Heimskringla - 14.07.1948, Blaðsíða 3

Heimskringla - 14.07.1948, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 14. JÚLf 1948 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA Ávarp forsætisráðherrans á þjóðhátíðardaginn: FJÁRHAGSLEGT ÖRYGGI og alþjóðlegt samstarf er íslenzka lýðveldinu nauðsyn Stefán Jóh. Stefánsson forsætis- ráðherra flutti aðalræðu þjóð- hátíðardagsins og ávarpaði mannfjöldann af svölum al- þingishússins. Er ræðan birt hér orðrétt: Góðir íslendingar! Fyrir réttum fjórum árum var stigið lokasporið við stofnun lýð- veldis á íslandi. Þá var farið að síga á seinni hluta hinnar ægi- legu heimsstyrjaldar. Allt benti þá til þess, að öfl lýðræðis, frels- is og mannréttinda myndu bera hærra hlut í hinum ógnþrungnu átökum við hið nazistiska ofbeldi kúgun og yfirdrottnun. Þær þjóðir, smáar og stórar, sem færðar höfðu verið í fjötra og bjuggu við ógnir og ofsóknir, þráðu það innilega, að þessu mikla gerningaveðri lyki. At- lantshafs-yfirlýsing Roosevelts og Churchills hafði tendrað von- ir í brjóstum hinna kúguðu þjóða og þær treystu á lokasigur lýð- ræðisþjóðanna. Þegar lýðveldið var stofnað, var fsland hersetið. Fjölmennur her vinveittra þjóða var hér til varnar og sóknar, og tilvist hans. með herskipum og flugflota við landið og á landinu, átti góðan þátt í því, að lokasigur vannst. Land vort hafði þannig á ánægju- legan hátt stutt að sigri hins góða málefnis Og einmitt þær voldugu lýðræðisþjóðir, er hér höfðu landsetu — Bretar og Bandaríkjamenn, — auk Frakka, Svía og Norðmanna, gáfu íslenzka lýðveldinu tafar- laust við stofnun þess á Þing- völlum fulla viðurkenningu. Og frá, Kristjáni X. Danakonungi, sem fram að þeim tíma hafði einnig verið konungur íslands, barst ógleymanlegt árnaðar- skeyti. Vér vorum eftir því sem aðstæðurnar leyfðu, raunveru- legir bandamenn lýðræðisþjóð- anna og velvild þeirra og viður- kenning réði úrslitunum um stofnun lýðveldis á íslandi. Þess ber vissulega að minnast og það ber að þakka. fslenzka lýðveldið verður þannig til á tímum hinna hörð- ustu átaka í heiminum og í skjóli þeirra aðila, sem allt var undir kopjið fyrir smáþjóðirnar, að ynnu sigur. Lýðveldið á fslandi hlaut að standa og falla með því. Út úr átökunum kemur ísland sem eitt hinna frjálsu og sjálf- stæðu ríkja, og hafði einnig eign- azt þá vini, sem vér óskum eftir að lifa áfram í sátt og samlyndi við. fsland öðlaðizt fullveldisvið- urkenningu annarra þjóða fyrir þær sakir, að sýndur hafði verið ákveðinn vilji vor til þess að við- halda og efla menningarþjóðfé- lag, sem um leið væri þess um- komið að bjargast fjárhagslega og geta kinnroðalaust tekið sæti á bekk meðal annarra sjálfstæðra ríkja, þótt fámennt væri og byggi við nokkuð erfiðar aðstæður. ★ Þau f jögur ár, sem liðin eru frá stofnun lýðveldis á íslandi, hafa verið ár umróts og átaka. Að stríðinu loknu hófst hið erfiða viðfangsefni: að vinna friðinn. Meginhluti landanna í Evrópu kom flakandi J sárum út úr ó- friðnum. Hinar miklu fórnir ^uannlífs og einnig annarra verð- u^æta hlutu að segja til sín á á- berandi hátt. Þurrð á nauðsyn- legum vörum og gjaldeyri og vaxandi verðbólga