Heimskringla - 25.08.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 25. ÁGÚST 1948
RUTH
Þýtt heiir G. E. Eyford
“Hillern tekur altaf málstað Ruth — hún er
dóttir bróður hans, “hins ágaetasta mann”, sem
nokkurntíma hefir lifað; hann vill láta h^nni líða
vel hér hjá sér, það er hans hjartans mál. Hann
vill ekki að hún sé á nokkurn hátt látin standa í
skugganum af Lenu, dóttir sinni; og þegar Lena
fer út til að skemta sér, þá sé Ruth altaf með
henni. Um það höfðu þau hjónin greint á.
“Það er synd og skömm, að inniloka unga
stúlku sem hana, inn í húsi allan liðlangan sum-
ardaginn,” sagði hann í fullri alvöru. Svo var það
hinn leiðinlegi náungi, sem gerði ilt verra, sem
hékk í kring um Ruth er hún var á gangi úti, frú
Hillern áleit það sem plágu. Ef bara að allir
herrarnir hefðu ekki augun á Ruth Hillern! Það
út af fyrir sig gerði það svo þreytandi að hafa
hana með; og manni sárnar að heyra aðdáun
slíkra manna, sem þessa gamla kapteins, eða
hvað sem hann er; slíkt er nóg til að gera barnió
ruglað í höfðinu, og ala upp í henni fáfengileg-
heitin. »,
Maður gat séð það á göngulaginu hennar
hvað ímyndanafull hún var. Engin tilraun að
flýta sér — ó nei, guð varðveiti mig. “Þið getið
biðið þangað til mér þóknast að koma!” Það
mátti sjá það á gangi hennar og brosi, að hún
var í djúpum hugsunum—þessu hættulega brosi!
Það var óhjákvæmilegt annað en hér yrði
árekstur.
“Hvað varð af þér,” spurði frúin hana í
höstum róm. “Heldurðu að við kærum okkur
um að bíða hér eftir þér svo tímum skifti?”
“Nú, því fórstu ekki á undan mér,” svaraði
Ruth rólega.
“Svo að þú gætir leikið komedíuna í ró og
næði til enda? Það er sem þér mundi líka bezt,”
sagði frúin.
“Komedíuna?” endurtók Ruth, og hleypti
brúnum.
“Kæra móðir,” reyndi dökkhærða stúlkan
að segja.
“Þvaður! Þegiðu bara eins og fiskur! Þú
ert eins og faðir þinn, þú tekur altaf hennar
málstað á móti mér.”
Ruth sagði: “Já, í hamingjunnar bænum
segðu ekki neitt! Annars geturðu haft ilt af því,
eins og um daginn.”
En dökkhærða stúlkan lét sig hvergi, og
sagði: “Kæra móðir. Barnið datt á götunni, hvað
annað gat hún gert en taka það upp og hugga
það?”
“Hvað! Þú skilur ekki slíkt, Lena,” sagði
frúin, sem áminningu til hennar. “Hún gat
auðvitað horft á þessa tvo menn, og tylt sér á tá
og brosað framan í þá.”
Ruth var rétt komin að því að svara fyrir
sig, en hún sá brátt að það var betra hefði hún
ekki brosað til gamla mannsins; svo hún þagði,
en roðnaði í andliti.
Lena leit undrandi á hana.
“Hvað er það sem þú ert að tala um,
mamma?” spurði Lena. “Eg sá ekki neitt þess-
háttar.”
“Nei, þú blessað engilbarnið!” sagði Ruth
með mildum róm, með ástúðlegt bros á vörunum.
“Þú sérð ekki svoleiðis — en það er satt — slíkar
yifrsjónir eru staðreynd.”
