Heimskringla - 23.06.1948, Side 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 23. JÚNÍ 1948
Heitnskringla
(BtofnvB 1899)
Kemui út á hverjum mlðvikudegl.
Eigendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24185
Verð blaðsins er S3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram.
Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskiftabréf biaðinu aðlútandi sendist:
The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Advertising Manager: P. S. PÁLSSON
“Heimskringla" is published by and printed by
THE VIKING PRESS LIMITED
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185
Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa
WINNIPEG, 23. JÚNÍ 1948
Kirkjuþing
Kirkjuþing Hins Sameinaða Kirkjufélags íslendinga í Norður-
Ameríku, verður í ár haldið að Gimli og hefst n. k. fimtudag (25.
júní).
Nýja-ísland fær í þetta sinn notið starfs kirkjuþingsins í ríkum
mæli. Þar hefir nú á öðrum stað eða á Hnausum verið háð þing
íslenzkra frjálstrúar kvenna undanfama daga, sem oss hafa borist
fregnir af, að hafi verið eitt hið bezta. Þetta þing verður ef til vill
ekki frábreytt öðrum ársþingum félagsins. Þó sjáum vér að gest-
urinn vinsæli frá íslandi, frú Elinborg Lárusdóttir flytur þar erindi.
Er kirkjuþinginu happ að því, að hafa slíkan gest, eins og félagslífi
voru hér öllu hefir verið. Hún flutti fyrirlestur á þjóðhátíðinni á
Hnausum s. 1. laugardag, erindi á þingi kvenna s.l. mánudag, “um
sumardvalar heimili barna á fslandi”. Áður hefir hún flutt hér ótal
erindi og þar á meðal fyrirlestur um leikment, þróun hennar og
þjóðleikhúsið sem í smíðum er á íslandi. Erindi hennar eru með
afbrigðum glögg og bregða upp ljósri og óafmáanlegri mynd af
hverju því er hú tekur sér fyrir hendur að segja okkur frá úr
þjóðlífinu heima. Við lítum á íslendinga sem heimsækja okkur,
sem fulltrúa fslands. Frú Elinborg er vissulega góður fulltrúi
þjóðar vorrar.
Hvað á þinginu gerist, fáum við fréttir af síðar. En hins er að
vona, að það komi einhverju raunverulegu til leiðar í þarfir hug-
sjónarinnar, sem stefnt er að með auknu frelsi og víðsýni í trú-
málum. Sá er þetta ritar minti eitt sinn í ræðu, er hann var svo
frægur að flytja í kirkju, á efni, er H. G. Wells sálugi vakti máls á,
en það var um þörfina á að skrifa nýja biblíu. Það liggur nú ef til
vill ekki í bókstaflegum skilningi mikið eftir frjálstrúar samtökin
hér í þessu efni, en að stefna þeirra sé í öðru fremur fólgin efast eg
um. Hún hefir að því miðað, að losa trúfræðina við hégiljur og
skurðgoðadýrkun, sem svo oft og í mörgum myndum skýtur upp í
trúarkenningum hverrar kirkju sem er, um leið og hún hefir snúið
sér að því að gera sér sem gleggsta grein fyrir tilveru heimsins og
viðhorfi mannsins í því efni. Hún vill sjá sem sannasta mynd af
þessu og samrýmanlegri þekkingu nútímans en flest eða öll eldri
trúarbrögð hafa að bjóða. Þetta er oft lagt út sem trúleysi, en það
er þvert á móti til þess að gera veg drottins beinni, því þá töluðu
verk hans krókalaust til vor mannanna og á skiljanlegri hátt, en oft
er upp á boðið. Blekkingarnar sem í mörgum trúfræðibókum felast,
eiga þar og sízt af öllu heima og væri hart á þeim tekði, ef í fari
einstaklingsins kæmu fram — að ekki sé minst á allar villurnar, sem
í vanþekkingarskörð eldri tíma er drepið, en sem nútíma
skilningur manna á heiminum er áð útrýma og vissulega hefir leitt
til meiri vantrúar, en nokkuð annað.
Þetta er efnið, sem íhuganir frjálstrúaðra hafa snúist um og
gera á þessu þingi, sem í hönd fer, einu frjálstrúuðu kirkjunnar, sem
íslendingar eiga og hafa átt. Áfangarnir hafa ekki ávalt verið eins
langir og æskilegt hefir verið, en það eitt er víst( er á þetta starf í
trúarefnum er sanngjarnlega litið, að það hefir ekki haft svo lítil
áhrif á trúarviðhorf einstaklingsins íslendinga á meðal, hvort sem
við það er kannast eða ekki. Og þegar þess verður í framtíð minst,
sem Þorsteinn Erlingsson á við er hann segist “heilsa með fögnuði
veginum þeim, sem eitthvað í áttina líður”, mun frjálstrúarstarfs
Vestur-fslendinga hér getið.
