Heimskringla - 24.03.1948, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.03.1948, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLfl WINNIPEG, 24. MARZ 1948 Silfurbruðkaup Mr. og Mrs. Th. Bardal Nýlunda má það heita, ef fréttir birtast í íslenzku blöðun- um frá Wynyard, Sask. í>að eru víst fleiri ár liðin síðan að nokk- uð hefir verið sent héðan til birtingar í íslenzku vikublöðun- um okkar, nema dánarfregnir og íslendingadags auglýsingar. — Aðal ástæðan fyrir slíku sinnu- leyis, er hið sífelt hnignandi heilsufar íslenzks félagsskapar. Hér fækkar óðum þeim mönn- um og konum sem fær eru að skrifa fréttagrein á íslenzku, og þó enn sé hér strjálingur af skáldum og hagyrðingum, brúka þeir ekki gáfur sínar til þess að skrifa almennar fréttir. Hér gerist þó enn ýmislegt í félagslífi bygðar okkar sem ís- lendingar standa fyrir eða eru heiðraðir með, svo sem eins og þegar málsmetandi hjón eiga silfurbrúðkaups afmæli. Eitt slíkt gildi var haldið hér af mikilli rausn sunnudaginn 14. des. 1947. (Var atburðarins ítar- lega minst í Wynyard Advance 24. des.). Þennan áminsta dag var hinum valinkunnu hjónum Þórhalli og Sigríði Bardal hald- ið veglegt silfurbrúðkaup. Þór- hallur Bardal (Ted Bardal eins og flestir kalla hann), er for- stöðumaður (manager) Co-Op verzlunarfélagsins í Wynyard, Þessum félagsskap hefir hann veitt forstöðu frá byrjun, hefir hann blómgast undir hans umsjá með ágætum. Allra þjóða fólk er í þessum félagsskap, og allir vildu vera með í því að heiðra Mr. og Mrs. Bardal; alt fór þar fram á ensku, að undanskildu kvæði sem Ja- kob Norman flutti og hafði ort til heiðurshjónanna, og stuttri en hnittilegri ræðu eða formála, sem var á íslenzku. Gildi þetta fór fram í samkomusal áslenzku kirkjunnar í Wynyard. Var sal- urinn fagurlega skreyttur fyrir þetta tækifæri, voru þar raðir af borðum, hlaðin gómsætum réttum og skreytt blómum og kertaljósum. Háborðið, þar sem heiðurshjónin og nánustu ætt- ingjar sátu var sérstaklega fag- urlega skreytt. Á miðju borði stóð eitt meiriháttar listaverk, fagurlega gerð brúðarkaka.Allur borðbúnaður var þar úr skín- andi silfri, fyrir framan brúð- ina stóð silfur blómavasi með American Beauty Roses, sem tveir af fjarverandi sonum þeirra höfðu sent móður sinni, einnig var Mrs. Bardal afhentur blómvöndur frá gestunum. Mr. Albert Swainbjornson, stýrði samsætinu, fór alt fram liðlega og skemtilega undir hans stjórn. Próf. S. K. Hall spilaði á píanóið, en forsöngvari var Chris Axdal, var altaf sungið á milli ræðanna, og inn í allar eyð- ur spilaði próf. Hall af sinni al- kunnu list, svo aldrei varð hlé á lifandi skemtun. Gleðimót þetta hófst með bending frá fundarstjóra, allir stóðu úr sætum og próf. Hall spilaði “Wedding March” og brúðhjónin voru leidd inn salinn að háborðinu af Mr. og Mrs. Gísli Benedictson. Fyrst mælti Mr. Gísli Beni- dictson fyrir minni brúðarinnar, Gísli er æfinlega skemtilegur ræðumaður í samkvæmum, en skemtilegastur þegar hann mæl- ir brúðarminni og aldrei betri en í þetta sinn. Þar næst talaði sveitaroddviti (Reeve) Elfros- sveitar, Mr. G. F. Guðmundson, fyrir minni brúðgumans. Mint- ist hann á starf Bardals í -þarfir Samvinnufélagsskaparins og sér- staklega Wynyard Co-Op. Sagð- ist hann ekki geta hugsað sér að bygðarbúar hefðu getað fengið betri mann til forystu. Þá talaði Jakob Norman, hélt hann stutta, smellna ræðu, áður en hann flutti frumort kvæði til silfurbrúðhjónanna. Kvæðið og ræðan voru á íslenzku. Næst talaði Mr. V. G. Gíslason og afhenti heiðursgestunum Sil- ver Coffee Service, til minning- ar um þennan hátíðisdag, frá vinum þeirra. — Mr. Gíslason þakkaði Þórhalli sérstaklega fyrir hans óþrjótandi elju við að byggja upp Co-Op félagsskap- inn, sem hann sagði að Ted hefði byrjað með fáeinum ryðguðum olíutunnum, en væri nú búinn að gera að einni glæsilegustu verzlun bæjarins. Næst afhenti Konrad Bardal, sonur brúðhjónanna, þeim silf- urborðbúnað frá sér og systkin- um sínum. Þá voru lesin upp tt "To Render the Deeds of Mercy FOR WHEN YOU GIVE- YOU ARE THE RED CROSS! When you give to the Canadian Red Cross you are actually taking part in its nation-wide service. You are personally sharing in the maintenance of Outpost Hos- pitals . . . helping crippled children walk again . . . bringing comforts to veterans in hospltals . . . promot- ing aJCanada-wide free Blood Transfusion Service. Your Red Cross donations stand ever ready to give swift aid in national disasters and to help maintain that greatest of all youth organizations, the Junior Red Cross. Please give generously. 1948 NATIONAL APPEAL Thh space contributed by THE DREWRYS LIMITED heillaóska skeyti frá Péturssons í Winnipeg, Mr. og Mrs. Thor Pétursson, Toronto; Miss S. Stefánsson, Gimli; Jóhann Ein- arson, Calder, Sask.; Mrs. Jóna Axdal, Vancouver, B.C.; Mrs. C. Fredrickson, Vancouver; Miss G. Jóhannson, Saskatoon, Sask.; Hildur og Konni Jóhannesson, Garðar, N. D.; Mr. og Mrs. John Gauti, Victoria, B. C.; Mrs. G. J. Stefanson, Elfros, Sask.; Mrs. John Jóhannson, Edmonton, Alta.; Esther Gudjonson, Saska- toon; Mr. og Mrs. K. H. Bjom- son, Winnipeg, Man., og Kalman og Thor Bardal. Þá talaði brúðguminn. Þakk- aði hann fyrir sig og þau bæði með fáeinum ágætlega vel völd- um orðum, því hann er mælskur vel. Sagðist hann enga ósk eiga betri, til allra giftra manna, og manna sem ætluðu að gifta sig, en þá að þeir mættu verða eins hamingjusamir eins og hann væri og hefði verið í þessi tutt- ugu og fimm hjúskaparár sín. Síðast talaði Mrs. Bardal, sem einnig er afbragðs vel máli far- in. Þakkaði hún fyrir sig alla fyrirhöfnina og ástúðna og allar gjafimar, en vænst af öllu þætti sér um vinarþelið, sem á bak við allar gjafimar og alla þessa miklu fyrirhöfn lægi. Svo mælti hún nokkur orð á íslenzku til eldra fólksins, sem þama var, og hún vissi að illa gátu fylgst með enskunni. Var það fallega hugsað af henni, eins og orðin vom sem hún talaði til þess. Allir viðstaddir skráðu nöfn HALASTJORNURNAR Hver einasta halastjama, hversu tilkomumikil sem hún kann síðar að verða, þegar hún sést fyrst, sé hún ekki nálægt sólu, er mjög ljósdauf og óskír. Eftir því sem hún færist