Sektar meðvitundin var bráðlega horfin. Um
hennar nettu varir lék ofurlítið gletnisbros, og
úr augunum skein sjálfstæðisglampi, og alt í
einu hló hún sínum vanalega glaðværa og sak-
leysislega hlátri, og sagði svo ofur sakleysis-
lega, en þó með gletni: “Freistingin var víst alt
of mikil; í Ástralíu heyrði eg sagt, að það væru
hér enn menn sem líktust hinum fornu Niblung-
um, sem sögurnar segja frá. Eg trúði því ekki,
og svo stóð alt í einu fyrir framan mig einn
slíkur, gamall maður, að maður gæti hugsað sér
að vera einn af hinum nafnfrægu Troju hetjum,
með göfugt og góðmannlegt útlit — fallegur,
fallegur maður!”
)• "Maður!” endurtók frúin ólundarlega. —
“Maður! Eins og þú sagðir það, hljómar alveg
óviðeigandi!”
Ruth leit upp stórum augum af undrun og
leit til Lenu, eins og hún vildi segja: “Skilur þú
hvað hún meinar með þessu?” En Lena svaraði
þessu ekki. Ruth sneri höfðinu frá þeim, með
gletnis brosi á vörunum, sem gaf til kynna hvað
hún hugsaði: “Jæja, mér má kanske vera sama!”
Eftir að þær höfðu leitað fyrir sér fundu
þær notalegan stað, settust við borð og báðu um
kaffi. Það var auðséð á hinu rauða andliti frúar-
innar og eins hvað hún blés mæðilega, að gangan,
hitinn og ergelsið, hafði gengið nærri henni;
samt gaf hún sér varla tíma til að hvíla sig meir
en tvær mínútur, hún reif hálfvota hanskana af
höndunum, og tók hekluverk upp úr vasa sínum.
Lena fylgdi fordæmi hennar, og leit ótta-
slegin á Ruth, sem sat þar hreyfingarlaus, með
hendurnar í kjöltu sér, og horfði dreymandi
fram fyrir sig.
í eina mínútu ríkti þar dauða þögn, með
þeim ákafa sem frú Hillern heklaði, mátti sjá að
það boðaði ekkert gott.
“Alt í einu stóð hún upp, spurði Ruth í bjóð-
andi málróm: “Hvar hefirðu vinnuna þína?”
Ruth vaknaði við þetta, eins og upp af
draumi, og skildi nú' aðvörun Lenu.
“Herra guð!” sagði hún. “Eg hélt bara að
við hefðum farið út að ganga, og njóta kvöld-
loftsins.”
“Nú jæja, þó svo væri? Þá getur maður
notið eins vel kvöldloftsins, þó maður sitji ekki
auðum höndum!” sagði hún í reiðiþrungnum
róm.
“Ja—á! Virkilega?”
“Þú ert líklega, stúlka mín, að---”
“Mamma, mamma!” greip Lena fram í. Ruth
er ekki að hafa á móti því sem þú segir, hún er
bara alveg hissa. Þú gleymir því altaf að hún
hefir ekki alist upp hérna, og er ekki kunnug sið-
um og venjum hér.”
Með skjálfandi hendi tók Lena upp úr vasa
sínum ofurlítinn böggul og rétti Ruth.
“Sjáðu til Ruth, hér er bróderíið mitt. Viltu
hjálpa mér svolítið með það, eg er rétt nýbyrjuð
á því og-----”
“Eg ætti nú ekki annað eftir en að eg færi
að skemma þetta litla listaverk þitt. Nei, láttu
það vera kyrt í vasa þínum. Fingurnir mínir eru
of stirðir fyrir svo fínt verk.”
“Ruth, þú getur gert alt sem þú vilt.”1
“Eg vil ekki, mín kæra Lena. Eg vil heldur
sitja hérna og njóta vorblíðunnar. Mér líkaði
ekki veturinn hérna. Mér líkaði fyrsti snjórinn
ekki svo illa, hann var eins og gamall kunningi.
Það er eins og hann sé að hvísla því að mér, að
einu sinni, er eg reið með föður mínum upp á
bláfjöllin, þar var snjórinn svo hreinn og drif-
hvítur. Veturinn ykkar er svo kaldur, og snjór-
inn hérna verður svo óhreinn og grár — já, sjálf
náttúran, lítur að síðustu svo aumkunarlega út.
