Heimskringla - 14.07.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.07.1948, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. JÚLf 1948 Wfcitnskrirtgla ' (StofnuO ÍSM) Kemui út á hverjum miðvikudegi. Eifirendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaösins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram.k Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: Tlie Viking Press Limited, 853 Saxgent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 14. JÚLf 1948 Nauðugir viljugir Merkisrit um íslenzkar bókmenntir Eftii próf. Richard Beck Eins og tilkynt er á fyrstu síðu þessa tölublaðs Heimskringlu, hafa útgefendur íslenzku vikublaðanna séð sér þann kostinn vænst- an, að minka blöðin Heimskringlu' og Lögberg að nokkru leyti. Vér vitum að unnendum og lesendum blaðanna, er þetta ekki fagnaðarefni. En vér erum þess fullvissir, að það er engum óskap- feldara, en útgefendunum sjálfum. En nauðsyn brýtur lög. Ástæðan er öllum ljós fyrir þessu. Á sama tíma og pappír, vinnulaun og alt sem að útgáfu blaða lýtur, hefir margfaldlega aukist að verði til, hefir áskriftargjald blaðanna haldist óbreytt frá 1. október 1920, eða nærri í 30 ár. Með þeirri óskapa verðhækkun á öllu er bæði að prentverki og öðru lýtur, geta menn farið nærri um hvernig sakir blaðanna standa nú orðið. En hækkun áskriftagjaldsins hefir ávalt verið útgefendunum sinni. ógeðfeld. Blöðin eru gefin út í því eina augnamiði, að vera hinum Og hve gagnkvæmur skilningur kaupenda og útgefenda er í þessu efni, er það til sönnunar, að tala áskrifenda helzt ótrúlega vel og upplag útgáfunnar hefir ekki síðustu 10—20 árin farið neitt til muna lækkandi. Þetta er talandi vottur þess, að þörfin er enn mikil á útgáfu íslenzkra blaða. Erfiðleikarnir á utgáfu þeirra er aðeins fólginn í auknum eða hækkandi útgáfukostnaði, sem úr öllu sam- ræmi er við lítt breytanlegar tekjur blaðanna. Það er vegna þessa sem nú hefir verið bent á, sem gripið er til þeirra ráða, að mínka blaðið til helminga aðra hvora viku. Það kann nti að þykja mikið og er, en það sem áskrifendur aðallega missa í við það, verða helzt þá vikuna sem blaðið er hálft, langar greinar prentaðar upp úr íslenzku blöðunum að heiman. í því blaði er ætlast til, að fréttir af íslendingum hér og yfirleitt því sem hér er ritað, verði til haga haldið eftir sem áður. Fréttir að heiman mætti þá einnig draga saman og segja í færri orðum, þó þess hafi, vegna anna eins manns við ritstjórn ekki verið kostur til þessa. Lesendur sakna nokkurs í við þetta, en yfirleitt verður reynt, að sjá um að halli þeirra verði ekki eins mikill og ætla mætti. Auk þess er enn vonast eftir að nokkur stærri blöð komi út á hverju ári, ef vel ber í veiði með auglýsingar, og að það bæti þetta að einhvreju leyti upp, eins og átt hefir sér stað. Eina lausnin og sú sem ekki hefir verri afleiðingar en á hefir verið bent, er því þessi, að minka blöðin, eins og hér er gert ráð fyrir. Það er minni gerbylting því samfara en að hækka verðið, hversu sanngjarnt sem það væri. Það má og verður eflaust af sumum á þessa breytingu litið, sem tákn þess, hvað íslenzku félagíífi er hér að