fætur. Legstu niður í hvaða rúm, sem þér líkar, og legðu öll þau rúmföt og söðla, sem þú getur í kringum þig. Þú ert hultari þar en hér. Þeir ætla að ná því, sem er í kistunni.” Augnabliki síðar hljóp hún út, en sneri við. McMasters kom ekki með þeim. “En þú,” tók hún til máls, “hvert ætlar þú að fara?” “Eg fer til baka og legst inn í vagninn þinn”, sagði hann. “Þeir koma helst þar.” Hann virtist ekki heyra hvað hún sagði. Undir stjóm Griswolds mynduðu nú her- mennimir og hirðamir klofa út frá náttbólinu, var opið þar, sem þeir bjuggust við áhlaupinu frá. Ofurstinn bauð hverjum manni að leggjast flatur niður í grasið og skjóta ekki fyr en of- beldismennimir væru gengnir í kvína. Stundarfjórðungur leið; hálf stund. Ennþá svaf hjörðin vært. Verðimir, sem höfðu verið varaðir við, héldu áfram sínum tilbreytingar- lausa söng. Eldurinn logaði dauflega. Skyndilega var þögnin rofin. í gegnum náttmyrkrið heyrðu þau heróp Comanchanna! Það kom ekki frá áhlaupsmönnunum. Það var bara aðferð hins hertekna Indíána að vara ræn- ingjana við hættunni, og sýna mótþróa sinn mönnunum, sem höfðu hann í haldi. Hvaða laun hann bjóst við að fá frá illvirkjunum er eigi auðið að segja, en hann beið ekki lengi launanna frá verðinum, sem sló hann svo ær- lega í rot með byssuskeftinu, að hann reis ekki úr því á meðan á bardaganum stóð. Bardaginn hófst auðvitað á svipstundu. — Hin næmu eyru villimannsins höfðu heyrt fótatak ræningjanna, er þeir gengu í gildruna. Náttmyrkrið logaði af blossunum úr byssunum. HEIMSKRINGLA Sólbakkahirðamir og hermennirnir gátu ekki séð neitt greinilega, nema að óvinir þeirra voru gengnir inn í kvína. Einn þeirra komst fast að vagninum, sem Taisía Lackhart hafði sofið í. Þegar öskur hins hugsunarlausa villimanns gall við og skothríðin hófst, heyrðist niðurinn í fældri hjörðinni, sem ennþá einu sinni þaut af stað um hánótt. Engin naut gátu staðist slík læti. I þessu vaxandi uppnámi, reis einn þjóf- urinn upp og þaut að vagninum. Tvær rauðar eldrákir komu fram milli tjaldskaranna. Mað- urinn féll áfram og lá hreyfingarlaus. Öðra sinni varð Rudabough nú af hinum fjölmörgu landseðlum. Fyrir sömu hendi féll ennþá einn hans djörfustu manna. Aftan úr vagni matreiðslumannsins, gall við riffilskot. Cinquo hafði tekið til að skjóta. “Eg skaut hann! Eg skaut einn!” Drengurinn fór nú að skríða fram úr skjóli sínu undir vagninum, og flýtti sér þangað, sem hann sá eitthvað liggja í grasinu. Hann hafði legið nálægt þeim stað, sem húsmóðir hans var vafin teppunum. Hann hafði víggirt hana með öllum þeim söðlum, sem fáanlegir vora og auk þess sængurklæðum. Lúður gall við til að segja fylkingunni að lokast saman. Er Rudabough og menn hans heyrðu fótatak svo margra manna, er æddu að þeim, skildist þeim að þeir voru umkringdir af mannfjölda. Fáir einir stóðu uppi og allir báð- ust þeir vægðar og æptu: “Skjótið ekki! Skjótið ekki! Við gefumst upp. En hjarðsveinamir óttuðust svik og sýndu enga miskun. Er þeir vora gersamlega umkringdir þutu þeir að þeim með skambyssur, svipur og rifflahlaup. Þei” fáu, sem ekki vora