þjakaði flest- ar þessar þjóðir. Það þurfti vissulega að gera hörð átök ti! þess að sigra slíka óvætti. Orustan til að vinna friðinn varð tvíþætt: Annars vegar á- tök innan hvers þjóðfélags um sig við að koma á öruggu skipu- lagi til eflingar framleiðslu og yörudreifingu, hvort tveggja með það fyrir augum, að afla sér gjaldeyris fyrir aðfluttar vörur, | halda uppi nægri atvinnu og dreifa takmörkuðum nauðsynj- um réttlátlega meðal manna. En þótt hvert ríki fyrir sig fram- kvæmdi þetta röggsamlega og með réttlæti, lá þó í augum uppi, að það eitt var eigi einhlítt. Það sem á hlaut að bresta, ef vel átti að vera, var samstarf á milli ríkj- anna. Einangrun og innilokun gat aldrei leitt til æskilegs ár- angurs. íslenzka lýðveldið hefur vissu- lega orðið þess vart á þeim rúm- um þremur árum, sem liðin eru frá stríðslokum, að hin sömu erf- iðu viðfangsefni bíða þess, eins og annarra ríkja. Verðbólgan er islenzku atvinnulífi hin mesta hætta, og þar eiga launastéttirn- ar ekki hvað sízt mikið í húfi. Það er því sannarlega einn, ekki ómerkur þáttur í því að öryggja sjálfstæði fslands, að unnt verði með aðstoð ríkisvaldsins og með góðri samvinnu og skilningi at- vinnustéttanna, að koma í veg fyrir að verðbólgan stöðvi at- vinnureksturinn og leiði til at- vinnuleysis. Sökum gjaldeyris- skorts hefur fsland orðið, eins og allflest önnur ríki álfu vorrar, að takmarka innflutning og taka upp skömmtun á nauðsynjavöi- um. Þetta eru ráðstafanir, sem ó- hjákvæmilegt hefur reynst að koma á í þjóðfélaginu. Út á við er ísland hluti hinnar miklu þjóðaheildar þar sem nauð- synlegt er að hönd styðji hönd og fótur fót. íslenzka ríkið hef- ur því kostað kapps um og talið skyldu sína, auk þess að vera einn aðili í samtökum sameinuðu þjóðanna, að taka þátt í fjárhags- legu samtsarfi við önnur ríki. Hefur það fyrst og fremst verið við hin Norðurlandaríkin, og vonir standa til, að af því geti orðið nokkur árangur. Þá hefur fsland einnig,' Tisamt 15 öðrum Vestur-Evrópuríkjum gerzt að- ili í samtökum til f járhagslegrar endurreisnar álfunnar, með ó- metanlegri aðstoð Bandaríkj- anna. Þessi samtök 16 fullvalda menningar- og lýðræðisríkja, eru án efa hið merkilegasta fyrir- bæri, og ef skynsamlega er á- haldið, ætti það að styrkja sjálf- stæði íslands og jafnréttisaðild þess meðal ríkja Evrópu. Fjárhagslegt öryggi og alþjóð- legt samstarf í þeim efnum er nauðsynlegur þáttur til þess að treysta sjálfstæðisgrundvöll hins unga íslenzka lýðveldis. Og það er víst og áreiðanlegt, að heilbrigð alþjóðahyggja eflir sanna ættjarðarást. ★ En það er ekki einungis fjár- hagsleg vandkvæði innan land- anna og þeirra á milli sem skapað hafa örðug viðfangsefni eftir ó- friðinn mikla. Hið kalda stríð, sem svo er nefnt, átök og tog- streita á milli stórveldanna, hef- ur skapað ugg og ógyrrð. Menn tala hátt og í hljóði um hættuna á þriðju heimsstyrjöld. Vonandi er sá ótti ástæðulaus og engir mega óska þess heitar en íslend- ingar, að ekki komi til slíks ó- farnaðar. Vér viljum vissulega ekki eiga í útistöðum við neina þjóð, þó að vér að sjálfsögðu höfum ákveðnar skoðanir á því, hvaða þjóðfélagshættir