Heimskringla - 30.06.1948, Síða 2
2. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 30. JÚNf 1948
Hvernig leit Sveinbjörn Johnson
á réttarstöðu Grænlands?
Svona spyrja sumir. En ef
þetta berst í tal, spyrja aðrir: —
Hver er þessi Sveinbjörn John-
son?
Sveinbjörn Johnson er sá lærð-
asti maður á þjóðfélagsvísindi
og lög, sem þjóð vor nokkuru
sinni hefir átt. Hann var ættaður
úr Fljótum, en þar var áður mik-
ið úrval traustra og góðra
drengja.
Kornungur fluttist hann með
móðir sinni Guðbjörgu Jónsdótt-
ur frá Nesi í Vestur-Fljótum og
síðari bónda hennar vestur um
haf. Vestur þar brauzt hann á-
fram af eigin ramleik, og er með-
al þeirra íslendinga, er allrahæst
bar í Vesturheimi og hlotið hefir
þar mest álit og traust. f Ríkis-
háskólanum í Norður-Dakota
komst hann þegar á námsárum
sínum í mikið álit fyrir sín á
gætu próf og frábæru ritsnilld
og málsnild. Hann las lögfræði
og lauk ágætu prófi í þeirri
grein. En jafnframt því að lesa
lögin og vinna fyrir sér, lét hann
sig ekki muna um það, að lesa
þjóðfélagsvísindi umfram og ná
frábærum lærdómi í þeim. Hann
er og sagður verið hafa maður
stórlærður á réttarsögu hinna
germönsku þjóða. En allan þenn-
an lærdóm er þeim manni gott
að hafa, er brjóta vill til mergjar
lög íslenzka þjóðveldisins forna.
Lærdómur á nútímalögvísi einn
nægir þar ekki. Það þarf meira til
þess að geta opnað Grágás til
fulls.
Er Sveinbjörn hafði lokið lög-
færðiprófi hélt hann um skeið
fyrirlestra um þjóðfélagsvísindi
við Ríkisháskóla No. Dak. Hann
var og um skeið lögfræðilegur
ráðunautur ríkisþings No.-Dak.,
Árið 1921 var Sveinbjörn kosinn
dómsmálaráðherra Norður- Da-
kota, og gegndi því embætti til
1922, er hann var kosinn hæsta-
réttardómari ríkisins fyrir tíma-
bilið 1922 — 1928. Þessu embætti
sagði hann lausu 1926, er honum
bauðst að gerast prófessor í lög-
vísi við Ríkisháskóla Illinois og
lögfræðilegur ráðunautur þess
háskóla.
Það, sem mestu mun hafa ráðið
um, að Sveinbjörn gerði þessa
breytingu, mun hafa verið það,
að hann var byrjaður á því, að
þýða Grágás á enska tungu, og
hún hafði bjargtekið huga hans
eins og allra annarra, er þess hafa
verið megnugir, að ráða “rúnir”
hennar.
Ýmisleg stórvægileg trúnaðar-
mál voru Sveinbirni falin. Eitt
þeirra var það, að Roosevelt fól
honum 1935 yfirumsjón með út-
hlutun þeirrar risavöxnu fjár-
upphæðar, er varið var til við-
reisnar atvinnuvegum Illinois-
ríkis.
Eftir Sveinbjörn liggja merk
ritstörf, en aðalverk hans er þýð-
ing á allri Grágás á enska tungu.
Er það ekki aðeins hið mesta
þrekvirki heldur hið mesta þjóð-
þrifaverk, sem hugsazt getur. Er
Sveinbjörn var kallaður á fund
forseta íslands í New York 1944,
fórust honum svo orð við einn
kunningjanna, sem hann hitti
þar: “Og nú hefi eg lokið við
Grágás. Eg hélt, að hún ætlaði
að drepa mig, og hún, kannske
gerir það enn. Eg vakti við þetta
fram á rauðanótt í freklega tutt-
ugu ár, en tel það ekki eftir mér,
verði þýðingin að einhverju leyti
til gagns og sæmdar”. Richard
Beck segir, að þýðing þessi sé
gerð með “þeirri glöggu dóm-
greind, réttlætismeðvitund og
samvizkusemi, sem sérkenndi öll
hans verk og framkomu”. Svein-
björn var kjörinn meðlimur í
ýmsum vísindafélögum og hann
var heiðursdoktor í lögum bæði
við Ríkisháskóla Norður- Dakota
og Háákóla fslands.
