Heimskringla - 24.03.1948, Page 5

Heimskringla - 24.03.1948, Page 5
WINNIPEG, 24. MARZ 1948 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA fróðleg og falleg BóK UM HEKLUGOSIB Eftir próf. Richard Beck Heklugos 1947. Eftir Guð- mund Einarsson frá Mið- dal og Guðmund Kjartans- son. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónsso'nar, Reeykja- vik, 1947. • £>að fór að vonum, að þess yrði eigi lengi að bíða, að út kæmi á Islandi rit um Heklugos- ið, jafn mikla athygli og það hef- ir vakið innan lands og utan. Mun ofannefnd bók, sem hér verður stuttlega gerð að umtals- efni, fyrsta rit þess efnis, og er þar vel úr hlaði farið, því að hún er bæði fróðleg mjög og að sama skapi vönduð og falleg að frá- gangi, höfundi, útgefanda og öðrum hlutaðeigendum til sæmd- ar. Bókin er í tveim aðalköflum. Fyrri hlutinn eftir Guðmund myndhöggvara Einarsson frá Miðdal, ferðagarp mikinn Víða um lönd, segir frá ferðum ís- lenzkra “Fjallamanna” á gos- stöðvarnar við Heklu, en þeir höfðu einmitt ákveðið að fara í fjallaför rétt um það leyti, sem gosið hófst, og voru í hópi hinna fyrstu aðkomumanna, sem komu á vettvang snemma fyrsta gos- daginn. Lýsir Guðmundur byrj- un gossins eftir frásögn manna í nágrenni við Heklu, er sáu það hefjast, og síðan eftir feigin sjón og reynd, bæði úr nálægð á jörðu og úr loftinu, en hann flaug yfir eldsvæðið oftar en oinu sinni. Er lýsing hans litauðug og til- þrifamikil, enda hefir hann áður sýnt það í ferðalýsingum sín- um, að honum lætur vel að gera þær lifandi og minnisstæðar. — Verða menn að lesa frásögn hans um gosið til þess að njóta henn- sr til fulls, en teknar skulu þó UPP nokkrar málsgreinar úr henni. Þannig lýsir hann gosinu fyrsta kvöldið: “Þegar dimma tók sást greini- mga, að gígarnir spúðu hraun- leðju í gusum hátt í loft upp og að grjótflug var mikið. Voru ( gusurnar stundum líkar eldfoss- Um. Brennandi sprengilogar lýstu Umhverfið og stundum urðu á- rekstrar í bólstrunum og lýstu þá þrumufleygar hinar hnykl- °ttu bungur þeirra. Sauðafell og Bjallarnir voru uú vafðir bláleitum dauðafölva, °g bleikrauð skýjabönd mynd- uðu lárétta hringi um gossúlurn- ar neðanverðar. Hið efra 'litaði kvöldsólin ennþá gosmekkina, er hæst bar, en þeir þyrluðust upp jafnan með nokkurra mín- útna fresti .úr tveim gígum, sín-1 um 1 hvorri öxl Heklu. Gosmekkimir úr vestri gígn- um stóra voru svo miklir, að bólstrarnir virturst gnæfa yfir höfðum okkar. Frost var á um kvöldið og ís- köld nepja stóð af jöklunum á hálendinu (Langjökli og Hofs- jökli). Þegar kólna tók hreins- sði Hekla sig alveg, svo að allur kamburinn sást greinilega. Virt- ist hann þá allur loga, heljar- hjörg slöngvuðust hátt í loft upp. Þetta kvöld flaug Smári Karlsson austur að Heklu með farþega. Hann mældi falltíma eins klettsins, er slöngvaðist hvað hæst, var hann seytján sekúndur að falla. Sáust nú hraunstraumarnir vel, því þeir voru rauðglóandi efst, jaðrar þeirra glóðu neðar í hlíðum, en miðjan var þá farin að mynda dökka skán. Með sjón- auka sást glöggt, hvemig óbráð- in björg veltust í hraunleðjunni eins og snjókúlur í brekku. Vafa lítið voru það klettar úr hinu gamla hrauni, sem eldflóðið sprengdi upp með þunga sínum og 900 gráðu hita. Heyrðist urg- hljóð og brestir, er björgin skullu saman eða