Heimskringla - 23.06.1948, Page 1

Heimskringla - 23.06.1948, Page 1
Always ask íor the HOME-MADE “POTATO LOAF” CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeq Phone 37 144 ; Frank Hannibal, Mgr.• • ; Alwcrys ask íor the— HOME-MADE “POTATO LOAF” CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. ^************^******— LXII. ÁHGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 23. JÚNf 1948 NÚMER 39. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Engisprettuplága Vesturlandsins Samkvæmt hinum fornu sögn- um biblíunnar átti Pharaoh, — Faraó — Egyptalandskonungi að hafa þótt nóg um, þegar drott- inn tók til þeirra ráða, til þess að frelsa sinn útvalda lýð undan þrældómsokinu á Egyptalandi, að láta 10 hræðilegar landplágur ganga yfir konungsríkið. Þótt svo hafi nú um skipast síðan á hinni fornu tíð, að nútíma menn- ing leggi lítið upp úr því, að landplágur og pestir séu refsi- dómur yfirnáttúrlegra valda fyr- ir einhverjar drýgðar syndir einstakrá þjóða, eða alls mann- kynsins, þá er það nú svo, að enn þann dag í dag eiga ýms lönd og landshlutar við að stríða margar af þeim plágum, sem biblíusagn- irnar greina frá að gengið hafi yfir Egyptarland. Er þar næst til að taka, að svo er að sjá eins og Vesturhluti þessa mikla meginlands hafi ekki farið varhluta af mörgum þeirra á þessu vori og sumri. Má þar til nefna óvanalega LÝKUR PRÓFI I LÆKNISFRÆÐI Dr. Guðmundur Lambertsen Þann 19. maí síðastliðinn, lauk þessi ungi og gerfliegi maður fullnaðarprófi í læknisfræði með ágætiseinkunn við Manitoba-há- skólann, og á hann óvenju glæsi- legan námsferil að baki; að loknu námi við alþýðuskóla Glenboro- bæjar, ákvað Guðmundur að leita sér æðri mentunar og varð þá nám í læknisfræði honum hug- stæðast; þess vegna innritaðist hann við læknavísindadeild há- skólans og fékk brátt orð á sig fyrir frábæra námshæfileika, á- stundun og viljaþrek; leið eigi á löngu að hann ynni ein námsverð- launin af öðrum; um sumarið 1942 varð Guðmundur fyrir þeirri sæmd, að hljóta námsverðlaun mentamálaráðs Manitoba-fylkis til tveggja ára, $650 fyrir hvort árið um sig; árið eftir vann hann hin svonefndu David A. Stewart verðlaun og óx í áliti kennara sinna með hverju líðandi ári. Guðmundur læknir er af góðu og gáfuðu fólki kominn; hann er sonur Guðmundar Lambertsen gullsmiðs og stórbónda frá Glen- boro, sem fyrir skömmu er lát- inn, og eftirlifandi ekkju hans, Brynjólfnýjar Asmundsdóttur, sem ættuð er úr Núpasveit í Þingeyjarþingi. Þessi ungi og efnilegi læknir, er þegar hefir aukið all verulega á hróður íslenzka þjóðarbrotsins í þessu landi, hefir afráðið að setjast að í Brandon og stunda þar lækningar í félagi við Dr. Fjeldsted frá Gimli. E. P. J. skaðvænleg flóð, skógarelda, skemdir af frosti, uppskeru orm- um, ofþurkum, foki gróðrarmold- ar, og síðast, en ekki sízt, engi- sprettum. Byrjuðu þessi leiðu kvikindi að unga út fyrir um tveimur vik- um síðan, í miðhluta Saskatche- wan-fylkis, og hafa sökum þurka og hita, ráðist í billjónatali inn á stór svæði í fylkinu. Einnig hafa þær ungað út á svæðum í suð- vestur hluta Alberta, og nálægt Emerson, McGregor og Glad- stone í Manitoba, þótt ekki sé það í stórum stíl enn þá . Farið hefir verið með eitur í tonnatali flugleiðis á þá staði í Saskatchewan, þar sem engi- sprettanna varð fyrst vart, og þar sem þær nú þegar eru búnar að eyðileggja þúsundir ekra af þeirri uppskeru, sem vel var á veg komin. Bændur og búalið er sífelt á vettvangi með öll upp- hugsanleg tæki til þess að eyða þessum ófögnuði. Eitrinu er dreift um með allskonar hætti, heimatilbúnum verkfærum og öllu sem gripið verður til. Þá að stórrigning og kaldara veður á