Heimskringla - 25.08.1948, Blaðsíða 3

Heimskringla - 25.08.1948, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 25. ÁGÚST 1948 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA AF FLJÓTSDALSHÉRAÐI Það er orðið langt síðan eg sendi ykkur línur, landar mínir vestan hafs. Ef eg man rétt var það um síðustu áramót. Mun þá rétt að rifja upp veðurfarið síðan því jafnan ræður það mestu um hagi okkar bændanna. Frá jólum til janúarloka var óslitin ótíð, og oft stórhríðar — einkum austlægar. Kyngdi þá víða niður miklum snjó einkum inn til dala, en sumstaðar var svo blautt, að svaðraði af ásum. Þó notaðist það lítið fyr en kom fram í febrúar. Þá tók að kyrr- ast veðráttan, og hélzt meinhæg tíð eftir það fram úr. Snjórinn tók að sjatna með hækkandi sól, og jörð kom brátt upp nokkur um allt Hérað. Útmánuðir voru því mjög góðir. Um sumarmál var jörð farin að gróa ofurlítið, hún kom alveg klakalaus undan gadd- inum, sem lagðist á hana marþíða snemma í nóvember. Um 10. maí var víðast hætt að gefa sauðfé og hafði þá aðeins verið gefið síldarmjöl undanfarið. Um Hvítasunnu voru nokkrir góðir dagar, og var þá kallað svo að, sauðgróður væri kominn, og hugðu menn gott til vorsins eftir það. Þetta fór þó á annan veg. Nú tóku við nístandi kuldar með norðan og norðaustan næðingum. Aldrei sá til sólar, en úrfelli voru lítil. Þó gránaði jörð oft um næt-' ur. Þetta tíðarfar hélst að heita \ má óslitið fram yfir 20 júní, þá tók að hlýna í veðri. Gróðri hefir fleygj fram þessa síðustu daga, en heita mátti að hann stæði al- gerlega í stað 5 — 6 vikur áður. Þrátt fyrir þessa langdregnu ó- hemju kulda gekk sauðburður á- gætlega, og fjárhöld urðu mjög góð. Kom það sér vel, að nú er betur fóðrað en áður var títt. Víðast voru ærnar ekki hýstar um sauðburðinn, og frostið og snjófölið um nætur beit ekkert á nýfæddu lömbin. Þau fengu brátt hlýjan kjarngóðan sopa úr nægtubúri mömmu sinnar, og þá var þeim borgið. Minning ungmennis “Eg ann fáu eins og því, að kynnast ungu fólki. Fyrst vegna þess, að í návist við það gleymi eg öllum hugsunum um það, að eg sé að eldast. 1 annan stað helzt kynning við unga lengst, ef alt fer með feldu. Því næst háls- ar góðir, eru hinir yngri ríkari af dygðum og næmri tilfinningu, en við sem eldri erum og geta í því efni verið okkur vegaljós.” Þannig komst brezki spekjng- urinn og rithöfundurinn, dr. Johnson, að orði um æskuna. Að svipaðar minningar hafi komið í hug skyldmenna þeirra, er bezt þektu ungmennið, sem hér verð- ur ofurlítið minst á við lát þess, er ekki að efa. Það er eðlilegt að minnast hinna eldri, sem mikið æfistarf liggur eftir að hinstum skilnaði. En það er einnig sakn- aðarefni, er efnilegir æskumenn hníga í val, áður en þeir hafa náð fullum þroska og hafa notið sín til fulls. Mannfélagið getur þar oft átt á bak að sjá þeim, er lík- legur var til að vinna því þarft verk, og fleirum því verið sökn- uður að láti hans, en einungis hans nánustu. Æskumaðurinn látni, sem hér er átt við, hét Einar Rafnkell Sigurður Johnson. Hann var fæddur 28. apríl 1933, í Víðir- bygðinni í Nýja-fslandi, þar sem foerldrar hans búa, en þeir eru Hallur Johnson bóndi þar, ætt- aður frá Bygðarholti í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu og kona hans, Vilhelmína, dóttir Þórarins Kristjánssonar og Guðrúnu konu hans, Einarsdóttur, frá