og stjórn skipulag hæfi oss bezt, og óskum eindregið eftir að fá í friði að ^vernda og efla lýðræðisskipulag vort, og viljum ekki láta önnur ríki segja oss fyrir verkum né seilast til áhrifa meðal vor. En í heimi átakanna og óvissunnar er oss að sjálfsögðu mikið í mun að geta búið við öryggi. Það er nú eins og sakir standa, eitt af mestu áhyggjuefnum smáþjóð- anna og vissulega örðugt við- fangsefni. Þær þjóðir, þótt fjöl- mennar séu í samanburði við fs- lendinga, eins og svonefnd Bene- lux-lönd og Norðurlöndin, klífa nú þrítugan hamarinn til þess að , skapa sér aukið öryggi, ef til á- taka kynni að koma. Það er vissu- BRÉF TIL HEIMSKRINGLIJ Vancouver B. C. 3. júlí, 48 Hr. ritstjóri Hkr.: Eg sendi þér fáorð ummæli um 4 íslenzkar stúlkur, sem hafa vak- ið eftirtekt á sér fyrir ágæta j frammi stöðu hver í sinni grein. Eg^ska þess að þú gefir þessum greinum rúm í Hkr. Það fylgja þessum greinum myndir af þeim öllum, sem eg óska að þú birtir jafnframt. Öll myndamótin eru hjá Columbia Press, og hafa þeir lofast til að koma þeim til þínt svo það gjörir þér ekkert ómak því viðvíkjandi. Það eru margir landar sem lesa bara annað hvert íslenzka blaðið, svo það er nauð- synlegt að birta í báðum blöðunum það sem mann vantar að komist til sem flestra. Vinsamlegast, S. Guðmundson * Miss Halldóra K. Sigurðson Miss Halldóra K. Sigurðson útskrifaðist í vor við “University of Southern California”, með beztu einkunn. Hún hefir gjört að sérgrein sinni, “New Techn- iques for Teaching Deaf and Dumb Persons”. Hún heldur á- fram námi til að fullkomna sig í þessari sérgrein sinni. Er hún nú að skrifa bók, sem verður brúkuð við kenslu, þeim sem eru að búa sig undir að kenna við málleys- ingasóla. Miss Sigurðson var um nokkurt skeið kennari hér í Van- couver við “The Deaf and Blind School”. Er hún, eftir því sem eg bezt veit, fyrsti íslenzki kenn- arinn í þeim fræðum. Mr. Sigurðson, faðir Halldóru er látinn fyrir nokkrum árum, en móðir hennar Mrs. Guðrún Sig- urðson á heima hér í Vancouver, og svo á hún hér bræður og syst- ur. Þau hjón, Mr. og Mrs. Gutt- ormur Sigurðson, bjuggu um eitt skeið á landi skammt fyrir norð- an Mountain í N. D., en seldu land sitt þar, og fluttu búferlum til Canada. lega einnig alvarlegt umhugsun- arefni fyrir íslenzka lýðveldið og mikið undir því komið, að þar takist að ráða giftusamlega fram úr. ★ Það er vafalaust í margra aug- um undarlegt ævintýri, að 130 þúsund manna þjóð, norður und- ir íshafi skuli hafa krafizt þess, að stjórna algerlega ein sínum málum, og tekizt þær þungu skyldur á herðar, að halda uppi fullvalda þjóðfélagi og menn- ingu og stjórnarháttum, er rétt- læti fullkomlega sjálfstætt lýð- veldi. Þessar skyldur höfum vér á oss tekið, og oss ber að rækja þær með sæmd. Og það þarf eng- in skýjaborg að vera og enginn hurðarás reistur um öxl, ef oss skortir ekki skilning til sameig- inlegra átaka, er hættuna ber að höndum. Vér fögnum því af ein- lægum hug á hverju afmæli, — hverjum þjóðhátíðardegi hins ís- lenzka lýðveldis, snúum saman bökum og mætum hættunum hvaðan sem þær koma, í öruggri vissu um það, að þær verði yfir- stignar. —Alþýðublaðið 