Heimskringla - 14.04.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.04.1948, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. APRÍL 1948 Htetmskrinjila /StofnuB 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Ei?endur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON “Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 14. APRÍL 1948 Ula við giftingar Er sambandsstjórninni illa við giftingar? Eg hefi oft spurt sjálfan mig að 'þessu, eiginlega í hvert skifti, sem eg hefi rekist á tekjuskatts-eyðublöð stjórnarinnar, og það ber oft við. Það á ef til vill ekki við að minnast á þetta eins og á stendur fyrir stjórn- inni með piparkall i broddi fylkingar. En þeir sem athygli veita innihaldi áminstra eyðublaða, komast varla hjá því. Til að byrja með, fræðistu um það af eyðublöðunum, að gift fólk má ekki verða eins oft veikt og ógift. Sértu ógiftur, er þér leyft að draga frá árstekjunum alt að sex hundruð dölum fyrir læknishjálp. Það myndi nú margur halda að gift fólk þyrfti ekki siður á henni að halda. Samt er hjónum veitt einum fjórða minni skattundanþága vegna veikinda, eða aðeins niu hundruð dalir báðum. Og aðeins eitt hundrað og fimtíu fyrir hvert bam. Hefir nokkur heyrt, að læknar setji ekki jafnt giftu og ógiftu fólki fyrir störf siín? Tekjuskattsdeild stjórnarinnar virðist þeirrar skoðunar, að framfærsla unglinga á æðri skóla kosti meira en á lægri skólum sem er rétt og vill bæta þær sakir með því að leyfa að draga þrjú hundruð dali frá skattinum. Þeir sem ekki greiða neinn skatt, hafa ekki tekjur er því nema, er heldur lítil stoð að þessu. Börnum undir sextán ára, eru veittir $96 með fjölskyldumeðlaginu og $100 undanþága frá skatti. Við það er ekkert að athuga. En þetta sjá allir að greiðir ekki götu fátækra, að veita börnum sínum æðri mentun. Alfrískur drengur á háskólaaldri étur meira en faðir hans. Að fæða hann og klæða verður dýrara, vegna þess að hann slítur meiru í fötum og skóm og vex upp úr þeim, ef hann er stiltari, en nokkra kröfu er hægt að gera til. Með skattundanþágu uppkomins manns eða konu $750, er sjáanlega verið að gera ráð fyrir framfærslu, er segja má um að úr hnefa skuli stífð, en ekki batnandi afkomu. Einnig hún kemur harðara niður á giftum en ógiftum, vegna þess að giftur maður er fyrir heimili sér, á ekki eins auðvelt með, að færa sig um reit og hinn ógifti og taera sig eftir björginni, ef enhverja er að hafa. Honum verður það alt kostnaðarsamara. í Bandaríkjunum er hjónum vett skattundanþága er nemur 50% af heildartekjum mannsins. Þetta á sér stað í tólf ríkjum orðið og kvað eiga að gera að landslögum bráðlega. En það sem meira er þó vert, en fjármálahliðin á þessum áminsta ójöfnuði er hitt, að það leiðir til þess, að færri og færri hugsa til að halda heimili eða giftast. Hver hjón með tveföldu kaupi, eða sem einstaklingar, eru betur af án barna og heimilis. En þó þau hagnist á því, er ekki með því sagt, að þjóðfélagið geri það. Hvað viðkomu eða mannfjölgun viðvíkur, getur verið að slíkt sé ekki á