plágusvæðunum myndi eyða enginsprettunum fljótar en nokkuð annað, þá geta ekki hinir langþreyttu bændur og skyldu- lið þeirra, sem berst má heita dag og nótt, beðið eftir því Ef þeim féllust hendur í þess- um bardaga, myndi öll uppskera þeirra og lifibrauð eyðileggjast. með öllu fyrir augunum á þeim, af þessari voða plágu. Eyðsla og ódrýgindi Það er haft eftir Harry Cohen, verzlunareiganda frá Birming- ham á Englandi, sem hefir verið hér á ferð um endilanga Canada í verzlunarerindum, og til þess að kynnast hag lands go þjóðar, að hann hafi sagt í Montreal, áður en hann lagði af stað heim- leiðis, síðastl. föstudag, að með matvæli væri farið svo illa og ódrýgindalega í Canada, bæði á heimilunum og á matsölu-hús- um, að slíkt væri hneykslanlegt. Einnig það, hvernig fólk í Can- ada fleygði hálfslitnum fötum, myndi gera Englendinga grá- hærða! Kvað Mr. Cohen Canadamenn borga of hátt verð fyrir innflutt- ar vörur frá Bretlandi; sagði hann að sá ágóði á varningnum umfram það sem hann væri seld- ur fyrir á Englandi, væri blátt á- fram stórhneyksli. Hversu mikið er að byggja á ummælum þessa manns, er örð- ugt að vita, en þau sýna þó, sem raunar áður var vitað, að ekki er alt með feldu, og þau minna ó- neitanlega á, hvílíkt allsnægta- land Canada gæti verið, ef rétt- lát stjórnarvöld og vitur lands- lýður tækju höndum saman. Ruglaður í skammstöfunum Það var í Ottawa nýlega, að Rt. Hon. C. D. Howe, verzlunar- og viðskiftamála-ráðherra, var að verja áætlanir deildar sinnar í neðri deild þingsins gegn að- finslum og gagnrýni andstæð- inganna, að hann játaði, að jafn- vel hann sjálfur ætti stundum erfitt með að átta sig á hinum alt of tíðu og frekar hégómlegu styttingum, — skammstöfunumi ýmsra þjóða — og alheimsmála- heita. Hann var að tala um E. C. A., þegar A. L. Smith, (PC—Cal- gary West) tók fram í fyrir hon- Ströndin mín Fjallkonan ávarpar börn sín 2. Flutt að Hnausum, 19. júní 1948 Árla á æskunnar dögum, Þá orka var lítil í hönd. Eg sá þig og söng um þig kvæði Ó sviphýra fjarlæga strönd. Þar dreymdi mig fegursta drauma. Þar dreymdi mig framtíðar lönd. Og þar naut eg æskunnar unaðs, Ó indæla fjarlæga strönd. Eitthvað sem enginn fær skilið, Eflir þau dulrænu bönd, Sem draga mig heim til þín héðan, Ó hjartkæra fjarlæga strönd. Gullið og skógarnir grænu Glepja ei þreyandi önd. Á meðan eg lifi mig langar Að líta þig fjarlæga strönd. Flutt af Mrs. S. W. Sigurgeirson að Hnausa, Man., 19. júní 1948 Börnin mín góð! Þó eg sé komin í heimsókn til ykkar um óravegu, er það ekki einungis vegna þess, að mig langaði til að kynnast högum ykkar og háttum, því í rauninni hefi eg ávalt verið í andlegri nálægð við ykkur og fylgst með þroskaferli ykkar, áhugamálum og athöfnum. Þetta er í sjálfu sér hvorki nýtt né öðru fremur markvert, því allar mæður láta hugann dvelja við börn sín, er í fjarlægð búa. Metnaður minn er mikill yfir því áliti, er þið hafið unnið ykkur í hinu nýja kjör- og fæðingarlandi; eg finn til þess hve eg er rík, og börnin mín heima, fyrir það að eiga þessa glæsilegu fylkingu afkomenda, starfsglaðra manna og kvenna, í þessu fagra landi, Canada. Eg hefi fagnað yfir því hve sömu sér- kennin, er frá landnámstíð hafa svipmerkt börn mín heima, hafa skotið djúpum rótum í vitundarlífi ykkar hér vestra, og á eg þar einkum við hina djúpu og óbifanlegu frelsisást, sem hugsjónir lýðfrjálsra þjóða grundvallast á. Eg veit að þið hafið int af hendi margar fómir og það hefi eg líka gert í þágu mannréttinda á þessari fögru jörð. Hugurinn flýgur án fjaðra Um fegurstu ódáins lönd. í fjarlægð nú syngja mér svanir Frá sólbjartri minninga strönd. Lárus B. Nordal Með íslenzkri hugást eg horfi í dag