Öll blóm dauð, ekki blað á trjánum; þau eru eim
og sóplar til að strýkja með óþæga krakka, og
eftir því sem eg sá þetta lengur og lengur, tók
eg það symbóliskt-----------
Þetta er dauðinn, hugsaði eg með hryllingi,
og það sýnir oss greinilega að maður vaknar ekki
aftur eftir dauðann; hinu megin grafarinnar er
engin upprisa---------og í dag er mér það enn
ljósara.” Hún hafði talað eins og í draumi, og
með bros í kringum munnin; nú ljómuðu hennar
brúnu augu, eins og sólin speglaði sig í þeim.
Hún stóð upp og vildi ganga hröðum skrefum
inn í hið unga dásamlega vor.
“Hvert ætlarðu?” spurði frúin og hnyklaði
brýrnar.
“Eg ætla að fara þarna ofan eftir og sjá
meira af þessum litlu eikartrjám,” sagði hún
glaðlega, en þó með ofurlítilli breytingu í
rómnum.
“Faðir minn hafði plantað lík tré í garðinum
hjá húsinu okkar í Sydney. Þau vildu ekki þríf-
ast rétt vel. Sólarhitinn var of sterkur fyrir
þau. Faðir minn hugsaði um þau og vökvaði þau.
Þessi litlu og líku tré, eru eins og kveðja til mín
að heiman,” sagði hún.
“Aldrei annað en þvaður og mas, frá upphafi
til enda. Ekki langt í burtu frá þessum litlu
trjám situr hópur af karlmönnum, þú ætlar víst
að sýna þig — það er víst erindið.”
Hin sakleysislega gleði var nú á svipstundu
horfin af andliti ungu stúlkunnar. Hún rykti
höfðinu þóttalega aftur. “Frú Hillern!” sagði
hún með skjálfandi vörum.
“Gerðu þig ekki svona sakleysislega,” sagði
frúin háðslega. “Eg þekki þig nú — og eg veit
hvað eg segi.”
“Nei, það veistu ekki. Þú brígslar mér aftur
um hinar verstu hvatir. Þessum mönnum þarna
—og hún leit fyrirlitningar augum yfir borðið—
hefi eg vissulega ekki veitt eftirtekt.”
“Hver mundi trúa því?”
“Hvort heldur. Hef eg nokkurntíma logið
að þér?”
“Nokkurntíma? Hver veit hversu oft!” Það
var eins og unga stúlkan hefði verið slegin í
andlitið. Hún varð blóðrauð, augun skutu eld-
ingum, og er hún gekk rösklega til frúarinnar.
var eins og hún mundi taka í axlirnar á henni og
hrista hana duglega.
“Ruth!” sagði Lena í angistar róm.
Hún eins og áttaði sig við ávarpið, og með
miklum átökum, gat hún snúið sér frá frúnni,
sem sat bæði hrædd og reið fyrir framan hana.
Hún ræskti sig tvisvar áður en hún talaði.
“Þakka þér fyrir,” sagði hún til Lenu, sem
sat skjálfandi af hræðslu. “Þetta hefði getað
orðið ógeðslegt tilfelli.” Og er hún gekk aftur
að stólnum sem hún sat á, sagði hún: “Þú getur
sagt hvað þér sýnist, Lena, en hún er vond kona,
það skal eg altaf segja hér eftir.”
Konan sem hún meinti, var orðin hrædd, er
hún fann hin eldfránu augu Ruth hvíla á sér, en
nú fékk hún kjarkinn aftur. “Vond kona?” end-
urtók hún, æst.
“Nú, bíddu bara við — þú skalt fá að hitta
sjálfa þig fyrir, nornin þín! Eg skal ekki setjast
niður þegar eg kem heim fyr en það skal ské —
svo skal eg segja föðurbróðir þínum alt saman —
já, það skal eg sannarlega gera. Og þá skulum
við sjá hvort hann fær ekki vitið aftur, já við
skulum sjá. Vond kona! Við höfum tekið hana
upp af götunni — við höfum fætt og klætt hana
— af náð og hjarta gæðsku höfum við gert það,
og ekki vonast eftir neinu endurgjaldi — nei,
ekki eitt þakklætisorð! Og nú borgar hún það
með skömmum!”