valdi stjórna. En þær ættu að minsta kosti að kom- ast hjá því með lagasmíði sinni, að gera líf fjölskyldna erfiðara, en einstaklinga eða ógiftra. Giftir menn í stjórnum ættu að skilja þetta, hvað sem þeim eintrjáningum líður, sem aldrei staðfesta ráð sitt. F. H. Berg: Elinborg Lárusdóttir og skáldrit hennar HER ÞJÓÐANNA Það leikur ekki vafi á því, að Rússar hafa, þessa stundina, meiru herliði á að skipa en nokk- ur önnur þjóð í heimi. Ástæðan fyrir þvtí, er auðsæ. Þeir hafa síðan stríðinu lauk eflt her sinn alt sem unt hefir verið. Lýðræðisþjóðirnar hafa þvert á móti fækkað liði sínu. Þær treystu því, að gott sam- komulag héldist milli samherj anna og Rússar yrðu samvinnu betri um friðarmálin, en raun hefir á orðið. í Washington hafa nýlega ver- ið gefnar út skýrslur um þetta. Sýna þær að Rússar og leppríki þeirra hafa helmingi stærri her, en lýðræðisþjóðirnar til samans. Hér á eftir fara tölur yfir þetta. Rússlaúd hefir 4,050,000 menn undir vopnum, JúgóslaVía 350,- 000, Pólland 165,000, Tékkósló- vakía 160,000, Rúmanía 120,000, Ungverjaland 65,000, Albamía 60,000, Búlgaría 57,000. 1 lönd um Rússa verður hermanna tal- an samkvæmt þessu alls 5,032,- 000. Lýðræðisþjóðirnar hafa her, sem hér segir: Bandaríkin 552,- 000, Bretland 500,000, Frakk- land 430,000, Tyrkland 600,000, Holland 175,000, Grikkland 132,- 000, Belgía 58,000, ítalía 45,000, Svíþjóð 78,000, Danmörk 25,000, Noregur 15,000 — sem alls gerir 2,610,000, eða helming á við tölu hermanna í Rússlandi. í nútíðar stríði, er herstyrkur þjóða ekki eingöngu undir tölu herliðsins komið. Vopna-útbún- aðurinn segir nú til sín. Og sannleikurinn er sá, að hann er tiltölulega eins mikið meiri hjá Rússum, eins og lið þeirra er meira en lýðræðisþjóðanna. — Vestur-Evrópa er ekki nærri eins vel útbúin og Rússar að her og vopnum, en þar er líklegt, að blásið verði fyrst að neistanum sem heiminum hleypir í bál í þriðja alþjóða stríðinu. Rússar eru að áhöldum til að sumu leyti betur búnir út í hild- arleikinn, en vesturlægu þjóð- irnar. Þeir hafa 14,000 fyrsta flokks flugförum á að skipa, með eitthvað 10,000—35,000 varaliðs herflugförum. Bandaríkin, sem fyrir þrem árum hafði heimsins lang stærsta flugher, hefir nú aðeins 10,100 fyrsta flokks flug- íör, með 27,000 varaliðs-flugum. Það sem að nokkru vegur upp á móti þessu, er að þeir hafa stærsta sjóflota í heimi og eru alráðandi á hafinu, jafnvel án hins mikla flota Breta. Þetta eru ljótar tölur frá sjón- armiði lýðræðisþjóðanna. En þær segja nú samt ekki söguna alla um hernaðarstyrkinn. Fram- leiðslu-möguleikar koma mikið Elinborg Lárusdóttir er einn afkastamesti rithöfundur ís- lenzkur, sem nú er uppi. Hún kemur fyrst fram á sjónarsvið islenzkra bókmennta, árið 1935. Fyrsta bók hennar er Sögur, næsta bókin er Anna frá Heiðar- koti, 1936 og Gróður 1937, en það eru smásögur, sjö að tölu, en lengsta sagan er Gróður. Um fyrstu bókina, Sögur, fórust E. H. Kvaran orð á þessa leið: “Mér finnst ekki það geta dulist, að hér er verulegt skáld á ferðinni. Það er ekki