steyptu stömpum í hlíðinni. Hinsvegar var litur flug- bjarga þeirra, er þeyttust upp úr gígnum, miklu bjartari — nó- lega hvít glóð; — teljum við, sem erum vanir að brenna leir, að slíkur litur á glóandi basisk- um efnum sé milli 1000 og 1100 gráður á Celöíus — eða nærri bræðslumarki. Stundum ruddust biksvartir öskubólstrar upp úr gígunum. Myrkvaðist þá ásjóna fjallsins í bili, rómur þess varð dimmur og geigvænlegur líkt og rándýrs- öskur í fjarlægð.” Eigi mega lesendur þó ætla, að Guðmundur Einarsson tak- marki lýsingu sína aðeins við það mikla náttúruundur, sem slíkt eldgos er. Hann er sér eigi síður meðvitandi þess tjóns, sem það hefir í för með sér, og þeirri hliðinni lýsir hann jafn glögg- lega í frásögn sinni. í öðrum kafla ritsins rekur Guðmundur Kjartansson jarð- fræðingar sögu Heklu í megin- dráttum, mjög skipulega og gagnort, og lýsir gosum hennar frá fyrstu tíð og fram á síðari ár, er hún gaus seinast. Er mikill fróðleikur samandreginn í yfirlitsgrein þessari, þó stiklað sé á stóru, meðal annars um myndun Heklu og aldur Heklu- hrauna. Þessum frásögnum fylgja þv1!- næst nálega 50 heilsíðu ljós- myndir af Heklu, umhverfi hennar og gosinu, eftir ýmsa höfunda. Eru þær allar góðar og sumar tilkomumiklar mjög, sér- staklega litmyndin eftir Halld., E. Arnórsson, sem öndvegi skip- ar, og gefur ágæta hugmynd um ægileik gossins og hina glóandi streymandi hraunefli. Síðasti hluti bókarinnar er ensk þýðing á öllu meginmáli hennar, eftir Bjarna Guðmunds- son blaðafulltrúa í utanríkis- ráðuneytinu, þrýðisvel af hendi leyst, eins og vænta mátti. Tit- ílsblaðið er einnig á ensku og íslenzku og ennfremur heiti mynda og skýringar. Var það vel ráðið að gera bókina þannig úr garði, því að hún er ágætlega >til þess fallin, bæði um efni og ytri búning, að komast í hendur útlendinga, og líklegt, að margir utan íslands vilji eignast hana. MYNDIR f ÁSBYRGI Wedding Invitatlons and announcements H j úskapar-boðsbréf og tilkynningar, eins vönduð og vel úr garði gerð eins ög nokkurstaðar er hægt að fá, getur fólk fengið prentuð hjá Viking Press Ltd. Það borgar sig að líta þar inn og sjá hvað er á boðstólum. * * * Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Arna Bjarnarsyni, Akureyri, ísland. Tilkynning Umboðsmaður okkar á Islandi er Björn Guðmunds son, Mávahllíð 37, Reykjavík. — Hann tekur á móti pönt- unum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. Kaupendur blaðanna eru vinsamlega beðnir að til- kynna umboðsmanni vorum vanskil á blöðunum, og einnig ef breytt er um verustað. Heimskringla og Lögberg Eftir Þorbjörgu Ámadóttir Alt af síðan eg var bam, hefir mig dreymt um það að fá að sjá Ásbyrgi. Hún föðursystir mín, sem á æskuárum sínum dvaldi í Svínadal í Kelduhverfi, tæpra tveggja tíma reið frá Ásbyrgi, sagði mér margt um fegurð og yndisleik byrgisins. Hún lýsti því hvernig sólargeislamir léku sér á hamrabrúnunum á morgn- ana, þegar loftið endurómaði af fuglasöng, og skógarhríslurnar bærðust með titrandi laufum í vorgolunni. Þegar daggperlum- ar glitruðu á beitilynginu og ein irnum, og litlu bláu blómin gægðust upp úr þúfunum. En kringum skóginn og beitilyngið og einirinn og litlu bláu blóm- in vafðist dásamlegur hamra- veggur með ótal myndum. — Þegar kallað var hátt inni í byrg inu