KORNI STOLIÐ
FRÁ WALLACE
Nýkomnar fréttir frá Rúss-
landi hljóta að vera Henry Wal-
lace nokkur vonbrigði.
Hvað sem um stjórnmálavit
Wallace verður sagt, neitar eng-
inn honum um það, að hann er
einn með fremstu mönnum i
heimi að þekkingu á sköpuft
nýrra korntegunda. Með starfi
sínu við akuryrkjudeild ríkis
síns, hefir hann komið af stað
algerðri breytingu í kornrækt í
heiminum og hefir um leið gert
sér þessa þekkingu sína arðbæra
sér.
En nú koma svo blöðin frá
Rússlandi, sem síðustu vikurnar
hafa ekki þreyst á að hrósa Wal-
lace, með þá staðhæfingu, að
rússneskir vísindamenn hafi
fundið fyrstir manna upp blönd-
un allra hinna þektu korntegunda
sem til séu. Wallace er með
þessu skipað í hinn stóra hóp
lýðræðissinnaðra uppgötvara, —
þeirra sem fundu upp gufuvél-
ina, rafljós, útvarp, radar, peni-
cillin og ótal margt annað, en
sem öllum hefir verið af stóli
steypt með áróðursvél Rússa og
strikaðir út úr veraldarsögunni,
eins og hún er kend í Rússlandi.
Kornraðirnar hans Wallace,
verða því ekki lengur í sögunni
sýndar þar. Það getur verið auð-
velt fyrir Wallace að afsaka þjóð
ríkja þjófnað Rússa í Evrópu.
En ætli það verði eins auðvelt
fyrir hann að undirskrifa þennan
kornstuld vina hans frá honum
sjálfum?
PRAIRIE PANORAMA
Eftir Ingvar Gíslason
Bók þessa, sem nefna mætti á
íslenzku “Hringsjá Sléttufylkj-
anna”, hefir nýlega verið gefin
út af Western Canadian Indus-
tries Ltd. og prentuð af Common-
wealth Press Ltd., Calgary Alta.
Af því það tíðkast að afreks-
verka landa í þessari álfu er get-
ið í íslenzku vikublöðunum, —
finst mér viðeigandi að ofan-
greindrar bókar sé þar að ein-
hverju getið svo landar höfund-
arsins viti, að bókin er til. Og þó
mér þyki líklegt, að hún verði
notuð í skólum Vestur-Canada,
er ekkert á móti því, að eitthvað
sjáist um hana á íslenzku, þó það
sé ekki haft eftir þeim ensku.
Hringsjá þessi er mjög yfir- efni bókarinnar. Þá er og próf-
gripsmikið fræði-rit, og munu fá
dæmi til, að svo miklum fróðleik
hafi verið þjappað saman, í sam-
hengi, í ekki lengra lesmál. Bók-
in er aðeins 200 bls., margar
hverjar uppteknar til hálfs eða
að fullu með myndum, sem nema
139. Þess utan vísar höfundurinn
til heimilda fyrir öllu sem
nokkru skiftir. Að líkindum hef-
ir honum verið sett takmark um
stærð bókarinnar, og er það út af
fyrir sig afreksverk frá hálfu
höfundarins, hversu víða hann
kemur við en gengur þó skil-
merkilega frá hverju atriði, án
þess að lesmálið lendi í slitur, og
beri með sér þurleik og kulda
sem vanalega einkenna alfræði-
rit. Að vera þannig sett fyrir um
efni og pappír er síður en svo
örfandi fyrir höfundinn, og mót
allri von að bókin beri með sér
mókmentalegt gildi. En þrátt
fyrir þessar hömlur og þrátt fyr-
ir gætni og varfærni hins sanna
óhlutdræga fræðimanns, gætir
hér að mínu áliti rithöfundar
hæfileika í bókmentalegum
skilningi.