Ruth lét þennan vaðal eins og fram hjá sér
fara, og hélt höndunum fyrir eyrun, en nú stóð
hún skyndilega upp, og stóð þar há og tignarleg.
“Af náð og hjartagæðsku?” endurtók hún, alveg
forviða. “Eg hélt að það væri þó einhvers vert
að eg hefi tekist á hendur að kenna börnunum
þínum?”
“Já, föðurbróðir þinn hefir komið þeirri í-
myndun í höfuðið á þér,” sagði frúin þóttalega
og hló fyrirlitningarlega. “Þú hafðir kanske svo
sem annað að gera en hlusta á drengina lesa. Jú,
þú þvoðir og klæddir litlu börnin, saumaðir og
stoppaðir í sokka og svoleiðis smásnúninga. Og
hvað hefir þér svo verið borgað fyrir það?
Akkurat 12 dollars á mánuði! Við borgum akkur-
at fjórum sinnum meira fyrir búningana þína!
Þér ferst að láta mikið.”
Ruth leit rannsakandi á kjólin sem hún var í.
Hann var úr gráu taui, svo einfaldur sem hægt
var, en saumakonan skreytt með leggingum og
borðum. Það skal peninga til að borga fyrir
svona búning, hugsaði frúin. Guð minn, og
hversu miklu hefir ekki verið eytt í ball-kjóla
handa henni, á einum einasta vetri, hér í Bremen.
“Kæri föðurbróðir, við Lena verðum að fá nýja
ball-kjóla”, hafði hún sagt svo ísmeygjulega.
Og föðurbróðir hennar kom ekki fremur til hug-
ar að neita henni um það, en ef hún hefði beðið
föður sinn um það. Hann fékk henni strax pen-
ingana, brosandi og ánægjulegur. Henni fanst
það bara sem sjálfsagt — hún hugsaði ekki hót
um það. — En saumakonunni fanst meira um það.
Hún bar saman það sem hún gerði, og það
sem henni var borgað, og fanst ekkert samræmi
í því. Ruth roðnaði út að eyrum að heyra þessa
reiknings uppgerð — og hvað það væri hræði-
legt að skammast sín frammi fyrir slíkri konu!
Ruth stóð skyndilega upp, hún var nábelik í
andliti, varirnar saman klemdar, oghörku glampi
í augunum.
“Hvert ætlarðu?” spurði Lena hrædd.
“Heim,” svaraði hún snögt. “Eg ætla strax
að tala við föðurbróðir minn. Hann verður að
gefa mér meira að gera, eða borga mér minna,
eða útvega mér kennarastöðu einhverstaðar ann-
arstaðar.” Svo lagði hún á stað. Frúin var ekki
sem ánægðust yfir afleiðingunum af særingar
orðunum sem hún sagði, ef Ruth framkvæmdi
það sem hún hótaði, þá mátti hún búast við alt
öðru en skemtilegu kvöldi. Hvað mundi Hillern
segja þegar hann heyrði hvernig hún hafði sví-
virt og úthúðað frænku hans, og sagt að hún væri
þar í gustukaskini! Þessi reglubundni og kaldi
maður unni Ruth um fram alla aðra. Hún vissi
vel að hann hafði unnað bróðir sínum meir en
nokkrum öðrum. Já, það yrði eitthvað ilt úr
þessu!
“Lena, hlauptu eins og þú getur eftir henni,”
sagði frúin óþolinmóð. “Sjáðu um að hún geri
ekki neina vitleysu.”
Lena lét ekki segja sér það tvisvar. Hún
þaut á stað eins og stormbylur, og náði Ruth
bráðlega.
“Ruth”, kallaði hún, og stóð alveg á önd-
inni, “komdu til baka með mér. Hún meinti
ekki neitt ilt með því, sem hún sagði.”