endurómaði hljóðið í hömr- unum. Hver veit nema álfar og fornar vættir byggju í hamra- veggnum? Víst var um það að þegar litið var inn í byrgið frá munnanum þá sýndist það allt af blátt — blátt af álfasveim, blátt af draumum, og blátt af vonum. Eg gekk inn í byrgið í fyrsta sinn á fögru sumarkvöldi. Geisl- ar kvöldsólarinnar þeystu í elt- ingaleik yfir hamrastallana. Inst inni í byrginu lá blá móða undir klettunum. Þegar eg hóaði gall bergmálið við í kvöldkyrðinni. Beitilyngið ilmaði og einirinn hjúfraði sig upp að þúfunum. —j Lítil blá blóm fögnuðu kvöld-^ skininu, og skamt álengdar sá eg undursamlega grænar reyni ( hríslur innan um birkiskóginn. | Mér varð litið á hamravegg-1 inn hægra megin við veginn, og eg nam undrandi staðar um leið og eg dró djúpt andann. Þarna í berginu var þá mynd af tveim stórum fílum, sem nudduðu saman rönunum. Og en hvað þetta var skrítið — fyrir ofan fílana var höfuð með ógnarlangt nef, sem lagðist þétt að hálsin- um á mannveru, sem óvættur-j inn beit á barkann og saug úr blóðið. Útsogið, aflvana höfuð fórnardýrsins hallaðist út á hlið ina. Augnatætturnar voru holar og vangarnir kinnfiskasognir. Höfuðið líktist fremur hauskúpu af beinagrind, en mannsmynd af holdi og blóði. Varúlfurinn og fórnardýr hans. Eg leit fram og aftur um byrg- ið og sá að eg mundi um það bil hálfijuð frá innganginum. Töfr- ar byrgsins læstu sig um mig.1 Eg gat ekki slitið augun frá hamraveggnum. — Myndimar þutu fram hjá. Þarna var mynd af þéttvaxinni konu í víðu pilsi. Hún hélt á barni í fanginu. Lát- laus og eðlileg mynd samanbor- ið við varúlfinn. Skamt frá rétti ungur, beinvaxinn víkingur í spangabrynju fram hendurnar, og horfð itil suðurs. Ofar í hamr- inum mátti sjá bustina á göml-| um torbæ. En hvað kom þama? Tvö andlit, vangi við vanga. —j Annað andlitið glampaði af á- nægju, hitt drjúpti í sorg. Gleði og harmur. Táknræn andlit, sem eg hefi séð á ótal leikskrám. i Inst inni í byrginu er dálítil tjörn. Eg settist á stein við tjörn- ina og horfði niður í blágrænt vatnið. Tvær endur syntu rólega fram og aftur. Skamt frá var hóað. Bergmálið trallaði í hömr- unum. Nú var eg komin alveg inn í blámann, sem eg hafði séð áður en eg fór inn í byrgið. En eg sá hann ekki lengur. Þó sakn- aði eg hans ekki. Djúpur friður hafði gagntekið huga minn. Eg leit upp eftir hamraveggn- um. Það var dálítið skarð í brún- inni fyrir honum miðjum. Fyrir ueðan skarðið var veggurinn dekkri, eins og þar hafi vatn seitlað niður. Dökki bletturinn líktist ungri stúlku í hálfsíðum kjól. Pilsið var missítt með klauf um að neðan. Það var eins og stúlkan hefði staðið undir helli- skúr, og vatnið streymdi úr föt- unum hennar. Fyrir ofan stúlkuna og lítið eitt til hægri var ljómandi eng- ilshöfuð. Vanginn var mjúkur| eins og á barni, kinnin ávöl, og I nefið beint. Svipurinn bjarturj og hreinn. Of yfir höfðinu lá! geislabaugur, sem breiddist út eins og blævængur. Lengra til hægri og ofar sá eg stórt andlit af miðaldra manni með yfirskegg. Djúp rósemi og íhygli hvíldi yfir svipnum, ró- semi bóndans, sem horfir yfir landið, sem hann hefur ræktað og sér grasið gróa undan hönd- um sér. En alveg uppá brúninni og enn til hægri stóð þyrping af mönnum í óbrotnum kuflum. Alþýðumenn, munkar, postular? Þeir gátu vel verið allt