eingöngu að þessar vfirlætislausu sögur séu sagðar af snild listamannsins. Þær eru fullar af samúð og skilningi og myndimar sem dregnar eru upp fyrir lesandanum með fáum dráttum, eru heillandi og verða ógleymanlegar”. Ritstjóri Eimreiðarinnar, — Sveinn Sigurðsson, mælti þann- ig: “Sögumar eru hver annarri hugnæmari. Frásögnin látlaus, og nær inn að hjarta lesandans ......Saga Sóley, er hrein ’og ósvikin perla í sínum hljóðláta einfaldleik”. Ritstjóri Verkamannsins, — Halldór Friðjónsson ritaði þann- ig um Önnu frá Heiðarkoti: “Sag an er hvöss ádeila á spillingu kaupstaðalífsins. Þessi nýja skáldkona okkar, skrifar sögur sínar til þess að fræða og vekja lesandanum til umhugsunar og sýnir það meiri þroska, en við- gengst hjá ungum skáldum. . . .” Það er fremur sjaldgæft, að fyrstu bókum rithöfunda sé þannig tekið af þeim, sem eru í íyllsta máta dómbærir um bók- menntir. Það er alkunna að margir þeir, er síðar urðu nafn- kunnir höfundar, urðu að þreyta langt og erfitt skeið til viður- kenningar og almennrar les- endahylli. Frú Elinborg varð landskunn fyrir fyrstu bókina, sem hún ritaði og lesendahópur hennar varð fjölmennari með hverju árinu. Hinn lipri stíll frú- arinnar og frásagnar gleði henn- ar vinnur allra hylli og efnisval hennar er svo íslenzkt, að segja má að þar verði ekki lengra komist. Á árunum 1939 og 1940, kom út þrjú bindi af sögum, sem nefnast einu nafni Förumenn, en greinast í þrjá .flokka: — I. Dimmuborgir, II. Efra-Ás- Ættin og III. Sólon Sókrates. Þessi mikli sagnaflokkur, sem er yfir níu hundruð blaðsíður, segir frá mönnum, sem kynlegar sagnir hafa myndazt um, vegna þess, að þeir voru ekki í háttum sínum, sem aðrir samtíðarmenn þeirra. Þeir voru förumenn, sem gengu bæ frá bæ og sveit úr sveit. “Ef til vill alla sína ævi í andstöðu við þjóðfélagið”. Úr minningabrotasilfri hinnar eldri kynslóðar, hefir frú Elin- borg Lárusdóttir, steypt þetta mikla ritsafn, fylt í eyðumar og skapað í skörðin. Að lesa þennan sagnaflokk, er eins og að horfa á yfirgripsmikla kvikmynd. Þar bera svo margar og skýrt dregnar einstaklings myndir fyrir innri sýn lesand- ans, að hann heillast af þeim og atburðaröðinni, sem þær eru tengdar. 1 næsta ritverki sínu: Frá liðn- um árum, leggur frú Elin'borg mn á nýja braut. Hún ritar endurminningar Jóns Eiríksson- ar, frá Högnastöðum, eftir hon- um sjálfum, en hann var fæddur 15. nóv. 1854. á Hlemmiskeiði á Skeiðum, var Eiríkur faðir hans, sonur Magnúsar Andréssoniar, alþingismanns í Syðra-Lang- holti, er bókin greinagóð lýsing á æviferli Jóns Eiríkssonar og menningarháttum þeirrar tíðar. Frá liðnum árum kom út hjá Þorsteini M. Jónssyni á Akur- eyri, 1941. Strandakirkja. Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri Árið 1943, kemur á bóka- markaðinn ný saga eftir frú Elin- borgu og vakti hún mikla at- hygli meðal lærðra og leikra,' enda er efni hennar nokkuð annað, en títt er í íslenzkum nútímasögum. Þar er forn, en hreinn málmur lagður í deigl- una, og úr honum er grunnur sögunnar. Þessi forni málmur er Trú. Þar er seilst langt og djúpt til raka vitundarlífsins og brugðið ljósi yfir þau sannindi, sem nú virðast mörgum gleymd. Hefði Strandakirkja verið rit- uð á tungumáli einhverrar stór- þióðar, myndi nafn hennar, efni og frásagnarlist, hafa víða farið. Það gæti verið fagurt hlutverk hinnar vestur-íslenzku æsku, að kynna Strandakirkju, fyrir ensk- um lesendum — það væri þjóð- rækni. Vegna þeirrar dulúðar, sem| ofin er í skapgerð skáldkonunn- ar, er hún fjölhæfari en ella. Viðfangsefni, sem ekki yrðu annað, en dauðir bókstafir í höndum sumra höfunda, verða lýsandi og lifandi 1 meðferð frú Elinborgar. Þessi eiginleiki hennar, kemur glögglega fram á' mörgum sviðum. Næsta bókin á eftir Strandakirkju, heitir Úr dagbók miðilsins, en hann varj Andrés P. Böðvarsson, og munu | lesenidur tímaritsins Morguns,! kannast við nafn hans, vegna þess er hann ritaði sjálfur um sálræna reynslu sína í Morgunj VII, bls. 31-45. 1 inngangsorð- um fyrir bókinni, farast skáld- konunni orð þannig: “Það er hægt að rengja svo að segja hvert orð í henni, ef menn vilja sína hjá E. H. Kvaran og er nú starfandi miðill, hjá Sálarrann- sóknafélagi íslands. Bók frú Elinborgar um Hafstein Bjöms- son og hæfileika hans, er mjög merkileg frá sálfræðilegu sjón- armiði, hún seldist upp á nokkr- um vikum. Gömul blöð. Bókaútgáfan Norðri h.f., 1947. Eins og nafnið bendir til, munu sumar þessara sagna vera skráðar fyrir nokkru síðan, en það rýrir ekki gildi þeirra. Þær eru með þeim einkennum, sem smásögur eiga að hafa. Þær eru kilptar og skornar eins og W. Somerset Maugham, kemst að orði um vel skráðar smásögur. Steingerður. Bókaútgáfan Norðri h.f., 1947. Þá er komið að síðasta skáld- riti frú Elinborgar, Steingerði, sem er framhaldssaga af Símoni í NorðurhKð. Um þessar sögur mun eg ekki rita langt mál, því þær tala sjálfar til lesendanna, eins og allar sögur frú Elinborg- ar. Mannlýsingar eru þar marg- ar og heilsteyptar og rista djúpt í hafsjó sálarlífsins. Má þar nefna hjónin í NorðurhKð, þau Símon og Steingerði og Suður- hlíðarhjónin Matthías ög Björgu og margt annað fólk, en bezt fer á því, að lesandinn opni þann Sesam sjálfur. VAR EKKI DRAUMUR EINN til greina eða ríða jafnvel bagga- muninn, en þeir eru meiri í •Bandaríkjunum, en hjá nokkurri af lýðræðisþjóðunum eða Rúss- landi. En veður geta skipast skjótt í lofti í þessu efni og því lifum við nú á einum hinum við- sjárverðustu támum í sögu mannkynsins. svo. Þar eru engar áþreifanleg- ar staðreyndir fyrir hendi — ekkert, sem þreifað verður á. Þarna er að vísu háð hörð bar- átta, — barátta við vantrú og skilningsleysi . . . ekki einungis frá samferðamönnunum. Mið-1 illinn berst sjálfur við vantrú og efa á alt, sem við köllum yfir- j náttúrlegt. Hann er raunsæis-j maður, sem á tímabili ævinnar virðist ekki trúa á annað líf. . . i Fyrir þrábeiðni þeirra manna. ‘ sem skildu hvað var að gerast,1 lét hann loks tilleiðast, að fundir væru haldnir. Komu þá bezt í ljós hinir ótvíræðu miðilshæfi- leikar Andrésar.” Þá koma fjórtán smásögur, sem