hnigna. Táknin í þá átt eru augljósari en frá þurfi að segja og í fleiri greinum en þessari. Samt sem áður vonar maður að íslnezkt félagslíf eigi sér hér langa æfi ennþá. Það getur það vissulega, ef við stuðlum að því, sem einn maður, að halda því við. Og verkefni blaðanna verður í því fólgið eins lengi og urmull er eftir af þeim, að vekja áhuga fyrir þessu og örfa íslendinga til alls, er til dáða getur talist í þessa átt. History of Icelandic Prose Writers 1800 — 1940 By Stefán Einarsson prófess- or of Scandinavian Phil- . ology, The Johns Hopkins University. Cornell Uni- versity Press, Ithaca, N.Y., 1948 (Islandica — Vol. XXXII — XXXIII). Rit þetta er 32. og 33. bindi hins góðfræga ritsafns dr. Hall- dórs Hermannssonar prófessors, Islandica- safnsins, og er það i fyrsta skipti síðan það hóf göngu sína fyrir réttum fjöru- tíu árum, að hann hefir eigi sjálf- ur samið það. En vel hefir tekist um efni þessara árganga eigi síð- ur en hinna fyrri, því að þetta rit dr. Stefáns Einarssonar, sem hér er um að ræða, er bæði yfirgrips- mikið (yfir 260 bls. að megin- máli) og hið vandaðasta, og bætir jafnframt úr brýnni þörf. Að vísu hafa stuttar yfirlitsgreinar verið ritaðar áður, meðal annars á ensku máli, um íslenzkar nútíð arbókmenntir, en hér er þeim, eins langt og ritið nær, í fyrsta sinni gerð ítarleg skil í heild Þetta er því brautryðj- endaverk, og þá ekki síst hvað sérstöku áhugaefnum og hugðarmálum vor íslendinga til styrktar. snertir höfundana frá síðustu ' * fimmtíu árum. En eins og heiti þess segir til, er ritið saga þeirra íslenzkra höf- unda, sem óbundið mál hafa rit- að, á tímabilinu 1800 — 1940. Jafnhliða er það að eigi litlu ieyti saga íslenzku þjóðarinnar á umrræddu tímabili í miklu víð- tækara skilningi, því að höfund- ur hefir gert sér mikið far um að lýsa hinum þjóðfélagslega og menningarlega bakhjalli bók- menntanna, og var það viturlega Og svona er það í flestum bæi- um landsins. Hinir húsnæðislausu eru marg ir hverjir menn, sem að heiman voru svo árum skifti í stríðinu. Um leið og rætt verður um að reisa nýja stjórnarformanninum bústað, verður gaman að vita hvort þingfulltrúarnir minnast að nokkru allra hinna, sem hús- næðislausir eru — og sem land- inu er til skammar, að á sér stað ALT FYRIR 52 DALI Á ÁRI DR. S. J. J. GETUR EKKI FARIÐ Eins og kunnugt er, bauð Stór stúka íslands með auðfengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, lækninum og skáldinu Sigurði Júlíusi Jóhannessyni og konu hans, frú Halldóru, í heimsókn til fslands í sumar. Vonuðu hinir mörgu vinir hjónanna hér, að þau gætu notið þessa góða boðs. — Bæði af viðtali við dr. Sigurð áð- ur, og nú af fréttum að dæma í blöðum að heiman, er ljóst, að hann hefir ekki treyst sér til að takast ferðina á hendur, og hefir tjáð þeim það er honum buðu. Dr. Sigurður vann mikið í þágu bindindishreyfingarinnar heima og vildi stórstúkan sýna honum þakklætisvott sinn með boðinu; var ráðgert að Sigurður kæmi heim og sæti Stórstúkuþing sem hófst 15/ júní. Á þessu ári eru 50 ár síðan barnablaðið Æskan byrjaði að koma út, en stofnandi hennar og fyrsti ritstjóri var dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Hefðu