Heimskringla - 23.06.1948, Síða 5

Heimskringla - 23.06.1948, Síða 5
WINNIPEG, 23. JÚNf 1948 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA Gullbrúðkaup að Mountain, N. D. > Gullbrúðkaup var þar haldið sunnudaginn 6. júní í kirkju Vík- ur-safnaðar á Mountain, og hófst það um kl. 3 síðdegis. Gullbrúðhjónin voru þau Mag- nús Friðbjörnsson Björnson og Guðbjörg (Sigurbjörnsd. Guð- mundssonar). Bæði eru þau alin upp í íslenzku bygðinni í Pem- bina County í Norður-Dakota, og hafa átt þar heima mestan hluta æfi. Hvort sem annað hafa þau prýðilega starfað að velferð- armálum bygðar sinnar, bæði ver- aldlegum og andlegum. Til þessarar hátíðar var stofn- að af börnum og tengdabörnum gullbrúðhjónanna. Með hjálp nokkurra kvenna og stúlkna í bygðinni og með aðstoð sóknar- prestsins önnuðust þau um veit- ingar, skemtiskrá og annan und- irbúning hátíðarinnar. Börnin og tengdabörnin eru: Sigurbjörn og Freda Björnson, í Moorhead, Minnesota; Friðbjörn og Eve- iyn, í West Des Moines, Iowa; Anna og Burke Halldorson, í Karlstadt, Minn.; Árni og Agnes Björnson, að Mountain, N. D.; Kristinn og Mildred Björnson, í Fargo, N. D. Þau voru öll við- stödd, þótt sum þeirra ættu langt að fara. Þau komu einnig með börn sín. Eftir hádegi var dagurinn fag- ur og samkoman yndisleg. Við, kona mín og eg, vorum þar við- stödd, ásamt Mr. og Mrs. A. S. Bardal, sem voru svo góð að flytja okkur í bíl sínum frá Win- nipeg, á þessa hátíð. Þá vil eg segja frá því sem gerðist á þessu gull-móti. Há- tíðarhaldinu öllu stýrði sóknar- présturinn, séra Egill H. Fáfnís, forseti Kirkjufélagsins. Meðan Mrs. Sig. Samson lék giftingar- slag á orgel kirkjunnar, komu inn kirkjugólfið, að áður völdum sætum, gullbrúðhjónin, ásamt 10 börnum og tengdabörnum þeirra Og 14 barnabörnum. Dásamlegt var það, að gullbrúðurin var klædd brúðskarti því er hún bar fyrir 50 árum, og fór þetta henni afbragðs vel, vöxturinn eins og þegar hún var ung brúður. Mun slíkt mjög óvanalegt. Þegar hópurinn þessi hafði sezt, söng Miss Eileen Björnson ‘ O Perfect Day”. Séra Rúnólfur Marteinsson, D.D., las biblíu- kafla og flutti heiðursgestunum ávarp. Þá flutti Burke Halldórs- son, 7 ára gamall drengur, sonur þeirra hjónanna Burke og Önnu Halldórson, kvæði “To Grandpa and Grandma”, falleg orð til afa og ömum og vel borin fram. Næst honum kom fram annað barna- barn, 5 ára gömul stúlka, Dianne Björnson, og flutti annað ljóð naeð hamnigjuóskum til afa og ömmu, vel sagt. Þriðja barna- barnið, ungur maður, Fred La- verne Björnson, flutti stuta og snotra ræðu, fyrir hönd allra barnabarnanna, til að þakka afa og ömmu fyrir margvísleg gæði og óska þeim allra heilla. Þá söng séra Egill: “Silver Threads Among the Gold”, og síðan flutti hann heiðursgestunum ávarp. Mr. Sigurbjörn Björnson, elzta barn gullbrúðhjónanna, hafði þá orð fyrir öllum börnunum og flutti foreldrunum hjartans ]>akklæti fyrir hið liðna ásamt bæn um blessun Drottins yfir hinar ó- komnu stundir. Fyrir hönd allra systkinanna sagði hann frá gjöf þeirra til gulllbrúðhjónanna. — Var það frábærlega nytsamur hlutur fyrir heimilið, kæliskáp- ur. Mrs. G. Goodman söng tvo söngva: “Because” og “In A Lit- tle Old Garden”. Arinbjörn S. Bardal