á hópinn minn glæsifríða. Við hlustir mér ómar ljúflings lag frá landnámi fyrri tíða. Hvert norrænt orð og hvert æðaslag skal ódreymdra sigrá bíða. Þótt himininn sökkvi í hjóðan mar og hrynji hver borg til grunna, eS ykkur út yfir aldirnar að upptökum lífsins brunna. f uppsprettum ljóðs eg lauguð var og lærði þar fyrst — að unna. Börnin mín! Heill og hamingja fylgi ykkur á ókomnum árum og öldum! um og spurði hvað E. C. A. væri. Kvað hann svo mikið af stytting- um ýmsra heita, að hann þekti ekki allar þær skammstafanir í sundur. Mr. Howe kvað það; meina “Economic Co-operation Administration”, Það eru Marsh-i, alls-fyrirætlanirnar, sagði Mr. , Howe. “Það er hvorki meira né minna, en framkvæmd og fyrir-: greiðsla Marshalls-fyrirætlan-l inna”. Mr. Smith: “Eg var ekki að reyna til að vera fyndinn, það er bara svo margt af þessum skamm- stöfunum, að eg get ekki munað þær allar”. Mr. Howe: “Já, auðvitað, það er svo langt frá því að eg muni'| þær allar sjálfur.” Lagabre>i;ingar Rt. Hon. J. L. Ilsley, dóms- • málaráðherra, sagði nýlega 1 neðri deild þingsins í Ottawa, að annaðhvort fimm eða sjö manna nefnd yrði mynduð til þess að endurskoða lagakerfið í ! Canada, einkum sakamálalögin. Frumvarpið um myndun slíkrar 1 nefndar ákveður að fimm manns ' skuli vera í henni; en Mr. Ilsley kvaðst hafa í hyggju að fjölga 1 nefndarmönnum, til þess aði nokkur hluti þeirra gæti alger- lega gefið sig við endurskoðun og umbótum sakamála og hegn- ingarlaga. Neitunarvaldið að engu virt Seint í síðastliðinni viku gerð- ist sá sögulegi atburður, að þing- ið í Washington samþykti lög- gjöf, þvert ofan í neitunarvalds- beitingu Trumans forseta. Var, það í þriðja sinni á fjórum dög- um, að þingið gekk upp á móti neitunarvalds skipunum, (veto) forsetans. En deilan hófst um frumvarp um verðlagssamninga járnbrautafélaga, er fyrirbygðir voru með móttryggingarlögum. Elztu þingskörungar segja þessa lítilsvirðingu fyrir neitunar- valdi forsetans, algerlega eins- dæmi í þinginu. Þeir í Moskva Rú§* *ar hafa nú fallist á tillögu Ameríkumanna að halda 10-þjóða ráðstefnu 30. júlí næstkomandi, til þess að undirbúa frjálsar al- þjóðasiglingaleiðir um Danube- ána. f svari, sem ríkisdeildin hefir birt, segir að Rússar hafi dregið til baka þau mótmæli sem þeir nýlega hófu gegn því að Aust- urríki tæki þátt í ráðstefnunni. Segja þeir í Moskva nú, að þeír séu viljugir til að bjóða Austur- ríki þátttöku, þó með því móti, að það hafi engan atkvæðisrétt. Þar fylgir böggull skammrifi! FRÉTTIR t FÁM ORÐUM Falskir bandarískir 10 dollara seðlar, kváðu vera í umferð í Winnipeg. Þeirra hefir orðið vart í búðum. Er haldið að seðl- arnir séu eftirgerðir með mynd- tökuvélum og þeir er það gera, geti verið úr hópi Bandaríkja- manna er hafi peningafölsun með höndum. Seðlarnir kváðu auð- þektir á því, að pappír í þeim sé ekki eins sterkur og í vanalegum seðlum. ★ Manitoba-stjórnin hefir neitað C. D. Howe, verzlunarmálaráð- herra, að semja lög er heimili Hveitiráðinu að hafa sölu á byggi, höfrum og öðru komi með höndum. Howe fór fram á að öll fylkin geri þetta. HITT OG ÞETTA Þegar Wilhelmina Hollands- drotning var á ferð í Bandaríkj- unum á stríðsárunum, heimsótti hún meðal annara staða, hinn víð- kunna herforingjaskóla að West Point. Herforingjaefnin höfðu verið marg-æfðir og þjálfaðir svo dög- um skifti, og hvert smáatvik í sambandi við þessa virðulegu heimsókn, hafði verið vandlega athugað og undirbúið, alt, nema aðeins eitt, — engum hafði hug- kvæmst að segja forstjóra lúðra- sveitarinnar hvaða lag ætti að leika þegar æðstu yfirvöld Bandaríkjanna kæmu með henn- ar hágöfði, drotninguna inn á há- tíðasvæðið. Valdi því