æskufélög íslands ekki látið sitt eftir liggja. að skemta Sigurði, er buðu hon- um heim fyrir nokkrum árum, en hann gat heldur ekki notið. Það hefði margs verið að minn- ast og vinum læknishjónanna þykir fyrir að af förinni gat ekki orðið. Þegar sá er þetta ritar átt: tal við dr. Sigurð um þetta, og að það væri eins og að sitja inni í húsi sínu, að ferðast loftleiðirn- ar, sagði læknirinn, að rödd sín væri svo farin, að hann gæti illaj fólgið í því, að afla einum og sér- látið til sín heyra. En að fara hverjum öryggis í framtíðinni. Það er ekki mikið nú sem hægt er að kaupa fyrir 52 dali á ári. En það er ótrúlega mikið, sem Attlee-stjórnin er að bjóða fyrir þetta í nýju frumvarpi, sem að sjálfsögðu verður bráðum að lög- um gert á Englandi. Frumvarpið er fyrst og fremst heim og verða að þegja, hefði dregið úr gamninu. HÚSASKORTUR KEMUR SÉR ILLA Það verður að líkindum fyrsta starf Ottawa-þingsins, er það kemur næst saman, að finna hin- um nýja forsætisráðherra hús- næði. Stjórnin á engan bústað ennþá og hefir aldrei átt, fyrir formann sinn. King stjórnarformaður hefir búið í The Laurier House, semj aður, meðlag með hverju barni En öryggisleysið er sú vofa sem flestum hrís meira hugur við en nokkuð annað. Til að fyrirbyggja það og út- rýma óttanum fyrir því, býður stjórnin vátryggingu, er kostar einstaklinginn, eða hvern vinn- andi mann, 52 dali á ári. Allar lækningar af hvaða tæi sem eru, standa hverjum og ein- um til boða fyrir þetta; ennfrem- ur er vernd fyrir atvinnuleysi í þessu fólgin, ellistyrkur, lækning slysa, fjárstyrkur er maðurinn er ófær til vinnu, útfarar kostn- hann á sjálfur og Lady Laurier erfði hann að. Það er ekki að treysta á, að næsti forsætisráðherra verði eins gæfusamur. Það munu flestar landstjórnir eiga bústað fyrir æðsta valds- mann sinn. Ottawa-stjórnin mun heldur ekki sjá sér lengur fært, r.ð vera án hans. Gott og blessað. En hvað er u*~ alla aðra húsleysingja landsins? Hér í Winnipeg er talið að og lífsabyrgð til ekna. f þessu er flest innifalið, er selt er sem vátrygging. í raun og veru eru vátryggingar með þessu færðar undir þjóðeigna skipulag. Lízt blaðinu New York Time svo vel á þetta, að það telur það með mestu framfarasporum sem í nokkru þjóðfélagi hafi áður ver- ið stigin. Telja margir víst, að þetta snjallræði verði brátt af öðrum þjóðum tekið upp, ekki sízt eftir 10,000 hús geri ekki betur en aðl að reynsla er fengin fyrir því, bæta sæmilega úr húsnæðisleys-j jafnvel þó fæstir efi, að útkoman inu. geti orðið önnur en góð. ráðið með hina erlendu lesendur ritsins í huga, því að þeim ætti að því skapi að verða auðveldara að átta sig á þróun og sérkenn- um hins íslenzka bókmennta- gróðurs, því meir sem þeir vita um þann jarðveg, sem þær eru sprottnar úr. Efnisskipunin er hin skilmerk- ilegasta. Eftir að hafa rakið í gagnorðum inngangi þróunar- feril .