19. júní Útskrifast í hjúkrunarfræði Selma Stefánson Tvær systur, Selma og Sigur- björg Stefánson, útskrifuðust í “Psychiatric Nursing”, eftir þriggja ár námskeið við “The Provincial Mental Hospital” í Essondale B. C. 22 apríl 1948. Er þetta Hospítal völdug stofn un, þar sem um 4000 manns gista að meðtöldu verkafólki, er vinna við stofnunina. Þessar systur eru dætur þeirra Mr. og Mrs. Jónas Stefánson frá Kaldbak í New Westminster B. C. Móðir þeirra er systir Sigurgeirsson bræðra frá Grund, sem um eitt skeið bjuggu í Migley í Nýja-íslandi. Voru þeir bræður annálaðir söng- menn á þeim tíma í Nýja-íslandi. Báðar þessar systur eru mynd- arlegar eins og þær eiga ætt til. Þær halda áfram stöðu sinni við þessa stofnun eftirleiðis. — Eg held þær séu fyrstu slenzkar stúlkur sem hafa útskrifast í þessari grein hjúkrunarfræðinn- ar. ★ Anna Jean Thomson Þessi unga stúlka sem gengur menta vegin, virðist vera á góð- um vegi, til að riðja sér braut til frægðar og frama. Hún hefur ætíð, á skóla árum sínum verið í fremstu röð skólabræðra sinna og systra, og oft skarað fram úr þeim, og hlotið mörg verðlaun fyrir ágæta frammistöðu á þeim sviðum. Miss Thomson er fædd í Van- couver, B. C. í júní 1926. Hún gekk á alþýðuskólan í Kerimeos B. C. og svo á Miðskólan í Ab- botsford B. C. Á þeim árum fekk hún “The Royal Institute Scholarship” fyrir að hafa fengið hæstu einkun af öllum í “The Fraser Valley Dist.” Nú í ár fékk hún þrjú verðlaun við “The Uni- versity of British Columbia.” Fyrir Rirtgjörð (essay) bækur $25.00 virði; The French Gov- ernment Gold Medal Award; — Fellowship við Toronto Univer- sity $500.00 Hún heldur áfram námi við þann háskóla næsta ár. Miss Thomson er dóttir Mrs. Björg Thomson í Vancouver og Mr. R. Thomson sem lést fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hún er bróður- dóttir Mrs. D. L. Durkin, há- mentaðrar konu, sem flestir hér á vestur ströndinni munu kann- ast við. Er hún látin fyrir nokkr- um árum. Mrs. Björg Thomson veitir forstöðu íslenzkra Gamla- menna heimilinu í Vancouver. SAMTALS LISTIN Það er fögur list að tala fögru og hljómþýðu máli, temja sér að láta hugsjónir sínar í ljósi á sem skýrastan og einfaldastan hátt, til þess að verða ekki þreytandi í samræðu við þá sem maður talar við. Forðast að tala í höstum og óþýðum málrómi, er sker þá er vér tölum við í eyrun. Ef sá sem talar æskir að hafa áhrif á þann sem hann talar við, eða tilheyrendur sína, verður hann að gæta þess, að velja hæfi- legt umtalsefni, sem sá sem talað er við, hefir áhuga fyrir og getur tekið þátt í, ef samræðan á að verða til ánægju og uppbygging- ar. Ánægjuleg samræða byggist á því, að umræðuefnið sé sett fram sem greinilegast í sem fæst- um og skýrustum orðum, og nái til hinnar betri vitundar þess sem talað er við. Þessar einföldu reglur byggjast að mestu á því sem hver einn temur sér og smekknæmi hans fyrir fegurð. Þeir sem á ungum aldri hafa ekki tamið sér fagurt samræðuform, eða hafa ekki fengið leiðbeiningu í því, er auðvelt að taka sér til fyrirmyndar tal hinna æfðustu samræðu og ræðu manna, sem vér heyrum nú daglega í útvarp- inu. Það