Heimskringla - 14.07.1948, Blaðsíða 5

Heimskringla - 14.07.1948, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 14. JÚLÍ 1948 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA mooske omhandles den islandsk- grönlandske Stats Omraade” = Hér ætti ef til vill að gera grein fyrir landsvæði hins íslenzk- grænlenzka þjóðfélags. Er þeir Jón heitinn Þorkelsson og Einar Arnórsson voru aö kanna réttarstöðu Islands í byrj- un þessarar aldar, neitaði Árna Magnússonar-níendin að lána handrit þetta éða hina læsilegu aískrift þess á söfn í Reykjavík (Réttarstaða Islands bls. 101). í nafnaregistrið í Grgs. III ritar Vilhjálmur: “Grænland (Grænaland) Io, 240, 249, II, 71, 90, 389, III, 478 (sbr. í várum lög- um = íslenzka bygðin á Græn- landi Ia, II, 70). — Ib. 187, III, 466”. f skýringargreinunum aftan við Grgs. III ritar hann undir lög “. . . [merking] lagasvæði (Lovomraade, Retsgebet); í vár- um lögum Ia; 226, II, 70, á því svæði, sem stendur undir þjóð- félagsvaldi vorra laga (under vort Lovomraade) ; hér er átt við íslenzku nýlenduna á Grænlandi, — sbr. lögleiða”. Hann vísar í lögleiða af því, að það merkir að taka menn inn í þjóðfélagið. í dönsku þýðingunni af Kon- ungsbók (bls. 224) þýðir hann “her á lande eþa i órum logum” = “her í Landet eller hvor vore Love gælde” (hér á landi eða þar, sem lög vor gilda), sem hann svo í neðanmálsgrein skýrir sem þann hluta Grænlands, sem íslending- ar bygðu. Lög merkja í voru máli réttaf- reglur, en þau merkja einnig þjóðfélag frjálsra þegna, sem eru án embættismanna, en fara sjálfir með alla þætti þjóðfélagsvalds- ins, og lög heitir einnig það svæði á jörðunni, sem slíkt þjóð- félag tekur yfir. Er Vilhjálmur Finsen talar um Retsgebet, Lov- omraade eða under vort Lov- omraade (réttarsvæði), á hann með því við lög í þessari síðast- nefndu merkingu, það svæði, sem þjóðfélag frjálsra þegna tók yfir. Vilhjálmur Finsen lítur þannig svo á, að Grænland hafi í tíð Grá gásar verið íslenzk nýlenda, al- gerlega undirgefið íslenzkri lög- gjöf og þar með um leið undir- gefið öðrum greinum íslenzks þjóðfélagsvalds. Vilhjálmur Finsen var sem fleiri frændur hans, vísindamað- ur að upplagi og allra manna grandvarastur til orðs og æðis. Hann var lengi hæstaréttardóm- ari í hæstarétti Dana, Kaup- mannahafnarháskóli kjöri hanh til heiðursdoktors í lögum. En heimsfrægð sína hlaut hann fyrir hina eindæma vönduðu útgáfu sína af allri Grágás og hin braut- ryðjandi ritverk sín um hið ís- lenzka þjóðfélag þjóðveldistím- ans.—(Ritstjórnargrein í “Vísi”, 14. ág. 1947). Hve gamall er hundurinn þinn? Fimm ára. Það var skrítið. Mig minnir að fyrir þrem árum segðir þú mér að hann væri fimm ára. Já, en skilurðu það ekki, mað- ur? Þetta er tík! ★ Hún: Mér er sagt, að Svenni, bróðursonur þinn, sem var dæmd ur fyrir vasaþjófnað í fyrra, sé orðinn trúrækinn og fari iðulega í kirkju. Hann: Já, mér er sagt, að hann iðki orðið handverk í kirkjunni. FJÆR OG NÆR Um síðustu helgi stönsuðu hér í bænum þau Mr. og Mrs. Frank M. Polson á leið sinni til Van- couver, B. C.; hafa þau hjón búið í Hamilton, Ont., undan farin ár en eru nú að flytja sig alfarin vestur á Kyrrahafsströnd. Mr. Polson er sonur Joe Pol- son er lengi vann á innflytjenda skrifstofunni hér í Winnipeg og ex mörgum fslendingum kunnur frá þeirri tíð. * * * Gifting Þann 3. júlí voru gefin saman í hjónaband að Kirkjubæ í Breiðuvík, William Charles Harkness, Portage la Prairie, og Kristine Ingunn Martin, Hnausa Man. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. G. Martin, Hnausa. Brúð- guminn er af hérlendum ættum. Við giftingunna aðstoðuðu George Herbert Harkness, bróð- ir brúðgumanns og Guðrún S. Helgason, Hnausa. Mr. Herman Fjeldsted söng bæði á undan og eftir giftingar- athöfninni. Mrs. Halldór Martin lék á hljóðfærið. Um hundrað gestir nutu á- gætra veitinga á hinu indæla heimili Baldvinsons hjónanna á Kirkjubæ. * Messað að Morden, Man. íslenzk guðsþjónusta verður flutt í Guðbrands söfnuði við Morden, Man. sunnudaginn 25; júlí, kl. 2. e. h. (Standard Time) Allir boðnir velkomnir S. Ólafsson •r * ( * Dánarfregnir Þann .7 þ. m. andaðist á Lund- ar, Kristbjörg Stefanía María Jónsdóttir Howardson. Hún var fædd á Möðrudal á Hólsfjöllum 3. febr., 1866. María sál. giftistj Guðmundi Hovardsyni frá Gauk- stöðum í Jökuldal 3. okt. 1888. Þau hjóninn komu til Canada 1905 og settust að í Siglunes-hér- aðinu; til Lundar komu þau 1923. Mann sinn misti hún 1942. Börn- in sem lifa móður sína eru: Jón, að Lundar. Gunnlaugur og Sig- urður í Winnipeg; einnig lifa systur sína þessi hálf syskini: Aðalbjörg í Winnipeg; Björn að Oak Point, Stefán að Vogar og Friðrik Fljótsdal í Detroit. — Fimm barnabörn og tvö barna- barnabörn lifa ömmu sína. María sál. var jarðsungin af séra Skúla Sigurgeirsyni s. 1. fimtudag frá lútersku kirkjunni í Lundar. ★ Edward Breckman, að Lundar, andaðist snögglega á Eiriksdale spítalanum 4. þ. m. Hann skilur eftir sig ekkju og þrjú börn. Dóttur hans Mrs. Val Thorlak- son lifir á Gimli; Gordan Dougl- as er heima og Jón Edward er í sumarfríi sínu í Camp Borden Que., þar sem hann fæst við her- æfingar, (C. O. T. C.). Einnig lifa hinn framliðna ein systir' Miss Karitas, í- Vancouver, og tveir bræður, Gunnlaugur Magn- ús í Winnipeg og Halldór Krist- inn til heimilis í Ste. St. Marie, Ont. Edward sál. var víöþekktur og á mikið og margþætt starf að baki sér. Hans verður minst frekar. Útförin fór fram frá Lút- ersku kirkjunni í Lundar 8. þ. m. að fjölmenni viðstöddu. Séra Skúli Sigurgeirsin jarðsöng. HOW YOU WILL BENEFIT BY READING the world's daily newspaper— THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR. You will find yourself one of the best-informed persons in your community on world offoirs when you read this world-wide daiíy newspoper regulorly. You will gain fresh, new viewpoints, a fuller, richer understonding of today's vital news—PLUS help from its exclusive features on homemoking, educa- tion, business, theater, music, radio, sports. A. T. Tromberg fra Edmonton, Alta., var staddur í Winnipeg s. 1. laugardag. Hann var að heimsækja hér forna kunningja. « * • J. Borgfjörð frá Leslie, Sask., var staddur í bænum fyrir helg- ina. Hann kvað kornsprettu seina vestra, en vonaði að hún næði sér ef ekki yrðu stanzlausir hit- ar og þurkar. * * * Icelandic Canadian Club We have room in our Winter issue of The Icelandic Canadian Magazine for a number of photo- graphs for Our War Effort Dept. We are anxious to have a com- plete record of those, of Iceland- ic descent, who served in the armed forces of Canada and the United States. Kindly send: photographs if at all possible. as snapshots do not make a clear newspaper cut. Information required: Full name and rank, full names of parents or guardians, date and place of birth, date of enlistment