Heimskringla - 25.08.1948, Side 2

Heimskringla - 25.08.1948, Side 2
2 SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. ÁGÚST 1948 Gullbrúðkaup Ágúst og Ragnheiður Magnússon Til Mr. og Mrs. Ágúst Magnússon á 50 ára giftingar afmæli þeirra. Flutt 11. júlí 1948. Heilladísir hálfa öld hafa verndað ykkur bæði, margvísleg hin góðu gjöld goldið hafa þúsundföld, daga og nætur hyltu höld heilnæm kendu lífsins fræði, heilladísir hálfa öld hafa leitt og verndað bæði. Þakka ykkur viljum við verkin miklu, trygð og gæði, með oss strídduð hlið við hlið heilla málum veittuð lið, efla frið og fagran sið fýsti ykkur jafnan bæði. Biðja drottinn viljum við veita ykkur eilíf gaéði. Sunnudaginn þann 11. júlí 8.1. var mikill mannfjöldi saman kominn í samkomuhúsi Lundar- bygðar, hafði Coldwell sveitar- stjórn sent út boðsbréf, til þess að gefa fólki tækifæri að heiðra Mr. og Mrs. Ágúst Magnússon í tilefni af hálfrar aldar hjúskap þeirra, og mun hafa verið á fimta hundrað manns þar samankomið, er það talandi vottur um þær miklu vinsemdir, sem þessi heið- urs hjón njóta. Þau hafa líka á- unnið sér þettað vinar gengi með góðri framkomu og nytsömu æfi- starfi. Þegar Coldwell sveit var fyrst skipulögð 1913, varð Ágúst fyrsti ritari og gjaldkeri sveitar- ráðsins og gengdi því starfi í 25 ár, var reglusemi hans og vönd- ugheitum viðbrugðið. Það er heiður fyrir alla íslendinga þeg- ar einhverju þeirra er trúað fyr- ir vandasömu og ábyrgðar miklu starfi. Það er stór sómi vor allra þegar þeir reynast því trausti vaxnir. Hann var ennfremur skrifari Norðurstjörnu skóla- héraðs í 20 ár. Kona hans Ragn- heiður er myndarkona hin mesta, og hefur tekið mikinn og góðan þátt í kvennfélags-málum þess- ara bygða, fyrst sem meðlimur kvennfélagsins Frækorn, meðan þau dvöldu á bújörð sinni, ekki alllangt frá Norðurstjörnu skóla og síðar hér á Lundar í kvenn- félaginu Eining. Hún var búkona mikil og dugleg, stundaði hún aðallega búskapinn, og stjórnaði verkum heima meðan maður hennar gætti sinna verka á skrif- stofunni. Samsætið fór hið bezta fram, það byrjaði með guðræknis-at- höfn sem séra H. E. Johnson stýrði, sunginn var sálmurinn — “hve gott og fagurt”. Eftir það flutti bæn Dr. Haraldur Sigmar frá Vancouver, sem staddur var á Lundar. Tók þá við stjórninni Mr. Kári Byron oddviti Coldwell sveitar. Ávarpaði hann fyrst gull- brúðhjónin og veizlugesti með nokkrum orðum, þarnæst mælti Miss Salome Halldórsson fyrir minni Mrs. Magnússon. Mr. Dan Lindall flutti minni gullbrúðg- uma; alls héldu þarna 15 manns ræður. Kvæði var flutt af V. J. Guttormsson. Lesið kvæði frá Dr. Sig. Júl. Jóhannesson; bréf og erindi frá séra Albert Kristj- ánsson. Mun það nokkurskonar met meðal íslendinga, að til jafn- aðar töldu ræðumenn og konur kortar fimm mínútur hver. Þeir sem fluttu tölur voru þessir; — auk þeirra sem áður er getið — B. E. Johnson frá Winnipeg, sem einnig las fjölda af heilla og árnaðar skeytum; Skúli Sigfús- son, fyrrum þingmaður; Paul Reykdal og Sigurður Sigurðson, fyrrum sveitar oddvitar; Dr. N. Hjálmarsson; Dr. H. Sigmar; sr. H. E. Johnson; Kris. Halldórsson þingmaður; Mr. C. F. Greenham sveitarráðsmaður; Agnar Magn- ússon, lýsti hvernig sambúð hjóna og barna hefði verið og þyrfti að vera, og þakkaði fyrir sig og bræður sína, einnig fyrir systurnar þrjár, Alexöndru, Magny og Ágústu, systurdætur Ágústs er