drepnir voru keyrðir í bönd og þeirra vandlega gætt. Af tuttugu ræningjum sluppu aðeins tveir — Rudabough og refur sá, sem nefndist Baldy. Með því að lúta niður og skríða í grasinu, kom- ust þeir undan, og var þeirra ekki saknað af neinum fyrri en gáð var að þessu hjá varðeld- inum. Enginn vissi fyr en birti hvað margir voru drepnir. Af varnarliðinu særðist aðeins einn, A1 Pendleton. Hann særðist á fæti og var ófær til vinnu um hríð. Nú var alt öðruvísi umhorfs í náttstaðnum. Mennirnir drógu fanga sína að eldinum, er var nú tendraður á ný. Einn riddaraliðinn dróg þangað Guluhendi, sem var úrillur og varla risinn úr rotinu. “Héma er nú vinur ykkar, herrar mínir,” sagði Griswold við þá, sem eftir lifðu af ræn- ingjunum. “Hann gerði alt sem hann gat fyrir ykkur. Eg ætti að mölbrjóta á honum hausinn, og á ykkur líka, og mig langar afskaplega mik- ið til að gera það.” Hann sneri sér nú til McMasters, sem kom- ið hafði að eldinum. “Menn þessa ætla eg að taka með mér,” sagði hann. “Þeir eru kærðir um að hafa myrt tvær Indíánakonur. Þeir eru meðsekir. Eg hefi engin völd í þessum sökum og kemur þetta ekkert við. En til hvers er herinn? Og nú lang- ar mig til að spy’rja þennan gamla þjóf að fá- einum spurningum.” ”Kondu Danny,” sagði hann við túlkinn sinn. “Segðu þessum gamla lygara, að mig langi til að spyrja hann fáeinna spurninga.” “Segir að hann vilji ekki tala neitt,” sagði túlkurinn eftir að Gulahendi hafði urrað eitt- hvað. “Segðu honum að hann verði að tala Spurðu hann að þessu: Ef hvítur maður kemur inn í herbúðir hans og skýtur tvær konur. Hvað gerir þá hermaður af hanis flokki?” “Segir að Comanchamir handtaki hvíta manninn dag nokkurn.” “Segðu honum að höfðingi þessara manna sem komu til að ráðast á okkur, læddist í burtu eins og úlfur í gegn um grasið. Segðu honum að fyrir einni viku síðan, hafi þessi maður skotið tvær Comancha konur, bara til að sjá þær deyja. 1 nótt sannaði Gulahendi, að hann var vinur þessa manns, sem drepur Comancha- konur. Gulahendi breytir ekki eins og höfðingi, heldur eins og flón.” Nú varð hratt og æst samtal milli túlksins og villimannsins. “Gulahendi segir, að hann og menn sínir skutu fáeina vísunda með leyfi eigandanna Kiowasanna. Segir, að hann sé góður Indíáni. Segir, að hvítur maður batt hann og sló hann í höfuðið. Segist hafa öskrað upp í nótt, af því að sér hafi liðið svo vel. Segir, að hann hafi ekki vitað hverjir vora að koma. Segir, að ef það sé rétt, að hvítur maður hegni Comancha, sé það líka rétt, að Comanchar hegni hvítum manni. Segir, að ef hvítur maður drap tvær Comanchakonur, verði hvíti maðurinn að ná honum fyrir Comanchana. Þá muni Comanch- arnir áreiðanlega hegna honum”. “Heyr! heyr!” hrópaði Griswold. “Þú ert þá viljugur að gleyma því, að eg bað Guluhendi að ríða með mér spölkom?” Andlit Griswold var fjörlegt. Hann var nú að brugga einhver ráð. Túlkurinn þýddi nú hrærigraut af Com- anchamáli og spönsku, og svaraði: “Segir, að það sé áreiðanlegt. Comanchun- um fellur þetta land. Comancharnir vilja ekki berjast. Segir ungu mennimir hans muni