íslenzkra bókmennta í ó- bundnu máli til loka 18. aldar, lýsir höfundur í megindráttum þjóðfélagslegu og menningar- legu ástandi þjóðarinnar í byrj- un 19. aldar og greinir síðan frá upphafi íslenzkrar skáldsagna- og leikritagerðar. Því næst skýr- ir hann frá tildrögum rómantisku stefnunnar á íslandi, í bók- menntum og á öðrum sviðum þjóðlífsins, en sérstakur kafli fjallar um Jón Sigurðsson for- seta og samherja hans. Síðan segir frá íSlenzkum þjóð sögum, söfpun, þeirra og sér- kennum, og er þá komið að róm antisku skáldunum sjálfum, — sagnaskáldum þeim og leikrita, sem rituðu í anda þeirrar stefnu og er þeim helgaður sinn kaflinn hvorum um sig. Skáld hinnar raunsæju stefnu (Realism) eru næst tekin til meðferðar í tveim köflum, og er hinn síðari um þingeysku höfundana, sem höll- uðust á þá sveif í bókmenntun um. Andhverfu raunsæisstefnunn- ar, hinni hugsjónalegu framsókn- ar- og þjóðernisstefnu (Progres- ive Idealism and Nationalism), er braust fram í ýmsum mynd- um í íslenzku þjóðlífi á fyrstu tugum þessarar aldar og höfund- um þeim, sem að henni hneigð- ust, er síðan lýst, og þvínæst fylgir kafli um þá íslenzka höf- unda, sem leituðu út fyrir land- steinana eftir stærri lesendahóp og rituðu bækur sínar á dönsku eða norsku. Ræðir höfundur síð- an um hina þjóðlegu rómantisku stefnu í íslenzkum bókmenntum á síðustu áratugum, en hennar gætir þar eins og kunnugt er, mikið fram á þennan dag. Samhliða henni, einkum á sein- ustu árum, hefir róttæk nútíðar- stefna í bókmenntum eignast vaxandi fylgi íslenzkra höfunda, og er þeim og skáldritum þeirra gerð verðug skil í kaflanum — Leftist and Modernistic Writers. Ekki verða vestur-íslenzkir rit- höfundar í óbundnu máli heldur útundan í ritinu, því að um þá, sérstaklega sagna- og leikrita- skáldin, er sérstakur kafli, en lokakaflinn fjallar um þann merkilega mann Jón Svensson (Sveinsson) og hinar víðlesnu bækur hans. Meginkaflar ritsins skiptast síðan í fjölda smærri kafla, og eru eigi tök á að rekja það nánar í stuttri umsögn. En þó að hér hafi aðeins verið stiklað á stærstu steinum, þá gefur það yfirlit efnis ritsins nokkra hug- mynd um það, hve yfirgripsmikið það er, og nákvæmari lestur leið- ir það fljótt í ljós, hve þaulkunn- ugur höfundurinn er íslenzkum nútíðarbókmenntum, enda hefir hann unnið að rannsókn þeirra og undirbúningi þessa rits síns árum saman. Meðferð efnisins ber einnig órækan vott glöggum skilningi höfundar á skáldum þeim, sem hann f jallar um, og ritum þeirra. Hitt sætir engri furðu, þegar um jafn víðtækt efni er að ræða, þó skoðanamunur kunni að verða um einhverjar niðurstöður hans eða túlkun á skáldritum í ein- stök atriðum. Yfirleitt mun eigi heldur verða annað með sanni sagt, en að hon- um hafi vel tekist að skipta ljósi og skugga milli hinna mörgu höf- unda, sem hann tekur til með- ferðar. Meðal skáldsagnahöfund- anna, og þá sérstaklega með tilliti til smásagna þeirra, hefði mér þó t. d. sýnst ástæða til að gera þeim Þóri Bergssyni (Þorsteini- Jónssyni) og Jakob Thorarensen nokkru ítarlegri skil, og ekki síst hinum síðarnefnda, í saman- burði við sum önnur sagnaskáld- in, enda þó höfundur fari um þá báða verðugum lofsyrðum. Frek- ar virðast mér einnig ritgerða- höfundarnir verða útundan hjá honum, en þar hefir hann sýni- lega sérstaklega bundið sig við þá, sem gefið höfðu út ritgerða- söfn, samhliða tilliti til hins bók- menntalega gildis rita þeirra, en