En Ruth stansaði ekki.
“Ruth,” sagði hún aftur, svo einlæglega.
“Þú mátt ekki taka þetta svo illa upp fyrir henni.
Þú varst búin að gera hana reiða, svo hún sagði
meira en hún vildi hafa sagt. Manstu ekki hversu
fallega brjóstnælu hún gaf þér á afmælisdagin
þinn?”
“Guð komi til!” sagði Ruth og stansaði,
eins og gripin af snöggri hræðslu. “Og eg tók
við gjöfinni, og hugsaði ekkert út í það.”
“Hugsaðir?” endurtók Lena undrandi. —
“Hvað hefðir þú átt að hugsa?”
“Að eg óafvitandi nældi nýja undirgefnis
skyldu á mig. Skulda reikningur hennar gegn
mér var nógu langur, þó brossían væri ekki talin
með.”
“Hvaða vitleysa, Ruth!”
“Já, þú kallar það vitleysu, en hún meinar
það í fullri alvöru. Heyrðurðu ekki hvernig hún
skammaði mig, og sagði að eg lifði á þeim sem
betlari, og þessa kjóla sem hún talaði um reikn-
aði hún til tvöfalds verðs!” Hún þrýsti hendinni
að hjarta sér, meðan hún talaði, og dró þungt
andan.
“Eg er þannig í stórskuld, skulda henni stór-
fé, og eg get ekki sagt þér hvað þung byrði það
er á huga mínum! Eg ætla því að fara til föður-
bróðir míns og------”
“Nei, gerðu það ekki, kæra góða Ruth! Það
gerir pabba hryggan og reiðan — svo lenti það i
deilu milli þeirra.”
“Lena,” sagði Ruth æst. “Þú getur þó ekki
ætlað mér neitt svo ljótt, að eg geri mig svo
auðvirðilega, að klaga konu föðurbróður míns?
Eg skal ekki nefna hana á nafn. Eg ætla að segja
honum að eg með grandgæfilegri yfirvegun sé
komin að þeirri niðurstöðu, að eg hafi engan rétt
til að lifa á hans peningum, og að hann verði að
útvega mér húskennara stöðu — annað segi eg
ekki.”
“Þú mátt vera viss um, að hann segir bara
að hann geti aldrei gert nóg fyrir einkadóttir
bróður síns.”
“Já, eins góður og göfugur eins og hann er,
er eg ákveðin í þessu — eg ætla að halda fast við
beiðni mína.”
Lena horfði á Ruth með viðkvæmu og sorg-
bitnu augnaráði.
“Þú að gerast húskenslu kona,” sagði hún.
“Það er næstum hlægilegt!”
“Nei, miklu heldur, vonlaust og sorglegt,”
svaraði Ruth. “Að klæða óþæga smákrakka, og
kenna þeim að lesa, það finst mér alveg hræði-
legt. En — hver veit? Kanske að eg hafi lukk-
una með mér, að ala upp eina eða tvær gáfaðar
stúlkur. Eg sé engan annan veg til að komast
burt frá þessari hræðilegu manneskju!”
“Ruth!”
“Þó hún væri móðir þín, Lena, þá mundi eg
ekki láta mér detta í hug að tala um hana í
nærveru þinni, öðruvísi.”
“Hún er ekki slæm, Ruth!”
“Þú heldur ekki að neitt sé slæmt, Lena, en
eg er viss um, að ef guð úthlutaði henni sólskin
eftir sama mælikvarða sem hún reiknar mér pen-
ingana, þá mundi hún verða í sífeldu myrkri.
Það einasta sem gleður mig er, að eg get gefið
henni brossíuna aftur!”
Svo hélt Ruth áfram.
“Æ, farðu ekki! Komdu til baka með mér!”
bað Lena.
“Það get eg ekki,” svaraði Ruth ákveðið.
“Eg er hrædd við mig sjálfa, ef eg er hjá henni.