finna til í hjörtunum yfir tveimur konunum, sem vora drepnar. Segir, að ekkert geri til þótt hermenn séu drepnir. Ef konur séu drepnar, sé það svívirðing.” “Spurðu hann frá hvaða þjóð þetta sé?” Griswold sýndi Guluhendi skyndilega skóna, sem McMasters hafði haft með sér. Gamli hermaðurinn horfði einu sinni á skóna. Horfði lengi á þá, leit í annað sinn á þá. Andlitsdrættir hans stirðnuðu upp, furðusvipur kom á andlitið — afmynduðust svo af heift, undrun og sorg. Hann hrópaði upp og sveipaði svo teppinu um höfuð sér. “Segir, að þetta sé hans fólk, hans fjöl- skylda. Konurnar hans! Hann þekkir þessa skó.” “Gulahendi! Gulahendi!” sagði herforing- inn og hristi Indíánann. “Hlustaðu nú á mig! Þú ert höfðingi Comanchanna. Við erum á ráð- stefnu. Eg tala!” Hann dróiteppið frá andliti lndíánans. “Gulahendi, við höfum áram saman reynt að fá þig til að hætta að drepa hvíta menn á Llana öræfunum. Hinn mikli faðir hefir ætíð barist við þig drengilega. Hinn mikli faðir mun sveipa teppi sínu um höfuð sitt er hann heyrir um þetta. Hlustaðu nú á mig, Gulahendi. Höfðingjar svíkja ekki loforð sín. Ef við eltum manninn, sem gerði þetta — manninn, sem slapp burtu — og færam þér hann, og afhendum hann mönnum þínum, svo þeir geti hegnt honum, muntu þá trúa því, að hinn mikli faðir sé réttlátur í hjarta sínu?” “Segir já, að hann mundi trúa því.” Túlk- urinn hafði þýtt þetta nákvæmlega. “Hlustaðu nú á mig Gulahendi. Eg hefi reynt að fá hér stórt land með mörgum veiði- dýram handa Comancha og Kiowafólkinu; stað handa ykkur til að setjast að á. Þið hafið ekki viljað svara mér neinu. Eg hefi fylgst á eftir ykkur. Eg hefi gefið ykkur brauð. Eg hefi ekki drepið konurnar ykkar. Hlustaðu nú á mig, Gulahendi! Hvíti maðurinn flytur nú inn í veiðilöndin ykkar. Hvítu mennimir koma hing- að norður. Þú sérð þá. Ungu mennimir mínir með löngu hnífana koma líka. Þeir munu um- kringja ykkur, og era eins margir og blöðin á trjánum. Þið getið aldrei drepið þá alla. Þeir hafa byssu, sem skjóta í sjö daga. “Hlustaðu á mig, Gulahendi! Þegar vís- undarnir eru horfnir, munuð þið svelta. Eg gaf ykkur stórt land. Eg bað ykkur um að setjast þar að. Eg gerði við ykkur friðarsamning. Nú berst eg ekki við ykkur. Eg vil gefa ykkur góðan stað, margar mílur niðri við Washita- fjöllin, þar sem nóg er af veiðidýram.” “Hlustaðu á mig, Gulahendi! Biddu hann að svara mér, Danny! Ef eg geri nú alt þetta fyrir ykkur, og auk þess færi ykkur manninn, sem drap konurnar þínar, viljið þið þá koma og setjast að við hlið Kiowanna í þessu landi, þar sem margir menn búa af öðum þjóðum og hafa samið frið við hinn mikla föður? Danny, biddu hann að svara mér.” Gulahendi stökk nú á fætur, reif af sér teppið og stóð nú eins og indverskur hermaður og ræðumaður. Höfðingi yfir heilli þjóð, talaði hann nú við menn, sem ekki skildu hann; menr. sem sátu í kring um hann í myrkrinu. En mælska hans lét þá skilja hann. “Segist vera reiðubúinn að vera drepinn. Segist segja sannleikann. Segir að hjarta sitt sé sorgmætt vegna þess, að konurnar hans hafa verið drepnar. Segir, að