ólust upp hjá þessum hjónum, svo þakkaði Ágúst fyrir sig og konu sína. Mr. J. A. Erlendsson núver- andi sveitarskrifari í Coldwell sveit afhenti heiðurs gestunum gjafir, með ávarpi frá sveitar- ráðinu. Var það lyndarpenni —f Parker 51 — með áletrun: — “Ágúst Magnússon, 25 years faithful service, Municipality of Coldwell”. Einnig hans nafn á blíantinum. Og frá fólkinu; — silverskál með peningum, sem á V. J. Guttormsson var letrað: “Februar 5 1948, Mr. and Mrs. Ágúst Magnússon frá vinum og vandamönnum, Lundar July 11, 1948”. Auk þess voru margar og góð- ar gjafir frá ættfóllkinu. Lítil stúlka, María Magnússon, og lít- ill drengur, Jerry Magnússon, afhentu ömmu sinni forkunnar fagran blómvönd. Mrs. B. Björnsson forseti kvennfélags- ins einnig bar fram ávarp frá kvennfélaginu, og afhenti Mrs. Magnússon mjög fagra brjóstnál á letrað: “R. M. 5/2 -48 from Eining”, sem gjöf frá því félagi. Milli ræðanna söng blandaður kór, undir stjórn V. J. Guttorms- sonar. Hefi eg sjaldan eða aldrei heyrt betur sungið á Lundar, enda var söngurinn öllum til á- nægju. Auk þess sem flokkurinn söng, var hópsöngur þreyttur milli þátta aðstoðaði Miss Irene Guttormsson, við hljóðfærið en vigfús J. Guttormsson styrði söngnum. Ágúst Magnússon er fæddur í Kothvammi á Vatnsnesi í Húna- vatnssýslu 25 októer 1963, voru^ foreldrar hans Magnús Magnús- son og kona hans Margrét Jóns- dóttir, mun ættin húnversk að mestu. Ágúst var uppalinn hjá frænda sínum Jóni Árnasyni er bjó á Illugastöðum á Vatnsnesi, síðar stundaði hann sjóróðra á suður- landi vetur og vor, enn bænda- vinnu norðanlands á sumrum. Fékk hann nokkra undirbúnings mentun og ætlaði sér að ganga á búnaðarskóla enn vegna þess harðæris er þá gekk yfir Norður- land, 1886, breitti hann áformi sínu og fór til Vesturheims 1887. Ásetti hann sér að koma foreldr- um sínum, úr bágindunum sem þá voru heima, fór hann með Eimskipinu Camoence, vóru í þeirri ferð nálægt 300 íslend- ingar flestir af Norðurlandi. Fólksflutnings skipið Grecian flutti hópinn yfir Atlandshafið til Quebec, þar skildust félagarn- ir Ágúst og Sveinn Bergmann Thorbergsson við hópinn og réð- ust til vinnumensku til verzlun- arstjóra Hudson’s-flóa félags- sins. T. C. Rae, er hafði sinn verzlunarstað í Matawagam- negue í Ontario-fylki, skildist þeim að þeir hefðu ráðist aðeins til tveggja mánaða og var kaupið tvö pund sterling um mánuðinn síðar reyndist að rángt hafði ver- ið túlkað, svo þeir fengu ekki lausn svo fljótt. Þegar lestin nam staðar í Mata- gama voru þar um 30 Indíánar er fögnuðu húsbónda sínum Rae, mjög virðuglega. Með þessum Indíánum unnu þeir Ágúst og Bergmann, vinnan var ervið og fæðið lélegt. Set eg hér dálitla skýrslu um hag þeirra félaga, og eru heimildir teknar úr Nýja fs- lands sögu Thorleifs sál. Jack- son en mun í byrjun frásögn Ágústar. “Til fæðis var hverjum manni útmæld tólf pund af kveiti, til vikunnar, tvö pund af svínafleski og te eftir þörfum, annað var ekki til matar á ferða- lögum. Aðal sumar vinnan var að flytja vörur félagsins, um 300 mílur frá járnbraut, var mikið farið eftir vötnum á stórum Barkarbátum er báru hver um 30 hundruð pund og 4 menn. Allur farangur sem var mest hveiti borið á millum vatna, oftast gegnum veglaust skóglendi. Bát- ar einnig bornir um bilið á mill- um vatna, lengsta bil um 3 mílur og þá farinn einn fjórði úr mílu í senn, hafður