þetta. Uppi í brúninni vinstra megin við hamraklaufina, sást á vang- ann á öldruðum manni með strýtumyndað hökuskegg. Stund um glotti hann, stundum var hann alvarlegur á svip, eftir því hvernig eg færði mig til. Maður. sem grúskar í bókum. Ef til vill biskup. Við hlið hans var röð af andlitum. Andlit grúskara eða lærðra manna. Kvöldið var áliðið. Eg reif mig upp úr draumórunum. Jú, bláminn var hér þó eg sæi hann ekki. Eg fann hann. Eg labbaði kringum tjörnina og klifraði upp slakkann undir. hömrunum, inst inni í byrginu. I Þegar eg var komin upp að skrið j unni settist eg niður. Nú sá eg yfir allt byrgið. Eg sá skeifuna með skógi og lyngi, og hóftung- una á miðja byrginu. Eg lokaði augunum snöggvast og opnaði þau svo aftur. Jú, eg var stödd í Ásbyrgi. í heimi ævintýranna, í heimi álfanna, í heim draum- anna. Mér fannst eg heyra und- arlega óma berast út úr berginu. Æ, það var víst vatn, sem seitl- aði. Eg leit aftur yfir byrgið og sá að yfir því öllu hvíldi nú bláa móða álfasveimsins, draumanna, og vonanna. BflRLEY C0NTEST WINNERS Wmi w \ jgg ' ' G. Elias J. F. Bradley K. D. Bradley W. E. Campbell Four Manitoba farmers won $1.000 in the 1947 National Barley Contest sponsored by the Brewing and Maiting Industries. As Provincial Winners in Manitoba, they are in the finals with the four Provincial Winners from Saskatchewan and also Alberta, for the major National Awards to be announced March 28th. George G. Elias. HaSkett, National Champion in the 1946 Contest, is Manitoba Champion again for 1947. Left to right in the picture are: Mr. Elias; J. F. Bradley, Portage la Prairie; his son, Keith D. Bradley. oí Portage la Prairie, and W. Earl Campbeil, Heaslip. í Frakklandi mun gæta “tals-j verðs öngþveitis” og menn; munu deila um námurnar í Saar. Um sumarið mun “tigið fólk ganga í hjónaband” undir haust- ið verður brezku stjórninni breytt og þá munu verða upp- þot og sprengingar í Frakklandi. 1 Belgíu mun verða deilt um konungdæmið og deilurnar í Pal estínu verða leystár að nokkuru. Banatilræði Ritsjóri almanaksins er mjög nákvæmur í flestum spádóm- um sínum. Hann segir til dæm- is, að þ. 9. ágúst muni Japans- keisara verða sýnt tilræði og sama mánuð verði boðið út ensk um hersveitum. Þ. 19. ágúst mun verða mannslát í Bretlandi, sem mun valda þjóðarsorg. Vísir 21. jan. TIL KAÞÓLSKRA SMÁVEGIS TILEINKAÐ hundrað ára minningu séra Valdimars Briem Almanak Gamla Móra boðar mikil tíðindi og ill þ. ár London, Eng. — Það var hlegið, þegar Almanak Gamla Móra (Old Moore’s Almanack) spáði stórviðburðum á stjóm- málasviðinu og 18 mánuðum síð- ar var ráðstefnan í Munchen haldin. Almanak Gamla Móra, sem kom út í fyrsta sinn árið 1697, sagði og fyrir stórkostlegan kosn ingasigur Verkamannaflokksins árið 1945. Menn brostu í kamp- inn — þetta var árið 1944 — en það stóð heima samt. Almanak-j ið spáði og því, að Hitler tæki Austurríki, allsherjarverkfall- inu í Bretlandi 1926, upphafi síðustu styrjaldar og að kjarn-j orkusprengju yrði beitt gegn Japan. Allt stóð heima. Nú gerist hugur hljóður sem hjartað niður drúpi; svo þung eg ber í brjósti mín blóm að Stóra Núpi. Eg kem í kirkjugarðinn, guðs kærleik vil eg lofa, sem visaði mér veginn, hvar vinimir hans sofa. Eg legg mín blóm á leiðin, lauguð í hjartans