nær, verður hún bjartari og venju- legast stærri; þó verða sumar þeirra nokkuð minni. Verði stjarnan stór og fögur, lengist hún smám saman, og stuttur hali myndast. En eftir því sem hún nálgast sólu, lengist hal- inn og verður bjartari. Sé jörðin í hagstæðri afstöðu, nær halastj. sinni fyrstu fegurð nokkrum dögum eftir sólnánd hennar, og óskírist svo smátt og smátt unz hún hverfur algjörlega sjónum. Af öllum óvæntum halastjöm- um má telja, að ein af fimm sjáist með berum augum. Hala- stjömur, sem eru væntanlegar aftur, ganga sporbrautir um- hverfis sólina, en brautarfletir þeirra hallast yfir leitt fremur lítið að sólbrautarbaugnum. — Langsta sporbaugsbrautin, er stjörnufræðingar vita gjörla um er braut halastjómu 'þeirrar, sem kend er við Edmund Halley; umferðartími hennar er um sjö tíu og fimm ár. Brautir óvæntu halastjamanna eru að miklum sín í þar til gerða bók, sem Miss Dora Bardal hafði útbúið. Fór svo hver heim til sín, glaður og ánægður, betri menn og konur af því að gleðja og veita. Viðstaddur. & Silfur-brúðkaups-bjöllur S MR. OG MRS. TH. BARDAL I. Silfur-brúðkaups-bjöllur við Braginn vil eg styðja — Þór og Óðinn ljá oss lið Látum okkur biðja — Að við sækjum ykkar fund Og með glöðu sinni: Aldar-fjórðungs-óskastund Yrki hjóna minni. Silfur-brúðar-bj öllu-klið Bragarháttur styður Dómara eg deili við: Drottinn sé með yður! n. Það hefir heildin skynjað Að hjónaböndin slakna — Því sumir hnútar harðna En hinir vilja rakna — Því álýst rétt að endumýja allra hjóna-bönd. Á aldar-fjórðungs-millibili, nú um vestur-lönd. m. Að óska tli hamingju Þórhallur þér Er þægilegt fyrir mig nú: Því frjálslyndu stúlkunum unni eg enn Hreint ekki neitt minna en þú------ Þó stundum í ógæti merki þær menn — Þær magna — og líf-magna dautt — Þær merktu oss báða — á munn og á kinn — Og markið var oftast nær rautí-------- O g svo kom það fyrir — við supum á bjór — Og sungum og spjölluðum hátt — Og stjómmála-vitringar vorum við oft: Og vissum hvað fjöldinn á bágt — Við sáum í hillingum silfur og gull Og sindrandi demanta fjöld — Við skildum að ástin er endingar best frá eilífðum hlaut ’ún sín völd. Nú hertekur kærastan hug þinn frá mér Og hamingju þína eg sá. En skaparinn vissi, eg óskaði oft: — Að ógiftur væri eg þá------- Að óska til hamingju hugur minn kýs Og heyrðu nú Þórhallur mig: : Að konuna þína í öll þessi ár. Eg elskaði rétt — eins og þig — Og þessvegna flyt eg frá fjöldanum hér Til farsældar ykkur — með brag: — Þær hamingju-óskir í ókomna tíð Sem ylja hvern líðandi dag. Jakob, J. Norman mim lengri, og liggja ekki, eins og brautarfletir jarðstjam- anna, hér um bil á sama stað gegnum sólina, heldur hingað og þangað og nálegast því sól úr öllum áttum. Öðm hverju kem- ur halastjarna í sólnánd einung- is sem gesftir, er aldrei kemur aftur. Kepler áleit, að brautir hala- stjamanna væru nokkum veg- inn beinar línur, er lægju á víð og dreif um geiminn frá einni stjörnu til annarar. Litlu sáðar (1675) gat pólski stjömufræð- ingurinn Jóhannes Hevelíus sér til, að brautirnar gætu verið fleygbogamyndaðar. Tilgátuna