Heimskringla - 19.05.1948, Blaðsíða 3

Heimskringla - 19.05.1948, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 19. MAf 1948 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA 8 ára telpa, sem kynnir Island í dálkum heimsblaðanna Eftir Karl Strand ♦ • Þórunn Jóhannsdóttir f dálkum Lundúnablaðanna, þar sem aðalumræðuefnið er togstreita stórveldanna, Marsh- alláætlunin, kjarnorkan og horf- urnar á þriðju heimsstyrjöld, er fslands sjaldan getið. Við eig- um hvorki herlið, kjarnorku- sprengjur er ryðja skoðunum braut meðal annarra þjóða. Til- gangurinn með þessum, línum er heldur ekki sá að harma það. En um yfirstandandi helgi hefir fs- land smeygt sér inn í furðu uiarga blaðadálka innanum þung- lamalegar stjórnmálafregnir — stórþjóðanna. Þetta hefir hvorki gerst með hervaldi né kjarna- orku. Örsökin er lítil stúlka nor- ræn á svip, handsmá og hýreigð. Hún er lesendum blaðsins vel kunn og heitir Þórunn Jóhanns- dóttir. Leikur meö Lundúna Symfoniu- hljómsveitinni Þórunn litla, sem nú er átta ára og átta mánaða gömul lék einleik á píanó á tvennum hljóm- leikum í London, nú í vikulokin. Aðrir voru á föstudaginn 12 þ.m. þar sem hún lék Miniature Con- serto í G-dúr eftir Alec Rowley með London Junior Orchestra Undir stjórn Ernest Reed. Hljóm leikarnir fóru fram í aðalsal Royal Academy of Music, en við þá stofnun stundar Þórunn nú nám hjá ungfrú Ethel Kennedy. Seinni hljómleikarnir voru haldnir fyrir börn á laugardag- inn 13 þ. m. í Central Hall, West- núnster. Þar hlotnaðist Þórunni ktlu sá heiður að leika sama konsert með London Syphony Orchestra einnig undir stjórn Ernest Reed. Þeir sem þekkja London Symphony Orchestra vita best hversu háar kröfur það gerir til einleikara sinna, enda niundi margur píanóleikari með fjölda námsára að baki hafa orð- ið stoltur af þessari viðurkenn- ingu. f bæði skiftin lék Þórun litla fyrir fullu húsi við eins góðar undirtektir áheyrenda eins og framast verður á kosið. í bæði skiftin var hún kölluð fram hvað eftir annað og hyllt með dynj- andi lófataki. Henni bárust blóm °g gjafir, sem hún meðtók með harnslegri gleði en þakkaði fyr- lr með alvöru þroskaðrar lista- honu. Hinsvegar mun henni naumast hafa verið kunnugt um hversu mjög löndum hennar í á- heyrendahópnum hlýnaði um hjartarætur og jafnvel vöknaði augu — en þeir voru ekki ein- lr um það. Hér er ekki ætlunin að rita um hljómlist Þórunnar litlu frá fræðilegu sjónarmiði. Það hefir þegar verið gert og mun verða Sert enn meir er tímar líða af þeim sem það kunna. Hér skal Sessinum, og í öllu þínu starfi í framtíðinni. Með kærti kveðju til kunningj- aUna um gleðilegt sumar! Þinn einlægur kunningi, Þóröur Kr. Kristjánsson þess aðeins getið að í Central Hall hlýddu margir af þekktustu hljómlistargagnrýnendum Lund- únablaðanna ásamt nokkrum am erískum gagnrýnendum á hana og létu aðdáun sína í ljós á eftir bæði í ræðu og riti. Eftir hljóm- leikana spjallaði hún frjáls- mannelga og óþvingað við blaða- menn ljósmyndara og rithanda- safnara og vann hjarta hvers manns. Lítil ljóshærð telpa — og píanósnillingur Þegar Þórunn litla Jóhanns- dóttir kemur inn á söngleika sviðið er hún lítil stúlka ljós- hærð, sem tæpast nær með koll- inum upp fyrir píanóið. Hún hneigir sig fyrir áheyrendunum og lítur til hljómlistastjórans með barnslegu trausti. En við fyrsta viðbragð tónhamarins breytist hún skyndileg í þrosk- aða listakonu. Engin bending hljómsvéitarstjórans fer fram- hjá henni. Grannir barnsfingur hennar búa yfir ótrúlegum krafti. Meðan á leiknum stendur dregur barnið sig í hlé en listakonan rík-’ ir. Á eftir situr hún á gólfinu í listamannaherberginu eða á hné einhvers blaðamannsins og spjallar við hann eins og hver önnur átta ára dóttir. E. t. v. bendir þessi hæfileiki hennar til snöggra umskifta eigi síst til þess sem vænta má af henni í framtíðinni. íslenzk