Ingvar hefir tekist furðuvel,
að skapa heild úr þessu ógrynni
af fróðleiksmolum, sem hann
varð að sanka saman og blása svo
lífsanda í sköpunarverk sitt. Og
þetta tekst honum vegna þess,
að alstaðar má lesa mannúð höf-
undarins milli línanna. Hvað
helzt sem bókin fjallar um, hvort
sem það er landafræði, jarðfræði,
saga sléttufylkjanna, eða skýrsl-
ur um fríðindi þeirra og afurðir,
fær þýðing, vegna íbúanna. Án
áróðurs og predikana kemur höf-
undurinn þeirri hugmynd inn
hjá lesendunum, að auðæfi og
fegurð landsins er sem dauður
bókstafur sem múgurinn einn,
konur, menn og börn megna að
gefa líf. Höfundi Hringsjár er
maðurinn mesta áhugumálið: að
hin misleita þjóð Sléttufylkj-
anna, sem runnin er frá fleiri en
þrjátíu mismunandi þjóðflokkum
njóti auðs þess og unaðar, sem
þetta land geymir í skauti sínu.
Hvernig Hringsjá vekur þessa
hugsun hjá þeim sem les, er erfitt
að gera grein fyrir. En áhrifanna
mun hver kenna sem les bókina.
Og þetta fyrirbrigði vekur grun
um að höfundurinn búi yfir þeim
hæfileikum sem kæmu enn betur
í ljós, ef hann ritaði bók, sem
ekki væri bundin við dauð ‘data’,
eins og Hringsjá er. Þó er gaman
að sjá hversu honum hefir tekist
að lauma inn orðum og setning-
um, sem eiga ekki heima í al-
fræðibók, án þess að skapa
nokkrar misfellur. Hann hefir
jafnvel lag á að haga svo orðum,
að yl leggur frá köldum og
hversdagslegum staðhæfingum.
Eg ætla að taka til dæmis fyr-
ir sagnir hinna tíu kafla, sem
bókinni er skift niður í, og bera
þær saman við fyrirsagnir sem
vænta mætti í fræðibók af þessu
tægi: 4. kap. nefnir hofundurinn
The People, sem er miklu hugð
næmara en Inhabitants. — 5. kap.
Their Work on the Land ekki
Agriculture. — 6. kap., Their
Work in the Mines. því ekki
Minning eða The Mining Ind-
ustry? — 7. kap., Their Work in
the Factories. Ekki Manulactur-
ing Industries. — 8. kap., Work-
ing Together. — Ekki Co.oper-
átion. — 9. kap., Their Mutual
Welfare. Ekki Public Health.
Vegna slíkra blæbrigða, sem
eru algerlega látlaus, hafði þetta
fræðirit önnur áhrif á mig en
nokkurt annað, sem eg hefi lesið,
a6 undanteknum bókum Vil-j
hjálms Stefánssonar. — Sviparj
Ingvari einnig til hans með ó-\
hlutdrægni og varfærni í stað-
hæfingum sínum. Þá er stíllinn!
á Hringsjá íburðarlaus og blátt'
áfram og bókin því mjög létt af-
lestrar. Og það kalla eg snild
hversu vel höfundinum hefir tek-
ist að tvinna saman mannúð og
fræðimensku, án þess að til baga
sé.
Myndirnar eru ágætar og hefir
höfundurinn viðað þær að sér
úr öllum áttum, eins og annað
arkalestur óaðfinnanlegur. Það
eitt mætti finna að þessari bók
er, að hún átti skilið glæsilegra
format, en útgefendur hafa séð
sér fært að leggja kostnað í.
Að endingu verst eg ekki þeirri
ósk að eg eigi eftir að lesa aðra
bók eftir Ingvar Gíslason, bók
sem hans innri maður er einn
um, óbundinn við hagskýrslur
og fyrirskipanir útgefenda.
/. P. Pálsson
—1330 Hampshire Road,
Victoria, B. C.
ÍSLAND BIÐUR AÐ
HEILSA
Eftir próf. Richard Beck, vara-
ræðismann Islands í N. D.
(Ávarp flutt á fslendingadegi,
að Mountain( N. Dakota,
17. júní 1948)
ísland biður að heilsa. Já, ætt-
jörðin biður hjartanlega að heilsa
öllum börnum sínum og þeirra
börnum, sem hér eru saman kom
in víðsvegar að, til þess að minn
ast hennar og hylla hana á sig
urbjörtum frelsisdegi hennar
Af eigin reynd veit eg, að heima-
þjóðinni liggur þannig hugur til
okkar þjóðsystkina sinna vestan
hafsins. Og þeim ummælum til
staðfestingar tel eg mér sérstaka
sæmd að því að flytja hér eftir-
farandi símkveðju frá forsætis
ráðherra íslands, í nafni ríkis-
stjórnar og þjóðar:
“Vinsamlega færið tslendinga
deginum þessa kveðju: Fyrir
hönd ríkisstjórnar íslands og ís-
lenzku þjóðarinnar sendi eg
öllum Islendingum vestan hafs
kærustu kveðjur heimaþjóðar
innar á þjóðhátíðardeginum og
þakka forna og nýja tryggð og
vináttu. Megi íslenzk menning
lifa og blómgast beggja megin
hafsins. — Stefán Jóhann Stef-
ánsson forsætisráðherra.”
