Heimskringla - 24.03.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.03.1948, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. MARZ 1948 Irehnsimngk (StofnuO 188«) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Cigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON “Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS IJMITED 853 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 KORE A Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 24. MARZ 1948 Lögeggjan (Meginatriðin úr ræðu Trumans) Talið er að Truman Bandaríkja-forseti hafi haldið kröftugri og áhrifameiri ræðu fyrir sameinuðu þingi, í vikunni sem leið, heldur fen nokkru sinni áður á hans stjórnartíð. Var aðal eíni ræðu hans að biðja þingið að samþykkja endurreisn (bráðabirgða) herliðssamdráttar, til þess að koma í veg fyrir alment stríð, þar sem heimurinn Horfðist í augu við ógnir þær, er stöfuðu af sívax- andi útbreiðslu rússneskra yfirráða. Forsetinn bar einnig fram, á þessum sérstaka og sérstæða fundi sameinaðs þings, stranga beiðni um tafarlausa lagasamþykt þingsins um almennan herafla, og endurreisnar-áætlanirnar í Evrópu. Varaði hann við því, að Rússar og fylgifiskar þeirra virtust hafa allan hug á því að undiroka öll Evrópu-löndin, og gera þau sér að öllu leyti undirgefin. Þessvegna riði á að lýðræðislöndin byggju sig sem bezt undir að greiða fómargjöld fyrir alheimsfrið, eða þau þyrftu áreiðan- lega að greiða þau þungu gjöld fyrir alheimsstríð. Það þykir einsætt, að aldrei fyr í opinberri ræðu, hefir Tru- man forseti dæmt framkomu og gerðir Sovét-sambandsins eins 'þunglega, og að þessu sinni. Kvað hann það ljósara en frá þyrfti að skýra, að ávalt síðan bardögum og blóðsúthellingum hins síð- asta stríðs lauk, hefðu Rússar (Sovét-sambandið), umboðsmenn þeirra og þjónar, unnið að því að rífa niður og eyðileggja sjálfs- forræði og lýðræðishugsjónir hverrar þjóðarinnar eftir aðra í Austur og Mið-Evrópu. Væri það sýnileg áform þeirra til yfir- ráða, og harðýðgisleg aðferð þeirra til kúgunar, er komið hefði fram við hverja frjálsa þjóð a£ annari, er valdið hefði hinu sorg- lega hættulega ástandi, sem nú ríkir í Evrópu. Einum klukkutíma áður en forsetinn hélt ræðu sína, höfðu foringjar (Republicana) endurtekið þá ákvörðun sína að Bandaríkin yrðu útbúin með hinu bezta flugliði, og hinum fullkomnustu flugvarnartækjum, sem til væru í heiminum. Þingforseti, Joseph W. Martin, kvað það einróma álit þing- nefndar, að meira fé bæri að veita loftvarnadeldinni (flugherlið- inu), en beðið hefði verið um. Mr. Truman veik ekki sérstaklega að flugvömunum í ræðu sinni, en hann sagði að Bandaríkin yrðu að vera reiðubúin að taka hverja þá ákvörðun, og vinna af alefli að hverjum þeim undirbúningi, er kæmi í veg fyrir stríð, en trygði alheimsfriðnum fult öryggi. Kvað hann til þess þurfa sterkan, og1 og firti sig ábyrgð allri með því, nægilega vel útbúinn herafla. Viðurkendi hann að ávalt hefði getur hafa verið þeim ofarlega í það hættu í för með sér að hefjast handa, byrja á verknaði, og svo huga. En hvað stoðar hlutleysl yrði að þessu sinni, en ennlþá hættulegra væri að bregðast nauðsyn- legum skyldum, og vera varbúinn þegar hættuna bæri að höndum. Á fundi Sameinuðu þjóðanna, var nýlepa samþykt, að láta kosningar fara fram í suðurhluta Koreu og að sá hluti landsins tæki eftir þær við sjálfsforræði sínu, hvaða stjómmálaflokkur sem hlutskarpastur yrði. Kosning þessi átti uppruna lega einnig að ná til norður hluta Koreu. En eftirlit þess hluta landsins höfðu Rússar að japanska stríðinu loknu. Suð- urhlutinn var undir eftirliti Bandaríkjamanna. Þegar tími þótti til kominn, var svo til