þjóð er smá og fátæk á mælikvarða stórþjóða. Hún mun seint hasla sér völl á alþjóða vettvangi með kjarnorku eða auð- magni enda skiftar skoðanir um ágæti því líkra aðferða. Þeim sem erlendis dvelja verður hinsveg- ar tíðum ljóst hversu íslenzk fit- list liðinna alda greiðir þeim oft götu í hópi merkra erlendra manna. Enn sem fyr er v'egurinn| opin fyrir íslenzka þ jóð til frama, vegur listanna, sem opinn er smáþjóð sem stórþjójð. Þórunn litla Jóhannsdóttir er einn möguleiki þjóðarinnar á þessum vegi. Þarf aö stunda framhaldsnám •Fyrir nokkrum árum kom fram lítill drengur í Nýja Sjálandi sem athygli vakti fyrir afburða fiðluleik. Nýsjálendingar, sem eru ung og upprennandi þjóð, töldu sig ekki hafa efni á því að j kasta gáfum hans á glæ en sjálf-( ur var hann fátækur og átti eng- an kost menntunar af eigin ram-! leik. Stjórn Nýja Sjálands ákvað því að taka drenginn að sér og| senda hann til England til fullr- ar námsdvalar undir handleiðslu færgustu tónlistamanna Breta. Þessi piltur, sem heitir Allan Lovéday er nú upprennandi fiðlusnillingur hér í London. Nýja Sjáland mun ekki iðrast gerða sinna í þessum efnum. Þórunn \itla Jóhannsdóttir, sem nú leikur á píanó í London1 fær blóm og gjafir á hljómleik-1 um sínum, en hún fær ekki að j vinna sér inn fé í Englandi enn um nokkurra ára skeið vegna landslaga. Við sem þekkjum hana bæði utan sönghallarinnar og innan trúum því að hún eigi eftir að kynna nafn íslands í dálkum heimsblaðanna á meiri og betri hátt en gert verður nokkru sinni með 'kjarnorku- sprengjum eða hervaldi. En til þess þarf hún að eiga kost á fram haldsnámi. Verður stjórn fs- lands eins framsýn og stjórn — Nýja Sjálands? Eða eigum við á komandi árum að láta okkur nægja að lesa nafn Allans Love- day í blöðunum en eftirláta kjarnorkufréttunum það dálka- rúm sem bíður eftir Þórunni litlu Jóhannsdóttir og fslandi? —Mbl. 25 marz During and after surgical operations, childrer\ are given every p>osstble care to ensure complete recovery. Expenses of the hospital amount to $650 daily, yet 30% of patients recewe free treatment.—John Orieman photos. These are the Facts About the Present Hospital Serves all Western Canada; only 135 beds; 3,468 sick children admitted last year for 40,167 days’ hospital care; 1,585 surgical operations (more than 4 a day); 11,907 out- patient treatments and examinations. 1,202 admissions from outside Winnipeg. In the Rh research laboratory alone, 100 blood tests daily on samples from all over Manitoba, plus countless other tests. All this activity in quarters that are overcrowded and in- adequate. Suffcr Ciftlc Cl)ilclr‘cti... When children are sick with deadly diseases like polio, menin- gitis and pneumonia, they need speciaiized knowledge and care to make them well and strong again. That's the reason for the Children's Hospital in Winnipeg—to provide an insti- tution equipped for the highly complicated diagnosis and treatment of children's diseases. It is the only such hospital west of Toronto. Patients Treated From All Over Western Canada Opened in 1911, the hospital now has only 135 beds. Caring for children referred by doctors from all the Prairie Provinces, the building overcrowded and old: it -fcannot adequately meet the demands upon it. In cases of emergency like the recent polio epidemic, even the halls must be used as wards for desperately sick children. $1,500,000 Required — YOUR Donation Is Badly Needed The demands upon the hospital surpassed its facilities as long ago as 1930. The depression and the war put off needed expansion. The result: extreme overcrowding; insufficient space fot patients, research, laboratory tests, teaching, and out-patient work. Meals, laundry and service facilities for moving patients are provided under extreme difficulties. Ask your local doctor about the need for a