selflutningur, hver maður átti að bera 200 pund eða tvo hveitisekki, og stundum meir. Vanalega voru átta bátar í hverri ferð. Eg get ekki stilt mig um að tilfæra hér dálítinn kafla úr hinni umgetnu bók Throleifs: “í þeim ferðum var altaf sofið undir beru lofti, að vetrum við elda hvað kalt sem var, aðeins hinir efnuðustu Indíánar áttu Barkarkofa, hinir brutu lim af trjánum og bygðu skjólgarð á- veðurs og sváfu í skjóli hans, við elda, með konur sínar og börn, og má fullyrða að enginn auð- maður í sinni stóru höll hafi ver- ið ánægðari heldur enn fjöldinn af þessum Indíánum sem ekkert áttu nema lélega byssu, öxi og hníf, þeir voru glaðlyndir, drenglundaðir og hjálpfúsir, enn á sama tíma bráðlyndir og hefni- gjarnir, og var illa við sakanass — hvíta menn — sem hremma land þeirra og eiðileggja hinar sjálföldu hjarðir merkurinnar, er þeir álytu sína eign”. Eg hefi stytt málið lítillega, og þessvegna breytt orðalagi á stöku stað. Þeir Ágúst og Bergmann urðu hinir beztu vinir enn Bergmann undi ekki vistinni og fór svo fljótt sem færi gafst til Winni- peg. Ágúst var kyr fyrir $135.00 á ári, og sendi eitt hundrað er hann fekk til láns, heim til for- eldra sinna. Mr. Rae reyndist honum hinn bezti yinur, svo fljótt sem mál og skilningur leyfði, gaf hann Ágúst góða tilsögn í almennum fræðigreinum er síðar reyndist góð hjálp, samt leitaði hann frændfólks og vina svo fljótt sem kringumstæður leyfðu. For- eldrar hans og systkyni þrjú vóru þá komin til Brandon Man, og þangað var leitað, og var þá fyrst að innvinna sér fargjald, í Winni peg við bygginga vinnu, bera brikk og motur. Og svo járn- brautar vinna. Og um haustið 1890, til Brandon, og þar stund- uð fyrst daglauna vinna, bænda vinna, smíðar, svo gengið í fé- lag með öðrum manni, keyptu þeir laundry áhöld, og hest til að sækja og skila, og gekk það all- vel, fyrir þriggja ára tíma. Árið 1895 flutti Ágúst með foreldrum sínum til Nýja íslands í þá nefnda ísafoldarbygð. Tók þar heimilisréttar land og þaðan eftir þrjú ár, vegna flóða, er Winni- peg vatn, orsakaði eignatjón, svo margir yfirgáfu eignir og lönd. Stundaði Ágúst þá veiðar í Winnipegvatni, og hélt til í Eng- ey. Þar sá hann margt myndar- legt handtakið gert, hjá Jóhanni Straumfjörð, sem var þjóðhaga smiður, fjölhæfur bóndi, og læknir bygðarinnar. Hin mesta gæfa, sem Ágúst hefur hlotnast um æfina, mun vera er hann eignaðist Ragnheiði dóttir Johanns fyrir konu, fimta febrúar 1898. Ragnheiður er fædd í Mikley Hekla P. O. fimta febrúar, 1878, hefur hún áreyðanlega erft margt af ágætum ættar sinnar, og þar eignaðist Ágúst trúfastan og elskuverðan lífsfélaga. Ári síðar fluttu þau til Mikleyjar, varð Á- gúst þar vita vörður, og reistu þau sitt fyrsta íbúðarhús á Ljós- hús tanga. Þaðan fluttu þau til Grunnavatns bygðar 1904. Þeim hefur orðið fimm barna auðið, tvö stúlku börn mistu þau. Synir þeirra eru á lífi: Agnar Rae, mið- ákólakennari í Winnipeg, Jóhann Magnús, Winnipeg; Kristberg Margeir, Vancouver. Þau hafa al- ið upp þrjár systur, eru þær frænkur Ágústar, en mistu for- eldra sína ungar. Þessar systur eru: Alexandra Brynjólfsson nú Mrs. B. Eiriksson, Mary Hill Man., Magny Brynjólfsson, er enn til heimilis hjá þeim, og Á- gústa Brynjólfsson, nú Mrs. E. Johnson, Blaine Wash. Eftir að Ágúst lét af búskap 1941, fluttu þau hjónin til Lund- ar og lifa þar á sínu eigin heimili við