ætl «xst að alt landið yrði sjálfu sér ráðandi og kosningar færu fram. En Rússar neituðu þessu er til kom. Var þá flúið á náðir Sameinuðu iþjóðanna með málið Þær lögðu strax til, að kosning- ar færu fram og sendu nefnd til Koreu til að hafa eftirlit með þeim. En þegar kom á landamæri Norður-Koreu, bönnuðu Rússar nefndinni inngöngu í þann hluta landsins, er þeir réðu yfir. Höfðu þeir þá myndað þar kommún- istastjórn. . Sameinuðu þjóðirnar urðu þama í dálítilli klípu, en virð- ast þó ákveðnar í að kosningar fari fram í suður hluta landsins hvað sem norður hlutanúm líð- ur. Þykir mörgum sem Rússum sé ofmikil vægð sýnd með þessu og telji það Sameinuðu þjóðun- um til álitshnekkis. En við það verða þær nú að sætta sig og Koreu-búar við skaðann. En það er annað en þetta, sem athygli margs Canada-borgara mun vekja. Þegar atkvæða- greiðslan fór fram á fundi Sam- einuðu þjóðanna um að hafa kosningar í suður hluta landsins, var yfirfljótanlegur meirihluti með því. Ein hinna fáu vestlægu þjóða, sem á móti henni vom, var Canada. Um ástæður fyrir því, er ekki ljóst. Það var eitthvað kýtt um það, að Sameinuðu þjóðirnar hefðu ekki vald til að skipa fyrir um kosningar fyr en á almennu þingi, en fulltrúar Canada gáfu það ekki sem ástæður sínar fyrir að vera á móti hinum mikla meirihluta, er með kosningu var. Að þeir hafi álitið farsælast, að Canada væri hlutlaust í málinu nú á tímum? Menn í félögum verða að ans. Ef það væri ekki svo, væri enginn félagsskapur til. HERRAR OG FRÚR Að eigi hefir enn tekist á neinn hátt að stuðla að friði og öryggi, sætta sgi við úrskurð meiri hlut- kvað hann algerlega sök Rússa. Sagði hann, að sökum þvergirðings þeirrar einu þjóðar, hefðu allar friðartilraunir á öllum ráðstefnum að þessu, mistekist. Sú þjóð, eða lögskipaðir fulltrúar hennar, hefði eigi aðeins neitað harðlega allri samvinnu í áttina til heiðarlegra friðarsamn- Það hafa á síðari árum birst mga, heldur það sem verra væri, staðið þvert í vegi fyrir að nokk- nokkrar greinar í blöðum heima uð yrði aðgert er stefndi að alheimsfriði. Hefðu Rússar þrásinnis um hvernig bezt við ætti að gengði fram hjá, og brotið lög á þeim aðferðum og ákvæðum, er til titla menn og konur { ræðu og mála hefðu komið til að byggja þann grundvöll, er réttlátur friður riti_ £r mörgum illa við þá titla er nú eru notaðir, þykja þeir óþarflega margbrotnir hefði getað hvílt á. Fulltrúar Sovét-sambandsins hefðu með óaflátanlegum þráa kollvarpað öllum aðgerðum og samningstilraunum Sameinuðu! einkum þegar konur eiga í hlut, þjóðanna með því að misnota neitunarvaldið <the Veto), tuttugu og þar sem þær eru kallaðar frúr, tveimur sinnum á ekki fullum tveimur árum. Auk þess að þver- j húsfreyjur, ungfrúr, o. s. frv. í skallast við flestum tillögum og uppástungum frá lýðræðisrikjun- ritinu “Ófeigur”, sem Jónas al- um í friðaráttina, á öllum ráðstefnum, hefðu þeir (Rússar), fyrir þingismaður Jónsson gefur út. löngu sýnt þess glögg merki hvert stefndi með ágangi þeirra í var grein um þetta efni seint á Evrópu. Kvað hann skemst á að minnast, er stjórnarbreytingu 1 árniu 1947. Vegna þess að marg hefði verið þröngvað upp á Tékkóslóvakíu, með hinum eftir- ir munu hafa gaman af að lesa minnilegustu atburðum, þar sem áhrifum kommúnista hefði verið greinina birtum vér hana hér beitt vægðarlaust til þess að kollvarpa lýðræðisstjórn. Sagði Mr. Truman að þrengingarkostir Rússa gagnvart Finn- landi, væru af sama toga spunnir, og með þeim væri allur Skandinavíu skaginn í hinni mestu hættu, að sömu örlög biðu þeirra landa. Rússar hefðu ávalt staðið á móti því að Bandaríkin Eiga konur að njóta minni réttar en karlmenn? 