jafnframt lætur hann þess get- ið í formálanum, að ekki verði ólíklega skoðanamunur um þáð, hverjum ritgerðahöfundum skuli sérstakur gaumur gefinn. Fræði- mönnum og blaðamönnum hefir af ásettu ráði, eins og fram er tekið í formálanum, verið sleppt að miklu eða öllu leyti, í síðari hluta ritsins, rúmsins vegna. f formála sínum slær höfund- ur einnig þann varanagla, að ýmsum muni þykja ritið óþarf- lega ítarlegt, og er því eigi að leyna, að þar muni rétt til getið, einkum um upptalningar af ýmsu tagi; á hinn bóginn er bókin ó- neitanlega að því skapi fróðleiks- ríkari. Hún er einnig hin grein- arbezta og læsilegasta að rithætti, þó að eg hefði hér og hvar kosið að öðruvísi hefði verið að orði komist, en það verður jafnan mjög mikið smekksatriði. Þetta efnismikla, vandaða og þarfa rit, er að öllu samanlögðu, höfundinum til mikils sóma, og fyrir það á hann skilið þakkir allra þeirra, sem láta sér í alvöru annt um kynningu íslenzkra nú- tíðarbókmennta í hinum víðlenda enskumælandi heimi. Og vel var það gert af Halldóri Hermannssyni prófessor að taka ritið upp í Islandica-safn sítt og greiða með því fyrir útgáfu þess. Átti hann, eins og kunnugt er, sjötugsafmæli fyrir stuttu síðan, og er honum tileinkað ritið í til - efni af þeim merku tímamótum athafnaríkrar ævi hans. Fór á- gætlega á því í alla staði. ÆÐISGANGUR STÓR- MENNANNA FJÖGRA Eftir Elmore Philpott Ef skólameistari hefði fengið fjórum nemendum í hendur að framkvæma eitthvert ákveðiö starf, eða ef þeir hefðu komið sér saman um það sjálfir að takast eitthvert verk á hendur sameig- lega. Ef svo þessir fjórir piltar hefðu hagað sér við þetta á- kveðna verk eins og hinir stóru fjórir sgiurvegarar hafa hagaö sér í Þýzkalandi og Austurríki, þá hefði skólameistarinn sannar- iega álitið að hér væri um ófyrir- leitna stráka að ræða. Eitt er víst, í sambandi við þenna reipdrátt í Þýzkalandi og Austurríki: hann getur ekki haldið áfram í því horfi sem nú víkur við. Hann er orðinn ofur- efli. Önnur hvor fylkingin verður að láta undan, eða báðar verða að viðurkenna að þær hafi breytt heimskulega að undanförnu og skuli hér eftir iðrast og bæta ráð sitt og miðla málum. Nokkrir skynsamir skóladreng- ir létu sér eflaust farast það bet- ur að finna ráð til sætta en þess- um miklu stjórnendum stórveld- anna hefir tekist hingað til. Ef til vill segði hvor strákahópur- inn fyrir sig: “Við skulum kasta hlutkesti um málið. Ef höfuðið kemur upp, þá fara vestlægari þjóðirnar tafarlaust burt frá Ber- lín, en þær fá full ráð yfir Vínar- borg. Ef hin hliðin snýr upp, þá fá vestlægari þjóðirnar umsvifa- laust full ráð yfir Berlín en yfir- gefa alveg Vínarborg. Þetta væri líklegt að strákunum dytti í hug. Aðal takmarkið ætti ekki að vera það frá Rússa hálfu að reka alla aðra útlendinga í burt frá Berlín; aðal takmarkið ætti ekki heldur að vera það frá hálfu hinna útlendinganna að reka Rússa þaðan. Heldur ætti það að vera sameiginleg stefna beggja að reka alla útlendinga frá Berlín og láta Þjóðverja stjórna sínu eigin landi sjálfa, alveg eins og Canadamenn stjórna sjálfir Can- ada. Það er að vísu rétt að undir stjórn Hitlers frömdu Þjóðverjar