Árnanesi í Hornafirði. Frá námi og öllu því, sem Einar litli unni, að starfi til og það var margt, því honum virtist leika hvert verk í hendi, eigi síður en nám, var hann slitinn af sjúkdómi, er reyndist alvarlegri en nokkurn grunaði, árið 1946 og dró til bana 5. des. Einar Johnson 1947, á sjúkrahúsi á Gimli. Æsku- fjörið þraut mitt í stríðinu og blómið var sölnað, sem unað og yndi var þegar farið að veita öll- um, er það höfðu litið og sann- færðir voru um að miklum þroska mundi ná og verða mannfélagi sínu til mikils góðs. Einar hafði ekki einungis náð þeirri hagvirkni í ýmsum störf- um, sem óvanaleg eru í fari manna á hans aldri, heldur hafði hann lært ótrúlega margt al- mennu barnanámi tilheyrandi og ýmislegt alveg tilsagnarlaust, eins og að lesa og skrifa íslenzku, eins og fullorðinn maður. Systkini Einars eru f jórar syst- ur og einn bróðir: Edward, heima; Mrs. Florence Einarson, Gimli; Mrs. Elín Howe, Árnes; Mrs. Lilly Thórðarson, Árborg, og Bertha, ógift og heima. Með mikilli samhygð frá vin- um foreldra hins látna við hinn sára sonamissi og systkina hans, látum vér fylgja þessari stutt- orðu minningu kveðjuorð í ljóð- um, ort af B. J. Hornfjörð undir nafni foreldranna; Foreldra Kveöja til sonar síns EINAR RAFNKELL SIGURÐUR Dáinn 5. des. 1947 — Jarðsettur 9. s. m. Auða rúmið, er við litum einmana nú, eftir stendur. Sveinninn okkar, sem þar hvíldi, herfang dauðans hann er orðinn. — Lag: Atburð sé eg anda mínum nær. Sonur kær! Þitt líf ei langt hér var, leið er enduð þinnar hérvistar. Okkar hjörtu sorgin nístir sár, sjáum visið blóm í gegnum tár. Vissulega við því byggjum á, við þig aftur fáum þar að sjá, sem að lífsins ljósið ætíð skín, landsins fagra sólin aldrei dvín. Von og trúin veitir okkur styrk, vegaleið þó döpur sé og myrk. Minning þín, er eignin okkar best, er sú mynd í huga vorum fest. f Þitt er endað þjáninganna mein, það er gott að vera kominn heim, þar sem ekkert þvingar jarðneskt böl, þar er sælt um eilífð hafa dvöl! B. J. Hornfjörð Víðast mun hafa komið með langmestu móti tvílembt í vor, veldur því óvenju mikið gjafa- lag fyrir fengitíð, þar sem ærnar fóru á gjöf 11. nóvember. Hart var á því, að rosknar ær sgm snemma báru hrykkju til að mjólka nægilega tveimur lömb- um út alla kuldana, þar sem gróð- urinn fremur þvarr. Hinsvegar vegnaði öllum einlembingum vel. Grasspretta og heyskapar- horfur eru ekki vænlegar eins og stendur. Veldur þar mestu um hvað jörðin er orðin afskaplega þur. Hlýindin síðustu daga hafa lítið orkað á harðlendu túnin, og það sýnist eiga langt í land að byrja slátt á þeim. Hinsvegar spretta nú vel hin raklendari tún, einkum ef þau hafa ekki orðið fyrir ágangi í vor. Sveinn bóndi Jónsson á Egilsstöðum, er sá eini sem eg veit hafa byrjað slátt hér um slóðir. Að líkindum líður ein vika enn þangað til almennt verður byrjað. Garðarnir eru ekki efnilegir nú, hversu sem úr ræt- ist með þá. Það má með tíðindum telja að nýlega heimsótti Fljótsdalshérað stór hópur bænda og húsfreyja úr Kjalarnesþingi eða frá Búnað- arsambandi Kjalnesinga. Þetta munu hafa verið um 120 manns. Margt var þar myndarlegra manna og kvenna en betur leyst þó mörgum á konurna,r. Þessar hópferðir bænda milli landsfjórðunga eru nú mikil tíska og taka búnaðarsamböndin á hverjum stað einkum á móti gestunum, sjá þeim fyrir gisti- stöðum og reyna