Þessi hlýja og drengilega
kveðja forsætisráðherrans túlkar
fagurlega djúpstæðan góðhug og
ræktarhug heimaþjóðar okkar,
sem lýst hefir sér eftirminnilega
í verki í margskonar vináttu
merkjum og virðingar okkar til
handa íslendingum í Vestur-
heimi.
Eg er þess einnig fullviss, að
þessi faguryrta kveðja heiman
um haf vekur bergmál í hugum
okkar allra, sem íslenzkt blóð
rennur í æðum, og hitar okkur
um hjartarætur. Hún hefir fært
ísland nær okkur og okkur næ
íslandi. En fleira lætur okkur,
um annað fram, .finna til návist-
ar hugumkærs ættlandsins
þessum feginsdegi þess, ekki síst
það, að hér er staddur í hópi
okkar ágætur fulltrúi heima
þjóðarinnar, séra Eiríkur Brynj-
ólfsson, sem hefir það sonarlega
hlutverk með höndum að flytja
minni ættjarðarinnar. Hann er
okkur öllum mikill ausfúsugest-
ur.
Þeim tilfinningum ræktarsemi
og heimhugar, er bærast í brjóst-
um okkar á þessum þjóðhátíðar-
degi, hefir Davíð skáld Stefáns
son fundið sannan og snjallan
orðabúning í þessum erindum úr
Alþingishátíðarljóðum sínum:
Við börn þín, ísland, blessum
þig í dag.
Með bæn og söngvum hjörtun
eiða vinna.
Hver minning andar lífi í okkar
lag.
Við Lögberg mætast hugir barna
þinna.
Frá brjóstum þínum leggur ylinn
enn,
sem aldrei brást, þó vetur réði
lögum, ,
og enn á þjóðin vitra og vaska
menn,
sem verður lýst í nýjum hetju-
sögum.
Við tignum þann, sem tryggar
vörður hlóð.
Við tignum þann, sem ryður
nýja vegi.
Þó fámenn sé hin frjálsa og unga
þjóð,
þá finnur hún sinn mátt á þessum
degi.
Við börn þín, ísland, biðjum
fyrir þér.
Við blessum þig í nafni alls,
sem lifir.
Við erum þjóð, sem eld í brjósti
ber,
og börn, sem drottinn sjálfur
vakir yfir.
Þau hrifningarorð og heitu
bænarorð veit eg vera bergmál
huga okkar við kveðjunni bróð-
urlegu heiman yfir hafið. Og
eins og skáldið segir í kvæði
sínu, þá ættu hugir okkar ís-
landsbarna hvergi fremur að
sameinast, heldur en að Lög-
bergi, á helgistað hinnar íslenzku
þjóðar, þar sem gerst hafa þeir
atburðir, sem örlagaríkastir hafa
orðið í sögu hennar. Enginn ís-
lendingur, sem nokkuð verulega
þekkir til þeirrar sögu, fær sta*-
ið að Lögbergi og horft yfir
Þingvelli við Öxará, svo að hann
finní eigi þyt sögunnar strjúka
sér um vanga, og verði glögg-
skygnari á það, hve frábærlega
merkileg saga hinnar íslenzku
þjóðar er og jafn merkileg hin
íslenzka menningararfleifð, sem
við eigum að bakhjalli.
Minnugur er eg þess einnig(
að nú í sumar á þessi blómlega
og söguríka íslendingabygð hér
í Norður-Dakota 70 ára land-
námsafmæli. Ljúft og skylt er
það vissulega að minnast þeirra
manna og kvenna af íslenzkum
stofni, sem hér háðu harða en
sigursæla brautryðjendabaráttu
sína. í nafni heimaþjóðarinnar
þakka eg þeim öllum, bæði þeim,
er búa mjúka sæng fósturfoldar-
innar, og hinum, sem enn eru
ofan moldar, fyrir það, hve vel
þeir báru merki íslenzks mann-
dóms fram til sigurs á þessum
slóðum, trúir íslendingseðli sínu
og dyggir þegnar kjörlands síns.