1 fyrra bar eg fram á alþingi tillögur, í þá átt, að “frú” skyldi “Herra’ karla. er Jón samskonar heiti forseti Pálmason létu af hendi nokkra hjálp eða fjárstyrk til hinna nauðstöddu | vera ávarpsheiti allra kvenna. landa Evrópu. Kvað Mr. Truman það altaf hafa verið þymir í þeirra augum að hin 16 Evrópulönd yrðu fjárhagslega sjálfstæð. Ef endurreisn Evrópu ætti að komast í hið áætlaða horf, þyrftu hinar þurfandi fjárvana þjóðir skjóta og öfluga vemd, gegn utan að komandi og innbyrðis ágangi. Því hlytu Bandaríkin að standa reiðubúin og brynjuð, eigi aðeins sér sjálfum til varnar, heldur og þeim þjóðum til verndar, er opinskjaldaðar stæðu gegn frelsisráni og yfirgangi. í augu við þá staðreynd, að frelsi þerra væri hin mesta hætta bú- in. Kvað hann hina amerísku þjóð hafa rét til að búast við því, að . ,. _ _, . I stiornmalaþrætur kæmu aldrei í Að lokum sagði forsetmn, að Russar hefðu aldrei venð, og, c ■ . , * u • i *• c ' ■ , , ., . ’ B veg fynr samvinnu. Þioðm hefði yrðu aldrei utilokaðir fra nemum satta eða fnðarsamnmgum. . ® ....... , 6 1 fullan rett tu þess að vona að Hvorki Sovét-smabandið eða nokkur önnur þjóð, sem af alhug allir taki höndum saman, und- og einlægni leitaði asmvinnu um að vemda friðinn, Kvað hann antekningarlaust, í átökunum að það tímabil þegar komið, að allar þjóðir heimsins yrðu að horfast vernda friðinn í heiminum. bjargaði málinu með snarræði gegnum atkvæðagreiðslu, því allmargir þingmenn skyldu ekki þetta réttlætismál og vildu granda því. Samþykt tillögunn- ar gerði að vísu hugmynd þessa ekki að lagabókstaf, en greiddi fyrir venjumyndun. Er nú þeg- ar fenginn sýnilegur árangur. Forsetinn, biskupinn og allir aðrir karlmenn á Islandi, bæði ríkir og fátækir, kallast herrar. Áðtur hét, gift tilhaldskona i kaupstað, svo og kona embætt- ismanns eða stórbónda í sveit, “frú”. Fátækar konur í bæjum og nálega allar bændakonur í sveit, hétu húsfreyjur. Fallegt heiti að vísu, en orðið annars flokks í mannvirðingum. Ógift stúlka í bæ hét “fröken”, en í sveit “ungfrú”, eins þó að hún væri háöldruð. Fátækar stúlkur í sveit, voru á bréfum kallaðar “konan”, “ekkjan”, “stúlkan”. Sérstakt vandamál hefir þótúað ávarpa skriflega stúlku, sem átt hefir bam utan hjónabands. — Hinsvegar á faðir bamsins, hvort sem hann er giftur eða ógiftur, rétt á sama ávarpi og aðrir karlmenn. Það má fu^ðulegt heita að bolshevikar og súfra- gettur skuli ekki hafa fyrir löngu heimtað fult jafnrétti um ávarpsheiti kvenna og karla, en svo er ekki. Margar “frúr” langar ekki sértsaklega mikið til, að umkomulausar stúlkur liafi á bréfum sama titil eins og þær. Hitt skiftir þó meira máli, að ógifta stúlkan getur tæplega á kvennafundi risið upp og óskað eftir stuðningi kyn- systra sinna til að heita “frú”. Ógifta stúlkan veit, að um leið og hún ber fram þessa jafnrétt- isósk, er hún umkringd örvum spottsins. Það er létt að segja við slíka tillögukonu, að hún gæti auðveldlega útvegað sér frúarheitið með því að ná sér í eiginmann. Konur eru, sem von er til, lítt fúsar til að leggja einkalíf sitt undir almannadóm á þingum. Þessvegna þegja margar stúlkur um sitt réttleysi i þessu efni, en kvíða því þó, að geta ekki fengið bréf, blað eða útvarpsreikning án þess að finna ör stefna að sínu einkalífi, með særandi flokkun eftir stétt, efnum eða manngildi. Hér eiga karlmenn að koma til hjálpar með nokkrum riddaraskap. Þeir eiga að forða þúsundum ágætra íslenzkra kvenna frá óverð- skuldaðri móðgun, ótal sinnum ár hvert. Hér þarf ekki að inna af höndum erfiða fórn, ekki ann- að en veita öllum íslenzkum konum við öll viðeigandi tæki- færi, veglegasta ávarpstitilinn, sem efna og tilhaldskonur