ef þú viljir færa isér manninn, sem gerði það, þá skuli hann verða góður Indíáni. Segist vilja semja frið. Segist vilja setjast að hjá vinum sínum Kiowafólkinu. Segist ekki skuli gera neitt nú án vitundarvilja hins mikla föður. Segist ekki hafa neitt meira að segja.” “Heyr! heyr!” hrópaði foringinn. Hann rétti út hendina og tók um hendi Comanchans. Svo sneri hann sér til McMasters. “Við verðum að ná í Rudabough,” sagði hann. “Dauðann eða lifandi. Skilur þú hvað þetta þýðir? Sá maður, sem gerir það, verður til meiri blessunar fyrir Texas, en nokkur annar maður, sem Texas hefir uppfætt. Þetta lýkur Comancha ófriðnum. Það þýðir það að Coman- charnir taka sér bólfestu á afmældu svæði í Indíánalandinu. Jafnvel Indíánamir hafa hug- mynd um réttlæti. Eg vil ná í Rudabough, dauðan eða lifandi! Farið í burtu með hann piltar.” IHann benti liðþjálfanum. “Gefðu þessum manni mat. Gefðu honum kaffi, sykur, hvað sem við höfum. Þetta er vel af sér vikið á einni nótt!” Hann hélt áfram samræðum sínum við Mc- Masters á meðan hann gekk fram og aftur, allur í uppnámi. “Ef við getum komið friði á í Texas og opnað landið vestur handa landnemum. Já, þá opnum við leið fyrir hjarðirnar alla leið yfir Llano öræfin. Aðrar hjarðir. Þú getur verið viss um að aðrir munu fylgja í fótspor ykkar lengra vestur, undir eins og leiðin er fær. Eg vildi miklu fremur berjast við Indíánana, en mata þá, en verði eg að gera hvortveggja, vil eg gera það á ærlegan hátt.” WINNIPEG, 24. MARZ 1948 “Nú vil eg fá Rudabough. Þegar við höf- um komið honum hingað, höfum við gert meira fyrir Texas og griparæktina, en allar járnbraut- irnar og allar stjórnir Bandaríkjanna hafa gert hingað til. Mig langar til að sjá þetta illa hrak- menni, sem myrðir kvenfólk. Mig langar til að sjá framan :í hann.” “Gulahendi,” sagði hann og sneri sér nú að Comanchanum, “hendur þínar eru ekki lengur bundnar. Farðu til fólks þíns á morgun. Þú getur riðið þangað aleinn ef þú vilt. Segðu fólki þínu, að eg fari aftur til herbúða minna hjá Wishita fjöllum og setjist þar að. iSegðu þeim, að eg muni ekki fylgjast eftir þeim í sum- ar. Segðu þeim að hinir ungu menn mínir leiti eftir manninum, sem drap konur þínar. Allir þessir menn íffunu leggja af stað herbúnir, og ekki létta fyr, en þeir koma aftur með manninn. Og Dennis, útþýddu þetta fyrir Indíánann”. “Og eg óska þér, góða mín, hinna sólrík- ustu daga og stjörnubjörtustu nótta!” Hinn gamli hermaður leit inn í hin á- hyggjufullu augu hennar. Hann vildi ekki hlusta á hin hikandi þakkarorð hennar. Merki var gefið. Fylkingin skipaði sér og reið burtu með blaktandi fánum í broddi fylk- ingar. Þeir gerðu skyldur sínar í kyrþey, án þess að fá þakklæti frá neinum, en allir settu út á þá. Þeir voru hermenn, sem höfðu bjargað heilu landi, og áttu engu fyrir að mæta nema misskilningi; jafnvel þann dag í dag, að vera fyrirlitnir af oss, sem ekkert vissum hvemig dæma iskyldi. ★ “Það virðist sem þú sért að fara frá okkur líka,” sagði Nabours og kinkaði kolli í áttina til söðlaða hestsins, sem McMasters reið og áburðar hestsins