flutti heiðursgestr- hamingjuóskir og sagði meðal annars ýmislegt fagurt um móð- urkærleikann. Victor Sturlaug- son flutti gullbrúðhjónunum þakkir fyrir margþætt nytsemd- arstarf þeirra til eflingar hinu góða í mannfélaginu og talaði mörg fögur orð í þeirra garð. Séra Egill flutti þeim þakkir og heillaóskir frá þjóðræknisdeild- ínni “Báran”, sem starfar í þessu umhverfi. Því fylgdi gjöf. Hann flutti einnig kveðjur frá öðrum vinum. Að boði forseta töluðu bæði gullbrúðhjónin, fluttu djúpt þakklæti vinunum mörgu, brugðu upp fögrum myndum frá liðinni tíð, meðal annars frá brúðkaups- deginum, og báðu guð að launa allan kærleika þeim auðsýndan. Sunginn var sálmurinn “Ó þá náð að eiga Jesú.” Séra Rúnólf- ur flutti bæn og blessaði yfir vinahópinn. Þá var gengið í samkomusal kirkjunnar, og sézt að borðum, þar ekkert skorti á veizlufagnað. Á miðju háborði var fögur fjögra hæða brúðarkaka, búin til og bök- uð af dóttur gullbrúðhjónanna, Mrs. Önnu Halldórson. Ræður fluttu þar Fred Björnson. T. Whalen og Miss Sylvia Johnson. Sungið var: “They Are Jolly Good Fellows”. Allir voru beðn- ir að skrifa nöfn sín í gestabók- ina. Samsæti þetta sátu meir en 200 manns. Fólk frá Wynyard í Saskatchewan, Winnipeg, Iowa. Fargo, Moorhead, Karlstadt í Minnesota, Grand Froks, Graf- ton, Portland í Oregon, Seattle í Washington, Morden í Mani- toba, og svo úr öllum litlu bæj- unum í grendinni og bygðunum umhverfis. Kveðjur komu frá mörgum: um 200 bréf og vinaspjöld. — Kveðjur komu frá Mountain og Eyford kvenfélögunum, hg einn- ig frá kvenfélagi á Mauntain, sem nefnist “Degree of Honor”. Gullbrúðurin er búin að vera í því ein 50 ár. Hraðskeyti frá Hon. Nels Johnson, frá Grimson dómara og Olgeirson dómara, öllum í Bismarck í Norð- ur Dakota, frá Mrs. Kristbjörgu Thorvaldson í Exeter í Californ- ia, frá Mrs. Harry Kyle í Paulsbo í Washington, frá séra Eric H. Sigmar í Glenboro. í talsíma bár- ust kveðjur frá Mrs. Sig. Frisk, í Chicago; og frá Mrs. Rósu Ólaf- son, systur gullbrúðarinnar, í Portland í Oregon. (Hún var brúðarmey). Peningagjafir námu þremur hundruðum dollara. Dásamlega unun höfðum við hjónin af þessu gullbrúðkaupi. Var það vegna þess sem þar fór fram og ennfremur vegna þeirr- ar vinsemdar, sem tengir okkur við þessi hjón. Gullbrúðin var ein 2—3 ár skólastúlka mín, er eg kendi í Dakota-bygðinni. Síð- an hefir verið óslitin trygð henn- ar við mig, frábær og einlæg, Kaupendur Heimskringlu og Lögbergs á Islandi Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mán. BJÖRN GUÐMUNDSSON, Mávahlíð 37, Reykjavík sömuleiðis við konuna mína. — Gullbrúðgumann þekti eg sem ungan og efnilegan mann á þeim tíma í Dakota. Vinátta hans við mig hefir verið djúp og einlæg. Fyrir vináttu þeirra við okkur erum við af hjarta þakklát. Það var dýrðlegt að vera í gullbrúð- kaupinu þeirra. Guð blessi þau og alla þeirra um tíma og eilífð. Rúnólfur Marteinsson DÁNARFREGN , Eugenia Feldsted (Sjení) kona Péturs Feldsted, málara, andað- ist síðast liðin fimtudag að heim- ili sínu í Sherman Oaks, Cali- fornia, eftir tveggja ára legu. Hún var fædd á Gimli árið 1882 og var dóttir Jónasar Stefánsson- ar og konu hans Steinunnar Grímsdóttir, sem þar reistu bú haustið 