Hve vel þeim tókst að sameina
þetta tvent, ræktarsemina við
uppruna sinn og erfðir og þegn-
hollustuna við fósturlandið, var,
eins og réttilega hefir sagt verið.
styrkur þeirra og sómi. Dæmi
þeirra má verða okkur hinum,
sem göngum þeim í spor, til íhug-
unar og fyrirmyndar. Heiður og
þökk landnemunum íslenzku! —
Bjart er og verður um_minningu
þeirra, því að þeir hafa með lífi
sínu og starfi greitt veg óbornum
kynslóðum.
Eg hóf mál mitt með því, að
lesa fagra og hjartahlýja kveðju
íslenzku ríkisstjórnarinnar og
heimaþjóðarinnar. Að málalok-
um vík eg aftur að þeirri kær-
komnu kveðju. Hún er útrétt
bróðurhönd ættþjóðar okkar
vestur yfir álana breiðu og djúpu.
Eg veit, að við réttum fram heita
hönd á móti.
Sé eg hendur manna mynda
meginþráð yfir höfin bráðu.
sagði séra Matthías Jochumsson
í ódauðlegum snildarljóðum sín-
um til Vestur-íslendinga. Við
viljum láta þann draum skáldsins
halda áfram að rætast í samskift-
um íslendinga austan hafs og
vestan. En þeirri brú ræktar-
semi og góðhuga skola háar hol-
skeflur hafsins aldrei í sæ.
í þeim anda flyt eg ykkur
kveðjur ríkisstjórnar íslands og
íslenzku þjóðarinnar og bið ykk-
ur og bygðum ykkar blessunar,
Verið þið blessuð og lifið heil!
Eina hina fáorðustu og beztu
skilgreiningu á frjálsu landi,
gerði, eða gaf Winston Churcb-
ill fyrir skömmu á ráðstefnu í
Hague, um sameiningu Evrópu-
landanna:
“Vér fögnum hverju því landi,
og bjóðum það velkomið í sam-
bandið”, sagði hannr “þar sem
fólkið á stjórnina, en stjórnin
ekki fólkið”.
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU—
bezta íslenzka fréttablaðið
THE ADDRESS OF
MISS CANADA
By Miss Borga Sigurðson
at Hnausa, June 19, 1948
Mr. Chairman, Maid of the
Mountains, Ladies and
Gentlemen:
My nationhood has just begun.
As a young country, I hold the
ancient wisdom of the Fjallkona
in high respect. She has been a
champion of democracy for ages
past, and she has won renewn
pnong the nations of the old
world. I bow to her this day and
woúld that I could become more
like her.
The Icelandic people have
caught the temper of their land
and symbolized it satisfactorily
in the Maid of the Mountains.
They treat her as a spirit with
almost human loves and amb-
itions, and genuine interest in
her children. The spirit blesses
them with her flowers and speaks
to them in the language of her
birds. No poets sing their
country’s praises more spontan-
eously than do the “skálds” of
Iceland. You Canadians are not
quite so conscious of the spirit
of your land. I cannot blame you
although you do not love me as
Icelanders love the Fjallkona.
You do not know me. I am no
more the Maid of Mountains than
of Prairie or forests. My char-
acter, like the character of my
people, has never been defined.
The Red Men, the true Canad-
ian, play a small part in the life
of our nation. Our destiny is now
in the hands of my foster child-
ren and their children, we have
been born here. Many different
nationalities are represented a-
mong my people, and they came
for many different reasons. Some
came in search of a strong young
country, which could give them
abundant food and ready shelter.
Some came in search of freedom
that they might think, and
speak, and worship as they chose.
In general, you have not been
disappointed, although you faced
many difficulties in the early
years. As you have learned to
care for me more and more. I
have been kinder to you.
Think back and remember how
the fields have grown; and how
your homes have improved. Be-
cause of all the differences in
custom and creed, it is hard for
you to think as one nation. There
aré many problems which you
cannot solve because you have
no common ground for discus-
sion. Take courage, Canadians!
You can be like a family whose
members have very different
tastes, but who broaden and de-
velope each other in the “give-
and-take” of their life together.
I haye given you what you most
needed, and you have brought
me great wealth in return. You
have brought with you the learn-
ing and the beliefs of almost
every European nation and some
others. The time has come when
you will have to decide whether
your differences will harden into
prejudices or whether they wil!
serve as stimulation in your
thinking.
You have been in much doubt
about your goals as a nation. —
Your love of country and your
hopes for the future are same-
thing which you have in com-
mon. They will help. Then let
me tell you that the finest goal
which you can strive for at pre-
sent is just to understand each
other. If you do that fully, then
you will have solved problems
of race and religion which have
never been solved before. Then
you will have realized the most
wonderful opportunity which I
have to offer. Then you will have
given genuine service to the
world.