sannaði lærisveinn hans Doerfel sex árum síðar; halastsjaman, sem sást árið 1681 var prof- steinninn. Þyngdarlögmálið var nú fundið af Newton, er semur svo von bráðara reglur um að- ferð til að ákveða frumparta hala stjömubrautar með nákvæmum athugunum. Eftir þeim reiknar vinur hans Edmund(ur) Halley, út fleygbogabrautir allra þeirra halastjama, er hann hafði nokk- ur áreiðanleg skírteini um. Við rannsóknir þessar tekur hann eftir því, að á hér um bil hverju sjötíu og fimm ára millibili, sá- ust ljómandi fagra halastjöm- ur. Þegar hann var búinn að reikna út brautir þeirra, reynd- ust þær, að höfuðatriðunum til. að vera mjög líkar. Uppgötvun þessi leiddi til þeirrar ályktun- ar, að hér myndi vera um sömu halastjörnu að ræða, er gengi sporbaugs-, en ekki fleygboga- braut. Það var þessi sannfæring sem knúði Halley til að segja fyrir um komu þessarar hala- stjörnu árið 1759. Hún kom í ljós á ákveðnum tíma, og einn- ig tvívegis síðan, árið 1835 og 1910. Það er því ekki ófyrir- synju að halastjarnan þessi er kend við þennan fræga stærð- fræðissnilling. Þegar óvænt halastjarna kem- ur í ljós, er braut hennar fyrst reiknuð út samkvæmt þremur athugunum, gerðum á þremur mismunandi nóttum, og er þá ávalt gengið út frá því, að braut hennar sé fleygbogalöguð. Nái athuganirnar yfir langt skeið, kemur það iðulega í ljós, að brautin er ofurlítið frábrugðin fleygbogalögum. Það þykir ekki líklegt nú, að braut nokkurrar halastjörnu sé nákvæmlega fleygbogamynduð. Sé hraði hennar lítið eitt minni en fleyg- bogahraði, er braut hennar spor- baugsmynduð eða lokuð, og má því vænta komu hennar aft- ur. En fari hraði hennar fram úr fleygbogahraðanum, hefir hún breiðbogabraut (hyperbota) — opna braut, og hverfur því út í geiminn og kemur aldrei aftur. Fáeinar halastjörnur, í nánd við sólu, hafa gengið breiðboga- brautir, en nákvæmir úreikn- ingar hafa sannað, að þær hefðu upphaflega verið sporbaugar, er stærri jarðstjömurnar hefðu valdið. Er því álitið að hala- stjörnumar heyri til sólkerfi voru ekki síður en jarðstjörn- umar, og að aðalmunurinn liggi í því, að sporbaugsbrautir þeirra hafa langtum meiri hring skekkju. Með öðrum orðum, sporbrautir halastjarnanna eru miklu flatari en sporbrautir jarð stjamanna. örsökin til þesis, hve stjömu- fræðingum veitist erfitt að á- kveða frumparta halastjömu- brautar er sú, að hringskekkjan er svo mikil. Flestar halastjörn- ur koma eigi í ljós fyr en þær eru komnar í nánd bæði við sól og jörð, og oft sem þær eru horfnar sjónum á útleið þeirra þegar þær eru rétt komnar út fyrir hlaðvarpajarðbrautarinn- ar, nema ef svo ber við, að þær séu í hagstæðri afstöðu. Sá litli hluti brautarinnar, sem liggur innan takmarka jarðbrautarinn- ar, líkist oft mjög flötum spor- j baug, fleygboga eða breiðboga; j kunna þVí margra mánaða at- I huganir að vera nauðsynlegar, svo unt verði að ákveða með vissu, hverjum af þessum þrem- ur keilusniðum að brautin eða , brautirnar heyri til. Hverfi hala stjarna sýnum áður en slíkar at- huganir hafa verið gerðar, eru úrlausnarörðugleikarnir næst- um því