tárum; þau fölna ei né fyrnast fundin í gömlum sárum. Það hringir kirkjuklukkan, klökkvi frá brjósti stígur, í lotning höfuð lútir, í leiðslu sálni hnígur. Þá kveð eg kirkjugarðinn, sé kross brautinni yfir. 1 guðsdóms geisla rúnum hinn góði maður lifir. Nú aftur út um hliðið, önd mín til drottins biður, sem hjartasláttinn heyrir; hans náð mig áfram styður. Ingibjörg Guðmundsson Hugsað eftir að lesa frá Steingr. Arason, um hundrað ára minningu séra Valdimars Briem. Hinn heilagi faðir, páfinn Píus, hefir nú stuðlað til þess náðarsamlegast, að rómversk ka- þólskir hermenn, sem féllu í val í síðasta stríði, án þess að verða aðnjótandi hinstu syndalausnar (extreme unction), megi nú vera leystir úr hreinsunareldinum, á þessum páskum fyrir bænir og játningar aðstandenda þeirra, sem enn eru á lífi. Tilkynning um þessa mildi og tilhliðrunar- semi hins heilaga föðurs, hefir verið birt í blöðum og útvarpi nýlega. L.-F. SNEMMA SÁÐNAR TOMATOS Vordaga Chatham Þœr allra íyrstu Tomatos— hvar sem eru í Canada. Ómetanlegar fyrir norðrið og vestrið og aðra staði sem hafa stuttar árs- tiðir. Einnig mjög ákjósanlegar á öðrum stöðum fyrir fljóta sprettu og gæði, eru fullþroska tveim vikum eða meir á undan öðrum ávöxtum. Reyndust ágætlega í sléttufylkjun- um 1943 og 1944, þar með taldir staðir svo sem Lethbridge og Brooks í Alberta; Indian Head og Swift Cur- rent í Sask., Brandon og Morden í Man. I kringum Calgary, þar sem gengu fyrst undir nafninu “Alberta”, urðu garðyrkjumenn alveg undradi yfir þeim. 1 Lethbridge voru “Vor- daga Chatham” fullþroskaðar viku til tólf dögum á undan öðrum garðá- vöxtum. I Morden, Man., var vöxtur þeirra frá 20% til 40% meiri en nokkur önnur snemma þroskuð garð tegund. “Vordaga Chatham” eru smáar, þurfa ekki að binda upp, og má planta tvö fet á hvern veg. Eplið samsvarar sér vel, fallegt i lögun og að lit, fyrirtaks bragðgott. Er um 2(4 þml. í þvermál, en oftast þó meira. Pantið eftir þessari auglýsing. En þar sem eigi er nægilegt útsæði að fá getum við ekki sent meira en fram er tekið. (Pk. 15?) (oz. 75?) póstfrítt. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1948 Stœrri en nokkru sinni fyr 37 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario Framvegis verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu. hiá hr. bóksala Lárusi Blöndal, Skóla vörðustíg 2, Reykjavík, Island. Ár raunsæisins Menn brosa samt að því, sem 1 almanakið spáir að gerast muni á þessu ári. — Það spáir j miklum tíðindum og illum. 1 Bretlandi á til dæmis að skella á allsherjarverkfall seint í febr- úar og gerist ef til vill nauðsyn- legt að beita herliði. Bandaríkja- menn í austurfylkjunum munu ekki hafa mikið tóm til að hugsa j um þenna fyrrverandi banda- j mann, því að “þar í landi mun skella yfir alda glæpa og — brenna”. Washington og Moskva í Washington munu menn ger ast gramir í sambandi við utan- ríkisverzlun og alþjóðalán en stjórnin í Kremlin mun “reyn- ast heldur sáttfúsari og friðsam- ari út á við og inn á við”. Það mun takast að koma á sættum á Indlandi fyrir tilstilli furstanna, VERZLUNARSKÓLANÁM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vérhöfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG MANITOBA OOCCCl

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.