En hvað sagði Sveinbjörn um
réttarstöðu Grænlands í tíð Grá-
gásar? Sveinbirni entist ekki líf
til að koma Grágásarþýðingunni
á prent. En við hana reit hann
ítarlegar skýringar og framan
við hana mjög lærðan og ræki-
legan formála. Áreiðanlegustu
menn, er skoðað hafa handrit
þetta, segja, að víða í því víki
Sveinbjörn að hinu nána stjórn-
málalega og pólitíska sambandi
milli fslands og Grænlands, sem
höfuðlands og nýlendu þess. —
Þannig kemst Sveinbjörn í for-
málanum svo að orði í greinar-
gerð sinni fyrir skipun Alþingis
(Sectión 85—7, chapter2, The
Organization of Althing):
“Veldi Noreskonunga náði
vestur á mitt haf í átt til íslands
(Gulaþingslög 111, Ngl. I, 50).
ísland fór með yfirráðarétt aust-
ur á mitt haf í átt til Noregs.
(Sbr. t. d. Grgs. Ia, 124: “Eigi
eru búar skyldir að bera um hvat-
vetna. Um engi mál eiga þeir að
skilja þau er erlendis hafa gerzt
eða fyrir austan mitt haf, þótt
hér sé sótt”. Og mál, sem gerðust
á hafinu fyrir vestan ísland, áttu
að sækjast við búakvið) 1) ís-
lendingar töldu sig hafa yfirr-
áðarétt í vestur frá íslandi, þar
á meðal yfir Grænlandi (I b. 195
—97, III. 463 —66), einnig yfir
landaleitan til að finna ný lönd,
og eru þá höfð í huga nýfundin
lönd í vestri (Vínland og það
svæði yfirleitt). Grænland var
numið frá íslandi og var sam-
kvæmt alþjóðalögum nýlenda ís-
lands. í Frostaþingslögum eru
tilsvarandi fyrirmæli, þar sem
sagt er beinum og berum orðum,
að taka arfs skuli fara að ís
lenzkum lögum, þegar eigandinn
deyji “fyrir vestan mitt haf eða
á íslandi út” (Ngl. I, 210 § 6)
Það virðist útkljáð mál eftir
beztu heimildum, að Grænland
hafi verið numið af íslending-
um og landnámið hafizt 985 eða
986 e. K. f íslendingabók, er rit-
uð var um 1130, segir Ari fróði,
að þetta hafi verið svo (kap. 5).
Haukur, fullyrðir hið sama, og
höfundur Historia Norvegiae —
(ca. 1220—1230) segir, að Græn-
land hafi verið numið af íslandi
(Hauksbók, bls. 155, og Monu-
menta historica Norvegiae, útg.
af G. Storm 1880, bls 76 frh.).
Sagnfræðingar hafa breitt dálít-
ið yfir þessa sögulegu staðreynd.
er þeir hafa í almennum orðum
sagt nám Grænlands vera norr-
ænt”, “norskt”, eða skandinav-
iskt”, allt saman rétt, ef höfund-
arnir með þessum orðum meina
íslenzkt.”
brotið við ísland en ekki Græn-
land.
En þessi viðurkenning Noregs-
konungs á yfirráðarétti íslands
yfir Grænlandi er ekki einstæð.
Árið 1247 sendu þeir Hákon
gamli og Vilhjálmur kardináli
samtímis þann boðskap til ís-
lands og Grænlands “að sú þjóð.
er útanlands. Enginn maður gat
afplánað sekt sína með því, að
fara vestur (út), heldur með því
að fara utan (vestan) og dvelja
austur. Og að aplánaðri þeirri
sekt áttu menn útkvæmt, aldrei
utankvæmt.