hljómsveit- arstjórinn eitt af sínum uppá- halds lögum, án þess að hugsa mikið um hvernig á stóð. Svo þegar merkið var gefið um að drotningin væri að koma, og heiðursvörðurinn, og allir aðrir hermenn stóðu þar, stífir eins og merki-kerti, drotningunni tili virðingar, byrjaði lúðrasveitin að leika með fullum krafti; “The Old Gray Mare, She Aint What She Used To Be”! — sem verðui; á íslenzku, í fremur losaralegri! þýðingu: Gamla gráa merin er ólík því, sem (hún) áður var! * Mrs. Maude Ethel Pope hreiðraði um sig í húsinu sem hún sjálf reisti sér í Atlanta, Ga. nýlega, og beið þess að (22) tutt- ugasta og annað barnið hennar fæddist í þennan synduga heim. Mrs. Pope sagðist vera orðin dá- lítið þreytt af því, að láta húsa- eigendur reka sig út, eða gefa sér tilkynningu þar að lútandi, í hvert skifti sem nýr erfingi væri á leiðinni. Svo hún reisti sér sitt eigið hús. Varð hún að borga alla þá peninga sem hún átti til fyrir lóðina og efnið, en hún smíðaði það sjálf, nema eig- inmaðurinn hjálpaði henni með grunninn! Þessi 38 ára gamla kona sagðist hafa átt fyrsta barn- ið, af 17 drengjum og 4 stúlkum, 13 ára að aldri. ★ Frá Stockhólmi — Sérstakur undirbúningur hefir verið hafinn í Svíþjóð, til þess að taka sér- staklega hátíðlega á móti þjóð- bræðrum og systrum, og afkom- endum þeirra frá Canada og Bandaríkjunum, sem ætla heim til föðurlandsins í heimsókn í stórum stíl á þessu sumri og vori. Gerir heimaþjóðin sænska alt sem í hennar valdi stendur, til þess að taka vel á móti ferða- fólki, og sérstökum farþegaferð- um hefir verið séð fyrir. A Trygve Lie, aðalritari og for- seti Sameinuðu þjóðanna, hefir látið uppi nýlega.'að hann sé nú að koma í framkvæmd hugmynd, er hann hafi lengi haft í hugan- um, en hún er sú, að Sameinuðu þjóðimar eignist sérstakt varð- lið, eða eftirlitssveit, er styrki framkvæmdanefndir þessarar miklu stofnunar til þess að við- halda friði í heiminum. ★ Thomas B. Costain, höfundur bókanna “The Moneyman” og “The Black Rose”, lýsti því ný- lega yfir í Ottawa, að hann bæri svo mikið traust til almennings, ISLENDINGADAGUR- INN Á HNAUSUM Yfir 1000 manns sóttu íslend- ingadaginn á Hnausum s. 1. laug- ardag. Veður var hið ágætasta allan daginn og skemtiskrá bæði löng og góð. Gunnar Sæmunds- son var forseti dagsins. Aðal ræðurnar, auk ávarpa Fjallkonu og Miss Canada, fluttu frú Elin- borg Lárusd. frá íslandi, frú S. Ólafsson frá Selkirk og Heimir Thorgrímsson. Kvæði orti Lár- us Nordal frá Gimli. íþróttir fóru fram eins og venjulega. Dagurinn þótti hinn skemtilegasti. að hann héldi að fólk yfir höfuð, hefði meiri dómgreind og sið- ferðisþrek til að bera en svo, að það léti afleiðast af slíkum hjá- guðum, eins og kynferðis og klám-bókmenntum þeim, er nú virtust vera í miklu uppáhaldi hjá mörgum lesendum. Kvað hann, að þrátt fyrir það þótt þesskonar bækur hefðu átt allmiklum vinsældum að fagna undanfarið, þá hefð,u þær ekki runnið út, eins og útgefendurn- ir hefðu búist við. ★ Faðir Joseph Murphy, kaþólsk- ur prestur, sem tilheyrir Boston College — Fordham fornleifa- rannsóknafélaginu, sagði nýlega í New York að fornleifafundir í Antilias-dalnum í Lebanon og víðar, sönnuðu, að mannverur, eða fólk í mannsmynd hefði ver- ið komið til sögunnar um 75,000 árum fyrir Krists fæðingu. \ Faðir Murphy er nýlega kom- inn til New York úr einni af rannsóknar ferðum sínum til Lebanon, með 140 sýnishorn; þar á meðal beina§;rind af 8 — 9 ára gömlum dreng, sem var uppi fyr- ir meira en 60,000 árum síðan. ★ Einvalds-drotningin Irene, sem réði fyrir Byzantine-stórveldinu á áttundu öld, var fátækur, en gáfaður munaðarleysingi.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.