sem varast ber, er að brúka óákveðin og klúr orðatil- tæki og slengja öllu sem vér segjum á eina óaðgreinanlega og áherslulausa bulu. Bögumæli ber að varast, ásamt ykjum og um- slætti með handa veifingu, til þess að gefa orðunum meira í- myndað gildi, slíkt ber vott um yfirlæti og hégómaskap. Forðast í samræðu að vera með hálfopin munninn, stara eða glápa í aðra átt en sá er, sem talað er við; skima í kringum sig og vera með glettnis bros, sem þá og þegar brýst út í hlátur. Allur slíkur af- kæraskapur ber vott um lélegar uppeldisvenjur. Umræðuefnið er eins nauðsyn- legt fyrir skemtilegar samræður eins og háttprýðin. Menn skyldu ávalt varast allt sem særir til- finningar þeirra, sem maður tal- ar við; slíkt stafar oft meir af hugsunarleysi en ásetningi. Hér eru nokkur atriði sem ber að forðast, bæði í ræðu og prívat samtali: Lofræður eru ekki viðeigandi, nema þá að lofinu sé svo fyrir- komið, að sem minnst beri á því, eða það sé eins og komi af sjálfu sér, annars verður það eins og skjall, sem ber vott um vesal- mensku og sleikjuskap, sérstak- lega þegar það er við haft um menn, sem eru ríkir eða í hárri stöðu. Það vekur viðbjóð hjá þeim sem skjallaðir eru, fyrir sleikjuskap þeirra sem skjalla. Hneikslis mál skyldi æfinlega vera forðast umfram allt, sem when you SEND MONEY ABROAD CANADIAN PACIFIC EXPRESS Foreign Remittonces You simply drop into any Canadian Pacific office, give the required information, de- posit the money and pick up your receipt. The Canadian Pacific Correspondent over- seas is quickly contacted, and the money paid over to the payee at prevailing rate of exchange. Your re- ceipt insures you against loss. Service charge is slight. umræðuefni á mannamótum, eða í félagsskap; það er brot gegn siðfágum og velsæmi. Gletni og óviðeigandi fyndni skyldi ávalt vera forðast að við- hafa í samkvæmi eða félagsskap. Löpg þræta, er ávalt þreytandi, og skyldi altaf vera forðast í samræðu bæði í sinn eigin hóp og í opinberum samkvæmum; hygg- inn maður breytir umræðuefninu áður en þrætan verður of kapp- söm. Trúarbrögð og önnur tilfinn- ingamál skyldi forðast að ræða á opinberum mannfundum, sem ekki eru beinlínis til þess kall- aðir. Að taka ekki fram í annars manns mál, og slíta úr samhengi það er hann vill segja. Slíkt háttalag sæmir ekki vel siðuðum mönnum. Að forðast á opinberum mann- fundum, eða í fálagskap, að slá um sig með lærdómslegum yfir- burðum; slíkt ber vott um stæri- læti og hroka. Að forðast alla dóma um eitt eða annað nema þú sért full viss um að þú hafir hina fyllstu þekk- ingu á því sem þú dæmir um. Talaðu við gesti þína um það sem þeim er hugljúft umræðu- efni, og gæt þess að fólk hefur ávalt meiri áhuga fyrir sínum eigin málum en nokkru sem þú hefur að segja, talaðu við móðir- ina um börnin hennar, rithöfund- inn um nýjustu bækurnar hans, skáldið um ljóðin hans, o. s. frv., Frh. á 7. bls. V COUNTER SALESBOOKS Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. The Viking Press Limited 853 Sargent Ave. Winnpieg, Man. 1 , uc^r, W»H N IP«C‘VANC OW VM M tM. 1 '— 1 - -

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.