Sögurnar og Sturlunga nefna
seka menn svo hundruðum skift-
er þar bygði, þjónaði til Hákon-j ir Þeir( sem ekki voru ferjandi(
ar konungs, því að hann kallaðij fóru allir utan> en enginn vestUr.
það úsannligt, at þat land þjón- Qg er sektinni var lokið( komu
aði eigi undir einhvern konung þeir út (vestur)) enginn að vest-
sem öll önnur í veröldinni . Hér| an Aldrei hefir nokkur sekur
segja þeir konungur og handhafi^ fslendingur farið til Grænlands
hins páfalega valds, að ísland og. eða kins vestræna svæðiS( 0g
Grænland séu eitt land, þ. e. eittj aldrei nokkur sekur Grænlend-
Það var ekki aðeins svo, að
lögþingin í Vestur-Noregi við-
urkendu yfirráðarétt íslands yfir
öllu hinu vestræna svæði, heldur
gerðu Noregskonungar og kaþ-
ólska kirkjan það líka. Staður sá,
sem Sveinbjörn vitnar í í Grágás
(I. b. 195 —97; III. 463—66), er
sáttmáli íslendinga við Ólaf
digra Noregskonung frá 1016 —
1023, og sérstaklega þessi orð í
honum: “Ef þeir menn verða sæ-
hafa í noreg er vart hafa til græn
landz eða fara í landa leitan eða
slítr þá út fra islandi þa er þeir
vilde föra scip sin mille hafna.
þa ero þeir eigi sckylir að galda
land avra”. Þeir menn er vart
höfðu til Grænlands 1016—23,
eru vissulega fyrst og fremst þeir
menn, er fuzt höfðu þangað frá
íslandi og niðjar þeirra, og frá
Grænlandi voru landaleitirnar
aðallega farnar. Er Noregskon-
ungur semur við ísland um rétt
þessara manna í Noregi, viður-
kennir Noregskonungur Alþingi
sem samningsaðila út á við fyrir
þeirra hönd, og þar með, að þeir
og hið vestræna svæði sé í “vár-
um lögum” eða tilheyra ísl. þjóð-
félaginu. Ef sáttmálinn var van-
efndur á Grænlendingum var
1) Innskot J. D.
þjóðfélag, og Grænlendingar ogl
íslendingar ein og sama þjóð.
En þjóð og þjóðfélag var þá eitt
og hið sama. Þessi viðurkenning
hins rómverska valds var einnig
gömul, því 1056 vígði erkibiskup-
inn í Brimum hinn fyrsta ísl.
biskup til “íslandinsulas” (ís-
lands eyja), en ein þeirra var
Grænland, og fól honum til um-
sjár “populo Islandorum et
Grænlandorum”, þ. e. hina ísl.-
grænlenzku þjóð. En þjóðin var
þá sjálf þjóðfélagið.
Fram til 1262 var sáttmálinn
við Ólaf digra oft endurtekinn
og staðfestur af Noregskonung-
um, en það ár var hann sam-
kvæmt bréflegu tilboði Hákonar
Hákonarsonar gerður ævarandi
og tekinn upp í Gamla sáttmála
með orðunum: “Slíkan rétt skulu
íslenzkir menn hafa í Noregi
sem þá er þeir hafa beztan haft”.
Við allar hinar mý-mörgu endur
tekningar Gamla sáttmála síðan
hafa íslendingar þar með endur-
tekið kröfu »ína til hinu vest-
ræna svæði, en Noregskonungar
staðfest þann forna rétt þeirra.
Öldum saman grunduðu Nor-
egskonungar yfirráðarétt sinn
yfir Grænlandi á Gamla sáttmála
konungserfðatalinu í Jónsbók og
hyllingum þeim, er höfðu feng-
ið á íslandi, höfuðlandi hins ís-
lenzka þjóðfélags, en einveldis-
rétt sinn síðar á einvaldsskuld-
bindingunni í Kópavogi frá 28.
júlí 1662.