heita Hvíta höllin, þær ger- ast allar í heilsuhæli og sagna- fólkið eru sjúklingar, sem þráj lífið og ljósið, en þó nema eyru þeirra vængjaþyt dauðans á bak við tjöldin. Sögurnar eru prýðr- lega sagðar. Skáldsagan Símon í Norður- hlíð, er frá árinu 1945. Bóka- útgáfan Norðri h.f. gaf hana út. Verður þessarar sögu getið í sambandi við síðustu skáldsögu Elinborgar sem nefnist Stein- gerður. Miðillinn Hafsteinn Björnsson, Elinborg Lárusdóttir hefir safn- að oð skráð. Bókaútgáfan Norðri h.f., 1946. Hér er um hliðstæða bók að ræða, og þá, er áður hefir verið nefnd, þ. e. Úr dagbók mðilisins. Báðar bækurnar lýsa miðils- hæfileikum á mjög háu stigi og skýra frá merkilegum hlutum. Inngang að bókinni um Hafstein Björnsson, ritar Jónas Þorbergs- sno útvarpsstjóri. Bókin grein- ir frá fjölda funda er haldnir hafa verið með Hafsteini og vott- festum umsögnum um það, sem á þeim gerðist. — Hafsteinn Bjömsson fékk miðilsiþjálfun Margt og mikið hefir skeð, síðan Vilhjálmur Stefánsson, hinn frægi landkönnuður og vís- indamaður, byrjaði að vekja máls á mögulegleikum fríðinda og landkosta hinna raorðlægu landsvæða, íshafslanda Ame- ríku. Já, margt hefir síðan skeð, er fyllilega réttlætir þá trú, sem hann ávalt hefir haft á þessum landsvæðum, og þær frumlegu skoðanir, er hann hélt fram. Rússneska þjóðin virðist hafa sannað að hann hafði þegar í byrjun, rétt fyrir sér, með því að notfæra sér á hinn hagkvæmasta hátt, auðsuppsprettur þær, er hin norðlægu landasvæði þeirra höfðu að geyma. Ennfremur er það á allra vit orði nú, að ekki aðeins hefir gull fundist í Yukora, heldur einnig “Uraraíum”-æð í grend við Bear Lake, nálega við takmörk Norð- urheimskauts-baugs, auðug kop- arnáma með “Coppermine”- ánni, og óþrjótandi olíulindir við Fort Norman; auk þess gull á “Yellowknife”-svæðinu. Hið auðuga málmasvæði nær alla leið frá vesturhluta Hudson Bay, að íshafsströndinni, og vafalaust einnig að stórum eyj um, er liggja norðar. Leiðangrar og leit eftir náma- auði á hinum víðáttumiklu eyði- landflákum Canada, hafa tæp- lega hafist ennþá, eins og dr. Charles Camsell, fyrverandi um- boðs-ráðherra námamála, hélt fram nýlega. Á það aðallega við hin miklu norður-landsvæði. 1 ræðu sem dr. Stefánsson hélt í Toronto fyrir stuttu síðan, gerði hann samanburð á framförum Rússa á þessum sviðum, og okkar eigin framkvæmdum. Kvað hann ékk- ert canadiskt þorp fyrir norðan takmörk heimskautsbaugs, með hærri íbúatölu en 300 manns, (Dawson er sunnan megin póls- ins) þar sem Rússar hefðu reist meginlands-borg með 40,000 íbú- um, auk annara stórra bæja á sjálfri íshafsströndinni. Lagði hann hina mestu áherzlu á hina miklu námuauðlegð okkar á norðursvæðunum, þar í innifalið bæði olía og kol. Kvað hann þau fríðindi ein nægileg til þess að framleiða Kfi- brauð fyrir þúsundir fólks, og viðhalda fjölmennum bæjum o? bygðum. Olían úr Norman-olíulindun um væri næg til þess að fram leiða úr gasolíu handa loftskipa- flota þeim, er stórkostlegan hlut’ mundi eiga í landnámi og hag- nýtingu norðursvæðanna. Kvað dr. Stefánsson landfræðilegar rannsóknir ekki ná tilgangi sán- um, ef þær ekki leiðbeindu þeim, sem kjark og áræði hefðu til þess að freista gæfunnar og leita þeirrar auðlegðar, er landflæmi þessi bæru í skauti sínu. Gætu slíkir leiðangrar varað svo árum skifti, og færu þroski og framþróun þessara fyrirtækja i íshafslöndunum eftir því, í hve stórum st'íl yrði hafist handa á verkinu.