hafa fram á síðustu ár talið vera sér- eign þeirra. Langsamlega mest- ur hluti íslenzkra kvenna er vel kominn að því réttlæti, að ekki sé verið með ávarpsheitinu að hnýsast í einkamál þeirra eða flokka þær eftir atvinnu eða efnum. — Meiri hluti þingmanna virtist vilja unna konum þessarar réttarbótar. Má vænta, þegar málið hefir verið skýrt nokkru nánar, muni marg- faldur meirihluti karlmanna utan þings sýna konum í þessu efni sem öðrum þá virðingu, sem þær eiga skilið. Það munu flestir geta orðið sammála um það, sem í ofan skráðri grein er haldið fram. Úr því venjan er nú orðin sú, að nota ávarpstitla, mælir alt með, að það sé gert eins og lagt er til í greininni. En þeim er þetta ritar, hefir oft komið í hug, þeg- ar hann hefir lesið eitthvað um þetta efni, hvort ávarpstitla þurfi með í íslenzku eða nokkru öðru máli. — Þeir virðast vera hálfgert til lýta í íslenzku máli að minsta kosti. Það er eitthvað líkt með þá og titla manna í stöðum eða félögum; það þarf að gæta vel að því, að koma þeim þar fyrir sem þeir verða ekki til málskemda. Ekkij er hægt að segja herra læknir Jón Jónsson, svo vel sé, heldur herra Jón læknir Jónsson. Eins er með titla í bræðrafélögum. Bróðir Jón eða systir Sigríður, er algerlega rangt. Eins er með orðin herra og frú. Þau eru upp- tekt, sem léttvæg virðast í eins greinilegu máli og íslenzkan er. Er ekki alveg óþarft t. d. að rita utan á bréf herra Sigurður Ámason eða frú Guðlaug Geirs- dóttir? Nöfnin gefa alt það til kyrana, sem ávarpsheiti þessi gera. Og þá er þeim aðeins of- aukið, þua eru þá ópraktisk nokkurs konar hortittur. Engum núlifandi lslend|ingi kæmi til hugar að skrifa hr. Snorri Sturluson eða frú Guðrún Ósvífursdóttir. Um fyrstu for- eldra mannkynsins segir að guð hafi skapað þau mann og konu. Enginn mundi gera Adam upp þau orð, er guð vandaði um við hann fyrir að hafa étið hinn for- boðna ávöxt, og láta hann svara: “Frúin sem þú gafst mér, bauð mér að éta ávöxtinn og eg gerði það.” Þaning mætti endalaust tína til dæmis um að ávarpsheiti eða titlar eru ekki eiginleg í íslenzku máli, fremur en önnur orð, sem eiginnöfn karla og kvenna oft eru puntuð með. Þau verða að koma, sem viðurnefni og fara aldrei vel ef á undan eiginnafn- inu standa. Það var eitt sem mér þótti allra skemtilegast að heyra heima á Islandi, fyrir tveim ár- um er eg var þar staddur, að menn og konur voru yfirleitt nefnd nöfnum gínum, án nokk- urs ávarpheitis og kanske oftast fyrra eða skírnarnafninu einu. Þetta kvað hvarvetna við og við hverja sem í hlut áttu. Mér fanst þetta minna betur á bræðralag Islendinga, heldur en nokkurt hinna fögru orða, sem við heyrðum hvarvetna í garð Vestur-lslendinga um það. Lífsábyrgðaragent: Úr hverju dóu afi þinn og amma? Hinn vátrygði: Eg man nú ekki vel eftir því,.en eg þori að fullyrða, að það var ekkert hættulegt. HÆTT VIÐ SKIFTINGU PALESTINU Á fundi Sameinuðu þjóðanna í síðustu vikulok, var samþykt tillaga um að hætta við skift- ingu Palestínu milli Gyðinga og Araba. Það verður efalstu sagt, að Sameinuðu þjóðirnar séu að fara í gegnum sjálfar sig með þessu. En það er þó alveg óvíst að þær hafi nokkru sinni stigið heilla- vænna spor en þetta. Það vo-ru Bandaríkin, sem lögðu til að hætt væri við skift- ingu landsins, úr því að hún fengist ekki með friði. 