1875. Hún giftifet eftir- lifandi manni sínum á Gimli 1914. Þau bjuggu nokkur ár í Winni- peg, þar sem hún tók töluverðan þátt í félagsmálum íslendinga, sérstaklega bindindismálum. — Fyrir tuttugu og sjö árum fluttu þau hjón með fjölskyldu sína til Califroníu og hafa dvalið þar síðan. Eugenia var lagleg kona, greind vel og afkastamikil til vinnu. Hún hafði sterkan áhuga fyrir velferðarmálum íslendinga og styrkti þau eftir mætti. Einn- ig var hún trúkona mikil alla æfi. Auk eiginmannsins, syrgja hana fjórar dætur, allar búsettar í Californíu: Clara, Mrs. J. Rowe; Birdie, Mrs. Geo. Antill; Jónína Emily, Mrs. Wesley Ma- son; og Norma Guðrún, Mrs. Freeman Goodmundson; sex barnabörn og eitt barna-barna barn; einnig tvær systur, Mrs. A. N. Sommerville, St. Vital, Man., og Mrs. V. B. Abrahamson, Les- lie, Sask. Útförin fór fram í gærdag (þriðjudag) frá “The Wee Kirk of the Heather”, og hún var lögð til hvíldar í Forest Lawn graf- reitnum í Glendale, California. BRÉF TIL HKR. Pt. Roberts Wash., 15. júní, 1948. Hr. Stefán Einarson, Kæri vinur: í þýddri grein, ‘Loftsteinaleit’! sem birtist í 36. og 37. tölub., Hkr., eru nokkrar prentvillur og úrfellingar. í 36. tölubl. 3. bls. l.dálki 21. línu að ofan, x stað línunnar “snjallræði, að fræða fólk um ein-” á að vera línan sem er næst fyrir neðan: “Hugkvæmdist hon- um nú það” svo á fyrri línan að fylgja — snjallræði, að fræða - - o. s. f. Bls. 3 í 4. dálki 5 línur að ofan “líkist þessari steinflís”. Á eftir þessari línu á að koma “þeir fundu brátt nokkrar flísar” (þ. e. nokkrar steinflísar). f 37 tölubl. 3. bls. í 2. dálki 3. lína að ofan 1800 les 1880. Bls. 3. í 2. dálki 55 línu að ofan vísinda-veltu les vísunda-velta. Bls. 3. í 2. dálki 62 línu að ofan hann brynti búfénu í tuttugu ár. les hann brynti búfénu þar. En bletturinn hafði verið ræktaður samfleytt í tuttugu ár, en veltan var þar enn. Bls. 3. í 2. dálki 69 línu að ofan velum les vísundaveltum (vís- undur — buffalo). Bls. 3. í 4. dálki 56 línu að ofan og hafði ræðuhöld í skólum bæj- arins um náttúrusögu les og ræðuhöld í skólum bæjrains um náttúrusögu, er gáfu af sér $120 í viðbót. (Innskot þetta á ekki að prentast. Nininger seldi banka stjóranum — sem var og skóla- nefndarformaður — náttúrvís- indagripina og fyrirlestra sína samtímis. Frá höfundarins hendi hljóðar atriði þetta þannig: “Talking fast, he sold the banker $150 worth of natural- science objects, and enough nat- ural-history talks to add up to $120 more” Bls. 7. í 3. dálki 1. línu að neð- an snerilshjól les smergilshjól. (Smergill er jarðtegund, og er í honum magnesíublönduð leir- jörð. Smergill er mjög harður, og er því notaður til að fága og slípa gler og málma og brýna eggjám. Vinsamlegast, Árni S. Mýrdal FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Fyrstu hvalirnir komnir í nýju hvalveiðistöðina í Hvalfirði Klukkan rúmlega ellefu í morgun fréttist af fyrsta hval- veiðibátnum, sem kemur með hval í nýju hvalveiðistöðina und- ir Þyrilsklifi. Er hann með þrjá hvali. Hálfur þriðji sólarhring- ur er siðan þessi bátur fór á veið- ar. Bátur þessi kom frá Noregi fáum dögum fyrir mánaðarmót- in og fór á veiðar að kvöldi fyrsta maí. Áhöfn hans er öll