að skemmta þeim eftir föngum. Þessi hópur fór fyrst upp í Fljótsdal, en síð- an gisti hann á þrem stöðum. Egilsstöðum, Ketilsstöðum oð Eiðum. Daginn eftir fór hópurinn að Hallormsstað, því þar er nú orð- ið býsna fagurt um að lítast, eftir rúmlega 40 ára friðun, og ræktun jafnvel burtrjáa. Á Hallormsstað tók Búnaðar- félag Skríðdælu og Fram-Valla móti gestunum, en í Fljótsdal tók Gunnar bóndi og skáld móti þeim á heimili sínu Skríðuklaustri. Þegar hópurinn kom frá Hall- ormsstað hafði Búnaðarsamband- ið veizlu búna fyrir hann í Egils- staðaskógi. Þar hafa Sjálfsstæð- ismenn sett upp svo stóra her- mannaskála, sem mikið fékkst af Þegar setuliðið fór. Þar gat allur hópurinn setið til borðs í einum sal auk allmargra bænda úr Hér- aði, sem boðið var að gleðjast þarna með stéttarbræðrum sínum að sunnan. Sveinn bóndi á Egilsstöðum setti hófið og stjórnaði því af mikilli prýði. Fyrst var frambor- inn mjólk og smurt brauð, en síð- an kaffi ásamt hæfilegum “Guða- veigum” sem jafnan lífga sálaryl, létta skapið, og losa ótrúlega vel um málbeinið. Ræðurnar byrjuðu líka brátt að streyma af vörum manna sumar stuttar og snjallar en aðrar helst til langar og dauf- ar eins og gengur. Óhætt má segja það, að Þórar- inn Þórarinsson skólastjóri á Eiðum (hann er sonur séra Þór- arins á Valþjófsstað) átti styttstu og bestu ræðuna. Hann kvað Kjalnesinga og Austfirðinga hafa átt viðskifti fyr. Fyrir rúm- um 1000 árum hefðu 4 bændur á ÆFIMINNING —— Guðmundur S. Austfjörð 1879 — 1947 Kjalarnesi sent orð austfirðrsk- um bónda að koma til liðs við sig, og hjálpa sér til að stofna alls- herjarríki á Islandi. Þetta hefði þeim tekist, og nú bæri okkur að vinna saman að viðhaldi og þró- un hins nýendurreista ríkis, — Annars ætla eg mér ekki þá dul að rekja ræðurnar. Milli þeirra voru sungin ættjarðarljóð og gleðisöngvar. Auk þess skemmti séra Marinó Kristinsson á Val- þjófastað með einsöng, sem gest- unum þótti mikið til koma. Steingrímur búnaðarmálastjóri var víst fararstjóri flokksins, og kvaðst hafa það leiðinlega hlut- verk að reka fólkið í rúmin, þeg- ar skemmtan og gleðskapur stæði í mestum blóma. Næsta dag skyldi farið af stað kl. 7 árd, og því mætti ekki fara seinna í hátt- inn en kl. 12. Þetta urðu menn að sætta sig við, þótt margir ættu þá eftir að láta ljós sitt skína Hófið mun hafa staðið um 4 kl. Eitt skáld sögðust Sunnlend- ingar hafa í förinni. Það var Hjálmar á Hofi á Kjalarnesi. Ekki man eg hvers son hann er, en heyrt hafði eg hans getið, og séð eftir hann vísur góðar. Eg kann líka eina vísu um hann, og ætla að láta hana fljóta hér með þótt andvitað sé það algerlega leyfislaust. Vísan er svona: Hjálmar leysir hispurslaust úr hverjum vanda lemur bæði ljóð og landa lagvirkur til munns og handa Eg náði í Hjálmar, og spurði eftir hvern vísan væri. Eftir Sig- urð F. Spegilsskáld sagði hann. Hann er prýðilega gefinn, en drykkfeldur nokkuð. Eg svaraði víssunni svona: Léttist Sigga ljósa rún þá skenkt er skálin þótt löngun syrti lífs í álinn, leikur á nætur Braga sálin Eg vona að Hjálmar á Hofi sjái ekki Heimskringlu, en ef svo fer, að hann fréttir um þetta tiltæki mitt að birta hér bögurnar, þá bið eg hann auðmjúklega vel- virðingar á því. Enn h^fir ekki orðið af því að Austfirðingar hafi farið bænda- för í aðra fjórðunga landsins, þó er langt síðan þetta komst á