alþjóðaglæpi, sem þeir verða að sæta fyrir sektir eða hegningu. Það er líka rétt að engin þjóðin, þeirra sem harðast urðu úti, þorir að veita Þjóðverjum fult frelsi fyr en þær hafa sannfærst um það að þeir reyni ekki að leika í þriðja skiftið sama leikinn, sem þeir hafa þegar leikið tvisvar síðan þessi öld hófst. En með þessu svolkallaða “kulda stríði” milli sigurvegar- anna sjálfra, sem saman unnu að því að sigra fasismann — því stríði sem þeir nú heyja yfir þýzka blóðvellinum, þar sem þýzka þjóðin liggur sigruð og máttvana — með því stríði hafa hinir fyrverandi bandamenn end- urvakið og lífgað hina hættuleg- ustu þjóðdrambsstefnu á Þýzka- landi sem nokkursstaðar hefir áð- ur þekst. Því það sem Þjóðverj- ar hafa sjálfir séð með sínum eig- in augum, hefir sannarlega ekki miðað til þess að kenna þeim að bera virðingu fyrir sigurvegur- um sínum, hvorki öllum til sam- ans né hverjum fyrir sig. Lesendur þessa blaðs minnast þess að fyrir löngu skrifaði eg um þá stefnu að “eyðileggja” Þýzkaland; og eg var andstæður henni. Sú stefna komst hæst (eða öllu heldur dýpst) með “kúagirðinga” stefnunni hans Henry Morganthau. Það var hvorki siðferðislega né hagfræð- islega rétt að tala um eða ráð- leggja eyðilegging hinna stór- kostlegu verksmiðja á Þýzka- landi. Eg benti þá á það að eina úrlausnin fyrir hið svokallaða þýzka málefni, væri að yfirgrips- meiri úrlausn, sem leiða hlyti til friðar yfir alla Evrópu, annað hvort með allsherjar bandalagi eða með einhverju öðru fyrir- komulagi, sem bindi enda á allar sérstakar þjóðdrambsstefnur. Þeir viðburðir, sem átt hafa sér stað síðan eg ritaði þetta, hafa ó- mótmælanlega staðfest þá skoðun mína í öllu maðal atriðum. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi úr “Ottawa Citizen” HIÐ ISLENZK-GRÆN- LENZKA ÞJóÐFÉLAG Hvernig leit Vilhjálmur Finsen á réttarstöðu Grænlands? f óprentuðu réttarsögunni haná A. M., acc. 6, í Háskólabókasafn- inu í Khöfn gerir hann á bls. 43 þessa grein fyrir réttarstöðu Grænlands: ‘20 Territorium Grænland — ( Þegnréttur ) í Grágás er ekki gerð grein fýrir íslenzka þjóðveldinu sem slíku. Um landsvæði þess eru höfð orðin fsland, hér á landi, land várt; um íbúana: íslenzkir menn, fslendingar; um málið, — vár tunga eða oftast dönsk tunga. Þjóðfélagið tók einnig yfif byggðar eyjar við ísland eða þ*r eyjar, sem byggðar eru, úteyjar. Einkum er getið Vestmannaeyja- Grímseyjar er getið í sögunum, vegna tilraunar Ólafs helga til að fá íslendinga til að láta þessa ey af hendi við sig, en þeir færðust undan. Frá íslandi bygðist Grænland 986, og þessi nýlenda var taliu vera tilheyrandi hinu íslenzka réttarsvæði, og við það er átt með orðunum “í várum lögum • Það verður því að álíta, að öll ís* lenzk lög og réttarvenjjur (den islandske Ret) hafi að sjálfsögðu gilt á Grælandi, sem virðist hafa haft sérstakt þing, Garðaþing, er virðist hafa verið skapþing (ekki eins og hin norsku), en raunar aðeins dómþing, ekki löggjafaf' þing. Getið er um biskupsdæmi á Grænlandi.” Nokkru aftar í sömu bók hefir Valhjálmur ritað sér tH minnis á spássíu handritsins: “Her bör

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.