well-equipped, expertly- staffed Children's Hospital. YOUR donation is badly needed— NOW! The money needed must be raised by popular sub- scription. Send Donations lo: Children's Hospital Building Fund, Bank of Nova Scotia Building, Winnipeg. Frumlegri híbýlaprýði æskileg á Islandi Viðtal viö Kristínu Guömunds dóttir, fyrsta ísl. híbýla- fræðinginn Skömmu fyrir áramót kom heim frá Bandaríkjunum fyrsti íslenzki híbýlafræðingurinn, — ungfrú Kristín Guðmundsdóttir. Dvaldi hún þar í 4 ár við nám í híbýlaprýði, aðallega við North Western University í Chichago, en þaðan lauk hún burtfararprófi Hún sótti einnig námskeið í þeim fræðum við Kaliforníu-háskól- ann og New York School of Int- erior Decoration, en við þann skóla flytja margir af þekktustu híbýlafræðingum IBandaríkjanna fyrirlestra að staðaldri. Híbýlaprýöin ævagömul — Hvað er híbýlaprýði — og hvað er það, að vera híbýlafræð- ingur ? — List híbýlaprýðinnar er æva gömul. Hún varð til, þegar stein- aldarmaðurinn tólf að rista og mála myndir á veggina í helli sínum. Það er næstum hægt að segja, að þrá mannsins eftir því, að öðlast þægindi og fegurð í hí- býlum sínum sé meðfædd, og hí- býlaprýðin sé því óbeint í heim- inn borin með manninum sjálf- um. Af híbýlaprýði fyrri kyn- slóða má fá gleggsta hugmynd um þroska og lifnaðarhætti þeirra. Hagkvæmni og fegurö — Híbýlaprýðin á að vera í því fólgin að samræma hagkvæmi og fegurð. Menn verða að leggja umhyggju og hugsun, jafnvel ást og álúð í híbýlaprýði sína, til þess að fullkominn árangur náist. Hvar sem er í heiminum, hafa híbýli verið innréttuð og prýdd í samræmi við tíðarandann og tækni hvers tímabils. Vegna hinna miklu framfara á sviði samgangna, vísinda og verzlun- ar, er stíll vorratíma alþjóðlegri og óstaðbundnari en stílgerðir fyrri tíma. Leiöbeinir almenningi — Híbýlafræðingurinn er þá maður — eða kona — sem leið- beinir fólki, þegar það þarf að fá sér eitthvað nýtt í búið, hvort sem það er húsgögn, gluggatjöld eða annað, eða þegar það er að stofna heimili, kaupa nýtt hús o. s. frv. Erlendis þykir sjálfsagt að fá slíkar leiðbeiningar. Það er misskilningur, sem eg hefi orðið vör við hér, að það sé að- eins á færi auðkýfinga að leita til slíkra sérfræðinga. Það er ekki síður fólk, sem hefir úr litlu að spila, sem fær ráð hjá þeim. Ef fólk hefir aðeins ráð á að fá sér fáa muni til heimilisins þykir því borga sig að leita ráða hjá híbýlafræðingi til þess að örugg- ara sé, að hduturinn sé vel og smekklega valinn og fari vel við það, sem er til fyrir af húsgögn- um á heimilinu. — í Bandaríkj- unum hefir svo til hver einasta húsgagnaverzlun híbýlafræðingi í þjónustu sinni, til þess að laið- beina viðskiftavinunum. Húsakynni eiga aö bera svip íbúans — Hver eru mikilvægústu atr- iði híbýlaprýðinnar? — Það er nú ekki auðvelt að svara því í sluttu máli, en eg get reynt að stikla á því stærsta. Fyrsta atriðið, sem taka þarf tillit til, er að samræma smekk, stíl og tísku. Annar þátturinn er að velja og koma húsgögnunum þannig fyrir, að þau séu ■sem best fær um að gegna sínu hlut- verki. Þriðja atriðið er þægindi. Heimili án þæginda getur aldrei orðið vistlegt. F'jórða atriðið er að húsakynnin beri svip íbúans. Ókunnugur maður, sem ke'mur inn í herbergi í fyrsta sinn, á áð geta skapað sér nokkra skoðun um þann, sem þar býr. Nokkur æskileg einkenni, sem finna má í vel prýddum herberjum eru: virðuleiki stílfesta, rósemi, fág- un, glaðværð, yndisþokki og hispursleysi. Einkenni, sem fyrir alla muni ber að forðast, eru stærilæti, tilgerð, fágunarleysi og prjál. Fallegir hlutir á áberandi stöðum — Þá eiga fallegir hlutir hvort sem það eru málverk, veggteppi eða húsgögn, altaf að vera á á- berandi stað við vegginn í her- berginu. Samstæður, sem standa á ójöfnum tölum eru æskvlogri en þær, sem standa á jöfnum tölum_ Þrír hlutir mynda betri samstæðu en tveir eða