bærilega heilsu, rólegu lífi- Við biðjum og vonum að æfi- kveldið verði þeim unaðslegt. H. E. Johnson ÞAKKLÆTI Við sem skrifum nöfn okkar undir þessar línur erum í svo stórri þakklætis skuld, að okkur langar til að biðja Winnipeg ís' lenzku blöðin, að flytja nokkur þákklætisorð til þeirra mörgu vina, sem mintust fimtíu ára giftingar afmælis okkar, þann ellefta júlí síðast liðinn og gjörðu það með þeim myndar- skap, velvild og alúð, eins og séra H. E. Johnson hefur greinileg3 útlistað í sínum frétta greinum- Við þökkum af alhug, alla þú velvild sem okkur var sýnd; vneb ræðum, kvæðum, unaðsríkum söng, heilla óskum og verðmset- um gjöfum, og alla þá marg' breytilegu fyrirhöfn og kostnað- Við verðum sérstaklega að myuU' ast þess að Oddviti, skrifari og meðráðsmenn Coldwell sveitar voru forgöngumenn og stjórO' endur á þessu fjölmenna g^1' móti, svo að þar er stærsta þakk- lætis skuldin, enn fleiri hundruð bæði menn og konur, tóku sV° mikinn og stóran þátt í þessuna vinahótum, að við kunnum ekk‘ að þakka sem vera ber, og biðj um því gjafarann allra góðra hluta og hugsana, að launa fyrir okkur, og gefa ykkur öllum þátl takendum sem dveljið fj®r °” nær, hina beztu lífsins gleði. °£ framtíðar vellíðan. Ragnheiður og Ágúst MagnÚsSOO SAMVINNA ORKAR ÞVf Gerið yðar skyldu til þess að greiða f y r i r fullkomnari þjónustu með því að • Fara vel með á- höldin. • Hafa viðræður stuttar. • Nota firðsímann þegar minst er um að vera. Þegar þér viljið hafa samtal þá gefið NÚMERIÐ EKKI NAFNIÐ hjá þeim sem þér óskið að tala við. Síma þjónustu fólk er æft í að taka móti númerum. Þér flýtið fyrir yður sjálfum, að- stoðið viðtakanda og greiðið fyrir síma þjónustunni með því að fylgja þessum ein- földu reglum. Verið fáorð • Verið þolinmóð • Verið nærgætin MANITOBA TELEPHONE SYSTEM Samræmi Til Ágústs og Ragnheiðar Magnússon í gullbrúðkaupi þeirra, 11. júlí 1948 í þessari tilveru það er svo margt sem þyrfti að laga og breyta. Þar sumt er of dimt en sumt er of bjart og samræmis erfitt að leita. En sá sem það smíðaði í upphafi alt, á eftir að laga það betur; því vansmíð og ofsmíð þar enn vega salt — um eilífð það fullkomnast getur. Það gott er að lifa með samræmdri sál; þið sjáið hvað það væri gaman, ef skaparinn ætti sér manngildis mál og mældi alt tvent og tvent saman. En oft eru hjónabönd hendingaspil; fólk hittist á lífsvillu brautum, það fálmandi leitar að einhverjum yl í andlegum kulda og þrautum. Og sjaldan er hnappheldan ofin úr ást, sem eilífðar samræmi blessa, því jöti^n og dyrgja oft samferða sjást og sameinuð dvergur og skessa. Er höfundi lífsins þau unnu sinn eið hann ódæma sjálfræði gaf þeim, já, það er svo skrítið, en skaðvænt um leið: hann skifti sér hreint ekkert af þeim. Þau lærðu það aldrei, — því fer nú sem fer — í forlaga bókina að skrifa, en eitt út í horni hvort sönglaði sér í samræmi kunnu’ ekki’ að lifa. En sálin í lífinu samræmið er; ef sönglar þar hjáróma strengur, þá söngurinn allur í ólagi fer og erfitt að njóta hans lengur. En til eru skólar, þess skyldu menn gá, er skilning og samræmi kenna, og þar má í friðsömu fordæmi sjá hvar farsældar vitarnir brenna. Því heimilis andrúm, sem öllum er kært, er eftirmynd friðsælla jóla; og ótölu margir hafa’ auðgast og lært í Ágúsís og Ragnheiðar skóla. Sig. Júl. Jóhannesson

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.