Á grundvelli sáttmálans við
Ólaf digra nutu Norðmenn á
Grænlandi slíkra laga og réttar
sem landsmenn, einnig veturset-
uréttar meðan siglt var frá Nor-
egi.
Fjöldi réttarminja eru til frá
Grænlandi. Þær eru allar íslenzk-
ar, fyrir 1281 úr Grágás, en eftír
það úr Jónsbók. Engin réttarbót
fyrir Grænland þekkist nema
hinar íslenzku, og sannað er, að
réttarbætur fyrir verzlun fslands
giltu einnig fyrir verzlun Græn
lands. Engar minjar grænlenzks
réttar, grænlenzks þjóðfélags
þjóðfélagsvalds eða þjóðar eru til
enþað er sannað að allir þættir
hins ísl. þjóðfélagsvalds tóku
yfir Grænland bæði í tíð Grágás-
ar og Jónsbókar. Grágás útilok-
ar á mörgum stöðum Grænlend-
inga frá því að geta verið nokkuð
annað en vorir landar. Græn-
lenzkir dómar giltu á íslandi á
sama hátt og áttu að segjast upp
að lögbergi. Með sektardómi gat
grænlenzkur dómur svift mann
í ísl. þjóðfélagi á íslandi hinum
ísl. þegnrétti hans, svift hann
rétthæfi, athafnahæfi og mann-
helgi og breytt honum úr per-
sónu í hlut, varg, er menn sekt-
uðu samkvæmt lögum ísl. á að
veita nokkra björg, óalandi óferj
andi öllum bjargráðum. Jónsbók
(Farmannal., kap. 8) segir Græn-
land vera innanlands í ísl. þjóðfé-
laginu, og leggur þar misháar
sektir á innlenda og alla útlenda
menn fyrir að rjúfa þar skipun
undir stýrimanni, og telur ís-
lendinga meðal hinna innlendu.
Allar lögbækur íslands: Grá-
gás, Járnsíða, Jónsbók og Kristn-
iréttur Árna biskups segja ein-
róma og samróma að Grænland
og allt hið vestræna svæði sé inn -
anlands. Öll útlönd segja þær
vera í austri, en ekkert í vestri. í
Grágás merkja “austmenn” alla
útlendinga, og “austur” öll út-
lönd eða allsstaðar og hvar sem
ingur til fsl. Þeir menn, ísl., og
grænlenzkir, er sektuðust á Græn
landi, fóru framhjá íslandi til
Norðurálfu.
Hvar getur öflugri staðfest-
ingu á nokkurri kenningu en
staðfestingu lögbókanna á kenn-
ingu Sveinbjarnar Johnsons um,
að Grænland og allt hið vest-
ræna svæði hafi verið í “várum
lögum”? Þær eru allar beinlínis
sniðnar fyrir þetta frá upphafi
til enda.
Við fráfall Sveinbjarnar John-
sons missti þjóð vor einn hinna
allraágætustu sona, er hún
nokkuru sinni hefir átt. En þrek-
virkið, sem hann vann og sat við
í full tuttugu ár, enska þýðingin
á allri Grágás, mun aldrei deyja,
heldur verða sverð og skjöldur
þjóðar vorrar um allar aldir.
Jón Dúason
—Vísir 5. júní
Þetta Nýja Ger
Verkar Eins Fljótt Og Ferskt Ger
Heldur Ferskleika Eins Og Þurt Ger
FRÁ BLAINE, WASH.
Fyrir nokkru síðan var þess
getið í íslenzku blöðunum, að
elliheimilið í Blaine hefði verið
löggilt og að stjórnarnefnd hefði
verið kosin. Voru nöfn hinna níu
nefndarmanna þar skráð.