fjórir. Samræmi verður að hafa á milli hárra og l:gra húsmuna. Dyr og gluggar með síðum tjöldum geta komið í staðinn fyrir há hús- gögn í samstæðu. Loks þer að forðast stöðugar endurtekningar. Tilbreytni innan vissra takmarka er nauðsynleg.' Litaval mikilvægi — Litaval er sá þáttur híbýla- prýðinnar, sem er ekki hvað síst mikilvægur. Fögur litasamsetn- ing gleður augað og ræður mestu um hversu vistleg Ihúsakynnin eru. Það er ekki hægt að gefa neinar algildar reglur um litaval. fhuga þarf vandlega legu her- bergisins við sólu, t. d. eiga að vera bjartari litir í herbergjum, sem snúa í norður og austur. Þá þarf líka að haga litum eftir not- kun herbergisins. Ýmsir litir hafa róandi áhrif og aðrir örfandi, og er þá sjálfsagt að hafa þá síðar nefndu í herbergjum, sem nota á til vinnu. Litir valdir eftir málverki —Besta aðferðin til þess að ná samræmi í litavali er að byggja þá útfrá einhverjum fal- legum hlutum t. d. gólfteppi, veggtePPÍ og veggfóðri. Mjög mikil tilbreytni er í að taka mál- verk og velja liti í herbergið eft-| ir litum þess. Gluggatjaldaefni á 250 kr. — Hafa ekki gluggatjöldin einnig mikið að segja? — Jú, íþau eru raunar það fyrsta sem maður tekur eftir, þegar maður kemur inn í her- bergi. Því óbrotnari, sem þau eru, þeim mun fallegri er heild arsvipur herbergisins. Það er ekki aðalatriði að gluggatjalda- efnið sé dýrt, en æskilegt er að þau séu efnismikil og nái niður að gólfi, þar sem hægt að fá fell- eg gluggatjöld úr kjóla efnum, léreftum og mörgum ódýrum efnum. Reykvískum húsmæðrum hættir til að tæma pyngju bónd- ans í hvert skifti sem þær fá sér ný gluggatjöld. Dæmi eru til þess að gluggatjaldaefni hafa verið seld hér á 250 krónur met- erinn, og ekki bar á neinn skort- ur væri á kaupendum. Glerkýr engum til sóma — Það má 1 þessu sambandi minnast á ýmsa smáhluti, sem hafðir eru til skrauts í herbergj um. Þeir gera margt í senn, setja svip á herbergið, auka áhrif lita- samsetningarinnar, eru til upp- fyllingar og endurspegla skap- gerð, áhugamál, dómgreind og mentun eigandans. Bækur, mál- verk og lifandi blóm t. d. vott * um dómgreind eigandans en lé- legar gibseftirlíkingar af hús- aýrum og dansmeyjum eru eng- um til sóma. Borgar sig að kaupa íslenzk húsgögn —v Hvað segirðu um íslenzku húsgögnin? — Sem stendur er því miður lítið úrval af þeim. Innflutnings höft hafa staðið íslenzkri fram- leiðslu fyrir þrifum. Þeim gjaldeyri, sem varið hefur verið til kaupa á lélegum erlendum húsgögnum, hefði verið betur varið til kaupa á hráefnum til íslenzkrar húsgagnaframleiðslu. íslenzkir húsgagnasmiðir standa áreiðanlega ekki að baki. erlend- um stéttarbræðrum sínum, og þótt íslenzk vinna sé dýrari en erlend, mun borga sig betur, þeg- ar til lengdar lætur, að kaupa vönduð íslenzk húsgögn en er- lend, sem stundum vilja detta í sundur eftir nokkura mánuði. Ef flutt eru'inn erlend húsgögn og áklæði, þarf að fara eftir vali sérfróðra manna til þess að tryggja það, að varningurinn sé fyrsta flokks. Méiri fjölbreytni — Hvað finst þér aðallega á- bótavant í híbýlaprýði okkar hér heima? — Það vantar fjölbreytni — menn eru ekki nógu frumlegir — apa of mikið hver eftir öðrum, og þá oft á tímum það, sem ó- smekklegt er. Það er hættulegt að apa eftir það, sem menn hafa séð annarsstaðar og halda að sé fínt, því að það, sem á vel við á einú heimili, getur farið illa á öðru. Þá hrúga margir alt of miklu af húsmunum, skrautmun- um og málverkjum í híbýli sín. En skraut og íburður á því aðeins rétt á sér að það skerði á engan hátt hagkvæma notkun húsa- kynna og innanstokksmuna. — Heimili á að vera þægileg vist- arvera en alls ekki að minna á sýningarglugga í skrautkera- eða húsgagnaverzlim, eins og oft vill verða. Húsgögnum er líka oft kjána lega fyrirkomið — það má um fram allt ekki hindra að hægt Frh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.