and discharge, place or places df service, medals and citations. There is no charge. Kindly send the photographs and information to: Miss Mattie Halldorson 213 Ruby St. Winnipeg, Man. Winnipeg, Man. * * * Herra ritstjóri: Við undirritaðar biðjujm yður um, að auglýsa fyrir okkur, aðj okkur langi til að komast í bréfa-| samband við Vestur-fslendinga eða ameríska pilta og stúlkur á aldrinum 16—18 og 17—20 ára. Með fyrirfram þakklæti, Marta Th. Eyjólfs, 17-20 Erla B. Bessadóttir 16-18 Selvogsgötu 2 Hafnarfirði, Iceland ★ * * Lesbækur Það er kunnara en frá þurfi að segja að sá, sem er að læra tungumál þarf lesbækur. Nem- andinn lærir mikið ósjálfrátt af sambandi efnis og orða í sögunni sem hann les. Þjóðræknisfélag- ið útvegaði lesbækur frá fslandi; eru í þeim smásögur og ljóð við hæfi bama og unglinga. Les- bækurnar eru þessar: Litla gula hænan 1., Litla gula hænan II., Ungi litli I., Ungi litli II., Les- bækur. — Pantanir sendist til: Miss S. Eydal, Columbia Press, Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg. * * * Messur í Nýja íslandi 18 júlí — Geysir messa kl. 2. e. h. — Hnausa, messa kl. 8.30 e. h. 25. júlí — Víðir, ensk messa kl. 2. e. h. — Árborg, íslenzk messa kl. 8. e. h. B. A. Bjarnason * ♦ * Rvík. 26 — 6 —43 Eg óska að komast í bréfa sam- band við pilt á aldrinum 19 — 23 ára og æskilegt að mynd fylgi Ein bráðlát. Adressa mín er Bryndís Guð- mundsdóttir .Hverfisg. 76 B. Reykjavík, fsland W * * Til áskrifenda tímaritanna Þeir, sem greiddu ritin fyrir- fram árið sem leið, fá þau enn við sama verði ef greidd eru fyrir síðasta marz næstkomandi. Mikið úrval af íslenzkum bók- um. Skrifið eftir lista. Björnsson Book Store, 702 Sargent Ave., Winnipeg Gesturinn: Það var fluga í súp- unni. Þjónninn: En vonandi hefir hún ekki étið neitt að ráði frá yður ? ★ Subscribe now to this spccial ##gct- ocquaintcd" otfcr —1 month for $ V (U. S. funds) listen to ‘The Christian Science Monitor Views Ihe News e»er> Thursdan nigHt orér ’the American Broadcasting Company sl" PB-3 The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston 15, Moss., U. S. A. Enclosed is $1, for which please send me The Christion I Science Monitor for one month. kl ^ Nome.------— Streot- \city... Zone.... Stote. — Hvaða ljóshærðri stúlku varstu nú að spranga með í gær- kveldi? — Ljóshærðri?! Það var sú dökkhærða, sem eg kynnti þig í fyrrakvöld. ÁSKORUN GEGN STRIÐI f blaðinu “Ottawa Citizen” 2. júlí birtist eftirfandi grein. En hún er þar prentuð eftir Rauters fréttafélaginu í Lundúnaborg: “Áskorun sem undirrituð er af leiðandi mönnum ensku kirkj- unnar, víðsvegar um allan heim, hefir verið send til hins svo- nefnda Lambeth-þings, sem um það leyti kom saman í Lundúna- borg. Efni hennar er það að krefjast þess að þingið lýsi því yfir, að öll þátttaka í stríðs at- höfnum, jafnvel þó fyrir gott málefni sé, verði að skoðast gagn- stæð vilja guðs. Á þessu þingi voru mættir erkisbiskupar og önnur kirkjuleg stórmenni frá öllum löndum heims. Þeir sem undir þessa á- skorun skrifuðu voru 8,750 ; þar á meðal voru 534 prestar og 8,216 leikmenn og konur úr öllum deildum ensku kirkjunnar. Á einum stað í áskoruninni er þannig komist að orði: “Vér minnumst með þakklæti yfirlýs- ingar þeirrar, sem samþykt var árið 1930 á Lambeth þinginu. Þar var því skírt og skorinort lýst yfir að stríð í því skyni að ráða til lykta heimsmálum eða milliþjóða deilum sé ósamrýman- legt við kenningar breytni og líferni Jesú Krists. Annað heimsstríðið hefði stað- fest þá yfirlýsingu fyllilega, sagði áskorunin. Það hefði sýnt það hvernig stríðin grafi grund- völlinn undan almennu siðferði með því að ljá þeirri kenningu fylgi að ill og syndsamleg verk- geti haft góðar afleiðingar. Rétta — og eina rétta aðferðin til þess að veita hinu illa mót- stöðu, segir áskorunin, er sú að fylgja afdráttarlaust kristnum kenningum. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi KAUPIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU SMÆLKI Blaðið Saturday Night segir: Það getur enginn neitað því, að sjónvarps-áhaldið, sem nú er búið að setja á viðtæki (radio) í Bandaríkjunum sé fagurt; en það er langt frá að alt sé fagurt, sem þú sérð í því. ★ Frúin (við nýja vinnukonu) : Eg harðbanna yður að brosa að mann inum mínum. Vinnukonan: Eg brosti ekki, eg bara hló. , ★ Hún: Fyrsta ástin er nú heit- ust, finnst þér ekki? Hann: Jú en eg er nú samt skolli skotinn í þér. ★ Bensi var á labbi niðri í bæ eina nótt fyrir skömmu og sá þá hvar Keli lá augafullur undir húsvegg og svaf. Þá varð Bensa þetta að orði: “Svona verð eg á sunnudags- nóttina kemur, því þá er árshá- tíðin okkar”. ★ Hrólfur, gamall drykkjurútur, lendir eitt sinn í kaupavinnu uppi í afdgl, þar sem ekki fæst ! deigur dropi. Einhverju sinni nær karl þó í hálf-flösku af tré- spíritus, en honum er alvarlega ráðið frá að leggja vökvann sér til munns, því að þá muni hann missa sjónina. Hrólfur (um leið og hann sýp- ur á flöskunni) : O, eg held mað- ur hafi nú séð það, sem maður þarf að sjá, þegar maður er kom- inn á minn aldur. Skál! Góðar bækur Ljóðmæli, Jónas A. Sigurðsson, Klæði___________________$4.00 Leður________________.__6.00 í andlegri nálægði við Island, Einar P. Jónsson________ .75 4 heiðarbrún, kvæði eftir Dr. S. E. Björnsson, í b. $3.75 Hirðisbréf, Sigurgeir Sigurðsson biskup_______ .50 A Sheaf of Verses, Dr. Richard Beck________ .35 Fyrsta bygging í alheimi, Hall- dór Friðleifsson _______$2.50 Friðarboginn er fagur, Halldór Friðleifsson____________$2.50 Icelandic Grammar, Text, Glos- sary, Dr. Stefán Einarsson, (bandi) -1______________$8.50 Björninn úr Bjarmalandi, Þ. Þ. Þ. (óbundin) ___* $2.50 (bandi)_______________ $3.25 Hunangsflugur, G. J. Guttorms- son, (bandi) ----------7 $1.50 Fimm einsönglög, Sig. Þórðar- son (heft) -------------$1.50 Lutherans in Canada, eftir séra V. J. Eylands, 200 myndir $3.00 Björnsson’s Book Store 702 Sargent Ave. — Winnipeg Tilkynning Umboðsmaður okkar á Islandi er Björn Guðmunds son, Mávahlíð 37, Reykjavík. — Hann tekur á móti pönt- unum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. Kaupendur blaðanna eru vinsamlega beðnir að til- kynna umboðsmanni vorum vanskil á blöðunum, og einnig ef breytt er um verustað. Heimskringla og Lögberg SUMAR Nú er tíminn til þess að gera ráðstafanir viðvíkjandi vinnu- krafti til uppskeru og þreskingar . . . og um peninga til að borga með nauðsynlegan kostnað þar til afurðirnar eru seldar. Peninga til þvílíkra þarfa má altaf fá hjá Royal Bank. Talið við forstjóra útibús vors í yðar nágrenni viðvíkjandi þörfum yðar. Spyrjið hann einnig um lán til jarðabóta, og hvernig þeir peningar geti best verið notaðir til hagsmuna húsum og landi, yður sjálfum og fjölskyldu yðar. THE ROYAL BANK OF CANADA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.