óyfirstíganlegir. — Að eitthvað greiðist úr þesssum örðugleikum, þegar sjónaukinn mikli er kominn í notkun, er ekki óhugsandi. Þegar umferðartími hala- stjömunnar er stuttur, er til- tölulega auðvelt að reikna út ( braut hennar. Af eitthvað um sjötíu halastjömum, er fara um- . hverfis sólina á minna en hundr- j að árum, eru fjörutáu og níu sem ljúka umferð sinni á frá þremur , til níu árum, og fjömtíu og tvær I frá fimm alt upp að hálfu átt- unda ári. Þær síðarnefndu | mynda sérstakan hóp. Umferð , þeirra um sólina er frá austri til , vesturs — engin þeirra gengur J aftur á bak, og brautarhalli , hverrar er lítill, að eins þrettán | stig að meðaltali. Allar em þær I tiltölulega daufar, svo að örfáar þeirra em sýnilegar með bemm augum, og það einungis þegar svo ber til, að þær ganga óvenju- lega nálægt jörðu. Fáeinar hafa einstaka sinnum sést með stutt- um hala, en flestar em þær hala lausar. Þegar búið var að ákveða og rannsaka brautarlegu hinna ýmsu halastjarna í Iþessum hóp kom í ljós kynlegur skyldleiki brauta þeirra og brautar Jup- iters. 1 hverju einasta tilfelli liggur sólferðarpunktur braut- anna nálægt braut Jupiters. Af þessu leiðir það, ef einhver þess- ara halastjarna og Jupiter em samtímis nálægt þeim stað, sem skemst er á milli brauta þeirra, verður fjarlægðin milli þeira, í stjarnfræðilegum skilningi, oft mjög lítil. Skyldleiki þessi er ó- brigðult einkenni hverrar ein- ustu stjörnu í hópnum. Auðsjáanlega liggur einhver orsök til þess, að umferðartími svona margra halastjama skuli vera næstum því jafnlángur, og brautaeinkennin svo svipuð. Það hefir ekki skeð af tilviljun einni. Það er álit margra frægra stjörnufræðinga, að halastjöm- ur þessar séu herfang Jupiters — að brautir þeirra hafi upphaf- lega verið fleygbogamyndaðar eða því sem næst þeirrar lögun- ar, en hafi, af hrakningar áhrif- um Jupiter, breyzt í sporbraut- ir þær, sem þær nú þræða. Ef halastjarna, sem þræðir íleygbogabraut, gengur nálægt Jupiter, breytist hraði hennar talsvert, tilsvarandi sólu, af að- dráttaráhrifum plánetunnar. Ef hann vex, breytist braut henn- ar í breiðboga; en ef hraðanum seinkar, verður brautin spor- baugslöguð, og kemur þá hala- stjarnan aftur á reglubundnum tímabilum, og liggur þá brautin vitanlega um þann punkt, sem röskunin átti sér stað. Ymsra annara halastjömu- hópa mætti geta, þessu málefni til skýringar, og sem athyglis- verið em, en það yrði of langt mál að lýsa þeim svo raekilega, að það leiddi til aukins skilnings á málefninu. Stjörnufræðingum befir til skams tíma verið tíðrætt um uppmna halastjarnanna. Nýlega afstaðnar rannsóknir virðast fullkomlega styrkja þá skoðun, að þær hafi orðið til í sólkerfi vom. Fullkomnar sannanir virðast fengnar fyrir því, að sólkerfi vort sé á hraðri ferð í geimnum, með rúmum tólf mílna hraða á sekundunni. Ef líkami, sem hreyfist óháður í geimnum, kem ur í námunda við sólu, myndi hann alloftast þræða auðsýni- lega breiðbogalagaða braut, er væri mjög ólík braut nokkurar þektrar halastjörnu. V

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.