Hin nýja nefnd hefir setið tíð-
um á rökstölum síðan til þess að
finna ráð til að koma byggingu
heimilisins í framkvæmd. Mesta
vandamálið í því sambandi er,
auðvitað, að hafa það fé saman,
sem til þess þarf. Hækkandi
verðlag á öllu hefir ekki dregið
úr þeim vanda. Þó hefir nefndin
verið ófús á, að víkja frá sínum
upprunalega tilgangi, sem var sá,
að gjöra þetta heimili þannig úr
garði að það yrði landanum til
sóma og hinum öldruðu til sem
mestra þæginda. En þrátt fyrir
það þó nefndin hafi nú með
höndum, aðeins tæpan helming
þess fjár, sem áætlunin krefst
(eða um $30,000) hefir hún ekki
séð sér fært að draga það lengur
að hefja byggingustarf. Það er
þegar byrjað á byggingu og verð-
ur henni haldið áfram viðstöðu
laust svo langt sem þeir pening-
ar ná sem nú eru fyrirliggjandi
og sem nefndinni berast í hönd
ur í næstu framtíð.
Á þessu svæði hafa þegar all
margir tjáð sig fúsa til að tvö
falda sitt upprunnalega framlag.
Enginn þeirra er ríkur, þess
vegna er nefndinni nú þörf á, að
finna nokkra efnamenn, sem
unna fyrirtækinu og taka fegins-
hendi þessu tækifæri til þess að
leggja fram stærri upphæðir
vegna þess að þeir kannast við
skuld sína við eldri íslending-
ana sem ruddu þeim veginn til
gengis og frama í þessu landi.
Nefdin hefir hafið starfið (
þeirri trú, að drenglyndi landans
styrki hendur þeirra og létti
aldrei fyr en takmarkinu er náð.
Eldra fólkið okkar hér er sí
felt að spyrja: “Hvenær verður
byrjað að starfrækja heimilið?
Hvenær mundi eg mega vonast
eftir skjóli þar?” — Landar góð-
ir! Svörin við þessum spurning-
um verður nefndin að sækjá til
þeirra sem geta og vilja leggja
fram féð, sem með þarf. Látið
þetta ekki dragast.
Meðan eg er að skrifa þessar
línur berst mér sú fregn að
nokkrir nefndarmanna hafi farið
til Point Roberts, að þeim hafi
þar verið tekið hið besta, og að
landarnir þar hafi lagt fram um
Þarf engrar
kælingar með
Nú getið þér fengið fljóthefandi ger án þess að vera hrædd um
skemdir. Hið nýja Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast,
heldur sér viku eftir viku án kælingar. Hafið ávalt mánaðar-
forða á búrhillunni.
Notið það nákvæmlega eins og ferskt ger. Einn þakki af þessu
nýja, þurra geri jafngildir einni köku af fersku geri í öllum
forskriftum. Tekur tafarlaust til, er fljóthefandi. Afleiðingar
þess eru lostæt brauð og ágætir brauðsnúðar, á afar stuttum
tíma. Biðjið nú þegar matvörusala yðar um hið nýja Fleisch-
mann’s Royal Fast Rising Dry Yeast.
1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast
$700.00 í viðbót við það sem þeir
höfðu áður gefið, og lætur nærri
að þeir hafi með því tvöfaldað
sín fyrri framlög. Far þú og gjör
hið sama”
Ef einhverjir æskja eftir frek-
ari upplýsingum um fyrirtækið,
snúi þeir sér til ritara nefndar
innar, Mr. Andrew Danielsson í
Blaine, eða forseta Mr. Einar
Símonarson í Lynden. Peningar
og ávísanir sendist til Mr. J. J
Straumfjörð, féhirðis í Blaine.
★
íslendingadagsnefndin hefir
ákveðið að halda íslendingadag
eins og að undanförnu, í Peace
Arch Park, sunnudaginn, 25.
júlí.
Skemtiskrá er þegar að mestu
fullgjörð og verður hún auglýst
síðar. Veðrið hefir ekki brugðist
enn og svo mun enn verða. Síðan
samvinna um íslendingadag hér
hófst á milli Vancouver, Point
Roberts, Blaine og Bellingham,
hefir hver dagurinn orðið öðrum
betri og skemtilegri og svo mun
það reynast í sumar.
★
Þjóðræknisdeildin “Aldan”.
efndi til samkomu eins og að
undanförnu, hinn 17. júní til þess
að halda hátíðlegan frelsisdag
fslands. Var samkoman haldir.