Hún er víst heldur vitgrönn, en hún veit þó
hvernig hún á að vekja djöfulinn í manneskjun-
um, þennan vonda djöful, sem maður vildi helst
efast um að væri til. Hún slakar ekki til fyr en
hún hefir vakið hann, og maður er fyltur af of-
boði og ótta, við að sjá það. Eg á ekki marga
óvini, en þessa konu hata eg!”
“Hún er alls ekki slæm,” sagði Lena hrygg
í hug.
“Þið skiljið, iþví ver, ekki hvor aðra, það er
öll ólukkan. Hún skilur ekki þinn tilgang, og þú
ekki hennar.”
“Hennar tilgang — eg?” sagði Ruth. “Nei,
að svínbeygja sig svo fyrir henni, er mér hreint
ómögulegt.”
“Við eigum ekki að líta niður á, né forsmá
neinn, Ruth!” sagði Lena í veikum róm.
“Já, þannig prédika prestarnir í kirkjunum,
meinar þú að segja! Já, kæra Lena, en hversu
margt kenna þeir ekki, sem þeir geta ekki fylgt
sjálfir ?”
“Við erum manneskjur en ekki englar, eins
lengi og við höfum himininn yfir oss og jörðina
undir fótum vorum, verðum við að hafa eitthvað
til að líta niður á. Stundum vill það til að á
vegi manns verður gróf og sár reynsla og erfið-
leikar, og maður glápir bara upp í skýin eftir
hjálp og úrlausn í staðinn fyrir að reyna að
greiða sjálfur úr erfiðleikunum.” Hún sagði
þetta bæði gletnislega sjálfstæðislega. Ekki
slæm — þessi feita viðbjóðslega manneskja, sem
leyfði sér að bera á hana lognar sakir. Ruth Hill-
ern, að vera lygari? Þó hún hefði átt að frelsa
sig frá höggstokknum hefði hún ekki getað sagt
ósatt. Að hafa ekki skynjað þetta eftir að hafa
verið með henni í fleiri mánuði, hlutu þeir að
vera eins heimskir, lélegir og lágt hugsandi,
eins og þessi kona er.
Heili hennar kemst fyrir í hnotuskel, og
hjartalag hennar náði ekki til neinna nema
hennar sjálfrar — það er þýðinagrlaust að búast
við samhygð frá henni. Það var þó undir því
komið hvað þú heldur um hana. Að vera álitin góð
manneskja af þessari konu, tæki Ruth ekki fyrir
neinn heiður. Að henni líkaði ekki hugsjónir
ungrar stúlku sem daglega var að snúast í kring-
um hana —það þakkaði hún guði fyrir. Hennar
hugheimur náði ekki út fyrir hennar eigin fjóra
veggi.
Þessi hræðilegi reikningur, hún hafði aldrei
heyrt slíkt. f húsi foreldra hennar, var það til-
hlökkun að geta gert sem flestum gott. Er nokk-
ur gleði meiri en sú, að gera sem flestar mann-
eskjur hamingjusamar? Þegar maður sá þakk-
lætið og góðvildina skína úr augum þeirra, þá
fanst okkur það nóg borgun. Orð gátu bara eyði-
lagt ánægjuna, um endurgjald fyrir greiða datt
engum í hug að biðja um. Frúin hafði algerlega
annan skilning á þessu. Hún áleit engin húsverk
þess virði að þau borguðu fyrir föt og fæði! Hve
hræðilegt! Það mátti kanske telja tímana sem
hún var að kenna börnunum, sem borgun fyrir
matinn sem hún borðaði, fötin sem hún fékk
gæti hún aldrei borgað, þó hún þrælaði í húsinu
frá mrogni til kvölds.
Að geta aldrei borgað þessari konu skuld
sína, var nokkuð sem hún bjóst ekki við að geta
— en að bæta við skuldina, þess þurfti hún ekki.
Nei, nei, Lena gat grátbænt hana eins mikið og
hún vildi, og þó föðurbróðirinn setti sig á móti
ætlun hennar, þá skyldi það ekki duga. Hún
skyldi aldrei falla frá ásetningi sínum.