norsk. Má segja að fyrsta veiðiförin hafi tekizt vel. I Von er á fleiri skipum til stöðv arinnar. Norskur hvalveiðíbátur er á leiðinni, en hefir seinkað, og fleiri veiðiskip mun í ráði að fá. Nú eru í hvalveiðistöðinni 40 — 50 manns, að meðtöldu starfs- fólki í eldhúsi og skylduliði verkamanna. Um það bil helm- ingur verkamannanna er norsk- ur. Þegar veiðar hef jast fyrir al- vöru, mun eiga að skipta um starfslið að verulegu leyti, því að þeir, sem nú eru í stöðinni, hafa fyrst og fremst unnið að uppsetningu vélanna. —Tíminn 4. maí ★ ★ ★ Styr út af kvenprestum í Danmörku Nýlega voru þrjár fyrstu kon- urnar vígðar til prestsembættis í Danmörku. Enn stendur þó mik- ill styrr um þessi mál. f kirkju í Óðinsvéum var síð- astliðinn sunnudag lesin upp mót mæli gegn þessu og svo að orði kveðið, að með þessu væri stefnt að upplausn danskrar kirkju. — Það þykja nokkur nýmæli að slík ur boðskapur sé fluttur úr pred- ikunarstóli.. —Tíminn 4. maí * * X Sænskur Lappi fer þess á leit að fá að flytja 500 tamin hreindýr til íslands Sænskur Lappi hefir farið þess á leit við íslenzku ríkisstjórnina að fá að athuga möguleika á því að flytja hingað til lands 500 hreindýr og stunda hér hrein- dýrarækt. Tilraunaráð búfjár ræktar hefir lagazt gegn því, að hann fái hið umbeðna leyfi. Eigandi 4000 hjarðar Nú í vetur sendi sænskur Lappi ríkisstjórninni íslenzku tilmæli um það að fá að athuga mögu leika til þess að stunda hreindýra rækt á íslandi og flytja hingað 500 hreindýr, ef honum litist vei á sig. Lappi þessi á einhverja stærstu hreindýrahjörðina, sem til er í hinum sænsku Lappabyggðum. Hreindýr hans eru 4000 talsins og segir hann, að hjörðin gefi ár- lega af sér um 30 smálestir af kjöti. Jóhann Eyjólfsson frá Sveina- tungu hefir einnig flutt svipuð mál við ríkisstjórnina. Önnur kvikfjárrækt arðgæfari Atvinnumálaráðherra sendi þessi erindi tilraunaráði búfjár- ræktar til umsagnar, og hefir bú- f járræktarráðið nú sent svar sitt. Leggst það gegn innflutningi hreindýra. í svari þess segir ,að hreindýra- rækt sé hvergi stunduð nema í þeim löndum eða landshlutum, þar sem ekki er hægt að stunda aðra búfjárrækt. íslendingar hafi hins vegar lifað á annarri búf jár- rækt frá landnámsöld, og sé ekki rétt að nýta dýrmæta bithaga með svo óarðgæfri kvikfjárrækt. Hrossarækt til kjötframleiðslu myndi vera hentari hér, þar sem 300 — 400 folöld myndu gera svipaðan kjötþunga og 4000 hreinahjörð, þótt hún reyndist eins arðgæf hér og í Lapplandi. Gælunöfn — flugnasuðuheiti Eg fór um það fáeinum orðum hér á dögunum, að það væri orð- in næsta almenn venja að skíra börn hljómfegurri og þjóðlegri nöfnum heldur en tíðkazt hefði, þótt leiðinlegar undantekningar mætti finna og þær of margar. En það eru fleiri hliðar þessa máls, er vert er að ræða. Það má til dæmis minnast á gælunöfnm, sem börnum og ungu fólki eru gefin, án tillits til, hvað það í rauninni heitir. Fyrsti kaflinn í hinni nýju skálsögu Halldórs Kiljan Laxn- ess heitir Budóbódi. í fljótu bragði mætti virðast, að þetta væri vitleysa ein. En þegar betur! er að gætt, er þarna skeytt saman fyrrihluta gælu nafni allra hinna fjögurra barna í húsinu, þar sem sagan gerist að verulegu leyti — tveggja sona og