dag- skrá hjá Sambandinu hér. Það er svo um margt að okkur láta betur ráðagerðir en framkvæmdir einkum ef þær eru félagseðlis. Við erum líka taldir eftirbátur annarra fjórðunga um margt, og hefðum vissulega gott af að heimsækja þá, svo við getum sjálfir séð hvað hæft er í þessu. Eg vil svo að endingu geta þess að nú er um það bil ár síðan mán- aðarblað hóf göngu sína á Seyð- isfirði, en þar hefir ekkert mál- gagn komið út alllengi. Er það mikil afturför frá því sem var um aldamót, þegar þar komu út tvö blöð Austri og Bjarki. Þetta nýja mánaðarrit heitir Gerpir. Eg vil benda Austfirðingum Vestra á það, að þar geta þeir best fylgst með því sem er að gerast hér eystra, og séð þar fjölda mynda. Afgreiðslumaður blaðsins er Emil Jónasson sím- ritari. Hann er sonur Jóns Eir- íkssonar skólastjóra frá Eiðum. Gunnlaugur bróðir hans er rit- stjóri blaðsins. Nú er dagur að kvöldi kominn, og best að hafa sig í bólið. 4. júlí 1948 Gísli Helgason E. s. Síðan eg fór að senda þessa ómerkilegu pistla mína í Hkr., hefi eg fengið þó nokkur vinsam- leg bréf að vestan. Mér er það ánægjuefni, en verð í mörgum tilfellum að láta nægja sem svar til þeirra það, sem Heimskringla birtir. Bestu þakkir fyrir bréfin. Lifið heilir G. H. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskrinjflu Borglð Heimskringlu Það hefur dregist alt of lengi að geta í íslenzku blöðunum um lát Guðmundar Sigurðsonar Austfjörð. Hann lést snögglega 27 ágúst 1947, af hjartaslagi er hann var á ferð í bíl nálægt bæn- um Cavalier í Norður Dakota. Guðmundur var fæddur 2. marz árið 1879 að Ekkjufellsseli í Fellum í Norðurmúlasýslu á fs- landi. Hann var sonur Sigríðar Björnsdóttur frá Hofi í Fellum og seinni manns hennar Sigurðar Guðmundsonar frá Hafrafelli í sömu sveit. Guðmundur fluttist til Amer- íku með foreldrum sínum árið 1887 og settust þau að í Akra- bygð í Norður Dakota og voru þau þar það sem eftir var æfinnar og eru nú bæði dáin fyrir all mörgum árum síðan. Mundi ,eins og hann var oftast nefndur, naut lítillar skólagöngu í æsku. Hann fór snemma að vinna fyrir sér eins og gerðist á þeim árum og var duglegur að öllu sem hann gekk. Hann stund- aði almenna bænda vinnu og bjó allan sinn búskap í sinni heima- bygð nálægt Akra. Hin síðari ár stundaði Guðmundur aðalega sandtöku á landareign sinni, seldi oft mörg vagnhlöss á dag og var það ervið vinna fyrir mann sem hafði kent áðurminst sjúk- dóms, hjartveiki. I Árið 1902 giftist Guðmundur Þórstínu Sigríði, dóttur Eggerts og Rannveigar Gunnlaugson, er námu land skamt fyrir vestan Akra pósthús árið 1880 og bjuggu þar það sem eftir var æfinnar.1 Eggert lést árið 1914 en Rann- veig 1934. Þau Guðmundur og Þórstína eignuðust tíu mannvæn- leg börn sem öll eru á lífi nema ein dóttir. Þau eru hér talin eftir aldri: Áleif, Mrs. Andrews og Eggert, Cavalier N.D.; Sigríður, Mrs. W. Yeiter, Fort Wayne, Indianna; Magnús á Akra; Vil- borg látin 1940, ógift, 26 ára að aldri; Soffía, Mrs. B. Whimp- heimer, Cavalier, N. D.; Ingi- Bókamenn Gerist áskrifendur að bókum Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins, það eru ódýrustu bæk- urnar á markaðnum og mjög góð- ar, fræðandi og skemtilegar. — björg, Mrs. J. McDonald, Wal- hala, N. D.; Vilhjálmur að Moun- tain N. D.; Christene, Mrs. J. Sproole, Grand Forks, N. D.; Sigurður í Crystal N. D. Svo eru 21 