sem hjá honum stóð. “Já,” svaraði McMasters á sinn þurlega og óþýða hátt. “Eg vildi bara óska, að þú færir hvergi. Mönnunum mun líka falla illa að þú farir. Þeir eiga bara bágt með að láta tilfinningar sínar í ljósi. En áður en þú ferð norður — og eg hugsa * að eg skilji hversvegna þú ferð — vildi eg að þú vildir gefa mér einhverja hugmynd um landið framundan. Þú veist meira um það, og hefir séð meira af því en eg.” “Eg vildi bara eg gæti hjálpað ykkur yfir Washita fljótið,” sagði hann, “en þú munt komast að raun um, að ekki er örðugt að komast yfir það; að því eru brattir bakkar, og áin er staumhörð en mjó. Það er bezt að byggja fleka til að ferja vagnana yfir. Næsta stóráin er Canada áin. Hún verður á leið ykkar, og er sú hlykkjóttasta á í öllum heimi. Hún er vatns- meiri en stóra fljótið. Þið verðið víst að sund- ríða hana, en þið komist yfir hana. Síðan farið þið í gegnum eikarskóg, og komið síðan að Cimmaron. Hún er auðveld yfirferðar. Strax og þið komið yfir hana, eruð þið nálægt 36 breiddargráðunni. Mætti næstum segja, að þið værað komnir út úr suðrinu og inn í norður- hluta landsins. Faði minn og Lockhart gamli ofursti sögðu mér ætíð, að menn ættu að láta nautin vera yfir veturinn fyrir norðan þessa línu. Þeir sögðu að þá batnaði í þeim öll pest. Sumt af Texas nautum fékk pest eins langt norður og Illinois, það bætti ekkert fyrir áliti þeirra. Jæja, þegar þið komið norður fyrir hina þrítugustu og sjöttu, þá er bara Salthvíslin og Arkansas áin á milli ykkar Stóru-Arkansas. Hún fellur út úr Kansas, ekki langt frá þeim stað, sem þið farið yfir Kansas landamærin.” “Þetta virðist löng leið,” svaraði Jim Na- bours. “Já, þegar þið komið þangað norður, komið þið að því bezta haglendi, sem til er á guðs- grænni jörð. Það nær yfir þúsund mílna svæði, og þar era engin rtaut til. Það þarfnast naut- gripa alveg eins mikið og nautgripir okkar þarfnast markaðar. Jæja, þið sjáið þetta alt þegar þið komið þangað.” Ætíð spar á orðin sneri hann sér við og steig á bak. Hann laut niður og rétti hesta- sveininum, Cinquo Centavos hendina. “Við björguðum henni, herra sýslumaður,” sagði hann. En Dan McMasters leit ekki einu sinni á lokuðu kerruna, sem nú var eini bústaður Tai- síu Lockhart. “Nú geta allir farið hvert sem þeir vilja nema við,” sagði Na'bours og gekk að hesti sín- um. “Áður en eg þarf kort, þarf eg naut. Komið piltar, við verðum að safna þeim ennþá einu sinni. Eg er heppinn ef eg hefi sjö og hálfa kú þegar eg kem til Abilene.” 31. Kapítuli. “Rekið þau áfram piltar! Við skulum sjá hvað næst kemur fyrir.” Rödd McMasters var raunaleg, brottför McMasters og hermannanna hafði vakið mikinn söknuð í hugum mannanna. Þeir vora farnir að mögla og missa kjarkinn. Þetta var eftir tveggja daga reið við að safna hjörðinni. Margt nautanna hafði stansað í skóg- arþykkinu við Washita ána, og af þeirri ástæðu var skaðinn ekki eins mikill. Það var ennþá snemma dags, og iþótt þeir væra svefnlausir og þreyttir, þá kvartaði enginn og verk dagsins fór rétt fram.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.