1 stað þess lögðu þau til, að Sameinuðu þjóðirnar skipuðu fulltrúanefnd til stjórnar í landihu. Arabar urðu fegnastir manna fréttinni, en auðvitað ráða Gyð- ingar ekki við sig út af þessu. Telja þeir það Sameinuðu þjóðunum og Bandaríkjunum þá háðung, er seint muni yfir firn- ast í sögunni. Hitt sáu þeir ekki að væri nokkur háðung Sameinuðu þjóð- unum, sem fyrst og fremst eru friðarfélag, að steypa sér út í al- heimsstríð fyrir græðgi og óbil- girni Gyðinga eða leiðtoga þeirra í þessu máli. Gromyko, fulltrúi Rússa, var ekki sem ánægðastur með að Bandaríkin, sem ásamt Rússum, hefðu haldið fram skiftingu landsins, væru nú komin á aðra skoðun. Hann kvaðst ekkert geta lagt til þessa máls, fyr en hann hefði ráðfært sig við stjórn sína. Ef til þess kemur að fulltrúa- nefnd verður kosin af Samein- uðu þjóðunum, er það auðvitað á valdi Rússa að vera með í stjórn landsins. Kjósi þeir held- ur að halda sig við hin fyrri áform, skiftinguna, kostar það eflaust sundrungu og deilur. Sameinuðu þjóðirnar gera ekki ráð fyrir þessari fulltrúa- stjóm nema til bráða'birgða. Bretar hafa verið beðnir að halda áfram stjórn landsins eitt- hvað lengur en þeir ráðgerðu og er sagt að þeir hafi lofað því; þeir ætluðu burt úr Palestínu 15. maí. Það erfiðasta við að eiga í bráðina, er reiði Gyðinga. Hóta þeir Bandaríkjunum öllum þeim ógreiða, er þeir fái orkað. ITALÍU KOSNINGARNAR Á ítalíu fara fram almennar kosningar n. k. 18. apríl. Er mjög látið í veðri vaka að það geti haft mikla sögulega þýðingu, hvernig þeim ljúki. Kommúnistar eru sagðir mjög tiflugir í landinu. Nái þeir kosn- ingu, er auðskilið hvað af því getur leitt fyrir aðrar þjóðir Ev- rópu, og viðreisnarstarfið, sem þar er verið að skipuleggja með Marshall-áætluninni. Er kosningabaráttan þegar hafin og þykir mikið bera á ofsa og æsingum hjá báðum aðal- flokkunum, kommúnistum og núverandi stjómarflokki undir leiðsögn Gasperi, er lýðræðis- flokkar landsins fylgja og ka- þólskir. Hefir páfi þegar látið boð út ganga til kirkjulýðsins, að hefjast handa gegn kommún- istum. Að hinu leytinu hafa kommúnistar mikið hald á verkalýð bæjanna. En svo eru utan að komandi áhrif einnig mikil. Er í fréttum sagt, að Júgóslavar og Búlgarar styðji komúnistana, ekki einungis með áhrifum sínum, heldur einnig með fé og jafnvel vopnum. Og gauragangur sá sem nú stendur yfir í Trieste og á norður-landa- mærum Italíu milli Júgóslavíu og Búlgariíu annars vegar og stærri Sameinuðu þjóðanna, eða Bandarí'kjanna, Breta og Frakka hins vegar, er sagt til þess hald- ið uppi, af slavnesku ríkjunum, að vera kommúnistum á Italíu stuðningur í kosningunum. — Kváðu þar vopnabirgðir saman- komnar, er jafnvel er óttast að notaðar geti orðið fyrir kosn- ingarnar til að gera byltingu á Italíu, ef illa horfi fyrir kom- múnistum. Matvæli og hjálp berast og frá Bandaríkjunum til stjórnarinnar, sem sínu máli talar einnig í kosninugnum, enda þótt þar sé um fyrirfram lofaða hjálp eina að ræða. Á landamærum Grikklands kváðu slavnesku þjóðirnar einnig hafa vopnabirgðir, sem til þess séu ætlaðar, að hrifsa vissar borgir í norðurhluta landsins og stofn- setja þar til að byrja með kom- múnista stjórn til sóknar á grísku stjórnina. Sé alt þetta satt, er ærið útlit fyrir, að ítölsku kosningarnar verði ekki friðsamlegar, og að af þeim get- ur verið allra frétta von fram að 18. apríl. Skrifarinn: “Eg get ekki skrifað hérna fyrir kulda, mér er svo ískalt á fótunum.” Húsbóndinn: “Skrifið þér með fótunum, eg hélt að þér notuðuð hendurnar til þess”. * * » Skáldsöguhöfundurinn: “Hef- urðu lesið nýjustu söguna eftir mig, eða hvernig líkar þér hún?” Kunninginn: “Já, það er langt síðan eg hef lagt bók frá mér með jafn mikilli ánægju.” * * * Jón: “Nú er hann Bjarni á Seli stokkinn til Ameríku og hefir arfleitt sveitina að aleigu sinni” Hreppstjórinn: “Ætli það sé mikið”. Jón “Heilsulaus kona og 5 börn”. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta . islenzka vikublaðið

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.