barna börn og 7 barna barna- börn, sem nú syrgja föður og afa ásamt ekkjunni. Fjögur hálf systkini átti Guð- mundur og er einn hálf bróðir á lífi, Halldór Austfjörð, Mozart, Sask, hin systkinin vóru Guð- finna, er lést snemma á árum hér í Ameríku, gift Halldóri Hall- dórssyni; B jörn, kaupmaður, Austfjörð að Hensel, N. D., og Árni Anderson, klæðskeri sem flestir nefndu Tailor. Hann bjó í Winnipeg. Báðir þessir bræður vóru vel þektir meðal íslendinga og eru nú báðir dánir fyrir nokkrum árum síðan. Guðmundur var jarðsungin 31. ágúst 1947 af séra E. Fafnis frá heimililnu og Vídalíns kirkju, þeim söfnuði sem hinn látni til- heyrði og var lagður til hinstu hvíldar í Vídalíns grafreit þar sem foreldrar, dóttir og önnur skyldmenni hvíla. Jarðarförin var afar fjölmenn og falleg og mikil blóm. Einnig gáfu margir minningargjafir til ymsra stofnana sem alt lýsir mikilli velvild til hins látna vin- ar og til eftirlifandi ekkju og barna. Þeir, sem báru líkið til grafar, voru: Páll Nelson; S. Hodson; B. Hjálmarsson; J. Jónasson; A. Morrison og T. Jarden. (Heiðurs líkmenn er báru blómin. ‘ Honorary Pallbearers: Lee Thorvaldson; Walter Nel- son John Axdal; Ali Bernhoft; John Olson; Einar Abrahamson. Ekkjan og börnin þakka af hjarta alla velvild þeim sýnda við þetta snögga fráfall. Þau minnast föður og eiginmanns með söknuði og blessa minningu hans. Lóa Gunnlaugson, magkona. Jóna A. Johnson frændkona. Fimm og sex bækur á ári, fyrir aðeins $5.00 til $6.00. Sendið tilkynning um áskrift, sem fyrst, svo hægt sé að panta bækurnar að heiman, sem fyrst. Björnsson’s Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg Manitoba Birds RUBY THROATED HUMMINGBIRD Archilochus Colubris ! Very minute birds, 3.75 inches or less in length, with long spineshaped bill and brilliant metallic colours. Distinctions:—The male with its brilliant metallic bronzy- green back is easily identified. Females and juveniles are more alike, green above with white throat slightly streaked with greyish or a few sparse spots of brilliant ruby. Field Marks: —Small size, and buzzing, insect-li^e flight, with green back and gleaming ruby throat in male. The only hummingbird found in the Prairie Provinces, except- ing in Western Alberta. Nesting:—In a beautiful structure, covered with bits of lichen cemented togeth\r with cobweb, saddled on tlre top of a branch. Distribution:—Easterly North America. In Canada, west to Alberta and probably to the foothills. Hummingbirds fly forwards, backwards, sideways or re- main perfectly stationary in the air with equal ease—a bird flying like an insect yet in structure strictly birdlike. The wings vibrate with a rapidity that can be measured only by the tuning-fork method used with insects. The wings are long, narrow, and non-flexible, and the keel of the sternum is immensely deepened to give support to the great muscles that move them. Economic Status:—As some of the smallest insect pests are the most destructive, we can realize the economic importance of the hummingbird may be greater than suspected. Beside nectar, its food seems to be composed of small flies, gnats, minute bees, wasps and other flower- j haunting and pollen-eating forms. ! v j This space contributed by Shca's Winnipeg Brewery Ltd. MD 214

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.