—<Úr Wpg. Free Press) FREMSTA KONA BANDARÍKJANNA Frú Eleanor Roosevelt Þýtt úr Nationaltidende eftir Eigil Steinmetz “Nú er sagan öll”. Það var frú Eleanor Roosevelt er komst svo að orði við blaða- mann, er hún kom til New York 1945, eftir að forsetinn, maður hennar var látinn. — 16 vikur hafði hún hvergi komið fram op- inberlega. Fremsta kona Banda- ríkjanna var horfin af hinu op- inbera sjónarsviði. — Banda- ríkjaþjóðin hafði misst mikinn foringja, og svo virtist sem kona hans væri um leið töpuð þjóð sinni. En það fór á annan veg. Sumarið 1945 varð frú Elean- or Roosevelt aftur áhrifamikil kona í þjóðlífi Bandríkjanna. Meðan Franklin Roosevelt, mað- ur hennar lifði, var hún stoð hans og stytta, stóð með honum i öllum stórræðum hans. Þegar hún aftur kom í ljps, var hún dálítið ellilegri á svipinn lít ið eitt gráhæðari, ofurKtið utan við sig á stundum, er hún var á mannamótum. En þó hún væri mikil áhrifakona sem forsetafrú, þá er hún sennilega áhrifameiri nú. Hún heldur áfram að vera fremsta kona Bandaríkjanna, enda þótt hún eigi ekki lengur heima í Hvíta húsinu. Hún hef- ur sannað að orðtak hennar er rétt. Það er ekki hægt að bæla niður Roosevelta. Uppvaxtarárin Alt frá æskuárum vandist hún á að vinna bug á erfiðleikum. Hún fæddist fyrir 62 árum — bróðurdóttur Theodors Roose- velts, Bandaríkjaforseta. Móðir hennar var mjög fögur kona. Hún var sjálf ólagleg og þótti klunnaleg í framgöngu. Hún gerði sér þetta ljóst og reyndi að bæta úr þessum göllum sín- um með því að afla sér þekking- ar. Ung misti hún foreldra sína, ólst upp hjá ömmu sinni er sá um að hún fengi ágæta kenslu. Er hún stálpaðist var hún send í skóla í Evrópu. En alt kom fyrir ekki. Hún taldi sig vera öskubusku ættarinnar og hliðr- aði sér hjá glaðværum félags- skap. Þegar frændi hennar, Frankl- in D. Roosevelt bað hennar, ját- sði hún honum strax. Varð upp frá þeirri stundu ómetanleg að- stoð hans. Það er ekki síst henni að þakka hve vel Franklin Roos- evelt tókst að yfirvinna afleið- ingarnar af lömunarveikinni. Forsetafrú iSíðar varð hún öruggur ráð- gjafi hans, las altaf ræður hans, eftir að hann var orðinn forseti, leiðrétti þær, samdi þær stund- um upp aftur. Hún þaut um þvera og endilanga Ameríku, skrifaði daglega í 48 blöð, sem samtals höfðu fjóra og hálfa milj. áskrifenda. Hélt útvarps- fyrirlestra, sem gáfu henni ár- lega 1. milj. dollara 1 tekjur. Notaði hún þá peninga til góð- gerðar starfsemi sinnar. Það var því ekki að undra, að jafnvel Republikanar, andstæðingar Roosevelts, segðust vilja annan forseta, en sömu forsetafrú. Áf

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.