í samkomusal Fríkirkjunnar í
Blaine. Þar fluttu stuttar ræður
þeir séra A. E. Kristjánsson og
Mr. Andrew Danielsson; hinn
fyrnefndi um framtíðar horfur|
og skilyrði fyrir sjálfstæði og
frelsi íslands; hinn síðarnefndi.
um afrek Vestur-íslendinga í
liðinni tíð og skyldur þeirra að
vernda það besta í ætterni sínu
í framtíðinni. Söngflokkur, und-
ir stjórn hins vel þekkta tón-
skálds H. S. Helgassonar, söng
nokkur lög, meðal þeirra “Heim
til fjalla”, eftir Jónas Pálsson.
Einsöngva sungu Mr. E. K.
Breidford í Blaine og Mrs. O.
Laxdal frá Mt. Vernon, Wash.
framreiddar ágætar veitingar,
fólk rabbaði saman og skein
gleðibros á hverju andliti. Virt-
ist mér sem allar sálir yrðu
þarna að einni sál' — íslenzkri
sál. Kvöddust menn að lokum
með handaböndum og fór hver
glaður til síns heima.
A. E. K.
MINNINGARORÐ
Mrs. Soffía Guðrún Walters,
lézt 9. júní s. 1. að heimili dóttur
sinnar, Svövu, :í Kansas City,
Missouri, í Bandaríkjunum.
Soffía sál. var fædd 1. janúar
1869 á Brekku í Svarfaðardal í
Eyjafjarðarsýslu, þar sem for-
eldrar hennar Halldór Rögn-
valdsson og Sigurbjörg Halldórs-
dóttir bjuggu. Hún gekk á
Kvennaskóla heima, en kom vest-
ur um haf árið 1888, giftist árið
eftir eða 1889 Birni Freeman
Jósafatssyni Walters og settust
þau að í Pembina í N. Dak. Björn
Walters var ritstjóri og eigandi^
Heimskringlu um skeið eða frá
árinu 1897, er hagur blaðsins var
orðinn afar slæmur og hann tók
við til að rétta við hag þess, er á
fárra færi var annara en þessa
framsýna manns og ótrauða ætt-
jarðarvinar. Af honum tók Bald-
wjn L. Baldwinsson við blaðinu.
Voru hjónin hin myndarlegustu
í hvívetna og heimili þeirra fyr-
irmynd. Átti Soffía heitin sinn
þátt í því, enda ein af þeim fáu
konum á þeim árum er hingað
komu með skólamentun að heim-
an. Hálfbróðir Soffíu var Soff-
aníus Halldórsson prófastur í
Goðdölum og Viðvík, dáinn 1908.
Ánna systir hennar, gift Stefáni
Jónssyni Valberg í Church-
bridge, Sask., er og dáin (1939),
en heima á íslandi mun einn
bróðir hennar á lífi, er Halldór
heitir.
Börn þeirra Björns og Soffíu
voru fimm. Eru tvö af þeim dáin,
Halldóra Ásta, gift manni í Mel-
Ættjarða kvæði voru lesin af f0rt, Sask., dáin 1928, Jóhannes í
Mrs. J. Vopnfjörd. Var hin besti Milwaukee, Wisc., dó 12. okt.
rómur gjörður að skemtiskránni 1942. Á lífi eru tvær dætur: Hel-
yfirleitt. Þess hefði átt að vera en Margrét í Flint, Mich., og
getið í byrjun að skemtiskráinn Svava, í Kansas City, Missouri,
hófst með því að allir sungu “Ó og su er Soffía var hjá, er hún
Guð vors lands” og endaði með íézt, og Harold, í Milwaukee,
því að allir sungu “Eldgamla ísa- Wis.
fold” og “My Country”.
Jarðarför þessarar merku og
Eg hefi oft furðast það, hve mikilsvirtu konu, fór fram laug-
margir landar — hér vestra getaj ardaginn 12. júní í Milwaukee;
enn sungið “Ó Guð vors lands”.: Rev. Carl E. Oslund, prestur As-
Að lokinni skemtiskrá voru cension kirkjunnar jarðsöng.