tveggja lætra. Blessuð börnin eru nefnilega kölluð Bubu og Bóbó, og Dódó og Dídí. Þetta er dágóð spegilmynd af því, hvernig mikill fjöldi gælu- nafna er nú á tímum. Um þetta hefi eg líka nýlega fengið bréf frá bónda í Árnesþingi. Hann tekur upp sumt af þessum ný- tízku gælunöfnum: Gúlli, Dalli Kuggi, Labbi, Teddi, Feddi, Hodda Todda, Dódó, Gógó, Dídí, Sísí, Hoffi, Lulli, Rúri og Feddí. Að lokum segir þessi maður: “Það er sárt til þess að vita, að foreldrar, sem valið hafa barni sínu þjóðlegt og hljómþýtt nafn skuli oftlega eyðileggja það með áklíndu köllunar- eða gælunafni, sem svo er ekkert nafn, heldur orðskrípi af afkáralegustu gerð. Er hún nokkru nær, stúlkan, sem skírð hefir verið Svanhildur, ef hún er alltaf kölluð Bíbí eða Dídí eða öðrum áþekkum flugna- suðuheitum?” Þetta mál fel eg góðfúsum les- endum til vinsamlegrar íhugun- ar. J. H. —Tíminri 4. maí —LIDIES— Now—for the amaz- ing new youthiul look have a natural long lasting Perm- — - cment Wave at the GOLDEN BEAUTY SALON Hairdresser: RUBY ANDERSON Lawrence School of Beauty Cul- ture, Minneapolis, U.S.A. Permanents, Cream Oil Waves from S3.50, Cold Waves from S4.95 Grey Hair Dyed, bleached Facials, Shampoos No Appointments Necessary LOCATED AT: GOLDEN DRUGS St. Marys' at Hargrave (one block of Bus Depot) _______PHONE 95 902 Klæðaskera-sambandið á Eng- landi hefir stungið upp á því í opinberum auglýsingum sínum, að það færi vel á því, að hertog- inn af Edinburgh, eiginmaður Elizabetar prinsessu, gerðist fyr- irmynd í klæðaburði, — með öðrum orðum, gengi betur til fara, en raun þykir á vera. Þó var það tekið fram í auglýsingablað- inu, að engum dytti í hug að leggja þa^ til að hertoginn yrði gerður að neinu “tísku-auglýs- ingaspjaldi; heldur það, að beztu klæðskérasamtök landsins í Lon- don, fengju leyfi til að ráðleggja “Hans Hátign” hertoganum, £ hverju hann ætti að vera, og leggja þá auðvitað til efnið í alla klæðnaði hans, og að sjálfsögðu verkið líka. Með því móti væri hægt að veita blessuðum hertog- anum alt það bezta og fullkomn- asta, sem klæðskerameistarar landsins gætu framleitt á þessu sviði, og þá fengju klæðskerafé- lögin jafnframt mælikvaða til þess að fara eftir. Fengust klæðskerarnir mikið um það í grein þessari, að útliti eins fatnaðar sem hertoginn var í á almannafæri, hefði illa hnýtt hálsbindi og hálslín, sem ekki fór vel, mikið spilt. Er vonandi að þetta lagist alt saman, og að hinn ungi hertogi reyni hér eftir að þóknast him- nostursama, barnalega brezka al- menningi, með því að klæðast ofurlítið smekklegar! Feeding and the care of prematures is one of the services rendered by the Children’s Hospital under adverse conditions. Plans for the up-to-date hospital to be erected near the new Medical Centre will have the latest equipment for the care of such infants. Tilkynning Umboðsmaður okkar á Islandi er Björn Guðmunds- son, Mávahlíð 37, Reykjavík. — Hann tekur á móti pönt- unum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. Kaupendur blaðanna eni vinsamlega beðnir að til- kynna umboðsmanni vorum vanskil á blöðunum, og einnig ef breytt er um vemstað. Heimskringla og Lögberg

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.